Greinar sunnudaginn 30. júní 1996

Forsíða

30. júní 1996 | Forsíða | 141 orð

Aukin tengsl við íslömsk ríki

HINN nýi forsætisráðherra Tyrklands, Necmettin Erbakan, hét því í gær að viðhalda góðum tengslum við Vesturlönd en sagði að jafnframt því væri ætlun stjórnar hans að auka samskiptin við íslömsk ríki. Erbakan er formaður Velferðarflokks heittrúarmanna sem myndaði á föstudag ríkisstjórn með flokki fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Sannleiksstígi Tansu Ciller. Meira
30. júní 1996 | Forsíða | 243 orð

Iðnríkin og Rússar hóta Serbum refsiaðgerðum

LEIÐTOGAR sjö helstu iðnríkja heims og Rússlands, hótuðu því í gær að gripið yrði til viðskiptaþvingana, hyrfi Radovan Karadzic, "forseti" Bosníu-Serba ekki þegar frá völdum. Þá lýstu leiðtogarnir þeirri skoðun sinni að halda ætti til streitu þeirri stefnu sem mörkuð hefði verið í friðarsamningum Ísraela og Palestínumanna um "land fyrir frið". Meira
30. júní 1996 | Forsíða | 335 orð

Jeltsín sagður þurfa hvíld

AÐSTOÐARMAÐUR Borísar Jeltsín Rússlandsforseta, sagði í gær að forsetinn yrði fullur baráttumóðs að einum til tveimur dögum liðnum. Nú þyrfti hann hins vegar á hvíld að halda, álagið á rödd hans hefði orðið of mikið í kosningabaráttunni. Meira

Fréttir

30. júní 1996 | Innlendar fréttir | 170 orð

22.000 gestir hafa komið

GESTIR á Listahátíð hafa verið um 22.000 að sögn Signýjar Pálsdóttur framkvæmdastjóra, sem er 2.000 meira en á síðustu hátíð. Átt er við þá sem keypt hafa aðgang að tilteknum viðburðum og gestir á myndlistarsýningar því undanskildir. Búið var að selja 1.600 miða í gærdag á tónleika sinfóníuhljómsveitarinnar í Berlín að Signýjar sögn og bjóst hún við að gestir gætu orðið 2.000. Meira
30. júní 1996 | Innlendar fréttir | 539 orð

Allt er þegar þrennt er

Veiðisögur eru byrjaðar að sytra af bökkum vatnanna. Pétur Pétursson upplifði eina austur í Stóru- Laxá í Hreppum á dögunum og var atburðarásin með þeim hætti að Pétur gleymir deginum seint. Pétur segir svo frá, að hann hafi verið með nokkrum félögum sínum á efsta svæðinu í ánni. Enginn lax hafði verið færður til bókar, en menn sem voru að hætta höfðu séð líf og misst tvo. Meira
30. júní 1996 | Innlendar fréttir | 116 orð

Árekstur á Reykjanesbraut

BIFREIÐ af gerðinni Fiat Uno var ekið í veg fyrir jeppa á Reykjanesbraut, skammt vestan við Kúagerði um tíuleytið í gærmorgun. Fiat-bifreiðin var á leið til Reykjavíkur og sneri ökumaður við á veginum þegar hann ók fram á bifreið kunningja síns í vegkantinum. Meira
30. júní 1996 | Innlendar fréttir | 94 orð

Bílveltavið Svínavatn

BÍLL valt í Grímsnesi við Svínavatn á föstudag og hafnaði á hvolfi ofan í skurði. Hjón voru í bílnum og voru þau flutt til skoðunar á Sjúkrahúsið á Selfossi en þau reyndust ómeidd. Erfiðlega gekk að ná bílnum upp úr skurðinum þar sem hann var fastur í vatni og drullu. Fyrst var reynt að ná honum upp með krana en árangurslaust. Meira
30. júní 1996 | Erlendar fréttir | 100 orð

Búist við sigri þjóðernissinna

FASTLEGA er búist við því að flokkar þjóðernissinnaðra Króata og múslima muni bera sigur úr býtum í kosningum sem fram fara í borginni Mostar í Bosníu í dag. Kosningarnar eru þær fyrstu sem fram fara í landinu eftir að friður komst þar á, og verður því horft til þeirra vísbendinga sem þær gefa um afstöðu almennings í þessu stríðshrjáða landi. Meira
30. júní 1996 | Innlendar fréttir | 220 orð

Eftirvænting og spenna

MIKIL eftirvænting og spenna var ríkjandi á kosningaskrifstofum forsetaframbjóðenda á kjördag. Kosningaskrifstofa Ástþórs Magnússonar var þó lokuð þegar Morgunblaðið kom þar að. Á skrifstofum Guðrúnar, Péturs og Ólafs var boðið upp á akstur á kjörstað, og virtust nokkuð margir hafa hug á að nýta sér þá þjónustu. Meira
30. júní 1996 | Innlendar fréttir | 62 orð

Eldur í gámi

ELDUR kom upp í gámi sem stóð við hús Lýsis hf. við Grandaveg í Reykjavík snemma í gærmorgun. Eldurinn hafði náð að brjóta sér leið gegnum glugga á húsinu þegar slökkvilið mætti á staðinn. Að sögn varðstjóra í slökkviliðinu munaði litlu að eldurinn næði að læsa sig í húsið. Mestar líkur eru taldar á að kveikt hafi verið í gámnum. Meira
30. júní 1996 | Erlendar fréttir | 131 orð

Geisaði ebóla í Aþenu?

PLÁGA sem varð um 300.000 mans að bana í Aþenu á árunum 430 til 425 fyrir Krist gæti hafa verið ebóla, að sögn Patricks Olsons, farsóttasérfræðings við háskólasjúkrahús í San Diego. Veikin kom upp er Spartverjar sátu um Aþenu og lýsir sagnfræðingurinn Þúkídídes, er sjálfur sýktist, einkennunum í ritum sínum um Pelópsskagastríðin. Sjúklingarnir fengu m.a. Meira
30. júní 1996 | Innlendar fréttir | 350 orð

Hásetahluturinn um ein milljón króna

GUÐFINNUR KE 19 kom til hafnar í Sandgerði á föstudagskvöldið með 14 tonn af rækju sem er metafli á rækju. Veðrið skartaði sínu fegursta. Sigðurður Friðriksson er skipstjóri á Guðfinni, landsþekkt aflakló, og gerir hann einnig út. "Við byrjuðum á rækjunni eftir sjómannadaginn 4. júní og þetta hefur gengið þokkalega síðan. Meira
30. júní 1996 | Innlendar fréttir | 314 orð

Heittrúarmenn í stjórn SAMKOMULAG náðist á

SAMKOMULAG náðist á föstudag á milli Velferðarflokks heittrúarmanna í Tyrklandi og flokks Tansu Ciller, Sannleiksstígsins, um myndun stjórnar þar í landi. Verður Necmettin Erbakan, leiðtogi Velferðarflokksins, forsætisráðherra, fyrstur heittrúarmanna frá því að Tyrkland varð lýðveldi árið 1923. Meira
30. júní 1996 | Erlendar fréttir | 56 orð

Jafntefli

STÓRMEISTARARNIR Anatólí Karpov og Gata Kamsky sömdu á föstudag um jafntefli í 12. skákinni í einvígi þeirra um heimsmeistaratitil Alþjóða skáksambandsins (FIDE). Staðan í einvíginu er nú þannig, að Karpov hefur sjö og hálfan vinning á móti fjórum og hálfum vinningi Kamskys. Karpov vantar þá þrjá vinninga til þess að bera sigur úr býtum. Meira
30. júní 1996 | Erlendar fréttir | 137 orð

Kenna IRA um tilræði

BRESK stjórnvöld sögðu í gær allt benda til þess að írski lýðveldisherinn hefði staðið að baki sprengjutilræði við breska herstöð í Þýskalandi á föstudag. Sagði John Major forsætisráðherra að reyndist það rétt vera, einangraði það samtökin og stjórnmálaarm þeirra, Sinn Fein, enn frekar en orðið væri. Meira
30. júní 1996 | Innlendar fréttir | 212 orð

Kjörsókn svipuð og í fyrra

ÚTLIT var um miðjan dag í gær fyrir að kjörsókn í Reykjavík yrði svipuð í forsetakosningunum og í alþingiskosningunum á síðasta ári. 14.704 höfðu greitt atkvæði í Reykjavík kl. 13, en það er 18,5% kjörsókn. Í fyrra var kjörsókn í Reykjavík 18,9% á hádegi. Í Grímsey höfðu 65% kjósenda greitt atkvæði á hádegi og búist var við að kosningu lyki þar milli kl. 2 og 3. Meira
30. júní 1996 | Innlendar fréttir | 158 orð

Klippur og fallbyssur

FALLBYSSUR, varðskip og togvíraklippur eru meðal þess sem hægt verður að sjá á sögusýningu Landhelgisgæslunnar sem opnuð verður í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu á morgun. Tilefni sýningarinnar er að á morgun, 1. júlí, eru 70 ár liðin síðan Íslendingar tóku sjálfir við gæslu landhelginnar. Meira
30. júní 1996 | Innlendar fréttir | 154 orð

Kreddur ráða ferðinni

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem lauk í Aberdeen í Skotlandi í fyrradag, muni ekki hafa áhrif á það hvaða afstöðu Íslendingar kunni að taka í hvalveiðimálum í framtíðinni. Meira
30. júní 1996 | Innlendar fréttir | 759 orð

Norræn hönnun traustvekjandi

ÁSRÚN Kristjánsdóttir var nýlega gerð að heiðursfélaga Svensk Form, samtaka sænskra hönnuða. Ásrún hefur unnið að framgangi hönnunar á Íslandi um árabil og setið í stjórn hagsmunafélaga á því sviði og gegnt formennsku. Meira
30. júní 1996 | Landsbyggðin | 118 orð

Nýir rekstraraðilar Shellskálans á Egilsstöðum

NÝIR aðilar hafa tekið við rekstri Shellskálans á Egilsstöðum. Það eru þau Berglind F. Steingrímsdóttir og Gestur Kr. Gestsson. Þau hafa gefið staðnum nafnið Skógarnesti og ætla að leggja áherslu á góða þjónustu, fallegt umhverfi og þarfir fólks með börn. Meira
30. júní 1996 | Innlendar fréttir | 237 orð

Nýsmíðaður Brúarfoss

NÝR Brúarfoss á að leggjast að bryggju í Reykjavík í fyrramálið. Brúarfoss er 12.500 tonna gámaskip og stærsta skip Eimskips. Það var smíðað í Stocznia Szczecinski skipasmíðastöðinni í Stettin í Póllandi og afhent við hátíðlega athöfn þar í borg 21. júní síðastliðinn. Er þetta fyrsta skipið sem Eimskip lætur smíða frá árinu 1971 að Mánafoss var smíðaður í Álaborg. Meira
30. júní 1996 | Innlendar fréttir | 61 orð

Sendiherraskipti hjá Bandaríkjamönnum

SENDIHERRA Bandaríkjanna, Parker Borg, lætur bráðlega af störfum. Nýr sendiherra, Dav Mount, sem er háttsettur starfsmaður í bandaríska utanríkisráðuneytinu, mun væntanlega taka við í lok ágúst. Samkvæmt upplýsingum frá blaðafulltrúa bandaríska sendiráðsins flyst Parker Borg til í starfi samkvæmt venjum bandarísku utanríkisþjónustunnar, Meira
30. júní 1996 | Innlendar fréttir | 134 orð

Sjálfstæðisflokkurinn fengi níu borgarfulltrúa

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN í Reykjavík hlyti 9 borgarfulltrúa kjörna og 56,4% atkvæða, samkvæmt skoðanakönnun DV sem blaðið birti í gær. R-listinn fengi 6 fulltrúa, saamkvæmt könnuninni og 43,6% atkvæða. Úrtakið í skoðanakönnuninni var 424 kjósendur í Reykjavík, þar af 216 karlar og 208 konur. Könnunin var gerð á fimmtudagskvöldið og var gerð af markaðsdeild Frjálsrar fjölmiðlunar hf. Meira
30. júní 1996 | Innlendar fréttir | 340 orð

Skoðanakannanirvegna forseta-framboðs

SAMKVÆMT könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið, sem birt var á þriðjudag á fylgi forsetaframbjóðenda var fylgi við Ólaf Ragnar Grímsson 41,7%, við Pétur Hafstein 33,3%, við Guðrúnu Agnarsdóttur 20,1% og við Ástþór Magnússon 4,9%. Meira
30. júní 1996 | Innlendar fréttir | 173 orð

Skrifstofa forsetaembættisins verður flutt

RÍKISSTJÓRN Íslands hefur fest kaup á Sóleyjargötu 1, sem var í eigu Gísla Arnar Lárussonar. Ætlunin er, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, að skrifstofur forsetaembættisins, sem eru í stjórnarráðinu, flytjist að Sóleyjargötu 1, en í því húsi hafa áður búið tveir fyrrverandi forsetar lýðveldisins, þeir Sveinn Björnsson og dr. Kristján Eldjárn. Meira
30. júní 1996 | Innlendar fréttir | 45 orð

Spóar í Gálgahrauni

FJÓRIR spóaungar brutust úr eggjum sínum í Gálgahrauni fyrir skömmu. Á fremstu myndinni má sjá að göt eru komin á skurninn og á þeirri næstu hefur fyrsti unginn litið dagsins ljós. Á þriðju myndinni eru ungarnir fjórir skriðnir úr eggjunum. Meira
30. júní 1996 | Innlendar fréttir | 89 orð

Sumarferð eldri borgara í Dómkirkjusókn

EFNT verður til sumarferðar eldri borgara í Dómkirkjusókn miðvikudaginn 3. júlí. Farið verður frá Dómkirkjunni kl. 13 og ekið að Breiðabólstað í Fljótshlíð þar sem sr. Sváfnir Sveinbjarnarson prófastur mun taka á móti hópnum og sýna hina merku kirkju sem Rögnvaldur Ólafsson gerði uppdrætti að og segja sögu staðarins. Þaðan verður ekið að Hvolsvelli þar sem kaffi verður drukkið. Meira
30. júní 1996 | Erlendar fréttir | 69 orð

SÞ lengurá Haítí

ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna samþykkti á föstudag að framlengja dvöl friðargæsluliða á Haítí um fimm mánuði. Að kröfu Kínverja verður hins vegar fækkað í liðinu og því gefið nýtt heiti. Kínverjar eru stjórnvöldum á Haítí reiðir fyrir að þau skuli hafa stofnað til stjórnmálatengsla við Taívan. Hins vegar sjá þeir sér ekki fært að standa gegn friðargæslunni, m.a. Meira
30. júní 1996 | Innlendar fréttir | 295 orð

Tilboðsbréf vegna fjármagnstekjuskatts

LANDSBANKINN hyggst bjóða viðskiptavinum sínum nýtt innlánsform, svokölluð afmælisbréf, í tilefni af 110 ára starfsafmæli bankans. Bréfin verða boðin í júlímánuði og eru bundin í eitt ár. Brynjólfur Helgason aðstoðarbankastjóri Landsbankans segir að bréfin beri 11% vexti fyrri hluta binditímans, það er til áramóta, og 3% fram á mitt næsta ár. Þau eru óverðtryggð. Meira
30. júní 1996 | Innlendar fréttir | 77 orð

Tveir bátarvélarvana

BÁTURINN Víkingur ÞH varð vélarvana 7 mílur norður af Öndverðarnesi um kl. 3 aðfaranótt laugardags, en hann var á leið til Raufarhafnar. Björgunarbátur Slysavarnafélagsins á Rifi, Gísli J. Johnsen, fór bátnum til aðstoðar og dró hann til Tálknafjarðar. Meira
30. júní 1996 | Landsbyggðin | 60 orð

Þeyr í nýtt húsnæði

VIKUBLAÐIÐ Þeyr hefur flutt í stærra húsnæði og hefur tækjabúnaður og þjónusta fyrirtækisins stóraukist. Er t.d. boðið upp á auglýsingagerð, grafíska hönnun, skönnun litmynda o.fl. Hjónin Ingibjörg Torfhildur Pálsdóttir og Eiður Örn Eiðsson eiga og starfa við fyrirtækið, jafnframt því að eiga og reka gistihúsið Ásgeirshús. Meira

Ritstjórnargreinar

30. júní 1996 | Leiðarar | 836 orð

AÐ LOKNUM FORSETAKOSNINGUM

AÐ LOKNUM FORSETAKOSNINGUM EGAR þetta tölublað Morgunblaðsins kemur fyrir augu lesenda er ýmist skammt í að kjörstöðum vegna forsetakosninga verði lokað eða að úrslit í kosningunum liggja þegar fyrir. Meira
30. júní 1996 | Leiðarar | 1926 orð

BANDARÍKIN OG KÍNA náðu um miðjan mánuðinn samkomulagi er kom í veg

BANDARÍKIN OG KÍNA náðu um miðjan mánuðinn samkomulagi er kom í veg fyrir viðskiptastríð milli ríkjanna. Bandaríkjastjórn hafði boðað refsiaðgerðir gegn Kína ef ekki yrði gripið til aðgerða vegna víðtækra brota á höfunda- og einkarétti og Kínverjar hótað að svara í sömu mynt. Deila þessi hafði staðið í rúmt ár en á síðustu stundu náðist málamiðlun þar sem Kínverjar skuldbundu sig m.a. Meira

Menning

30. júní 1996 | Fólk í fréttum | 450 orð

ÁRÁSIN Á ALCATRAZ

Leikstjóri: Michael Bay. Framleiðendur: Don Simpson og Jerry Bruckheimer. Aðalhlutverk: Sean Connery, Nicholas Cage, Ed Harris. Hollywood Pictures. 1996. SÖGUÞRÁÐURINN í hasarmyndunum frá Hollywood gerist æ villtari. Lítum á Klettinn, nýjustu (og síðustu) sumarsprengjuna frá framleiðendadúettnum Don Simpson og Jerry Bruckheimer. Meira
30. júní 1996 | Fólk í fréttum | 171 orð

Björgvin í öðru sæti

BJÖRGVIN Halldórsson náði öðru sæti í alþjóðlegu söngvarakeppninni í Pamukkele sem fór fram 20.-23. júní. Alls voru 16 þjóðir sem tóku þátt í keppninni og varð söngkona frá Búlgaríu í fyrsta sæti og söngvari frá Ástralíu í því þriðja. Björgvin söng tvö lög í keppninni. Meira
30. júní 1996 | Fólk í fréttum | 68 orð

Blásið til ferðar

BOSSANOVA og Brassbandið héldu tónleika fyrir vini og velunnara sína sl. fimmtudagskvöld en þeir héldu til Kaupmannahafnar daginn eftir með viðkomu í Gautaborg og víðar, þar sem þeir munu taka þátt í tónlistarhátíðum. Á tónlistarhátíð í Kaupmannahöfn munu þeir frumflytja lag eftir Ríkharð Örn Pálsson sem ber nafnið Icelandic Raphsody. Meira
30. júní 1996 | Fólk í fréttum | 416 orð

Einskonar kabarettsveit

Jæja vinur, geisladiskur hljómsveitarinnar Texas Jesús. Hljómsveitina skipa Jonni, sem leikur á trommur og sitthvað fleira slagverk, Lára, sem leikur á trompet, Matti, sem leikur á hljómborð, Siggi, sem syngur og leikur á ýmislegt slagverk, Sverrir, sem leikur á bassa meðal annars, og Þröstur, sem leikur á gítar. Lög eru flest eftir Jonna, Láru, Matta, Sigga, Sverri, Einar og Þröst. Meira
30. júní 1996 | Fólk í fréttum | 78 orð

Eins og engill

FYRIRSÆTAN Christie Brinley heillaði fólk á dögunum er hún birtist í boði fyrir stórstjörnurnar í síðum, hvítum, glitrandi kjól. Þó var í einhverjum hornum pískrað um að hún hefði verið í ótrúlega líkum kjól í síðasta mánuði við einhverja athöfnina. Meira
30. júní 1996 | Menningarlíf | 188 orð

"Eitt sinn skal hver deyja"

ÚT ER komin á vegum Mokka- press bókin "Eitt sinn skal hver deyja" í ritstjórn Sigurjóns Baldurs Hafsteinsonar mannfræðings. Bókin, sem jafnframt er sýningarskrá í tengslum við ljósmyndasýningar á Mokka-kaffi og Sjónarhóli, sem standa nú yfir, hefur að geyma fjórtán ritgerðir er fjalla um dauðann í íslenskum veruleika út frá ýmsum sjónarhornum og frá ýmsum tímum. Meira
30. júní 1996 | Menningarlíf | 139 orð

"Frátekið borð" á Kaffi Króki

FÉLAGAR úr Höfundarsmiðju Leikfélags Reykjavíkur eru að leggja land undir fót og munu sýna örlagafléttuna "Frátekið borð" eftir Jónínu Leósdóttur á Kaffi Króki á Sauðárkróki miðvikudaginn 3. júlí kl. 20.30, á Listasumri á Akureyri föstudaginn 5. og laugardaginn 6. júlí í Deiglunni kl. 20.30. Meira
30. júní 1996 | Fólk í fréttum | 582 orð

Fyrirtaks safnplata

Tónlist úr leikritinu Stone Free. Flytjendur eru meðal annars Jón Ólafsson hljómborðsleikari, sem einnig stýrði upptökum, Daníel Ágúst Haraldsson, Eggert Þorleifsson, Emilíana Torrini og Ingvar Sigurðsson sem syngja, Guðmundur Pétursson sem leikur á gítar og syngur, Stefán Hjörleifsson sem leikur á gítar, Meira
30. júní 1996 | Bókmenntir | 374 orð

Góð byrjun

eftir Þyrí Höllu Steingrímsdóttur. Reykjavík 1996. FYRSTA ljóðabók Þyríar Höllu Steingrímsdóttur, Skýjabólstrar, hefst á tilvitnun í fræg orð bandaríska ljóð- og leikskáldsins, Archibald MacLeish (1892-1982), um það að ljóð eigi ekki að merkja neitt, heldur aðeins vera: "A poem should not mean, but be. Meira
30. júní 1996 | Menningarlíf | 146 orð

Heiðursfélagi sænskra hönnunarsamtaka

ÁSRÚN Kristjánsdóttir myndlistarmaður og formaður félagsins Form Ísland var gerð að heiðursfélaga félagsins Svensk Form á fundi hönnunarráðs Skandinavíu í Kalmar í Svíþjóð nýlega. Ráðið samanstendur af formönnum hönnunarsamtaka í hverju landi og voru formenn hinna samtakanna einnig gerðir að heiðursfélögum við sama tækifæri. Meira
30. júní 1996 | Fólk í fréttum | 99 orð

Heimakært kærustupar

STÓRTENÓRINN Luciano Pavarotti og unga kærastan hans eru mjög heimakær. Nicoletta Mantovani segir í viðtali við breskt tímarit að þau hafi rætt um barneignir og þau myndu helst vilja eiga tvö börn. Þau hafa meira að segja valið nöfnin nú þegar. Það eina sem þau eru ósammála um er matur. Meira
30. júní 1996 | Menningarlíf | 124 orð

Í fjörtíu daga

ÚT er komin ljóðabókin Í fjörtíu daga eftir Þorgerði Sigurðardóttur sem er starfandi myndlistarmaður. Bókin hefur að geyma 32 ljóð og fjórar litmyndir eftir hana. Ljóðin og myndirnar eru frá sumri og hausti 1994. Tilefni verksins er skilnaður eftir 28 ára hjónaband. Það lýsir, reiði, sársauka, von og ást. Meira
30. júní 1996 | Myndlist | -1 orð

"Íslenzk náttúrusýn"

Opið daglega frá kl. 10­18. til 31 ágúst. Aðgangur 150 krónur. Sýningarskrá 1.250 krónur. Á FÁUM árum hefur orðið mikil viðhorfsbreyting í íslenzkri myndlist, sem kemur helzt fram í því, að núlistamenn eru í auknum mæli farnir að sækja sér viðfangsefni til íslenzkrar náttúru. Meira
30. júní 1996 | Fólk í fréttum | 57 orð

Jassað á Egilsstöðum

Egilsstöðum - NÍUNDA Jasshátíð Egilsstaða var sett nú um helgina á Hótel Valaskjálf. Það var Jasssmiðja Austurland undir stjórn Einars Braga Bragasonar, ásamt söngkonunni Aðalheiði Borgþórsdóttur, sem opnaði. Hátíðin stendur alla helgina til sunnudags 30. júní. Skipuleggjandi Jasshátíðar Egilsstaða er Árni Ísleifs. Meira
30. júní 1996 | Menningarlíf | 108 orð

Jutikkala verðlaunaður fyrir vísindastörf

HELSINGFORSBORG hefur stofnað til nýrra verðlauna fyrir vísindastörf. Verðlaunin nema 50 þús. finnskum mörkum (um það bil 680 þús. ísl. kr.). Verðlaunin hafa nú verið veitt í fyrsta sinn og hlaut þau Eino Jutikkala prófessor sem einnig á sæti i Finnsku akademíunni. Meira
30. júní 1996 | Menningarlíf | 162 orð

Konunglegt hrafnaspark

Konunglegt hrafnaspark HAFI menn haldið það einfalt mál að grúska í gömlum bréfum, ættu þeir að líta betur á þetta bréf, sem sérfræðingar breska landsbókasafnsins hyggjast komast til botns í. Meira
30. júní 1996 | Fólk í fréttum | 292 orð

Lengi von á einum

Í VALI breska blaðsins Mojo á 100 bestu gítarleikurum sögunnar varð Bretinn Peter Green í þriðja sæti. Með því skaut hann Eric Clapton, B.B. King, Jeff Beck, Eddie Van Halen, Stevie Ray Vaughan, Johnny Marr og fleiri mikilmennum ref fyrir rass og það þótt hann hafi ekki leikið opinberlega í tólf ár. Meira
30. júní 1996 | Menningarlíf | 59 orð

Nýjar bækur FERTUGASTI og fyrsti árgangur þýska bókmennt

FERTUGASTI og fyrsti árgangur þýska bókmenntatímaritsins die horen er kominn út. Tölublaðið flytur ljóð átta íslenskra skálda. Þau eru: Snorri Hjartarson, Baldur Óskarsson, Thor Vilhjálmsson, Steinunn Sigurðardóttir, Sjón, Linda Vilhjálmsdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir og Gyrðir Elíasson. Meira
30. júní 1996 | Fólk í fréttum | 79 orð

Pönnukökur og kleinur

ÍSLENDINGAFÉLAGIÐ í Norfolk minntist þjóðhátíðardagsins með strandhátíð líkt og undanfarin ár. Um 90 manns sóttu hátíðina, en mjög gott veður var þennan dag. Skemmtu gestir sér hið besta við spjall, leiki og söng, að ógleymdri hinni hefðbundnu matarveislu. Á borðum voru snittur, kleinur og pönnukökur sem félagskonur höfðu bakað. Meira
30. júní 1996 | Menningarlíf | 141 orð

Sumardagskrá Norræna hússins

ÝMISS KONAR starfssemi verður í Norræna húsinu í sumar. Má þar nefna liði eins og Ísland í dag sem verður á dagskrá alla sunnudaga kl. 17.30 en þar fjallar Einar Karl Haraldsson um íslenskt samfélag og það sem efst er á baugi í íslenskum þjóðmálum hverju sinni. Þetta er sjötta sumarið sem Norræna húsið stendur fyrir fyrirlestrum fyrir norræna ferðamenn. Sunnudaginn 30. Meira
30. júní 1996 | Menningarlíf | 240 orð

Tímarit

ÚT er komið tímaritið Bjartur og frú Emilía fyrsta tölublað ársins 1996 og er það að þessu sinni tileinkað himnaríki. Í kynningu segir: "Að baki tímaritsheftinu liggur, aldrei þessu vant, vísir að hugsun. Meira
30. júní 1996 | Fólk í fréttum | 92 orð

Tónleikar í Hyde Park

TÓNLISTIN ómaði yfir Hyde Park í gær þegar gömlu rokkararnir úr Who, ásamt þeim Eric Clapton og Bob Dylan tóku lagið og spiluðu. Trúlegt er að áhorfendur hafi verið í eldri kantinum en þó mun eitthvað af yngra fólki hafa slæðst með því nýliðinn Alanis Morissette lagði grömlu brýnunum lið, en Morissette hefur notið gífurlegra vinsælda í vetur. Meira
30. júní 1996 | Menningarlíf | -1 orð

Tónleikar til styrktar Minningarsjóði Flateyrar

Flateyri. Morgunblaðið. Fyrrverandi tónlistarkennari við Tónlistarskóla Flateyrar, David Enns, hélt tónleika til styrktar minningarsjóðnum. Í stuttu samtali við Mbl. kom fram að hann hyggst halda af landi brott til annarra starfa í heimalandi sínu, Kanada, ásamt vesturíslenskri konu sinni. Meira
30. júní 1996 | Menningarlíf | 165 orð

Tveggja boga leikur

SELLÓLEIKARINN Frances- Marie Uitti hefur vakið óskipta athygli tónleikagesta í London en hún hefur náð tökum á þeirri óvenjulegu aðferð að leika á hljóðfæri sitt með tveimur bogum samtímis. Uitti gerði tilraun með þessa aðferð vegna þess að henni þótti hinn hefðbundni bogi takmarka mjög leik sinn og tjáningu. "Ég fékk þetta vandamál bókstaflega á heilann. Meira
30. júní 1996 | Fólk í fréttum | 42 orð

Veitir dótturinni stuðning

PRICILLA Presley sést hér koma í Lincoln Center í New York til hátíarkvöldverðar. Annars hefur Priscilla undanfarið veitt dóttur sinni, Lisu Marie Presley, allan sinn stuðning eftir skilnað hennar við Pétur Pan rokksins, Michael Jackson. TIL staðar fyrir dótturina. Meira
30. júní 1996 | Menningarlíf | 150 orð

(fyrirsögn vantar)

NÝ ÓPERA um íslensk/danska myndhöggvarann Bertil Thorvaldsen, sem frumsýnd var um síðustu helgi í Kaupmannahöfn, hefur fengið afar blendnar viðtökur gagnrýnenda þar í landi. Óperan er sýnd í Thorvaldsen- safninu, sem stendur við Kristjánsborgarhöll. Meira

Umræðan

30. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 424 orð

Með vinsemd og virðingu Björk Hauksdóttur: VIÐ GÖNGUM nú til ópóli

VIÐ GÖNGUM nú til ópólitískra kosninga og veljum okkur þjóðhöfðingja. Máttur og vald þessa embættis er fyrst og fremst áhrifavald. Það vald, hlýtur að falla niður máttvana og dautt njóti hann ekki virðingar. Við hljótum að verða að nenna að hlusta á þjóðhöfðingja okkar. Meira
30. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 344 orð

Samanburður við Danmörku?

UNDANFARIÐ hefur mikið verið fjallað um lífskjör í öðrum löndum. Lífskjör í Danmörku hafa ennfremur rækilega verið borin saman við lífskjör hér á landi. Á hinn bóginn er allur samanburður í eðli sínu ákaflega erfiður. ðA það sérstaklega við um þá aðstöðu þegar þjóðfélög eru borin saman. Fjárhagsleg skynsemi í rekstri þeirra er mismikil og stundum er hún einfaldlega ekki höfð að leiðarljósi. Meira
30. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 614 orð

Sýnir hugrekki Jóhönnu

ÉG LAS grein eftir fr. Jóhönnu Sigurðardóttur í Mbl. 14.6. sl. með fyrirsögn: Þrígreining valds í íslensku þjóðfélagi í hættu. Í fyrstu málsgrein talar Jóhanna m.a. um veikleika löggjafarvaldsins gagnvart framkvæmdavaldi löggjafans, ráðherrum, og álítur hún það umhugsunarefni gagnvart lýðræðinu. Meira

Minningargreinar

30. júní 1996 | Minningargreinar | 428 orð

Ásgeir Sigurjónsson

Ég ætla í fáum orðum að minnast móðurbróður míns, Ásgeirs Sigurjónssonar, sem lést 15. júní síðastliðinn 91 árs að aldri. Geiri frændi, eins og hann var kallaður innan fjölskyldu minnar, var á margan hátt einstakur maður. Hann kvæntist ekki og var barnslaus. Hann var mjög hógvær maður, vel lesinn, nægjusamur, einstaklega barngóður og sérstakt snyrtimenni svo um var talað. Meira
30. júní 1996 | Minningargreinar | 432 orð

Ásgeir Sigurjónsson

Hjartkær frændi minn, Ásgeir Sigurjónsson, er látinn eftir þriggja mánaða sjúkdómslegu. Fyrir fjórum árum átti hann við erfið veikindi að stríða en náði sér nokkuð vel eftir þau og gat verið heima þangað til um miðjan mars á þessu ári að hann þurfti að leggjast inn á deild 1a og þaðan átti hann ekki afturkvæmt. Meira
30. júní 1996 | Minningargreinar | 455 orð

Ásgeir Sigurjónsson

Mig langar í örfáum orðum að minnast elskulegs föðurbróður míns, Ásgeirs Sigurjónssonar, sem er látinn 91 árs að aldri. Það sem hvetur mig til þessara skrifa er þakklæti til Ásgeirs fyrir góðmennsku hans og að koma ætíð þannig fram við mig að ég fór betri manneskja af okkar fundi. Hann kallaði fram góðu hliðarnar og sýndi mér alltaf væntumþykju og traust. Meira
30. júní 1996 | Minningargreinar | 637 orð

Ásgeir Sigurjónsson

Þegar Ásgeir fæddist voru foreldrar hans í vinnumennsku. Þeim hafði ekki tekist að fá leigða jörð til ábúðar, því á þessum tíma var meiri eftirspurn en framboð á bújörðum í Suðurdölum. Ekki gátu þau Kristín og Sigurjón haft drenginn hjá sér, þar sem þau voru í vinnumennsku. Þau komu því Ásgeiri viku gömlum í fóstur til hjónanna Hólmfríðar Baldvinsdóttur og Snorra Þorlákssonar, bónda á Erpsstöðum. Meira
30. júní 1996 | Minningargreinar | 121 orð

ÁSGEIR SIGURJÓNSSON

ÁSGEIR SIGURJÓNSSON Ásgeir Sigurjónsson var fæddur á Svínhóli í Miðdölum í Dalasýslu 19. nóvember 1904. Hann andaðist í Landakoti 15. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Ásgeirsdóttir, f. 1. nóvember 1878, d. 6. september 1971, og Sigurjón Jónsson. f. 16. maí 1875, d. 20. apríl 1956. Meira
30. júní 1996 | Minningargreinar | 448 orð

Ásta B. Magnúsdóttir

Ásta Magnúsdóttir og Hornafjörður. Hvað skildi vera sameiginlegt með þeim? Jú, aðdráttaraflið, það löðuðust allir að Ástu sem kynntust henni, alltaf kát og ljúf og einstaklega jákvæð kona. Þessari heiðurskonu kynntist ég fyrir 24 árum þegar ég ungur maður var að gera hosur mínar grænar fyrir henni Siggu litlu sem síðan varð konan mín. Meira
30. júní 1996 | Minningargreinar | 223 orð

Ásta B. Magnúsdóttir

Við viljum minnast elskulegrar frænku okkar Ástu Magnúsdóttur í nokkrum orðum. Í minningum okkar um Ástu stendur hvað hæst lífsgleði hennar og skal þá engan undra. Það var sama hvenær og hvar hún var stödd, alltaf var stutt í hláturinn og gamansemina. Meira
30. júní 1996 | Minningargreinar | 314 orð

Ásta B. Magnúsdóttir

Hún Ásta er farin frá þessu jarðneska lífi okkar. Það er erfitt að horfast í augu við þá staðreynd, þegar vinirnir hverfa of fljótt frá okkur, en ég get ekki látið hjá líða að minnast hennar, með nokkrum orðum, svo mikils mat ég hana. Kynni mín af Ástu hófust þegar ég kem sem unglingur til Reykjavíkur fyrir 38 árum. Meira
30. júní 1996 | Minningargreinar | 107 orð

ÁSTA B. MAGNÚSDÓTTIR

ÁSTA B. MAGNÚSDÓTTIR Ásta B. Magnúsdóttir fæddist á Hornafirði 2. júlí 1927. Hún lést á Landspítalanum 24. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Bjarnason frá Rauðabergi á Mýrum í Hornafirði og Signý Stefánsdóttir frá Leiti í Suðursveit. Þau eru bæði látin. Meira
30. júní 1996 | Minningargreinar | 232 orð

Böðvar B. Sigurðsson

Genginn er á vit feðra sinna heiðursmaðurinn Böðvar B. Sigurðsson, bóksali í Hafnarfirði, og vil ég minnast þessa ágætisdrengs í örfáum orðum. Er ég flutti í Hafnarfjörð fyrir 27 árum hófust kynni okkar Böðvars er hann spurði að þar væri kominn frændi úr Bollagarðaætt, en hann var mjög frændrækinn. Meira
30. júní 1996 | Minningargreinar | 187 orð

Böðvar B. Sigurðsson

Elsku afi er nú farinn frá okkur. Hann Böðvar afi veiktist af sjúkdómi sem hann lést af á skömmum tíma. Við systurnar eigum margar góðar minningar um hann afa okkar. Oft var komið við í bókabúðinni hans í Hafnarfirði og þar fengum við alltaf hlýjar móttökur. Stundum kom það fyrir að við gistum yfir nótt hjá afa og ömmu og eigum við margar góðar minningar frá þeim tíma. Meira
30. júní 1996 | Minningargreinar | 253 orð

Böðvar B. Sigurðsson

Það slær mann alltaf út af laginu þegar náinn ættingi og vinur er kallaður á brott. Þannig var það líka þegar Böðvar frændi minn og vinur kvaddi þennan heim. Aldur er ákaflega afstæður en hjá Böðvari var aldrei neitt til sem hét kynslóðabil. Meira
30. júní 1996 | Minningargreinar | 278 orð

Böðvar B. Sigurðsson

Minningarbrot. Við erum stödd á kínverskum veitingastað í Frankfurt í Þýskalandi í lok janúarmánaðar 1995. Við borð sitja nokkrir Íslendingar og snæða framandi rétti. Sá sem sýnilega skemmtir sér best við borðið er öldungurinn í hópnum. Hann reytir af sér gamanmál og býður þess á milli í nefið. Hann nýtur kvöldsins til fullnustu. Meira
30. júní 1996 | Minningargreinar | 553 orð

Böðvar B. Sigurðsson

Látinn er einn af merkari borgurum Hafnarfjarðar, Böðvar B. Sigurðsson, bóksali, en hann lést eftir aðeins viku sjúkdómslegu. Allt fram til þess tíma rak hann fyrirtæki sitt, Bókabúð Böðvars, af miklum eldmóð þótt hann væri orðinn 81 árs gamall og var hann þekktur fyrir heiðarleika í viðskiptum. Meira
30. júní 1996 | Minningargreinar | 226 orð

BÖÐVAR B. SIGURÐSSON

BÖÐVAR B. SIGURÐSSON Böðvar B. Sigurðsson var fæddurí Óseyri við Hafnarfjörð 19. maí 1915. Hann lést á Borgarspítalanum 22. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson, f. 17. júní 1891 í Pálsbæ á Seltjarnarnesi, d. 12. júní 1951, og Elísabet Böðvarsdóttir, f. 20. apríl 1896 á Steinum undir Eyjafjöllum, d. 3. mars 1993. Meira
30. júní 1996 | Minningargreinar | 228 orð

Haraldur Helgason

Alltaf er maður óviðbúinn fréttum af andláti góðs vinar. Okkur systkinin langar til að minnast Halla í örfáum orðum. Alltaf var jafn gaman að koma til Halla og Jóhönnu frænku þegar við komum til Reykavíkur. Meira
30. júní 1996 | Minningargreinar | 28 orð

HARALDUR HELGASON

HARALDUR HELGASON Haraldur Helgason fæddist á Stritlu í Biskupstungum 29. nóvember 1924. Hann lést í Reykjavík 14. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 26. júní. Meira
30. júní 1996 | Minningargreinar | 208 orð

Haraldur S. Sigurðsson

FÖSTUDAGINN 14. júní hringdi faðir minn, Gunnar, í mig og færði mér þær sorgarfréttir að afi væri látinn. Þar sem ég bý erlendis hafði ég heyrt af heilsu afa í gegnum fjölskyldu mína, en afi og ég skrifuðumst mikið á. Meira
30. júní 1996 | Minningargreinar | 31 orð

HARALDUR S. SIGURÐSSON

HARALDUR S. SIGURÐSSON Haraldur Snæland Sigurðsson fæddist í Gíslholti í Reykjavík hinn 15. febrúar 1914. Hann lést á Landspítalanum 14. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 27. júní. Meira
30. júní 1996 | Minningargreinar | 316 orð

Jóhanna Bára Jóhannsdóttir

Þetta er ljóðið sem hún amma mín sendi mér síðast hinn 19. febrúar nú í ár. - Á afmælisdeginum mínum, ásamt útsaumuðu eldhúshandklæði sem er svo fallegt, eins og allt sem hún tók sér fyrir hendur. Mínar fyrstu minningar af ömmu eru frá því er ég var fimm ára gömul stúlka, Meira
30. júní 1996 | Minningargreinar | 31 orð

JÓHANNA BÁRA JÓHANNSDÓTTIR

JÓHANNA BÁRA JÓHANNSDÓTTIR Jóhanna Bára Jóhannsdóttir fæddist á Akureyri 12. júní 1921. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 18. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 27. júní. Meira
30. júní 1996 | Minningargreinar | 440 orð

Jóna Alla Axelsdóttir

Þetta varð einn af þessum dögum sem geymast svo bjartir í minningunni. Það var sólríkur vordagur og ég var ung og ástfangin. Ég var á leið í veislu með unnusta mínum þar sem ég átti að hitta fjölmarga ættingja hans í fyrsta sinn. Ég var með kvíðahnút í maganum sem versnaði til muna þegar hann sagði mér að enginn vissi af komu minni. Ég var sem sé boðflenna. Meira
30. júní 1996 | Minningargreinar | 240 orð

Jóna Alla Axelsdóttir

Mig langar að minnast vinkonu minnar og skjólstæðings sem ég lít á sem aðdáunarverða hetju. Í þau fjögur ár sem mér lánaðist að þekkja Jónu Öllu minnkaði það álit ekki ­ fyrir hennar jákvæðu viðorf og geislandi persónuleika gat hún alltaf slegið á létta strengi og samferðafólk hennar hér á MS-heimilinu hlakkaði alltaf til samveru við hana. Meira
30. júní 1996 | Minningargreinar | 236 orð

Jóna Alla Axelsdóttir

Á morgun er komið að kveðjustund, þá verður til moldar borin vinkona okkar Jóna Alla Axelsdóttir. Okkar kynni hófust á árinu 1990, þegar hún fór að koma á MS-heimilið. Hún var sterkur persónuleiki sem átti gott með að umgangast fólk og fá það til viðræðna eða bara að horfa á myndband. Meira
30. júní 1996 | Minningargreinar | 531 orð

Jóna Alla Axelsdóttir

Á bjartasta tíma ársins á Jónsmessunni kvaddi æskuvinkona mín, Jóna Alla. Hún fékk að fara eins og hún sjálf hafði óskað sér, á heimili sínu á meðal barna sinna. Það var bjart í kringum hana og yfir henni hvíldi friðsæld og fegurð. Hún barðist hetjulega við alvarlegan sjúkdóm sem greindist fyrir rúmum 8 árum og sýndi ótrúlegan styrk og æðruleysi. Meira
30. júní 1996 | Minningargreinar | 313 orð

Jóna Alla Axelsdóttir

Elsku mamma. Þá er stríði þínu lokið. Eftir átta ára veikindi sigraði MND að lokum. Ég gerði mitt besta til að þér liði vel. Þrjár ferðir til Spánar, tvær til Mexíkó þvert yfir Bandaríkin, ógleymanlegar ferðir. Fyrir mér var hjólastóll engin hindrun, flugvélar, leigubílar, gönguferðir og gangstéttabrúnir. Þangað sem ég ætlaði mér með þig, fór ég. Meira
30. júní 1996 | Minningargreinar | 428 orð

