Líf undir jökli auðveldar geimveruleit

Flogið yfir Skaftárkatla.
Flogið yfir Skaftárkatla. mbl.is/Rax

Merki um nýjan stofn baktería í vatni sem falið er undir íslenskum jökli, langt fjarri geislum sólar, hefur varpað ljósi á það hvernig líf getur þrifist í neðanjarðarhöfum ístungla á braut um Satúrnus og Júpíter.

„Fyrstu niðurstöður okkar afhjúpa nýjar gerðir lífs hérna,“ segir dr. Gregory Farrant hjá Matís í samtali við vísindavefinn Phys.org.

Vatnið sem um ræðir, Skaftárkatlar, þykir vera einn besti staðurinn á jörðinni til að rannsaka hvernig líf geti þróast í þeirri einangrun sem felst í neðanjarðarhafi á fjarlægu tungli, undir 300 metra þykkri íshellu þar sem vatnið hefur eflaust aldrei komist í snertingu við andrúmsloftið, að því er segir í umfjöllun vefjarins.

Horft ofan í Skaftárkatla.
Horft ofan í Skaftárkatla. mbl.is/Rax

Höfin líklegust til að geyma líf

„Það er erfitt að greina erfðaefni örvera sem eru svona algjörlega nýjar gagnvart vísindunum, því það er engin þekking þegar til staðar hvað þær varðar,“ segir Farrant sem fer fyrir hópi rannsakenda í rannsóknarverkefni sem nefnist AstroLakes. „Við eigum í höggi við margar óþekktar stærðir.“

Hópurinn rannsakar nú örverur sem fundist hafa í tíu mismunandi sýnum sem tekin hafa verið úr vatninu undanfarinn áratug. Erfitt reynist að taka sýnin undir jöklinum, en sérstök dæla dælir heitu vatni niður til að bræða ísinn og svo er sýni tekið af botni holunnar sem myndast.

Öll þessi vinna byggir svo á þeirri tilgátu að neðanjarðarhöf annarra hnatta séu líklegust til að geyma líf utan jarðar.

Nánari umfjöllun Phys.org

mbl.is

Bloggað um fréttina

Náttfatnaður
Náttserkir, náttkjólar, náttföt og sloppar Meyjarnar Mjódd sími 553 3305...
Lok á heita potta - 3
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Toyota yaris 2006
Erum að selja þennan bíl a 650,000. Ef þið viljið tala um bílin betur hringjið í...
Hleðslutæki fyrir Li-ion og fleira
Hleður og afhleður Lion, LiPo, LiFe (A123), Pb, (Lead Acid) NiCd, NiMH rafhlöður...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...