Fyrrverandi nemi gæti orðið milljarðamæringur

Dr. Harry Destecroix.
Dr. Harry Destecroix. Skjáskot/Twitter

Þrítugur útskriftarnemi frá Bristol háskóla sem tók þátt í stofnun fyrirtækis á meðan hann stundaði doktorsnám í skólanum gæti orðið margfaldur milljarðamæringur í kjölfar þess að fyrirtækið var selt lyfjafyrirtækinu Novo Nordisk. Kaupverðið gæti náð allt að 623 milljónum punda. BBC greinir frá

Neminn fyrrvernandi heitir dr. Harry Destecroix og fyrirtækið sem hann hjálpaði til við að stofna heitir Ziylo. Fyrirtækið fann nýja leið til þess að framleiða insúlín sem meðhöndlar sykursýki á árangursríkari þátt en áður.

„Heilagt gral“ 

Ziyolo þróaði gervisameind (e. synthetic molecule) sem bindur glúkósa í blóðrás einstaklinga á áhrifaríkari hátt en önnur efni. Dr. Destecroix lýsir sameindinni sem „heilögu grali“ insúlínlyfja og vonar að hægt verði að nýta hana til að framleiða byltingarkennd sykursýkislyf.

Danski lyfjarisinn Novo Nordisk, einn stærsti framleiðandi sykursýkislyfja, hefur með kaupunum tryggt sér einkaleyfi á framleiðslu lyfja eftir uppskrift Ziylo.

Frekari rannsókna og þróunar er þó þörf til að koma nýju lyfjunum á almennan markað og er talið að sú vinna gæti tekið áratug. Endanlegt kaupverð ræðst af því hversu vel sú vinna mun ganga.

Gervisameindin er talin geta leitt til þróunar á insúlíni sem kemur í veg fyrir blóðsykurskort en hann getur, í sumum tilfellum, verið lífshættulegur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert