Marsfarar fastir úti í geimi í 3 ár

Reikistjarnan Mars.
Reikistjarnan Mars. Mynd/NASA

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur talað um að senda fólk til reikistjörnunnar Mars í mörg ár, meðal annars með geimfarinu Orion.

NASA hefur aftur á móti ekki greint frá því hvernig framkvæmdin verður en svo virðist sem áætlun þess efnis sé að verða að veruleika.

Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði í síðasta mánuði lagafrumvarp þar sem kemur fram að NASA skuli senda fólk til Mars fyrir árið 2033. Viku síðar birti NASA sína skýrustu áætlun til þessa um það hvernig það verður gert, að því er kemur fram á vefsíðu Business Insider.

Framkvæmdin er hvorki fyrir þá sem þjást af innilokunarkennd né þá sem eru viðkvæmir að eðlisfari. Hún snýst um að loka geimfara inn í geimflaug sem er eins og rör í laginu, senda þá út í geiminn í þrjú ár og bjóða þeim ekki upp á neinn möguleika á því að komast þaðan út eftir að geimflaugin hefur flogið framhjá tunglinu.

Það sem meira er, geimfararnir myndu aðeins fara á braut um Mars. Þeir myndu aldrei reyna að lenda þar.

Þetta kemur fram í skjölum sem William Gersteinmaier, yfirmaður hjá NASA, birti á nefndarfundi hjá NASA 28. mars.

„NASA leiðir næsta skref inn í geiminn skammt frá tunglinu, þar sem geimfarar munu smíða og prófa þau kerfi sem þörf er á fyrir erfiða leiðangra langt inn í geiminn, þar á meðal til Mars,“ sagði NASA um áætlunina í fréttatilkynningu.

mbl.is
Stimplar
...
SUMARFRÍ Í SÓL & HITA Í VENTURA FLORIDA
Glæsilegt HÚS til leigu v. 18 holu golfv, 3 svh. 2 bh.,1 wc, stór stofa, eldhús ...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...