„Konurnar“ reyndust vélmenni

Stefnumótaöpp njóta mikilla vinsælda í Kína.
Stefnumótaöpp njóta mikilla vinsælda í Kína.

Fjölda kínverskra stefnumótaappa hefur verið lokað eftir að í ljós kom að konur sem þar var að finna voru ekki af holdi og blóði heldur afsprengi tölvuforrita.

Í frétt Modern Express segir að lögreglan hafi látið loka öppum sem tengjast 21 fyrirtæki. Þá hafa um 600 manns verið handteknir í aðgerðunum. 

Rannsókn á svindlinu hófst í ágúst í fyrra eftir að viðskiptavinir eins appsins höfðu verið rukkaðir fyrir að horfa á klámfengin myndskeið sem reyndust svo ekki aðgengileg.

Við frekari rannsókn var svo hulunni svipt af umfangsmeira svindli. Í fyrstu komst það upp að eitt fyrirtækið hafði falsað síðu í appinu undir nöfnum kvenna en þegar betur var að gáð voru það tölvuforrit sem áttu í samskiptum við vonbiðla þeirra.

Með þessum hætti voru karlkyns notendur appsins lokkaðir til að borga fyrir hitt og þetta. Fyrirtækin sem héldu úti öppunum högnuðust þannig með ólögmætum hætti.

Frétt BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert