CO2 í veðurspár

Sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg.
Sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg. AFP

Breski fjölmiðillinn Guardian hefur ákveðið að bæta koltvísýringsgildum inn í veðurspá sína en þetta er gert til þess að auka vitund lesenda um umhverfismál. 

Í dag er gildi koltvísýrings hærra í andrúmsloftinu en það hefur verið í milljónir ára. Á þeim tíma var hiti jarðar 3-4 gáður hærri og sjávarhæðin 15-20 metrum hærri en nú er. Þá uxu tré á suðurpólnum. 

Sænski umhverfissinninn Greta Thunberg fagnar þessu á Twitter og segist vonast til þess að önnur dagblöð og aðrir fjölmiðlar fylgi í fótspor Guardian.

Frétt Guardian

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert