Dr. Sigurður Ingi nýr prófessor við HR

Dr. Sigurður Ingi Erlingsson nýr prófessor við tækni- og verkfræðideild ...
Dr. Sigurður Ingi Erlingsson nýr prófessor við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Ljósmynd/HR

Dr. Sigurður Ingi Erlingsson hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Sigurður Ingi hefur stundað grunnrannsóknir í eðlisfræði og kennt eðlisfræði og stærðfræði við tækni- og verkfræðideild HR frá árinu 2008. Hann var sviðsstjóri véla- og rafmagnssviðs deildarinnar á tímabilinu 2012-2014. Á árunum 2014-2017 var hann formaður Eðlisfræðifélags Íslands. Áður en Sigurður hóf störf hjá HR, starfaði hann sem nýdoktor við Háskólann í Basel frá 2003 til 2006 og síðar við Háskóla Íslands frá 2006 til 2008. 

Rannsóknir Sigurðar hafa m.a. fjallað um rafeindaspuna í hálfleiðurum, sérstaklega áhrif víxlverkunar við kjarnspuna og spuna-brautar víxlverkun.  Nýlegar rannsóknir Sigurðar hafa snúist um eiginleika grannfræðilegra einangrara, bæði í tvívíðum kerfum og nanóvírum.   Niðurstöður rannsóknanna hafa verið birtar í virtum alþjóðlegum vísindatímaritum.

Sigurður lauk doktorsprófi í eðlisfræði frá Delft University of Technology árið 2003, meistaragráðu í eðlisfræði frá Háskóla Íslands 1999 og BSc gráðu í eðlisfræði  frá sama skóla árið 1997.

mbl.is
Leiguíbúð á Spáni.
Góð íbúð í Torreiveja á Spáni til leigu. Laus til 16. Des. Upplýsingar í síma 89...
Borðstofustólar til sölu
Til sölu 10 stk. af notuðum borðstofustólum, seljast helst saman. 1.500 kr. stk...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...