Jóna Alla Axelsdóttir

Haust. Og garðflatir grænar við sjóinn fram. En reyniviðarhríslur rauðar, í gulu ljósi. Samtímis deyja ekki sumarsins grös og lauf. Allt deyr að eigin hætti. Allt deyr en óviss er dauðans tími. Dauðinn er regla sem reglur ná ekki til. Meira
30. júní 1996 | Minningargreinar | 191 orð

JÓNA ALLA AXELSDÓTTIR

JÓNA ALLA AXELSDÓTTIR Jóna Alla Axelsdóttir fæddist á Akranesi 5. janúar 1937. Hún lést á heimili sínu 25. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Lovísa Jónsdóttir, f. 28. ágúst 1909, d. 9. janúar 1995, og Axel Sveinbjörnsson kaupmaður, f. 10. desember 1904, d. 4. apríl 1995. Systur Jónu Öllu eru Gunnur, f. 17. Meira
30. júní 1996 | Minningargreinar | 488 orð

Kristófer Finnbogason

Látinn er í París föðurbróðir minn Kristófer Finnbogason, tæplega 85 ára gamall. Fækkar þá enn í stóra bræðrahópnum úr Hítardal, en maður náði ekki að henda almennilega reiður á hver var hvað fyrr en komið var fram á unglingsár. Bræðurnir voru tíu en systirin aðeins ein svo hana var auðveldara að þekkja. Meira
30. júní 1996 | Minningargreinar | 147 orð

KRISTÓFER FINNBOGASON

KRISTÓFER FINNBOGASON Kristófer Finnbogason var fæddur í Hítardal á Mýrum 21. október 1911. Hann lést í París 20. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Finnbogi Helgason, bóndi í Hítardal (1878-1951), og Sigríður Teitsdóttir ljósmóðir (1883-1951). Meira
30. júní 1996 | Minningargreinar | 612 orð

Margrét Jónsdóttir

Þegar ég var barn þá óttaðist ég það einna mest að amma mín hyrfi mér sjónum, að hún kæmi ef til vill ekki heim einn daginn, og ég yrði skilin eftir ein og umkomulaus í þessum heimi. Þetta var ótti barnsins við allt það dularfulla í lífinu - sorg og missi og dauðann. Í æsku var amma stöðugleiki minn; hún hélt heimsmyndinni saman. Ef amma hvarf þá hrapaði ég. Meira
30. júní 1996 | Minningargreinar | 127 orð

MARGRÉT JÓNSDÓTTIR

MARGRÉT JÓNSDÓTTIR Margrét Jónsdóttir var rædd á Stokkseyri 6. júlí 1904. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 18. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórdís Bjarnadóttir (d. 1961) og Jón Adólfsson (d. 1945), útgerðarmaður og síðar kaupmaður. Systkini Margrétar voru Ingveldur (d. 1968), Bjarni (d. 1993) og Kristín (lést í barnæsku). Meira
30. júní 1996 | Minningargreinar | 477 orð

Þóra Aðalsteinsdóttir

Horfin er nú á braut gömul vinkona okkar og granni, Þóra Aðalsteinsdóttir. Andlát hennar kom ekki á óvart því lífsþróttur hennar fór þverrandi síðustu árin, uns hún að lokum fékk hægt andlát síðastliðinn sunnudagsmorgun. Föður sinn missti Þóra á miðjum aldri úr berklum. Filippía móðir hennar giftist síðar Ingólfi Árnasyni. Filippía andaðist árið 1949. Meira
30. júní 1996 | Minningargreinar | 643 orð

Þóra Aðalsteinsdóttir

Þegar hringt var til mín sunnudaginn 23. júní síðastliðinn og mér tilkynnt lát Þóru Aðalsteinsdóttur nóttina áður varð fyrsta hugsun mín: "Guði sé lof að hún hefur loks fengið langþráða hvíld." Margra ára baráttu við sjúkdóm sem smám saman rændi hana öllu þreki og gaf aldrei grið var lokið. Meira
30. júní 1996 | Minningargreinar | 74 orð

ÞÓRA AÐALSTEINSDÓTTIR

ÞÓRA AÐALSTEINSDÓTTIR Þóra Aðalsteinsdóttir fæddist í Eyjafirði 15. desember 1916. Hún lést á Akureyri 23. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Aðalsteinn Þórðarson og Filippía Hallgrímsdóttir. Systkini hennar sem upp komust voru Þóra, Guðmundur og Vilhjálmur, öll látin. Meira
30. júní 1996 | Minningargreinar | 261 orð

(fyrirsögn vantar)

Kveðjustundir eru alltaf erfiðar og svo er einnig nú, þegar ég kveð föðurömmu mína og nöfnu, Margréti Jónsdóttur. Enn dýpra er það tóm, sem myndazt hefur vegna þess margbrotna og skörulega persónuleika, sem hún geymdi. Hún tengdi okkur, sem þekktum hana, við gamla tíma með frásögnum og vitneskju frá æskustöðvum sínum á Stokkseyri en fylgdi okkur þó inn í nútíðina án þess að gráta það liðna. Meira

Daglegt líf

30. júní 1996 | Bílar | 112 orð

10 á dag fá sérnúmer

MIKIL sala hefur verið í einkamerkjum hjá Bifreiðaskoðun Íslands. Sala á númerunum hófst 18. júní sl. og hafa þegar verið pöntuð 100 númer. Að jafnaði panta um 10 manns sérnúmer á hverjum degi, samkvæmt upplýsingum frá Bifreiðaskoðun. Það tekur þrjá virka daga að fá númerin afgreidd. Allur gangur er á því hvaða merkingu menn kjósa á nýju númerin. Dæmi um merki eru t.d. Meira
30. júní 1996 | Ferðalög | 113 orð

Á döfinnií Danmörku

Í MOESGÅRD-safninu í Árósum mun standa yfir fram á haust firna yfirgripsmikil sýning á allra handa hlutum og munum frá Austurlöndum nær, svo sem kryddjurtum, silfurbúnaði, fatnaði og gömlum arabískum handritum. Í Kaupmannahöfn hefur söngleikur byggður á ævintýri eftir Hans Christian Andersen verið sviðsettur í Gladsaxe-leikhúsinu. Sýningar verða til 3. ágúst. Meira
30. júní 1996 | Bílar | 137 orð

Bensínverð í Evrópu, 18. júní

Austurríki: 70,57 - 77,52 - 59,05 Belgía: 73,07 - 72,21 - 54,26 Danmörk: 73,30 - 74,90 - 57,11 Finnland: 78,77 - 80,90 - 54,15 Frakkland: 77,98 - 77,63 - 54,03 Grikkland: 58,14 - 63,61 - 38,53 Holland: 77,75 - 79,69 - 53,81 Írland: 67,94 - 64,75 - 60,53 Ísland: 74,30 - 79,00 - 28,50 Ítalía: 77,86 - *** - 69,20 Lúxemborg: 57,11 - 58,37 - 45, Meira
30. júní 1996 | Ferðalög | 40 orð

BÚKAREST

Höfuðborg og stærsta borg Rúmeníu, Búkarest, virkaði andstæðukennd á ljósmyndarann Þorkel Þorkelsson, sem mundaði vélina nýlega á mannlíf og bygginar í borg hinna miklu öfga. Byggingar í borginni eru til dæmis ýmist feikilega fallegar eða í algerri niðurníðslu. Meira
30. júní 1996 | Ferðalög | 636 orð

BÚKAREST Borg hinna miklu öfga

Borgin er merkt valdatímabili Nicolae Ceausescu og öðrum vofum. Þorkell Þorkellsson ljósmyndari heimsótti borgina og skráði Guðlaug L. Arnar meðal annars að einræðisherrann lét eyða hverfum til að byggja ný eftir sínu höfði. Meira
30. júní 1996 | Ferðalög | 176 orð

Daladagarí DölunumNÆSTU fimm helgar verða Daladaga

NÆSTU fimm helgar verða Daladagar í Dölunum. Af því tilefni verður ýmislegt í boði til afþreyingar og skemmtunar fyrir ferðafólk. Sem dæmi má nefna kvöldsiglingu um eyjarnar í mynni Hvammsfjarðar, frítt í veiði á hverjum sunnudegi, opið hús hjá Dalabændum og sögugöngur um sögusvið Laxdælu. Meira
30. júní 1996 | Bílar | 367 orð

Deilt um auglýsingar

DEILUR hafa sprottið upp milli markaðsdeildar og kynningardeidlar Mercedes-Benz vegna auglýsingar um væntanlegan A-línu bíl. Forsvarsmenn kynningardeildarinnar eru því mótfallnir að A-bíllinn sé sýndur í auglýsingum í sinni endanlegu mynd enda eru enn meirra en 15 mánuðir þar til bíllinn verður frumkynntur á bílasýningunni í Frankfurt 1997. Meira
30. júní 1996 | Ferðalög | 272 orð

Erró-stofa á Hótel Djúpuvík

ERRÓ-stofa var opnuð á Hótel Djúpuvík á Ströndum fyrr í þessum mánuði. Þar hanga á veggjum tíu myndir eftir listamanninn sem hann gaf hótelinu síðastliðið haust. "Ég er ægilega montin af þessu," sagði Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstýra á Hótel Djúpjuvík, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins sem var þar á ferð skömmu eftir opnunina. Meira
30. júní 1996 | Ferðalög | 1068 orð

Hvar eiga ferðamál heima?

