Best að halda áfram í óhamingjusömu sambandi

Það er ekki alltaf eintóm sæla að vera í sambandi.
Það er ekki alltaf eintóm sæla að vera í sambandi. Getty images

Barneignir valda álagi í samböndum en það besta sem þú getur gert er að halda áfram í sambandinu, þó hamingjuna skorti, viljir þú að samlífið verði gott og hamingjuríkt síðar meir. 

Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar bresku Marriage-stofnunarinnar. Samkvæmt henni upplifði meirihluti þeirra sem voru óhamingjusamir í sambandi sínu eftir fæðingu fyrsta barnsins, blússandi hamingju um áratug síðar. Sjö af hverjum tíu pörum halda áfram í sambandinu eftir fæðingu fyrsta barns þó að óhamingjan banki á dyrnar. Um 68% þeirra segjast hamingjusöm áratug síðar. Um 27% sögðust vera „ákaflega“ hamingjusöm og gáfu sambandi sínu fullt hús stiga.

Í frétt Telegraph um málið segir að 50% barna sem fæðast í dag megi eiga von á því að foreldrar þeirra skilji áður en þau ná fimmtán ára aldri. Stofnunin sem stóð að rannsókninni segist mæla með því að fólk „brosi og afberi“ sambandið til að uppskera hamingjuna til lengri tíma litið.

„Að halda áfram í óhamingjusömu sambandi gæti verið það besta sem þú getur gert,“ segir Harry Benson hjá Marriage-stofnuninni við Telegraph.

Hann segir að flest pör upplifi augnablik óhamingju, en sé ekki um ofbeldi hverskyns og misnotkun að ræða ættu þessi pör flest að verða hamingjusöm síðar meir.

Aðrar rannsóknir hafa sýnt að pör sem fara reglulega sanab út að skemmta sér í hópi vina séu ólíklegri en önnur að finna fyrir kulnun ástarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert