Uppgötvun „utan okkar sólkerfis“

Ljósmynd/NASA

Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur boðað til ráðstefnu á morgun þar sem stofnunin hyggst greina frá uppgötvun varðandi plánetur í öðrum sólkerfum. NASA orðar það þannig að um sé að ræða uppgötvun „utan okkar sólkerfis“.

NASA hyggst „greina frá uppgötvunum um plánetur á braut um aðrar stjörnur en sólina okkar“ samkvæmt því sem segir ennfremur í fréttatilkynningu í dag. Búist er við að stofnunin muni greina frá þeim upplýsingum sem liggi fyrir um plánetu utan sólkerfisins sem jörðin tilheyrir þar sem líf getur hugsanlega þrifist.

Geimvísindamenn um allan heim munu sækja ráðstefnuna. Rifjað er upp í frétt bandaríska dagblaðsins New York Post að með aðstoð Galileo-geimsjónaukans hafi plánetan HD 219134b verið uppgötvuð árið 2015. Hún sé hins vegar of nálægt stjörnunni í sólkerfi sínu til þess að líf geti þrifist á henni. Plánetan er í 21 ljósárs fjarlægð frá jörðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert