Facebook geti myndað „hnattrænt samfélag“

Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook.
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. AFP

Mark Zuckerberg, stofnandi samfélagsmiðilsins Facebook, segist sjá miðilinn fyrir sér sem afl til að byggja upp „hnattrænt samfélag“, á sama tíma og fólk missir trúna á það pólitíska kerfi sem sé ríkjandi.

Í færslu á síðu sinni, sem telur næstum sex þúsund orð, segir Zuckerberg að Facebook geti gegnt því hlutverki að stefna fólki saman, þegar það stendur andspænis önugum stjórnmálum og viðhorfi annarra gegn frekari hnattvæðingu.

Í færslunni, sem birt var án viðvörunar og margir vilja líta á sem nokkurs konar stefnuyfirlýsingu, kynnir hann nákvæma hugsjón um hlutverk þessa stærsta samfélagsmiðils heims.

„Á tíma eins og þessum er það mikilvægasta sem við hjá Facebook getum gert, að byggja samfélagslegu innviðina til að gefa fólki vald til að byggja hnattrænt samfélag, sem virkar fyrir okkur öll,“ skrifar Zuckerberg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert