Telja lyfjagjöf geta valdið nýjum æxlum

Margar konur eru sendar í lyfjameðferð áður en brjóstið er ...
Margar konur eru sendar í lyfjameðferð áður en brjóstið er fjarlægt. mbl.is/Ómar Óskarsson

Krabbameinslyfjameðferð kann að gera krabbameini kleift að dreifa sér og valda nýjum, ágengum æxlum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem fjallað er um í breska dagblaðinu Daily Telegraph.

Þar segir að bandarískir vísindamenn hafi rannsakað áhrif lyfja á brjóstakrabbameinssjúklinga og komist að því að lyfjagjöf auki líkurnar á því að krabbameinsfrumur flytji sig yfir í aðra líkamshluta, þar sem krabbinn reynist í flestum tilfellum banvænn.

BBC segir 55.000 konur greinast með brjóstakrabbamein í Bretlandi ár hvert og að sjúkdómurinn reynist banvænn fimmtu hverri konu sem greinist í landinu.

Margar konur eru sendar í lyfjameðferð áður en meinið er skorið upp. Nýja rannsóknin bendir hins vegar til þess að þó að meinið minnki með lyfjagjöfinni geti meðferðin einnig orðið þess valdandi að krabbameinsfrumurnar dreifi sér um líkamann.

Eitraður lyfjakokteillinn er talinn örva endurnýjun líkamans, sem þó geri einnig æxlinu kleift að stækka og styrkjast. Einnig fjölgi þetta „leiðum“ eftir æðum líkamans sem geri krabbameininu fært að dreifa sér.

Doktor George Karagiannis, við Albert Einstein-læknadeild Yeshiva-háskólans í New York, segir rannsóknina hafa sýnt að mögulegum leiðum krabbameinsfrumna hafi fjölgað hjá 20 sjúklingum sem fengu tvö algeng krabbameinslyf.

Þá hafi krabbameinsfrumum einnig fjölgað í líkama og lungum hjá músum sem fengu lyf við brjóstakrabba. Sagði Karagiannis að hægt væri að fylgjast náið með konum í lyfjameðferð til að kanna hvort krabbinn væri að dreifa sér og nýjar leiðir að opnast.

„Ein leið gæti verið að taka lítið sýni af æxlisvefnum eftir nokkrar lyfjagjafir,“ hefur Telegraph eftir Karagiannis.

„Ef við verðum vör við breytingu myndum við mæla með því að lyfjameðferð væri hætt og að aðgerðin gerð fyrst og lyfjagjöf svo veitt í kjölfarið. Við erum að undirbúa frekari rannsóknir á málinu,“ sagði hann og kvað m.a. standa til að skoða hvort aðrar gerðir krabbameins hagi sér með sambærilegum hætti.

mbl.is
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. hvítagull, silfur og titaniumpör á fínu verði. Dem...
R108 Rúmgóð, falleg 3 herb. m.húsgögnum
Rúmgóð og falleg 3 herbergja íbúð í Stóragerði til leigu frá janúar 2018. Leigis...
Listakonan í fjörunni
Til sölu stytta eftir Elísabetu Geirmundsdóttur frá Akureyri, sem gekk ævinlega ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...