Greinar fimmtudaginn 7. desember 1995

Forsíða

7. desember 1995 | Forsíða | 193 orð

Áhyggjur af hægfara hjálparstarfi

ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ (NATO) lýsti í gær áhyggjum sínum vegna þess að hjálparstarf í Bosníu kunni að ganga hægar fyrir sig en aðgerðir bandalagsins til að framfylgja friðarsamkomulaginu sem náðist í Dayton í Ohio. "Við höfum áhyggjur af því að þeir þættir sem snúa að borgaralegum stofnunum muni ganga hægar fyrir sig en hinir hernaðarlegu [þættir]. Meira
7. desember 1995 | Forsíða | 138 orð

Ákvörðun Perssons fagnað

ÞEIRRI ákvörðun Görans Perssons, fjármálaráðherra Svíþjóðar, að taka við af Ingvar Carlsson sem forsætisráðherra og leiðtogi jafnaðarmanna hefur almennt verið fagnað. Wanja Lundby, talsmaður alþýðusambandsins, sagði, að Persson væri leiðtogi, sem gæti sætt hægri- og vinstrimenn innan Jafnaðarmannaflokksins. Meira
7. desember 1995 | Forsíða | 52 orð

Betrumbætur fyrir Karl

KARL prins af Wales ræðir við skólanemendur á Hallwood Park-fjölbýlishúsinu í Runcorn, Cheshire, í gær. Prinsinn fór í heimsókn til bæjarins til að líta húsið augum en gagngerar endurbætur hafa verið gerðar á því í kjölfar þess að prinsinn gagnrýndi útlit þess í bók sinni um breskan arkitektúr. Meira
7. desember 1995 | Forsíða | 110 orð

Strangt tekið á ölvun

ÞING New York-ríkis er að ræða frumvarp sem kveður á um að ökumenn yngri en 21 árs, sem staðnir verða að akstri með minnsta mælanlega áfengismagn í blóðinu, verði tafarlaust sviptir ökuleyfi. Meira
7. desember 1995 | Forsíða | 166 orð

Tamílum boðin sakaruppgjöf

CHANDRIKA Bandaranaike Kamaratunga, forseti Sri Lanka, flutti sjónvarpsávarp í gær og bauðst til að veita tamílskum skæruliðum sakaruppgjöf ef þeir legðu niður vopn. Hún hvatti ennfremur allt að 500.000 íbúa Jaffna-skaga, sem flúðu heimili sín vegna bardaganna, til að snúa heim. Meira
7. desember 1995 | Forsíða | 74 orð

Tilraunum hætt í febrúar

CHARLES Millon, varnarmálaráðherra Frakklands, sagði í gær að umdeildum kjarnorkutilraunum Frakka í Suður-Kyrrahafi myndi ljúka fyrir lok febrúarmánaðar. Gert hafði verið ráð fyrir að tilraununum lyki fyrir 31. maí. Þegar hafa verið sprengdar fjórar kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni og Jacques Chirac, forseti Frakklands, hefur sagt að líklega verði alls sex sprengjur sprengdar. Meira
7. desember 1995 | Forsíða | 253 orð

Valdabarátta að hefjast

GERÐUR var barkaskurður á Andreas Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, í gær en hann er með lungnabólgu og hefur verið á sjúkrahúsi í tvær vikur. Ráðherrann, sem er 76 ára, er í öndunarvél, nýrun starfa illa og er búist við að hann verði á sjúkrahúsi næstu mánuði. Meira
7. desember 1995 | Forsíða | 92 orð

Vilja sýna fram á áreiðanleika sinn

FYRRUM kommúnistaríki í Mið- og Austur-Evrópu vonast til að þátttaka í friðargæslu í Bosníu auki líkur á aðild þeirra að Atlantshafsbandalaginu, að sögn stjórnarerindreka í höfuðstöðvum bandalagsins. Meira

Fréttir

7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 93 orð

85 þúsund rúmmetrar fjarlægðir

Morgunblaðið/RAX 85 þúsund rúmmetrar fjarlægðir FRAMKVÆMDIR við jarðvegsvinnu vegna nýja kerskálans sem byggja á við hlið eldri kerskála ÍSAL í Straumsvík ganga samkvæmt áætlun, að sögn Rannveigar Rist, upplýsingafulltrúa ÍSAL, en flytja þarf á brott um 85 þúsund rúmmetra af jarðvegi af byggingarsvæðinu. Meira
7. desember 1995 | Landsbyggðin | 106 orð

Atvinnuástand í Stykkishólmi með ágætum

Stykkishólmi-Í Stykkishólmi hefur verið ágætt atvinnuástand í haust og allir haft nóg að gera meira að segja hefur þurft að fá atvinnuafl utan frá, t.d. frá Póllandi og hefur það reynst vel. Meira
7. desember 1995 | Erlendar fréttir | 171 orð

Áfram verkföll

FRANSKIR kennarar, starfsmenn sjúkrahúsa og flugfélaga sögðust í gær ætla að hefja verkföll í dag. Stéttarfélagið Force Ouvriere, sem hefur gegnt lykilhlutverki í verkföllum síðustu tveggja vikna, hvatti í gær til mótmæla um allt land og að fleiri stéttir, jafnt í ríkis- sem einkageiranum legðu niður störf. Meira
7. desember 1995 | Erlendar fréttir | 103 orð

Áhyggjur af formennsku Ítalíu

ÍTALÍA tekur við forystu í ráðherraráði ESB um áramót. Lamberto Dini forsætisráðherra mun flytja ræðu um áherzluatriði stjórnar sinnar í öldungadeild ítalska þingsins 20. desember næstkomandi. Önnur Evrópuríki hafa miklar áhyggjur af formennskutíð Ítalíu. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 183 orð

Ákvörðun frestað

STJÓRN Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) í Brussel frestaði því á fundi sínum í gær að taka ákvörðun um að senda EFTA-dómstólnum kæru á hendur íslenzkum stjórnvöldum vegna fyrirkomulags álagningar og innheimtu vörugjalds hér á landi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður málið tekið fyrir á stjórnarfundi í næstu viku. Meira
7. desember 1995 | Erlendar fréttir | 258 orð

Barist í Búrúndí HARÐIR bardagar voru í Buju

HARÐIR bardagar voru í Bujumbura, höfuðborg Búrúndí, í gær eftir að herinn, þar sem Tútsar eru í meirihluta, sagði að hafnar væru viðamiklar aðgerðir gegn skæruliðum Hútúa. Mest var barist í austurhluta borgarinnar þar sem Hútúar eru fjölmennir. Meira
7. desember 1995 | Erlendar fréttir | 89 orð

Benelux- ríki vilja Evró

FORSÆTISRÁÐHERRAR Belgíu, Hollands og Lúxemborgar gáfu eftir fund sinn á þriðjudag út sameiginlega yfirlýsingu þar sem lýsa því yfir að "Evró" sé heppilegasta nafnið fyrir hinn sameiginlega evrópska gjaldmiðil, sem stefnt er að að koma á fyrir aldamót. Meira
7. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 56 orð

Bókmenntakvöld

BÓKVAL og Café Karólína efna til bókmenntakvölds í Deiglunni í kvöld, fimmtudagskvöldið 7. desember, og hefst það kl. 20.30. Rithöfundarnir Steinunn Sigurðardóttir, Einar Már Guðmundsson, Jón Hjaltason og Friðrik Erlingsson lesa úr nýútkomnum bókum sínum. Einnig lesa Steinunn S. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 63 orð

Bókmenntakvöld á Akranesi

Í KVÖLD, fimmtudaginn 7. desember, verður lesið upp úr nýútkomnum bókum eftir rithöfunda á Akranesi og bókum tengdum Akranesi. Lesið verður úr bókum eftir Kristínu Steinsdóttur, Gyrði Elíasson, Kristján Kristjánsson, Guðrúnu H. Eiríksdóttur, Hannes Sigfússon, Þóru Einarsdóttur og Valbjörgu Kristmundsdóttur. Hefst upplesturinn klukkan 20.30 og fer fram í Kirkjuhvoli á Akranesi. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 70 orð

Bóksalar bjóða afslátt

BÓKSALAR samþykktu á fjölmennum fundi í gærkvöldi að sameinast um lista af bókum sem boðnar verða með afslætti, en listinn og verð verða auglýst í fjölmiðlum á föstudaginn. Teitur Gústafsson, formaður Félags íslenskra bóka- og ritfangaverslana, vildi eftir fundinn ekki gefa upp hve mikill afsláttur yrði veittur á bókunum. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 182 orð

Búist við samningafundi í dag

BÚIST er við því að samninganefndir Ríkisspítalanna og röntgentækna hittist á formlegum fundi í dag. Einungis óformlegar viðræður hafa átt sér stað milli aðila frá því fimmtán röntgentæknar hættu störfum um síðustu mánaðamót í kjölfar þess að stjórnendur spítalanna drógu ekki til baka uppsögn á föstum yfirvinnugreiðslum. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 157 orð

Danskur leikari heldur tónleika

EINN þekktasti harmonikuleikari Dana, Carl Erik Lundgaard, mun ásamt Flemming Quist Møller, trommuleikara, halda tónleika á Hótel Íslandi föstudaginn 8. desember á danskri jólaskemmtun og er það í tengslum við aðventuhátíð Bylgjunnar. Þeir munu jafnframt leika á Hótel Íslandi á laugardagskvöld. Meira
7. desember 1995 | Erlendar fréttir | 252 orð

Dole vændur um spillingu

TALIÐ er að repúblikaninn Robert Dole, sem álitinn er líklegastur til að verða forsetaframbjóðandi flokks síns í Bandaríkjunum á næsta ári, sé að lenda í miklum vanda vegna hagsmunagæslu fyrir auðkýfinga og stórfyrirtæki. Er Dole vændur um að misnota aðstöðu sína gegn fríðindum af hálfu fyrirtækjanna. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 192 orð

Einkanúmer á bíla á næsta ári

EKKI verður hægt að eignast einkanúmer á bíla fyrr en á næsta ári, þar sem nauðsynlegar lagabreytingar hafa ekki verið samþykktar, auk þess sem Bifreiðaskoðun Íslands hefur ekki mótað verklagsreglur vegna afgreiðslu númeranna. Nokkrir hafa þegar haft samband við Bifreiðaskoðun Íslands og óskað eftir sérstöku númeri, en slíkar umsóknir eru ekki teknar gildar. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 198 orð

Ekki sannfærandi spádómar

JÓN Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður segir spádóma vátryggingafélaganna um að breyttar reiknireglur skaðabótalaga leiði til 30% hækkunar iðgjalda ekki efnislega sannfærandi. "Minnt skal á, að með hinum nýju skaðabótalögum voru tekin upp svokölluð fjárhagsleg örorkumöt, þar sem lagður skyldi haldbetri mælikvarði en áður á örorkutjón, Meira
7. desember 1995 | Miðopna | 1503 orð

Endurspegla flokkarnir þá kjósendur sem þeir höfða til? Hagstofan hefur gefið út Kosningaskýrslur 1995. Í þetta sinn fylgir

KOSNINGASKÝRSLUR 1995 eru ekki aðeins safn tölfræðilegra upplýsinga um þingkosningarnar síðastliðið vor, heldur hefur verið gerð vinnumarkaðskönnun á frambjóðendum, hliðstæð almennri vinnumarkaðskönnun, sem gerð var um sama leyti. Þar með fæst samanburður á frambjóðendum annars vegar og landsmönnum hins vegar. Meira
7. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 44 orð

Fimm sækja um

FIMM umsóknir bárust um stöðu skattstjóra í Norðurlandsumdæmi eystra, en frestur til að sækja um stöðuna er nú runnin út. Tveir umsækjenda óska nafnleyndar, en hinir eru Friðgeir Sigurðsson, lögfræðingur, Reykjavík, Eyþór Þorbergsson, lögfræðingur, Akureyri, og Sigríður Stefánsdóttir, lögfræðingur, Reykjavík. Meira
7. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 192 orð

Gjaldskrá lækkað um 13%

REKSTRARÁÆTLUN Hita- og vatnsveitu Akureyrarbæjar fyrir næsta ár gerir ráð fyrir að rekstrartekjur verði tæplega 595 milljónir króna og gjöldin um 167 milljónir króna. Fjármagnskostnaður er áætlaður um 190 milljónir króna á næsta ári og afskriftir 275 milljónir. Áætlað er að um 36 milljóna króna tap verði á rekstri veitnanna. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 141 orð

"Goldeneye" leikurinn fer af stað

"GOLDENEYE" lelikurinn svonefndi, lukkuleikur í tilefni frumsýningar á nýjustu James Bond myndinni, fór formlega af stað sl. laugardag þegar kvikmyndin var frumsýnd á viðhafnarsýningu í Bíóborginni við Snorrabraut. Þetta er stærsti kvikmyndalukkuleikur sem ráðist hefur verið í hér á landi og er aðalvinningurinn glænýr BMW 316i frá B&L og aukavinningarnir eru t.d. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 562 orð

Greiðslubyrði borgarsjóðs um tveir milljarðar árið 1996

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu borgarstjóra um að leggja til við borgarstjórn að útsvar í Reykjavík verði óbreytt eða 8,4% árið 1996. Jafnframt er gert ráð fyrir að holræsagjald verði óbreytt á næsta ári. Greiðslubyrði borgarsjóðs á árinu 1996 er um 2 milljarðar en var um 500 milljónir árið 1993. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 510 orð

Hannar 250 milljóna klúbb

HLÉDÍS Sveinsdóttir, þrítugur íslenskur arkitekt, starfar nú við að hanna, teikna og taka þátt í byggingu næturklúbbs og veitingastaðar í Moskvu sem er áætlað að muni kosta milli 200 og 250 milljóna króna. Hlédís hefur verið í Moskvu síðan í mars og verður að líkindum þar þangað til framkvæmdum lýkur í mars á næsta ári. Aðalverkframkvæmdir við staðinn hefjast í dag. Meira
7. desember 1995 | Erlendar fréttir | 575 orð

Harður, ákveðinn en ekki maður fólksins

GÖRAN Persson, fjármálaráðherra Svíþjóðar og væntanlegur eftirmaður Ingvars Carlssons sem forsætisráðherra og leiðtogi jafnaðarmanna, á erfitt verk fyrir höndum. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Jafnaðarmannaflokkurinn tapað þriðjungi kjósenda sinna frá því í kosningunum á síðasta ári og eru ástæðurnar fyrst og fremst efnahagsástandið í Svíþjóð, Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 172 orð

Hlutafélag stofnað um afurðadeild

FÉLAGSFUNDUR í Sláturfélagi Suðurlands mun í næstu viku taka afstöðu til tillögu um stofnun einkahlutafélags um afurðadeild fyrirtækisins, þ.e. sláturhús og frystihús. Ef tillagan verður samþykkt verður hlutafélagið stofnað um áramót. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, sagði að eitt af markmiðum með formbreytingunni væri að auðvelda hagræðingu í rekstri sláturhúsa. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 137 orð

Hnuplað úr verslunum í desember

DESEMBER er ekki aðeins mesti verslunarmánuður ársins, heldur einnig mesti hnuplmánuðurinn, að sögn lögreglu. Frá því í gærmorgun og fram á miðjan dag bárust lögreglunni tilkynningar um fjóra búðarþjófa. Meira
7. desember 1995 | Erlendar fréttir | 462 orð

Ísland verður að eiga hlut að máli

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segist telja hið nýja samkomulag Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um aukið samstarf á fjölmörgum sviðum vera í þágu íslenzkra hagsmuna. Hann segir að Íslendingar verði að fylgjast vel með þróuninni í samskiptum ESB og Norður-Ameríku og eiga hlut að máli, verði áform um fríverzlun milli álfanna að veruleika, ella sé hætta á að Ísland einangrist. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 142 orð

Jólakort Barnaheilla

BARNAHEILL hafa gefið út jólakort til styrktar samtökunum en þetta er í annað sinn sem þessi fjáröflunarleið er farin af þeirra hálfu. Jólakortin eru unnin í samvinnu við systursamtök Barnaheilla í Noregi og Bretlandi. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 87 orð

Jólakort til styrktar krabbameinssjúklingum

STYRKUR hefur gefið út jólakort sem seld verða til ágóða fyrir starf félagsins. Á kortinu er mynd af olíumálverki eftir Eirík Smith, listmálara, en hann gaf samtökunum birtingarréttinn. Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra, var stofnaður fyrir átta árum og hefur beitt sér fyrir úrbótum í málefnum þessara sjúklinga og öflugu félagsstarfi þeirra. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 77 orð

Kakadu og kóralrif

LÍFFRÆÐIFÉLAGIÐ stendur fyrir myndakvöldi í fundarherbergi Tæknigarðs fimmtudaginn 7. desember kl. 20.30. Félagarnir Aðalsteinn Örn Snæþórsson, Guðjón Ingi Eggertsson, Jón Geir Pétursson, Jón Sólmundsson, Ólafur Patrick Ólafsson og Tómas G. Gíslason sýna myndir frá ferð sinni til Norður-Ástralíu. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 302 orð

Kaupin endurskoðuð ef lausn finnst fyrir leikskóla

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir borgaryfirvöld tilbúin til að endurskoða kaup borgarinnar á Ásmundarsal við Freyjugötu en þó þannig að jafnframt finnist lausn á leikskólamálum í hverfinu og að borgin beri ekki viðbótarkostnað af rekstri hússins. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 234 orð

Kemur ekki til álita að hefja samningaviðræður

ÞAÐ kemur ekki til álita að taka við gagntilboðum og hefja samningaviðræður við einstök verkalýðsfélög sem ætla ekki að afturkalla uppsögn kjarasamninga, segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ. Hann bendir á að samningar við þessi félög séu bundnir út næsta ár og að samningaviðræður verði fyrst teknar upp í lok næsta árs. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 242 orð

Kofri seldur og Bessa breytt í frystiskip

EIGENDUR rækjuskipsins Kofra frá Súðavík hyggjast selja skipið frá staðnum og virðist allt benda til þess að Kofri verði gerður út frá öðrum stað á landinu en Vestfjörðum. Það er Frosti hf. sem á Kofra og mun salan eiga að rétta af hag fyrirtækisins. Auk þessa íhuga stjórnendur Álftfirðings hf. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 180 orð

Konur fá aðgang að klúbbnum

MEIRIHLUTI félaga í Rótaryklúbbi Reykjavíkur samþykkti á fundi í gær að breyta lögum klúbbsins þannig að konum verði framvegis veitt innganga í hann, en nokkrar deilur hafa verið innan klúbbsins um það undanfarin ár hvort það skyldi leyfa. Um 25 rótaryklúbbar eru starfandi hér á landi og er Rótaryklúbbur Reykjavíkur sá fimmti þeirra sem gerir konum kleift að gerast félagar. Meira
7. desember 1995 | Erlendar fréttir | 118 orð

Kynna sameiginlega Evrópustefnu

JACQUES Chirac Frakklandsforseti og Helmut Kohl Þýskalandskanslari hyggjast setja fram sameiginlega framtíðarsýn sína varðandi Evrópusambandið fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í næstu viku. Þeir Chirac og Kohl hittast á fundi í Baden Baden í dag og sagði Alain Lamassoure, talsmaður Frakklandsforseta, að hann byggist við sérstaklega jákvæðum fundi. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 768 orð

Launanefndin svipti ekkert félag samningsrétti

Sú gagnrýni sem einstakir forystumenn í Alþýðusambandinu hafa beint að miðstjórn ASÍ vegna niðurstöðu launanefndar er ómakleg og fullyrðingar um að launanefnd hafi með einhverjum hætti komið aftan að einstökum félögum eru ekki á rökum reistar. Launanefndin var skipuð af þeim hópi formanna lands- og svæðasambanda sem gerði kjarasamningana í febrúar sl. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 53 orð

Leita vitna

RANNSÓKNADEILD lögreglunnar í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri á mótum Kringlumýrarbrautar og Listabrautar klukkan rúmlega 16 laugardaginn 28. október. Þar rákust á tveir Nissan-bílar; öðrum var ekið norður Kringlumýrarbraut en hinum vestur Listabraut. Sól var lágt á lofti þegar áreksturinn varð og greinir ökumenn á um stöðu umferðarljósa á gatnamótunum. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 89 orð

Listasmiðja fyrir börn

STARFRÆKT verður listasmiðja fyrir börn á aldrinum 7­10 ára í Norræna húsinu laugardaginn 9. desember milli kl. 10­13. Þar mun sköpunargleðin ráða ríkjum og er leiðbeinandi Guðbjörg Lind Jónsdóttir, myndlistarmaður. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 134 orð

Listmunasýning á Vesturgötu 10a

FYRSTA í aðventu var opnuð að Vesturgötu 10a í Reykjavík framhald menningar-, kynningar- og sölusýningarinnar Íða sem haldin var í fyrsta skipti í Perlunni sl. sumar. Listmunir voru eftir handverksfólk af öllu landinu til sýnis og sölu. Sú sýning stóð aðeins yfir í 3 daga og urðu margir frá að hverfa sökum mikillar aðsóknar. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 168 orð

Lög um fæðingarorlof í endurskoðun

VERIÐ er að endurskoða lög um fæðingarorlof og segir heilbrigðisráðherra að þar sé meðal annars verið að skoða hvort veita eigi konum rétt á að hefja fæðingarorlof mánuði fyrir áætlaða fæðingu. Fram kom í viðtali Morgunblaðsins við Reyni Tómas Geirsson prófessor á kvennadeild að vinna kvenna á meðgöngu, einkum ef um væri að ræða erfiðisvinnu, Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 2346 orð

Málflutningur hafinn í Héraðsdómi Reykjavíkur

Krafa RLR að blaðamaður Morgunblaðsins upplýsi um ónafngreinda heimildarmenn sína Málflutningur hafinn í Héraðsdómi Reykjavíkur Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 86 orð

Með kókaín í hælunum

MAÐUR á þrítugsaldri var handtekinn í Leifsstöð í fyrradag þegar hann var að koma frá Amsterdam og reyndi að smygla 26 grömmum af kókaíni til landsins í skóhælum sínum. Að sögn Kristjáns Inga Kristjánssonar, lögreglufulltrúa hjá fíkniefnadeild lögreglunnar, hafði maðurinn holað hælana á skónum sínum að innan, Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 740 orð

Mikilvægt að hafa almenning með í ráðum

GEIR Ove Berg sagði við Morgunblaðið að mikilvægt væri að hafa þarfir allra í huga þegar íþróttasvæði væru skipulögð en svo hefði ekki verið ­ mannvirkin væru alfarið fyrir keppnisfólkið. Almenningur vildi ekki dýrar og glæsilegar byggingar heldur hentug og aðgengileg hús eða svæði í næsta nágrenni. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 580 orð

Nokkrir Þjóðverjar sýna jarðakaupum áhuga

NOKKRIR Þjóðverjar hafa sýnt áhuga á að kaupa bújarðir á Íslandi eftir að fjallað var um það í þýzku fasteignatímariti að jörðin Hellisfjörður á Austfjörðum væri til sölu. Enn sem komið er hefur enginn gert kauptilboð, en færi svo kynni að reyna á breytingar á jarðalögum, sem samþykktar voru á Alþingi síðastliðið vor og eru ætlaðar til að hindra fjárfestingar útlendinga í jarðnæði hér á landi, Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 79 orð

Nýir rekstraraðilar Nausts

ÞORFINNUR Guttormsson, yfirþjónn á Hótel Holti til margra ára og Óðinn Jóhannsson, þjónn á Hótel Holti taka um áramót við reksri veitingastaðarins Nausts við Vesturgötu. "Við stefnum að því að gera Naustið að góðum matstað þar sem allir geta komið, látið sér líða vel og fengið góðan mat á góðu verði," sagði Þorfinnur. Meira
7. desember 1995 | Landsbyggðin | 235 orð

Nýjar íbúðir fyrir aldraða

Þórshöfn-Húsið í Miðholti 4 hér á Þórshöfn var formlega opnað um síðustu helgi, en það er nýbygging með íbúðum fyrir aldraða. Húsið er það fyrsta af þremur sem eru skipulögð á þessu svæði. Í húsinu eru fjórar íbúðir; tvær tveggja herbergja og tvær þriggja herbergja. Þrjár íbúðir eru félagslegar kaupleiguíbúðir og önnur stærri íbúðin er almenn kaupleiguíbúð. Meira
7. desember 1995 | Landsbyggðin | 56 orð

Nýr prestur í Setbergsprestakalli

NÝR PRESTUR, sr. Karl Matthíasson, hefur nú tekið við Setbergsprestakalli, sá sjötti á 113 árum. Sr. Karl tekur við af sr. Sigurði Kristni Sigurðssyni, sem þjónaði prestakallinu í rúm fimm ár. Myndin er tekin á kirkjukórsæfingu í Grundarfjarðarkirkju þar sem sr. Karl var viðstaddur til að kynna sér starfsemi kórsins. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 136 orð

Nýtt kortatímabil hefst í dag

NÝTT greiðslukortatímabil hefst í dag hjá þeim fyrirtækjum sem hafa breytilegt tímabil, en að sögn talsmanna greiðslukortafyrirtækja falla flestar verslanir þar undir. Búast kaupmenn við líflegri jólaverslun um helgina. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 268 orð

Nýtt útlit á gamla bæinn í Keflavík

Nýtt útlit á gamla bæinn í Keflavík BÆJARSTJÓRN Reykjanesbæjar hefur gengið til samninga við Arkitektastofu Suðurnesja um nýtt umhverfisskipulag gamla bæjarins og Hafnargötu í Keflavík að undangenginni samkeppni. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 465 orð

Of há iðgjöld stafa ekki af því að líkamstjón séu ofbætt

GESTUR Jónsson hæstaréttarlögmaður segir að fullyrðingar Sambands íslenskra tryggingafélaga um að iðgjöld bifreiðatrygginga muni hækka ef tilögur hans og Gunnlaugs Claessens hæstaréttardómara um breytingar á skaðabótalögum verða að lögum séu ótímabærar. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 112 orð

Opnað eftir 2 vikur

VINNU við Vestfjarðagöng, annarri en malbikun, er að ljúka. Göngin verða opnuð fyrir allri umferð 20. desember og verður opið fram til næsta sumars, en þá verða göngin malbikuð. Að sögn Björns Harðarsonar, talsmanns Vesturíss hf, sem séð hefur um framkvæmdir við Vestfjarðagöng, hefur verklokum miðað vel áfram í haust. Meira
7. desember 1995 | Erlendar fréttir | 242 orð

Óeirðir blossa upp í Shenzhen

ÓEIRÐIR hafa blossað upp í þorpi í Shenzhen, sérstöku efnahagssvæði Kínverja, milli þorpsbúa og farandverkamanna. Að minnsta kosti fjórir létu lífið í átökunum, auk þess sem 100 særðust, þar af tíu alvarlega. Farandverkamennirnir kvörtuðu yfir því að starfsmenn sjúkrahúsa neituðu að hjúkra þeim sem gætu ekki greitt fyrir aðhlynninguna. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 112 orð

Ósýnilegir hjólreiðamenn

LÖGREGLAN í Reykjavík hefur setið fyrir hjólreiðamönnum við skóla og víðar undanfarið, til að brýna fyrir þeim að hafa ljósabúnað hjólanna í lagi. Fjölmargir ökumenn hafa kvartað við lögreglu undan "ósýnilegum" hjólreiðamönnum á sveimi í umferðinni, sem stefni sjálfum sér og öðrum í voða. Meira
7. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 69 orð

Óvenju miklar nýframkvæmdir

ÞAÐ er óvenju mikið að gera í nýframkvæmdum í dreifikerfi hitaveitunnar, miðað við árstíma," segir Franz Árnason, hitaveitustjóri á Akureyri. Hann segir það helgast af því að miklar byggingaframkvæmdir séu í gangi í bænum. Meira
7. desember 1995 | Erlendar fréttir | 69 orð

Pylsur og pólitík

MOSKVUBÚAR í biðröð í gær fyrir utan verslun sem selur pylsur. Á kosningaspjaldi er Viktor Tsjernomýrdíni, forsætisráðherra og leiðtogi flokksins Rússneska föðurlandið. Flokkur þjóðernissinnans Vladímírs Zhírínovskíjs stendur nú illa að vígi í skoðanakönnunum. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 61 orð

Samningafundur í dag

SAMNINGAFUNDUR í kjaradeilu flugumferðarstjóra og ríkisins verður haldinn hjá sáttasemjara ríkisins í dag kl. 10, en í síðustu viku ræddi sáttasemjari við samninganefndirnar án þess að þær hittust. Meira
7. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 113 orð

Samningar um sölu Krossaness á lokastigi

LOKASAMNINGSDRÖG um sölu hlutabréfa Akureyrarbæjar í Krossanesi liggja fyrir og samþykkt á fundi bæjarstjórnar Akureyrar á þriðjudag að heimila bæjarstjóra að ljúka gerð samningsins. Hlutabréf bæjarins eru að nafnvirði 110 milljónir króna, en söluverð þeirra er 150 milljónir. Meira
7. desember 1995 | Landsbyggðin | 129 orð

Sex nýjar tölvur að gjöf

Blönduósi-Grunnskólinn á Blönduósi fékk afhentar sex nýjar tölvur að gjöf frá nokkrum fyrirtækjum á Blönduósi sl. föstudag. Um er að ræða Pentium 586 tölvur með margskonar fylgibúnaði. Tölvurnar voru afhentar á sýningu í grunnskólanum sem nemendur héldu í lok velheppnaðrar vinnuviku. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 91 orð

Silungsveiðar í desember

ÞEIR Sigurður Davíðsson og Rúnar Marvinsson voru við veiðar í Reynisvatni fyrir ofan Reykjavík í gær. Mjög óvanalegt er að menn stundi stangaveiðar á þessum árstíma nema í gegnum ís. Í Reynisvatni eru nú 5-6.000 silungar og laxar og því eftir miklu að slægjast. Bræla var í gær og fengu þeir félagar aðeins tvo fiska. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 452 orð

Sjö verkalýðsfélög afturkalla uppsögn samninga

SJÖ verkalýðsfélög hafa ákveðið að draga ákvörðun um uppsögn samninga til baka, en þrjú hafa tekið þá ákvörðun að halda uppsögnum til streitu. Hlíf í Hafnarfirði ákvað í gær að standa við fyrri ákvörðun um uppsögn. Verkalýðsfélögin í Grindavík, Akranesi, Stykkishólmi, Grundarfirði, Ólafsvík, Hellu og Framsókn í Reykjavík hafa dregið uppsagnir til baka. Meira
7. desember 1995 | Landsbyggðin | 32 orð

Skemmdir í Grundarfirði vegna ofsaveðurs

Skemmdir í Grundarfirði vegna ofsaveðurs Grundarfirði-AÐFARANÓTT sunnudags gekk ofsaveður yfirGrundarfjörð. Skemmdir urðu talsverðar, rúður brotnuðu íhúsum og bílum. Þak skemmdist og stór aftanívagn fauk um koll. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 64 orð

Sluppu lítt meidd úr árekstrum

ÞRÍR bílar skullu saman á mótum Egilsgötu og Snorrabrautar um kl. 10.30 í gærmorgun. Kona, sem var farþegi í einum bílanna, kvartaði undan eymslum í hálsi, en aðrir sluppu ómeiddir. Skömmu síðar, eða um kl. 11, skullu tveir bílar saman á mótum Eirhöfða og Eldshöfða. Ökumaður annars var fluttur á slysadeild, en að sögn lögreglu voru meiðsli hans lítil. Meira
7. desember 1995 | Erlendar fréttir | 484 orð

Snjókoma tafði liðsflutninga NATO til Bosníu

SNJÓKOMA tafði í gær liðsflutninga hermanna Atlantshafsbandalagsins (NATO) til Bosníu um nokkrar klukkustundir, þar á meðal komu fyrstu bandarísku herflugvélanna. Bandaríkjamenn lentu að endingu í Tuzla í gær. Nokkur hundruð hermenn eru þegar komnir til landsins, flestir eru sérfræðingar á sviði fjarskipta og flutninga. Í gærmorgun samþykkti þýska þingið að senda um 4. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 127 orð

"Stangast á við samkeppnislög"

FÉLAG ungra lækna hefur kært fyrstu grein nýgerðs samnings milli Tryggingastofnunar ríkisins og Læknafélags Reykjavíkur, um sérfræðilæknishjálp, til Samkeppnisráðs. Greinin takmarkar nýgengi sérfræðinga inn á samninginn og kveðst Páll Matthíasson formaður FUL telja greinina stangast á við ýmis ákvæði samkeppnislaga og meginanda þeirra. Meira
7. desember 1995 | Erlendar fréttir | 57 orð

Strútabóndi í Úkraínu

VLADIMIR Taratyka ræktar strúta í austurhluta Úkraínu. Hér ber hann ungan strút í fangi sínu, en í baksýn gefur að líta tvo fullvaxna strúta. Strútabúið er í Konstantinovka, skammt frá bænum Donetsk. Taratyka ræktar strúta til manneldis og eggjaframleiðslu. Hann ræktar einnig snigla og suður-ameríska loðdýrið Chinchilla, en feldur þess er einkar verðmætur. Meira
7. desember 1995 | Erlendar fréttir | 372 orð

Til fundar við risann í sólkerfinu

BANDARÍSKI geimfarið Galileo mun hefja athugun sína á gufuhvolfinu um Júpíter í dag og verður það jafnframt í fyrsta sinn, sem menn "snerta" ef svo má segja nokkra reikistjörnu handan við Mars. Sérstakur rannsóknahnöttur, sem Galileo sleppti fyrir 147 dögum, mun geysast inn í gufuhvolfið með rúmlega 170. Meira
7. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 184 orð

Ummælum Sunnu vísað á bug

HREINN Pálsson varaformaður leikhúsráðs Leikfélags Akureyrar vísar á bug þeim ummælum Sunnu Borg formanns ráðsins að fyrst og fremst sé við leikhúsráð að sakast varðandi það að hún dró umsókn sína um stöðu leikhússtjóra til baka. Moldviðri hafi verið þyrlað upp í kjölfar umsóknarinnar og málið hafi dregið á eftir sér langan dilk. Meira
7. desember 1995 | Smáfréttir | 45 orð

UMSJÓNARFÉLAG einhverfra hefur gefið út jólakort í ár eins og undanfa

UMSJÓNARFÉLAG einhverfra hefur gefið út jólakort í ár eins og undanfarin ár og er jólakortasalan ein aðaltekjulind félagsins. Kortið prýðir mynd eftir 14 ára einhverfan dreng en það er markmiðið að ávallt sé myndskreyting eftir einhverfa. Skrifstofa félagsins er í Fellsmúla 2b og síminn er 5881599. Meira
7. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 54 orð

Vantar jólasnjóinn

ÞAÐ er ekki beint jólalegt um að litast á Akureyri eftir að sunnanáttin hefur feykt í burtu öllum snjó. Kaupmenn hafa ekki látið það á sig fá og skreytt ríkulega og þá eru starfsmenn umhverfisdeildar í óða önn að færa bæinn í jólabúning, eins og þau Ingólfur Jóhannsson og Nanna Stefánssdóttir. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 51 orð

Verðmætið 500 millj.

FLUTT voru út á síðasta ári 230 þúsund tonn af vikri og var útflutningsverðmætið 484 milljónir króna. Áætlað er að þessi útflutningur hafi skapað um 50 ársverk. Þetta kom fram í svari Finns Ingólfssonar iðnaðarráðherra við fyrirspurn frá Sturlu Böðvarssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins um nýtingu og útflutning á jarðefnum. Meira
7. desember 1995 | Miðopna | 667 orð

"Vildum ekki taka þátt í þessari uppskeruhátíð"

HALLDÓR Björnsson, varaformaður Dagsbrúnar, Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar á Akureyri, mættu ekki á miðstjórnarfund ASÍ í gær vegna þeirrar óánægju og gagnrýni sem kominn er upp innan Verkamannasambandsins um afstöðu meirihluta ASÍ í launanefnd. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 115 orð

VR hyggst byggja 20 ný orlofshús

VERSLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur, VR, hyggst byggja 20 ný orlofshús í Miðhúsaskógi í Biskupstungum. Yngvi Þór Loftsson landslagsarkitekt hefur verið fenginn til að gera uppdrátt og tillögu að skipulagi svæðisins. VR á nú 20 orlofshús í Miðhúsaskógi. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 605 orð

Yfir 600 fyrirspurnir bárust á tveimur dögum

Karabíahaf vinsælasti áfangastaður Heimsklúbbsins Yfir 600 fyrirspurnir bárust á tveimur dögum Í KJÖLFAR auglýsinga um helmingsafslátt á siglingum í Karíbahafi virðast æ fleiri Íslendingar taka stefnu á ferðir þangað í vetur. Meira
7. desember 1995 | Innlendar fréttir | 29 orð

(fyrirsögn vantar)

MEÐ blaðinu í dag fylgir 8 síðna auglýsingablað þar sem "Stöð 3 kynnir spennandi dagskrá fyrir alla fjölskylduna". Blaðið verður borið út til kaupenda á Stór-Reykjavíkursvæðinu, Suðurnesjum og Akranesi. Meira

Ritstjórnargreinar

7. desember 1995 | Staksteinar | 347 orð

»Arðsemin og launaþróunin VR-BLAÐIÐ fullyrðir í forystugrein að laun hér á

VR-BLAÐIÐ fullyrðir í forystugrein að laun hér á landi séu með því lægsta sem þekkist í Evrópu. Það segir og að arðsemi fyrirtækja hér á landi sé í lægri kantinum. Samkeppnishæfni fyrirtækja Meira
7. desember 1995 | Leiðarar | 619 orð

HELJARSTÖKK ÚT Í ÓVISSUNA KOÐANIR eru skiptar innan launþe

HELJARSTÖKK ÚT Í ÓVISSUNA KOÐANIR eru skiptar innan launþegahreyfingarinnar um það, hvort forsendur gildandi kjarasamninga séu brostnar eða ekki. Þessi ágreiningur sagði til sín hjá fulltrúum hreyfingarinnar í launanefnd ASÍ og VSÍ. Hann segir einnig til sín í því, að rúmur helmingur félaga innan Verkamannasambandsins sagði ekki upp samningum. Meira

Menning

7. desember 1995 | Menningarlíf | 176 orð

Fágætar ljósmyndir í nýrri Íslandsbók

ÞESSA dagana er að koma út bók eftir Frank Ponzi sem hann nefnir Ísland fyrir aldamót. Í bókinni er safn ljósmynda sem lítt hafði verið vitað um í meira en hálfa öld. Myndirnar sem teknar voru á glerplötur á harðindaárunum 1882-1888 eru meðal fyrstu ljósmynda sem teknar voru af Íslandi og Íslendingum. Þær eru verk tveggja breskra heldri manna, Walter H. Meira
7. desember 1995 | Fólk í fréttum | 80 orð

Fimm ættliðir

JÓNÍNA Árnadóttir fagnaði 95 ára afmæli sínu í hópi vina og ættingja fyrir skemmstu. Hún fæddist þann 28. nóvember árið 1900 að Neðri Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu. Eiginmaður hennar var Kristófer Jóhannesson, en hann lést árið 1966. Þau hjón bjuggu lengst af á Finnmörk í Miðfirði og eignuðust 5 börn. Meira
7. desember 1995 | Menningarlíf | 65 orð

Forseta Íslands og borgarstjóra afhent eintak

100 ÁRA saga Hjálpræðishersins á Íslandi, Með himneskum armi, er komin út. Í tilefni af útgáfu bókarinnar var forseta Íslands og borgarstjóranum í Reykjavík afhent eintak af bókinni að viðstöddum Knut Gamst yfirforingja Hjálpræðishersins á Íslandi, dr. Pétri Péturssyni höfundi bókarinnar, fulltrúum útgefenda og fleiri gestum. Skálholtsútgáfan gefur bókina út. Meira
7. desember 1995 | Fólk í fréttum | 46 orð

Fyrirsætur í jólaskapi

LJÓSMYNDARI blaðsins var á ferðinni á föstudagskvöld og hitti þá fyrir þennan fríða hóp á Jónatan Livingstone mávi. Þetta er hópur sýningarfólks hjá Model 79, ásamt mökum sínum, sem kom saman til að gera sér glaðan dag og komast í jólaskap. Meira
7. desember 1995 | Fólk í fréttum | 70 orð

Gokke snýr aftur

NEI, ÞETTA er ekki Stan Laurel, sá þekkti gamanleikari, sem gerði garðinn frægan ásamt félaga sínum, Oliver Hardy. Þetta er leikarinn Matthew Perry sem við þekkjum ef til vill út sjónvarpsþáttunum Vinir, eða "Friends". Þessi mynd var tekin í Los Angeles þegar hann sótti frumsýningu nýjustu myndar Martins Scorseses, Roberts De Niro og Sharon Stone, "Casino", um daginn. Meira
7. desember 1995 | Myndlist | 486 orð

Hreint, íslenskt orðfæri

Ásgerður Búadóttir. Opið alla daga (nema mánud.) kl. 14-18 til 22. des. Aðgangur ókeypis Í KJÖLFAR mikillar yfirlitssýningar Listasafns Íslands á síðasta ári á verkum sem spönnuðu allar feril Ásgerðar Búadóttur var erfitt að reikna með að hún ætti enn eftir að koma á óvart í verkum sínum. Meira
7. desember 1995 | Menningarlíf | 517 orð

Hvítir regnbogar

MESSÍANA Tómasdóttir leikmyndahöfundur sýnir í Stöðlakoti til 16. desember. Verkin á sýningunni eru öll unnin með akrýllitum á japanpappír og plexigler og mynda til samans innsetninguna "Til sjöunda regnbogans". Meira
7. desember 1995 | Bókmenntir | 126 orð

Í leit að fótfestu

ÚT er komin skáldsagan Heimir eftir Þorvarð Hjálmarsson. Heimir sem er önnur skáldsaga Þorvarðar er saga manns rakin frá æskuárum fram til þrítugs. Í kynningu segir m. a.: "Saga manns sem þráir að trúa á það góða í manninum en finnur trú sinni fátt til stuðnings. Þetta er bók um baráttu góðs og ills í nýjum búningi. Meira
7. desember 1995 | Fólk í fréttum | 55 orð

Kátt á hjalla

MEÐLIMIR Í Félagi fasteignasala voru samankomnir þann 1. desember til að hitta aðra úr bransanum og blanda geði. Fjölmennt var og eftir mat og drykk var haldið út í nóttina með það fyrir augum að skemmta sér enn meira. Morgunblaðið/Hilmar Þór ELÍAS Haraldsson og ÓlafurBlöndal. Meira
7. desember 1995 | Fólk í fréttum | 190 orð

Konur skemmta körlum

HERRAMENN í hestamannafélaginu Herði komu saman á fyrsta herrakvöldi sínu á laugardag í félagsheimili sínu, Harðarbóli í Mosfellsbæ. Auk þess að snæða góðan mat var margt til skemmtunar gert og voru þar tvær konur í aðalhlutverkum. Súsanna Svavarsdóttir las upp úr bók sinni og svaraði spurningum að því loknu. Meira
7. desember 1995 | Fólk í fréttum | 52 orð

Kraftar og tíska

TUNGLIÐ bauð gestum sínum á tísku- og kraftasýningu síðastliðið laugardagskvöld. Sýningarstúlkur sýndu föt frá versluninni Plexiglass og eftir það stigu á stokk heljarmenni mikil og rifu reiðhjól í sundur. Heljarmennin höfðu tekið þátt í aflraunamóti fyrr um daginn. Morgunblaðið/Halldór ILKKA Kinnunen fór ekki velmeð reiðhjólið. Meira
7. desember 1995 | Menningarlíf | 133 orð

Kvöldstund með Jóni Gnarr og Sigurjóni

Í KVÖLD kl. 21.00 verða þeir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson með "uppistand" og grínskemmtun í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum. Leikstjóri er Óskar Jónasson. "þeir félagar Jón og Sigurjón hafa getið sér gott orð fyrir útvarpsþátt sinn Heimsendir á Rás 2 auk þess sem þeir hafa kennt landsmönnum "Hegðun, atferli og framkomu" í Dagsljósi í vetur," segir í kynningu. Meira
7. desember 1995 | Menningarlíf | 236 orð

Kýrskrokkur og deplaverk

DAMIEN Hirst, svarti sauðurinn í hópi breska nýlistamanna, hlaut fyrir skömmu Turner-verðlaunin, þrátt fyrir hávær mótmæli dýraverndarsinna, sem hrópuðu skammaryrði að listamanninum eftir afhendingu verðlaunanna. Verk Hirst eru afar umdeild, ekki síst verkið sem hann sendi inn til Turner-nefndarinnar; kýr- og kálfskrokkar skornir eftir endlöngu og stillt upp í glerkassa. Meira
7. desember 1995 | Fólk í fréttum | 68 orð

Ljósmyndun, tíska og tónlist

LJÓSMYNDAVERIÐ Aurora var opnað síðastliðið föstudagskvöld. Margt var til skemmtunar, svo sem tískusýning á hönnun Selmu Ragnarsdóttur og ljósmyndasýning, auk þess sem Bjarni Tryggvason trúbador spilaði nokkur lög eins og honum einum er lagið. Meira
7. desember 1995 | Fólk í fréttum | 303 orð

Ný útvarpsstöð í vor

KRISTJÁN Þórðarson er mörgum kunnur fyrir útvarpsstörf sín á síðastliðnum árum. Hann býr á sambýlinu í Bröndukvísl og í nóvember starfrækti hann útvarpsstöðina Þrumuna, fm 88,6. Nú stendur til að stöðin haldi áfram starfsemi sinni í vor og ráðgert er að halda tónleika til styrktar henni í febrúar. Meira
7. desember 1995 | Fólk í fréttum | 57 orð

Óttalaus

NÝLEGA kom út bókin Óttalaus, ævisaga Jósafats Hinrikssonar. Í tilefni af því var haldin kynning í Sjóminja- og smiðjumunasafninu, þar sem höfundur las úr bók sinni. Guðmundur Hallvarðsson alþingismaður og formaður sjómannadagsráðs ávarpaði Jósafat og Þórarinn Friðjónsson hjá útgáfufyrirtækinu Skerplu hélt ræðu. Meira
7. desember 1995 | Menningarlíf | 621 orð

Pláneturnar eru háþróaðar vitsmunaverur

MARGRÉT Elíasdóttir sýnir málverk sín í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs, til 17. desember. Margrét er búsett í Stokkhólmi en hefur einnig heimili og aðstöðu til vinnu hér á Íslandi þar sem hún heldur námskeið í andlegum þroska. Blaðamaður Morgunblaðsins gekk um sýninguna með listakonunni og ræddi verkin og tengsl þeirra við hugleiðslu, ljóslíkamann og innri orkustöðvar mannanna. Meira
7. desember 1995 | Bókmenntir | 311 orð

Röndóttu spóarnir í stórræðum

eftir Guðrúnu H. Eiríksdóttur. Vaka- Helgafell, 1995 -127 s. ÁRIÐ 1994 fékk nýr höfundur, Guðrún H. Eiríksdóttir, Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir sögu með þessu frumlega nafni, "Röndóttir spóar". Nú sendir hún frá sér nýja sjálfstæða sögu um sama leynifélagið. Söguhetjurnar eru sex krakkar í áttunda bekk. Meira
7. desember 1995 | Menningarlíf | 70 orð

Sjö myndlistarmenn sýna

SJÖ myndlistarmenn opna sýningu í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5, föstudaginn 8. desember kl. 18. Nafn sýningarinnar er Skíma. Í kynningu segir: "Sýningin gefur fólki tilefni að eygja ljós í skammdeginu og horfa til bjartari daga. Meira
7. desember 1995 | Fólk í fréttum | 599 orð

SkemmtanirSafnfr´ettir, 105,7

CAFÉ ÓPERA Á fimmtudags- og sunnudagskvöld syngur Emilíana Torrini ásamt Jóni Ólafssyni sem leikur undir á píanó. Á laugardagskvöld kemur Ólafía Hrönn fram ásamt þeim Tómasi R. Einarssyni og Þóri Baldurssyni. Meira
7. desember 1995 | Fólk í fréttum | 47 orð

Slakað á í hlénu

NÝJASTA James Bond-myndin, Gullauga eða "Goldeneye", var forsýnd í Sambíóunum fyrir skömmu. Meðal gesta á forsýningunni voru Davíð Oddsson forsætisráðherra, Ástríður Thorarensen kona hans og Björn Bjarnason menntamálaráðherra. Hérna sjáum við þau ásamt Árna Samúelssyni forstjóra Sambíóanna og Guðnýju Björnsdóttur eiginkonu hans. Meira
7. desember 1995 | Bókmenntir | 348 orð

Smæsta sem bærist og kröftugt andsvar

eftir Ólöfu M. Þorsteinsdóttur. 1994 - 58 síður. Offsetfjölritun prentaði og batt inn. SUMAR bækur staldra stutt við í huga manns meðan aðrar dvelja lengi. Þessi bók hefur lengi verið fyrir augum mínum, ýmist á skrifborðinu, náttborðinu eða uppi í hillu. Ekki er hún seinlesin og varla verður sagt að hún sé tyrfin. Meira
7. desember 1995 | Menningarlíf | 125 orð

Tónleikar með söngkvartettinum Rúdolf

SÖNGKVARTETTINN Rúdolf heldur tónleika í húsnæði Kvennakórs Reykjavíkur að Ægisgötu 7 í kvöld og verður húsið opnað kl. 21 en tónleikarnir hefjast kl. 21.30. Rúdolf hefur starfað undanfarin þrjú ár og sérhæft sig í flutningi jólalaga frá ýmsum löndum. Allur flutningur kvartettsins er án undirleiks og eru mörg laganna sérstaklega útsett fyrir Rúdolf. Meira

Umræðan

7. desember 1995 | Aðsent efni | 683 orð

Alþjóðlegi alnæmisdagurinn

ALÞJÓÐAHEILBRIGÐISSTOFNUNIN hefur valið 1. desember ár hvert alþjóðlegan alnæmisdag. Að þessu sinni hefur stofnunin valið eftirfarandi kjörorð í tilefni dagsins: Sameiginlegur réttur, sameiginleg ábyrgð. Meira
7. desember 1995 | Aðsent efni | 886 orð

Bæjarfélag í einelti

EINS og alþjóð hlýtur að vera kunnugt, hefur bæjarfélagið Hafnarfjörður, verið í sérstakri meðferð slúðurpressunnar sl. eitt og hálft ár. Í kjölfar fæðingar svokallaðrar "Magnúsastjórnar" eftir síðustu bæjarstjórnarkosningar, hefur látum vart linnt. Er ekki ofmælt, að bæjarfélagið Hafnarfjörður hafi hreinlega verið lagt í einelti. Meira
7. desember 1995 | Aðsent efni | 1241 orð

Einingar og aðgengi

KRISTJÁN J. Gunnarsson (KJG) fyrrverandi fræðslustjóri varpaði í blaðagrein nýverið fram nokkrum spurningum og athugasemdum til samráðsnefndar Tryggingastofnunar ríkisins (TR) og sérfræðinga vegna þess bráðabirgðasamnings sem aðilar gerðu sín í milli í ágúst mánuði sl. Meira
7. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 628 orð

Endurskoðum fiskveiðistjórnunina

NÚVERANDI fiskveiðistjórnun (kvótakerfi), var komið á laggirnar til að hindra ofveiði ákveðinna fiskistofna við Ísland og jafnframt tryggja hámarks nýtingu og afrakstur þeirra fyrir landsmenn alla. Einnig skyldi kvótakerfið vera einn af hornsteinum vísindarannsókna á áðurgreindum fiskistofnum, þar sem réttar tölur um afla úr þeim lægju ætíð fyrir. Meira
7. desember 1995 | Aðsent efni | 586 orð

Fjártjón og vátryggingaiðgjöld

Á BAKSÍÐU Morgunblaðsins í gær, miðvikudag, er birt frétt um viðbrögð íslensku vátryggingafélaganna við tillögum Gunnlaugs Claessens hæstaréttardómara og Gests Jónssonar hæstaréttarlögmanns um breytingar á skaðabótalögunum. Er þar staðhæft að tillögurnar muni hafa í för með sér verulega hækkun á vátryggingaiðgjöldum í bílatryggingum. Meira
7. desember 1995 | Aðsent efni | 972 orð

Flutningur grunnskólans, hvað nú?

FLUTNINGUR grunnskólans er yfirvofandi 1. ágúst 1996. Þá munu sveitarfélögin, stór og smá, bera fulla ábyrgð á rekstri skólanna. Tugþúsundir nemenda og þúsundir kennara eiga þá allt sitt undir því að vel verði að flutningnum staðið. Ef litið er til baka og gluggað í það sem skrifað hefur verið um flutninginn fær maður það á tilfinninguna að ekkert sé að óttast. Meira
7. desember 1995 | Aðsent efni | 760 orð

Frjálslegri aðdragandi forsetakj

SETT hefur verið á dagskrá Alþingis sú hugmynd, að kjör forseta Íslands verði háð því, að frambjóðandi fái meirihluta atkvæða, og skuli, ef enginn frambjóðandi nær því, kjósa um þá tvo, sem flest atkvæði fengu í upphafi. Með því eigi að tryggja, að meirihluti þjóðarinnar standi á bak við forsetann. Meira
7. desember 1995 | Aðsent efni | 1615 orð

Jarðskjálftar og forvarnir

BÓKNÁMSHÚS Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, Oddi, hefur vakið talsverða athygli. Má þar nefna fjölmargar heimsóknir erlendra skólamanna, og að byggingin varð fyrir valinu þegar Menningarverðlaun DV í byggingarlist voru veitt fyrr á árinu. Meira
7. desember 1995 | Aðsent efni | 648 orð

Jólaóratóría Bachs

DAGANA 9. og 10. desember nk. verða 3 fyrstu kantöturnar úr Jólaóratóríu Bachs fluttar í Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar. Flytjendur eru Mótettukór Hallgrímskirkju ásamt hljómsveit og einsöngvurunum Mörtu G. Halldórsdóttur sópran, Moniku Groop alt, Karl Heinz Brandt tenór og Tómasi Tómassyni bassa. Meira
7. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 579 orð

Lækkið áfengiskaupaaldurinn!

Lækkið áfengiskaupaaldurinn! Kristjáni Ragnari Ásgeirssyni: AF HVERJU? Jú, af því að mér finnst gott að geta kosið, mér finnst gott að geta ráðið mínum fjármálum sjálfur, mér finnst gott að geta gift mig, og fjandinn hafi það, Meira
7. desember 1995 | Aðsent efni | 674 orð

Nokkur orð um íslenska orðabókaútgáfu

FYRIR skömmu urðu nokkur skrif um íslenska orðabókaútgáfu. Ágæt samantekt birtist um efnið í Morgunblaðinu 9. nóvember, fjallað var um orðabókaútgáfu í Reykjavíkurbréfi helgina á eftir og haft var viðtal við Sigríði Harðardóttur sem starfaði við orðabókardeild Arnar og Örlygs. Meira
7. desember 1995 | Aðsent efni | 1107 orð

Norræna félagið um þarfir sjúkra barna 15 ára

HINN 7. nóvember 1980 var Norræna félagið um þarfir sjúkra barna (NOBAB) stofnað á ráðstefnu í Lillehammer í Noregi. Aðildarlönd félagsins eru fimm, Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð. Helga Hannesdóttir barna- og unglingageðlæknir hefur verið formaður félagsins nú á þriðja ár en það er í fyrsta skipti sem Ísland fer með formennsku í félaginu. Meira
7. desember 1995 | Aðsent efni | 684 orð

Óvinurinn

MIKIÐ er gott að eiga óvin. Hjá okkur Íslendingum var danskurinn lengi höfuðóvinurinn. Það er liðin tíð, því miður. Nú er landbúnaðurinn og þá einkum sauðkindin óvinurinn mesti. Kúgun bænda á neytendum, skattgreiðendum, konum, börnum og gamalmennum er ofboðsleg, sauðkindin, píningartækið sem þeir beita af kaldrifjaðri grimmd, tekur flestum píslartólum fram. Meira
7. desember 1995 | Aðsent efni | 1173 orð

Rætur fíkniefnavandans

Rætur fíkniefnavandans Félagslegur og efnahagslegur veruleiki jaðarhópa í samfélaginu plægir jarðveginn, að mati Helga Gunnlaugssonar, fyrir misnotkun harðra fíkniefna. UMRÆÐA um fíkniefnavandann hefur verið áberandi undanfarið og ýmsir aðilar komið við sögu. Meira
7. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 234 orð

Skattlagning lífeyrissjóðstekna

Skattlagning lífeyrissjóðstekna Margréti Thoroddsen: Á UNDANFÖRNUM árum hefur skattlagning lífeyrissjóðstekna verið mikið gagnrýnd og þá ekki síst þrísköttun þeirra. Meira
7. desember 1995 | Aðsent efni | 649 orð

Talþjálfun leikskólabarna

FÁTT ER það sem tengist jafnkyrfilega sjálfsmynd okkar mannanna og það hvernig við tölum. Alltaf er nokkur hluti barna sem á í erfiðleikum með að læra að tala. Erfiðleikar þessir geta verið miklir eða litlir og af ýmsum toga en allir eiga þeir það sammerkt að þeir há barninu, oft mjög mikið. Meira
7. desember 1995 | Aðsent efni | 762 orð

Þeir lyftu glösum í 40 ár

ÞEGAR ég fletti sunnudagsblaði Morgunblaðsins 26. nóvember tók eitthvað kipp innra með mér því þarna blasti við mér mynd manns, dr. Georgs Vaillant, mannsins sem átti svo stóran þátt í að sætta mig við skilning minn á eðli alkóhólisma. Tilefni þess að blaðamaður Morgunblaðsins átti þarna viðtal við dr. Meira
7. desember 1995 | Aðsent efni | 552 orð

Ævaforn stuna

LEIÐARAHÖFUNDUR Morgunblaðsins fimmtudaginn 2. nóvember síðastliðinn ræðir tillögur Ríkisendurskoðunar um sameiningu fréttastofu hljóðvarps og sjónvarps. Hann telur að í gegnum 65 ára sögu hafi RÚV skapað sér "sérstöðu, traust og tiltrú landsmanna með áreiðanlegum fréttaflutningi, vönduðum og heiðarlegum vinnubrögðum". Meira

Minningargreinar

7. desember 1995 | Minningargreinar | 625 orð

Ásta Jónsdóttir

Lyfti mér langt í hæð lukkunnar hjól, hátt yfir stund og stað, stjörnur og sól, hljómi samt harpan mín: :,:Hærra, minn Guð, til þín,:,: hærra til þín. (M. Joch. Meira
7. desember 1995 | Minningargreinar | 207 orð

Ásta Jónsdóttir

Misjöfn er mannanna gæfa. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Ástu Jónsdóttur þegar leiðir okkar Jónínu Vilborgar, dóttur hennar, lágu saman 1968. Við Jónína eignuðumst fyrsta barnabarn fjölskyldunnar, og varð það mikil gleði. Seinna slitum við samvistum, en Ásta bað mig um að vera vinur sinn áfram. Sú vinátta hélst alla tíð síðan. Meira
7. desember 1995 | Minningargreinar | 326 orð

Ásta Jónsdóttir

Mig langar að kveðja hana Ástu því ég á margar góðar minningar um hana frá starfi og leik. Ég kynntist henni á vinnustað okkar, í Reiknistofu bankanna, þar sem hún hóf störf árið 1984. Hún Ásta var einstök kona, hress og kát að vanda. Hún lagði sig fram í starfi og var mikils metin af starfsfólki reiknistofunnar sem naut umhyggju hennar. Meira
7. desember 1995 | Minningargreinar | 84 orð

ÁSTA JÓNSDÓTTIR

ÁSTA JÓNSDÓTTIR Ásta Jónsdóttir fæddist á Gjögri í Strandasýslu 5. maí 1930. Hún lést í Reykjavík 29. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Olga Thórarensen og Jón Sveinsson kaupmaður. Hún var sjötta í röðinni af ellefu systkinum. Meira
7. desember 1995 | Minningargreinar | 770 orð

Daníel Á. Daníelsson

Daníel og Dýrleif í Árgerði voru góðir og staðfastir sósíalistar, þau voru full af óbilgjörnum og vel rökstuddum skoðunum á þjóðmálunum. Þau höfðu líka stórt og örlátt hjarta, bæði tvö, sem er góður eiginleiki þeirra sem helga sig heilsugæslu. En fyrst og fremst voru þau svo sprellfjörug og skemmtileg. Þau voru afar ólík en samt voru þau ein heild. Hann var svo stór, hún svo lítil. Meira
7. desember 1995 | Minningargreinar | 27 orð

DANÍEL Á. DANÍELSSON Daníel Ágúst Daníelsson fæddist 21. maí 1902 að Hóli í Önundarfirði. Hann andaðist í Reykjavík 22. nóvember

DANÍEL Á. DANÍELSSON Daníel Ágúst Daníelsson fæddist 21. maí 1902 að Hóli í Önundarfirði. Hann andaðist í Reykjavík 22. nóvember síðastliðinn og fór útförin fram 1. desember. Meira
7. desember 1995 | Minningargreinar | 288 orð

Jóhannes Einarsson

Fyrir tæpum 65 árum, á vordögum 1931 komu saman í KFUM húsinu í Hafnarfirði 13 ungir piltar sem höfðu ákveðið að stofna sitt eigið íþróttafélag sem hlaut nafnið Knattspyrnufélagið Haukar. Einn þessara ungu pilta var Jóhannes Einarsson sem við kveðjum nú. Þótt Jóhannes væri einna yngstur í hópi stofnfélaganna þá lét hann töluvert að sér kveða á upphafsárum félagsins. Meira
7. desember 1995 | Minningargreinar | 78 orð

JÓHANNES EINARSSON

JÓHANNES EINARSSON Jóhannes Einarsson klæðskeri fæddist í Reykjavík 10. ágúst 1917. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 25. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helga Þorkelsdóttir og Einar Einarsson klæðskeri. Jóhannes var elstur níu systkina, en auk þess áttu þau eina fóstursystur. Sjö systkinanna lifa, svo og fóstursystirin. Meira
7. desember 1995 | Minningargreinar | 899 orð

Jón Benedikt Georgsson

Hinn 7. desember á besti vinur minn, Jón Benedikt Georgsson, afmæli. Hann verður 70 ára þann dag. Jón Ben, eins og við vinir hans köllum hann, hefur um árabil verið bifreiðastjóri og hann á heima á Hlíðarvegi 54 í Njarðvík. Þar býr hann með eiginkonu sinni, henni Siggu vinkonu minni. Mig langar að senda vini mínum fáeinar línur á þessum hátíðardegi. Guð blessi þig, vinur minn. Meira
7. desember 1995 | Minningargreinar | 287 orð

Júlíus Schiöth Lárusson

Okkur langar með nokkrum orðum að minnast hans afa okkar, sem var okkur alltaf svo góður. Hann var alveg hreint ótrúlega gjafmildur maður og vildi alltaf allt fyrir okkur gera. Þannig var hann alla tíð, enda þótt ekki hafi hann verið efnaður. Var það því oft svo að við urðum að passa okkur að segja ekki að okkur vantaði eitthvað, annars var það komið til okkar daginn eftir. Meira
7. desember 1995 | Minningargreinar | 150 orð

JÚLÍUS SCHIÖTH LÁRUSSON

JÚLÍUS SCHIÖTH LÁRUSSON Júlíus Schiöth Lárusson fæddist á Urriðaá á Mýrum 24. nóvember 1907. Hann lést á Sólvangi 28. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Lárus, sonur Ásbjarnar Magnússonar bónda og hómópata og Guðrúnar Ásmundsdóttur á Urriðaá á Mýrum, og Helga Guðrún, dóttir Sigurðar Hanssonar, steinsmiðs í Reykjavík, Meira
7. desember 1995 | Minningargreinar | 128 orð

Júlíus Schiöth Lárusson Það var morguninn 28. nóvember að amma mín kom til mín og sagði mér að hann langafi minn væri látinn.

Það var morguninn 28. nóvember að amma mín kom til mín og sagði mér að hann langafi minn væri látinn. Það var eins og að vakna upp af vondum draumi. Gat það virkilega verið að hann, hrausti og duglegi langafi minn, væri dáinn? Hann sem bjó yfir ótæmandi orku. Ég náði ekki einu sinni að kveðja hann, þetta bar svo skyndilega að. Engan grunaði neitt. Meira

Daglegt líf

7. desember 1995 | Neytendur | 211 orð

Allt að 400% verðmunur á hársnyrtistofum

ALLT að 400% verðmunur kom í ljós þegar Samkeppnisstofnun gerði fyrir skömmu verðkönnun hjá 185 hárgreiðslu- og rakarastofum á höfuðborgarsvæðinu. Kvenklipping kostaði frá 700 kr. upp í 3.345 kr. Þá kostaði hárþvottur 100-500 kr. Samkeppnisstofnun gerði sambærilega könnun fyrir einu ári og kemur í ljós að þjónustuliðir hafa að meðaltali hækkað um 2%. Meira
7. desember 1995 | Neytendur | 258 orð

Amerískt deig tilbúið í ofninn

TILBÚIÐ deig í amerískar smákökur með súkkulaðibitum og M&M nammi fæst nú í fyrsta sinn á Íslandi. Hagkaup byrjar að selja það í dag í öllum verslunum sínum, en Pillsbury framleiðir. Tilbúið deig í kökur og brauð hefur lengi verið vinsælt í Bandaríkjunum, en "tilbúið" merkir að nóg sé stinga deginu inn í ofninn í 10 til 20 mínútur og bera svo fram rjúkandi nýjan baksturinn. Meira
7. desember 1995 | Neytendur | 340 orð

Auglýsingar mega ekki vera villandi

EKKI má veita rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar í auglýsingum. Þær eiga að vera á íslensku ef ætlunin er að höfða til íslenskra neytenda og það á að aðgreina þær skýrt frá öðru efni fjölmiðla. Þetta er meðal þess sem fram kemur í samkeppnislögunum og þeim sem eru að auglýsa vöru ber skylda til að fara eftir. Meira
7. desember 1995 | Neytendur | 49 orð

Jólaís frá Kjörís

JÓLAÍS heitir nýr ís frá Kjörís og er nafnið til komið vegna flutnings jólasveinsins til Hveragerðis þar sem fyrirtækið Kjörís er einnig til húsa. Jólaísinn er vanilluís með marengs-, og súkkulaðibitum og er hann seldur í eins lítra pakkningum. Verður jólaísinn aðeins seldur fram yfir jól. Meira
7. desember 1995 | Neytendur | 55 orð

Jólajógúrt frá MS

MJÓLKURSAMSALAN hefur nú sett jólajógúrt aftur á markað. Jógúrtið er með jarðarberjabragði og í lokinu eru súkkulaðihúðaðar hrískúlur og sykurdýr til að láta útí jógúrtið. Jólajógúrtið er framleitt hjá Mjólkurbúi Flóamanna og fæst í verslunum um land allt. Sem fyrr rennur ein króna af heildsöluverði hverrar seldrar jógúrtdósar til styrktar Barnaspítalasjóði Hringsins. Meira
7. desember 1995 | Neytendur | 41 orð

Mjúkís með pekanhnetum og karamellu

KJÖRÍS hefur sett á markað mjúkís með pekanhnetum og karamellu. Um páskana var gerð tilraun með að selja svokallaðan páskaís með pekanhnetum og karamellu og hefur nú verið ákveðið að setja hann í framleiðslu á ný. Meira
7. desember 1995 | Neytendur | 700 orð

Steinskr nr. 41,7

Steinskr nr. 41,7 Meira

Fastir þættir

7. desember 1995 | Dagbók | 2868 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 1.-7. desember, að báðum dögum meðtöldum, er í Holts Apóteki, Glæsibæ, Álfheimum 74. Auk þess er Laugavegs Apótek, Laugavegi 16, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
7. desember 1995 | Í dag | 68 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Sjötug v

Árnað heillaÁRA afmæli. Sjötug verður á morgun, föstudaginn 8. desember, Heiða í Auðsholti (Ragnheiður Guðmundsdóttir). Hún tekur á móti gestum frá kl. 16 til 20 í sal eldri borgara á Selfossi, Grænumörk 5. ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 7. Meira
7. desember 1995 | Dagbók | 679 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7 Meira
7. desember 1995 | Í dag | 307 orð

Hollur matarlitur KRISTÍN Gestsdóttir hringdi og vildi koma

KRISTÍN Gestsdóttir hringdi og vildi koma á framfæri eftirfarandi: Flestir vita að matarlitur er engin hollustufæða. Hægt er á einfaldan hátt að búa til rauðan, hollan lit. Afhýðið litla rauðrófu, skerið hana í sneiðar og sjóðið í 1 dl af vatni í 5-10 mín. Geymið löginn í kæliskáp. Einnig má búa til gulan lit með vatni og turmeric, sem er bragðlítið, sterkgult krydd. Meira
7. desember 1995 | Í dag | 124 orð

Krossgáta 1

Krossgáta 1LÁRÉTT: 1 óborguð upphæð, 4 persónutöfrar, 7 viðurkennir, 8 ójöfnum, 9 frístund, 11 mjöðm, 13 sund, 14 skapvond, 15 hafði upp á, 17 taugaáfall, 20 snjó, 22 óþétt, 23 venur, 24 rödd, 25 hinar. Meira
7. desember 1995 | Í dag | 411 orð

SLENSKAN tekur stöðugum breytingum. Orð sem höfðu jákvæða merki

SLENSKAN tekur stöðugum breytingum. Orð sem höfðu jákvæða merkingu geta breytt um eðli og orðið neikvæð og öfugt. Þessi hafa orðið örlög orðanna gróði og græða þegar þau eru notuð um afkomu fólks og fyrirtækja. Nú má ekki lengur segja að fyrirtæki græði heldur hagnast þau, eða sýna hagnað. Meira
7. desember 1995 | Dagbók | 216 orð

Yfirlit: Um

Yfirlit: Um 400 km austur af Hvarfi er 970 mb lægð sem þokast norðvestur. Yfir Finnlandi er víðáttumikil 1.045 mb hæð sem hreyfist hægt suðaustur á bóginn. Spá: Á morgun verður suðaustlæg átt, víða hvassviðri í fyrramálið en dregur smám saman úr vindi er líður á daginn. Meira
7. desember 1995 | Í dag | 173 orð

ÞÚ ERT í suður, utan hættu gegn á hættu. Vestur gefur og opnar á fjórum hjörtum. Pa

ÞÚ ERT í suður, utan hættu gegn á hættu. Vestur gefur og opnar á fjórum hjörtum. Pass til þín: G10873 106 G10 ÁKG3 4 hjörtu Pass Pass ? Viltu skipta þér af þessu? Keppnisformið er tvímenningur með sveitakeppnisútreikningi, svokallaður Butler-tvímenningur. Þennan vanda leystu menn misjafnlega á síðasta spilakvöldi BR. Meira
7. desember 1995 | Dagbók | 73 orð

(fyrirsögn vantar)

7. DES. Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólris Sól í hád. Sólset Tungl í suðri Meira

Íþróttir

7. desember 1995 | Íþróttir | 73 orð

195 þátttökuþjóðir með í Atlanta

195 þátttökuþjóðir verða á Ólympíuleikunum í Atlanta á næsta ári og er það nýtt met. Keppendur frá 169 þjóðum tóku þátt í leikunum í Barcelona 1994 og höfðu þátttökuþjóðir þá aldrei verið fleiri. Aðeins Norður-Kórea og Afganistan hafa ekki tilkynnt þátttöku sína á ÓL í Atlanta, en umsóknarfrestur er útrunninn. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 194 orð

1. DEILD 12 500 13-4

1. DEILD 12 500 13-4 Milan 3317-5 2712 420 10-4 Parma 2318-6 2312 510 14-6 Fiorentina 2044-7 2212 Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KARLA

1. DEILD KARLA VALUR 10 8 1 1 248 219 17HAUKAR 10 7 1 2 259 232 15KA 8 7 0 1 233 205 14STJARNAN 9 6 1 2 237 215 13FH 10 4 2 4 261 246 10UMFA 9 4 1 4 223 2 Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KVENNA ÍS -KR 43:

1. DEILD KVENNA ÍS -KR 43: 79BREIÐABLIK -KEFLAVÍK 74: 70 BREIÐABLIK 8 8 0 0 639 421 16KR 8 7 0 1 587 425 14KEFLAVÍK 8 6 0 2 621 445 12UMFG 8 6 0 2 536 432 12ÍR Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 54 orð

Aðventukvöld KR

HIÐ árlega aðventukvöld KR- kvenna verður haldið föstudaginn 8. desember í KR- heimilinu við Frostaskjól klukkan 20:30. Hópa- og firmakeppni Hópa- og firmakeppni Leiknis verður um helgina í íþróttahúsinu Austurbergi. Spilað verður eftir gömlu reglunum, þ.e.a.s. fjórir á móti fjórum. Heimilt er að nota einn meistaraflokksmann í hvert lið. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 276 orð

Af sem áður var

Valsmenn juku forskot sitt í 1. deild með öruggum sigri gegn slöku Víkingsliði, 24:18. Leikurinn var kannski tímanna tákn, það er af sem áður var þegar þessi erkifjendur mættust og léku fyrir fullu húsi, aðeins um 150 manns létu sjá sig. Leikir þessara liða voru oftast hnífjafnir hér á árum áður, en nú er öldin önnur. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 71 orð

Aftureldingarstúlkur settu telpnamet TE

TELPNASVEIT Ungmennafélagsins Aftureldingar í Mosfellsbæ setti Íslandsmet í sínum aldursflokki 13 til 14 ára í 4×100 m flugsundi á innanfélagsmóti í Varmárlaug í Mosfellsbæ í síðustu viku. Sveitin synti á 5 mínútum 31,80 sekúndu og bætti þar með ársgamalt met Sundfélags Hafnarfjarðar um tæpa hálfa mínútu. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 312 orð

Aron og Bjarni gerðu gæfumuninn

"VIÐ spiluðum fína vörn, markvarslan var góð og sóknarleikurinn var í lagi þegar hann gekk en í síðari hálfleik kom losarabragur á okkur. Leikurinn vannst á markvörslu og vörn," sagði Aron Kristjánsson besti maður Hauka eftir 20:24 sigur á ÍR í Seljaskóla en hann og Bjarni Frostason gerðu gæfumuninn í sigrinum. Hafnfirðingarnir höfðu góða forystu framan af en misstu hana niður í 2 mörk eftir hlé. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 261 orð

BOLTON

BOLTON, sem Guðni Bergsson leikur með, keypti enn einn leikmanninn í gær. Roy McFarland, framkvæmdastjóri Bolton, greiddi þá 100 þúsund pund fyrir miðvallarleikmanninn Wayne Burnett frá Plymouth. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 186 orð

Charlton bíður eftir Keane

JACK Charlton, landsliðsþjálfari Írlands, hefur valið landsliðshóp sinn sem mætir Hollendingum á Anfield Road á miðvikudaginn kemur í aukaleik um sextánda sætið í EM sem verður í Englandi næsta sumar, en dregið verður í riðla í EM 17. desember. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 146 orð

Dráttur í ensku bikarkeppninni

Dregið hefur verið í 3. umferð ensku bikarkeppninnar. Eftirtalin lið drógust saman: Crewe Alexander - WBA, Reading - Gillingham, Tranmere - QPR, Norwich - Brentford, Leicester - Manchester City, Cinderford Town eða Gravesend og Northfleet - Aston Villa, Crystal Palace - Port Vale, Stoke - Nottingham Forest, Swindon - Enfield eða Woking, Bradford City - Bolton, Huddersfield - Blackpool, Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 157 orð

Eyjólfur sá rautt

EYJÓLFUR Bragason þjálfari ÍR fékk að líta rauða spjaldið hjá Agli Má Markússyni dómara í Seljaskóla í gærkvöldi, þegar hann mótmælti dómi harkalega. Atvikið, sem Eyjólfur var ósáttur við, gerðist um miðjan síðari hálfleik þegar staðan var 13:20. Þá stökk Haukamaðurinn Hinrik Örn Bjarnason inn af línu en fékk mikið högg við nárann og Magnús Sigmundsson varði laust skot hans. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 602 orð

FH - Stjarnan26:26

Kaplakriki: Íslandsmótið í handknattleik, 1. deild karla - 10. umferð miðvikudaginn 6. desember 1995. Gangur leiksins: 0:1, 2:4, 5:5, 9:9, 11:10, 13:13, 15:16, 16:15, 20:18, 23:23, 25:24, 25:26, 26:26. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 281 orð

Frábær félagsskapur

MEISTARAHÓPUR fimleikastúlkna hjá Ármanni var að ljúka æfingu er Morgunblaðið bar að garði í Ármannsheimilinu á dögunum. Þennan hóp skipa þær Lilja Erla Jónsdóttir, Hafdís Einarsdóttir, Elín Gunnlaugsdóttir, Jóhanna Sigmundsdóttir, Unnur Día Karlsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir og Linda Guðrún Karlsdóttir. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 216 orð

"Gassi" rekinn af leikvelli PAUL Gas

PAUL Gascoigne, enski landsliðsmaðurinn hjá Glasgow Rangers, var rekinn af velli gegn Dortmund í Þýskalandi í gærkvöldi. Liðin skildu jöfn, 2:2 í C-riðli meistaradeildarinnar. Dortmund hafði tryggt sér áframhaldandi keppnisrétt fyrir leikinn og vitað mál var að Rangers kæmist ekki lengra. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 310 orð

Gígja Hrönn fór ekki

Ástæðan fyrir því að Gígja Hrönn var ekki valin í landsliðið fyrir Norðurlandamótið er sú að okkur er ekki heimilt að senda fleiri en tvo keppendur í hverja grein og það náðu tvær stúlkur betri árangri og við sendum þær," sagði Örn Ólafsson hjá landsliðsnefnd Sundsambandsins, Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 50 orð

Gústaf kom inná til að taka víti GÚSTAF Bjarn

GÚSTAF Bjarnason, línumaðurinn snjalli hjá Haukum, er ekki að fullu búinn að ná sér eftir krossbandauppskurð fyrir fjórum mánuðum síðan. Hann var hins vegar tilbúinn til að koma inn á taka víti liðsins og fórst það vel úr hendi; skoraði úr öllum fjórum. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 409 orð

Hardaway átti frábæran leik

Orlando Magic heldur sigurgöngu sinni áfram og í fyrrinótt átti Anfernee Hardaway og félagar ekki í nokkrum erfiðleikum í Los Angeles þegar þeir mættu LA Clippers. Hardaway lék eins og sá er valdið hefur rétt eina ferðina og gerði 28 stig fyrir gestina. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 264 orð

Hughes spáir United meistaratitlinum

Mark Hughes, fyrrum leikmaður Manchester United, sem var seldur til Chelsea á 1,5 millj. pund fyrir þetta keppnistímabil, hefur trú á því að United fagni meistaratitlinum á Englandi þriðja árið í röð - hann segir að leikmenn United þurfi ekki að hafa áhyggjur þó að Newcastle sé með smá forskot um þessar mundir. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 198 orð

IFK Gautaborg kaupir og kaupir ÞAÐ e

ÞAÐ er nú að koma í ljós í sænsku knattspyrnunni hvaða þýðingu það hefur að komast langt í Meistaradeild Evrópukeppninnar. Lið IFK Gautaborgar, sem komst í 8-liða úrslit keppninnar í fyrra, dró ótaldar milljónir í kassann. Á einni viku hefur félagið keypt þrjá leikmenn sem mesta athygli vöktu í sænsku deildarkeppninni síðasta sumar. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 22 orð

Í kvöld

Körfuknattleikur 8-liða úrslit bikarkeppninnar: Karlar: Strandgata:Haukar - UMFG20 Seltjarnarnes:KR - Valur20 Smárinn:Breiðablik - ÍA20 Akureyri:Þór - Selfoss20. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 433 orð

Keflvíkingum tókst ekki að stöðva Blika

BREIÐABLIK er enn ósigrað í 1. deild kvenna og eina liðið sem ekki hefur tapað þar. Blikastúlkur sigruðu Keflvíkinga í gær, 74:70, í spennandi leik þar sem Keflvíkingar höfðu undirtökin lengst af. En það er ekki nóg að hafa undirtökin lengst af, það sem skiptir máli er að vera með forystu þegar flauta tímavarðar gellur. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 162 orð

Knattspyrna

Evrópukeppni meistaraliða Síðasta umferðin í riðlakeppninni. A-RIÐILL Nantes, Frakklandi: Nantes - Panathinaikos0:0 30.000. Álaborg, Danmörku: Álaborg - Porto (Portúgal)2:2 Erik Bo Andersen (11.), Jens Christian Madsen (69.) - Emerson (62., 75.). 3.950. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 174 orð

KR-ingar klaufar

KR-ingar urðu að játa sig sigraða í "Vesturbæjarbaráttunni" í Laugardalshöllinni og má segja að þeir hafi verið klaufar á lokasprettinum, sem varð til þess að Gróttumenn fögnuðuðu sigri, 20:22. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 67 orð

Körfuknattleikur

NBA-deildin Leikir á þriðjudag: Indiana - Philadelphia 108:91 New York - Dallas 92:87 San Antonio - LA Lakers 117:89 Phoenix - Vancouver 112:108 Seattle - Toronto 119:89 LA Clippers - Orlando 105:114 Utah - Houston 100:103 Íshokkí Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 218 orð

Körfuknattleikur Breiðabl. - Keflav.74:70

Smárinn, 1. deild kvenna í körfuknattleik, miðvikudaginn 6. desember 1995. Gangur leiksins: 0:3, 5:6, 6:9, 8:16, 14:16, 14:24, 22:26, 32:39, 37:41, 43:48, 48:48, 52:51, 56:58, 66:60, 68:65, 73:67, 74:70. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 119 orð

KÖRFUKNATTLEIKURStúlkurnar berjast

BREIÐABLIK er eina liðið í 1. deild kvenna sem ekki hefur tapað leik í deildinni. Í gær lögðu Kópavogsstúlkur lið Keflvíkinga í spennandi leik í Smáranum og var þetta áttundi sigur stúlknanna í röð í deildinni. Blikar gerðu 37 stig í hvorum hálfleik en gestirnir 41 í þeim fyrri en aðeins 29 eftir hlé. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 26 orð

Leiðrétting

Leiðrétting HEIÐAR Bjarnason, knattspyrnumaður úr Þrótti Reykjavík, hefur gengið til liðs við Breiðablik. Heiðar var sagður Jónsson í blaðinu í gær og er beðist velvirðingar á því. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 73 orð

