Toyota styður þróun fljúgandi bíla

Skydrive vonast meðal annars eftir því að hægt verði að ...
Skydrive vonast meðal annars eftir því að hægt verði að nota slíkan bíl til að kveikja á ólympíueldinum í Tókýó árið 2020. Mynd/Skydrive

Japanski bílaframleiðandinn Toyota tilkynnti að fyrirtækið hefði stutt við hóp verkfræðinga sem vinna að þróun fljúgandi bíla. Hingað til hefur verkefnið verið stutt áfram af hópfjármögnunarframlögum, en Toyota hefur nú ákveðið að veita hópnum sem nemur 274 þúsund pundum, eða 38 milljónum, til áframhaldandi þróunar.

Hópurinn kallast Skydrive og segjast þeir vera að þróa heimsins minnsta fljúgandi bíl. Er hann 2,9 metra langur og 1,3 metrar á breidd. Samkvæmt áætlun hópsins verður hægt að fljúga bílnum á 100 km/klst. hraða í allt að 10 metra hæð.

Notast er við tækni sem hefur verið vinsæl meðal fjarstýrðra dróna, það er að notast við fjóra hreyfla. Þá verður bíllinn einnig með þrjú hjól.

Samkvæmt BBC er vaxandi áhugi meðal bílaframleiðenda á að breyta þessari fyrrum fjarlægu framtíð í raunveruleika. Hafa fyrirtæki í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Hollandi, Kína og Japan horft til þróunar á þessum markaði nýlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Sendibílaþjónustan Skutla S:867-1234
Tökum að okkur almenna flutninga, skutl, vörudreifingu o.fl. Nánari uppl. á www....
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
 
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...