Kúamjólk betri börnum en jurtamjólk

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa komið mörgum á óvart.
Niðurstöður rannsóknarinnar hafa komið mörgum á óvart. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Börn sem alin eru upp á möndlu- og sojamjólk eru lágvaxnari en börn sem drekka aðeins kúamjólk. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birt var í fræðitímaritinu the American Journal of Clinical Nutrition. Notkun foreldra á jurtamjólk handa börnum sínum er þó meiri en áður. Rannsakendurnir vara foreldra jafnframt við lágu næringargildi hennar.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa komið mörgum á óvart en undanfarið hafa mjólkurvörur unnar úr jurtum verið afar vinsælar. Þær hafa verið lofaðar sem hollustu- og ofurfæði eða sem lausn við mjólkuróþoli eða óbeiti. Fyrir mörgum hefur næringargildi kúamjólkur þannig lotið í lægra haldi en jurtamjólkur.

Samkvæmt rannsókninni aftur á móti, eru börn sem drekka aðra mjólk en kúamjólk lágvaxnari en ella. Þetta á við hvort sem þau drekka jurtamjólk eða mjólk úr öðrum dýrum en kúm. Börn sem drekka blöndu af jurtamjólk og kúamjólk eru einnig undir meðalhæð. Frá þessu greinir breski miðillinn Telegraph.

Fleiri en 5.000 börn á aldursbilinu tveggja til sex ára tóku þátt í rannsókninni. Í niðurstöðum hennar kom fram að þriggja ára börn, sem drukku þrjá bolla af soja- eða möndlumjólk daglega, voru að meðaltali meira en einum og hálfum sentímetra minni en börn sem fengu sama magn af kúamjólk daglega.

Tveir bollar af kúamjólk 16 grömm af próteini.
Tveir bollar af kúamjólk 16 grömm af próteini. mbl.is/Hjörtur

Hæðin mikilvæg vísbending um heilsu

Rannsakendurnir leituðust ekki eftir ástæðunum fyrir hæðarmuninum en telja þó möguleika á að börn sem drekki aðra mjólk en kúamjólk neyti minna próteins og fitu en önnur börn og það verði til þess að þau vaxi minna. Samkvæmt þeim innihalda tveir bollar af kúamjólk 16 grömm af próteini, sem sé einmitt ráðlagður dagskammtur af próteini fyrir þriggja ára barn. Sama magn af möndlumjólk innihaldi aftur á móti aðeins fjórðung af því.

Jonathon Maguire, barnalæknir hjá St. Michael's spítala í Toronto í Kanada var helsti stjórnandi rannsóknarinnar. Hann segir hæð vera mikilvæga vísbendingu um heilsu barns og þroska og brýnir jafnframt næringargildi kúamjólkur.

„Kúamjólk hefur áður fyrr verið áreiðanleg uppspretta af próteini og fitu handa börnum. Bæði eru þetta nauðsynleg næringarefni til að tryggja réttan þroska í barnæsku. Margir foreldrar í dag velja aðra mjólk fyrir börnin sín en það gæti verið að hún sé með lægri næringargildi.”

mbl.is

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Endurnýjum rafhlöður fyrir borvélar
járnabindivélar, fjarstýringar og önnur rafhlöðuverkfæri. Nánar á www.rafhlodur....
Erum að flytja inn alskyns vörur fyrir Islendinga á extra góðu verði
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...