Týndu veðurtunglinu

Geimflaugin Soyuz-2.1b fer á loft með veðurtunglið Meteor-M 2-1.
Geimflaugin Soyuz-2.1b fer á loft með veðurtunglið Meteor-M 2-1. AFP

Rússar segjast hafa misst samband við veðurtungl aðeins nokkrum klukkustundum eftir að því var skotið á loft um borð í eldflaug frá Vostosjní, skammt frá landamærunum að Kína. 

Uppákoman er enn eitt tilvikið sem misheppnast í geimáætlunum Rússa. Talsmaður rússnesku geimferðastofnunarinnar segir að gervitunglið sé ekki á sporbaug eins og ráð hafði verið fyrir gert. Verið sé að rannsaka hvað gerðist. Engar frekari upplýsingar hafa verið gefnar um málið.

Sýnt var frá flugtaki flaugar, sem ber gervitunglið, í beinni útsendingu í rússnesku sjónvarpi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert