Greinar þriðjudaginn 11. júní 1996

Forsíða

11. júní 1996 | Forsíða | 212 orð

Framtíð N-Írlands rædd

VIÐRÆÐUR um frið á Norður- Írlandi hófust formlega í gær. Fulltrúar Sinn Fein, stjórnmálaarms írska lýðveldishersins (IRA), fá ekki að taka þátt í viðræðunum, á þeim forsendum að IRA hafi ekki lýst yfir vopnahléi í skæruhernaði samtakanna gegn breskum yfirráðum á Norður-Írlandi. Meira
11. júní 1996 | Forsíða | 218 orð

Samið um frið við Tsjetsjena

SAMNINGAMENN Rússa og uppreisnarmanna Tsjetsjena undirrituðu í gær samkomulag um að binda enda á ófriðinn, sem staðið hefur í 18 mánuði í Tsjetsjníju og kostað 30 þúsund manns lífið. Samkomulagið, sem var lesið upp fyrir blaðamenn þegar það var undirritað, kveður á um að allir rússneskir hermenn verði kvaddir brott fyrir ágústlok og Tsjetsjníja verði vopnalaust svæði, Meira
11. júní 1996 | Forsíða | 346 orð

Spenna magnast í Ísrael eftir morð og fyrirsát

SKÆRULIÐAR Hizbollah-hreyfingarinnar felldu í gær fimm ísraelska hermenn, sem þeir sátu fyrir í Suður-Líbanon, og særðu sex. Ríkir mikil spenna í Ísrael vegna árásarinnar og vegna morða á ísraelskum hjónum, sem bjuggu á Vesturbakkanum, á sunnudag. Þeir Shimon Peres, fráfarandi forsætisráðherra, og Benjamin Netanyahu, væntanlegur forsætisráðherra, ræddu ástandið á fundi í gær. Meira
11. júní 1996 | Forsíða | 100 orð

Stefna Þjóðverjar ESB?

HORST Seehofer, heilbrigðisráðherra Þýskalands, sagði í gær að Þjóðverjar íhuguðu að stefna framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, vegna þeirrar ákvörðunar að leyfa útflutning á tilteknum afurðum úr breskum nautgripum. Meira
11. júní 1996 | Forsíða | 73 orð

Varnaðarorð Demirels

SULEYMAN Demirel, forseti Tyrklands, varaði í gær við því að blanda saman trúmálum og stjórnmálum og sagði að slíkt gæti leitt til þess að landið klofnaði. "Stjórnmál eiga ekki heima í moskunni," sagði Demirel. "Ef pólitík er ýtt inn í moskuna myndast klofningur milli múslima og þjóðar þessa lands. Meira

Fréttir

11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 248 orð

101 nemandi brautskráður

FJÖLBRAUTASKÓLA Vesturlands á Akranesi var slitið 24. maí sl. og var 101 nemandi brautskráður frá skólanum að þessu sinni eða alls 158 á skólaárinu. Þetta er stærsti hópur sem hefur verið brautskráður frá skólanum frá upphafi. Alls voru 1.140 nemendur við skólann og hafa þeir aldrei áður verið jafn margir. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 266 orð

21,7 milljónir til umhverfisverndar

ÞRÍR aðilar fengu á laugardag úthlutað úr Umhverfissjóði verslunarinnar samtals 15 milljónum króna. Skógræktarfélag Íslands hlaut 5.000.000 króna til uppbyggingar skógræktar hjá aðildarfélögum sínum um allt land, Húsagull á Húsavík fékk 5.000.000 króna styrk en það félag vinnur að uppgræðslu á Hólasandi og Ungmennafélag Íslands fékk 5.000. Meira
11. júní 1996 | Erlendar fréttir | 80 orð

70 farast við Eritreu

TALIÐ er að rúmlega 70 manns hafi farist þegar kviknaði í skipi undan ströndum Eritreu á fimmtudag. Ríkisútvarp Eritreu greindi frá þessu í gær og sagði að 33 mönnum um borð hefði verið bjargað úr skipinu, sem var á leið til Saudi Arabíu. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 37 orð

Aðalfundur Sjálfsbjargar

AÐALFUNDUR Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, fór fram um helgina. Guðríður Ólafsdóttir formaður Sjálfsbjargar, setti fundinn á Grand Hóteli sl. föstudag, en við það tækifæri tóku einnig til máls Ingibjög Pálmadóttir heilbrigðisráðherra og Ólöf Ríkharðsdóttir formaður Öryrkjabandalagsins. Meira
11. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 244 orð

Aflaverðmætið um 160 milljónir króna

ÞÝSKI togarinn Kiel frá Cuxhaven kom til Akureyrar í gærmorgun með um 650 tonn af frystum flökum og er aflinn nær eingöngu þorskur. Þetta mun vera mesti afli sem fiskiskip hefur komið með til Akureyrar úr einum túr og trúlega mesta magn af flökum sem fiskiskip hefur komið með að landi hérlendis. Aflaverðmæti skipsins er um 160 milljónir króna, en afli upp úr sjó er um 1.700 tonn. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 39 orð

Afmælisrit MR

AFMÆLISRITI Menntaskólans í Reykjavík var dreift til allra stúdenta skólans. Vegna mistaka í dreifingu fengu stúdentar 1953 og 1958 ekki sent eintak. Þeir og aðrir MR-ingar sem ekki fengu blaðið sent geta nálgast það á skrifstofu skólans. Meira
11. júní 1996 | Erlendar fréttir | 259 orð

Alheimur þyngist

ALHEIMURINN er að þyngjast, og eru það góðar fréttir fyrir íbúana. En stjörnufræðingar telja að þyngdaraukningin stafi að mestu leyti af "rusli" í geimnum. Þetta kemur fram í nýjasta hefti vísindaritsins Science. Meira
11. júní 1996 | Erlendar fréttir | 139 orð

Andófsmaður látinn laus

KÍNVERJAR létu á sunnudag lausan andófsmanninn Ren Wanding eftir sjö ára fangelsisvist fyrir þátttöku í kröfugöngum og -fundum fyrir auknu lýðræði í Kína árið 1989. Kona Rens, Zhang Fengying, Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 395 orð

Áhöfnin komst heilu og höldnu um borð í Börk

TÍU manna áhöfn Flosa ÍS 15 komst um borð í Börk NK 122 þegar Flosi lagðist á stjórnborðshliðina um kl. 19.30 á sunnudagskvöld. Verið var að dæla síld úr nótinni hjá Berki yfir í lestar Flosa og voru 50-60 tonn komin í þær þegar skipið hallaðist skyndilega. Áhöfnin sá þann kost vænstan að forða sér. Ein hugsanlegra skýringa er að skilrúm hafi gefið sig og farmurinn færst til í lestinni. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 349 orð

Ákveðið að endurnýja samstarfssamning

SEX daga opinberri Íslandsheimsókn Peters Grønvold Samuelsen, samgönguráðherra Grænlendinga, í boði Halldórs Blöndals samgönguráðherra lauk í gær. Í heimsókninni ákváðu samgönguráðherrar þjóðanna að endurnýja samstarfssamninginn Samik (Samarbejdsaftale mellem Island og Grønland om turistmæssige aspekter) frá árinu 1994 til næstu þriggja ára. Meira
11. júní 1996 | Erlendar fréttir | 227 orð

Bhumibol konungur heiðraður

TUGIR þúsunda Tælendinga héldu á kertum til heiðurs Bhumibol Adulyadej, konungi Tælands, í miðborg Bangkok á sunnudagskvöld í tilefni þess að hálf öld er liðin frá því hann var krýndur. Svipaðar athafnir fóru fram út um allt landið. Bhumibol var krýndur 18 ára að aldri og hefur ríkt lengur en nokkur annar konungur í heiminum. Meira
11. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 56 orð

Biblía Matthíasar

GUÐFINNA Guðmundsdóttir í Reykjavík hefur gefið Matthíasarsafni sem er í húsi sr. Matthíasar Jochumssonar á Sigurhæðum að Biblíu með eiginhandaráritun sr. Matthíasar. Auk þess gaf hún safninu einnig blaðið "Lýður" sem er frá árinu 1889, útgefið af Matthíasi. Menningarmálanefnd Akureyrarbæjar hefur gert ráðstafanir til að koma hlutunum fyrir á skrifstofu sr. Matthíasar á Sigurhæðum. Meira
11. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 108 orð

Bráðabirgðalausnir á húsnæðismálum Síðuskóla

BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur samþykkt tillögu frá starfshópi um málefni Síðuskóla um bráðabirgðalausn á húsnæðismálum skólans næsta skólaár. Í tillögunum er gert ráð fyrir að gengið verði til samninga við Skátafélagið Klakk um samnýtingu við Síðuskóla á húsnæði félagsins í Glerárkirkju. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 139 orð

Bætt við miðum á Bowie

ÁKVEÐIÐ hefur verið að bæta við 500 miðum á tónleika bresku rokkstjörnunnar David Bowie á Listahátíð í Reykjavík, sem haldnir verða 20. júní næstkomandi, vegna mikillar eftirspurnar, að sögn Ragnheiðar Hanson, framkvæmdastjóra Tin hf. sem stendur að tónleikunum hérlendis. Meira
11. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 71 orð

Den Danske Trio með tónleika

DEN DANSKE Trio heldur tónleika á vegum Listasumars á Akureyri og Tónlistarfélags Akureyrar í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju annað kvöld, miðvikudagskvöldið 12. júní, kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk eftir N.V. Gade, Atla Heimi Sveinsson, Hans Henrik Nordström og Dmitri Shostakovitsj. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 88 orð

Drekaflug í Grafarvogi

Morgunblaðið/GolliDrekaflug í Grafarvogi FLUGÞRÁIN er ein elsta löngun mannsins og má leiða getum að því að hún blundi í Birgi Þór Ingasyni sem ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á að leik í Grafarvogi. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 257 orð

Dæmdur fyrir að eiga og selja fíkniefni

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest héraðsdóm yfir 23 ára gömlum manni fyrir að hafa haft í fórum sínum og selt hass, amfetamín og E-töflur. Þetta er í fyrsta sinn sem hæstaréttardómur fellur í máli þar sem E-töflur koma við sögu. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 293 orð

Ekki er áberandi munur milli manna

HELMINGUR stuðningsmanna Ólafs Ragnars Grímssonar vill að forseti Íslands leggi meiri áherslu á að afla viðskiptatengsla erlendis en gert hefur verið. Stuðningsmenn annarra frambjóðenda leggja heldur minni áherslu á þetta. Stuðningsmenn Péturs Kr. Hafstein leggja minnsta áherslu á þetta atriði. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 763 orð

Enginn unglingur færður í athvarf

LÖGREGLUMENN voru 30 sinnum kallaðir til vegna hávaða og ónæðis um helgina. Afskipti voru höfð af 56 einstaklingum vegna slæmrar ölvunarháttsemi á almannafæri, 16 ökumenn eru grunaðir um ölvunarakstur, langflestir aðfaranótt sunnudags, og 52 þurfti að vista í fangageymslum af ýmsum ástæðum. Mest 2.500 manns í miðbænum Meira
11. júní 1996 | Erlendar fréttir | 346 orð

Evrópuandstaða eykst í Bretlandi

BRETAR hafa ekki haft meiri efasemdir um aðild sína að Evrópusambandinu um árabil, samkvæmt Gallup-könnun sem dagblaðið The Daily Telegraph birti í gær. Hefur mikil breyting átt sér stað á viðhorfum Breta undanfarið ár. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 92 orð

Fyrirlestur um stærðfræðikennslu

DR. Elizabeth Fennema frá University of Wisconsin heldur fyrirlestur á morgun, miðvikudaginn 12. júní, kl. 15 í Kennaraháskóla Íslands, stofu 301. Fyrirlesturinn er haldinn í boði Flatar - samtaka stærðfræðikennara og endurmenntunardeildar Kennaraháskóla Íslands. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 272 orð

Fyrrverandi forstjóri sæmdur fálkaorðunni

VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti Íslands, sæmdi dr. Heinrich Pfeiffer, forstjóra Alexander von Humboldt- stofnunarinnar í Bonn árin 1964­ 1994, þann 10. júní sl. stórriddarakrossi hinnar íslenku fálkaorðu fyrir störf sín til eflingar vísindalegra samskipta Íslendinga og Þjóðverja um áratuga skeið. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 153 orð

Harðnandi samkeppni um sparifé

Samkeppnin um sparifé landsmanna fer harðnandi þessa dagana, en um næstu mánaðamót koma þrír flokkar spariskírteina ríkissjóðs til innlausnar, samtals að verðmæti um 17 milljarða króna. Gunnar Helgi Hálfdánarson, forstjóri Landsbréfa, segir að innlánsstofnanir og verðbréfasjóðir komi helst til með að veita ríkissjóði samkeppni um þessa fjármuni. Meira
11. júní 1996 | Landsbyggðin | 104 orð

Heiðraður fyrir að bjarga vini sínum

Stykkishólmi-Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur hér í 54. skipti. Á sunnudeginum var afhjúpaður minnisvarði um týnda sjómenn, en það gerði Þóra Halldórsdóttir, ekkja Gísla Kristjánssonar, sem drukknaði í desember 1994. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 97 orð

Heilsubótardagar á Reykhólum

HEILSUBÓTARDAGAR á Reykhólum eru nú að hefjast í níunda skiptið. Haldin verða fimm námskeið á tímabilinu 23. júní til 30. júlí. Í tilkynningu segir að hjónin Sigrún Olsen og Þórir Barðdal bjóði upp á ýmsar leiðir til þess að bæta lífið. Heilsubótardagar eru sniðir fyrir alla þá sem vilja bæta líkamlega og andlega líðan sína. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 521 orð

"Hélt að það væri okkar síðasta"

"FLUGVÉLIN hristist öll og skalf, datt niður og reis aftur. Síðan rifnaði hurðin upp. Ég var logandi hrædd og hélt að þetta væri okkar síðasta," segir Inga Ásta Hafstein. Hún var í sex manna leiguflugvél ásamt Pétri Kr. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 170 orð

Hvatt til samein- ingar jafnaðarmanna

LANDSFUNDUR Þjóðvaka var haldinn í Viðey á laugardag og sóttu hann á sjötta tug manna samkvæmt frétt frá Þjóðvaka. Nokkrar lagabreytingar voru samþykktar og kosin 39 manna stjórn. Jóhanna Sigurðardóttir var endurkjörin formaður, Svanfríður Jónasdóttir varaformaður og Ágúst Einarsson ritari hreyfingarinnar. Meira
11. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 86 orð

Innbrot í Kjarnaskógi

TILKYNNT var um innbrot í skrifstofu Skógræktarfélags Eyfirðinga í Kjarnaskógi á sunnudagsmorgun. Rúða á skrifstofuhúsnæðinu hafði verið brotin og skiptimynnt stolið. Málið er í rannsókn. Unglingastúlka var flutt með sjúkrabifreið á FSA, eftir að hún féll af hestbaki við bæinn Árbæ, skammt sunnan Grenivíkur á sunnudag. Að sögn lögreglu voru meiðsli hennar minniháttar. Meira
11. júní 1996 | Miðopna | 1769 orð

Ísland eðlilegur bandamaður Þýskalands

WERNER Hoyer, aðstoðarutanríkisráðherra Þýskalands, fer með Evrópumál í þýsku ríkisstjórninni og er meðal annars aðalsamningamaður Þjóðverja á ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins. Hann kom hingað til lands fyrir skömmu til að opna sameiginlega sendiráðsbyggingu Bretlands og Þýskalands ásamt Malcolm Rifkind, utanríkisráðherra Bretlands. Meira
11. júní 1996 | Erlendar fréttir | 327 orð

Jafntefli í þriðju skákinni í Elista

ANATOLÍ Karpov og Gata Kamsky sömdu um jafntefli í þriðju skákinni í heimsmeistaraeinvígi Alþjóðaskáksambandsins (FIDE) í Elista í Kalmykíu í gær. Stórmeistararnir standa því jafnir að vígi, með 1 vinning hvor. Karpov vann fyrstu skákina á fimmtudag en Kamsky bar sigurorð af honum í annarri skákinni á laugardag. Karpov hafði hvítt í þriðju skákinni. Meira
11. júní 1996 | Erlendar fréttir | 540 orð

Jeltsín telur sig ná kjöri á sunnudag

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, kvaðst í sjónvarpsviðtali á sunnudagskvöld telja að hann næði kjöri í forsetakosningunum næstkomandi sunnudag. Þrjár nýjar skoðanakannanir, sem birtar voru um helgina, benda til þess að Jeltsín sé enn að sækja í sig veðrið en fái þó ekki meirihluta atkvæðanna, sem nægir til að ná kjöri í fyrri umferð kosninganna. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 187 orð

Jóhann sigraði á helgarskákmóti

45. HELGARSKÁKMÓTIÐ fór fram á Bíldudal um helgina í samvinnu við Skákfélag Bíldudals. Keppendur voru 30 og hart barist um hvern vinning. Jóhann Hjartarson sigraði glæsilega, vann átta fyrstu skákirnar, þar á meðal stórmeistarana Helga Ólafsson og Hannes Hlífar en gerði jafntefli við þriðja stórmeistarann, Helga Áss, í síðustu umferð. Meira
11. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 217 orð

Kaupir bát frá Ítalíu

FYRIRTÆKIÐ Sjóferðir á Dalvík er að ganga frá kaupum á 17 tonna báti frá Sikiley á Ítalíu, sem fyrirtækið hyggst nota í skemmtiferðir og sjóstangaveiði með ferðamenn. Sjóferðir eiga fyrir tæplega 10 tonna bát sem tekur um 20 farþega og segir Júlíus Snorrason, að með tilkomu nýja bátsins sé stefnt að því að selja hann. Meira
11. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 147 orð

Kiwanismenn gefa fé til tækjakaupa

SVEINBJÖRN Árnason, svæðisstjóri Óðinssvæðis Kiwanishreyfingarinnar sem nær frá Ólafsfirði til Vopnafjarðar, afhenti Rögnvaldi Símonarsyni, forstöðumanni Plastiðjunnar Bjargs, 650 þúsund krónur sem ætlaðar eru til tækjakaupa fyrir plastiðjuna. Um er að ræða hluta af ágóða af sölu K-lykilsins sem Kiwanismenn selja um land allt á þriggja ára fresti. K-lyklar voru seldir í fyrra, í 7. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 573 orð

Kjarrá byrjaði vel

VEIÐI byrjaði með ágætum í Kjarrá í Borgarfirði. Fyrsta hollið fékk um 30 laxa á tveimur og hálfum degi, frá því eftir hádegi á föstudag og til sunnudagskvölds og voru þó margir hættir veiðum snemma dags á sunnudag. Veiði hófst einnig í Laxá í Kjós á laugardagsmorgun og á mánudagsmorgun voru komnir 20 laxar á land. Þá voru Laxá í Aðaldal og Haffjarðará opnaðar í gær og í Laxá veiddust 8 laxar. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 141 orð

Kröfur um veiðiheimildir hér

ENN hefur slitnað upp úr viðræðum Íslands, Noregs og Rússlands um samkomulag um veiðar okkar Íslendinga í Barentshafi. Þjóðirnar funduðu í Ósló um helgina og voru bundnar töluverðar vonir um samkomulag, sérstaklega eftir óformlegar viðræður ráðamanna hér heima við sjávarútvegsráðherra Rússa. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 94 orð

Kvöldferðir á Esju

FERÐAFÉLAG Íslands efnir til þeirrar nýjungar að bjóða upp á Esjugöngur á þriðjudagskvöldum. Fyrsta ferðin er í kvöld, þriðjudagskvöldið 11. júní, kl. 19 og verður síðan farið á hálfsmánaðarfresti til ágústloka. Miðað er við að þátttakendur komi á eigin bílum að Mógilsá og verður gengið þaðan að hringsjánni á Þverfellshorni. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 136 orð

Kvöldganga í Viðey

ÖLL þriðjudagskvöld í sumar verður gönguferð með leiðsögn um Viðey. Farið er með ferjunni kl. 20.30. Í kvöld ferður fyrst farið á þær slóðir sem tengjast minningum um Jón Arason Hólabiskup en síðan gengið yfir á Vestureyju og m.a. skoðaður steinn með áletrunum frá 1821 er gæti tengst ástarmálum ungs fólks í Viðey á þeirri tíð. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 109 orð

Kynning á höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun

KYNNING á námskeiði í höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, "Cranio- Sacral Balancing", verður haldin hjá Gunnari Gunnarssyni sálfræðingi í Þernunesi 5 í Garðabæ næstkomandi miðvikudagskvöld kl. 20. Fyrsta stig námskeiðsins verður haldið 22.­28. júní, en áætlað er að námskeiðinu sem er í þremur stigum ljúki í byrjun næsta árs. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 246 orð

Kynskiptaaðgerð í haust

LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ og Kynfræðifélagið héldu málþing um kynskipti sl. föstudag. Þar kom m.a. fram að fyrirhugað er að framkvæma fyrstu kynskiptaaðgerðina hér á landi í haust. Á málþinginu kom fram að vitað er um átta Íslendinga sem hafa leitað sér aðstoðar vegna vilja til að skipta um kyn, þrjár konur og fimm karla. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 242 orð

Lauk doktorsprófi í lífeðlisfræði

INGIBJÖRG Hrönn Jónsdóttir lauk doktorsprófi í lífeðlisfræði við Lífeðlisfræðistofnun Háskólans í Gautaborg þann 26. apríl sl. Leiðbeinandi var Peter Thorén prófessor við Karolinska Institutet (KI) í Stokkhólmi. Andmælandi á doktorsvörninni var Dr. Thomas Lundeberg KI, Stokkhólmi. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 478 orð

Legudögum fækkað um rúm 40.000

HEILDARLOKANIR á deildum Sjúkrahúss Reykjavíkur í sumar samsvara 10.926 legudögum, þar af eru 940 á dagdeild. Erna Einarsdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri segir að lokanir deilda virðist með svipuðu sniði og í fyrra og að 200 milljónir vanti upp á að ráðgerður sparnaður náist. Hjá Ríkisspítölum verður legudögum fækkað um 29. Meira
11. júní 1996 | Erlendar fréttir | 411 orð

Leiðtogi lýðræðissinna sigurviss

AUNG San Suu Kyi, leiðtogi lýðræðissinna í Burma, sagði í ræðu er hún flutti við heimili sitt í höfuðborginni Rangoon á sunnudag, að óhjákvæmilegt væri að stjórnarandstaðan færi með sigur af hólmi í baráttunni gegn herforingjastjórninni í landinu. Meira
11. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 89 orð

Læknaverið, Efling og Össur í nýtt hús

ÞRJÚ fyrirtæki, Læknaverið, Efling, sjúkraþjálfun og Össur, stoðtæki opnuðu starfsemi sína á þriðju hæð nýbyggingarinnar að Hafnarstræti 97 á Akureyri í síðustu viku, í alls um 600 fermetra húsnæði. Að Læknaverinu standa bæklunarlæknarnir Ari H. Ólafsson, Jón Ingvar Ragnarsson, Júlíus Gestsson og Þorvaldur Ingvarsson ásamt Stefáni Yngvasyni endurhæfingalækni. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 83 orð

Með "gras" á heiðinni

LÖGREGLAN á Selfossi stöðvaði í gær ökumann á leið yfir Hellisheiði á ríflega 120 kílómetra hraða. Við leit í bifreið hans kom í ljós lítilræði af marijúana, oftast nefnt gras. Málavextir voru þeir að lögreglan kannaðist við ökuþórinn af fyrri viðpskiptum við hann og ákvað að kynna sér hverju hann leyndi í bifreiðinni. Það reyndist vera marijúana eins og áður sagði. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 316 orð

Mikill stuðningur við Herdísi

HERDÍS Storgaard, slysavarnafulltrúi Slysavarnafélags Íslands, segist bíða eftir því að við sig verði talað eftir uppsögn sína og síðan stuðningsyfirlýsingu, sem fjöldi landsþingsfulltrúa skrifaði undir um helgina. Meira
11. júní 1996 | Landsbyggðin | 182 orð

Ný aðferð við byggingu gróðurhúsa

Syðra-Langholti-Nú nýlega var byggt gróðurhús hjá Marit og Erni Einarssyni bændum á garðyrkjustöðinni Silfurtúni á Flúðum með nýrri og ódýrari byggingaraðferð en venja hefur verið við byggingu gróðurhúsa. Húsið er 1.500 fm plasthús og er plastdúkurinn klæddur á stálgrind. Meira
11. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 77 orð

Nýtt gistiheimili að Öngulsstöðum

JÓHANNES Geir Sigurgeirsson og eiginkona hans Kristín Brynjarsdóttir ásamt Gunnari Val Eyþórssyni tengdasyni og dótturinni Sveinu Björk hafa á undanförnum mánuðum breytt 40 kúa fjósi í 12 herbergja glæsilegt gistiheimili á Öngulsstöðum lll. Fyrstu gestirnir sem voru Þjóðverjar gistu á Öngulsstöðum um helgina. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 323 orð

Ný þota hjá Atlanta ber nafn Úlfars

ÚLFAR Þórðarson, nýja breiðþota Flugfélagsins Atlanta, bættist við flugflota félagsins á laugardaginn. Þotan ber nafn Úlfars Þórðarsonar augnlæknis og er nafngiftin í virðingarskyni fyrir framlag hans til íslenskra flugmála. Meira
11. júní 1996 | Erlendar fréttir | 99 orð

Óþægindi af völdum farsíma

SÆNSKIR læknar, sem unnið hafa að rannsóknum á áhrifum farsíma á fólk, segja fyrstu niðurstöður benda til þess að fólk sem sé viðkvæmt fyrir rafbylgjum, finni fyrir óþægindum af völdum farsíma. Olle Johansson, yfirmaður tilraunastofnunar Karolinska-sjúkrahússins í húðsjúkdómum, sagði að rannsókn á sjö mönnum sem allir töldu sig viðkvæma fyrir rafbylgjum, Meira
11. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 238 orð

Rekstur Skíðastaða erfiður

REKSTUR Skíðastaða í Hlíðarfjalli gekk illa í vetur enda var nýliðinn vetur sá snjóléttasti í langan tíma. Ívar Sigmundsson, forstöðumaður Skíðastaða, segir að tekjurnar í vetur hafi aðeins verið rúmlega fjórðungur af því sem áætlanir gerðu ráð fyrir en á móti hafi rekstrargjöld verið lægri en áætlað var. "Við huggum okkur við að svona vetur kemur tæpast aftur á þessari öld. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 61 orð

Ronaldo sirkusinn er kominn

FYRSTA sýning Ronaldo sirkussins hefst í kvöld klukkan 20. Í gær voru hinir belgísku sirkuslistamenn að koma sér fyrir í Hljómskálagarðinum og æfa nú af kappi fyrir kvöldið. Sirkus Ronaldo er hér á vegum Listahátíðar í Reykjavík og mega borgarbúar eiga von á að Ronaldo-fjölskyldan setji svip sinn á bæinn á meðan á dvöl hennar stendur. Meira
11. júní 1996 | Landsbyggðin | 131 orð

Safnað fyrir hrút

Vopnafjörður­Guðbjörg Lilja Jónsdóttir var að tjalda einn daginn fyrir stuttu síðan. Hún sagðist ætla að halda tombólu í tjaldinu síðar um daginn. Hún væri að safna fyrir hrút til að setja á gimbrina sína. Hrúturinn þyrfti að vera svartur og hvítur eins og gimbrin, því hún ætlaði að fá svört og hvít lömb. Meira
11. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 150 orð

Skráning hafin í Kvennahlaupið

KVENNAHLAUPIÐ fer fram á Akureyri næstkomandi sunnudag, 16. júní, og hefst það á Ráðhústorgi kl. 14. Forskráning fer fram í Gullsmíðastofunni Skart, Hafnarstræti 94, alla þessa viku, en á föstudag, 14. júní, verður einnig hægt að skrá sig við Hagkaup, KEA Nettó, KEA Hrísalundi og verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð frá kl. 15 til 18. Meira
11. júní 1996 | Erlendar fréttir | 90 orð

Slóvenar sækja um ESB-aðild

SLÓVENÍA lagði í gær fram formlega umsókn um aðild að Evrópusambandinu og er ríkið fyrsta lýðveldi fyrrverandi Júgóslavíu, sem það gerir. Janez Drovnesk forsætisráðherra lagði fram umsóknina eftir að Slóvenar undirrituðu í gær aukaaðildarsamning við Evrópusambandið. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 93 orð

SsangYong Musso seldist upp

FYRSTA sending sem Bílabúð Benna fékk af SsangYong Musso jeppanum frá Suður-Kóreu seldist upp um helgina. Bíllinn var frumkynntur sl. laugardag. Tíu bílar voru í fyrstu sendingunni og segir Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, að næsta sending, sjö bílar sem koma eftir hálfan mánuð, séu einnig seldir. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 130 orð

Stal lyfjum og peningum

SAUTJÁN ára stúlka úr Reykjavík braust aðfaranótt sunnudags inn í verslunina H-Sel og heilsugæslustöðina á Laugarvatni. Stúlkan braust fyrst inn í heilsugæslustöðina, rótaði þar talsvert og stal pillum sem hún tók inn. Síðan lagði hún leið sína í verslunina H- Sel og hafði á brott með sér lítilræði af peningum og smávegis af vörum. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 109 orð

Stofnun hlutafélags um starfsemi P&S fagnað

FRUMVARP ríkisstjórnarinnar um að stofna hlutafélag um rekstur Pósts og síma voru samþykkt sem lög frá Alþingi 4. júní sl. Með því er stigið stórt skref í þá átt að búa fyrirtækið undir breyttar aðstæður á fjarskiptamarkaðinum enda verður skipulag þess sveigjanlegra og sjálfstæði þess meira eftir að breytingin á rekstrarforminu tekur gildi, segir í frétt frá Samtökum veitenda fjarskiptaþjónustu. Meira
11. júní 1996 | Erlendar fréttir | 258 orð

Stuðningur við ríkisrekið sjónvarp skoðaður

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hefur samþykkt að taka til athugunar hvort niðurgreiðslur eða stuðningur við ríkisreknar sjónvarpsstöðvar brjóti gegn almennum samkeppnisreglum. Er hér um að ræða mjög viðkvæmt mál, sem framkvæmdastjórnin telur sig ekki geta hunsað öllu lengur. Meira
11. júní 1996 | Erlendar fréttir | 278 orð

Synti frá Kúbu til Bandaríkjanna

ÁSTRALSKA sundkonan Susie Maroney synti um helgina langleiðina frá Kúbu til Bandaríkjanna og átti aðeins ófarna 19 km þegar hún var dregin upp úr sjónum. Hafði hún þá lagt að baki 142,4 km og er það nýtt met í langsundi. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 56 orð

Sýnikennsla í trérennismíði

NÍELS Peter Miltersen, lektor við Kennaraháskólann í Álaborg og Hjörring og einn þekktasti kennari Dana í trérennismíði, verður með sýnikennslu í trérennismíði í húsakynnum smíðadeildar Kennaraháskóla Íslands, Skipholti 37, 2. hæð, miðvikudaginn 12. júní nk. kl. 20. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 60 orð

Tölvum og hugbúnaði stolið í hádeginu

BROTIST var inn í fyrirtækið Tölvuval, Krókhálsi 4, í hádeginu í gær og stolið þaðan tölvum og hugbúnaði að verðmæti um tvær milljónir króna. Tilkynnt var um innbrotið kl. 12.17 og hefur það þá að öllum líkindum verið rétt um af- staðið. Talið er að innbrotsþjófurinn hafi farið inn um glugga. Rannsóknarlögregla ríkisins rannsakar málið. Meira
11. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 154 orð

Úttekt gerð á sameiningu veitna

FORMANNI veitustjórnar Akureyrar ásamt framkvæmdastjórum Hitaveitu Akureyrar og Rafveitu Akureyrar hefur verið falið að gera úttekt á samvinnu eða sameiningu veitustofnana á Akureyri. Starfshópnum er heimilt að ráða sér starfsmann tímabundið vegna þessa verkefnis. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 100 orð

Velferðarráðstefna í Reykjavík

FRAMTÍÐ norræna velferðarsamfélagsins er viðfangsefni ráðstefnu í Reykjavík sem hefst í dag í Háskólabíói kl. 9. Á ráðstefnu Norrænu ráðherranefndarinnar um framtíðarhorfur í velferðarmálum "Morgendagens velfærdssamfund" verður stefna Norðurlanda og Evrópu í velferðarmálum rædd út frá ýmsum sjónarhornum. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 715 orð

Verðum að virða auðæfi hafsins

Fyrir skömmu kom hingað til lands norskur prestur að nafni Harold Holtermann í boði Biskupsstofu, Sjómannadagsráðs Vestmannaeyja og Landakirkju. Hann hefur vakið athygli landa sinna fyrir að hjálpa fólki í litlum sjávarplássum til að takast á við atvinnuleysi sökum aflabrests, en auk þess hefur hann beitt sér fyrir því að minna á sérstöðu byggðarlaga við strendur Norður-Noregs. Meira
11. júní 1996 | Landsbyggðin | 115 orð

Viðtalstímar í öllum sveitarfélögum

Vogum-Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar hefur ákveðið að hafa opna viðtalstíma í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum. Jón Björn Skúlason, atvinnumálaráðgjafi, segir að hér sé verið að auka þjónustuna og bæta tengslin við bæjarskrifstofurnar í sveitarfélögunum. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 199 orð

Vilja afnema skattafríðindi embættisins

ALLIR forsetaframbjóðendurnir fimm lýstu sig hlynnta því að afnema skattafríðindi forsetaembættisins, í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins í fyrrakvöld. Pétur Hafstein kvaðst telja það miður að Alþingi afgreiddi ekki á liðnu þingi frumvarp til laga um afnám skattfrelsis forseta Íslands. Meira
11. júní 1996 | Erlendar fréttir | 157 orð

Vilja hraða ríkjaráðstefnu

HERVÉ de Charette, utanríkisráðherra Frakklands, sagði í viðtali við Le Figaro í gær að hann teldi að á leiðtogafundi Evrópusambandsins í næstu viku ætti að reyna að hraða ríkjaráðstefnunni. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 571 orð

Þarf að læra að umgangast almenning eftir hamfarir

SÓLVEIG Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, segir að kenna þurfi björgunarfólki að umgangast almenning, sem upplifir náttúruhamfarir. Þetta hafi hún lært "af biturri reynslu á Flateyri". Meira
11. júní 1996 | Erlendar fréttir | 392 orð

Þjóðin taki siðferðilega afstöðu

JACQUES Diouf, framkvæmdastjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO), kom í stutta heimsókn til Íslands í gær vegna undirbúnings fyrir leiðtogafund um fæðuöryggi í heiminum, sem haldinn verður í Róm 13.-17. nóvember. Átti Diouf meðal annars fundi með Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Íslands, og Guðmundi Bjarnasyni, landbúnaðarráðherra. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 117 orð

Þjóðverjar fá 70% af karfakvóta ESB

RÁÐHERRARÁÐ Evrópusambandsins breytti tillögu framkvæmdastjórnar ESB um skiptingu karfakvóta á Atlantshafshryggnum milli landa sambandsins á fundi sínum í gær. Niðurstaða fundarins varð að tæplega 70% kvótans komu í hlut Þjóðverja, en í upphaflegri tillögu var gert ráð fyrir að heldur meira kæmi í hlut þeirra. Þetta kom fram í frétt Ríkisútvarpsins í gær. Meira
11. júní 1996 | Miðopna | 881 orð

Þora prestar ekki að hreyfa sig?

SAMKVÆMT nýjum lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem taka gildi 1. júlí nk. verða prestar skipaðir til 5 ára. Staða þeirra presta, sem þegar hafa verið æviráðnir, breytist ekki. Ráðherra tekur ákvörðun um það hvort embætti verða auglýst að fimm árum liðnum. Meira
11. júní 1996 | Innlendar fréttir | 91 orð

Þyrla flutti fótbrotna konu

LÖGREGLUNNI á Selfossi var síðdegis á laugardag tilkynnt um að kona hefði dottið og fótbrotnað á Ölkelduhálsi í Grafningi. Hún var á göngu frá Nesjavöllum til Hveragerðis þegar óhappið varð. Lögreglan bað Landhelgisgæsluna um að sækja konuna og var flogið með hana á Sjúkrahús Reykjavíkur, Fossvogi, og lent þar á fjórða tímanum. Þar var gert að meiðslum konunnar. Meira

Ritstjórnargreinar

11. júní 1996 | Leiðarar | 517 orð

ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ ­ FRIÐARBANDALAGIÐ

ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ ­ FRIÐARBANDALAGIÐ RIÐUR er hugtak sem stjórnmálamenn halda gjarnan á lofti og vilja eigna sér. Friðarhugtakið hefur ekki síst verið áberandi í þeirri baráttu sem nú stendur yfir vegna forsetakosninga síðar í mánuðinum. Meira
11. júní 1996 | Staksteinar | 313 orð

»Hærri bílprófsaldur? ALÞÝÐUBLAÐIÐ fjallar í forystugrein um kostnað samféla

ALÞÝÐUBLAÐIÐ fjallar í forystugrein um kostnað samfélagsins af umferðarslysum, sem metinn er á 16 til 18 milljarða króna á ári. Alþýðublaðið leggur út af leiðara í Viðskiptablaðinu um sama efni, þar sem þess er m.a. krafizt að bílprófsaldur verði hækkaður úr 17 árum í 20. Ungir tjónavaldar Meira

Menning

11. júní 1996 | Fólk í fréttum | 66 orð

Allt fyrir banana

APAR verða að sjá fyrir sér eins og aðrir prímatar. Simpansinn Madonna, sem á heima í Tijuana í Mexíkó, gerir það með því að passa Tony litla Philips, sem er 16 mánaða gamall. Tímakaupið, banani, þykir okkur mönnunum kannski ekki hátt, en Madonna lætur sér það vel líka. Meira
11. júní 1996 | Fólk í fréttum | 75 orð

Astró eins árs

EIGENDUR skemmti- og veitingastaðarins Astró héldu upp á eins árs afmæli staðarins með miklu hófi síðastliðið fimmtudagskvöld. Helgi Björnsson var veislustjóri, en meðal annars kom fram breski töframaðurinn og grínistinn The Great Garret. Þá lék djasssveit skipuð valinkunnum mönnum. Meira
11. júní 1996 | Menningarlíf | 96 orð

Á fimmta tug handrita barst

BÓKMENNTAVERÐLAUN Halldórs Laxness, sem Vaka-Helgafell stofnaði til í samráði við fjölskyldu skáldsins, verða veitt í fyrsta skipti haustið 1996 en dómnefnd um verðlaunin hefur nú lokið störfum. Alls bárust tæplega fimmtíu handrit í keppnina og verða úrslit tilkynnt í haust og sama dag kemur verðlaunahandritið út hjá Vöku-Helgafelli. Verðlaunin nema 500. Meira
11. júní 1996 | Tónlist | 1143 orð

Bragðdaufur heimskór

eftir Rossini, Verdi, Wagner, Gounod, Bizet & Puccini. Olga Romanko sópran, Rannveig Fríða Bragadóttir mezzosópran, Keith Ikaia-Purdy tenór, Dmitri Hvorostovsky barýtón, Heimskórinn (World Festival Choir) og Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Klauspeter Seibels. Framkvæmdarstjóri og listrænn stjórnandi Heimskórsins: Jan Jensen. Laugardaginn 8. júní kl. 16. Meira
11. júní 1996 | Fólk í fréttum | 78 orð

Connery og Cage á toppnum

SPENNUMYNDIN "The Rock" með Sean Connery og Nicolas Cage náði toppsæti bandaríska aðsóknarlistans af Tom Cruise-myndinni "Mission: Impossible" um helgina. Leikstjóri myndarinnar er Michael Bay, en hún fjallar um tilraun nokkurra manna til að brjótast inn í höfuðstöðvar hryðjuverkamanna í Alcatraz-fangelsinu. Meira
11. júní 1996 | Menningarlíf | 266 orð

Dapri snillingurinn

Dapri snillingurinn ALLIR þeir sem hafa áhuga á myndlist vita hver Edgar Degas (1834-1917) var. Frakkinn sem málaði ballerínu og knapa, naktar konur sem stigu upp úr baði. Verk hans eru aðgengileg, tælandi og eftirminnileg. Oft á tíðum létt og gædd bjartsýni. Meira
11. júní 1996 | Fólk í fréttum | 64 orð

Eftir fjörið

MARGIR yrðu sjálfsagt óhressir með að láta mynda sig eftir langt næturgaman en ekki hjónakornin Rachel Hunter og Rod litli Stewart sem hér yfirgefa skemmtistað í New York. Fregnir herma að þau hafi komið í löngum eðalvagni og segir sagan að Rod hafi ausið úr skálum reiði sinnar yfir saklausa vegfarendur þegar vagninn beið þeirra ekki til að aka þeim heim á leið. Meira
11. júní 1996 | Fólk í fréttum | 208 orð

Ekki Cruise

LEIKARINN Scott Wolf er orðinn dauðleiður á að vera líkt við Tom Cruise, en þeir þykja með eindæmum líkir í útliti og framkomu. "Ég hef talað svo mikið um þetta síðasta eina og hálfa árið. Þetta er í rauninni hrós. Ef ég vildi að mér væri líkt við einhvern er það hann ­ hann er frábær leikari og honum hefur gengið frábærlega. Hann hefur mikla útgeislun o.s.frv. Meira
11. júní 1996 | Fólk í fréttum | 32 orð

Er Kirstie ólétt?

HEYRST hefur að Staupasteinsstjarnan fyrrverandi, Kirstie Alley, sé ófrísk. Ekki er hægt að greina það á þessari mynd sem tekin var í Róm nýlega, en hún á tvö ættleidd börn. Meira
11. júní 1996 | Fólk í fréttum | 111 orð

Féhirsla vors herra

DANSSÝNINGIN Féhirsla vors herra eftir Nönnu Ólafsdóttur og Sigurjón Jóhannsson var frumsýnd í Borgarleikhúsinu þriðjudagskvöld fyrir viku. Flytjendur voru Íslenski dansflokkurinn auk leikara. Höfundar studdust við texta úr Guðmundar sögu Arasonar eftir Arngrím Brandsson ábóta í Þingeyjarklaustri, en tónlist Jóns Leifs og Francis Poulenc er notuð í verkinu. Meira
11. júní 1996 | Fólk í fréttum | 64 orð

Fjölmenni á Héraðsvöku Rangæinga

ÁRLEG Héraðsvaka Rangæinga var nýlega haldin á Laugalandi í Holta- og Landsveit. Skemmtiatriði voru margvísleg og endurspegluðu það helsta sem rangæskir listamenn hafa verið að vinna að undanfarið. Á dagskránni voru m.a. söngur kóra, einsöngvara og söngnemenda, leiklestur, jazzatriði, hagyrðingaþáttur og viðurkenningar til framúrskarandi íþróttamanna. Meira
11. júní 1996 | Fólk í fréttum | 46 orð

Fjör undir berum himni

ÞAÐ BAR við á Ingólfstorgi kl. 17 á föstudaginn að hljómsveitirnar Risaeðlan og Texas Jesús spiluðu fyrir þá sem heyra vildu. Auk þess kynntu Berglind Ágústsdóttir, KGB, og Birgitta Jónsdóttir fjöllistahátíðina Drápu, sem haldin var seinna um kvöldið. Hitt húsið stóð fyrir viðburðinum. Meira
11. júní 1996 | Menningarlíf | 51 orð

Gítarleikur í Norræna húsinu

ÞÓRÓLFUR Stefánsson gítarleikari heldur tónleika í Norræna húsinu miðvikudaginn 12. júní kl. 20 og í Deiglunni á Akureyri sunnudaginn 23. júní kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk eftir Mertz, Piazzolla og Jón Ásgeirsson. Þórólfur er búsettur í Svíþjóð og starfar þar sem gítarleikari og kennari. Meira
11. júní 1996 | Myndlist | -1 orð

Gullin mín

Magðalena Margrét. Mánud. - fimmtud. 12-18 föstudaga 12-19. laugard. 10-14. Lokað sunnud. Til 15 júní. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ hefur ekki verið mikill hávaði í kringum framkvæmdir Magðalenu Margrétar Kjartansdóttur á sýningavettvangi og þó hefur hún verið vel virk allt frá því hún kom fyrst fram 199O. Meira
11. júní 1996 | Fólk í fréttum | 57 orð

Hátíð í Hafnarfirði

LOKAVIÐBURÐUR alþjóðlegu "Djók"-hátíðarinnar í Hafnarfirði var á laugardaginn, þegar haldin var risaskemmtun í Kaplakrika. Allir helstu grínarar þjóðarinnar komu þar fram og skemmtu gestum. Hér sjáum við svipmyndir þaðan. Meira
11. júní 1996 | Menningarlíf | 316 orð

Híf opp

Tríó Björns Thoroddsen og Egill Ólafsson. Flytjendur: Björn Thoroddsen gítar, Gunnar Hrafnsson kontrabassi, Ásgeir Óskarsson trommur og Egill Ólafsson, söngur, raddir og harmonikka. Loftkastalinn, 5. júní 1996. Meira
11. júní 1996 | Fólk í fréttum | 97 orð

Kærir fyrir hugmyndaþjófnað

STEPHEN Kessler frá Missouri hefur kært handritshöfunda og framleiðanda myndarinnar "Twister" fyrir hugmyndastuld. Hann segir að söguþráður myndarinnar sé stolinn beint úr handriti sínu "Catch the Wind", sem hafi borist í hendur bæði Amblin, Warner Brothers og Universal fyrir u.þ.b. sex árum eftir að handritakeppni var haldin í Hollywood. Meira
11. júní 1996 | Menningarlíf | 47 orð

Listahátíð í Reykjavík 1996

Þriðjudagur 11. júní Den Danske Trio. Norræna húsið: Tónleikar kl. 20.30. Circus Ronaldo. hljómskálagarðurinn: Frumsýning í tjaldi sígauna kl. 20. "Galdra-Loftur". Íslenska óperan: 5. sýning kl. 20. Jötuninn eftir Evrípídes. Loftkastalinn: 2. sýn. kl. 20.30. Meira
11. júní 1996 | Fólk í fréttum | -1 orð

Listahátíð ungra listamanna

BÖRN úr leikskólanum Tjarnarlandi á Egilsstöðum efndu til listahátíðar þar sem þau sýndu myndlistaverk og höggmyndir. Verkin voru unnin með ýmsum aðferðum og mismunandi hráefnum. Sýndar voru bæði handa- og tásumyndir, þ.e. myndir sem voru málaðar með höndum eða fótum. Meira
11. júní 1996 | Menningarlíf | 1032 orð

Ljóð í lið með tækni og djass

LJÓÐA- OG fjöllistakvöldið Drápa var á dagskrá Listahátíðar síðastliðið föstudagskvöld í Tunglinu. Aðstandendur skilgreindu kvöldið sem tæknibarn Listahátíðar í ár og var skipun kvöldsins sú að skáldin myndu finna verkum sínum nýstárlegan flutningsmáta. Meira
11. júní 1996 | Fólk í fréttum | 91 orð

MTV-verðlaun afhent

MTV-kvikmyndaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Kaliforníu á sunnudaginn, en ráðgert er að sýna frá afhendingunni á fimmtudaginn. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var líf og fjör á hátíðinni. SÖNGKONAN Roberta Flack (t.h.) söng lagið "Killing Me Softly"með hljómsveitinni The Fugees. Meira
11. júní 1996 | Menningarlíf | 168 orð

Nanna systir í Þjóðleikhúsinu í haust

NANNA SYSTIR eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson verður fyrsta verkefni á stóra sviði Þjóðleikhússins á næsta leikári. Verkið var sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar á síðasta leikári.. Andrés Sigurvinsson leikstýrir verkinu og með helstu hlutverk fara Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Örn Árnason, Guðrún Gísladóttir, Pálmi Gestsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Vigdís Gunnarsdóttir, Meira
11. júní 1996 | Menningarlíf | 226 orð

"Og ég sé andlit þeirra enn"

SÝNING sem nú stendur yfir í Zacheta-nýlistasafninu í Varsjá hefur látið fáa sýningargesti ósnortna. Þar eru til sýnis ljósmyndir af gyðingum frá aldamótum og fram í heimsstyrjöldina síðari. Meira
11. júní 1996 | Tónlist | 502 orð

Snillingar frá Berlín

Fílharmóníski kvartettinn frá Berlín lék verk eftir Haydn, Bartók og Beethoven. Sunnudagurinn 9. júní, 1996. TÓNLEIKARNIR hófust á svo nefndum "Reiter"-kvartett í g-moll op. 74,3 og er hann í flokki með sex verkum er nefnast "Apponyi"- kvartettarnir, sem líklega eru samdir á tímabilinu sem leið milli heimsókna höfundarins til Lundúna. Meira
11. júní 1996 | Menningarlíf | 118 orð

Taktu lagið, Lóa! á stóra sviðinu og leikferð

TAKTU lagið, Lóa! eftir Jim Cartwright, sem Þjóðleikhúsið sýndi á Smíðaverkstæðinu, er nú á leið í leikferð. Áður en ferðin hefst, verða fjórar sýningar á Stóra sviði Þjóðleikhússins, en verkið var sýnt alls 95 sinnum á tveimur leikárum og sló sýningarmet á Smíðaverkstæðinu. Meira
11. júní 1996 | Fólk í fréttum | 128 orð

Til styrktar Barnaspítala Hringsins

Í VETUR hafa nemendur 8.-G í Álftamýrarskóla unnið að verkefninu Tilveran, sem miðar að því að auka líkur á að nemendur standist þrýsting varðandi neyslu ávana- og fíkniefna. Í tengslum við námsefnið var ætlast til að nemendur tækju að sér sjálfboðaverkefni. Nemendur 8.-G völdu að vinna fyrir Barnaspítala Hringsins og Barnaspítalasjóð Hringsins. Meira
11. júní 1996 | Fólk í fréttum | 63 orð

Unglingaskemmtun

UNGLINGASKEMMTUN var haldin á Barnaspítala Hringsins fyrir skemmstu. Slíkar skemmtanir hafa verið haldnar nokkrum sinnum og eru að sögn ætlaðar unglingum sem dvelja þar eða eru í nánum tengslum við spítalann. Sniglabandið hélt fjörinu uppi eins og því er einu lagið við mikinn fögnuð viðstaddra. Hljómsveitin gaf vinnu sína. Pizzur voru á boðstólum í boði Pizza 67. Meira
11. júní 1996 | Menningarlíf | 60 orð

Virðir fyrir sér Rússana

Reuter Virðir fyrir sér Rússana ÁSTRALSKI listgagnrýnandinn Jeremy Eccles virðir fyrir sér verk eftir Kandinskíj og aðra framúrstefnumenn á sýningu, sem nú stendur í Sydney. Meira
11. júní 1996 | Menningarlíf | 735 orð

Þýðingar, skáldskapur og meintar hetjudáðir

WILLIAM Morris þekkja Íslendingar einna helst af áhuga hans á Íslandi og íslenskri menningu en síður af skáldskap hans og hönnun. Morris hefur verið nefndur upphafsmaður nútímahönnunar en hann gagnrýndi mjög prjál og ofskrúð viktorískrar hönnunar og lagði höfuðáherslu á einfaldleika og notagildi Meira

Umræðan

11. júní 1996 | Aðsent efni | 316 orð

Aðvörun til sparifjáreigenda

FJÁRMÁLARÁÐHERRA lýðveldisins Íslands og þingmenn þess telja lýðveldið svo vel stætt að það hafi efni á að glata lánstrausti þegna sinna. Á lokadegi þings lýðveldisins voru samþykkt lög um skattlagningu sparifjár. Slík skattlagning gerbreytir forsendum sparnaðar einstaklinga ekki aðeins í framtíðinni heldur einnig í fortíðinni. Meira
11. júní 1996 | Kosningar | 256 orð

Að þykja vænt um þjóðhöfðingja sinn

MIKIL ábyrgð hvílir á þeirri þjóð sem kýs sér leiðtoga. Þjóðarleiðtogi er í vissum skilningi spegill þjóðarinnar og fyrirmynd. Hann fer fyrir þjóð sinni. Embætti forseta Íslands er strangt til tekið ekki valdamikið, en það er viðurhlutamikið, ekki síst ef sameiningarmáttur þess á að hafa einhverja merkingu og bera ávöxt. Meira
11. júní 1996 | Kosningar | 493 orð

Bjargvættur Bessastaða

KRISTINN Sigursveinsson, Hólabraut 3, Hafnarfirði, skrifar eftirtektarverða grein í Morgunblaðið 18. maí sl. sem hann kýs að nefna "Höldum Bessastöðum utan við trúðslætin". Hann segir meðal annars; "það er skoðun mín að þegar þjóðin velur sér forseta, vilji hún fremur öllu öðru, að forsetinn sé vammlaus". Meira
11. júní 1996 | Kosningar | 216 orð

Forsetakjör

Í UPPHAFI ætlaði ég að leiða hjá mér alla umræðu um frambjóðendur til æðsta embættis í íslensku réttarkerfi, forsetans. Fram að þessu höfum við Íslendingar verið heppnir með kjör okkar forseta og vona ég að svo verði áfram. Þeir voru allir kjörnir án skrumauglýsinga. Meira
11. júní 1996 | Kosningar | 339 orð

Guðrún Agnarsdóttir ­ ein af okkur

Í TILEFNI væntanlegra forsetakosninga langar mig til að segja frá kynnum mínum af einum frambjóðandanna, Guðrúnu Agnarsdóttur. Ég hef þekkt Guðrúnu frá því hún fæddist og unnið með henni í fjöldskyldufyrirtæki ömmu hennar og móðursystkina. Ég var á heimili ömmu hennar frá því að Birna móðir Guðrúnar var á unglingsárum. Síðar vann ég og systir mín í fyrirtæki ömmu Guðrúnar. Meira
11. júní 1996 | Kosningar | 178 orð

Guðrún Pétursdóttir farsæll forseti

UMRÆÐAN um forsetakosningarnar hefur fram til þessa aðallega snúist um stöðu frambjóðenda í könnunum og áður um það hverjir ættu eftir að gefa kost á sér. Nú þegar nokkuð er síðan framboðsfrestur rann út tel ég að vert sé að gefa eiginleikum þeirra gaum sem valið stendur um. Meira
11. júní 1996 | Aðsent efni | 894 orð

Hafa skal það sem sannara reynist

ÞEGAR okkur hjá Securitas barst til eyrna að Nýherji ætlaði að hasla sér völl á sviði öryggismála var það með nokkurri eftirvæntingu að við biðum eftir að fyrirtækið léti til sín taka. Eftirvæntingin byggðist ekki síst á því að þarna var komið fyrirtæki sem talið var hafa faglegan metnað og fjárhagslega getu til að veita raunverulega samkeppni. Meira
11. júní 1996 | Kosningar | -1 orð

Hvers vegna Guðrúnu Agnarsdóttur sem næsta forseta

"EKKI konu aftur til forseta", er eitt af því sem oft heyrist þessa dagana frá andstæðingum Guðrúnar Agnarsdóttur. Fólk gengur jafnvel svo langt að segja rökin fyrir þessu þau að Vigdís Finnbogadóttir hafi staðið sig það vel að aðeins karlmaður geti komið í hennar stað. Mér er næst að halda að eigendur ofangreindrar skoðunar séu ekki uppi á 20. öld. Meira
11. júní 1996 | Kosningar | 537 orð

Reisn og virðing forsetaembættisins

UM HELGINA 25.­26. maí heyrði ég niðurstöðu skoðanakönnunar Frjálsrar verslunar um fylgi forsetaframbjóðenda. Þótt niðurstðan væri ekki sú, sem mér þætti æskilegust um úrslit kosninganna 28. júní, þá höfðu orðið marktækar breytingar á fylgi frambjóðendanna frá fyrri skoðanakönnunum og gáfu þær til kynna að úrslit kosninganna væru ekki nánast formsatriði eins og virtist stefna í. Meira
11. júní 1996 | Aðsent efni | 1062 orð

Reynsla atvinnulífsins af EES og ESB

ÞAÐ VELKIST enginn í vafa um mikilvægi utanríkisviðskipta fyrir efnahag okkar Íslendinga. Útflutningur vöru og þjónustu nemur liðlega þriðjungi af landsframleiðslu og þó að það hlutfall sé ekki ósvipað því sem gerist almennt meðal nágrannaþjóðanna hefur afkoma útflutningsgreina okkar verið ráðandi fyrir velmegun og lífskjör þjóðarinnar. Meira
11. júní 1996 | Kosningar | 649 orð

Skert lögskyn alþingismanna

Í SJÓNVARPSFRÉTTUM 28. maí sl. var viðtal við hr. Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. þar sem hann sagði af sér sem yfirmaður kjörstjórnar í nk. forsetakosningum. Var uppsögn hans í sambandi við framboð hr. Ólafs Ragnars Grímssonar alþingismanns og fyrrverandi ráðherra. Meira
11. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 725 orð

Smákóngaríki í Smælingjalandi

Á DÖGUNUM leit dagsins ljós skýrsla ein sem Þjóðhagsstofnun hafði unnið fyrir ríkisstjórnina og var innihaldið að mestu samanburður á lífsgæðum á Íslandi og í Danmörku. Undanfarið hafa verið umræður um skýrsluna og niðurstöður hennar og sýnist sitt hverjum. Merkilegast er að enginn virðist lesa það sama út úr niðurstöðum skýrslunnar, þ.e. hver raunverulegur munur á milli landanna er. Meira
11. júní 1996 | Kosningar | 441 orð

Traustsins verður

UM ÞESSAR mundir gera fjölmiðlar hér á landi sér títt um væntanlegar forsetakosningar í júnílok og þá sem bjóða sig fram til forsetastarfs. Er það vel því vissulega hafa fjölmiðlar skyldur gagnvart fólki að veita upplýsingar og miðla vitneskju um atburði í þjóðlífinu. Meira
11. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 224 orð

Tvískinnungsháttur og hræsni

ÞAÐ er nú að bera í bakkafullan lækinn að minnast enn og aftur á Langholtskirkjudeiluna. Ég þekki sáralítið til málanna utan þess sem fjölmiðlar greina frá og hef af einhverjum ástæðum fylgt séra Flóka að málum þó svo ég hafi aldrei séð hann né heyrt nema í fjölmiðlum. Meginmálið er einfaldlega þetta: Tvískinnungsháttur og hræsni eiga ekki heima í guðshúsi. Allt og sumt. Meira
11. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 348 orð

Þakkir til Sláturfélags Suðurlands

FYRIR skömmu buðum við fjölskyldan nokkrum erlendum gestum heim til okkar í mat. Meðal þess sem vera átti á boðstólum var hangikjöt. Þegar ég var að sneiða úrbeinaða, birkireykta hangikjötið frá SS sá ég mér til skelfingar að það var mun feitara en ég átti von á. Meira

Minningargreinar

11. júní 1996 | Minningargreinar | 328 orð

Bergþóra Júlíusdóttir

Amma mín Bergþóra Júlíusdóttir er látin. Hún fæddist í Skuggahverfinu í Reykjavík og var fyrsta barn ungra sjómannshjóna, Ingveldar Jóhannsdóttur og Júlíusar Arasonar. Þegar hún var aðeins á fyrsta ári missti hún föður sinn í sviplegu sjóslysi á Viðeyjarsundi. Því fór það svo að amma mín ólst upp í faðmi móðurfjölskyldu sinnar, afa og ömmu Bergþóru og Jóhanns og fimm barna þeirra. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 26 orð

BERGþÓRA JÚLÍUSDÓTTIR

BERGþÓRA JÚLÍUSDÓTTIR Bergþóra Júlíusdóttir fæddist í Reykjavík 21. ágúst 1905. Hún lést í Reykjavík 21. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 30. apríl. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 380 orð

Gissur Geirsson

Sá sem eftir lifir, deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Mig langar að minnast frænda míns Gissurar Inga Geirssonar, sem lést eftir skamma en erfiða baráttu við sjúkdóm. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 175 orð

Gissur Geirsson

Þann 27. maí, annan dag hvítasunnu, kvaddi þennan heim vinur okkar og vinnufélagi Gissur Ingi Geirsson. Fyrir nokkrum árum veiktist hann og fór í erfiða aðgerð sem reyndi mikið á hann. En með ótrúlegum krafti náði hann sér og átti góð ár með fjölskyldu sinni og vinum en varð að lokum að lúta í lægra haldi fyrir óvægum sjúkdómi. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 30 orð

GISSUR INGI GEIRSSON

GISSUR INGI GEIRSSON Gissur Ingi Geirsson fæddist á Byggðarhorni í Sandvíkurhreppi 17. júlí 1939. Hann lést á Borgarspítalanum 27. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfosskirkju 8. júní. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 273 orð

Guðbjörg Jakobsdóttir

Enn eitt ljósið á jörðinni hefur verið slökkt. Ný stjarna hefur bæst í himinhvolfið. Það er stjarnan hennar ömmu. Amma Gugga í Súðavík er farin frá okkur til hans afa Stjána á himnum. Þó að við sem eftir sitjum grátum sárt og söknum hennar ömmu okkar vitum við að hún er komin á þann stað sem henni líður vel. Afi Stjáni hefur tekið vel á móti henni og allir hinir sem elska hana á himninum. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 435 orð

Guðbjörg Jakobsdóttir

Með fáeinum orðum vil ég kveðja móðursystur mína, Guðbjörgu Guðrúnu Jakobsdóttur, sem er látin. Við lát hennar koma fjölmargar minningar fram á "skjáinn". Best man ég dvöl hennar á heimili foreldra minna á Ísafirði, en sem ung stúlka passaði hún mig í föðurhúsum og var mér jafnan sem hinn besti vinur. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 635 orð

Guðbjörg Jakobsdóttir

Elskuleg tengdamóðir mín Guðbjörg Jakobsdóttir eða Gugga eins og við kölluðum hana lést á Landspítalanum 25. maí síðastliðinn eftir skammvinn veikindi. Fráfall hennar er mér mikið áfall því hún var ein af mínum bestu vinkonum. Samvistir okkar stóðu yfir í 19 ár, sem er ekki langur tími, en fyrir mér eru þessi ár ákaflega mikils virði. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 180 orð

Guðbjörg Jakobsdóttir

Gugga amma mín er farin til guðs þar sem hún hittir hann afa. Ég veit ósköp vel að henni líður þar mjög vel en ég hefði viljað hafa hana lengur hjá mér enda er svo stutt síðan afi dó. Þegar við áttum heima í Súðavík fór ég venjulega til ömmu og afa strax á morgnana. Það var gott að vera hjá þeim. Amma var alltaf eitthvað að gera í garðinum sínum. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 31 orð

GUðBJöRG JAKOBSDÓTTIR

GUðBJöRG JAKOBSDÓTTIR Guðbjörg Guðrún Jakobsdóttir fæddist á Skarði á Snæfjallaströnd 3. júní 1924. Hún lést á Landspítalanum 25. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 3. júní. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 326 orð

Guðmundur Thoroddsen

Ævintýramaður, húmoristi, sveitamaður, heimsborgari, sjóari, skútusmiður, myndlistarmaður, mússíkant, sögumaður, náttúrubarn og fagurkeri, kappsmaður en jafnframt þolinmóð barnagæla... komist eitthvert eitt orð nálægt því að lýsa Guðmundi vini okkar Thoroddsen væri það helst "lífslistamaður". Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 169 orð

Guðmundur Thoroddsen

Enn er hoggið skarð í raðir félagsmanna Nýlistasafnsins, en skammt er síðan safnið sá á eftir öðrum mætum félagsmanni. Guðmundur Thoroddsen hafði verið félagi í Nýlistasafninu frá 1983 og náði hann að halda fjórar einkasýningar í safninu auk þess að eiga verk á samsýningu félagsmanna 1995. Guðmundur hélt sína síðustu einkasýningu í Nýlistasafninu í byrjun þessa árs. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 398 orð

Guðmundur Thoroddsen

Ég kynntist Gvendi árið 1972 í París. Síðan hittumst við oft á lífsleiðinni og bundumst traustum vinaböndum. Gvendur líktist afburðamönnum Endurreisnartímans hvað það varðar að hann lét sér ekki nægja að "sérhæfa" sig á þröngu sviði eins og menn gera nú á tímum. Þvert á móti aflaði hann sér þekkingar um hin aðskiljanlegustu málefni og kynnti sér hlutina af eigin raun. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 204 orð

Guðmundur Thoroddsen

Haft er eftir Ernest Hemmingway að "hver sem í æsku átti því láni að fagna að ílendast í París um skeið, hann mun sanna að hvar sem leiðir liggja síðan er París í för með honum einsog veisla í farangrinum". Þessi orð rifjuðust upp þegar barst mér að vinur minn, Guðmundur Thoroddsen, væri látinn, því við bundumst vináttuböndum í París árin 1976 til 1978, þar sem báðir áttu vetursetu. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 267 orð

Guðmundur Thoroddsen

Frjóar hugmyndir voru aðal Guðmundar Thoroddsen, ásamt dirfskunni sem útheimtist til að framkvæma þær. Hann var ævintýramaður - sóttist eftir ævintýrum og brá ljóma hins óvænta á allt sitt umhverfi. Djarfur ferðalangur og skútukarl á heimsins höfum sem kunni að snúa allri óheppni sér í hag; hann lærði að elda saltfisk á portúgalska vísu af hermönnum sem handtóku hann í Angóla. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 321 orð

Guðmundur Thoroddsen

Guðmundur Thoroddsen er látinn fyrir aldur fram. Sagt er að þeir deyi ungir sem guðirnir elska. Við sem eftir sitjum eigum ei annars völ en orna okkur við minningarnar um góðan dreng sem var engum líkur. Hann var ekki einasta glaðlyndur lífskúnstner heldur sannkallaður ævintýramaður. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 328 orð

Guðmundur Thoroddsen

Engum hef ég kynnst sem kallar jafn umsvifalaust fram sólskin í huga mínum og Guðmundur Thoroddsen. Við kynntumst þegar við vorum lítil, - þá var hann kallaður Balli og það hef ég kallað hann síðan. Systkinahópurinn á Laugalæknum virtist stór, - eftir á að hyggja voru þau bara fjögur, - en þau voru svo lík, töluðu hvert upp í annað og hlógu þannig að manni fannst þarna vera her manns. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 26 orð

GUÐMUNDUR THORODDSEN Guðmundur Thoroddsen var fæddur í Reykjavík 17. september 1952. Hann lést á Ísafirði 25. maí síðastliðinn

GUÐMUNDUR THORODDSEN Guðmundur Thoroddsen var fæddur í Reykjavík 17. september 1952. Hann lést á Ísafirði 25. maí síðastliðinn og fór útförin fram frá Dómkirkjunni 4. júní. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 658 orð

Hannes Þórir Hávarðarson

Ég sá Hannes Hávarðarson árið 1974 í Veitingahúsinu Glæsibæ, þá orðinn 18 ára gamall. Hann var þar að skemmta sér með Boga Jónssyni og vissi ég þá ekki hvað þeir voru góðir vinir, en Boga þekkti ég að því marki að hann var frændi Dottýar sem var besta vinkona unnustu minnar, sem síðar varð eiginkona mín, Ólínu B. Pétursdóttur. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 513 orð

Hannes Þórir Hávarðarson

Okkur langar til að minnast í nokkrum orðum vinar okkar og skulum við þá strax koma okkur að orðinu eins og Hannes sagði svo oft, "Sauðurinn þinn, gerðu þetta strax" og hló um leið dátt því ávallt var stutt í húmorinn. Hannes vildi öllum gott og var vinur vina sinna - hann var skemmtilega glettinn. Við undirrituð og Hannes sprelluðum ýmislegt saman sl. sumar. T.d. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 29 orð

HANNES ÞÓRIR HÁVARÐARSON Hannes Þórir Hávarðarson var fæddur í Reykjavík 28. ágúst 1934. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 25.

HANNES ÞÓRIR HÁVARÐARSON Hannes Þórir Hávarðarson var fæddur í Reykjavík 28. ágúst 1934. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 25. maí síðastliðinn og fór útförin fram frá Fossvogskapellu 3. júní. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 208 orð

Hulda Jónsdóttir

Kæra Hulda, okkur langar til að kveðja þig með nokkrum fátæklegum línum og þakka af alhug þá samleið sem við höfum átt í svo mörg ár. Hvernig má það vera að þú sért farin frá okkur svo skyndilega, við sem vorum hjá þér í saumaklúbb fyrir nokkrum vikum alltaf svo kátar og hressar að njóta frábærra góðgerða á þínu fallega heimili. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 290 orð

Hulda Jónsdóttir

Hún Hulda okkar er látin, eftir stutta en snarpa sjúkralegu. Hún hafði alltaf verið heilsuhraust og sterk kona og því kom andlát hennar eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir alla sem hana þekktu. Ég kynnist Huldu í gegnum son hennar Sigga um það bil sem þau flytja til Keflavíkur. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 193 orð

HULDA JÓNSDÓTTIR

HULDA JÓNSDÓTTIR Hulda Jónsdóttir fæddist á Hólmavík 16. júní 1930. Hún lést í Reykjavík 4. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru María Bjarnadóttir, f. 25.5. 1893, d. 7.11. 1971, og Jón Óttarsson, f. 14.6. 1892, d. 26.5. 1970. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 214 orð

Kristján Margeir Jónsson

Elsku afi. Nú ert þú búinn að kveðja og ég veit að það er gott fyrir þig að fá hvíldina en samt er það sárt að hugsa til þess að þú sért farinn. Ég hef svo margt að þakka þér. Þær voru margar stundirnar sem við sátum í eldhúsinu hjá þér og ömmu og spiluðum ólsen eða lögðum kapal eins og þú kenndir mér. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 101 orð

KRISTJÁN MARGEIR JÓNSSON Kristján Margeir Jónsson fæddist á Galtarhrygg í Reykjafjarðarhreppi 22. október 1915. Hann lést í

KRISTJÁN MARGEIR JÓNSSON Kristján Margeir Jónsson fæddist á Galtarhrygg í Reykjafjarðarhreppi 22. október 1915. Hann lést í Kristnesspítala 1. júní sl. Foreldrar hans voru Guðbjörg Efemía Steinsdóttir og Jón Ólason. Kristján var fjórði í röð ellefu systkina. Hann kvæntist Hólmfríði Jónsdóttur 22. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 32 orð

MAGNEA INGILEIF SÍMONARDÓTTIR Magnea Ingileif Símonardóttir fæddist í Hafnarfirði 14. október 1908. Hún lést á St. Jósefsspítala

MAGNEA INGILEIF SÍMONARDÓTTIR Magnea Ingileif Símonardóttir fæddist í Hafnarfirði 14. október 1908. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 29. maí síðastliðinn og fór útförin fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 6. júní. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 409 orð

Magnea Símonardóttir

Hún bauð af sér góðan þokka. Þessi staðhæfing kemur fyrst og síðast upp í hugann þegar samverustundir með Magneu eru rifjaðar upp. Ég fékk tækifæri til að kynnast Magneu er ég hóf sambúð með Guðmundi, barnabarni hennar. Þá bjó hún á Hrafnistu í Hafnarfirði ásamt Sigurði, manni sínum. Það er erfitt að koma áhrifunum sem hún hafði í orð. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 48 orð

MARGRÉT JÓSEFSDÓTTIR Margrét Jósefsdóttir var fædd í Ormskoti undir Vestur-Eyjafjöllum 21. apríl 1926. Hún lést á Landspítalanum

MARGRÉT JÓSEFSDÓTTIR Margrét Jósefsdóttir var fædd í Ormskoti undir Vestur-Eyjafjöllum 21. apríl 1926. Hún lést á Landspítalanum 26. maí síðastliðinn. Foreldrar Margrétar voru Guðrún Hannesdóttir, f. 19.5. 1889, d. 1.9. 1974, og Jósef Jóhannnsson, f. 29.10. 1889, d. 26.10. 1962. Útför Margrétar var gerð frá Áskirkju 4. júní. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 75 orð

Margrét Jósefsdóttir Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi

Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 174 orð

Soffía Gunnarsdóttir

Elsku Soffía. Mig langar að skrifa þér lítið bréf og þakka þér fyrir alla hlýjuna og hjálpsemina í desember 1993 þegar við lágum saman á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Ég fór í aðgerð á fæti og mátti ekki stíga í fótinn svo ég var í hjólastól. Ég var svo heppin að lenda á stofu með þér. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 32 orð

SOFFÍA GUNNARSDÓTTIR Soffía Gunnarsdóttir fæddist á Bankastöðum á Tjörnesi 27. september 1940, en ólst upp í Vestaralandi í

SOFFÍA GUNNARSDÓTTIR Soffía Gunnarsdóttir fæddist á Bankastöðum á Tjörnesi 27. september 1940, en ólst upp í Vestaralandi í Axarfirði. Hún lést 2. júní síðastliðinn og var útförin gerð frá Skeggjastaðakirkju 8. júní. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 607 orð

Svavar Guðbrandsson

Menn gefa samferðarmönnunum mismikið á lífsleiðinni og gjafirnar eru frábrugðnar að gerð og lögun. Við fráfall vinar okkar, Svavars Guðbrandssonar, framkvæmdastjóra Ákvæðisvinnustofu rafiðna, er sem dregið hafi fyrir birtuna í bili, eitt af leiðarljósum rafiðnar á Íslandi er slokknað, en við huggum okkur við að maður kemur í manns stað og þá birtir að nýju. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 640 orð

Svavar Guðbrandsson

Þegar ég fór að sækja fundi hjá Félagi íslenskra rafvirkja um 1970 tók ég fljótlega eftir því hverjir voru í forsvari fyrir samtök rafiðnaðarmanna. Svavar var einn þessara manna. Hann var eins svo margir í verkalýðshreyfingunni, áhugamaður um öll þjóðmál, skapmikill hugsjónamaður sem fór mikinn í umræðum á fundum og á kaffistofum. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 511 orð

Svavar Guðbrandsson

Elsku frændi og vinur. Mér brá illilega, þegar síminn hringdi og Raddý sagði mér fréttirnar og bað mig að koma uppá spítala. Ég var nýbúin að fá fréttir af spítalanum að allt væri í lagi með þig. Brottför þinni átti ég ekki von á svona snemma. Nú setjumst við ekki niður oftar og ræðum um lífið og tilveruna, hvernig hún hafði mótað okkur öll. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 567 orð

Svavar Guðbrandsson

Svavar Guðbrandsson, föðurbróðir okkar, lést um aldur fram á sjómannadaginn úr illkynja sjúkdómi eftir skamma sjúkdómslegu. Hann tengist strax æskuminningum okkar frá Grænuhlíð í Ólafsvík. Þar bjuggu foreldrar okkar á efri hæðinni en amma okkar og afi, þau Guðrún og Guðbrandur, ásamt Svavari, sem var yngstur barna þeirra, bjuggu á neðri hæðinni. Afi lést þegar Svavar var um fermingu. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 222 orð

Svavar Guðbrandsson

Það var sólbjartur dagur og fallegt sumarveður, þegar skyndilega dró fyrir sólu og dimmdi. En það var ekki úti heldur inni. Minningarnar streymdu hjá á andartaki og runnu smám saman í eitt. Við tók löng og djúp þögn saknaðar. Af hverju? Ömmubróðir minn, guðfaðir og fyrirmynd var dáinn, ­ þú, sem áttir alltaf tíma aflögu og stað í hjarta þínu fyrir okkur, ­ vinur okkar og verndari. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 163 orð

Svavar Guðbrandsson

Með örfáum orðum vil ég fyrir mína hönd og Landssambands íslenskra rafverktaka minnast samstarfsmanns og vinar, Svavars Guðbrandssonar rafvirkja. Samtök okkar, Landssamband íslenskra rafverktaka og Rafiðnaðarsamband Íslands, hafa til margra ára rekið saman Ákvæðisvinnustofu rafiðna og gerðist Svavar starfsmaður hennar árið 1980 og framkvæmdastjóri frá árinu 1986. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 243 orð

Svavar Guðbrandsson

Kær frændi og vinur, Svavar Guðbrandsson, er látinn. Ein af okkar fyrstu minningum um Svavar er frá því að hann og Ragnhildur eiginkona hans hófu búskap í kjallaranum heima hjá okkur í Brautarholti 5 í Ólafsvík. Svavar var einstaklega hlýr og umhyggjusamur í okkar garð og síðar lét hann sér einnig annt um börnin okkar. Meira
11. júní 1996 | Minningargreinar | 204 orð

SVAVAR GUÐBRANDSSON

SVAVAR GUÐBRANDSSON Svavar Guðbrandsson fæddist í Ólafsvík 12. desember 1935. Hann andaðist í Landspítalanum aðfaranótt sunnudagsins 2. júní sl. Foreldrar hans voru Guðrún Árnborg Sigurgeirsdóttir, f. 16. maí 1895, d. 9. desember 1981, og Guðbrandur Jóhannes Guðmundsson, f. 3. janúar 1887, d. 17. september 1949. Meira

Viðskipti

11. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 56 orð

Erlendfjárfesting ísjávarútvegi

VORFUNDUR Útflutningsráðs Félags íslenskra stórkaupmanna verður haldinn í Skála á Hótel Sögu kl. 12 í dag. Á fundinum verður rætt um fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi og munu þeir Pétur Reimarsson, framkvæmdastjóri Árness hf., og Pétur Blöndal alþingismaður flytja framsöguerindi. Að erindunum loknum verður opnað fyrir almennar umræður. Meira
11. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 75 orð

Hilton stærsta spilavítafyrirtæki heims

HILTON hótelfyrirtækið hefur samþykkt að kaupa Bally Entertainment Corp. með hlutabréfaviðskiptum upp á 2 milljarða dollara. Þar með verður komið á fót stærsta á spilavítafyrirtæki heims og ítök Hiltons á þeim vettvangi munu stóraukast. Meira
11. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 136 orð

Mikil umframeftirspurn frá hluthöfum

HLUTHAFAR í Skagstrendingi hf. á Skagaströnd höfðu skrifað sig fyrir um 73% hærri fjárhæð en var til sölu í hlutafjárútboði félagsins þegar forkaupsréttartímabili lauk á laugardag. Alls voru boðin út bréf að nafnvirði 50 milljónir króna, en hægt hefði verið að selja bréf til forkaupsréttarhafa að nafnvirði um 87 milljónir. Meira
11. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 289 orð

Munum standast samkeppni

VIÐBRÖGÐ banka og sparisjóða gagnvart hinum nýjum lögum um fjármagnstekjuskatt sem alþingi samþykkti í síðustu viku eru nokkuð misjöfn. Landsbankinn hefur þegar boðað hækkun innlánsvaxta frá næstu áramótum í því skyni að bæta sparifjáreigendum skattlagningu sem ákveðin var í lögunum. Aðrar bankastofnanir hafa ekki tekið slíkar ákvarðanir. Meira
11. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 401 orð

Samkeppni á markaðnum tekin að harðna

SAMKEPPNIN um sparifé landsmanna fer harðnandi þessa dagana í tengslum við stóra innlausn á þremur flokkum spariskírteina ríkissjóðs nú um mánaðamótin, samtals að fjárhæð um 17 milljarðar króna. Verðbréfafyrirtækin hafa verið að auglýsa verðbréfasjóði sína í tengslum við þessa innlausn að ógleymdri auglýsingaherferð Lánasýslu ríkisins til þess að endurfjármagna innlausnina. Meira
11. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 79 orð

Skoda með Octavia í VW-stíl

SKODA hefur kynnt nýjan meðalstóran, Octavia, fyrsta bílinn sem tékknesku verksmiðjurnar hanna algerlega að fyrirmynd VW. Skoda, sem er deild í Volkswagen AG, sagði í tilkynningu að bíllinn yrði settur á markað í Tékklandi og Slóvakíu í nóvember og í öðrum Evrópulöndum skömmu síðar. Starfsmenn Skoda hafa birt ljósmynd af nýja bílnum, sem hefur verið haldið leyndum í nokkur ár. Meira
11. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 92 orð

SwissAir sigrar í tilboðsstríði

BREZKA fyrirtækið Allders Plc hefur selt svissneska flugfélaginu þá deild sína sem selur tollfrjálsan varning víða um heim fyrir 160 milljónir punda og er því lokið tilboðsstríði SwissAir og brezka flugvallafyrirtækisins BAA Plc. Meira
11. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 146 orð

Um 80 tonna lyftigeta

EIMSKIP tók í gær í notkun nýjan hafnarkrana við Sundahöfn sem eykur afköst við losun og lestun skipa til muna. Kraninn mun létta mjög á þeim krana sem fyrir er í höfninni, Jakanum, en hann hefur verið í gangi undanfarin 11 ár. Verð kranans er um 200 milljónir króna. Meira
11. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 145 orð

Vaxtalækkun hjá Íslandsbanka

ÍSLANDSBANKI lækkar inn- og útlánsvexti sína í dag og nemur lækkunin á bilinu 0,15-0,4%. Kjörvextir almennra víxillána lækka um 0,3% í 8,4% og sama lækkun verður á kjörvöxtum almennra skuldabréfalána sem verða 8,3% á eftir. Útlánsvextir eru lægstir hjá Íslandsbanka eftir þessa lækkun en Landsbankinn fylgir fast á eftir með 8,5% kjörvexti bæði á almennum víxillánum og skuldabréfalánum. Meira

Fastir þættir

11. júní 1996 | Dagbók | 2709 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 7.-13. júní verða Garðs Apótek, Sogavegi 108 og Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16 opin til kl. 22. Frá þeim tíma er Garðs Apótek opið til morguns. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
11. júní 1996 | Í dag | 62 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 11. júní

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 11. júní, er áttræður Sigurþór Þorsteinsson, Norðurbrún 1, Reykjavík. Eiginkona hans var Guðbjörg Gíslasdóttir, en hún lést í febrúar sl. Sigurþór verður að heiman á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 11. Meira
11. júní 1996 | Fastir þættir | 634 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bikarkeppnin

BORIST hafa úrslit úr þremur leikjum í bikarkeppninni. Tveir leikir voru spilaðir í Þönglabakka 1. Sv. Erlu Sigurjónsdóttur tapaði fyrir sv. Nectar með 72 impum gegn 120. Sv. Sigmundar Stefánssonar vann sv. Halldórs Svanbergssonar með 87 impum gegn 85 impum. Á sjómannadaginn spilaði sv. Granda hf. við sv. Magneu Bergvinsdóttur frá Vestmannaeyjum og fór sá leikur fram í húsnæði Granda hf. Meira
11. júní 1996 | Fastir þættir | 155 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids 1996

Spilamennskan í Sumarbrids 1996 heldur áfram og enn eykst þátttakan. Miðvikudaginn 5. júní spiluðu 30 pör tölvureiknaðan Mitchell-tvímenning með forgefnum spilum. Meðalskor var 420 og efstu pör urðu: NS-riðill Inga Bernburg ­ Halla Ólafsdóttir488 Gylfi Baldursson ­ Jón Hjaltason472 Esther Valdimarsd. Meira
11. júní 1996 | Í dag | 36 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Fríkirkjunni í Reykjavík af sr. Auði Eir Vilhjálmsdóttur Þórunn Sigurðardóttir og Kristján Þorbergsson.Með þeim á myndinni eru dætur þeirraBergrós og Bryndís María. Heimili þeirra er á Smáragötu 6, Reykjavík. Meira
11. júní 1996 | Dagbók | 713 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7 Meira
11. júní 1996 | Í dag | 340 orð

Einelti í Hólabrekkuskóla KONA hringdi og vildi taka undir

KONA hringdi og vildi taka undir með konunni sem talaði um einelti í Hólabrekkuskóla. Hún segist vita af a.m.k. fimm börnum í götunni sem hún býr við sem hafa orðið fyrir einelti. Henni finnst gott að þetta skyldi hafa komið fram í dagsljósið og vill að skólayfirvöld geri eitthvað í málinu. Meira einelti SIGRÚN hringdi og sagðist vita um eineltið í Hólabrekkuskóla. Meira
11. júní 1996 | Í dag | 24 orð

HlutaveltaÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu nýlega til sty

ÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu nýlega til styrktar krabbameinssjúkum börnum og varð ágóðinn 2.048 krónur. Þær heita Sara Sigurðardóttir, Vilfríður Hrefna Hrafnsdóttir og Stella Sigurðardóttir. Meira
11. júní 1996 | Fastir þættir | 1005 orð

Karpov og Kamsky hafa báðir unnið skák

Elista, Rússlandi, höfuðborg sjálfstjórnarlýðveldisins Kalmykíu.6. júní-14. júlí. TEFLDAR verða 20 skákir, annan hvern dag til 14. júlí, en sá sigrar sem fyrr hlýtur 10vinning. Karpov vann fyrstu skákina. Hún fór í bið eftir 57 leiki og Kamsky kaus að gefast upp í gærmorgun án frekari taflmennsku. Meira
11. júní 1996 | Dagbók | 123 orð

Krossgáta 2LÁRÉTT:

Krossgáta 2LÁRÉTT: - 1 gagnlegur hlutur, 8 sterk, 9 auðugur, 10 verkfæri, 11 aulana, 13 sigruðum, 15 svívirða, 18 málms, 21 löður, 22 dökkt, 23 byggt, 24 samkomulag. Meira
11. júní 1996 | Í dag | 59 orð

LEIÐRÉTT

Í BLAÐAUKANUM Húsinu og garðinum sem kom út á sunnudag láðist að geta nafna fólksins á forsíðumyndinni. Myndin er af frú Eugeníu Nielsen í Húsinu á Eyrarbakka, dætrum hennar og gestum, og er tekin um 1890. Ekkert edik í pestó Í SAMA blaði var einnig ofaukið ediki í pestó-uppskrift á blaðsíðu 9, sem leiðréttist hér með. Meira
11. júní 1996 | Fastir þættir | 560 orð

Miðnæturkeppni hjá Geysi

Hestamannafélagið Geysir hélt um helgina að líkindum eitt umfangsmesta félagsmót sem félagið hefur haldið til þessa. Þátttaka í gæðingakeppni var mikil auk þess sem mikill fjöldi hrossa kom fram á yfirlitssýningu kynbótahrossa á laugardag. Mótið hófst á föstudag og lauk síðdegis á sunnudag. Meira
11. júní 1996 | Fastir þættir | 684 orð

Óværan í garðinum

Í GREININNI Páskaliljur í steinhæðum varð okkur heldur betur á í messunni. Þar átti að birta mynd af febrúarlilju - Narc. cyclamineus, en myndin sem birtist var af "krínólilju" - Narc. bulbocodium. Myndatextann var svo illgerlegt að fá nokkurn botn í. Því er hér með beðist afsökunar og lofað bót og betrun. Baráttan við óværuna í garðinum er núna á fullu. Meira
11. júní 1996 | Fastir þættir | 404 orð

Sveiflur í gæðingakeppninni

NÝJA fyrirkomulagið í gæðingakeppninni bauð upp á æsispennandi keppni hjá Herði um helgina. Þar sveifluðust hestar upp og niður töfluna og boðið var upp á hörkuspennandi bráðabana þrigga hrossa um sæti á fjórðungsmóti, en gæðingakeppnin var um leið úrtökukeppni um þau sex sæti sem Hörður hefur í hverjum flokki. Meira
11. júní 1996 | Í dag | 408 orð

THYGLISVERÐAR upplýsingar komu fram hér í blaðinu um helgi

THYGLISVERÐAR upplýsingar komu fram hér í blaðinu um helgina um vinnubrögð kaffisala. Framleiðendur Gevalia-kaffis hafa verið sakaðir um að flytja inn gamalt kaffi og að hafa ætlað að leyna því með því að raða kaffinu í gám með þeim hætti að litlar líkur væru á, að það yrði upplýst. Meira
11. júní 1996 | Fastir þættir | 1469 orð

(fyrirsögn vantar)

A-flokkur gæðinga 1. Spá frá Varmadal, eig: Kristján Magnússon, kn: Erling Sigurðsson, 8,50. 2. Jarl frá Álfhólum, eig. og kn: Guðlaugur Pálsson, 8,50. 3. Þráður frá Hvítárholti, eig. og kn: Súsanna Ólafsdóttir, 8,41. 4. Prins frá Hörgshóli, eig: Þorkell Traustason, kn: Sigurður Sigurðarson, 8,41. 5. Draupnir frá Sauðárkróki, eig. og kn: Hákon Pétursson, 8,44. Meira

Íþróttir

11. júní 1996 | Íþróttir | 45 orð

4. umferð: Miðvikudaginn 12. júní: ÍA - Valu

4. umferð: Miðvikudaginn 12. júní: ÍA - Valur Keflavík - Leiftur KR - Breiðabilk ÍBV - Fylkir Fimmtudaginn 13. júní: Stjarnan - Grindavík 5. umferð: Sunnudaginn 16. júní: Valur - Keflavík Mánudaginn 24. júní: Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 167 orð

Ásmundur Haraldsson átti sendingu á Heimi Guðjónsson, sem var

Ásmundur Haraldsson átti sendingu á Heimi Guðjónsson, sem var við vítateig Vals á 34. mín. Heimir óð inn í vítateiginn hægra megin og upp að endamörkum og sendi þá knöttinn fyrir markið og þar var Guðmundur Benediktsson réttur maður á réttum stað og skallaði hann í vinstra markhornið. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 218 orð

Bikarmeistaramótið

1. umferð Sunnudaginn 9. júní fór fram fyrsta keppnin af fjórum í bikarmeistaramótinu í fjallahjólreiðum. Keppnin var haldin í Öskjuhlíð þar sem aðstaða til fjallahjólreiða er stórkostleg og voru úrslit sem hér segir: Meistaraflokkur 7 hringir 19,18 km mín.stig1. Guðmundur Vilhjálmsson51,57 60 2. Kristinn Morthens52,26 55 3. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 566 orð

Bjóst þrístökkvarinnSIGRÍÐUR ANNA GUÐJÓNSDÓTTIRvið Íslandsmeti?Átti að vera á ættarmóti

SIGRÍÐUR Anna Guðjónsdóttir þrístökkvari úr HSK stökk 13,07 metra á sunnudaginn og bætti þar með eigið Íslandsmet í greininni um fjörtíu sentimetra. Þetta gerði hún á móti sem haldið var í Laugardal til heiðurs Jóhanni Jóhannssyni, fyrrum formanni frjálsíþróttadeildar Ármanns, níræðum. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 151 orð

Breiðablik - ÍA2:0 Kópavogsvöllur, 1. deild kvenna í knatt

Kópavogsvöllur, 1. deild kvenna í knattspyrnu, 3 umferð, mánudaginn 10. júní 1996. Aðstæður: Hægviðri og völlurinn þokkalegur. Mörk Breiðabliks: Katrín Jónsdóttir (12.), Stojanka Nikolic (71.). Gult spjald: Margrét Ákadóttir, ÍA (56.) fyrir brot. Rautt spjald: Enginn. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 176 orð

Brynjar Karl til Ísafjarðar

BRYNJAR Karl Sigurðsson hefur verið ráðinn unglingaþjálfari hjá Körfuknattleiksfélagi Ísafjarðar. Hefur hann þegar tekið til starfa. Brynjar Karl hefur leikið með Val og mun leika með liði KFÍ sem leikur í fyrsta skipti í úrvaldsdeildinni í haust. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 673 orð

Ekkert stöðvar Jordan

Leikmenn Seattle SuperSonics sáu aldrei til sólar í þriðja leiknum gegn Chicago Bulls í baráttunni um NBA-meistaratitilinn þegar liðin mættust í Seattle í fyrrinótt. Chicago hreinlega valtaði yfir Seattle og þegar upp var staðið höfðu leikmenn gestanna gert 108 stig gegn aðeins 86 stigum heimamanna. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 338 orð

EMMANUEL Amunike

EMMANUEL Amunike sem í síðasta mánuði samþykkti tilboð frá Barcelona verður um kyrrt hjá félagi sínu Sporting Lissabon. Forráðamenn Barelona misstu allan áhuga á kappanum og afturkölluðu samninginn er í ljós kom að Amunike er meiddur í hné. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 72 orð

Englendingar gengu niðurlútir af velli

ENGLENDINGAR voru mjög óánægðir með leik sinn á móti Sviss í opnunarleik keppninnar fyrir framan 76 þúsund áhorfendur á Wembley-leikvanginum á sunnudaginn. Þeir höfðu gert sér miklar vonir fyrir keppnina en byrjunin lofar ekki góðu - jafntefli við Sviss og máttu þakka fyrir það. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 862 orð

Evrópukeppnin A-RIÐILL England - Sviss1:1 Wembley, Lundú

Wembley, Lundúnum: Mark Englands: Alan Shearer (23.). Mark Sviss: Kubilay Turkeyilmaz (83. - vsp.). Gult spjald: Rautt sjald: Enginn. Dómari: Manuel Diaz Vega frá Spáni. Áhorfendur: 76.000. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 539 orð

