iPhone 8 fær dræmar móttökur

Frá Apple verslun í San Francisco í dag.
Frá Apple verslun í San Francisco í dag. AFP

Hlutabréf í Apple hafa lækkað í dag eftir að í ljós kom að eftirspurn eftir iPhone 8 væri umtalsvert minni en búist var við. Færri eintök af nýja símanum voru pöntuð í forpöntun en af síðustu tveimur kynslóðum iPhone. Talið er Apple aðdáendur séu spenntari fyrir iPhone X, sem fer í sölu í nóvember. Bloomberg greinir frá.

Guardian greinir frá því að talsvert minni raðir hafi myndast fyrir utan Apple verslanir ytra en venja ef fyrir. Fyrsta verslunin sem hóf sölu á nýja símanum er í Sidney í Ástralíu en þar höfðu aðeins 30 manns safnast saman við opnun i morgun en venjulega safnast nokkrir hundruðir saman fyrir utan verslunina þegar nýr iPhone sími kemur út. 

iPhone X síminn var kynntur samhlið iPhone 8, en hann býr yfir talsvert fleiri nýjungum og telja sérfræðingar það ástæðuna fyrir móttökunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert