Ekki heilindi hjá stjórnarandstöðu

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Kristinn

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í Silfri Egils, að hún teldi ekki að stjórnarandstaðan hefði starfað af heilindum í samningaviðræðum við Breta og Hollendinga um Icesave-málið síðustu vikuna enda hefði hún þá verið með allan hugann við væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, sagði þessi ummæli sérkennileg í ljósi þess að stjórnarandstaðan hefði lítið sem ekkert fengið að koma að samningamálunum við Breta og Hollendinga síðustu dagana. Þá hefðu farið fram svokallaðar óformlegar viðræður að frumkvæði fjármálaráðherra.

Jóhanna sagði, að það hefði fyrst og fremst vakað fyrir stjórnarandstöðunni í þjóðaratkvæðagreiðslunni að koma ríkisstjórninni frá. „Næsta verkefni er rannsóknarskýrslan og þið viljið kannski að það verði komin hér önnur ríkisstjórn þá," sagði Jóhanna.

mbl.is