Er lekandi að verða ólæknandi?

Erfiðara er nú að meðhöndla lekanda en áður, og í sumum tilvikum ómögulegt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Þar segir að bakterían sé hratt að mynda ónæmi gegn sýklalyfjum.

BBC greinir frá málinu.

Lekandi er kynsjúkdómur sem stafar af bakteríunni Neisseria gonorroheae, en bakterían tekur sér bólfestu í kynfærum, þvagrás, endaþarmi eða hálsi. Um 78 milljónir manna smitast af sjúkdómnum árlega, en hann getur valdið ófrjósemi. 

Teodora Wi, sérfræðingur hjá stofnuninni, segir að þrjú dæmi hafi komið upp; í Japan, Frakklandi og á Spáni, þar sem sjúkdómurinn var ólæknandi.

„Lekandi er mjög klókur sjúkdómur, í hvert skipti sem þú kynnir til sögunnar nýja tegund sýknalyfja til að meðhöndla lekanda, þróar hann með sér ónæmi fyrir þeim,“ segir hún.

Söfnuðu gögnum frá 77 löndum

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur safnað gögnum frá 77 löndum sem sýna að ónæmi bakteríunnar gegn sýklalyfjum er að aukast. Sérfræðingar segja að um erfiða stöðu sé að ræða þar sem ekki sé útlit fyrir ný lyf til að meðhöndla sjúkdóminn. 

Wi segir sýklalyf geta valdið því að bakteríur í hálsi þrói ónæmi gegn sýklalyfjum. „Þegar þú notar sýklalyf til að meðhöndla sýkingar eins og hálsbólgu blandast það við Neisseria-bakteríurnar í hálsinum sem leiðir til ónæmis gegn lyfjunum,“ segir hún. Með smiti á lekanda í gegnum munnmök í þessum aðstæðum geti bakterían orðið ólæknandi.

Í frétt BBC um málið kemur fram að bólusetningar gætu verið nauðsynlegar til að stöðva sjúkdóminn.

„Erum að nota lyf sem er síðasta úrræði“

Þá er haft eftir prófessornum Richard Stabler að á síðustu 15 árum hafi þrisvar þurft að breyta meðferð á sjúkdómnum þar sem ónæmi bakteríunnar gegn sýklalyfjum ykist hratt. „Á þessum tímapunkti erum við að nota lyf sem eru síðasta úrræði,“ sagði hann.

Minni notkun smokka hefur verið talin ástæða þess að lekandatilfellum hefur fjölgað um allan heim, þar á meðal hér á landi, á síðustu árum.

Smit á sér stað við samfarir þegar sýkt slímhúð kemst í snertingu við slímhúð bólfélagans. Smitun getur einnig átt sér stað við endaþarms- og munnmök.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...