Nauðsynlegt að ljúka Icesave

Frá umræðum á Alþingi um Icesave-samningana.
Frá umræðum á Alþingi um Icesave-samningana. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir nauðsynlegt að ljúka Icesave-samningum þar sem það komi í veg fyrir að orkufyrirtækin  geti fjármagnað sig. Stefnt sé að því að blása til stórátaks til hjálpar fyrirtækjunum í landinu. Þetta kom fram í óundurbúnum fyrirspurnartíma sem nú stendur yfir á Alþingi.

Tryggvi Þór Herbertsson, Sjálfstæðisflokki, spurði Árna Pál út í tölur sem birtar voru fyrir helgi varðandi samdrátt í landsframleiðslu og vísaði til ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur við setningu þingsins um hagvöxt í sex mánuði.

Árni Páll segir nauðsynlegt að ljúka Icesave málinu. Það komi í veg fyrir að hægt sé að tryggja hér atvinnutækifæri og koma í veg fyrir fjárfestingar.

Hann segist leggja áherslu á að blása til stórátaks til að minnka skuldavanda fyrirtækja. Það þurfi að vinna hratt með bankakerfinu. Nauðsynlegt sé að ljúka Icesave. Það er sama hvaða orkufyrirtæki er þau eru í vandræðum með fjármögnun vegna þess að ekki hafi verið gengið frá Icesave-samkomulagi.

 Jón Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, kvartaði yfir því að enn einu sinni ætti að hefja Icesave-sönginn og að það eigi að kenna Icesave um það sem miður fer. Frekar ætti að líta á störf ríkisstjórnarinnar þar sé skýringuna að finna á því hve erfið staðan er.

mbl.is

Bloggað um fréttina