Eyjamenn héldu sjó

EYJAMENN geta talist góðir að hafa fengið öll þrjú stigin út úr viðeign sinni gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli á laugardaginn, lokatölur 3:2. Eyjamenn halda því sínu striki í efri hluta 1. deildar karla á sama tíma og Blikar verma botnsætið ásamt Keflavík með eitt stig að loknum þremur umferðum. "Við erum í leiðinlegri stöðu en verðum að vinna okkur út úr henni. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 25 orð

FÉLAGSLÍFAðalfundur Gróttu Aðalfundur Gr

Aðalfundur Gróttu verður haldinn í kvöld, þriðjudaginn 11. júní, í Grótturherberginu í íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi. Venjuleg aðalfundarstörf verða á fundinum sem hefst kl. 20. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 396 orð

Flugvélar, fallhlífar og fræknar hetjur

Evrópumeistaramótið í knattspyrnu var sett með glæsibrag á Wembley-leikvanginum í London síðastliðinn laugardag og milljónir sjónvarpsáhorfenda um heim allan fylgdust með því í beinni útsendingu þegar "knattspyrnan kom heim". Rúmlega 70. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 371 orð

Fyrsti sigur Rússa á einu af stórmótunum

RÚSSINN Yevgeny Kafelnikov varð á sunnudaginn fyrstur landa sinni til að sigra í einu af stóru mótunum fjórum í tennisheiminum er hann lagði Þjóðverjann Micahel Stich að velli í þremur settum, 7-6, (7-4), 7-5, 7-6, (7-4), í úrslitaleik þeirra félaga í Opna franska meistaramótinu. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 353 orð

Graf sigraði í fimmta sinn

Steffi Graf hefur aldrei þurft að hafa eins mikið fyrir sigri í Opna franska mótinu og nú er hún tryggði þar sigur í fimmta sinn er hún átti í höggi við spænsku snótina Arantxa Sanchez Vicario 6-3, 6-7,(4-7), 10-8. Þar með hefur Graf unnið eitt af stóru mótunum fjórum í nítján skipti, einu sinni oftar en Chris Evert og Martina Navratilova. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 141 orð

Guðmundur í stað Arnars

GUÐMUNDUR Sveinbjörnsson, kylfingur hjá Keili í Hafnarfirði, hefur ákveðið að gerast kennari klúbbsins í sumar en Arnar Már Ólafsson, sem verið hefur kennari þar undanfarin ár, hélt til Þýskalands um helgina þar sem hann hefur fengið starf sem golfkennari. Guðmundur er margreyndur kylfingur, hefur verið í Keili frá unga aldri, en hann stendur nú á þrítugu. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 52 orð

Gæti unnið 104 millj. DJARFUR fjárhættus

DJARFUR fjárhættuspilari hefur veðjað 5,2 milljónum á að Spánverjar mæti Ítölum í úrslitaleik Evrópukeppninnar þann 30. júní nk. Ef sá mikli fjármálamaður reynist sannspár mun hann verða 104 milljónum ríkari, en þess má til gamans geta að líkurnar á því að þessi tvö lið mætist í úrslitaleiknum eru 20:1. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 87 orð

HJÓLREIÐAR Reuter Tonkov fyrstur í Í

Reuter Tonkov fyrstur í Ítalíukeppninni PAVEL Tonkov færði Rússum sigur á sunnudag í Ítalíukeppninni í hjólreiðum í annað sinn á síðustu þremur árum. Keppnin stóð yfir í rúmlega 100 klukkustundir og voru hjólaðir3.990 km í 22 áföngum. Tonkov var rúmlega tveimur mínútum á undan Ítalanum Enrico Zaina sem varð annar. AbrahamOlano frá Spáni varð síðan þriðji. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 21 orð

Í kvöld

Knattspyrna Mjólkurbikarkeppni kvenna: Sauðárkrókur:Tindast. - KSkl. 20 Mjólkurbikarkeppni karla: Fáskrúðsfj.:Leiknir - Sindrikl. 20 3. deild karla: Sandgerði:Reynir - Dalvíkkl. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 84 orð

Ítalíukeppnin

Lokastaðan Ítalíukeppninni lauk á sunnudag og var lokastðan þessi. Tími sigurvegarans er í klukkutímum og síðan koma þeir næstu á eftir í mínútum. 1.Pavel Tonkov (Rússl.)105:20,23 2.Enrico Zaina (Ítalíu)2:43 3.Abraham Olano (Spáni)2:57 4.Piotr Ugrumov (Litháen)3:00 5. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 179 orð

J.J. mót Ármanns

Haldið á Laugardalsvelli 9. júní sl. 1.500 metra hlaup kvenna: Martha Ernstdóttir, ÍR4.36,13 Fríða Rún Þórðardóttir, Ármanni4.43,37 Steinunn Gísladóttir, UMSB5.06,88 4×100 metra boðhlaup karla: Landssveit41,22 (Ólafur Guðmundsson, Jón Arnar Magnússon, Bjarni Traustason, Jóhannes Marteinsson). Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 558 orð

Kanchelskis óhræddur

Mikil eftirvænting ríkir fyrir leik Ítala og Rússa, sem fram fer á Anfield Road í Liverpool í dag. Þjálfari Ítala, Arrigo Sacchi, hefur sagt við sína menn að þeir megi alls ekki bíða lægri hlut fyrir Rússum ætli þeir sér að komast upp úr hinum svokallaða "dauðariðli". Þjóðverjar verða að teljast líklegir sigurvegarar riðilsins eftir sannfærandi sigur á Tékkum sl. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 112 orð

Kohler ekki meira með J¨URGEN Ko

J¨URGEN Kohler, varnarmaður Þjóðverja, meiddist illa á hægri ökkla í upphafi leiksins gegn Tékkum á sunnudaginn og leikur ekki meira með í Evrópukeppninni. Kohler lýsti því yfir fyrir keppnina að þetta myndi verða hans síðasta stórmót og má því segja að endirinn hafi verið frekar snubbóttur hjá honum. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 401 orð

KR-ingar á toppinn

KR-INGAR náðu efsta sæti 1. deildar karla með því að sigra Valsmenn örugglega 3:0 á Laugardalsvelli í 3. umferð Íslandsmótsins á laugardaginn. Sigur KR-inga var síst of stór því yfirburðir þeirra voru miklir. Guðmundur Benediktsson skoraði tvö marka KR-inga og Ásmundur Haraldsson það þriðja. Guðmundur Benediktsson fór á kostum í leiknum. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 403 orð

KVA

ÚLFAR Jónsson, fyrrum Íslandsmeistari í golfi, keppti sem gestur á Opna Íslandsbankamótinu, sem fram fór á Keilisvelli í Hafnarfirði á laugardaginn. Hann lék á 64 höggum, sem er fjórum höggum undir pari vallarins. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 1006 orð

Lazorik og samherjar verða erfiðir við að eiga

MARGIR góðir leikmenn eru í liði Leifturs í Ólafsfirði í sumar. Vörn liðsins er sterk, miðjumennirnir duglegir og hugmyndaríkir og í fremstu röð fylkingarinnar er leikmaður sem sannarlega er í fremstu röð: Tékkinn Rastislav Lazorik, sem kom frá Breiðabliki fyrir leiktímabilið, Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 566 orð

Leiftur - ÍA4:3 Ólafsfjarðarvöllur, 1. deild karla í knattsp

Ólafsfjarðarvöllur, 1. deild karla í knattspyrnu ­ 3. umferð, laugardaginn 8. júní 1996. Aðstæður: Norðan gjóla og hálf kalt. Völlurinn ekki góður, laus í sér og mjúkur. Mörk Leifturs: Rastislav Lazorik 3 (12., 43., 85.), Sverrir Sverrisson (74.) Mörk ÍA: Mihajlo Bibercic (3.), Haraldur Ingólfsson (62.), Þorvaldur Jónsson (sjálfsmark 78. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 91 orð

Leiknir vann kæruna

LEIKNIR frá Fáskrúðsfirði vann kæruna gegn KVA og leikur því við Sindra í bikarkeppni KSÍ. Leiknir kærði leikinn gegn KVA í 1. umferð bikarkeppninnar, sem KVA vann, vegna þess að einn leikmaður KVA, sem lék umræddan leik, átti að vera í leikbanni. Leikur Leiknis og Sindra fer fram í kvöld. Það lið sem sigrar mætir 1. deildarliði Stjörnunnar í 32-liða úrslitum. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 387 orð

Léttleikandi Portúgalir í erfiðleikum með Dani

PORTÚGALIR sýndu mjög góðan leik er þeir gerðu jafntefli, 1:1, við Evrópumeistara Dani í opnunarleik D-riðils á Hillsborough í Sheffield á sunnudaginn. Það var aðeins fyrir frábæra frammistöðu Peters Schmeichels í markinu að þeir skorðu ekki fleiri mörk. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 464 orð

LISTAHÁTÍÐIR »Allir ættu að finna eitt-hvað við sitt hæfi álistahátíð

LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík var sett á dögunum og hver stórviðburðurinn rekur nú annan í borginni; sannkölluð veisla fyrir unnendur góðrar listar af ýmsu tagi. Önnur hátíð, sannkölluð listahátíð á vegum UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, var sett á laugardag suður í Lundúnum og nú sitja menn spenntir víða um heim, Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 33 orð

Markahæstir 5 - Bjarni Guðjónsson, ÍA, Guð

5 - Bjarni Guðjónsson, ÍA, Guðmundur Benediktsson, KR. 4 - Rastislav Lazorik, Leiftri. 3 - Sverrir Sverrisson, Leiftri 2 - Leifur Geir Hafsteinsson, ÍBV, Haraldur Ingólfsson, ÍA, Mihajlo Bibercic, ÍA, Kristinn Tómasson, Fylki. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 71 orð

Níu af hverjum tíum miðum seldir

RÚMLEGA níutíu af hundraði aðgöngumiða á leiki í Evrópukeppninni í knattspyrnu eru nú þegar seldir eftir því sem forráðamenn mótsins sögðu í gær. Er það mun betri sala en áætlanir gerðu ráð fyrir. Nú er uppselt á níu leiki og aðeins örfá sæti laus á fjóra leik til viðbótar. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 36 orð

Noregur

Noregur Vålerenga - Tromsö2:2 Brann - Molde4:0 Viking - Bodö/Glimt4:0 Rosenborg - Kongsvinger3:0 Moss - Strömsgodset5:2 Start - Skeid1:2 Lilleström - S Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 62 orð

Opna franska mótið

Úrslitaleikir Einliðaleikur kvenna: 1-Steffi Graf (Þýskal.) vann 4-Arantxa Sanchez Vicario (Spáni) 6-3, 6-7, (4-7), 10-8 Einliðaleikur karla: 6-Yevgeny Kafelnikov (Rússl.) vann 15-Michael Stich (Þýskal. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 127 orð

Opna Íslandsbankamótið

Á laugardaginn fór fram Opna Íslandsbankamótið hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Helstu úrslit: Úrslit án forgjafar: Guðjón G. Daníelsson, GK72 Jens Sigurðsson, GR73 Einar Bjarni Jónsson, GKJ74 Kári Jóhannsson, GKJ74 Magnús Hjörleifsson, KG74 Með forgjöf: Birgir Brynleifsson, GA, Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 306 orð

Óskabyrjun Þjóðverja

ÞJÓÐVERJAR byrjuðu Evrópukeppnina með glæsibrag. Þeir sigruðu Tékka sannfærandi 2:0 með mörkum frá Christian Ziege og Andy Möller með sex mínútna millibili í fyrri hálfleik. Eini skugginn á gleði Þjóðverja yfir sigrinum var að varnarmaðurinn sterki, J¨urgen Kohler, meiddist illa á hægri ökkla í upphafi leiks og getur ekki leikið meira með í keppninni. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 166 orð

Pele gagnrýndi Venables fyrir varnarleik

BRASILÍSKI knattspyrnusnillingurinn, Pele, gagnrýndi Terry Venables landsliðsþjálfara Englendinga fyrir of mikla varkárni í leik liðsins. Hann sagði í viðtali við dagblaðið Liverpool Echoá laugardaginn, fyrir opnunarleikinn, að heimamenn gætu ekki orðið Evrópumeistarar nema leika meiri sóknarknattspyrnu en áður. "Enska liðið hugsar meira um að tapa ekki en að vinna. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 339 orð

Perez bjargvættur

Varamaðurinn Alfonso Perez bjargaði stigi fyrir Spánverja með því að jafna með fyrstu snertingu sinni í leiknum gegn Búlgörum í B-riðli á Elland Road á sunnudaginn. Jöfnunarmarkið kom á 74. mínútu eftir að Hristo Stoichkov hafði komið Búlgörum yfir með marki úr vítaspyrnu níu mínútum áður. Alfonso, sem hafði verið inn á vellinum í aðeins nokkrar sekúndur, þegar hann jafnaði. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 39 orð

Rallýkross

Rallýkross flokkur Guðbergur Guðbergsson, Porsche 9113:57 Guðmundur Fr. Pálsson, Ford Escort4:06 Elías Pétursson, Fiat4:17 Krónuflokkkur Garðar Þór Hilmarsson, MMC Sapporo4:18 Ólafur Ingi Ólafsson, Toyota Corolla4:23 Sigurður Stefánsson, Toyota4:28 Teppaflokkur Hjálmar Hlöðversson, Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 93 orð

Rúnar tryggði stigið

RÚNAR Kristinsson tryggði liði sínu, Örgryte, eitt stig er AIK heimsótti Gautaborgarliðið í gærkvöldi í sænsku úrvalsdeildinni. AIK komst yfir í fyrri hálfleik en Rúnar jafnaði með góðu skoti beint úr aukaspyrnu á 61. mínútu. Örgyrte er í 5. til 7. sæti með 12 stig en Gautaborg er efst með 21 stig. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 216 orð

SIGURÐUR Grétarsson

SIGURÐUR Grétarsson, þjálfari Vals, lék ekki með liði sínu gegn KR. Hann er meiddur og sagðist vera klár í slaginn gegn ÍAannað kvöld. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 487 orð

Skotar stóðust pressuna

Hollendingar virtust hreinlega ætla að valta yfir Skota á upphafsmínútum fyrri hálfleiks þegar liðin mættust í öðrum leik A-riðils Evrópumótsins í knattspyrnu á Villa Park í Birmingham í gær. Það tók Skotana nokkrar mínútur að vakna til lífsins og Hollendingar fengu nokkur góð tækifæri til að skora í upphafi leiks en inn vildi knötturinn ekki. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 219 orð

Stórmót Þróttar

Mótið fór fram á tennisvöllum Þróttar við Holtaveg. Barna- og unglingaflokkar Snótir: Rebekka Pétursdóttir, Fjölni, sigraði Stellu Sverrisdóttur, Þrótti, 7­6. Snáðar: Þórir Hannesson, Fjölni, sigraði Helga Ólafsson, Fjölni, 6­1. Hnokkar.: Hafsteinn Kristjánsson, TFK, sigraði Frey Pálsson, Víkingi, 6­3, 7­6. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 72 orð

Sverrir vankaðist er hann gerði þriðja markið

SVERRIR Sverrisson vankaðist er hann gerði þriðja markið gegn ÍA og varð að fara af velli. Eftir að Gunnar Oddsson skallaði knöttinn til hans börðust þeir um boltann, Sverrir og Þórður markvörður, og sá fyrrnefndi hafði betur. Þórður reyndi að slá knöttinn frá en hitti ekki, heldur sló Sverri í gagnaugað með fyrrgreindum afleiðingum. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 535 orð

Svisslendingar settu skugga á gleði Englendinga

SVISSLENDINGAR settu skugga á gleði Englendinga með því að jafna, 1:1, undir lokin í opnunarleik Evrópukeppninnar á Wembley- leikvanginum á laugardaginn. Kubilay Turkeyilmaz jafnaði úr vítaspyrnu fyrir Sviss þegar sjö mínútur voru til leiksloka eftir að Alan Shearer hafði komið heimamönnum yfir á 23. mínútu. Enska liðið olli vonbrigðum í leiknum. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 469 orð

Tíundi sigur Frakka í röð

FRAKKAR, sem margir telja sigurstranglega í Evrópukeppninni í Englandi, hófu keppni í gær með 1:0 sigri á sterku liði Rúmena á St. James' Park í Newcastle. Christophe Dugarry gerði eina markið með skalla í fyrri hálfleik, eftir hroðalega mistök markvarðar Rúmeníu. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 212 orð

Tryggvi Guðmundsson tók hornspyrnu fyrir ÍBV frá hægri á 38.

Tryggvi Guðmundsson tók hornspyrnu fyrir ÍBV frá hægri á 38. mínútu og sendi háa sendingu inn á miðjan vítateiginn þar sem Leifur Geir Hafsteinsson stökk hæst og skallaði í hægra markhornið. Á 64. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 475 orð

Tvö met Jóhanni til heiðurs

TVÖ Íslandsmet í frjálsíþróttum voru sett á móti sem Ármann hélt á sunnudaginn til heiðurs Jóhanni Jóhannssyni fyrrum formanni frjálsíþróttadeildar og heiðursfélaga Glímufélagsins níræðum. Sigríður Anna Guðjónsdóttir, HSK, stökk 13,07 metra í þrístökki og svokölluð landssveit karla hljóp 4×100 metra boðhlaup á 41,22 sekúndum. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 328 orð

Tæpar þrjár mínútur voru liðnar er Mihajlo Bibercic

Tæpar þrjár mínútur voru liðnar er Mihajlo Bibercic skoraði. Ólafur Þórðarson sendi af hægri kanti yfir á fjærhelming vítateigsins, Haraldur Ingólfsson sendi viðstöðulaust með vinstra fæti til baka inn á markteig þar sem Bibercic var óvaldaður og skoraði auðveldlega af stuttu færi. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 196 orð

Veislan byrjuð

EVRÓPUKEPPNI landsliða í knattspyrnu hófst á laugardag í Englandi og hefur farið líflega af stað. Reyndar hefur ekki mikið verið skorað það sem af er, níu mörk í leikjunum sex. Englendingar og Svisslendingar gerðu jafntefli, 1:1, í fyrsta leiknum á laugardag. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 63 orð

Vésteinn: 62,78 m

VÉSTEINN Hafsteinsson náði besta árangri sínum á árinu á frjálsíþróttamóti í Helsingborg í Svíþjóð um helgina. Hann kastaði kringlunni 62,78 metra og hafnaði í öðru sæti í mótinu á eftir Nink Swansney frá Írlandi sem kastaði 64,38 metra. Knut Hjeltness frá Noregi varð þriðji með 60,06 metra. Vésteinn átti áður best 61,18 metra sem hann náði á móti í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 222 orð

Þríþraut KR

KR þríþraut 1996 fór fram í Vesturbæ Reykjavíkur. Alls voru skráðir 25 keppendur til leiks og luku 22 keppni. Keppnin hófst klukkan 10.15 og fengu keppendur gott veður. Full vegalengd í keppninni er 750 metra sund, 20 km hjól og 5 km hlaup. Sprettvegalengd er 400 metra sund, 10 km hjól og 2,5 km hlaup. Skipt var í flokka eftir aldri, 19 ára og yngri og 20 ára og eldri. Meira
11. júní 1996 | Íþróttir | 321 orð

(fyrirsögn vantar)

OPNUNARLEIK Evrópumótsins í knattspyrnu var sjónvarpað beint til 220 landa víðsvegar í heiminum og talið er að um 400 milljónir manna muni fylgjast með dýrðinni. Í keppninni allri verða hins vegar fjögur þúsund sjónvarps- og útvarpsþulir til taks og munu þeir flytja þjóðum sínum nýjustu fréttir af gangi mála á Englandi. Meira

Fasteignablað

11. júní 1996 | Fasteignablað | 434 orð

Deilur vegna 1000 ára ættaróðals

TVÆR systur af velskri landeigendaætt frá 9. öld eiga í málaferlum vegna þess að ættaróðalið, sem er meira en þúsund ára gamalt, hefur verið selt. Gwenllian Wynne-Burt segir eldri systur sína, Menna MacBain, hafa að engu haft hinstu ósk föður þeirra með því að selja óðalið og jarðir, sem hafa verið í ættinni í rúmlega 1000 ár. Meira
11. júní 1996 | Fasteignablað | 187 orð

Einbýlishús við Granaskjól

Hjá fasteignasölunni Valhöll er til sölu húseignin Granaskjól 3. Þetta er 245 fermetra einbýlishús með innbyggðum bílskúr. Að sögn Báðar Tryggvasonar hjá Valhöll er húsið byggt 1952 og skiptist í kjallara, hæð og ris. Meira
11. júní 1996 | Fasteignablað | 792 orð

Enn um greiðslumat

Það ætlar að ganga illa að koma því til skila út á hvað greiðslumatið í húsbréfakerfinu gengur. Þetta á reyndar sérstaklega við um suma þeirra sem starfa við húsnæðismál með ýmsum hætti, því misskilnings gætir enn í umfjöllun um þennan þátt hins opinbera húsnæðislánakerfis, þrátt fyrir að næstum því sjö ár séu liðin frá upphafi kerfisins. Meira
11. júní 1996 | Fasteignablað | 38 orð

Gamlir en glæsilegir

Stundum eru í gömlum húsum upprunalegir vaskar og innréttingar. Þá er oftar en ekki ómaksins vert að athuga rækilega hvort ekki er hægt að endurgera hið gamla. Árangurinn er stundum athyglisverður, eins og vaskarnir hér sýna. Meira
11. júní 1996 | Fasteignablað | 34 orð

Glæsilegt gluggaskraut

Glæsilegt gluggaskraut Það er ekki sama hvað fólk setur í gluggana hjá sér. Þeir eru jú ekki aðeins útsýni til umheimsins heldur líka sýn umheimsins á smekkvísi heimilismanna. Hér er glugga skrautið í glæsilegri kantinum. Meira
11. júní 1996 | Fasteignablað | 290 orð

Glæsileiki í fyrirrúmi

EIN eftirsóttustu byggingaverðlaun í Bretlandi, What House?", voru nýlega veitt. Af 101 fyrirtæki, sem tók þátt í keppninni, hlutu 36 verðlaun í 17 ólíkum flokkum. Nokkur fyrirtæki fengu þrenn verðlaun eða fleiri, en sigursælast var fyrirtækið Berkeley Homes, sem hlaut sex verðlaun. Meira
11. júní 1996 | Fasteignablað | 350 orð

Hús með verðlaunagarði í Setbergslandi

HJÁ fasteignasölunni Þingholti er til sölu hús á miklum útsýnisstað í Setbergslandi í Hafnarfirði. Húsið, sem stendur við Fagraberg 46, hét áður Sólberg. Það var innflutt frá Noregi og var í upphafi ein hæð, en húsið er timburhús, fyrst klætt að utan með standandi timburklæðningu og síðan með járni og að lokum múrað og málað. Síðar var byggt ofan á húsið rishæð og viðbygging. Meira
11. júní 1996 | Fasteignablað | 464 orð

Kaupendur fasteigna í Bretlandi njósna um nágranna

SÍFELLT verður algengara í Bretlandi að væntanlegir kaupendur fasteigna ráði einkaspæjara í sína þjónustu áður en þeir ákveða kaup á íbúð til að vera vissir um að fá ekki vonda nágranna, sem valda hávaða eða öðrum óþægindum. Meira
11. júní 1996 | Fasteignablað | 44 orð

Listræn skreyting

Ef fólk á gamla skápa og vill hafa þá alveg sérstaka þá er hér ein leið. Að vísu er ekki á hvers manns færi að skreyta húsgögn með þessum hætti en þá er hægt að leita til þeirra sem hæfileikana og kunnáttuna hafa. Meira
11. júní 1996 | Fasteignablað | 864 orð

Menntun húsasmiða Við þurfum að víkka sjóndeildarhring okkar og kynnast öðrum, segir Bjarni Ólafsson.En miklu máli skiptir, að

ÉG LEIT inn á skrifstofu Meistarafélags húsasmiða og ræddi þar við Arnljót Guðmundsson um horfur og verkefni í húsabyggingum í sumar. Á forsíðu síðasta Fasteignablaðs Morgunblaðsins var birt stutt grein um íbúðabyggingar á höfuðborgarsvæðinu, ásamt súlumynd eða línuriti til samanburðar fyrir árin 1994 og 1995. Meira
11. júní 1996 | Fasteignablað | 79 orð

Metsala í Danmörku

HÚSASALA í Danmörku hefur slegið öll met á þessu ári og segja fasteignasalar, að aprílmánuður hafi aldrei verið betri. Home-keðjan, sem selur fimmtu hverju íbúð af þeim, sem seljast í landinu, jók sölu sína um 27% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Meira
11. júní 1996 | Fasteignablað | 1550 orð

Miklir útivistarmöguleikar munu einkenna Staðahverfi

STAÐAHVERFI mun hafa yfir sér sérstakt yfirbragð. Því veldur nálægðin við sjóinn, en hverfið mun liggja meðfram ströndinni fyrir neðan Korpúlfsstaði með miklu útsýni til sjávar og til fjalla. Í Staðahverfi verður jafnframt einstök útivistaraðstaða, en þar er fyrirhugaður einn sérstæðasti golfvöllur landsins. Meira
11. júní 1996 | Fasteignablað | 330 orð

Nýbygging Sólningar við Smiðjuveg til sölu

HJÁ fasteignasölunni Húsakaupum er til sölu stórt atvinnuhúsnæði að Smiðjuvegi 72 í Kópavogi. Þetta er 1800 ferm. jarðhæð og 338 ferm. skrifstofuhæð. Húsnæðið er í eigu Sólningar og er að kalla nýtt, en byrjað var á byggingaframkvæmdum 1990 og þeim lokið 1995. Meira
11. júní 1996 | Fasteignablað | 88 orð

Nýtt og endurbætt húsnæði Sparisjóðsins

Sparisjóður Norðfjarðar tók nýlega í notkun nýtt og endurbætt húsnæði. Byggt var við húsið, sem er frá árinu 1979, og eldra húsnæðið endurbætt og er það nú um 260 fm að stærð. Vel hefur til tekist og er húsnæðið hið glæsilegasta og aðstaða mjög góð bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk. Þá hefur verið komið fyrir hraðbanka í sparisjóðnum en það er nýjung hér á staðnum. Meira
11. júní 1996 | Fasteignablað | 29 orð

Sérkennilegt hurðarlag

Sérkennilegt hurðarlag Hurðir geta verið með ýmsu móti. Hér er hurð út í garð úr stofu sem er með sérkennilegu lagi. Gæti verið skemmtileg tilbreyting frá því sem algengast er. Meira
11. júní 1996 | Fasteignablað | 628 orð

Staðreyndir um pexrör Það er til lítils að gefa upp hitastig og endingartíma á plaströrum, ef upplýsingar um þrýstiþol vantar,

ÍÞVÍ ölduróti sem er í lagnamálum hérlendis er nauðsynlegt að húsbyggjendur geti fengið óvilhallar og réttar upplýsingar um þau nýju lagnaefni sem eru komin á markað og eru að einhverju leyti að ýta eldri lagnaefnum til hliðar. Þetta á ekki síst við um plaströr, einkum krossbundin polyetenrör sem í daglegu tali eru kölluð pexrör. Meira
11. júní 1996 | Fasteignablað | 217 orð

Stórt hús á Siglufirði til sölu

HJÁ Fasteignamiðstöðinni er nú til sölu húseignin Suðurgata 6 á Siglufirði. " sagði Magnús Leopoldsson hjá Fasteignamiðstöðinni. Í þessu húsi eru þrjú sjálfstæð verslunarrými á fyrstu hæði ásamt skrifstofu og snyrtingu," sagði Magnús ennfremur. Á annarri hæð og í risi er íbúðarhæð og lagerpláss, sem hægt er að tengja saman. Meira
11. júní 1996 | Fasteignablað | 212 orð

Stórt hús við Bergstaðastræti

HJÁ Fasteignamarkaðnum er nú til sölu húseignin Bergstaðastræti 10A þar sem áður var til húsa fyrirtæki Einars Farestveit til margra ára. Húsið er að sögn Jóns Guðmundssonar hjá Fasteignamarkaðinum, rammgert steinhús, byggt árið 1929. Það er samtals að gólffleti 355 fermetrar og er kjallari, verslunarhæð og tvær skrifstofu- eða íbúðarhæðir. Meira
11. júní 1996 | Fasteignablað | 341 orð

Uppsveifla hjá dönskum verktökum

MIKLAR framkvæmdir við opinber mannvirki setja nú svip á Kaupmannahöfn og eiga mikinn þátt í því, að verktakastarfsemi á höfuðborgarsvæðinu hefur tvöfaldast á einu ári. Kostnaður við tíu stærstu verkefnin nemur um 400 milljörðum ísl. kr. og þar af um 380 milljörðum ísl. kr. við átta af þessum verkefnum, en þau eru á vegum opinberra aðila að meira eða minna leyti. Meira
11. júní 1996 | Fasteignablað | 383 orð

Virðulegt timbur hús í gamla bænum

STÓR og virðuleg timburhús í gamla bænum í Reykjavík hafa mikið aðdráttarafl fyrir marga. Hjá Eignamiðluninni er nú til sölu húseignin Miðstræti 7. Að sögn Magneu Sverrisdóttur hjá Eigna miðluninni er þetta járnklætt timburhús, byggt um 1906. Í því eru kjallari, tvær hæðir og ris. Meira
11. júní 1996 | Fasteignablað | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

11. júní 1996 | Úr verinu | 218 orð

Margir stefna í Smuguna

FJÖLDI íslenskra útgerða hyggur nú á Smuguveiðar á næstu vikum. Afli íslensku skipanna í Smugunni í fyrra var nokkru minni en árið 1994. Heildaraflamagn íslenskra skipa í Barentshafi var í fyrra 34.200 tonn og að verðmæti um 2,5 milljarðar króna. Árið 1994 veiddust um 37 þúsund tonn af þorski í Smugunni og var verðmæti aflans þá um 2,7 milljarðar króna. Meira
11. júní 1996 | Úr verinu | 143 orð

Mjölblandari fyrir SVN

Siglufirði - Nú er lokið smíði á þriðja mjölblandaranum fyrir loðnu- og síldarbræðslu hjá Vélaverkstæði SR-Mjöls á Siglufirði. Að þessu sinni var smíðaður mjölblandari fyrir Síldarvinnsluna hf. í Neskaupstað. En áður höfðu verið smíðaðir blandarar fyrir fiskimjölsverksmiðju Hraðfrystihúss Eskifjarðar og fyrir væntanlega loðnuverksmiðju í Helguvík. Meira
11. júní 1996 | Úr verinu | 536 orð

Norðmenn kröfuðst aflaheimilda í lögsögu okkar

ENN hefur slitnað upp úr viðræðum Íslands, Noregs og Rússlands um samkomulag um veiðar okkar Íslendinga í Barentshafi, einkum Smugunni. Þjóðirnar funduðu í Osló um helgina og voru bundnar töluverðar vonir um samkomulag, sérstaklega eftir óformlegar viðræður ráðmanna hér heima við sjávarútvegsráðherra Rússa. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.