Fuglum með smáan heila hættara við slysum

Í heiminum eru um 300 milljarðar fugla.
Í heiminum eru um 300 milljarðar fugla. AFP

Hver er munurinn á fuglum sem verða fyrir bílum og þeim sem verða það ekki?

Svarið er að þeir sem verða fyrir bíl hafa smærri heila. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem gerð var á 3.521 fuglshræi.

Vísindamennirnir segja að þessa skýringu tengjast hlutfalli heilaefnis og líkamsþyngdar. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í vísindatímaritinu  Royal Society Open Science.

Krákur hafa til dæmis hlutfallslega stóran heila miðað við líkamsstærð og hafa ótrúlega hæfni í því að forðast árekstra við bíla. Fyrri rannsóknir á hegðun þeirra hafa sýnt að krákur geta flúið undan bíldekkjum á hárréttu augnabliki á elleftu stundu. 

„Ég veit ekki hvort við getum sagt að þær séu gáfaðri en þær sína hegðun sem gerir þær líklegri til að komast af,“ segir aðalhöfundur rannsóknarinnar, Anders Pape Moller.

Dúfur hins vegar eiga erfiðara með að forðast árekstra. Þær hafa líka örsmáan heila. 

Það sem kemur þó meira á óvart er að heilastærðin skiptir líka máli meðal fugla sömu tegundar. 

Starrar og svartþrestir eru til dæmis misjafnlega hæfir til að forða sér frá hættu. Sé heili þeirra smærri en gengur og gerist hjá tegundinni virðast þeir vera líklegri til að verða fyrir bíl og drepast. Önnur líffæri þessara fugla eru þó sambærilega stór og annarra af tegundinni.

Vísindamennirnir skoðuðu fugla af 251 tegund.

 Talið er að um 200 milljónir fugla drepist í árekstrum við bíla á ári hverju í Bandaríkjunum. Dánartíðnin af þessum sökum er lægri í Evrópu. 

Hins vegar er þetta aðeins lítið brot af fuglum heimsins, þeir eru líklega um 300 milljarðar. 

Önnur dánarorsök er þó algengari. Talið er að um 2,4 milljarðar fugla verði köttum að bráð í Bandaríkjunum ár hvert. 

mbl.is
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...