Kominn á kaf í annan heim

Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP mun gefa út sinn fyrsta „full-body virtual sport“-tölvuleik í ár. Leikurinn gerist í sýndarveruleika og heitir Sparc. Í honum keppa tveir andstæðingar í eins konar tennis. Hann er fyrstur sinnar gerðar hjá CCP og hefur hlotið lof frá gagnrýnendum. 

Blaðamaður mbl.is gerði sér ferð í höfuðstöðvar CCP til að prófa leikinn. Hægt er að sjá afurð ferðarinnar í meðfylgjandi myndskeiði.

Sparc-kappar heimsins spila að heiman frá

Leikurinn er hraður, kappsamur og reynir líkamlega á. Markmið leiksins er að skjóta andstæðing sinn og verjast sömuleiðis skotum hans. Andstæðingur getur verið viðstaddur vinur viðkomandi en einnig er hægt að skora á keppendur í gegnum netið. 

Helstu Sparc-kappar heimsins geta spila að heiman frá við fólk alls staðar að úr heimi. Í leiknum eru  „áhorfendapallar“ þar sem hægt er að fylgjast með keppnum, spjalla saman og undirbúa sig fyrir sína eigin komandi keppni.

Missir skyn á hinum raunverulega raunveruleika

Leikurinn gerist fullkomlega í sýndarveruleika. Keppandi setur á sig sýndarveruleikagleraugu og heyrnatól og heldur á tveimur kjuðum, sem tengdir eru við skynjara. Þeir eru svo tengdir við tölvu, sem nema hreyfingu spilarans.

Tölvuleikir hafa ávallt þjónað sem eins konar flótti frá raunveruleikanum en með nýrri tækni sýndarveruleikans er það hlutverk tekið skrefinu lengra. Þegar gleraugun eru komin á er leikmaður kominn á kaf í annan heim og missir skyn á hinum raunverulega raunveruleika. 

Fremur en að viðkomandi sé einungis að spila tölvuleik er hann staddur á raunverulegum íþróttavelli, þar sem hann getur litið í kringum sig, gengið um, talað og hlustað. Því er auðvelt að týna sér í heimi SPARC og er það jafnframt helsti styrkleiki leiksins. Í leiknum skiptir engu máli af hvaða stærð eða gerð keppandi er. Þannig getur hver sem er fyllst eldmóði, sigrað andstæðing sinn og orðið meistari. 

mbl.is
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Toyota Corolla útsala!
Toyota Corolla útsala! Nýr 2017 Active Diesel. Álfelgur. Bakkmyndavél. Leiðsögub...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Tattoo
...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Aflaheimildir
Tilkynningar
Auglýsing eftir umsóknum um afla...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...