Harry Potter Go í vinnslu

Tæknifyrirtækið Niantic, sem framleiddi Pokémon Go, hefur tilkynnt að verið sé að vinna að framleiðslu nýs tölvuleiks sem mun heita Harry Potter Wizards Unite sem mun verða sambærilegur Pokémon Go. BBC greinir frá.

Í leiknum eiga spilara að geta barist við ófreskjur úr ævintýraheimi Harry Potter í raunverulegu umhverfi í gegnum snjallsíma líkt og í Pokémon Go. 

Frétt mbl.is Pokémon-æði á Íslandi

Pokémon æði greip landann sumarið 2016, en þegar mest var spiluðu um 45 milljónir spilara leikinn daglega á heimsvísu. Tekjur af leiknum námu 1,2 milljörðum bandaríkjadollara en búist er við að Harry Potter Wizards Unite muni njóta sambærilegra vinsælda.

Pokémon Go.
Pokémon Go. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert