Baráttan við náttúruöflin

Veruleiki sem blasir við vínframleiðendum dagsins í dag er aðeins annar en sá sem var. Nú eru flóð, haglél, þurrkar, úrhelli og jafnvel frost nánast eitthvað sem hægt er að ganga að vísu.

Áður var það samkeppni milli framleiðenda um hver biði besta vínir en nú eru þeir samstíga í baráttunni við náttúruöflin - að bjarga framleiðslunni.

Í Chile og Ástralíu í fyrra ollu hitabylgjur því að skógareldar geisuðu á vínframleiðslusvæðum og í Frakklandi þurrkuðu haglél í apríl nánast út alla framleiðslu ársins. 

Vínframleiðslan í heiminum hefur ekki verið minni í tvo áratugi og hún var í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá alþjóðasamtökum vínframleiðenda, International Organization of Vine and Wine.

Til þess að ræða vandann sem steðjar að eru fjölmargir vínframleiðendur komnir saman í Bordeaux-héraði í Frakklandi þar sem rætt er um til hvaða ráða verði hægt að grípa. Loftslagsmál eru vínframleiðendum ofarlega í huga enda telja þeir að ef gripið verður til aðgerða í þeim málum verði hægt að draga úr skaðanum. 

Atriði eins og hlýnun jarðar hafa mikil áhrif á vínframleiðslu enda vínviður mjög viðkvæm planta, segir Gaia Gaja,eigandi Gaja Winery á Ítalíu. Vínviður sé eins og hitamælir sem skynjar hitabreytingar í umhverfinu sama hversu smávægilegar þær eru.

Á sama tíma og umhverfismál eru rædd í Bordeaux þá virðast lífræn ræktuð vín njóta sífellt meiri vinsælda meðal upplýstra neytenda.

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert