Gönguhraði á fimmtugsaldri vísbending um öldrun

Gönguhraði fólks á fimmtugsaldri gefur vísbendingu um það hve hratt …
Gönguhraði fólks á fimmtugsaldri gefur vísbendingu um það hve hratt heilinn og aðrir líkamspartar eldast, segja vísindamenn. Mynd tengist frétt ekki beint. mbl.is/Hari

Gönguhraði fólks á fimmtugsaldri gefur vísbendingu um það hve hratt heilinn og aðrir líkamspartar eldast. Þetta eru niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar, sem birt var í vísindatímaritinu JAMA fyrir helgi.

Vísindamennirnir rannsökuðu 1.000 Nýsjálendinga, fædda á áttunda áratugnum, og fylgdust með gönguhraða þeirra. Þátttakendur tóku einnig ýmis þrekpróf auk þess að undirgangast heilaskimun. Þá höfðu þeir þreytt greindarpróf á nokkurra ára fresti frá unga aldri.

„Niðurstaðan er sú að hægur gangur er vandamál áratugum áður en fólk verður gamalt,“ segir Terrie E Moffitt, prófessor við King's College í London og aðalhöfundur greinarinnar. Hægfara fólk sýni merki „hraðaðrar öldrunar“ og séu lungu þeirra, tennur og ónæmiskerfi í verra formi en þeirra fótfráu, sem gangi á allt að 7 kílómetra hraða á klukkustund.

Óvæntasta niðurstaða rannsóknarinnar var, að sögn vísindamanna, sú að heilaskimun sýndi að hægfara göngumenn voru líklegri til að hafa ellilegri heila, og að mögulegt væri að spá fyrir um gönguhraða við 45 ára aldur með væri að nota niðurstöður greindarprófs, tungumálaprófs og hreyfigetuprófs frá þriggja ára aldri. 

Börn sem urðu hröðustu göngumennirnir á miðjum aldri, með meðalgönguhraða upp á 6,3 kílómetra á klukkustund, höfðu að meðaltali mælst 12 stigum hærri á greindarvísitöluprófi en þau hægustu, með meðalhraðann 4,3 kílómetrar á klukkustund, 40 árum áður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert