Ásgarður með yfirráðasvæði í geimnum

Ásgarður er fyrsta þjóð jarðar í geimnum. Markmið hennar er …
Ásgarður er fyrsta þjóð jarðar í geimnum. Markmið hennar er að opna aðgang að geimskiptatækni, vernda jörðina gegn kosmískum ógnum og stuðla að friði. AFP

Ásgarður, eða „Asgardia“, fyrsta „geimþjóð“ jarðar, gæti bráðum átt sinn fyrsta hluta af eig­in­legu yf­ir­ráðasvæði. Leiðtogi þeirra, Igor Ashur­beyli, til­kynnti síðasta þriðju­dag áætlan­ir sín­ar um að skjóta upp smá­um gervi­hnetti út í geim­inn. Gervi­hnött­ur­inn, „Asgar­dia-1“, mun geyma ýms­ar upp­lýs­ing­ar, þ. á m. stjórn­ar­skrá rík­is­ins, fána þess og gögn frá íbú­um Ásgarðs. Hann verður fyrsta áþreifanlega „svæði“ þjóðarinnar. Áætlað er að honum verði hleypt af stokk­un­um í sum­ar. Þetta kem­ur fram í grein net­miðils­ins CNET.

Sam­kvæmt Guar­di­an kynnti hóp­ur vís­inda­manna og lög­fræðinga til­lög­una um stofn­un Ásgarðs á síðasta ári. Stofn­andi og leiðtogi hans er rúss­neski ör­tækni­fræðing­ur­inn Igor Ashur­beyli. Þjóðin er í raun­inni laga­leg, tækni­leg og heim­speki­leg til­raun. Heiti Ásgarðs, eða „Asgar­dia“, vís­ar til heim­ilis ás­anna í nor­rænni goðafræði.

52 íslendingar skráðir „ríkisborgarar“ í Ásgarði

Á vefsíðu þjóðarinnar kemur fram að þjóðin sam­an­stand­i af 209.094 ríkisborgurum, þar af 52 Íslendingar. 30 Reykvíkingar eru skráðir sem ríkisborgarar Ásgarðs og 22 frá öðrum bæjarfélögum. Þannig eru tveir skráðir frá Dalvík, þrír frá Akureyri og fimm Hafnfirðingar. 

Tals­menn Ásgarðs hafa mörg járn í eld­in­um. Þeir vilja fá aðild að Sam­einuðu þjóðunum og um þess­ar mund­ir fara fram kosn­ing­ar um rík­is­stjórn, fána og þjóðsöng þjóðar­inn­ar. Stjórn­ar­skrár­kosn­ing­ar verða svo haldn­ar 18. júní.

Gervihnötturinn „hornsteinn þjóðarinnar“

Mark­mið þjóðar­inn­ar er há­leitt: Opna aðgang að geim­skipta­tækni, vernda jörðina gegn kos­mísk­um ógn­um og stuðla að friði. Samkvæmt vefsíðu þjóðarinnar mun Ásgarður bjóða upp á sjálf­stæðan vett­vang og frelsi frá þving­un nú­ver­andi lög­gjaf­ar þjóðríkja. Það muni vera staður á spor­braut sem er sann­ar­lega „einskis manns land“. Gervi­hnött­ur­inn verður fyrsta skrefið í átt að þess­um mark­miðum.

 „„Asgar­dia-1“ mun marka byrj­un nýs tíma­bils í geimn­um. Með honum munu rík­is­borg­ar­ar okk­ar kom­ast í geim­inn, fyrst í formi sýnd­ar­veru­leika,“ seg­ir Ashur­beyli í til­kynn­ingu sinni um gervi­hnött­inn. „Hann verður horn­steinn þjóðar­inn­ar, þaðan mun­um við reyna við að búa til kerfi gervi­hnatta sem munu vernda plán­etu okk­ar fyr­ir loft­stein­um, sól­b­loss­um, mann­gerðu geimbraki og öðrum geimhætt­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert