Valitor varar við svikum sem tengjast Bitcoin

Auglýsingar fyrir Bitcoin sem reynast falskar yfirlýsingar þekktra aðila og …
Auglýsingar fyrir Bitcoin sem reynast falskar yfirlýsingar þekktra aðila og eru í raun svik hafa gengið reglulega um samfélagsmiðla.

Valitor hefur sent frá sér viðvörun þar sem varað er við falsfréttum sem gengið hafa á samfélagsmiðlum, sérstaklega Facebook, þar sem látið er líta út fyrir að þekktir Íslendingar segi frá því í viðtali hvernig þeir hafi hagnast á Bitcoin viðskiptum. Í framhaldi af því er fólk hvatt til að leggja inn fé í fjárfestingu með greiðslukortum sínum.

Valitor segir að um sé að ræða svik sem hafi birst í nokkrum útgáfum og að þau séu vel útfærð. Vissulega séu fjölmargir sem höndli með rafmyntina á lögmætan hátt, en umræddar auglýsingar séu svik.

Segir Valitor að dæmi séu um að viðskiptavinir hafi tapað háum fjárhæðum á viðskiptum sem þessum og eru korthafar hvattir til að kynna sér vel hver sé söluaðili í hvert skipti.

„Það er því mikilvægt í þessum málum sem öðrum að korthafar staldri við þegar þeir hyggjast gefa upp kortaupplýsingar sínar og kanni t.d. hver söluaðilinn er í raun. Í sumum tilvikum eru svikararnir að nýta sér staðfestingarkóda í gegnum Vottun Visa með sms. Í kódanum kemur fram hvaða færslu er verið að biðja um staðfestingu á, söluaðili, upphæð og gjaldmiðill. Ef færsla er staðfest hjá söluaðila með slíkum staðfestingarkóda þá er óvist að réttur til endurkröfu sé fyrir hendi. Því miður eru dæmi um að korthafar hafið tapað háum upphæðum vegna svika af þessum toga.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert