Áhugasamari um aðlaðandi vísindamenn

Þegar spurt var hvaða vísindamenn væru líklegastir til að vinna ...
Þegar spurt var hvaða vísindamenn væru líklegastir til að vinna að hágæða rannsóknum völdu þáttakendur frekar þá sem voru minna aðlaðandi í útliti. AFP

Fólk er áhugasamara um rannsóknir vísindamanna sem því þykir aðlaðandi, en finnst þeir samt sem áður ekki jafn hæfir og kollegar þeirra sem eru ekki jafn fallegir í útliti. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem birtar voru í fræðiritinu Proceedings of the National Academy of Sciences í dag. Er þar lögð áhersla á hlutdrægni sem fylgir því að dæma fólk út frá útlitinu einu saman, einkum á sviði vísinda.

„Fólk virðist horfa á útlit vísindamanna þegar það skoðar og metur vísindafréttir,“ sagði höfundurinn Will Skylark, en hann starfar við sálfræðideild Cambridge háskóla. „Það er ekki ljóst hversu mikið þetta mótar útbreiðslu og viðurkenningu á vísindalegum hugmyndum meðal almennings, en með örum vexti sjónrænnar fjölmiðlunar gæti þetta orðið sífellt mikilvægara mál.“

Vísindamenn við Cambridge háskóla og háskólann í Essex gerðu sex rannsóknir fyrir skýrsluna til að skoða hvernig útlit vísindamanna hefði áhrif á mat fólks á rannsóknum þeirra. Um 3.700 manns á aldrinum 18-81 árs tóku þátt, bæði frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Voru andlit vísindamanna valin af handahófi og komu þeir úr eðlis- og erfðafræðideildum bandarískra háskóla og eðlis- og líffræðideildum breskra háskóla.

Einn hópur þátttakenda var beðinn um að meta andlit vísindamannanna út frá því hversu aðlaðandi hópnum þætti þeir vera. Þá voru tveir aðrir hópar beðnir um að meta hversu áhugasamir þeir væru um að skoða fleiri rannsóknir eftir hvern vísindamann. Þá voru þeir beðnir um að meta hvort þeim þætti hver og einn vísindamaður „líta út eins og einhver sem gerði nákvæmar og mikilvægar rannsóknir“.

Þegar niðurstöðurnar voru bornar saman komust rannsakendur að því að fólk var áhugasamara um að læra um rannsóknir vísindamanna sem þeim fannst aðlaðandi. Þá virtust þátttakendur áhugasamari um rannsóknir eldri vísindamanna, og minna áhugasamir um rannsóknir kvenkyns vísindamanna. Enginn munur var á milli kynþátta vísindamannanna, þ.e. hvort þeir voru svartir eða hvítir.

Þegar spurt var hvaða vísindamenn væru líklegastir til að vinna að hágæða rannsóknum völdu þáttakendur frekar þá sem voru minna aðlaðandi í útliti.

„Fólk getur verið undir áhrifum frá því hvernig vísindamaður lítur út, frekar en því hvað hann segir,“ sagði Skylark.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
Frystigámar 20 og 40 feta nýir gámar
Útvegum nýja frystigáma á hagstæðu verði. Holt1.is Vélasala S 4356662/895...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...