Samdráttur í losun þrávirkra lífrænna efna

Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun segir að muninn megi að mestu …
Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun segir að muninn megi að mestu skýra með fækkun sorpbrennslustöðva og hertari reglum um sorpbrennslu mbl.is/Styrmir Kári

Losun á þrávirkum lífrænum efnum hefur dregist saman á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um losun loftmengunarefna á Íslandi fyrir tímabilið 1990-2021.

Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun segir að muninn megi að mestu skýra með fækkun sorpbrennslustöðva og hertari reglum um sorpbrennslu.

Fram kemur að ástæða mikils samdráttar á losun þrávirkra lífrænna efna sé minnkun á opnum bruna á úrgangi frá 1990-2004 þar sem miklar breytingar hafi orðið á meðhöndlun úrgangs undanfarna áratugi. Síðustu brennslunni með opnum bruna var lokað árið 2010.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert