Tryggvi Þór: Kostnaðurinn 47 milljarðar

Tryggvi Þór Herbertsson stækka

Tryggvi Þór Herbertsson mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir kostnaðinn við nýja samninginn um Icesave nema 47 milljörðum króna miðað við áfallinn kostnað árið 2016. En þá er ekki búið að greiða höfuðstólinn, vexti og vaxtavexti.

Þetta kemur fram í pistli þingmannsins á vef Eyjunnar. Þar segir hann að munurinn á þessum samning miðað við fyrri samning sé 432 milljarðar króna og fyrir þá upphæð væri hægt að lækka skuldir heimilanna um milli 30-40% flatt!

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Bloggað um fréttina

Loka