Liverpool vill fá leiknum gegn Bolton frestað

ROY Evans, framkvæmdastjóri Liverpool, hefur óskað eftir því að leik liðsins gegn Bolton um helgina verði frestað, þar sem þrír leikmenn liðsins hafa verið kallaðir í landsliðshóp Íra sem kemur saman á morgun, þannig að þeir geta ekki leikið. Það eru varnarmaðurinn Phil Babb, miðvallarspilarinn Jason McAteer og sóknarleikmaðurinn Mark Kennedy. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 395 orð

Mikil og góð hreyfing og allir fá útrás

Það eru töluvert færri strákar í fimleikum hjá Ármanni en stelpur, en við vitum ekki hvers vegna," sögðu frískir fimleikadrengir er Morgunblaðið hitti þá þar sem þeir voru að hvíla lúin bein að lokinni erfiðri æfingu í síðustu viku. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 242 orð

Miklar framfarir ÞAÐ hafa

ÞAÐ hafa orðið miklar framfarir hjá okkur í fimleikum og það hafa líka orðið framfarir erlendis og fimleikar hafa þróast mjög hratt," sagði Berglind Pétursdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í fimleikum og aðalþjálfari meistarahóps Ármanns. Berglind sagði framfarirnar hafa verið miklar síðan hún var að keppa og æfingar sem nú væru gerðar hefðu alls ekki verið á dagskrá á þeim tíma. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 252 orð

Nú er komið að Jordi Cruyff að velja sér landslið

JORDI Cruyff skaust upp á stjörnuhimininn í fyrra þegar Johan Cruyff, faðir hans og þjálfari Barcelona, valdi strákinn í lið félagsins. Þessi tuttugu og eins árs miðherji, sem hafði reyndar þótt mjög efnilegur, vakti þegar athygli og nú er svo komið að fljótlega þarf hann að gera upp við sig hvort hann ætlar að spila fyrir Holland eða Spán þar sem Guus Hiddink, Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 83 orð

Ólympíunefnd fær 6 milljónir frá borgarráði

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að greiða Ólympíunefnd Íslands 6 milljónir króna á næstu tveimur árum til að undirbúa og skipuleggja Smáþjóðaleika Evrópu sem haldnir verða á Íslandi árið 1997. Í samningsdrögunum er gert ráð fyrir að árlegt framlag borgarinnar verði þrjár milljónir á árunum 1996 og 1997. Framlagið skal nýtt til greiðslu á kostnaði við undirbúning og skipulag leikanna. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 288 orð

Platini hafnaði því að völlurinn héti í höfuðið á honum

Leikvangurinn glæsilegi, sem verið er að byggja skammt norðan Parísar fyrir heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu 1998, verður kallaður Stade de France, Frakklandsvöllur. Mikið hafði verið rætt um það í landinu síðustu vikurnar hvað nefna ætti völlinn, margir óttuðust að niðurstaðan yrði ekki góð en síðan varð þetta nafn, sem er e.t.v. ekki mjög frumlegt, fyrir valinu. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 124 orð

Ragnar Ingi og Sigrún Erna unnu bronsveðlaun

EYSTRASALTSMÓTIÐ (Baltic Cup) í skylmingum var haldið í Kaupmannahöfn um síðustu helgi. Íslendingar náðu ágætum árangri. Sigrún Erna Geirsdóttir varð þriðja í kvennaflokki og Ragnar Ingi Sigurðsson náði sama sæti í opnum flokki, en þar voru keppendur 53 talsins. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 633 orð

Real Madrid, Legia og Nantes komust áfram

RÚSSNESKA meistaraliðið Spartak frá Moskvu er hið eina sem sigraði í öllum sex leikjum sínum í riðlakeppni Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu, Meistaradeildinni, sem lauk í gær. Rússarnir lögðu Legia frá Varsjá 1:0 á heimavelli. Þrátt fyrir tap komust Pólverjarnir einnig í átta liða úrslit keppninnar því Rosenborg frá Noregi tapaði 1:4 gegn Blackburn í Englandi. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 227 orð

Sjö unglingar á NM í sundi

Síðdegis í dag fara sjö ungmenni í Kaupmannahafnar til þátttöku á Norðurlandameistaramóti unglinga í sundi. Það eru þau Halldóra Þorgeirsdóttir, Lára Hrund Bjargardóttir, Anna Birna Guðlaugsdóttir úr Ægi, Margrét Rós Sigurðardóttir, Selfossi, Sunna Dís Ingibjargardóttir, Keflavík, Anna Valborg Guðmundsdóttir, Njarðvík og Sigurður Guðmundsson, ÍA. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 232 orð

Úrvalsdeild 16 80

Úrvalsdeild 16 800 20-3 Newcastle 43116-10 3916 620 18-6 Man. Utd. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 537 orð

Varnarleikurinn gleymdist

STJÖRNUMENN fóru illa að ráði sínu á lokakaflanum gegn FH í Kaplakrika í gærkvöldi. Á síðustu fjórum mínútum leiksins brenndu þeir af tveimur vítaköstum og kórónuðu síðan frammistöðu sína með því að fá dæmda á sig leiktöf þegar 43 sekúndur voru eftir og staðan jöfn, 26:26. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 168 orð

Venables velur hóp sinn gegn Portúgal

TERRY Venables, landsliðseinvaldur Englands, hefur valið landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleik gegn Portúgal á Wembley 12. desember. Nick Barmby og David Platt, fyrirliði landsliðsins, eru komnir á ný í hópinn eftir meiðsli. Venables kallaði ekki á Paul Ince, Inter Mílanó, og Paul Merson, Arsenal, sem hafa verið að leika vel á miðjunni með liðum sínum. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 139 orð

Warhurst og Vladoiu sáu rautt PAUL W

PAUL Warhurst, miðvallarleikmaður Blackburn, var rekinn af velli á 52. mín. gegn Rosenborg - var sýnt gula spjaldið í annað sinn - og sömu sögu er að segja af Ion Vladoiu, leikmanni Steaua Búkarest. Hann var rekinn af velli á 64. mín. gegn Juventus. Kuldalegt í Búkarest AÐEINS 2.500 áhorfendur komu á leik Steaua og Juventus í Búkarest. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 396 orð

Wimbledon til Dublin?

SVO gæti farið að enska úrvalsdeildarliðið Wimbledon flytti höfuðstöðvar sínar til Dublin, höfuðborgar Írlands, en léki engu að síður áfram í ensku úrvalsdeildinni. Eigendur félagsins hafa íhugað það um hríð að fá þetta í gegn en hugmyndin fengið heldur dræmar viðtökur hjá sumum forráðamanna úrvalsdeildarinnar. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | -1 orð

Það var kominn tími til

"ÞAÐ var kominn tími á að eiga góðan leik," sagði Finnur Jóhannsson sem skoraði fjögur mörk af línu og átti ásamt Hallgrími Jónassyni stærstan þátt í verðskulduðum sigri Selfoss yfir Aftureldingu með 21 marki gegn 19. Staðan í hálfleik var 13:10. "Ég fann mig vel í leiknum og við erum á góðri siglingu núna," sagði Finnur. Afturelding hefur aldrei náð að fagna sigri á Selfossi. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 87 orð

Þau mætast í átta liða úrslitunum SÍÐA

SÍÐASTA umferðin í riðlakeppni Evrópukeppni meistaraliða, Meistaradeildinni, lauk í gær og því er ljóst hvaða lið lenda saman í 8-liða úrslitum keppninnar. Þær viðureignir verða þessar: (B2) Legia (Póll.) - (A1) Panathinaikos (Grikkl.) (A2) Nantes (Frakkl.) - (B1) Spartak (Rússl.) (D2) Real Madrid (Spáni) - (C1) Juventus (Ítalíu) (C2) Dortmund (Þýskal. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 444 orð

Æfðu tvisvar á dag og voru á faraldsfæti

Tvær stúlkur úr fimleikadeild Ármanns, Elín Gunnlaugsdóttir og Jóhanna Sigmundsdóttir, eru báðar í landsliðinu og sl. sumar helguðu þær sig fimleikunum, æfðu tvisvar á dag og kepptu á nokkrum mótum á erlendri grund og í samtali við Mogunblaðið kváðust þær vera ánægðar með árangurinn og reynsluna sem þær hefðu náð með þátttöku á þessum mótum. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 79 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Ívar Sigursveit KAÞAU mistök urðu í síðustu viku í myndbirtingu með umfjöllunum sveitakeppni JSÍ að það birtist mynd af sveit KA er hafnaði í öðru sæti. Hins vegar átti að fylgja með mynd af sigursveitinni sem einnig kom frá KA. Textinn sem fylgdi myndinni átti við sigursveitina. Meira
7. desember 1995 | Íþróttir | 110 orð

(fyrirsögn vantar)

DUNCAN Ferguson, sóknarmaður Everton og skoska landsliðsins, var í gær sýknaður af 12 leikja banni sem hann var settur í eftir að dómstólar höfðu dæmt hann í þriggja mánaða fangelsi fyrir að skalla John McStay varnarmann Raith Rovers í skosku deildinni í apríl í fyrra. Dómarinn sá ekki atvikið og Ferguson fékk ekki áminningu fyrir. Meira

Úr verinu

7. desember 1995 | Úr verinu | 1445 orð

Skiptar skoðanir um stýrikerfi fiskveiðanna

MARGAR ólíkar hugmyndir komu fram á fundi um hvaða stýrikerfi menn vildu í sjávarútvegi hjá Sjálfstæðisfélaginu í Hafnarfirði í þessari viku. Þeir sem fluttu erindi og sátu svo fyrir svörum á eftir voru Árni Ragnar Árnason, þingmaður, Markús Möller, hagfræðingur, Guðjón A. Kristjánssson, formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins og Pétur Blöndal, þingmaður. Meira

Viðskiptablað

7. desember 1995 | Viðskiptablað | 305 orð

ABC og NBC áforma fréttarásir til höfuðs CNN

TVÖ af þremur helztu sjónvarpsnetum Bandaríkjanna hafa skýrt frá áformum um að hnekkja nær algerri einokun CNN á fréttaþjónustu allan sólarhrimginn í kaplasjónvarpi. ABC hyggst koma á fót stöð, sem sendir út fréttir allan sólarhringinn, 1997 og NBC hyggst bráðlega greina nákvæmlega frá fyrirætlunum um svipaða fréttarás. Meira
7. desember 1995 | Viðskiptablað | 145 orð

AlnetiðLífeyrissjóður verslunarm

Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur fyrstur lífeyrissjóða opnað heimasíðu á Alnetinu. Þar geta sjóðfélagar og aðrir kynnt sér starfsemi sjóðsins. Þar er að finna m.a. upplýsingar um helstu stærðir og kennitölur úr rekstri sjóðsins, dæmi um útreikning lífeyris, iðgjald og lánareglur. Netfang sjóðsins er skima.is Ê lifver. Hrávara Meira
7. desember 1995 | Viðskiptablað | 522 orð

Breytingar hjá Ölgerðinni

EIRÍKUR Hannesson framkvæmdastjóri Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. hefur sagt starfi sínu lausu. Eiríkur hefur starfað í tæp 20 ár hjá Ölgerðinn, fyrst sem skrifstofustjóri en síðastliðin 9 ár sem framkvæmdastjóri. Hann fer út í eigin rekstur og lætur af störfum um næstu áramót. Meira
7. desember 1995 | Viðskiptablað | 363 orð

Compaq hugleiðir ódýrari einkatölvur

VERÐ á einföldum margmiðla PC-einmenningstölvum hefur lækkað í um 2.000 dollara, en þó ráða margir ekki við það verð og í fátækari löndum er líklega geysistór markaður fyrir einkatölvur á 500 dollara. Meira
7. desember 1995 | Viðskiptablað | 438 orð

Flyst kvikmyndagerðin inn í tölvuna?

KVIKMYNDIN Toy Story, sem er að öllu leyti gerð með tölvugrafík, hefur slegið í gegn vestra en eins og fram hefur komið þá vann íslenski stærðfræðingurinn Skeggi Þormar að gerð hugbúnaðarins. Hefur hann starfað fyrir fyrirtækið, sem framleiddi myndina, Pixar Animation Studios, í fjögur ár en aðaleigandi þess er Steve Jobs, stofnandi Apple. Meira
7. desember 1995 | Viðskiptablað | 177 orð

Gjaldeyrisforðinn rýrnaði um 1,7 milljarða

GJALDEYRISFORÐINN rýrnaði um 1,7 milljarða króna í nóvembermánuði. Rýrnunin stafaði alfarið af greiðslu afborgana og vaxta af erlendum lánum fjárfestingarlánasjóða og ríkissjóðs. Alls námu þessar greiðslur tæpum 12,5 milljörðum króna í nóvember. Erlendar skuldir bankans til skamms tíma jukust um 680 m.kr. Meira
7. desember 1995 | Viðskiptablað | 101 orð

Íslensk vinnurekstrarsamtök í Svíþjóð

NOKKRIR íslenskir eigendur fyrirtækja í Svíþjóð hafa stofnað samtökin International Network of Icelandic Businesses. Hlutverk samtakanna er að koma á samvinnu þeirra fjölmörgu landsmanna sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur, erlendis og heima, og mynda alþjóðlegt samstarf, að því er segir í frétt. Meira
7. desember 1995 | Viðskiptablað | 445 orð

Jukust um 8% frá fyrra ári

ERLEND greiðslukortaviðskipti hjá Visa Íslandi jukust um 8% í október og nóvember miðað við fyrra ár. Þessi aukning kann að stafa af mikilli aðsókn í verslunarferðir til nálægra stórborga í haust en margir kaupmenn óttast að þær dragi úr jólaversluninni hér heima, sem hefst af alvöru um helgina. Meira
7. desember 1995 | Viðskiptablað | 382 orð

MBA-gráðan aftur vinsæl og eftirsótt

MBA-námið, sem var í miklum metum á síðasta áratug en varð fyrir nokkrum hnekki á samdráttarárunum eftir 1990, er nú aftur orðið mjög eftirsótt og vinsælt. Má fyrst og fremst þakka það uppganginum í efnahagslífi iðnríkjanna og þróun fjölþjóðlegra fyrirtækja. Meira
7. desember 1995 | Viðskiptablað | 1838 orð

RAUNHÆFT AÐ SJÓÐUNUM FÆKKI Í 10-15 Sameinaði lífeyrissjóðurinn tók frumkvæði í þeirri miklu sameiningarhrinu sem nú er að ganga

ÁKVEÐIÐ hefur verið að sameina Lífeyrissjóð verkstjóra Sameinaða lífeyrissjóðnum frá og með 1. janúar nk. Hér er um drjúga viðbót að ræða því eignir Lífeyrissjóðs verkstjóra nema liðlega 3 milljörðum króna. Meira
7. desember 1995 | Viðskiptablað | 382 orð

Ríkið endurgreiði oftekna skatta

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt ríkið til að endurgreiða Pharmaco hf. um 231 þúsund krónur sem fyrirtækið greiddi í skatta fyrir árin 1986 og 1987 eftir endurákvörðun skattstjóra Reykjanessumdæmis árið 1990. Skattstjóri komst þá að þeirri niðurstöðu að ákvarðanir aðalfunda í fyrirtækinu á árunum 1986-1990 um hækkun á hlutafé félagsins með útgáfu jöfnunarhlutabréfa væru ógildar, Meira
7. desember 1995 | Viðskiptablað | 289 orð

Skaðar ekki Ólaf Jóhann

ÓLAFUR Jóhann Ólafsson, stjórnarformaður þróunarsviðs Sony-fyrirtækisins í Bandaríkjunum segir að afsögn Michaels Schulhofs, stjórnarformanns og forstjóra Sony þar, muni ekki skaða stöðu sína innan fyrirtækisins. Hann segist munu hugleiða yfir jólin hvort hann haldi áfram störfum hjá Sony. Schulhof sagði af sér í fyrradag og hefur eftirmaður hans ekki verið útnefndur. Meira
7. desember 1995 | Viðskiptablað | 579 orð

Stjórnendur hafna ofstjórn

UNDANFARIN ár hefur Stjórnunarfélag Íslands gengist fyrir skoðanakönnun meðal stjórnenda í atvinnulífi og fengið þá til að spá fyrir um efnahagsþróun næsta árs. Þegar litið er yfir spár síðustu ára sést að þær hafa verið nokkru svartsýnni en raun varð á en hið sama á reyndar einnig við um spár Þjóðhagsstofnunar. Meira
7. desember 1995 | Viðskiptablað | 202 orð

Stutt við bakið á fjárfestingum Íslendinga erlendis

UTANRÍKISRÁÐHERRA hefur skipað nefnd sem móta á tillögur um hvernig verði best stutt við bakið á verkefnaútflutningi og fjárfestingum íslenskra fyrirtækja erlendis, með hliðsjón af þeirri fyrirgreiðslu sem fyrirtæki í nágrannalöndunum fá. Þá á nefndin einnig að samræma aðgerðir af hálfu stjórnvalda til að greiða fyrir þessum fjárfestingum. Að sögn Halldórs J. Meira
7. desember 1995 | Viðskiptablað | -1 orð

Týnda kynslóðin Í Evrópu eru rúmlega 20% fólks undir 25 ára aldri án atvinnu. Þetta er helmingi meira en heildaratvinnuleysi í

ATVINNULEYSI meðal ungs fólks er eitt af stærstu vandamálunum sem aðildarríki Evrópusambandsins þurfa að kljást við í dag. Að meðaltali er atvinnuleysi meðal fólks undir 25 ára aldri u.þ.b. helmingi meira en atvinnuleysi almennt. Meira
7. desember 1995 | Viðskiptablað | 608 orð

Tækifærin á EES-svæðinu ekki nýtt sem skyldi

ÍSLENSK fyrirtæki hafa sáralítið nýtt sér ýmsa möguleika sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið skapaði. Þannig er það fyrst nú að fyrirtæki héðan sækja stóra fundi lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem Evrópusambandið stendur fyrir í þeim tilgangi að efla samstarf þeirra. Meira
7. desember 1995 | Viðskiptablað | 245 orð

Tölvuþjónusta á fót í Þýzkalandi

BERTELSMANN AG, hinn kunni fjölmiðlarisi í Þýzkalandi, hefur hleypt af stokkunum tölvuþjónustu í samvinnu við America Online. Tölvunetkerfi Bertelsmanns er í örum vexti og prófanir á því hafa staðið yfir í marga mánuði. Auk Bertelsmanns munu nokkur stærstu blöð Þýzkalands standa að tölvuþjónustunni, þeirra á meðal Frankfurter Allgemeine Zeitung. Meira
7. desember 1995 | Viðskiptablað | 421 orð

Uppstokkun á tækni deild Nýherja

Uppstokkun á tækni deild Nýherja MIKLAR breytingar hafa verið gerðar í tæknideild Nýherja og hafa verið skipaðir fimm vinnuhópar í einni deild til þess að veita þjónustu sem fyrirtækið býður á tæknisviðinu. Meira
7. desember 1995 | Viðskiptablað | 318 orð

Verð þykir hátt á hlutabréfum einstakra félaga eftir verðhækkunarhrinu

EINSTAKLINGUM sem hyggjast nýta sér skattaafslátt með hlutabréfakaupum fyrir áramótin er nú eindregið ráðlagt að kaupa hlutabréf í hlutabréfasjóðum, fremur en hlutabréf í fyrirtækjum hjá verðbréfafyrirtækjum. Meira
7. desember 1995 | Viðskiptablað | 148 orð

Vill kaupa áfengi af heildsölum

ÁFENGIS- og tóbaksverslun ríkisins hyggst frá og með áramótum kaupa vörur af einkaaðilum, sem leyfi hafa til áfengisinnflutnings, bjóði þeir jafngott eða betra verð en er á þeirri vöru sem ÁTVR flytur til landsins. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

7. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 304 orð

Island Toursfærir út kvíarn-ar í Evrópu

ISLAND Tours opnuðu nýlega tvær nýjar skrifstofur í Evrópu. Skrifstofan í Sviss, sem Jón Kjartansson, n.v. bóndi í Borgarfirði, stofnaði á sínum tíma fyrir utan Zürich, hefur nú verið flutt inn í borg og kona frá Lúxemborg, Anka Bröcker, ráðin til að stjórna henni. Þýsk kona, Sabine Anstädt, stjórnar skrifstofunni í München, en skrifstofan þar var opnuð formlega í gær, fimmtudag. Meira

Ýmis aukablöð

7. desember 1995 | Dagskrárblað | 99 orð

17.00Taumlaus tónlist Dúndran

17.00Taumlaus tónlist Dúndrandi tónlist í klukkutíma. Nýjustu myndböndin og eldri lög í bland. 18.00NHL- Íshokkí Íshokkí þar sem hraði, spenna og snerpa ráða ríkjum. 19.15Ítalski fótboltinn Leikur AC Milan og Napolíí beinni útsendingu. 21. Meira
7. desember 1995 | Dagskrárblað | 151 orð

17.00Taumlaus tónlist Nýj

19.30Beavis og Butt-headÞeir eru drepfyndnir vitleysingar sem skortir ekki uppátæki. 20.00Mannshvarf Missing Person 3) Myndaflokkur byggður á sönnum viðburðum. 21.00Eldur í augum (Eyes of Fire) Hrollvekja um baráttu góðs og ills. Myndin gerist á 18. öld og segir frá dal sem er umsetinn illum öndum. Meira
7. desember 1995 | Dagskrárblað | 115 orð

17.00Taumlaus tónlist Stanla

17.00Taumlaus tónlist Stanlaus tónlist til klukkan hálf átta. 19.30Á hjólum (Double Rush) Gamanmyndaflokkur um sendla á reiðhjólum. 20.00Hunter Spennumyndaflokkur um lögreglumanninn Rick Hunter. 21. Meira
7. desember 1995 | Dagskrárblað | 164 orð

9.00Morgunsjónvarp barnanna

10.35Morgunbíó Í ævintýraheimi Leikraddir: Edda Arnljótsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Magnús Jónsson ogMargrét Vilhjálmsdóttir. 11.40Hlé 13. Meira
7. desember 1995 | Dagskrárblað | 637 orð

ÁN ÓLÁNS VÆRI ÉG LÁNLAUS

SPENNUSAGNAHÖFUNDURINN Walter Mosley hefur ríka kímnigáfu og breitt bil milli framtannanna; merki um munúðargirni að mati Chaucers, sem sést vel þegar hann brosir. Uppáhaldshöfundarnir eru Camus, Tolstoy og Dashiell Hammett, uppáhaldsteiknimyndaröðin er Simpson-fjölskyldan, og uppáhaldsframhaldsþátturinn Vísitölufjölskyldan, eða Married with Children, Meira
7. desember 1995 | Dagskrárblað | 117 orð

Drakúla greifi

SJÓNVARPIÐ23.20Hrollvekja Breska hryllingsmyndin Makt myrkranna eða Horror of Dracula er frá 1958 en þar segir frá hinum kunna greifa sem rís úr líkkistu sinni á hverri nóttu í 600 ár og leitar að fórnarlambi til að sjúga úr hið volga blóð sem hann þarf sér til viðurværis. Meira
7. desember 1995 | Dagskrárblað | 111 orð

Enid sefur

SÝN21.00Gamanmynd Svartur húmor ræður ríkjum í gamanmyndinni Enid sefur (Over Her Dead Body). Það er kalt á milli systranna Enidar og June enda sefur June hjá eiginmanni Enidar, lögreglumanninum Harry. Þegar Enid ætlar að skjóta eiginmanninn til bana greiðir June henni óviljandi banahögg. Meira
7. desember 1995 | Dagskrárblað | 96 orð

Íslendingar í Mexíkó

SJÓNVARPIÐ20.35Viðtalsþáttur Í þættinum Íslendingar í Mexíkó heimsækir Hans Kristján Árnason hjónin Ingvar Emilsson og Ástríði Guðmundsdóttur sem búið hafa í Mexíkó síðastliðin 25 ár. Meira
7. desember 1995 | Dagskrárblað | 740 orð

»RÁS 1 FM 92,4/93,56.45 Veð

6.45 Veðurfréttir. 6.50 Bæn: Sr. Svavar A. Jónsson flytur. 7.00 Fréttir. Morgunþáttur Rásar 1 - Edward Frederiksen. 7.30 Fréttayfirlit. 8.00 Fréttir. "Á níunda tímanum", Rás 1, Rás 2 og Fréttastofa Útvarps. 8.10 Hér og nú. 8.30 Fréttayfirlit. 8.31 Pistill. Meira
7. desember 1995 | Dagskrárblað | 764 orð

»RÁS 1 FM 92,4/93,56.45 Veðurfre

6.45 Veðurfrettir. 6.50 Bæn: Sr. Svavar A. Jónsson flytur. Snemma á laugardagsmorgni. Þulur velur og kynnir tónlist. 8.00 Fréttir. 8.07 Snemma á laugardagsmorgni heldur áfram. 9.00 Fréttir. 9.03 Út um græna grundu. Þáttur um náttúruna, umhverfið og ferðamál. Umsjón: Steinunn Harðardóttir. Meira
7. desember 1995 | Dagskrárblað | 641 orð

»RÁS 1 FM 92,4/93,58.00 Fréttir.

8.00 Fréttir. 8.07 Morgunandakt: Séra Dalla Þórðardóttir prófastur á Miklabæ flytur. 8.15 Tónlist á sunnudagsmorgni. Verk eftir Johann Sebastian Bach. ­ Tokkata í F-dúr. Jennifer Bate leikur á orgel Hafnarfjarðarkirkju. ­ Konsert í A-dúr fyrir ástaróbó, strengi og fylgirödd. Meira
7. desember 1995 | Dagskrárblað | 155 orð

Sj´onv., 38,7SJ

Sj´onv., 38,7SJÓNVARPIÐSTÖÐ 2 STÖÐ 3 Meira
7. desember 1995 | Dagskrárblað | 212 orð

Sj´onv., 38,7SJ

Sj´onv., 38,7SJÓNVARPIÐSTÖÐ 2 STÖÐ 3 Meira
7. desember 1995 | Dagskrárblað | 145 orð

Sj´onv., 38,7SJ

Sj´onv., 38,7SJÓNVARPIÐSTÖÐ 2 STÖÐ 3 Meira
7. desember 1995 | Dagskrárblað | 167 orð

Sj´onv., 38,7SJÓNV

Sj´onv., 38,7SJÓNVARPIÐSTÖÐ 2 STÖÐ 3 Meira
7. desember 1995 | Dagskrárblað | 139 orð

ö17.00Læknamiðstöðin (Shortland Street)

18.00Brimrót (High Tide)Ævintýraþættir. (2:23) 18.45Úr heimi stjarnanna (Extra! The Entertainment Magazine) 19.30Simpson-fjölskyldan 19.55Svalur prins (The Fresh Prince of Bel Air) (3:24) 20.20Lögreglustöðin (Thin Blue Line) Breskur grínþáttur. Meira
7. desember 1995 | Dagskrárblað | 179 orð

ö9.00Magga og vinir hennar Sigurþó

9.15Úlfar, nornir og þursar Teiknimyndaflokkur með íslensku tali. 9.30Gátuland (Puzzle Place) Leikbrúðuþættir með íslensku tali. 10.00Öddi önd Öddi önd er alltaf stærstur og feitastur. 10.30Brautryðjendur Kristófer Kólumbus. Teiknimyndaflokkur. 11. Meira
7. desember 1995 | Dagskrárblað | 146 orð

ö9.00Sögusafnið Teiknimynd með ís

9.15Magga og vinir hennar Talsett leikbrúðumynd fyrir börn á öllum aldri. 9.30Litla brauðristin (Brave Little Toaster)Teiknimynd með íslensku tali um ævintýri lítillar brauðristar og vina hennar. 11.00Bjallan hringir (Saved by the Bell) (1:13) 11. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.