Ólíklegt að iPhone X komi til landsins fyrir jól

Heimatakkinn er á bak og burt í nýjum iPhone X.
Heimatakkinn er á bak og burt í nýjum iPhone X. AFP

Ólíklegt þykir að iPhone X, nýjasti iPhone síminn sem kynntur var í gær, verði til í einhverju magni í verslunum hér á landi fyrir jól. Opnað verður fyrir forpöntun vestanhafs þann 27. október en undanfarin ár hefur verið opnað fyrir forpöntun í Evrópu viku síðar. 

Að því gefnu að opnað verði fyrir forpantanir á símanum í byrjun nóvember má telja ólíklegt að iPhone X verði kominn hingað til lands í einhverju magni að sögn Harðar Ágústssonar, eiganda Macland. Jafnan hafa nýjar útgáfur iPhone síma komið til landsins í takmörkuðu magni tveimur til þremur vikum eftir forpöntun en þó hefur allur gangur verið á því hversu snemma þeir berast í gegnum tíðina að sögn Harðar. Í ár mun Skakkiturn ehf., sem á og rekur Epli sjá um allan innflutning símanna, en ekki náðist í Guðna Eiríksson, framkvæmdastjóra Epli við vinnlslu fréttarinnar. 

iPhone X mun kosta frá 999 dollurum og má því gera ráð fyrir ódýrasta týpan af símanum komi til með að kosta um 160 þúsund krónur hér á landi. Símar með stærra geymsluplássi munu því líklega kosta yfir 180 þúsund krónur. 

Samhliða iPhone X mun Apple gefa út iPhone 8 og iPhone 8 Plus en gera má ráð fyrir að þeir komi til með að kosta 110 þúsund krónur og uppúr. 

Sjá frétt mbl.is: Nýr iPhone með andlitslesara

mbl.is
FORD FOCUS JEPPI TIL SÖLU
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn 193.000km. Vel með farinn...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Varahlutir í Transalp 600cc1988 -1992 ca
Er með til sölu nokkra varahlutum í ofangreint hjól. Þetta eru kerti, bremsuborð...
Frystigámar 20 og 40 feta nýir gámar
Útvegum nýja frystigáma á hagstæðu verði. Holt1.is Vélasala S 4356662/895...
 
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...