Facebook tilkynnti BBC til lögreglu

„Það er lögbrot fyrir hvern sem er, að dreifa myndum …
„Það er lögbrot fyrir hvern sem er, að dreifa myndum af misnotkun barna.“ AFP

Samfélagsmiðillinn Facebook mætir nú gagnrýni fyrir það hvernig hann meðhöndlaði tilkynningar um kynferðislegar myndir af börnum á vefsíðunni.

Formaður fjölmiðlanefndar breska þingsins, Damian Collins, segist hafa miklar efasemdir um skilvirkni eftirlitskerfis miðilsins í kjölfar þess að fréttastofa BBC tilkynnti Facebook um tugi slíkra mynda á síðunni, en aðeins 20% þeirra voru fjarlægð.

Þegar Facebook fékk send dæmi um umræddar myndir, tilkynnti miðillinn fréttastofu BBC til lögregluyfirvalda og hætti við fyrirhugað viðtal um málefnið.

Þá gaf Facebook út yfirlýsingu: „Það er lögbrot fyrir hvern sem er, að dreifa myndum af misnotkun barna.“

Collins segir það ótrúlegt að BBC hafi verið tilkynnt til yfirvalda þegar fréttastofan hafi verið að reyna að „aðstoða við að hreinsa miðilinn“.

Umfjöllun BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert