Facebook í samkeppni við YouTube

AFP

Facebook hefur kynnt til leiks nýja efnisveitu þar sem verður að finna efni framleitt af fagmönnum. Veitan verður í beinni samkeppni við Youtube en hugsanlega einnig við efnisveitur á borð við Netflix.

Facebook greindi frá þessu í tilkynningu seint í gær en efnisveitan mun kallast Watch. Þar verður að finna margs konar efni, allt frá raunveruleikasjónvarpi og grínþáttum yfir í beinar íþróttaútsendingar.

„Þarna munt þú finna þætti sem vinir þínir eru að horfa á og þú getur fylgst með uppáhalds efninu þínu og framleiðendunum svo þú missir ekki af neinu,“ segir Mark Zuckerberg stofnandi Facebook. „Þú munt geta spjallað og tengst fólki á meðan á þættinum stendur og gengið í hópa með fólki sem horfir einnig á þættina í kjölfarið og byggt upp samfélag í kringum þá.“

Facebook hefur fjármagnað framleiðslu einhverra þátta til að koma veitunni af stað. Meðal þáttastjórnenda sem búið er að tilkynna um er bloggarinn Nusseir Yassin og Gabby Bernstein.

Til að byrja með verður Watch aðeins aðgengilegt hluta Facebook-notenda í Bandaríkjunum en notendum sem geta nýtt sér þjónustuna verður fjölgað á komandi vikum.

mbl.is
Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
Einn eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 74.000 km. 5 gíra, bensín, ný dekk, nýjar...
Tilboð! - Garðhús 9 fm - kr. 279.300,-
Flaggskip okkar í garðhúsum, Brekka 34 - 9 fm - gert úr 34mm þykkum bjálka og tv...
Hyundai Getz 2008
Til sölu Hyundai Getz, 2008 árgerð. Ekinn 136.000 km. 5 dyra, beinskiptur. Skoða...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...