82% fyrirtækja með eigin vef

Íslensk fyrirtæki hafa tekið tæknina í sína þjónustu þar sem 82% fyrirtækja hér á landi eru með eigin vef.

Þriðjungur þeirra býður upp á að vörur eða þjónusta sé pöntuð af vefnum, mismikið eftir atvinnugreinum, flest í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum (46%), samkvæmt frétt á vef Hagstofu Íslands.

Fjórðungur fyrirtækja tekur við pöntunum í gegnum vef eða smáforrit, flest í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum (35%). Þá nota tveir þriðju hlutar fyrirtækja samfélagsmiðla til að þróa ímynd sína eða markaðssetja vörur.

Um þriðjungur notar samfélagsmiðla til að ráða fólk til starfa, en það er nokkur fjölgun síðan árið 2013 þegar þetta hlutfall var 19%. Rúmlega helmingur fyrirtækja notar samfélagsmiðla til að taka við ábendingum eða fyrirspurnum og svara þeim. Það er einnig fjölgun frá árinu 2013 þegar hlutfallið var 30%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert