Banna tölvuleiki

Fjölmargir tölvuleikir eru bannaðir.
Fjölmargir tölvuleikir eru bannaðir. AFP

Yfirvöld í Úsbekistan hafa bannað fjölmarga tölvuleiki sem eru sagðir „bjaga gildi“. Á listanum eru ofbeldisfullir leikir á borð við Grand Theft Auto þar sem leikurinn gengur meðal annars út á að stela bílum. BBC greinir frá. 

Á listanum er einnig leikurinn The Sims þar sem varla finnst ofbeldi heldur snýst hann um að setja saman til dæmis fjölskyldu og leysa tiltekin verkefni. Sá leikur er með þeim mest seldu í heimi.

Eftir að bannið tók gildi er bannað að flytja inn og dreifa leikjum.

Skiptar skoðanir eru á banninu sumir eru hlynntir því á meðan aðrir eru alfarið á móti því. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert