Stór skref í átt að lækningu við kvefi

Engum finnst gaman að fá kvef og mögulega finnst lækning ...
Engum finnst gaman að fá kvef og mögulega finnst lækning við því innan fárra ára. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Vísindamenn telja að sameind sem hefur fundist í ónæmiskerfi manna og dýra gæti verið stórt skref í því að finna lækningu við almennu kvefi. Vísindamennirnir segja þróun í þessa átt „spennandi“.

Fjallað er um málið á vef Sky-fréttastofunnar í dag. Í fréttinni kemur fram að vísindamennirnir sem vinni að rannsókninni starfi við Napier háskólann í Edinborg. Þeir hafa uppgötvað mögulega nýja meðferð sem byggð er á örverudrepandi peptíðum (stuttum próteinum) sem fyrirfinnast frá náttúrunnar hendi í ónæmiskerfum og auka svörun líkamans við sýkingum. 

Rannsóknin hefur staðið yfir í fimm ár. Peptíðin sem um ræðir fyrirfinnast í ólíkum spendýrum og hafa öll þá eiginleika að geta barist gegn nasaveirum sem eru helsta orsök almenns kvefs í fólki.

Í tilraunum sem gerðar voru kom í ljós að peptíð, sem búin voru til á rannsóknarstofu, náðu að vinna á kvefveirunni. Á næsta stigi rannsóknarinnar munu vísindamennirnir finna leið til að breyta peptíðunum til að auka enn árangur þeirra í baráttunni við nasaveirurnar. 

Rannsóknin er enn stutt á veg komin en vísindamennirnir eru spenntir að sjá hvert hún mun leiða þá. „Lokatakmarkið er að þróa lyfjameðferð sem gæti mögulega læknað almennt kvef,“ hefur Sky eftir Peter Barlow, prófessor í ónæmisfræði sem tekur þátt í rannsókninni.

mbl.is
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Toyota Yaris 2009
Til sölu Toyota Yaris 2009 124,000 Km 850,000 Kr ,eða gott tilboð ? í góðu ...
 
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...