Tesla byggir stærsta batterí í heimi

Jay Weatherill, fylkisstjóri Suður-Ástralíu, og Elon Musk, stofnandi og stjórnandi ...
Jay Weatherill, fylkisstjóri Suður-Ástralíu, og Elon Musk, stofnandi og stjórnandi Tesla. AFP

Stærstu liþíum-rafhlöðu í heimi verður komið fyrir í Suður-Ástralíu. Rafhlöðunni er, að sögn fylkisstjórans Jay Weatherill, ætlað að vernda suðurhluta Ástralíu fyrir orkuskorti, sem valdið hefur rafmagnsleysi í fylkinu.

BBC fjallar um málið og segir um að ræða sögulegan samning milli Tesla-bílaframleiðandans og ástralska Neoen-orkufyrirtækisins.

Um er að ræða 100 megavatta rafhlöðu og á hún að vera tilbúin fyrir lok þessa árs.

„Þessu fylgir vissulega ákveðin áhætta, því þetta verður stærsta rafhlaða í heimi sem við smíðum,“ sagði Elon Musk, stofnandi og stjórnandi Tesla. Bætti hann við að töluverður stærðarmunur yrði á nýju rafhlöðunni og þeirri sem er stærst í dag, en hún er 30 megavött.

Tesla mun sjá um að smíða rafhlöðuna og mun hún í samstarfi við vindmyllugarð Neoen vera í gangi allan sólahringinn og á að geta veitt aukaorku, komi til orkuskorts.

„Þetta mun gjörbreyta því hvernig endurnýjanleg orka er geymd og þetta mun líka auka stöðugleika raforkunets Suður-Ástralíu, sem og að auka þrýsting á að verð lækki,“ sagði Weatherill.

Rafmagnsleysi hefur verið viðvarandi vandamál í Suður-Ástralíu frá því í september í fyrra, sem hefur leitt til pólitískra deilumála um orkustefnu.

mbl.is
Nissan Leaf útsala!
Nissan Leaf útsala! 2015 bílar, eknir milli 20 og 35 þús. Nokkrir litir. Allir m...
 
Þjónustufulltrúi 50%
Skrifstofustörf
BÝRÐ ÞÚ YFIR afburða...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...