Atmonia hlýtur Gulleggið

Frá verðlaunafhendingunni í gær.
Frá verðlaunafhendingunni í gær.

Viðskiptahugmyndin Atmonia vann Gulleggið 2017, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, afhenti verðlaunagripinn Gulleggið í gær.

Sigurvegararnir hlutu að launum 1.000.000 kr. frá Landsbankanum og aðgang í verkefnið Aðallínu frá Íslandsstofu.

Atmonia þróar byltingarkennt ferli til umhverfisvænnar áburðarframleiðslu á smáskala. Ferlið mun nýta vatn og rafmagn til framleiðslu á áburði í vökvaformi sem hentar til dreifingar með úðakerfi. Það gerir bændum kleift að framleiða sinn eigin köfnunarefnisáburð og minnka kolefnisspor sitt í leiðinni, samkvæmt fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert