Íslendingar greiði vexti

Viðræður samninganefnda íslenskra, hollenskra og breskra stjórnvalda hófust í Hollandi í dag. Talsmaður hollenska fjármálaráðuneytisins, Niels Redeker, segir að gert sé ráð fyrir því að Íslandi muni endurgreiða lánið auk sanngjarna vaxta. „Íslandi ber lagaleg skylda til þess," segir hann í samtali við AFP fréttastofuna í dag.

AFP fékk staðfest hjá íslenska og breska fjármálaráðuneytinu að viðræðurnar væru hafnar en hvorugt ráðuneytið vildi tjá sig um þær að öðru leyti. 

Síðustu fundir með Bretum og Hollendingum í deilunni voru í byrjun júlí. Þá hafði ekkert verið fundað um málið frá því í mars, eftir að lögum um ríkisábyrgð á innstæðutryggingar vegna Icesave var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Samkvæmt frétt AFP er Icesave einn helsti ásteytingarsteinninn í viðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

mbl.is