Vilja þjóðaratkvæði um ýmis mál

Snærós Sindradóttir, formaður UVG á höfuðborgarsvæðinu.
Snærós Sindradóttir, formaður UVG á höfuðborgarsvæðinu.

Stjórn Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu fagnar því fordæmi sem gefið hefur verið fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um hin ýmsu mál.

Stjórnin skorar á ríkisstjórnina að láta kjósa, samhliða sveitastjórnarkosningum í vor, um kvótakerfið og aflaheimildir þess, um veru Íslands í Nató og hvort aðskilja beri ríki og kirkju, samkvæmt fréttatilkynningu sem Ung vinstri græn hafa sent frá sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina