Greinar laugardaginn 2. desember 1995

Forsíða

2. desember 1995 | Forsíða | 68 orð

Herlið til Bosníu

SENDIHERRAR aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) samþykktu í gær að senda 2.600 hermenn til Bosníu og þeir eiga að undirbúa friðargæslu 60.000 manna herliðs undir stjórn bandalagsins. Fyrstu hermennirnir verða sendir til Bosníu í dag og gert er ráð fyrir að þeir verði allir komnir þangað snemma í næstu viku. Hermennirnir 2.600 verða frá ýmsum NATO-ríkjum, m.a. Meira
2. desember 1995 | Forsíða | 179 orð

Írar hylla Clinton

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í gær írsku þjóðina í miðborg Dyflinnar að viðstöddum 100.000 manns sem fögnuðu honum ákaft. "Írar hafa lagt sitt af mörkum til að sigrast á myrkum öflum tortímingar út um allan heim," sagði forsetinn meðal annars. "Þið blásið heimsbyggðinni friðaranda í brjóst. Þið hafið sveipað friðinn hetjuljóma. Meira
2. desember 1995 | Forsíða | 115 orð

Reuter Flugumferð raskast í París

Reuter Flugumferð raskast í París FLUGVIRKJAR franska ríkisflugfélagsins Air France, sem starfa á Orly-flugvelli, lögðu niður vinnu í gær í mótmælaskyni við efnahagsstefnu stjórnvalda. Flykktust þeir út á flugbrautir og ollu verulegri röskun á flugumferð, einkum innanlandsflugi og flugi til Bandaríkjanna. Meira
2. desember 1995 | Forsíða | 382 orð

Samstaða næst um Javier Solana

SENDIHERRAR aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) samþykktu í gær samhljóða að mæla með því að Javier Solana, utanríkisráðherra Spánar, yrði framkvæmdastjóri NATO. Gert er ráð fyrir að Solana verði skipaður í embættið á fundi utanríkisráðherra NATO-ríkjanna á þriðjudag. Meira

Fréttir

2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 368 orð

23 félög sögðu upp samningum

Í BRÉFI, sem Vinnuveitendasamband Ísland hefur sent félögum sem sagt hafa upp kjarasamningum, segir að endurskoði félögin ekki ákvörðun um uppsögn fyrir 8. desember verði tafarlaust látið reyna á lögmæti uppsagnarinnar fyrir dómi. Í bréfinu segir að verði uppsagnirnar ekki endurskoðaðar verði hækkuð desemberuppbót ekki greidd félagsmönnum félaganna fyrir 15. desember. Meira
2. desember 1995 | Erlendar fréttir | 894 orð

500 km umferðarhnútur hjá París

Á BRAUTARPALLI metrólínu 11 á miðvikudagsmorgni. Leið Chatelet- Porte de Lilus. Mjóslegin og smávaxin eldri kona með grátt ullarsjal og lítinn hund í bandi gekk lafmóð og rjóð í kinnum niður á pallinn. "Er metró?" spyr hún andstutt. "Þetta er þriðji dagurinn sem ég þarf að fara gangandi frá úthverfunum. Þetta er einum of langt gengið. Ég er búin að fá nóg. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 238 orð

Aðstoð á Íslandi æ fjárfrekari

ÁRLEG landssöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar hefst að venju fyrsta sunnudag í aðventu og verður í ár safnað til innlendra sem erlendra verkefna. Hjálparstofnun kostar um þessar mundir þróunar- og uppbyggingarverkefni í Mósambik, Indlandi og Eþíópíu. Innanlands hefur sífellt auknu fé verið varið til aðstoðar einstaklingum í fjárhagserfiðleikum. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 48 orð

Aðventusöngvar í Neskirkju

AÐVENTUSÖNGVAR verða í Neskirkju sunnudaginn 3. desember kl. 17. Formaður sóknarnefndar, Guðmundur K. Magnússon prófessor, flytur ávarp. Kórar Neskirkju, undir stjórn Reynis Jónassonar organista og Ingu J. Backman, syngja. Edda Heiðrún Backman les kvæði. Inga J. Backman syngur og sex ára börn taka lagið. Meira
2. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 83 orð

Afgreiðslutími verslana í desember

VERSLANIR á Akureyri verða opnar umfram venju nú í desember. Næsta laugardag, 2. desember verður opið frá kl. 10.00 til 16.00 og þar næsta laugardag, 9. desember frá kl. 10.00 til 18.00. Þá verður opið frá 10.00 til 22.00 laugardaginn 16. desember. Sunnudaginn 17. desember verður opið frá 13.00 til 17.00. Fimmtudaginn 21. og föstudaginn 22. desember verða verslanir opnar til kl. 22. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 416 orð

Allar líkur á að vextir geti lækkað

"ÉG ER ánægður með að það hefur náðst þokkaleg sátt um þessi mál, því ófriður á vinnumarkaði er það versta sem upp getur komið og stöðvar alla framþróun í landinu," segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um niðurstöðu launanefndar ASÍ og atvinnurekenda. Svigrúm til að ná niður fjárlagahalla hefur minnkað Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 94 orð

Anna Mjöll á Kaffi Reykjavík

ANNA Mjöll Ólafsdóttir heldur jazztónleika á Kaffi Reykjavík sunnudagskvöldið 3. desember þar sem hún mun syngja við undirleik hljómveitar nokkur alþekkt jazzlög og aðra sígræna söngva. Hljómsveitina skipa Gunnar Hrafnsson á bassa, Guðmundur Steingrímsson á trommur, Rúnar Georgsson saxafónleikari og Ólafur Gaukur sem leikur á gítar. Meira
2. desember 1995 | Erlendar fréttir | 150 orð

Banni við tóbaksauglýsingum hnekkt

HÆSTIRÉTTUR Kanada hefur úrskurðað að bann við tóbaksauglýsingum, sem verið hefur í gildi frá árinu 1988, brjóti í bága við stjórnarskrá ríkisins. Í úrskurðinum segir að bann við tóbaksauglýsingum brjóti í bága við málfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Þá geri bann þetta að engu ákvæði um málfrelsi á markaði. Meira
2. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 170 orð

Baráttudagur fatlaðra haldinn hátíðlegur

ÞRIÐJI desember er hátíðis- og baráttudagur fatlaðra um allan heim, tilnefndur af Sameinuðu þjóðunum 1993. Hagsmunasamtök fatlaðra á Akureyri halda daginn nú hátíðlegan í þriðja skipti og hefst hátíðin laugardaginn 2. desember. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 149 orð

BASARARSafnfr´ettir, 105,7

KFUK Í REYKJAVÍK heldur sinn árlega jólabasar í í aðalstöðvum KFUK og KFUM við Holtaveg laugardaginn 2. desember kl. 14. Á basarnum verða að venju margir góðir munir í boði, lukkupokar fyrir börnin og einnig verða seldar kökur til jólanna. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 55 orð

Biskup heimsækir Vestfirði

BISKUP Íslands heimsækir um helgina Flateyri, Súðavík og Ísafjörð. Biskup verður á Flateyri á laugardag og fundar með forsvarsmönnum safnaðar og bæjar. Á sunnudag kl. 14 verður messa í Súðavík þar sem biskup predikar. Að messu lokinni verður fundur með heimamönnum. Á sunnudagskvöld verður aðventusamkoma í Ísafjarðarkirkju þar sem biskup flytur ávarp. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 47 orð

Blaðauki í tilefni jólanna

SUNNUDAGSBLAÐI Morgunblaðsins fylgir 64 síðna blaðauki sem nefnist Jólamatur, gjafir og föndur og verður honum dreift upp úr hádegi í dag. Auglýsingar í blaðaukann seldust upp og komust færri að en vildu. Hafa viðskiptavinir nú þegar pantað auglýsingar í blaðaukann að ári. Meira
2. desember 1995 | Erlendar fréttir | 323 orð

Búa sig undir forsetakjör

GENNADÍJ Zjúganov, leiðtogi rússneskra kommúnista, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að flokkur hans væri tekinn að búa sig undir forsetakosningarnar sem fram eiga að fara í júní á næsta ári. Skoðanakannanir gefa til kynna að flokkur kommúnista vinni sigur í þingkosningunum í Rússlandi á næsta ári. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 65 orð

Byggt yfir göngugötur í Mjódd

PLASTGLER hefur verið sett yfir göngugötur í verslunarkjarnanum í Mjódd í Reykjavík. Um er að ræða 14 þúsund rúmmetra svæði og eru gaflar á yfirbyggingunni úr gleri. Framvegis verður því skjól fyrir þá sem sækja þjónustu til þeirra 60 fyrirtækja sem starfrækt eru í Mjóddinni. Það mun eflaust koma sér vel fyrir alla, ekki síst í jólaversluninni sem framundan er. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 142 orð

Dýrasta kjöt á heimsmarkaði

NOKKRIR bændur frá Vestfjörðum, Eyjafirði og Hornfirði eru nú að kanna möguleika á strútseldi hérlendis og hafa m.a. fengið Elsu Guðmundsdóttur, atvinnuráðgjafa Vestfjarða, til liðs við sig. Þetta kemur fram í grein eftir Axel Axelsson dagskrárgerðarmann í blaðinu í dag. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 309 orð

Eðlilegt að segja upp miðað við kjör fólks

"ÁKVÖRÐUN launanefndar hlýtur að byggjast á þeirri lögfræðilegu úttekt sem þeir hafa látið fara fram, þó að mér hafi í sjálfu sér fundist eðlilegt, miðað við þau kjör sem fólk býr við í dag, að samningum verði sagt upp," segir Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, um niðurstöðu launanefndar aðila vinnumarkaðarins. Meira
2. desember 1995 | Miðopna | 2803 orð

Ekki feitan gölt að flá

Myndlist á undir högg að sækja á Íslandi. Listsköpunin hefur reyndar sjaldan verið meiri en sala á myndverkum hefur á hinn bóginn verið treg á liðnum misserum. Orri Páll Ormarsson leitaði skýringa og fann þær helstar að fjárframlög hins opinbera til slíkra kaupa hafa verið skorin niður, listaverkasafnarar hafa týnt tölunni, Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 1144 orð

Ekki íslenskur markaður heldur alþjóðlegt umhverfi

KEPPINAUTAR Pósts og síma segja að sú mismunun sem felist í yfirburðastöðu Pósts og síma umfram einkafyrirtækin á markaðinum standi eftir óleyst þótt Pósti og síma verði breytt í hlutafélag. Hvað segir þú um það? "Póstur og sími hefur um árabil haft hér einkarétt á fjarskiptum. Meira
2. desember 1995 | Erlendar fréttir | 78 orð

Fagnað í landnemabyggð

MARGALIT Har-Shefi, eina konan sem handtekin hefur verið í tengslum við rannsókn á morðinu á Yitzhak Rabin í Ísrael, var látin laus í gær. Var henni vel fagnað er hún kom aftur á heimaslóðir sem eru landnemabyggð á Vesturbakkanum. Lögreglan sagði að Har-Shefi, sem er tvítugur laganemi, væri einn helsti leiðtoginn í hópi sem hefði lýst vilja til að myrða forsætisráðherrann. Meira
2. desember 1995 | Erlendar fréttir | 99 orð

Fallast á friðargæslu

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, undirritaði í fyrradag lög um útgjöld vegna varnarmála en þar er gert ráð fyrir fjárveitingu vegna friðargæslu bandarískra hermanna í Bosníu. Clinton undirritaði varnarmálafrumvarpið þótt hann sé andvígur sumum útgjaldaliðum þess. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 307 orð

Fasteignamat atvinnuhúsnæðis lækkar um 2­4%

MATSVERÐ á íbúðarhúsum og íbúðarlóðum, sumarhúsum og sumarhúsalóðum og á bújörðum hækkar um 1% samkvæmt ákvörðun Yfirfasteignamatsnefndar um framreikning fasteignamats í ár. Hins vegar lækkar matsverð á atvinnuhúsnæði og lóðum undir það um 2%, en hlunnindi hækka um 1% nema lax- og silungsveiðihlunnindi sem lækka um 5%. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 70 orð

Fimm framsóknarkonur á þingi

FIMM konur eru nú í þingflokki Framsóknarflokks og sagði Drífa Sigfúsdóttir, varaþingmaður flokksins á Reykjanesi, þegar þessi mynd var tekin í Alþingishúsinu á fimmtudaginn, að aldrei hefðu fleiri framsóknarkonur setið á þingi. Í aftari röð eru (f.v.) Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður á Norðurlandi eystra, Anna Jensdóttir, varaþingmaður á Vestfjörðum, og Drífa. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 188 orð

Fjórir sjá um þjónustuna

DREGIÐ hefur verið úr starfsemi röntgendeildar Landspítalans eftir að 15 röntgentæknar hættu þar störfum. Röntgentæknarnir líta svo á að þeim hafi verið sagt upp störfum þar sem föstum yfirvinnugreiðslum hafi verið sagt upp. Meira
2. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 343 orð

Fjölbýlishús með um 50 íbúðum sunnan Sjallans

Gísli Bragi Hjartarson formaður skipulagsnefndar sagði að tillögurnar hefðu umtalsverðar breytingar í för með sér. Samkvæmt þeim væri búið að festa niður byggingarreiti á svæðinu, en gert væri ráð fyrir blandaðri byggð, verslunar- og þjónustuhúsnæði í bland við íbúðarbyggingar. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 408 orð

Fjöldi enskra testella er mér hulin ráðgáta

DAVID BATTIE er enskur listfræðingur hjá Sotheby's, sem kom hingað til lands til að veita íslenskum listaverka- og fornmunaeigendum ráð. Þegar Morgunblaðið hitti Battie að máli höfðu margir leitað til hans með ýmsa muni og fengið upplýsingar um aldur þeirra, höfund, virði og fleira en þessa þjónustu getur fólk sótt til Sotheby's án endurgjalds eða frekari skuldbindinga. Meira
2. desember 1995 | Landsbyggðin | 89 orð

Fólksbíll og rúta í árekstri

TVÆR konur slösuðust, þar af önnur alvarlega, þegar fólksbíll og rúta lentu í árekstri á Dalsárbrú í fyrrakvöldi. Slysið varð um kl. 20 og að sögn lögreglu var mjög hált þegar bílarnir skullu saman við brúarendann. Tækjabíl þurfti til að losa konurnar úr fólksbílnum og voru þær báðar fluttar á sjúkrahúsið á Sauðarkróki. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 80 orð

Framhaldsstofnfundur Lýðskólafélagsins

LÝÐSKÓLAFÉLAGIÐ heldur framhaldsstofnfund föstudaginn 1. desember kl. 16 í Norræna húsinu. Þá verða fleiri stofnfélagar boðnir velkomnir, lög félagsins lögð fyrir og kosin stjórn. Uppstillingarnefnd mun kynna hugmynd sína fyrir kosningarnar. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 64 orð

Friðrik Þór verðlaunahafi

DÓMNEFND Bjartsýnisverðlauna Bröstes hefur ákveðið að veita Friðrik Þór Friðrikssyni verðlaunin árið 1995. Verðlaunin er 50.000 DKK eða rúmar 550 þúsund krónur og eru nú veitt í fimmtánda sinn. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 134 orð

Fuglaskoðun í Skerjafirði

VETTVANGSFRÆÐSLA um fugla og vernd búsvæða þeirra verður sunnudaginn 3. desember nk. kl. 13.30­15.30 við Skeljungsstöðina í Skerjafirði. Reyndir fuglafræðingar verða til staðar með fjarsjár og sjónauka. Þeir veita fræðslu hvers konar hvað varðar fuglalíf og greiningu á fuglum mitt í svartasta skammdeginu. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 73 orð

Fylgst með hjólaljósum

LÖGREGLAN í Reykjavík ætlar næstu daga að gera átak í að hafa eftirlit með ljósabúnaði reiðhjóla. Til er sérstök reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla og samkvæmt henni er skylt að reiðhjól sem notað er í myrkri eða skertu skyggni sé útbúið með hvítu eða gulu ljóskeri að framan og rauðu að aftan. Ekki telst nægilegt að hjól sé með rauð og hvít glitaugu sem skylt er að hafa að auki. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 1139 orð

Fýsnin til skriftanna líkamlegum áföllum til léttis

NÝ BÓK Ásgeirs Jakobssonar, Pétur sjómaður, er ævisaga Péturs Sigurðssonar, sjómanns, alþingismanns, verkalýðsforingja og forystumanns í öldrunarmálum. Ásgeir segir hér frá ritun bókarinnar, en hún var unnin við mjög erfiðar heilsufarsaðstæður og kallar hann bókina "sjúkrabeðsbók" í formála. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 116 orð

Harður árekstur í Kjós

FIMM manns voru fluttir á slysadeild Borgarspítalans í fyrrinótt, þar af tveir með þyrlu Landhelgisgæslunnar, eftir harðan árekstur tveggja bíla við Eyrarkot í Kjós. Enginn þeirra er í lífshættu. Meira
2. desember 1995 | Smáfréttir | 93 orð

HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN var með jóladagskrá í opnu húsi á Laufásvegi 2

HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN var með jóladagskrá í opnu húsi á Laufásvegi 2 um síðustu helgi. Að dagskránni stóðu kennarar skólans ásamt öðru listiðnaðarfólki sem sýndi og seldi ýmsa handunna muni og kynnti væntanleg námskeið skólans. Mjög margt fólk heimsótti skólann og þykir þessi jóladagskrá hafa tekist vel. Um þessa helgi, 2. og 3. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 901 orð

Held því opnu hvort ég spila með Valsliðinu

SIGURÐUR Grétarsson var í fyrradag ráðinn þjálfari 1. deildarliðs Vals í knattspyrnu og þar með bætist enn einn fyrrum atvinnumaðurinn í hóp þeirra sem eru, eða hafa verið, við stjórnvöl liða hér heima. Meira
2. desember 1995 | Óflokkað efni | 85 orð

Iðja segir samningunum ekki upp

STJÓRN og trúnaðarmannaráð Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri, samþykkti einróma að segja ekki upp kjarasamningum, en samþykkt hafði verið á almennum fundi í félaginu í fyrrakvöld að veita stjórn og trúnaðarmannaráði heimild til slíks. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 488 orð

Íslandshandbókin á geisladisk

NÁMSGAGNASTOFNUN kynnti í gær fyrsta margmiðlunardisk sem kemur út hér landi, Íslandshandbókina ­ Ísland í máli og myndum. Stofnunin gefur út, en ritstjórar eru Tryggvi Jakobsson og Heimir Pálsson. Forritun og hönnun notendaskila var í höndum Marinu og Indro Indriða Candi, en tæknivinnu stýrði verkfræðistofan Rafhönnun hf. Meira
2. desember 1995 | Landsbyggðin | 63 orð

Jóladagskrá í verslunum á Húsavík

ANNAÐ árið í röð hafa verslunareigendur á Húsavík ákveðið sameiginlega jóladagskrá. Fyrsti langi laugardagurinn verður 2. desember en nú er verið að leggja síðustu hönd á skreytingar í verslunum. Alla laugardaga fram til jóla verður dagskrá í bænum fyrir yngri kynslóðina með söng, hljóðfæraleik, skemmtunum, leikjum og ýmsum öðrum gjörningum. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 57 orð

Jólakort í aldarfjórðung

ALDARFJÓRÐUNGUR er liðinn frá því hafin var sala á jólakortum prýddum kunnri mynd af íslensku jólasveinunum eftir Þórdísi Tryggvadóttur. Margrét Hansen annast söluna sem fyrr, en hún hefur nú aðsetur í Jólasveinalandi í Hveragerði. Á bakhlið kortanna getur að líta nöfn jólasveinanna á ensku. Kennir þar margra grasa, s.s. Sniffer, Spoonlicker, Sausagesnatcher og Foldpole. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 139 orð

Jólaraflýsing í Fossvogskirkjugarði

PÓLAR HF. hafa á undanförnum vikum lagt rafstreng í jörð í Fossvogskirkjugarði og bjóða nú raflýst leiði í hluta garðsins. Svæði sem eru merkt bókstöfunum L, M, O, P, V, W, Z, Y, Þ, Æ og Ö verða rafvædd á þessu ári og til stendur að rafvæða jafn stóran hluta garðsins á næta ári. Aðstandendur leiða í ofangreindum svæðum hefur verið sent kynnarbréf. Jólaljósin sem Pólar hf. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 196 orð

Kaupmáttur eykst um 5,5% á samningstíma

GYLFI Arnbjörnsson, hagfræðingur ASÍ, segir að útlit sé fyrir að febrúarsamningarnir leiði til þess að kaupmáttur meðallauna ASÍ- félaga hækki um 5,5% á samningstímanum. Þetta er talsvert meiri aukning en reiknað var með þegar samningarnir voru undirritaðir. Ástæðan er minni verðbólga og hækkun desemberuppbótar. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 207 orð

Kveikt á þýska jólatrénu

KVEIKT verður á jólatrénu frá Hamborg á Miðbakkanum við Reykjavíkurhöfn laugardaginn 2. desember kl. 18. Þetta er í 30. skiptið sem jólatré er sent frá Hamborg og er afhending þess nú tileinkuð Þýsk-íslenska verslunarráðinu en stofnfundur þess var í Reykjavík 12. október og í Hamborg 27. október sl. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 137 orð

Kvikmyndasýningar fyrir börn í Norræna húsinu

TVÆR sænskar teiknimyndir verða sýndar sunnudaginn 3. desember kl. 15. Fyrst verður sýnd hin rómaða mynd Lenu Anderson og Christinu Andersen "Linnea í Målerens trädgård", hún segir frá sænsku stelpunni Linnea sem fer ásamt nágranna sínum til Parísar og kynnist heimi málarans Claude Monet. Myndin er með sænsku tali og er 30 mínútur. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 54 orð

Kynning á húsum á Spáni

KYNNING á húsum sem til sölu eru á Spáni verður haldin í Ásbyrgi Hótel Íslands sunnudaginn 3. desember klukkan 20. Þessi hús eru í Villamartin í Orihuela við Alicante. Þau voru kynnt í fasteignablaði Morgunblaðsins föstudaginn 24. nóvember. Vegna fjölda fyrirspurna í kjölfarið verður umboðsmaður húsanna með þennan kynningarfund. Meira
2. desember 1995 | Leiðréttingar | 85 orð

LEIÐRÉTT Spákaupmennska féll niður Á FRÉTT á bak

Á FRÉTT á baksíðu blaðsins í gær var fyrirsögnin "Spákaupmennska hækkar fóðurverð". Hún byggði á ummælum Gunnars Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Fóðurblöndunnar, um spákaupmennsku erlendis sem hefði hækkað verð á hráefni til fóðurgerðar. Vegna mistaka við vinnslu blaðsins, sem beðist er velvirðingar á, féllu þau ummæli niður. Verslunin Hennar Í frétt í Mbl. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 166 orð

Líst engan veginn á þetta

RAGNA Bergmann, formaður Verkakvennafélagsins Framsóknar, segir að sér lítist engan veginn á niðurstöðu launanefndar ASÍ, VSÍ og VMS og segir að um smávægilegar hækkanir sé að ræða til láglaunakvennanna í Framsókn. Hún sagði að þorri félaga í Framsókn væri með um 50 þúsund krónur í mánaðarlaun og það væri grátlegt hvernig komið væri í launamálum þessa fólks. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 1781 orð

Ljósahátíð í Neskirkju

EINS OG venja hefur verið síðastliðin ár er mikið um að vera í Neskirkju á fyrsta sunnudegi í aðventu sem nú ber upp á 3. desember. Barnasamkoma verður kl. 11 árdegis í safnaðarheimilinu. Þar hefur sú ánægjulega þróun orðið að foreldrar koma í auknum mæli með börnum sínum. Kirkjubíllinn ekur um hverfið og sækir börnin eins og vant er. Á sama tíma kl. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 323 orð

María Ellingsen sem Katrín mikla

FLEST bendir til þess að María Ellingsen leikkona leiki eitt aðalhlutverkið í kvikmynd um Katrínu miklu. Auk hennar leikur m.a. í myndinni Faye Dunaway. Kvikmyndin verður tekin í Pétursborg í Rússlandi og Búdapest í Ungverjalandi. Framleiðandi og leikstjóri verður Bob Guccione, ritstjóri tímaritsins Playboy. Kvikmyndin á að kosta 30­40 milljónir dollara í framleiðslu. Meira
2. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 170 orð

Messur

Messur AKUREYRARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli Akureyrarkirkju verður á morgun kl. 11. Fjölskyldumessa kl. 14, séra Sigurður Guðmundsson vígslubiskup prédikar, kór Akureyrarkirkju mætir allur, ungmenni aðstoða. Konur úr kvenfélaginu verða með súkkulaði og kleinur í Safnaðarheimilinu. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 65 orð

Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson

Morgunblaðið/Gunnlaugur RögnvaldssonKrakkar og kraftakarlarÞeir voru ekki árennilegir aflraunamennirnir sem heimsóttu krakkana í Árbæjarlaug í gær. Þessir þrír kappar, Magnús Ver Magnússon, Ilkka Kinnunen og Heinz Ollesch eru meðal keppenda á aflraunamóti sem verður í Laugardalshöll á sunnudag. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 68 orð

Morgunblaðið/RAX

Morgunblaðið/RAX Í Jólasveinalandi JÓLAÆVINTÝRIÐ hófst formlega í Jólasveinabænum Hveragerði í gær. Flugeldum var skotið á loft og fóru margir í kyndlagöngu. Mikill mannfjöldi kom í Jólasveinabæ til að fylgjast með upphafi jólaævintýrsins. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 46 orð

Morgunblaðið/RAX

Fyrirhyggja HANN leggur sig í talsverðan háska snáðinn sem þó stendur öruggur með sig á reiðhjólinu sínu. Einbeiting pilts bendir til að hann vilji ganga úr skugga um að jólasveinar hafi greiðan aðgang að skó sem settur verður út í glugga 13 dögum fyrir jól. Meira
2. desember 1995 | Erlendar fréttir | 229 orð

N-Kórea eflir herbúnað við landamærin

Forseti Suður-Kóreu hvetur heraflann til árvekni N-Kórea eflir herbúnað við landamærin Saksóknarar stefna Chun Doo Hwan fyrrverandi forseta til yfirheyrslu Seoul. Reuter. Meira
2. desember 1995 | Erlendar fréttir | 218 orð

Nygren útilokar enn framboð

JAN Nygren, samræmingarráðherra sænsku ríkisstjórnarinnar, lýsti yfir því í gær að hann hygðist ekki gefa kost á sér í leiðtogakjöri sænska jafnaðarmannaflokksins. Nygren hefur áður látið ummæli í þessa veru falla en í Svíþjóð hafa stjórnmálaskýrendur talið að hann kæmi einna helst til greina sem eftirmaður Ingvars Carlssons forsætisráðherra, sem hyggst draga sig í hlé í marsmánuði. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 116 orð

Ný heimilistækjaverslun í Skútuvogi

RAFTÆKJAVERSLUN Íslands hf. opnar heimilistækjaverslun í Skútuvogi 1 laugardaginn 2. desember kl. 10. Í tilefni af opnuninni standa Raftækjaverslun Íslands hf. og Aðalstöðin fyrir svokölluðum Feluleik. Leikurinn gengur út á að finna Sansui-hljómtækjastæðu sem falin verður á höfuðborgarsvæðinu. Meira
2. desember 1995 | Erlendar fréttir | 100 orð

Óbreytt líðan Papandreou

FJÖLDI fólks safnaðist saman fyrir utan Onassis-hjartastofnunina í Aþenu í gær og bað fyrir Andreas Papandreou forsætisráðherra. Af því tilefni kysstu viðstaddir kraftaverkahelgimynd og var myndin tekin við það tækifæri. Papandreou var enn í gær í öndunar- og nýrnavélum vegna sjúkleika síns, 11 dögum eftir að vera lagður inn. Meira
2. desember 1995 | Erlendar fréttir | 53 orð

Reuter Castro vill læra af Kínverjum

FIDEL Castro, forseti Kúbu, er í sinni fyrstu opinberu heimsókn í Kína. Hann hefur m.a. rætt við Jiang Zemin forseta og sagt honum að hann vilji fræðast um það sem vel hefur tekist og miður í hinni nýju efnahagsstefnu Kínverja. Á myndinni er Castro með leikskólabörnum í Peking. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 219 orð

Rússar mótmæla

RÚSSAR hafa, auk Íslendinga, mótmælt við NAFO sóknarstýringu við rækjuveiðar á Flæmska hattinum. Í tilkynningu sinni til NAFO tilgreina Rússar helzt þá ástæðu, að þeim þyki hlutur sinn rýr og þeir ætli að nota tækifærið til að auka hann. Rússar hafa veitt nokkru minna en Íslendingar á Flæmska hattinum og voru ekki aðilar að tillögu á ársfundi NAFO í haust um sóknarstýringu. Meira
2. desember 1995 | Fréttaskýringar | 1650 orð

Samkeppnin og einkaleyfið skilja

SAMKEPPNISSVIÐ Pósts og síma (P&S) er öflug rekstrareining. Velta þess nemur um 20% af heildarveltu P&S og áætlað að hún verði um 1,7 milljarðar í ár og tæpir 2 milljarðar á næsta ári. Heildarvelta Pósts og síma 1994 var tæpir 10 milljarðar. Um fjórðungur tekna kom frá póstþjónustunni og 7,5 milljarðar úr símarekstrinum. Fastir starfsmenn Samkeppnissviðs eru um 80. Meira
2. desember 1995 | Erlendar fréttir | 282 orð

Semja við Bandaríkin um tollamál

EVRÓPUSAMBANDIÐ og Bandaríkin náðu í gær samkomulagi um bættan aðgang bandarískra útflytjenda að Evrópumarkaðnum. Með þessu er Bandaríkjunum bætt upp það óhagræði, sem þau urðu fyrir er Svíþjóð, Finnland og Austurríki gengu í ESB um síðustu áramót og tollar á ýmsum vörum, sem Bandaríkjamenn hafa flutt til þessara ríkja, hækkuðu. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 215 orð

SH hættir í túnfiskútgerð

TÚNFISKBÁTUR fyrirtækisins Goodman Shipping, sem að hálfu er í eigu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna (SH), var seldur fyrir skömmu og verður fyrirtækið lagt niður. Jón Ingvarsson, stjórnarformaður SH, sagði í gærkvöldi að Goodman Shipping myndi skila einhverjum hagnaði og sömuleiðis hefði fyrirtækið hagnast á sölu tveggja skipa, sem félagið átti. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 138 orð

Sjálfstæðisflokkur fengi meirihluta á ný

FYLGI meirihluta Reykjavíkurlistans í Reykjavík hefur minnkað mikið og myndi listinn missa völd í höfuðborginni til Sjálfstæðisflokks yrði gengið til kosninga nú, samkvæmt skoðanakönnun, sem birtist í Dagblaðinu Vísi í gær. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 194 orð

Sjávarútvegssýning skólanema

Í SJÓMINJASAFNI Íslands, Hafnarfirði, verður opnuð sýning um íslenskan sjávarútveg í dag, laugardag. Nemendur Æfingaskóla Kennaraháskóla Íslands hafa að öllu leyti unnið sjálfir að sýningunni. Sýningin stendur um þessa og næstu helgi, en safnið er opið laugardag og sunnudag frá kl. 13­17 og ennfremur eftir samkomulagi. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 249 orð

Sjö sækja um Saurbæ - enginn um tvö brauð

SJÖ prestar og guðfræðingar sóttu um prestsembætti á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, tveir um Staðastað á Snæfellsnesi og aðstoðarprestsembætti á Akureyri, einn um Raufarhöfn en enginn um Tálknafjörð eða Skinnastað í Öxarfirði. Nokkur embætti voru auglýst laus til umsóknar fyrir skömmu og rann umsóknarfrestur út í fyrradag. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 238 orð

Skuggalaust fyrir 1. mars

STÖÐ 3 hefur ákveðið að setja upp endurvarpsbúnað fyrir öll þekkt skuggasvæði á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Að sögn Úlfars Steindórssonar, framkvæmdastjóra Stöðvar 3, er gert ráð fyrir því að búnaðurinn verði settur upp í nokkrum áföngum og að allir íbúar á þessum svæðum geti náð útsendingum stöðvarinnar fyrir 1. mars 1996. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 274 orð

Skýrt tekið fram að BSRB fengi ekki sambærilegar hækkanir

"RÍKISSTJÓRNIN hyggst leita allra leiða til að koma í veg fyrir að áhrif yfirlýsingarinnar leiði til meiri halla á næsta ári en er í fjárlagafrumvarpinu," segir Friðrik Sophusson fjármálaráðherra um niðurstöðu launanefndar ASÍ og atvinnurekenda og boðaðar aðgerðir ríkisstjórnar í tengslum við hana. Meira
2. desember 1995 | Erlendar fréttir | 244 orð

Spánn og Austurríki stefna að stofnaðild

AUSTURRÍKI og Spánn stefna staðfastlega að því að verða stofnríki Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) er sameiginleg Evrópumynt verður tekin upp í byrjun árs 1999. Á sameiginlegum blaðamannafundi Franz Vranitsky, kanzlara Austurríkis, og Felipe Gonzalez, forsætisráðherra Spánar, kom fram að þeir væru engu að síður sammála um að ekki mætti slaka á þeim kröfum, Meira
2. desember 1995 | Landsbyggðin | 107 orð

Stakkar hf. kaupa Júlla Dan

DÓTTURFYRIRTÆKI Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf., Stakkar ehf., hefur nú fest kaup á vélbátnum Júlla Dan GK-197. Báturinn er 243 tonn að stærð og ber u.þ.b. 420 tonn af loðnu eða síld. Með í kaupunum fylgja 334 tonn af botnfiski og 1.386 tonn af síld til varanlegrar eignar. Öll veiðarfæri fylgja bátnum, síldar- og loðnunætur ásamt þorskanetum. Meira
2. desember 1995 | Erlendar fréttir | 141 orð

Stjórnin með 90% þingsæta

FLOKKUR Hosni Mubaraks forseta Egyptalands hefur unnið 90% af fyrstu 168 þingsætunum sem úrslit liggja fyrir um eftir kosningarnar sl. miðvikudag. Fimmtán sæti hafa óháðir frambjóðendur unnið, flestir gamlir liðsmenn stjórnarflokksins. Kosið var um 444 sæti í 222 kjördæmum. Fundin gröf Che Guevara Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 209 orð

Stjórnsýsluúttekt á Húsnæðisstofnun

RÍKISENDURSKOÐUN mun gera stjórnsýsluúttekt á Húsnæðisstofnun ríkisins og má gera ráð fyrir að hún liggi fyrir einhvern tíma á næstu mánuðum, að sögn Páls Péturssonar, félagsmálaráðherra. Félagsmálaráðherra sagði að á sínum tíma hefði ráðuneytið fengið pata af því að eitthvað myndi vera að í lögfræðideild Húsnæðisstofnunar. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 391 orð

Stúdentar fagna fullveldi

STÚDENTAR við Háskóla Íslands héldu fullveldisfagnað í gær, líkt og þeir hafa gert frá 1922. Að þessu sinni var fagnaðurinn jafnframt stofnfundur Hollvinasamtaka Háskóla Íslands og þjóðarátaki háskólastúdenta fyrir bættum bókakosti Þjóðarbókhlöðu var formlega slitið. Meira
2. desember 1995 | Landsbyggðin | 125 orð

Sögðu upp samningum á 60 ára afmælinu

Tálknafirði-Félagar í Verkalýðs- og sjómannafélagi Tálknafjarðar samþykktu í vikunni að segja upp gildandi samningum ASÍ og VSÍ. Haldinn var félagsfundur á afmælisdegi félagsins, en hann var með öðru sniði en venjulega. Dagskrá fundarins var atkvæðagreiðsla um uppsögn samninga og í lokin afmæliskaffi fyrir fundarmenn. Meira
2. desember 1995 | Landsbyggðin | 93 orð

Sölusýning í Sólgarði og markaður í Hveragerði

GALLERÍIÐ Sólgarður hjá listakonunni Þóru Sigurjónsdóttur á Lækjarbakka í Gaulverjabæjarhreppi verður opið í desember fram að jólum. Í galleríinu eru til sölu listmunir og gjafavörur ýmiskonar ásamt sérstökum jólaskreytingum sem listakonan gerir. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 244 orð

Telja forsendur brotnar

LÆKNAFÉLAG Íslands og Læknafélag Reykjavíkur hafa sagt upp samningum sjúkrahúslækna og tekur uppsögnin gildi um áramótin. Páll Þórðarson framkvæmdastjóri LÍ segir að ástæða uppsagnar sé ákveðin bókun í samningnum um að tilteknar forsendur skuli halda en læknar telji að þær hafi brugðist og segi samningnum því upp af þeim sökum. Meira
2. desember 1995 | Landsbyggðin | 268 orð

Tók við hlutverki karlfuglsins

KRISTJÁN Egilsson safnvörður tók að sér hlutverk horfinna foreldra langvíuunga sem verið hefur gestur í Náttúrugripasafni Vestmannaeyja undanfarna mánuði. Með vinnu og þolinmæði hefur honum tekist að kenna unganum að kafa og veiða sér til matar. Nú má langvíuunginn ekki af Kristjáni missa og varð umkomulaus að sjá þegar reynt var að sleppa honum. Meira
2. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 199 orð

Tónleikar Kórs Glerárkirkju

Tónleikar Kórs Glerárkirkju KÓR GLERÁRKIRKJU ásamt Barnakór kirkjunnar heldur tónleika í Glerárkirkju fyrsta sunnudag í aðventu, 3. desember, og hefjast þeir kl. 16.30. Þetta er í annað sinn sem Kór Glerárkirkju heldur tónleika á aðventunni en ætlunin er að slíkir tónleikar verði framvegis árlegur viðburður. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 53 orð

Tónleikum KK aflýst

TÓNLISTARMAÐURINN Kristján Kristjánsson, sem kallaður er KK, lenti í bílslysi í Hvalfirði aðfaranótt föstudags. Hann meiddist ekki illa, en það illa þó að hann neyðist til að aflýsa öllu tónleikahaldi sínu sem eftir lifir árs. Þannig falla niður tónleikar hans í Loftkastalanum á sunnudag vegna breiðskífunnar Gleðifólksins sem nýkomin er úr. Meira
2. desember 1995 | Landsbyggðin | 118 orð

Umboðsmaður barna heimsækir skóla

UMBOÐSMAÐUR barna, Þórhildur Líndal, fór dagana 15.­17. nóvember sl. í síðari heimsókn sína í skóla í fræðsluumdæmi Suðurlands en í lok september var farið í 11 skóla á svæðinu og nú bættust við 16 skólar í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 218 orð

Úthaf hf. selur Hágang I og Hágang II innanlands

ÚTHAF hf. seldi nýlega Hágang I og Hágang II. Kaupandi Hágangs I var dótturfélag Olíufélagsins hf., en kaupandi Hágangs II var Tangi hf. Um er að ræða systurskip, sem eru 700 tonn og 54 metra löng. Að sögn Friðriks Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Tanga hf., var ástæðan fyrir sölunni sú að útgerðin gekk ekki nógu vel hjá Úthafi hf. í fyrrahaust. Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 558 orð

Veðurstofan fái mun stærra hlutverk

Í FRUMVARPSDRÖGUM, sem nefnd sem forsætisráðherra skipaði í sumar hefur samið, er gert ráð fyrir því að Veðurstofa Íslands en ekki Almannavarnir ríkisins annist gerð hættumats vegna snjóflóðahættu og skal byggja slíkt hættumat á grundvelli sérfræðilegrar þekkingar á eðli og afleiðingum snjóflóða. Meira
2. desember 1995 | Smáfréttir | 73 orð

VERSLUNIN IMMA býður til bókakynningar á Hótel Hveragerði

VERSLUNIN IMMA býður til bókakynningar á Hótel Hveragerði sunnudaginn 3. desember kl. 16. Þar munu höfundar lesa upp úr bókum sínum og árita bækur. Þeir höfundar sem koma eru: Egill Egilsson: Sendiboð úr djúpunum, Guðfinna Eydal: Barnasálfræði, Hallur Hallsson: Karl frá Mars konur frá Venus, Meira
2. desember 1995 | Innlendar fréttir | 96 orð

Öryggismiðstöð Íslands tekin til starfa

Morgunblaðið/Kristinn ÖRYGGISMIÐSTÖÐ Íslands er nýtt fyrirtæki sem veitir alhliða öryggisþjónustu og var það formlega opnað síðastliðnn föstudag. Viðskiptavinum fyrirtækisins er veitt þjónusta sem sniðin er að þörfum hvers og eins , en hjá fyrirtækinu starfar fólk sem hefur mikla reynslu af öryggismálum. Meira
2. desember 1995 | Fréttaskýringar | 45 orð

(fyrirsögn vantar)

Póstur og sími ber höfuð og herðar yfir keppinauta á íslenskum fjarskiptamarkaði. Forystumenn stofnunarinnar búast við vaxandi samkeppni í fjarskiptum, ekki síst erlendis frá. Guðni Einarsson ræddi við Harald Sigurðsson, framkvæmdastjóra nýstofnaðs Samkeppnissviðs P&S og Pétur Gunnarsson ræddi við Guðmund Björnsson, aðstoðar póst- og símamálastjóra. Meira

Ritstjórnargreinar

2. desember 1995 | Leiðarar | 647 orð

HOLLVINIR HÁSKÓLANS

LeiðariHOLLVINIR HÁSKÓLANS AÐ VAR vel til fundið að velja fullveldisdag okkar Íslendinga, 1. desember, til þess að stofna félag velunnara Háskóla Íslands. Það er engum vafa undirorpið, að Hollvinir Háskóla Íslands er þarfur og merkur félagsskapur, sem á eftir að reynast þessari æðstu menntastofnun landsins hollur vinur. Meira
2. desember 1995 | Staksteinar | 288 orð

»Menningarleg stórtíðindi ALÞÝÐUBLAÐIÐ lætur að því liggja í forystugrei

ALÞÝÐUBLAÐIÐ lætur að því liggja í forystugrein að Vídalínspostilla sé eitt "helzta listaverk Íslendinga frá barokkskeiðinu í evrópskri menningu" og ný útgáfa postillunar "flokkist undir menningarleg stórtíðindi". Stílsnilld Vídalínspostillu Meira

Menning

2. desember 1995 | Fólk í fréttum | 51 orð

Ánægð móðir

OLIVIA Newton-John er 46 ára að aldri. Hún er frægust fyrir söng og leik sinn í myndunum "Grease" og "Xanadu". Hér er hún, ásamt 9 ára gamalli dóttur sinni, Chloe, á Planet Hollywood-staðnum í París. Olivia er um þessar mundir að vinna með Cliff Richard að plötunni "Songs From Heathcliff". Meira
2. desember 1995 | Fólk í fréttum | 96 orð

Glórulaus leikur

KVIKMYNDIN Glórulaus hefur notið mikilla vinsælda á Íslandi og víða um heim undanfarin en hún segir á gamansaman hátt frá lífi glórulausra ríkra krakka í Ameríkulandi. Háskólabíó stóð í samvinnu við útvarpsþáttin Lög unga fólksins á X-inu fyrir Glórulausum leik þar sem aðalvinningurinn var Flare GSM- farsími frá Pósti og síma. Meira
2. desember 1995 | Bókmenntir | 90 orð

Ljóðafrumvarp

FRUMVARP til ljóða nefnist nýútkomin ljóðabók eftir Ólöfu Jónsdóttur. Í bókinni eru 47 ljóð ort á síðastliðnum tveimur árum. Nokkur ljóðanna hafa áður birst í Lesbók Morgunblaðsins. Í kynningartexta frá Lóu segir: "Nokkur órímuð ljóð frá barninu í mér til barnsins í þér. Viltu leika þér? Með mér?" Útgefandi er höfundur. Bókin sem er 51 blaðsíða er prentuð í Stensli. Meira
2. desember 1995 | Fólk í fréttum | 251 orð

Og rúmlega það

ALLT FRÁ því að söngkonan Whitney Houston og söngvarinn Bobby Brown gengu í hjónaband í júlí 1992 hafa sögusagnir gengið um að þau væru að skilja. Svo er einnig þessa dagana og nú virðist sem eitthvað sé til í þeim sögusögnum. "Við eigum í vandræðum í hjónabandinu," játar Whitney, "og ég vil ekki tjá mig frekar um það. Meira
2. desember 1995 | Fólk í fréttum | 98 orð

Sambíóin forsýna kvikmyndina Launmorðinginn

SAMBÍÓIN forsýna nú um helgina kvikmyndina "Assassins" eða Launmorðingjar eins og hún hefur verið nefnd á íslensku. Í aðalhlutverkum eru Sylvester Stallone, Antonio Banderas og Julianne Moore og leikstjóri er Richard Donner, maðurinn á bak við "Lethal Weapon" seríunnar. Meira
2. desember 1995 | Fólk í fréttum | 151 orð

Sandra á góðum launum

SANDRA Bullock, sem um þessar mundir er að leika í myndinni "A Time To Kill", hefur tekið að sér að leika í "In Love and War". Launin eru ekki í lægri kantinum, 683 milljónir króna. Auk þess hlýtur hún 12,5% af tekjum myndarinnar, sem þýðir að ef tekjurnar nema 100 milljónum dollara fær hún 12,5 milljónir dollara, eða 812 og hálfa milljón króna að auki. Meira
2. desember 1995 | Fólk í fréttum | 92 orð

Seljarokk 95

NÝLEGA voru haldnir rokktónleikar í félagsmiðstöðinni Hólmaseli til styrktar Flateyringum. Rúmlega 200 manns mættu á staðinn og skemmtu sér hið besta við undirleik eftirtalinna hljómsveita og listamanna: Sólstrandargæjanna, Stjórnarinnar, Sniglabandsins, Halla Reynis, In Bloom, Sælgætisgerðarinnar, Þuslar og Raggae On Ice. Kynnir var Gunnlaugur Helgason. Ágóði tónleikanna, 80. Meira
2. desember 1995 | Fólk í fréttum | 66 orð

Svartar neglur og krókódílaskinn

RAQUEL Welch tollir í tískunni. Þessi mynd var tekin á frumsýningu myndarinnar "Sugartime" í Los Angeles nýlega. Þar klæddist hún jakka úr krókódílaskinni og hafði lakkað neglur sínar svartar samkvæmt nýjustu tískustraumum. Meira
2. desember 1995 | Fólk í fréttum | 153 orð

Viðhafnarsýning í Bíóborginni

GULLAUGAÐ, nýjasta kvikmyndin um meistaranjósnarann James Bond, verður frumsýnd við hátíðlega athöfn í Bíóborginni við Snorrabraut í kvöld kl. 19.30. Viðstaddir verða meðal annarra góðra gesta, Davíð Oddsson forsætisráðherra, Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Friðbert Pálsson, forstjóri Háskólabíós. Gullaugað eða "Goldeneye" eins og hún heitir á frummálinu er 17. Meira

Umræðan

2. desember 1995 | Aðsent efni | 471 orð

Aðhaldsaðgerðir og velferðarvernd

ÞAÐ hefur jafnan þótt ágætt að stjórnvöld setji sér ákveðin markmið til að keppa að, þó meira verði um hitt vert að þau kappkosti að standa við fyrri fyrirheit og vinni markvisst í þá átt. Núverandi ríkisstjórn hefur sett sér það markmið, og er raunar ekkert nýtt, að ná niður fjárlagahalla og afgreiða sem allra fyrst hallalaus fjárlög. Meira
2. desember 1995 | Aðsent efni | 1220 orð

Alþjóðadagur fatlaðra

Á ALLSHERJARÞINGI Sameinuðu þjóðanna 1992 fór fram umræða sem markaði endalok áratugar fatlaðra. Á þinginu var samþykkt að gera 3. desember að alþjóðlegum degi fatlaðra. 1994 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar síðan "Grundvallarreglur" í málefnum fatlaðra. Í reglum þessum, sem eru 22, er fjallað um flesta þætti réttinda fatlaðra. Meira
2. desember 1995 | Aðsent efni | 983 orð

AlÞjóðadagur fatlaðra

Á morgun, 3. desember, er alþjóðadagur fatlaðra. Það var í kjölfar áratugs fatlaðra sem lauk árið 1991 að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna var helgað málaflokki fatlaðra og umfjöllun um stöðu fatlaðra í heiminum. Allsherjarþingið tók þá ákvörðun á þessu þingi að í aðildarríkjum skyldi 3. desember helgaður fötluðum og jafnframt var ákveðið að skipa umboðsmann fatlaðra hjá Sameinuðu þjóðunum. Meira
2. desember 1995 | Aðsent efni | 986 orð

Áhrif samtryggingar lífeyrissjóðanna á vaxtastig í landinu

Áhrif samtryggingar lífeyrissjóðanna á vaxtastig í landinu ­ og möguleikar sjóðanna á greiðslu hærri lífeyris Full ástæða er til að endurskoða lífeyrissjóðakerfið í heild sinni, segir Þuríður Jónsdóttir, sem og áhrif þess á vaxtamyndun. Meira
2. desember 1995 | Velvakandi | 440 orð

Áhugaleysi - hugleysi virðingarleysi

LAUGARDAGINN 25. nóvember sl. var ég svo lánsöm að fá að njóta tónlistarsnilli hins margrómaða Ríó tríós og Skólakórs Kársnesskóla undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Tónleikarnir fóru fram í Íþróttahúsi HK, Digranesi. Tónleikarnir voru í einu orði sagt frábærir og stemmning í sal góð. Þarna var saman komið fjölskyldufólk, þeir yngstu tveggja ára, þeir elstu um áttrætt. Meira
2. desember 1995 | Aðsent efni | 1551 orð

Bændur kanna möguleika á strútseldi

ÞAÐ ER skiljanlegt að menn sýni strútseldi áhuga því viðskipti með lifandi fugla blómstra víða í Evrópu. Þrír ungir fuglar kosta samtals um tvær milljónir króna. Ennfremur er strútskjöt dýrasta kjötið á heimsmarkaði í dag en kílóverðið getur verið allt frá tvö þúsund krónum og upp í tólf þúsund krónur. Hver strútshæna getur gefið af sér á þriðja tonn afurða á hverju ári. Meira
2. desember 1995 | Aðsent efni | 675 orð

Eilítið um menningartímarit

EITT það skemmtilegasta við okkur Frónbúa er hversu mótsagnakenndir við erum, hversu vel okkur tekst að sætta andstæður sem myndu splundra þjóðum sem hafa fastmótað gildismat. Eitt af því er afstaða okkar til hugtaksins mennign, en menning er í senn stolt okkar og aðal skammaryrði. Meira
2. desember 1995 | Velvakandi | 325 orð

Flóðlýsing deyfir stjörnuskinið VALGEIR Þormar hringdi og v

VALGEIR Þormar hringdi og var ekki sáttur við flóðlýsinguna á styttuna af Jóni Sigurðssyni því hann telur að stjörnurnar sjáist ekki fyrir þessari lýsingu. Ekki er verið að tala um að lýsa borgina, sem auðvitað er nauðsynlegt, Meira
2. desember 1995 | Aðsent efni | 809 orð

Helgidagafriður

NÝVERIÐ lauk störfum nefndar á vegum dómsmálaráðherra sem falið var það merkilega verkefni að endurskoða lög nr. 45/1926 um helgidaga þjóðkirkjunnar. Endurskoðun þessi er merkileg fyrir það helst að til þess að koma því starfi í gang þurftu til að koma tveir úrskurðir umboðsmanns Alþingis frá því fyrr á þessu ári, sem voru löggjafanum og framkvæmdarvaldinu mjög í óhag. Meira
2. desember 1995 | Velvakandi | 586 orð

Hvað er borgarstjórn Reykjavíkur að hugsa

FYRIR margt löngu var byggt hús fyrir Jóhannes Sveinsson Kjarval. Teikning og annað eingöngu miðað við listmálara. Það var boð inni í Ráðherrabústaðnum og fólki boðið að sjá húsið, sem var stórkostlegt. Líklega var Kjarval þá um sjötugt, en það kom babb í bátinn. Kjarval vildi ekki húsið. Meira
2. desember 1995 | Aðsent efni | 498 orð

Jólakaffi Hringsins

KVENFÉLAGIÐ Hringurinn sem stofnað var árið 1904 hefur frá upphafi starfað ötullega að líknarmálum á Íslandi. Í upphafi starfs síns studdu þær snauða og færðu til að mynda fátækum sængurkonum fatnað og mjólk. Seinna réðist Kvenfélagið Hringurinn í það þrekvirki að reisa og reka Kópavogshælið, sem á þeim tíma var notað til endurhæfingar berklasjúkra. Meira
2. desember 1995 | Velvakandi | 414 orð

OKSINS, loksins getur Víkverji byrjað dálkinn á "loksins

OKSINS, loksins getur Víkverji byrjað dálkinn á "loksins, loksins" til að fagna merkum menningarviðburði í Reykjavík. Það er auðvitað opnun írsku kráarinnar "The Dubliner" við Hafnarstræti í gærkvöldi. Meira
2. desember 1995 | Aðsent efni | 572 orð

Slakaðu á!

KONA nokkur sagði mér hvernig henni tókst að minnka streitu sína í kringum jólaundirbúninginn og fá jól í sálina. Hún sagði þessa sögu: "Áður fyrr var ég mjög stressuð og leið oft illa. Mér fannst ég vera í kapphlaupi árið um kring. Lokaspretturinn var svo fyrir jólin. Ég var orðin bæði önug og leiðinleg þótt ég sé í eðli mínu fremur glaðlynd. Meira

Minningargreinar

2. desember 1995 | Minningargreinar | 1084 orð

Áslaug Þorsteinsdóttir

Þegar æviröðull rennur rökkvar fyrir sjónum þér. Hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (S.Kr. Pétursson) Elskuleg móðir mín er látin. Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 191 orð

ÁSLAUG ÞORSTEINSDÓTTIR

ÁSLAUG ÞORSTEINSDÓTTIR Áslaug Þorsteinsdóttir frá Dýrastöðum fæddist í Reykjavík 12. febrúar 1919. Hún lést á sjúkrahúsi Akraness 28. nóvember síðastliðinn. Foreldrar: Guðrún Hermannsdóttir frá Fremstuhúsum í Dýrafirði, f. 23.1. 1891, d. 4.2. 1972, og Þorsteinn Ágústsson, smiður frá Torfufelli í Eyjafirði, f. 8.10. 1874, d. 24.6. Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 334 orð

Fjóla Aðalsteinsdóttir

Okkur langar að minnast elskulegrar vinkonu okkar sem fórst í snjóflóðinu á Flateyri 26. október sl. ásamt manni sínum og dóttur. Þvílíkar hörmungar sem dynja yfir þjóðina skilur enginn og megi guð almáttugur styrkja alla aðstandendur. Okkar setti hljóða að hún skyldi fara á svona hörmulegan hátt eins og hún var hrædd við skriður og snjóflóð eftir að hún flutti á Seyðisfjörð. Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 30 orð

FJÓLA AÐALSTEINSDÓTTIR Fjóla Aðalsteinsdóttir var fædd í Hafnarfirði 4. apríl 1945. Hún fórst í snjóflóðinu á Flateyri 26.

FJÓLA AÐALSTEINSDÓTTIR Fjóla Aðalsteinsdóttir var fædd í Hafnarfirði 4. apríl 1945. Hún fórst í snjóflóðinu á Flateyri 26. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Víðistaðakirkju 6. nóvember síðastliðinn. Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 679 orð

Guðjón Kristjánsson

Minn góði vinur, Guðjón Kristjánsson, lést síðastliðinn laugardag og fékk hægt andlát. Hann kvaddi þennan heim saddur lífdaga og ég er nokkuð viss um að hann hefur verið hvíldinni feginn. Þó kunni hann vel að meta það sem fyrir hann var gert á Nausti og sagði mér síðast þegar ég kom til hans að þar vildu allir allt fyrir hann gera. Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 173 orð

GUÐJÓN KRISTJÁNSSON

GUÐJÓN KRISTJÁNSSON Guðjón Kristjánsson, kennari og bóndi fæddist á Eldjárnsstöðum á Langanesi 16. október 1903. Hann lést á heimili sínu að Nausti á Þórshöfn 25. nóvember síðastliðinn. Guðjón var eldri sonur hjónanna Kristjáns Jónssonar, bónda frá Hóli á Langanesi, f. 8. Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 203 orð

Guðmunda Svanborg Jónsdóttir

Mig langar til að kveðja hana ömmu mína og nöfnu með nokkrum fátæklegum orðum. Hana ömmu mína sem alltaf var til staðar, sama á hverju gekk. Í vitlausu veðri fóru hún og afi inn í Keflavík svo að hún gæti verið viðstödd fæðingu mína. Hún var sú fyrsta sem sá þennan rauða koll, fyrstu tönnina og heyrði fyrstu setninguna. Eftir að ég flutti í sveitina kom hún oft í heimsókn. Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 356 orð

Guðmunda Svanborg Jónsdóttir

Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi. Og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 292 orð

Guðmunda Svanborg Jónsdóttir

Guðmunda Svanborg Jónsdóttir Guðmunda Svanborg Jónsdóttir var fædd að Þæfusteini, Neshreppi ytri, í Snæfellsnessýslu 26. september 1926. Hún var dóttir hjónanna Jóns Bjarnasonar, f. 1889 á Kirkjuhóli, d. 1946, og Lilju Guðmundsdóttur, f. 1901 að Litla-Kambi, d. 1968. Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 471 orð

Guðný Friðriksdóttir

Þegar ég fer að rifja upp minningabrot um Guðnýju frænku, eins og hún var kölluð, rifjast um leið margt annað upp, sem ég, útlendingurinn, hef heyrt hana segja um gamla tímann á Íslandi. Sögur um baðstofuna í torfhúsum, en málverk af slíkum bæ, nánar tiltekið Bjargi, prýddi stofuvegg Guðnýjar eins og ótal mannamyndir, og sagði hún mér sögur af þeim öllum. Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 26 orð

GUÐNÝ FRIÐRIKSDÓTTIR Guðný Friðriksdóttir fæddist 10. ágúst 1908 á Stóra- Ósi í Miðfirði. Hún lést á Hvammstanga 26. nóvember

GUÐNÝ FRIÐRIKSDÓTTIR Guðný Friðriksdóttir fæddist 10. ágúst 1908 á Stóra- Ósi í Miðfirði. Hún lést á Hvammstanga 26. nóvember síðastliðinn og fór útförin fram 30. nóvember. Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 252 orð

GUÐRÚN ÞÓRA ÞORKELSDÓTTIR

GUÐRÚN ÞÓRA ÞORKELSDÓTTIR Þóra á Fjalli, eins og hún var oftast nefnd, fæddist á Miðgrund í Blönduhlíð í Skagafirði 17. apríl árið 1918. Hún lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga 21. nóvember síðastliðinn. Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 785 orð

Guðrún Þóra Þorkelsdóttir frá Fjalli

Þóra á Fjalli er nú látin eftir langvarandi veikindi. Fyrir tæpum 40 árum kom ég að Fjalli til sumardvalar hjá Þóru og Halldóri frænda mínum. Margrét dóttir þeirra var þá tíu ára, litlu eldri en ég, og Grétar frændi Halldórs 14 ára. Hann hafði komið nýfæddur að Fjalli til ömmu sinnar, Sigurlaugar, eftir að móðir hans lést. Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 147 orð

Hafþór Ferdinandsson

Með fáeinum orðum viljum við minnast jeppafélaga okkar, Hafþórs Ferdinandssonar. Hafþór var einn af frumkvöðlum í breyttri ferðamennsku sem fólst í að breyta jeppum þannig að hægt væri að nota þá hérlendis allan ársins hring til ferðalaga. Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 26 orð

HAFÞÓR FERDINANDSSON

HAFÞÓR FERDINANDSSON Hafþór Ferdinandsson fæddist í Reykjavík 6. maí 1952. Hann lést í Kópavogi 7. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 17. nóvember. Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 267 orð

Jónas B. Hafsteinsson

Andlátsfregn kemur oftast á óvart, enda þótt dauðinn sé það eina sem við vitum með vissu að bíður hvers manns. Þannig var því farið er ég heyrði andlát bróður míns. Hann var ekki heilsuhraustur, en lét þó ekki deigan síga frekar en venjulega. Bernskuminningar mínar um Jónas eru, að hann var sífellt með bók í hönd, þegar hann var ekki að vinna, en fljótlega var nóg að starfa. Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 717 orð

Jónas B. Hafsteinsson

Fyrir skömmu bárust mér þau óvæntu sorglegu tíðindi, að vinur minn, Jónas Hafsteinsson bóndi á Njálsstöðum, væri látinn. Síðast kvaddi ég Jónas að loknum erilsömum degi í Skrapatungurétt sunnudagskvöld í september síðastliðnum. Ekki óraði mig fyrir að það yrði okkar hinsta kveðja þessa heims. Oddvitinn Jónas stýrði sínum mönnum þennan dag eins og röggsömum réttarstjóra ber. Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 65 orð

Jónas B. Hafsteinsson

Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 249 orð

JÓNAS B. HAFSTEINSSON

JÓNAS B. HAFSTEINSSON Jónas Benedikt Hafsteinsson fæddist á Hnausum í Þingi í Austur-Húnavatnssýslu 16. ágúst 1933. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 22. nóvember. Foreldrar hans voru hjónin Soffía Sigurðardóttir, f. 22. Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 523 orð

Kristján Kristjánsson

Kristján Kristjánsson fæddist í Reykjavík og bjó þar alla sína ævi. Hann gekk í Málleysingjaskólann á árunum 1944­1957. Við Kristján vorum ekki á sama tíma í skólanum því það voru 20 ár á milli okkar, en við kynntumst á vinnustað okkar í Gamla kompaníinu árið 1981. Þangað kom Kristján í nýja vinnu með góðri hjálp sr. Miyako Þórðarson, prests heyrnarlausra. Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 24 orð

KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Kristján Kristjánsson var fæddur í Reykjavík 15. júní 1939. Hann lést í Reykjavík 28. september

KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Kristján Kristjánsson var fæddur í Reykjavík 15. júní 1939. Hann lést í Reykjavík 28. september síðastliðinn og fór útförin fram 13. október. Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 301 orð

Ólafur Magnússon

Afi okkar í Túngötu hefur kvatt þennan heim, eftir langa og góða ævi. Þegar við látum hugann reika aftur í tímann koma fallegar og góðar minningar um hann upp í hugann. Þær eru ófáar stundirnar sem við áttum með afa og ömmu í Túngötu. Við systkinin sitjandi á bekknum góða í eldhúsinu og afi með teið sitt, vel sætt, á móti okkur við borðið. Afi hafði fastar venjur. Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 31 orð

Ólafur Magnússon

Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú þér ég sendi. Bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesú að mér gáðu. Blessuð sé minning langafa okkar. Andrea, Fríða Rún og Hildur Elísabet. Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 104 orð

ÓLAFUR MAGNÚSSON Ólafur Magnússon, skipasmiður, var fæddur að Kinnastöðum í Reykhólasveit 7. október 1902. Hann lést á

ÓLAFUR MAGNÚSSON Ólafur Magnússon, skipasmiður, var fæddur að Kinnastöðum í Reykhólasveit 7. október 1902. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 25. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Benediktsson, f. 6.7. 1864, d. 30.11. 1937, og Anna Guðmundsdóttir, f. 24.10. 1874, d. 2.6. 1941. Hinn 9. Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 194 orð

Steinunn Vilhjálmsdóttir

Fallin er frá samstarfskona okkar í Kvennadeild Týs til margra ára, Steinunn Vilhjálmsdóttir, aðeins fimmtug að aldri. Tíguleg, fríð kona, ljós yfirlitum og með glettni í augum. Þannig birtist hún okkur í ágúst sl. Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 369 orð

Steinunn Vilhjálmsdóttir

Líf okkar hér á jörð er eins og blossi af ljósi sem rís upp í ákveðið hámark, hjaðnar síðan og deyr að jarðvist lokinni. Birtan frá ljósi Steinunnar systur var skær allt hennar æviskeið hér okkar á meðal. Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 177 orð

Steinunn Vilhjálmsdóttir

Mig langar í fáeinum orðum að minnast mágkonu minnar, Steinunnar Vilhjálmsdóttur, sem lést á Landspítalanum hinn 22. nóvember síðastliðinn eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Steinunn var þannig persóna að menn gleyma henni seint sem henni kynntust. Hún hafði þannig persónuleika að það var aldrei lognmolla í kringum hana. Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 70 orð

Steinunn Vilhjálmsdóttir

Elsku Steinunn frænka, það er svo skrítið að geta ekki séð þig meir. Þú hafðir alltaf tíma fyrir okkur að syngja og leika þegar þú komst í heimsókn. Við hugsum um þig í huganum uppi á himninum með englunum. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji guðs englar yfir mér. (H.P.) Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 519 orð

Steinunn Vilhjálmsdóttir

Það eru dýrmætar og bjartar minningar sem koma mér í hug þegar ég hugsa til hennar Steinunnar frænku minnar. Við ólumst upp nánast á sama hlaðinu og mikill samgangur var á milli fjölskyldna okkar. Við börnin áttum gleðiríka æsku, þar sem miðpunkturinn var heimili afa og ömmu í Vörum. Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 169 orð

Steinunn Vilhjálmsdóttir

Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, við erum gestir og hótel okkar er jörðin kvað, Tómas Guðmundsson. Þessi texti rifjast oft upp fyrir mér þegar ég heyri um ungt fólk er fær ólæknandi sjúkdóma og verður allt of oft að láta í minni pokann fyrir manninum með ljáinn. Steinunn Vilhjálmsdóttir, trúnaðarmaður á leikskólanum Rauðagerði, er ein slík. Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 97 orð

Steinunn Vilhjálmsdóttir

Þessi orð koma upp í huga okkar þegar við minnumst Steinunnar. Dugnaður, kraftur og gleði var hennar einkenni í garð okkar allra á Bláu deildinni. Viljum við þakka fyrir að hafa fengið að kynnast henni og starfa með henni. Guð blessi minningu Steinunnar Vilhjálmsdóttur. Fjölskyldu hennar sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 146 orð

Steinunn Vilhjálmsdóttir

Hún Steinunn er dáin. Það er erfitt að trúa því að við sjáum hana ekki aftur hressa og káta eins og hún var alltaf, en við vitum að henni líður vel núna og eigum við um hana góðar minningar. Við kynntumst Steinunni fyrst þegar hún hóf störf á leikskólanum Rauðagerði árið 1987. Kom þá strax í ljós hversu kraftmikil og dugleg hún var og átti það vel við hana að vinna með börnum. Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 207 orð

STEINUNN VILHJÁLMSDÓTTIR

STEINUNN VILHJÁLMSDÓTTIR Steinunn Vilhjálmsdóttir frá Brekku í Garði var fædd 5. mars 1945. Hún andaðist á Landsspítalanum 22. nóvember sl. Foreldrar hennar eru Vilhjálmur Halldórsson, f. 5. júlí 1913, og Steinunn Sigurðardóttir, f. 24. ágúst 1917. Systkini hennar eru Kristján Vilberg, f. 28. Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 103 orð

Steinunn Vilhjálmsdóttir Á miðvikudaginn bárust okkur þau sorgartíðindi að Steinunn væri látin eftir stutta en erfiða baráttu

Á miðvikudaginn bárust okkur þau sorgartíðindi að Steinunn væri látin eftir stutta en erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Hún starfaði mikið með okkur í Básum við undirbúning jólabasars, var aldrei nein lognmolla þar sem hún var, því hún hafði létta og góða lund. Við viljum þakka Steinunni fyrir skemmtilegan og ógleymanlegan tíma. Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 106 orð

Steinunn Vilhjálmsdóttir Elsku Steinunn. Eftir harða baráttu þína við illvígan sjúkdóm kveðjum við þig með trega. Eftir situr

Elsku Steinunn. Eftir harða baráttu þína við illvígan sjúkdóm kveðjum við þig með trega. Eftir situr ljúf og lifandi minning um þig, þar sem þú með glettni í augum hreifst ávallt alla með þinnu fersku og lifandi útgeislun og atorku, hvort sem var á heimili eða við störf. Með þessu litla erindi þökkum við fyrir indælar stundir. Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 109 orð

Steinunn Vilhjálmsson

Elsku Steinunn. Nú kveð ég þig í hinsta sinn með söknuð í hjarta. Ég vil þakka þér allar þær góðu samverustundir er við áttum saman, bæði er ég var barn og eftir að ég óx úr grasi. Minningin um þig mun ylja mér um ókomna framtíð. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 294 orð

Valtýr Guðmundsson

Það var uppúr miðjum áttunda áratugnum, sem ég byrjaði að vinna hjá Orkustofnun á Keldnaholti. Þetta var áður en byggð kom í Grafarvoginn og það var eins og að koma upp í sveit að fara í gamla, fremur óásjálega húsið í kyrrðinni við árbakkann. Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 399 orð

Valtýr Guðmundsson

Þegar fréttir bárust hingað til Bandaríkjanna af andláti Valtýs Guðmundssonar, varð mér hugsað til allra þeirra langferða sem hann fetaði svo staðfastlega um ævina. Afi Valtýr, eins og við barnabörnin kölluðum hann gjarnan, kom mér alltaf síðustu árin jafnmikið á óvart þá eftirmiðdaga sem hann bankaði upp á í föðurhúsum okkar systkinanna eftir langan göngutúr úr Álftamýrinni, Meira
2. desember 1995 | Minningargreinar | 30 orð

VALTÝR GUÐMUNDSSON

VALTÝR GUÐMUNDSSON Valtýr Guðmundsson fæddist í Ólafsvík 6. apríl 1908. Hann lést í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 21. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 1. desember. Meira

Viðskipti

2. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 310 orð

Auglýsingabanni verður fylgt eftir

LÖG um breytingu á áfengislögum tóku gildi í gær. Þar með hefur innflutningur og heildsöludreifing áfengis verið gefin frjáls og voru heildsalar fljótir að færa sér frjálsræðið í nyt. Í lögunum er einnig kveðið skýrar á um bann við hvers konar auglýsingum á áfengi og áfengistegundum. Meira
2. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 146 orð

Flugleiðir skoða fyrir Maersk

DANSKA flugfélagið Maersk Air hefur óskað eftir því við tæknisvið Flugleiða hf. að það taki að sér stórskoðanir á fjórum Fokker 50 skrúfuþotum. Þegar hefur verið gengið frá samkomulagi um fyrstu vélina og er áætlað að samið verði um hinar þrjár vélarnar á næstu dögum. Meira
2. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 86 orð

VISA semur við P&S

GENGIÐ hefur verið frá samningum á milli VISA Ísland og Pósts og Síma um viðtöku debetkorta til greiðslu á öllum pósthúsum og símstöðvum landsins. Með þessum samningi má segja að rafræn debetkorta-viðskipti nái til allra stærstu sölu- og þjónustuaðila landsins, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá VISA Ísland. Meira

Daglegt líf

2. desember 1995 | Neytendur | 285 orð

Afborgunarkjör eru mismunandi

AFBORGUNARKJÖR eru mismunandi milli verslana, greiðslukortafyrirtækja og banka. Standi til að kaupa vörur á slíkum kjörum getur borgað sig að bera mismunandi kjör sem í boði eru. Lög um neytendalán hafa verið sett í flestum löndum Evrópu. Meira
2. desember 1995 | Neytendur | 220 orð

Burðargjald 17-20% ódýrara hjá DHL

DHL hraðflutningar hf. bjóða 17-20% ódýrari póstburðargjöld undir jólakort til útlanda nú fyrir jólin en Póstur og sími. Auk þess sækja starfsmenn fyrirtækisins jólakortin til viðskiptavina sinna ef kortin eru 20 talsins eða fleiri. Meira
2. desember 1995 | Neytendur | 101 orð

Jól í Hagkaup

HAGKAUP í jólaskapi, er yfirskriftin á Hagkaupsblaðinu sem er nýkomið út. Um er að ræða blað sem Hagkaup hefur gefið út mánaðarlega frá apríl síðastliðnum, en það er fyrst og fremst hugsað sem þjónusta við fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðisins. Meira
2. desember 1995 | Neytendur | 894 orð

Lögregla eða slökkvilið látin vita þegar ástæða þykir til

Securitas og Vakt24 heyja nú verðstríð, en Vari tekur ekki þátt í því. Verð er nokkuð misjafnt og skilmálar sömuleiðis, fannst Brynju Tomer sem spurðist fyrir um algengustu öryggiskerfi fyrir heimili. Meira
2. desember 1995 | Neytendur | 84 orð

Nýtt Eðalkonfekt

NÝTT belgískt konfekt, Eðalkonfekt, er komið á markað. Því er pakkað í sérhannaðar umbúðir hjá Samverja í Kópavogi, en það er verndaður vinnustaður fólks sem er að fóta sig í lífinu eftir að hafa átt við vímuefnavanda að glíma. Konfektið fæst í 250 g, 500 g og 1 kg pakkningum. Meira

Fastir þættir

2. desember 1995 | Fastir þættir | 84 orð

16 ÁRA japönsk stúlka, sem hefur áhuga á tónlist og söng:

16 ÁRA japönsk stúlka, sem hefur áhuga á tónlist og söng: Yukiko Hachiya, 5587 Higashiyama, Furano-shi Hokkaidou, 076-02 Japan. 11 ÁRA drengur í Svíþjóð, sem hefur áhuga á tónlist, knattspyrnu, hundum og fl.: Mikael Jezierski, Södergatan 1, 27434, Skurup, Sweden. Meira
2. desember 1995 | Dagbók | 2870 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 1.-7. desember, að báðum dögum meðtöldum, er í Holts Apóteki, Glæsibæ, Álfheimum 74. Auk þess er Laugavegs Apótek, Laugavegi 16, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
2. desember 1995 | Dagbók | 2870 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 1.-7. desember, að báðum dögum meðtöldum, er í Holts Apóteki, Glæsibæ, Álfheimum 74. Auk þess er Laugavegs Apótek, Laugavegi 16, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
2. desember 1995 | Fastir þættir | 38 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Barðstre

Þegar ein umferð er eftir af hraðsveitakeppni deildarinnar er röð efstu sveita eftirfarandi: Jónína Pálsdóttir2.547 Þórarinn Árnason2.457 Rósmundur Guðmundsson2.439 Stefanía Sigurbjörnsdóttir2.413 Besta skor 27. Meira
2. desember 1995 | Fastir þættir | 67 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Rangæinga og Brei

Hæsta skor í A/V: Guðbjörn Þórðarson - Guðmundur Grétarsson205Sigurður Geirsson - Hannes Geirsson185Bergur Ingimundarson - Axel Lárusson185Baldur Bjartmarss. - Halldór Þorvaldss.185 Næsta þriðjudagskvöld verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Meira
2. desember 1995 | Fastir þættir | 222 orð

BRIDS Umsjón: Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag SÁÁ

Þriðjudaginn 28. nóvember var spilaður eins kvölds tölvureiknaður Mitchell tvímenningur með forgefnum spilum. 22 pör spiluðu níu umferðir með þremur spilum á milli para. Meðalskor var 216 og bestum árangri náðu: NS Jakob Kristinsson - Guðmundur Pétursson255 Magnús Þorsteinsson - Guðmundur Vestmann233 Sigurður Jónsson - Georg Ísaksson233 Meira
2. desember 1995 | Fastir þættir | 202 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Reykjanesmót í s

REYKJANESMÓT í sveitakeppni verður haldið helgina 9.­10. des. í húsnæði BSÍ, Þönglabakka, kl. 10.00. Keppnisgjald verður aðeins 7.000 kr. á sveit. 5 efstu sveitir fá rétt til að spila í undanúrslitum á Íslandsmóti í sveitakeppni. Skráning er hjá Karli Einarssyni hs. 423 7595, vs. 423 7477, Óla Þór Kjartanssyni hs. 421 2920, vs. 421 4741, Sigurjóni Harðarsyni hs. 565 1845, vs. Meira
2. desember 1995 | Dagbók | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. september sl. í Víðistaðakirkju af sr. Sigurði H. Guðmundssyni Hafdís Þóra Árnadóttir og Hermann Smári Ásmundsson. Heimili þeirra er í Los Angeles, Kaliforníu. Meira
2. desember 1995 | Fastir þættir | 1622 orð

Fyrsti sunnudagur í aðventu Guðspjall dagsins: Innreið Krist

Fyrsti sunnudagur í aðventu Guðspjall dagsins: Innreið Krists í Jerúsalem. (Matt. 21.) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Aðventukvöld kl. 20.30. Ræðumaður Hermann Þorsteinsson. Sigurður Skagfjörð Steingrímsson og Kolbrún Ásgrímsdóttir syngja einsöng. Kórsöngur og almennur söngur. Kirkjubíllinn ekur. Meira
2. desember 1995 | Fastir þættir | 508 orð

Hannes og Jóhann tefla í Hafnarfirði

14.­22. desember. Teflt frá kl. 17 daglega. SKÁKMÖNNUM verður tíðförult til Hafnarfjarðar í desember en þá fer þar bæði fram einvígið um Íslandsmeistaratitilinn á milli þeirra Jóhanns Hjartarsonar og Hannesar Hlífars Stefánssonar og einnig alþjóðlega Guðmundar Arasonar-mótið, þar sem okkar ungu og upprennandi skákmönnum gefst kostur á að vinna sér alþjóðlegan meistaratitil. Meira
2. desember 1995 | Fastir þættir | 844 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 825. þáttur

825. þáttur AÐ GEFNU tilefni eyk ég leti mína og birti hluta af 167. þætti frá 9. október 1982 (tólf ára gamlan og þrettán ára þó, eins og hákarlinn frá Siglunesi): Snorri Bl. Siggeirsson í Reykjavík sendir mér elskulegt bréf og boð um góða samvinnu. Ég þakka honum hið besta. Honum þykir sem þættir þessir mættu vera efnismeiri og lengri. Meira
2. desember 1995 | Dagbók | 550 orð

Reykjavíkurhöfn: Gissur Ár.

Reykjavíkurhöfn: Gissur Ár. kom í gær og landaði. Arina Arctica kom og fór í gær. Ricard C og Hersir Ár. komu í gær. Arin Arctica fór í gærkvöldi. Bjarni Sæmundsson var væntanlegur í gær. Hafnarfjarðarhöfn: Kiel og Svanur koma í dag. Meira
2. desember 1995 | Dagbók | 155 orð

SPURT ER ...

»Hægri umferð hefur verið á Íslandi frá 1968. Hvorum megin aka Írar? »Heilsuverndarstöðin í Reykjavík var tekin í notkun á sjötta áratugnum. Hver teiknaði húsið? »"Álútir skulu menn ganga! og hoknir í hnjánum! Og horfa með stilling og festu á íslenska jörð!" Hver orti svo? »Belgískur kvikmyndaleikari kynnti Björk þegar hún fékk Meira
2. desember 1995 | Dagbók | 232 orð

Yfirlit: Um

Yfirlit: Um 300 km suðaustur af Hvarfi er 965 mb lægð sem þokast norður og grynnist, en vaxandi 980 mb lægð langt suðsuðvestur í hafi hreyfist allhratt norðnorðaustur og nálgast suðurströndina á morgun. 1036 mb hæð er yfir Suður-Skandinavíu. Meira

Íþróttir

2. desember 1995 | Íþróttir | 31 orð

Aðalfundur Hauka

Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Hauka verður haldinn í félagsheimilinu Álfafelli, íþróttahúsinu við Strandgötu, mánudaginn 4. desember kl. 20.30. M.a. verður kynning og umræður um hönnun og undirbúning vegna byggingar íþróttahúss á Ásvöllum. Meira
2. desember 1995 | Íþróttir | 200 orð

Brunmeistarinn byrjar vel LUC Alphand frá

LUC Alphand frá Frakklandi byrjar keppnistímabilið í bruninu vel, en hann sigraði á fyrsta heimsbikarmótinu í bruni sem fram fór í gær í Vail í Colorado. Skilyrði voru einstaklega góð og því ákvað Alphand að vera seint í röðinni og var númer 27, og þetta herbragð hans heppnaðist. Hann skíðaði svo til óaðfinnanlega og sigraði á einni mínútu 37,93 sekúndum. Meira
2. desember 1995 | Íþróttir | 207 orð

Coleman til Philadelphia

Derric Coleman, miðherji New Jersey Nets, er farinn til Philadelphia 76ers og við það urðu miklar mannabreytingar hjá liðunum. Með honum fóru Sean Higgins, sem leikur sem bakvörður eða framherji og bakvörðurinn Rex Walters, en New Jersey Nets fékk í staðinn miðherjann Shawn Bradley, framherjann Tim Perry og bakvörðinn Greg Graham. Meira
2. desember 1995 | Íþróttir | 390 orð

Erfiðleikar hjá Köln

Ástandið hjá hinu gamalkunna þýska liði Köln FC er ekki gott um þessar mundir en nú eru níu ár síðan liðið vann Real Madrid í úrslitaleik UEFA-bikarkeppninnar. Nú þegar tvær umferðir eru þar til knattspyrnumenn í Þýskalandi fara í vetrarfrí, er Köln á botni 1. deildar með aðeins sinn annan sigur gegn Weerder Bremen, 0:1, í gærkvöldi í sextán leikjum. Meira
2. desember 1995 | Íþróttir | 306 orð

Fimm nýir þjálfarar í meistarabaráttunni

VALUR var síðasta 1. deildarliðið í knattspyrnu til að ráða þjálfara fyrir næsta keppnistímabil - Sigurð Grétarsson, sem hefur verið atvinnumaður í Grikklandi og Sviss undanfarin ár. Það verða þrír fyrrum atvinnumenn sem stjórna liðum í 1. Meira
2. desember 1995 | Íþróttir | 191 orð

Graf enn grunuð um skattsvik

ÞÝSKA tenniskonan Steffi Graf liggur enn undir grun um að hafa svikið undan skatti í Þýskalandi. Peter, faðir hennar, hefur verið í haldi síðan í ágúst, en hann sá um fjármál dóttur sinnar. Á miðvikudaginn sagði Peter að hann og ráðgjafar hans bæru alla ábyrgð á hugsanlegum svikum - dóttir hans hefði ekkert komið nálægt fjármálunum. Meira
2. desember 1995 | Íþróttir | 192 orð

Handknattleikur 2. deild karla: Fylkir - Þór23:24 Knattspyrna Þýskaland Leverkusen - Freiburg0:1 - (Decheiver 8.) 21.800 Werder

2. deild karla: Fylkir - Þór23:24 Knattspyrna Þýskaland Leverkusen - Freiburg0:1 - (Decheiver 8.) 21.800 Werder Bremen - Köln0:1 - (Kohn 88.) 26.373 Dortmund - 1860 M¨unchen3:0 (Möller 33., 78., Berger 89.) - (Winkler 23.) 42.800 Holland Meira
2. desember 1995 | Íþróttir | 292 orð

Íþróttahreyfingin verði tóbakslaus! TÓB

TÓBAKSVARNANEFND og Handknattleiksdómarasamband Íslands (HDSÍ) hafa gengið frá samningi þess efnis að auglýsing frá nefndinni - Betra líf án tóbaks - verði á búningum allra handknattleiksdómara á Íslandi í vetur. Samningurinn gildir til 31. ágúst á næsta ári. Meira
2. desember 1995 | Íþróttir | 460 orð

Keith Askins hefur öðlast sjálfstraust

Keith Askins kom heldur betur við sögu í lokaþætti á leik Miami Heat og Detroit Pistons - hann skoraði ellefu af sextán stigum sínum í fjórða leikhluta og var ásamt Alonzo Mourning, sem skoraði 23 stig í leiknum og tók þrettán fráköst, og Otis Thorpe - 24 stig og fimm fráköst, í aðalhlutverkum þegar Miami vann 118:107. Meira
2. desember 1995 | Íþróttir | 139 orð

Köln og Freiburg sigruðu

ÓVÆNT úrslit urðu í tveimur af þremur leikjum sem fram fóru í þýsku 1. deildinni. Einna mest kom á óvart 1:0 sigur Kölnar á útivelli gegn Werder Bremen. Þetta var annar sigur Kölnar á tímabilinu og lyfti liðið sér úr neðsta sætinu í það næstneðsta með sigrinum. Meira
2. desember 1995 | Íþróttir | 98 orð

Körfuknattleikur NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Detroit - Miami107:118 Orlando - Dallas110:96 Washington - Cleveland85:97

NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Detroit - Miami107:118 Orlando - Dallas110:96 Washington - Cleveland85:97 Houston - Utah105:112 Portland - Milwaukee99:100 Vancouver - Chicago88:94 Sacramento - Indiana105:95 Evrópukeppni meistaraliða Meira
2. desember 1995 | Íþróttir | 62 orð

Markalaust hjá PSG

EFSTA liðið í frönsku 1. deildinni, Paris St Germain, varð að sætta sig við markalaust jafntefli í gærkvöldi gegn Guingamp að viðstöddum rúmlega 15.000 áhorfendurm, en það er ríflega helmingi fleiri en búa í Guingamp þaðan sem liðið er. PSG er þó enn á toppnum og telja sparkfræðingar að þetta hafi aðeins tafið þá örlítið á leið sinni að meistaratitlinum. Meira
2. desember 1995 | Íþróttir | 312 orð

Mikilvægt að yfirbyggður völlur verði að veruleika

Fimmtugasta ársþing Knattspyrnusambands Íslands var sett á Scandic hótel Loftleiðum í gær. Í setningarræðu sinni ræddi Eggert Magnússon, formaður KSÍ, m.a. nauðsyn þess að yfirbyggður knattspyrnuvöllur yrði að veruleika hér á landi og sagði KSÍ ætla að beita sér fyrir því að skipuð verði nefnd - sem í verði áhrifamenn í þjóðfélaginu - sem vinni að því að svo verði. Meira
2. desember 1995 | Íþróttir | 147 orð

Róttækar breytingar á landsmótum UMFÍ

Róttækar breytingar voru gerðar á reglugerð fyrir landsmót Ungmennafélags Íslands, á 39. sambandsþingi UMFÍ sem fram fór á Laugum á dögunum. Samþykkt var að á landsmótum yrðu fjórar kjarnagreinar en landsmótshaldari skal velja minnst átta keppnisgreinar til viðbótar. Ástæða breytinganna er sú að mótið var orðið of stórt í sniðum að margra mati. Meira
2. desember 1995 | Íþróttir | 282 orð

Schumacher ekki allt of bjartýnn

HEIMSMEISTARINN í Formula 1 kappakstri, Þjóðverjinn Michael Schumacher, var alls ekki bjartsýnn á gott gengi sitt og Ferrari-liðsins eftir að hann reynsluók nýja bílnum sínum á dögunum. Schumacher er tvöfaldur heimsmeistari en eftir síðasta kappaksturinn í vetur skipti hann um lið, hætti hjá Benetton og gekk til liðs við Ferrari. Meira
2. desember 1995 | Íþróttir | 110 orð

Tíundi sigurinn hjá Jóhannesi

JÓHANNES Sveinbjörnsson glímukappi sigraði tíunda árið í röð í Fjórðungsglímu Suðurlands fyrir skömmu, en þetta var í sautjánda sinn sem mótið fer fram og var glímt að Laugalandi í Holtum. Fyrir áratug var mótið endurvakið eftir nokkurra ára hlé og þá sigraði Jón M. Ívarsson núverandi formaður Glímusambandsins. Meira
2. desember 1995 | Íþróttir | 623 orð

Það er óljóst hvað ég geri

SIGURÐUR Gylfason, 25 ára Garðbæingur var kjörin akstursíþróttamaður ársins um síðustu helgi. Hann varð Íslandsmeistari í fjallaralli og spyrnu á vélsleða, og meistari í götumílu á mótorhjóli og sömuleiðis í sandspyrnu. Sigurður byrjaði keppnisferill sinn fyrir fjórum árum og vann þá strax tvo gull á vélsleðamótum í snjókrossi. Meira
2. desember 1995 | Íþróttir | 143 orð

Þjóðverjar fá dágóða vasapeninga

LANDSLIÐSMENN Þýskalands í knattspyrnu fá heldur betur góða vasapeninga ef þeir verða Evrópumeistarar í Englandi, eða andvirði 4,5 millj. ísl. kr. á mann. Þessi bónusgreiðsla er jafnmikil og háskólakennarar hafa í árslaun í Þýskalandi. En sagan er ekki öll sögð, því að leikmennirnir fengu 450 þús. kr. fyrir hvern leik sem þeir léku í undankeppninni. Meira
2. desember 1995 | Íþróttir | 128 orð

Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik leikur síðasta leik sinn í riðlakeppni Evópukeppninnar í dag. Leikið verður gegn Pólverjum og fer leikurinn fram í í borginni Poznan og hefst kl. 15.30 að íslenskum tíma. Meira
2. desember 1995 | Íþróttir | 466 orð

Örebro tilbúið að borga 8 millj. fyrir Sigurð en ÍA vill meira

FORRÁÐAMENN Íslandsmeistara ÍA leggja mikla áherslu á að halda Sigurði Jónssyni hjá félaginu, en sænska 1. deildarliðið Örebro, sem Arnór Guðjohnsen og Hlynur Birgisson eru hjá, hefur sem kunnugt er boðið honum samning. Sigurður telur boð sænska félagsins mjög freistandi og hefur áhuga á að fara utan, en stjórn ÍA telur hins vegar tilboð sænska liðsins ekki viðunandi. Meira
2. desember 1995 | Íþróttir | 144 orð

(fyrirsögn vantar)

Laugardagur: 1. deild karla: Egilsstaðir:Höttur - Snæfell14 Selfoss:Selfoss - KFÍ16 1. deild kvenna: Njarðvík:Njarðvík - Tindastóll16 Valshús:Valur - Grindavík14 Sunnudagur: Úrvalsdeildin: Akureyri:Þór - Meira
2. desember 1995 | Íþróttir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

"Steingrímur Ingason hefur gert góða hluti í akstursíþróttum. Þá stóð Baldur Jónsson sig vel í alþjóðarallinu eftir langt hlé frá keppni. Gísli G. Jónsson var í toppformi í torfærunni í sumar, þó hann yrði ekki meistari. Ég hef fylgst vel með torfærunni í 6­7 ár og hún heillar mig..." "Ég er fíkill í Formula 1 kappakstur, fylgist með hverri keppni í sjónvarpinu. Meira

Sunnudagsblað

2. desember 1995 | Sunnudagsblað | 1575 orð

HEFNDIR OG HUGREKKI

ORÐTAKIÐ "að launa einhverjum lambið gráa" er vafalítið eitt þeirra orðtaka sem mest er í notkun í íslensku nútímamáli. Upphafið má rekja til Heiðarvígasögu, sem talin er vera rituð um miðja 13. öld. Að mati Bjarna Guðnasonar prófessors mun sagan vera rituð af kennimanni í þeim tilgangi að lægja ófriðaröldur Sturlungaaldar í guðs nafni. Meira

Úr verinu

2. desember 1995 | Úr verinu | 573 orð

Ein fullkomnasta rækjuvinnsla landsins

RÆKJUVINNSLA Fiskiðjusamlags Húsavíkur var gangsett í nýju húsnæði í gær. Verksmiðjan var flutt úr húsnæði á Höfðanum og í stærra húsnæði neðan við Bakka og þar hefur verið komið upp einni fullkomnustu rækjuverksmiðju landsins. Það var því mikill handagangur í öskjunni þegar tæknimenn, iðnaðarmenn og starfsfólk FH voru að undirbúa gangsetningu í gær. Meira

Lesbók

2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 95 orð

65 ára afmælistónleikar

AFMÆLISTÓNLEIKARNIR eru jafnframt árlegir aðventutónleikar í Langholtskirkju sunnudaginn 3. desmber kl. 17. "Efnisskrá þessa tónleika litast af komandi hátíð, en þó eru létt verk í bland," segir í kynningu. Flutt verða verk eftir tónskáldin Karl O. Runólfsson og Árna Björnsson, sem lést síðastliðið sumar. Meðal annarra verka má nefna Forget me not eftir A. Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 492 orð

Aðgætni í hlustun

Camilla Söderberg, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir og Snorri Örn Snorrason fluttu franska, ítalska og þýska barokktónlist. Þriðjudagurinn 28. nóvember, 1995. FÉLAG íslenskra tónlistarmanna, FÍH, hefur haft það á stefnuskrá sinni að gefa félögum sínum kost á að halda tónleika í sal félagsins, í Rauðagerði 27, og voru þessir kammertónleikar liður í tónleikaröð, Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 75 orð

Ásgerður í Lóuhreiðrinu

OPNUÐ hefur verið sýning á vatnslitamyndum eftir Ásgerði Kristjánsdóttur frá Bolungarvík í Lóuhreiðrinu við Laugaveg. Þar sýnir hún 27 upphleyptar vatnslitamyndir. Þetta er 6. einkasýning hennar auk samsýningar á Akranesi 1990. Ásgerður er fædd og uppalin í Bolungarvík, þar hélt hún sína fyrstu sýningu árið 1988. Hún bjó á Ísafirði í 11 ár en flutti suður árið 1989. Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 109 orð

Ástarljóð

Við lásum á enginu lítið blóm þá lífsgangan hafin var. Ástarblómið sem allir þrá og elskunnar ljóma bar. Æskunnar blik því angan bjó svo ástir komandi dags leiftruðu gegnum lífsins ský og lýsa til sólarlags. Haustljóð Norðurljós sem leifrið um stjörnubjart himinhvolfið berið kveðju heim. Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 839 orð

Á TÍMAMÓTUM

CAPUT-hópurinn, sem skipaður er fimmtán íslenskum einleikurum, hefur vakið athygli víða um Evrópu, ekki síður en hér á landi, fyrir vandaðan flutning á nútímatónlist og hugkvæmni í verkefnavali. Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 282 orð

"Á vonandi eftir að vefja upp á sig"

SIGURÐUR Bragason barítonsöngvari syngur annað kvöld á tónleikum í Washington í boði eins virtasta tónlistarhúss og listasafns borgarinnar, Corcoran Art Museum. Hjálmur Sighvatsson mun annast undirleik á píanó. "Þetta er ákaflega spennandi. Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 186 orð

Bestu bresku bækurnar

ÆVISAGA Napóleons og Jósefínu konu hans Ólíklegt hjónaband" eftir Evangeline Bruce, virðist vera ein besta og eftirminnilegasta bók ársins ef marka má á sjöunda tug rithöfunda, stjórnmálamanna og annarra þekktra Breta, sem The Daily Telegraphspurði álits fyrir skömmu. Voru menn beðnir um að velja bók ársins 1995 og nefndu tugi bóka til sögunnar. Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 869 orð

BLYTON varðveitt - óbreytt

EIN helsta hættan sem steðjar að verkum breska barnabókahöfundarins Enid Blyton er svokölluð pólitísk rétthugsun, að mati eldri dóttur Blyton. Hyggst hún nú reyna að kaupa útgáfuréttinn að verkum móður sinnar heitinnar, til að koma í veg fyrir að þeim verði breytt frekar en orðið er. Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 249 orð

Calder í Louisiana VERK bandaríska myndlistarmannsins, Alexanders Ca

VERK bandaríska myndlistarmannsins, Alexanders Calders, tengjast Louisiana-listasafninu við Eyrarsund órjúfanlegum böndum. Verk hans prýða m.a. kaffistofu safnsins og ein stærsta sýning sem verið hefur á verkum hans var haldin í safninu. Nú stendur þar yfir sýning á 150 höggmyndum Calders og verður hún opin fram í miðjan janúar, að því er segir í Politiken. Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 652 orð

DANS Á HJÓLUM

CELSTE Danderker fékk nýlega aðdáandabréf. Það var frá manni sem var í hópi áhorfenda á sýningu þar sem Dandeker kom illa niður úr stökki og hlaut svo alvarleg meiðsl á mænu, að hún er nú lömuð upp að bringu. Bréfritara var þetta skelfilega slys enn í fersku minni og það hvarflaði ekki að honum að Dandeker væri enn að dansa. Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 100 orð

Draumur

Fegurstu blómin standa á sterklegri grein. Það vissi ég ekki fyrr en þú færðir mér orkideur og mannauðinn þinn, snemma á liðnu vori. Við vorum sem börn að leik í ljúfum draumi. En haustið kom of snemma í vor og sumarið hvarf inn í endalausan vetur. Þó heldur von mín áfram að vaxa á vesælli grein og vill hvorki sofna né deyja. Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 84 orð

Fimmþúsundasti gesturinn leystur út með gjöfum

HAFNARFJARÐARLEIKHÚSIÐ Hermóður og Háðvör frumsýndi Himnaríki eftir Árna Ibsen um miðjan september síðastliðinn. Í dag, laugardag, eru tímamót hjá leikhúsinu, því þá mun fimmþúsundasti áhorfandinn koma á sýninguna. Þessi sérstaki gestur númer 5.000 verður leystur út með gjöfum í lok sýningarinnar. Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 454 orð

Fær góða dóma í Þýskalandi

SKÝJAHÖLLIN, barna- og fjölskyldumynd Þorsteins Jónssonar, fær lofsamlega dóma í þýskum dagblöðum en hún hefur verið sýnd í kvikmyndahúsum í Berlín síðastliðnar ellefu vikur. "Sígild saga með frábærum landslagsmyndum frá Íslandi," segir meðal annars í TIP og "skemmtileg, glettin og ævintýraleg saga fyrir börn og fullorðna," segir í Frankfurter Rundschau. Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 733 orð

Geisladiskur með tónlist fyrir alla

FYRIR skemmstu sendu Pétur Jónasson, Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau frá sér geisladiskinn Serenade, sem á er frönsk og spænsk tónlist fyrir gítar og flautur, meðal annars eftir Maurice Ravel, Manuel De Falla, Eric Satie, Joaquin Rodrigo og Gabriel Fauré, aukinheldur sem Martial Nardeau á eitt verk. Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 96 orð

Hafdís sýnir í London

NÚ stendur yfir sýning á ljósmyndum og listaverkum eftir Hafdísi Bennett í Synergy Gallery, London. Komu um 250 manns á opnunardaginn. Á sýningunni eru 26 ljósmyndir, flestar teknar síðastliðið sumar í ferð um öræfin í kring um Mýrdalsjökul, Tindfjallajökul og Torfajökul. Auk þess eru til sýnis höggmyndir eftir Hafdísi, bæði höggnar úr steini og steyptar í brons. Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 474 orð

Hindemith forðað frá gleymsku

ÞEGAR Paul Hindemith lést árið 1963 var hann talinn eitt af þremur áhrifamestu tónskáldum aldarinnar en hin tvö voru Ígor Stravinskíj og Béla Bartok. Á næstu árum hirtu menn hins vegar lítt um að flytja verk hans og Hindemith virtist ætla hverfa í gleymskunnar dá. Tónlistarmenn hyggjast nú taka sig á í tilefni þess að í síðustu viku voru 100 ár liðin frá fæðingu hans. Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 155 orð

Í Grýlulandi

Í TÍVOLÍHÚSINU í Hveragerði, sem nú er búið að breyta í risastórt Jólaland, verður miðstöð hátíðarinnar opin frá kl. 13-19 fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Í boði verður fjölbreytt dagskrá fyrir börn og fullorðna, sem Sánkti Kláus stjórnar. Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 441 orð

Íslensk rödd nær toppi sínum

TENÓRSÖNGVARINN Kristján Jóhannsson fær frábæra dóma fyrir frammistöðu sína í óperunni Andrea Chenier í bandaríska blaðinu The Daily Heraldfyrir skömmu. Segir gagnrýnandinn Kristján hafa hlotið rödd í vöggugjöf sem flestir aðrir tenórar myndu láta lífið fyrir, hún hafi fyllingu og sé þróttmikil, og að Kristján þurfi aldrei að streitast við að ná hæstu tónunum. Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 201 orð

Konur skelfa

ÆFINGAR eru hafnar á nýju íslensku verki, "Konur skelfa" eftir Hlín Agnarsdóttur sem jafnframt leikstýrir verkinu. Leikritið er sett upp af Alheimsleikhúsinu í samstarfi við Borgarleikhúsið með styrk frá Leiklistarráði. Áætluð frumsýning er í lok janúar á litla sviði Borgarleikhússins. Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1691 orð

Leitin að týndu perlunum

Eins og fram hefur komið stofnaði Þorgeir Þorgeirsson kvikmyndasafn á Íslandi árið 1968 og var stofnunin til húsa í Litla Bíói á Hverfisgötu þar sem Þorgeir stóð fyrir sýningum á ýmsum klassískum myndum. Því miður fékk viðleitni hans engan hljómgrunn og lagðist reksturinn niður hálfu ári síðar. Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 56 orð

Ljósmyndasýning Ragnars Th. framlengd

VEGNA mikillar aðsóknar hefur ljósmyndasýningin Norðurslóðir í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs, verið framlengd til 17. desember nk. Á sýningunni eru 32 ljósmyndir, flestar mjög stórar, eftir Ragnar Th. Sigurðsson. Tvær aðrar sýningar standa yfir í safninu; málverk Margrétar Elíasdóttur og tréristur Þorgerðar Sigurðardóttur. Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 64 orð

Menningarkvöld í Skálafelli

MYNDLISTARMAÐURINN og rithöfundurinn eijó (Einar Jón Eyþórsson) heldur sýningu á nokkrum málverkum í Skálafelli Mosfellsbæ sunnudaginn 3. desember. Jafnframt verður kynning á nýútkomnum geisladiski Leós G. Torfasonar, "Draumsýn". Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 456 orð

MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST

Kjarvalsstaðir Kjarval ­ mótunarár 1885-1930. Sýn. Einskonar hversdagsleg rómantík og sýn. Einars Sveinss. arkitekts til 9. des. Önnur hæð Alan Charlton sýnir út des. Gallerí Sólon Íslandus Myndaröð eftir Sölva Helgason. Gallerí Sævars Karls Gréta Mjöll Bjarnadóttir sýnir. Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 164 orð

Nýir geisladiskar

ÚT er kominn geisladiskur með píanóleik Jónasar Ingimundarsonar. Um viðfangsefni hans segir Halldór Hansen í meðfylgjandi texta m.a.: "Á þessum geisladiski Jónasar Ingimundarsonar er að finna safn af píanólögum, Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 169 orð

Nýjar bækur

ÁSTIN ljóðlistin og önnur ljóð eftir franska skáldið Paul Éluard, í þýðingu Sigurðar Pálssonarskálds eru komin út. Paul Éluard (1895-1952) var eitt af höfuðskáldum Frakka á þessari öld. Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 141 orð

Nýjar bækur

ÚT er komin bókin Frá Aðalvík og Ameríku ­ Aldarminning hjónanna Ólafs Helga Hjálmarssonar og Sigríðar Jónu Þorbergsdóttur frá Látrum í Aðalvík. Bókin er nokkurs konar sambland af þjóðfræði og ættfræði. Hún inniheldur sögukafla af Ólafi og Sigríði, sem segja frá lífshlaupi þeirra frá sitt hvoru sjónarhorninu. Kaflinn um Ólaf er skrifaður af Kjartani T. Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Óður til fornbókmennta í blendinni sögu Í haust kom út fr

BÓK franska rithöfundarins Gilles Lapouge, L'incendie de Copenhague eða Eldur í Kaupmannahöfn, um lærdómsmanninn og handritasafnarann Eggert Pétursson og aðstoðarmanna hans, Gunnar gamla, hefur hlotið afbragðsgóða dóma í Frakklandi. Hún var ein sextán bóka sem tilnefndar voru til hinna eftirsóttu Goncourt-verðlauna, en hlaut þau þó ekki. Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 203 orð

Óperuveisla í Savonlinna

ÓPERUUNNENDUR sem áhuga hafa á því að sækja óperusýningar í sumarleyfinu, ættu að íhuga möguleikann á því að fara á óperuhátíðina í Savonlinna í Finnlandi sem haldin verður í júlí á næsta ári. Fluttar verða sex óperur auk tónleika af ýmsu tagi. Og ekki spillir óperusviðið fyrir, sem er í Olavinlinna-kastala úti á lítilli eyju við Savonlinna. Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 156 orð

Sárfættur sigurvegari

BJÖRG Gísladóttir hefur sent frá sér ljóðabókina Sigurvegarinn sárfætti. Þetta er fyrsta ljóðabók Bjargar, en hún vakti athygli fyrir leikþáttinn Þá mun enginn skuggi vera til, sem hún samdi ásamt Kolbrúnu Ernu Pétursdóttur og fjallar um sifjaspell og afleiðingar þess. Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 208 orð

Skáldsögur Einars og Vigdísar lagðar fram

TILKYNNT hefur verið hvaða bækur verða tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1996. Íslensku bækurnar eru Heimskra manna ráð (1992) og Kvikasilfur (1994), tveggja binda skáldverk Einars Kárasonar, og skáldsaga Vigdísar Grímsdóttur, Grandavegur 7 (1994). Danir leggja fram ljóðasafnið 1001 digt eftir Klaus Høeck og skáldsöguna Brev til månen eftir Ib Michael. Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 149 orð

Strengjasveitin í Listasafni Íslands

ÍDAG kemur strengjasveit skipuð 22 hljómlistarmönnum, sem flestir eru félagar í Sinfóníuhljómsveit Íslands, saman í annað skipti til tónlistarflutnings á Íslandi. Tónleikarnir verða haldnir í Listasafni Íslands og hefjast kl. 17.30. Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 139 orð

Sögustund í Kaffileikhúsinu fyrir börn og unglinga

EFNT verður til sögustundar fyrir börn og unglinga í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, sunnudaginn 3. desember kl. 14. Þar verða kynntar bækur fyrir börn og unglinga sem gefnar eru út nú fyrir jólin. Þeir sem lesa úr verkum sínum eru verðlaunahöfundarnir Guðrún Helgadóttir, Elías Snæland Jónsson, Guðrún H. Eiríksdóttir, Herdís Egilsdóttir, Kristín Steinsdóttir og Þórey Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 443 orð

Söngvarinn Einar Kristjánsson

Upptökur úr safni Ríkisútvarpsins. Umsjón og samsetning hljóðs: Þorsteinn Hannesson. Tæknideild RÚV, tæknimaður: Þórir Steingrímsson. Umsjón með útgáfu: Vala Kristjánsson. Framleiðsla: Sony DADC Austria. Dreifing: Japis. Útgefandi: Smekkleysa S.m. hf. Smekkleysa S.m. hf. RÚV SM 59CD (2). Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 55 orð

Tónskóli Sigursveins heldur tónleika

TÓNSKÓLI Sigursveins D. Kristinssonar heldur tónleika í dag og á morgun sem hér segir; Í dag verða tónleikar strengjasveita í Seltjarnarneskirkju kl. 16. Fram koma þrjár strengjasveitir sem flytja fjölbreytta efnisskrá. Á morgun verða tónleikar Breiðholtsdeildar í sal skólans að Hraunbergi 2 kl. 14 og tónleikar Árbæjardeildar í Árbæjarkirkju kl. 17. Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 177 orð

Uppgröftur í eldhúsinu

"CRITURES" ­ fornleifauppgröftur í eldhúsinu er heitið á leikriti sem sýnt verður í fyrsta skipti af þremur þriðjudaginn 5. desember í Tjarnarbíói kl. 20.30. Leikhópurinn sem sýnir verkið er franskur og kallast "Turak Théatre d'objets" og kemur hingað fyrir tilstilli Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs, Alliance Francaise og AFAA. Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 113 orð

Vetrarnótt

mynd þín líður hjá eins og ský í felulitum þegar ég safna regndropum í táradalinn einmana kerti brennur út veröldin hverfur eitt andartak og í myrkrinu sést ég ekki nei, Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 251 orð

Yfirlitssýning á myndlistarverkum í eigu Garðabæjar

Í TILEFNI 20 ára kaupstaðarréttinda Garðabæjar 1. janúar 1996 verður opnuð yfirlitssýning á myndlistarverkum í eigu bæjarins. Um er að ræða myndir sem Garðabær hefur eignast í gegnum tíðina og hanga uppi í ýmsum stofnunum bæjarins. Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1459 orð

Þjórsá brúuð fyrir 100 árum

Samgöngur á Íslandi hafa frá aldaöðli verið erfiðar, ekki síst vegna hinna straumþungu fljóta og annarra vatnsfalla. Það er því ærið tilefni að minnast þess að í ár, 1995, eru eitt hundrað ár síðan Þjórsárbrúin gamla var byggð og skipti sköpum í samgöngumálum fyrir byggðir Suðurlands. Þjórsá, sem er straumharðasta á landsins, var aðalfarartálminn á Suðurlandi. Meira
2. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 441 orð

Ævintýraóperan Sónata

ÁNÆSTUNNI kemur út í fyrsta sinn íslensk ópera á geisladiski. Þetta er ævintýraóperan Sónata eftir Hjálmar H. Ragnarsson og Messíönu Tómasdóttur. Verkið var frumsýnt í Íslensku óperunni á vegum Strengjaleikhússins í október 1994 en þá sáu alls um 6.000 skólanemendur á aldrinum 4-9 ára sviðsetningu óperunnar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.