Utanríkisráðherra bjartsýnn

Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson Kristinn Ingvarsson

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, er bjartsýnn á að samningar náist við Breta og Hollendinga. Þetta er haft eftir honum í viðtali við Financial Times Deutschland í dag. Að sögn Össurar þá geti þjóðirnar tvær reynt að hindra inngöngu Íslands í Evrópusambandið en hann segist ekki hafa neina ástæðu til að ætla að þær reyni það. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu.

Össur segir að áfram sé reynt að semja um Icesaves-kuldbindingarnar og þrýstingurinn á að ná samkomulagi hafi aldrei verið jafn mikill og nú. Góðar líkur séu á að samkomulag náist. 

Frétt Reuters 

mbl.is