Facebook nemur sjálfsvígshvöt notenda

Fyrirtækið hefur samband við viðkomandi einstaklinga.
Fyrirtækið hefur samband við viðkomandi einstaklinga. AFP

Samfélagsmiðillinn Facebook er nú byrjaður að notast við gervigreind til að bera kennsl á þá notendur sem gætu átt það á hættu að fremja sjálfsvíg.

Miðillinn hefur þróað reiknirit sem kemur auga á ýmis viðvörunarmerki í færslum notenda og þeim ummælum sem vinir þeirra skilja eftir í kjölfarið.

Eftir staðfestingu frá starfsmanni Facebook hefur fyrirtækið svo samband við þá sem eru taldir geta valdið sér sjálfsskaða og leggur til leiðir fyrir viðkomandi til að leita sér hjálpar.

Að svo stöddu er aðeins verið að prófa þessa tækni í Bandaríkjunum, en þetta er í fyrsta sinn sem gervigreind er notuð til að skoða færslur á miðlinum.

Umfjöllun BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert