Greina listaverk í smáforriti

Smartify

Nýverið leit nýtt smáforrit dagsins ljós sem gerir fólki kleift að taka myndir af listaverkum á snjallsímana sína og fá í kjölfarið allar helstu upplýsingar um listaverkið beint í símann.

Forritið ber heitið Smartify og fór það formlega af stað í Royal Academy of Arts í London í vikunni.

Þá er jafnframt stöðugt verið að bæta við fleiri verkum, sem hægt er að greina, í smáforritið.

Smartify virkar sem svo að það skynjar einskonar „stafrænt fingrafar“ listaverkanna og sendir í kjölfarið mjög nákvæmar upplýsingar.

Með forritinu vilja stjórnendur þess að notandinn njóti persónulegrar upplifunar af verkunum í stað staðlaðra upplýsinga sem algengar eru á listasöfnum. Notandinn fær því til að mynda viðtöl við listamennina í símann og fleira í þeim dúr.

AFP
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert