Nýr iPhone kynntur

Nýr iPhone kynntur til sögunnar
Nýr iPhone kynntur til sögunnar AFP

Apple munu í dag halda kynningu þar sem búist er við að nýr iPhone verði kynntur, en í ár eru 10 ár liðin frá því að fyrsti iPhone síminn kom á markað. Kynningin verður sú fyrsta sem haldin verður í Steve Jobs Theathe sem er staðsett í nýjum höfuðstöðvum Apple sem fengið hafa nafnið Apple Park. 

Hægt er að fylgjast með kynningunni í beinni útsendingu á heimasíðu Apple en athylgi hefur vakið að ekki er hægt að fylgjast með útsendingunni í Chrome eða Firefox vöfrunum og þarf því að nota Safari eða Microsoft Explorer til að fylgjast með útsendingunni auk þess sem hægt er að ná í sérstakt Apple Events app á Apple TV. 

Talið er að nýi iPhone síminn muni fá nafnið iPone X, sem er vísar í 10 ára afmæli símans og búist er við róttækum breytingum.

Apple aðdáendur fengu smjörþefinn af því sem nýji síminn mun bjóða upp á í lekum frá Apple fyrir tveimur dögum sem benda til þess að síminn komi til með að kosta um 1.000 pund, verði kallaður iPhone X og muni styðjast við þráðlausa hleðslu, andlitsgreiningu auk þess sem búist er við að enginn home takki verði á símanum. 

Samhliða útgáfu iPhone X er búist við að Apple muni kynna iPhone 8 og iPhone 8 Plus. Þar að auki er búist við að kynnt verði til sögunnar þriðja kynslóð Apple Watch og 4K Apple TV.  

mbl.is

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Teikning eftir Mugg til sölu
Til sölu blýants- og tússteikning eftir Mugg, stærð 17,5x22 cm. Úr seríunni Sjöu...
DEK 30 KW Rafstöðvar
Eigum 30 kw rafstöð á lager, góð reynsla, og varahlutaþjónusta. 1275.000 + vsk ...
2ja daga ljósmyndanámskeið 23. + 24. okt
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 23. og 24. okt. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámskei...
 
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...