Í STJÓRNSKIPULAGI ferðaþjónustu á Íslandi í dag tilheyrir ferðaþjónusta samgönguráðuneytinu. Á þann veg hefur málum verið háttað frá því að fyrstu lög um ferðaþjónustu voru sett. Oft hefur það verið nefnt að nú þegar ferðaþjónustu hefur vaxið fiskur um hrygg og tilheyrir, í augum margra, einni af alvöruatvinnugreinum Íslendinga, Meira
30. júní 1996 | Bílar | 189 orð

Kynnisferðir fá Benz 0404

FLESTIR sem farið hafa til útlanda hafa ferðast með flugrútu Kynnisferða sf. til eða frá Leifsstöð. Nú hefur Kynnisferðir fengið fyrsta rútubílinn af gerðinni Mercedes- Benz 0404 sem komið hefur til Íslands. 0404 er hugsuð sem flaggskip Mercedes-Benz fram á næstu öld. Meira
30. júní 1996 | Bílar | 221 orð

Lengri og þyngri flutningabílar

HÆGT væri að fækka vöruflutningabílum í Evrópu um þriðjung ef Evrópusambandið samþykkir nýja reglugerð um lengri bíla og 50% hærri heildarþyngd þeirra. Flestir framleiðendur vöruflutningabíla í Evrópu búast fastlega við því að reglugerðin verði samþykkt. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins mega vöruflutningabílar ekki vera þyngri en 40 tonn og 18,35 metra langir. Meira
30. júní 1996 | Ferðalög | 346 orð

Lífið í Eyjum breytistmeð ferðamannatímanum

LÍTIÐ gerist yfir vetrartímann í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum, en á sumrin lifnar allt við og vantar þá gistirými þegar mest er um að vera. Svipmót bæjarins gjörbreytist og sjávarplássið fær á sig alþjóðlegan svip. Örn Ólafsson í Upplýsingamiðstöð Vestmannaeyja telur ástæðuna fyrir vinsældum Eyjanna felast í sérstöðu þeirra. Meira
30. júní 1996 | Ferðalög | 269 orð

Með fjölskylduna í fjósakaffi

"BÖRN nú til dags vita oft lítið um lífið í sveitinni og þegar þau koma í heimsókn hingað til okkar geta þau kynnst því hvað við erum að gera dags daglega", segir Þorvaldur Guðmundsson bóndi á Laugabakkabúi. Fólki gefst kostur á að koma og fylgjast með því þegar kýrnar eru mjólkaðar en þær eru rétt innan við þrjátíu talsins. Meira
30. júní 1996 | Bílar | 639 orð

Mustang með eigin sál

FORD Mustang, fagurrauður að lit og plussklæddur var meðal sýningargripa á bílasýningu á Akureyri fyrir skömmu. Hann er í eigu Sverriss Ingólfssonar á Akureyri sem hefur átt bílinn í 13 ár, undir ábreiðu inn í skúr. Hann er núna fyrst að aka honum um stræti Akureyrar, eftir að hafa nostrað við hann árum saman. Meira
30. júní 1996 | Ferðalög | 339 orð

Stefna á 4 milljónir ferðamanna árlega

SÝRLENDINGAR vinna nú að því af kappi að þróa ferðamannaþjónustu í landinu og stefna að því að árið 2000 komi þangað 4 milljónir ferðamanna ár hvert. Tölur fyrir árið 1995 voru 2,25 millj. og kemur það trúlega mörgum á óvart því Sýrland hefur ekki verið talið sérstaklega í hópi þeirra landa sem hafa lagt kapp á að fá erlenda ferðamenn til landsins. Meira
30. júní 1996 | Bílar | 1070 orð

SVolkswagen Caravelle með dísilvél CARAVELLE fjölnotabíllinn frá Vol

CARAVELLE fjölnotabíllinn frá Volkswagen, gamla rúgbrauðið" í nýrri mynd hefur verið seldur hérlendis allt frá því hann kom fyrst á markað árið 1990 en alls hafa selst um 700 þúsund bílar af gerðunum Transporter og Caravelle. Þessi gerð er bæði fáanleg sem sendibíll og farþegabíll, með bensín- eða dísilvélum og nú kynnir Volkswagen umboðið, Hekla hf. Meira
30. júní 1996 | Bílar | 72 orð

Twingo og 19 til Austurlands

Morgunblaðið/Sverrir BIFREIÐAR og landbúnaðarvélar afhentu nýlega Ferðamiðstöð Austurlands 13 nýja Renault bíla. Ferðamiðstöð Austurlands er að útvíkka starfsemi sína og auka vægi bílaleigu innan hennar. Fyrirtækið keypti einnig Renault bíla fyrir bílaleiguna í fyrra. Núna keypti Ferðamiðstöðin fimm Renault Twingo bíla og átta Renault 19. Meira
30. júní 1996 | Bílar | 750 orð

Tölva fyrir leigubíla

MÚLARADÍÓ hefur sett á markað byltingarkennda tölvu fyrir leigubíla. Tölvan er frá fyrirtækinu Nera í Noregi. Kerfið samanstendur af skjástöð í bíl, samskiptahugbúnaði og vélbúnaði og hugbúnaði fyrir stjórnstöð. Meira
30. júní 1996 | Bílar | 64 orð

Verðlaun fyrir hönnun

Á HVERJU ári er haldin sýning hönnuða í Maastricht í Hollandi. Sýningunni er nýlokið og að þessu sinni var Johann Tomforde, aðstoðarforstjóri MC Micro Compact Car AG, samstarfsfyrirtæki Mercedes-Benz og Swatch úraframleiðandans í Sviss, valinn hönnuður ársins 1996. Hann vann fyrstu verðlaun í flokki Hönnunarstjórnar fyrir tveggja sæta Smart borgarbílinn. Meira

Fastir þættir

30. júní 1996 | Dagbók | 2710 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 28. júní-4. júlí verða Ingólfsapótek, Kringlunni og Hraunbergs Apótek, Hraunbergi 4. Frá þeim tíma er Ingólfsapótek opið til morguns. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
30. júní 1996 | Í dag | 83 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, sunnudag

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 30. júní, er áttræð Helga Finnbogadóttir, Sléttuvegi 13, Reykjavík. Eiginamaður hennar var Vilhjálmur Þórðarson, bifreiðastjóri. Helga verður að heiman á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 1. Meira
30. júní 1996 | Í dag | 514 orð

FIR tuttugu þúsund Íslendingar eru 70 ára og eldri. Þe

FIR tuttugu þúsund Íslendingar eru 70 ára og eldri. Þetta er fjölmennt lið, sem getur haft mikil áhrif, virki það samtakamátt sinn. Víkverji talar nú ekki um ef hin aldraða sveit er reiknuð frá 67 ára aldri, jafnvel 65. Það er ekki hægt að horfa framhjá þessum aldurshópi, t.d. í skoðanakönnunum, eins og stundum er gert. Meira
30. júní 1996 | Í dag | 31 orð

FYRIR skömmu héldu þessir duglegu krakkar hlutaveltu og söfnuðu2.2

FYRIR skömmu héldu þessir duglegu krakkar hlutaveltu og söfnuðu2.267 krónum til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau heita Erna Sigurðardóttir, Ragnheiður Mekkin, Sigrún Lilja Traustadóttir, SandraKaren Ragnarsdóttir, Ásdís Rós Clark og Elín Hermannsdóttir. Meira
30. júní 1996 | Í dag | 205 orð

Góð þjónusta MIG langar að þakka gleraugnaversluninni í Mjó

MIG langar að þakka gleraugnaversluninni í Mjódd fyrir einstaklega góða þjónustu, og raunar held ég að ég hafi aldrei fengið aðra eins þjónustu í nokkurri verslun. Við hjónin þurftum að kaupa gleraugu fyrir dóttur okkar og það gekk allt vel. Síðan þurfti ég að láta gera við gleraugun mín og konan mín fékk sér linsur. Meira
30. júní 1996 | Í dag | 30 orð

HlutaveltaÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu á dögu

ÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu á dögunum og söfnuðu3070 krónum sem þær gáfu til styrktar MS-félagi Íslands. Stúlkurnar heita Hrafnhildur Aradóttir (t.v.) og María Finnsdóttir. Á myndina vantar Sigríði Ýr Aradóttur. Meira
30. júní 1996 | Í dag | 50 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, b

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót o.fl. lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningarnar þurfa að berst með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir helgar. Fólk getur hringt í síma 569­1100,sent í bréfsíma 569­1329sent á netfangið: gustaþmbl. Meira
30. júní 1996 | Í dag | 24 orð

ÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu á dögunum og söfnuðu1.050

ÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu á dögunum og söfnuðu1.050 krónum sem þær gáfu til styrktar Rauða krossi Íslands. Stúlkunar heita Þorbjörg Erna og Guðrún Fjóla. Meira
30. júní 1996 | Í dag | 33 orð

ÞESSIR rösku drengir heldu hlutaveltu fyrir nokkru og söfnuðu1.065

ÞESSIR rösku drengir heldu hlutaveltu fyrir nokkru og söfnuðu1.065 krónum til styrktar Barnaspítala Hringsins. Drengirnir heita(f.v.) Alexander Elfarsson, Björn Ingi Friþjófsson, Daníel Guðmundsson, Guðmundur Kristjánsson og Sindri Magnússon. Á myndina vantar Atla Magnús Ársælsson. Meira

Íþróttir

30. júní 1996 | Íþróttir | 501 orð

Í stórfljóti

Ekki nema fullhuga mönnum dytti í huga að kasta sér í straumharða á eða stórfljót, hangandi aftan í plastflotholti með froskalappir á fótunum. Við svo erfiðar aðstæður að hvorki kajakar né gúmmíbátar eiga möguleika að komast klakklaust í gegn. En við þessar aðstæður hófu menn að stunda áhugmál, sem orðið er að keppnisíþrótt á Spáni, í Frakklandi og víðar. Meira
30. júní 1996 | Íþróttir | 209 orð

Kappakstur á Kringluplaninu

Fyrsta kappaksturskeppnin fyrir kartbíla í Reykjavík verður á bílastæði Kringlunnar kl. 20.00 í kvöld. Keppnin er liður í Íslandsmótinu í kart-kappakstri, en fyrsta keppnin fór fram á Akureyri fyrir nokkrum vikum. Gunnar Hákonarson, fyrrum vélsleðameistari vann þá keppni og leiðir Íslandsmótið. Meira
30. júní 1996 | Íþróttir | 433 orð

Vanræksla talin orsök dauða Ayrton Senna

ÍTALSKUR saksóknari Í Bologna hefur mælst til þess að Frank Williams, keppnisstjóri Williams Formula 1 liðsins verði dreginn fyrir rétt ásamt sjö starfsmönnum liðs síns. Ástæðan er sú að talið er að bilun í stýrisbúnaði, sem hafði verið endurbættur af Williams- liðinu skömmu fyrir keppni á Imola á Ítalíu hafi valdið því að Senna ók útaf og á vegg. Meira

Sunnudagsblað

30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 127 orð

6.000 sáu Bráðan bana

ALLS sáu um 6.000 manns spennutryllinn Bráðan bana með van Damme í Laugarásbíói en sýningum á henni er nú lokið. Þúsund manns höfðu séð McMullenbræðurna eftir síðustu helgi, 2.000 A Thin Line Between Love and Hate" og 1.200 Á síðustu stundu. Meira
30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 1702 orð

Á rölti um Kairó

Kairó er mér endalaus uppspretta nýrrar upplifunar og atvika. Það tekur mann meira en vetur að kynnast þessari borg með 18 milljónum íbúa - kannski nokkur hundruð þúsund færri og kannski nokkur hundruð þúsund fleiri. Það skiptir ekki svo ýkja miklu til eða frá. Meira
30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 880 orð

Bordeaux '95

BORDEAUX er og verður upphaf og endir alls þegar kemur að gæðavínum. Þegar vel tekst til geta engin önnur vín komið með tærnar þar sem risarnir í Bordeaux hafa hælana, hvorki hvað gæði né verð varðar. Meira
30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 1128 orð

Ciller teflir á tæpasta vað

TTansu Ciller, leiðtogi Sannleiksstígsins og fyrrverandi forsætisráðherra Tyrklands, hefur nú gefið heittrúarmönnum í Velferðarflokknum jákvætt svar við ósk þeirra um stjórnarmyndum. Ekki eru margar vikur síðan slíkt hefði verið talið nánast ómögulegt; vegna stóryrtra yfirlýsinga Cillers um að halda yrði heittrúarmönnum frá völdum og þá ekki síður spillingarákæra þeirra á hendur henni. Meira
30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 2002 orð

Daglegt brauð í Danmörku

LÍFSKJÖR á Norðurlöndum hafa verið til umræðu undanfarnar vikur einkum eftir að Þjóðhagsstofnun sendi frá sér skýrslu þar sem samanburður var gerður á vinnustundum og launum Íslendinga annars vegar og annarra Norðurlandaþjóða, einkum Dana, hins vegar. Meira
30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 534 orð

DÓPHAUSARNIR

EINHVER besta myndin í kvikmyndahúsunum í Reykjavík undanfarnar vikurnar er skoska myndin Trufluð tilvera eða "Trainspotting" eins og hún heitir á frummálinu. Myndin hefur vakið verðskuldaða athygli hér heima og hlotið mjög góða aðsókn. Næstum 10.000 manns hafa séð hana, sem hlýtur að teljast gott á skoska mynd hérlendis. Meira
30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 158 orð

Draumaflugan Bill Young

Þráður: Svartur, 8/0. Byrjunarhvörf: Grannur, ávalur gullþráður. Rönd: Skarlatsrautt flos. Stél: Gullfasan toppfjöður. Kragi: Svört strútsfjöður. Bolur: Í fjórum jöfnum hlutum. Aftasti hluti: Ávalur gullþráður, miðgerð. Framan við er kragi úr rauðgulri hnakkafjöður. Annar hluti: Ávalur gullþráður. Meira
30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 1140 orð

Dýrin búa í burstabæ

EFTIR hádegið fara bílarnir að streyma upp afleggjarann að Garðyrkjustöðinni Slakka og út hoppa fjölskyldur með krakka. Varla geta þau verið að skoða gúrkur og tómata í gróðurhúsunum hjá hjónunum Helga Sveinbjörnssyni og Björgu Ólafsdóttur. Enda reynist það rétt. Meira
30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 452 orð

Engir komplexar

SEAN Connery er goðsögn og kyntákn á sjötugsaldri í kvikmyndaheiminum. Hann leikur í tveimur af vinsælustu myndum sumarsins, Klettinum og Dragonheart, og stelur senunni í báðum. Sumir þeirra sem um þessar myndir hafa fjallað hafa talið aðdráttarafl Connerys væri aldrei meira en núna. Meira
30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 831 orð

Fjölskyldan?

Fjölskyldan! er lykilorðið sem oftast heyrist um þessar mundir í ræðu og umræðum stjórnmálamanna og annarra sem sækjast eftir hylli almennings. Ætla að einbeita sér að því að gera allt fyrir þessa "fjölskyldu". Ekki fylgir sögunni hver hún er. Meira
30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 1619 orð

FJÖLÞÆTTUR STRENGUR

Haukur Garðarsson, framkvæmdastjóri Strengs hf., fæddist í Fljótshlíð 1954, en fluttist ungur til Selfoss og ólst þar upp. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1974 og kenndi eftir það einn vetur í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Hann lauk BS-prófi í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands 1979 og MS-prófi í verkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1981. Meira
30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 144 orð

Fleiri Pavarottiar?

HIN unga ástkona stórsöngvarans Luciano Pavarotti hefur upplýst að hún vilji gjarnan ala börn inn í þennan heim. Aukinheldur hafa þau þegar komið sér saman um nöfnin, sem börn þeirra munu bera. Þetta kom fram tímaritsviðtali við Nicolettu Mantovani. "Ég hefi orðað barneignir við Luciano. Mig langar að eignast barn, raunar tvö. Meira
30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 187 orð

Fólk

Ævintýrið um Gosa og lyganefið hans hefur verið kvikmyndað undir stjórn Steven Barron sem áður gerði myndirnar um stökkbreyttu ninja-skjaldbökurnar. Gosi sjálfur er í brúðulíki en leikarar af holdi og blóði leika á móti honum, m.a. Martin Landau, sem leikur smiðinn, og Genevieve Bujold. Meira
30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 287 orð

Frumherjablanda

EINN af frumherjum house-tónlistarinnar er Frankie Knucles sem dansóðir nefna með lotningu. Hann var plötusnúður í Chicago í upphafi níunda áratugarins þegar diskóið breyttist í house og sumir hafa haldið því fram að heiti tónlistarinnar, house, sé dregið af klúbbnum sem hann stýrði, The Warehouse. Meira
30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 575 orð

Frúin fram í sviðsljósið

SÚ ÓSK Benjamins Netanyahus, nýkjörins forsætisráðherra Ísraels, að embætti hans dragi dám af bandaríska forsetaembættinu, hefur orðið til þess að þriðja eiginkona hans, Sarah, hefur stigið fram á sjónarsviðið. Meira
30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 281 orð

Gleðisveitir á faraldsfæti

ÍRAR og Íslendingar eiga sitthvað sameiginlegt og írsk tónlist hefur löngum verið í hávegum hér á landi. Í sumar fá Írlandsvinir og gleðifólk almennt nóg af slíku fjöri, því hér er stödd írska hljómsveitin The Butterfly Band, sem hyggst fara um landið þvert og endilangt í slagtogi við aðra gleðisveit, Sólstrandargæjana Meira
30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 105 orð

Guðsmenn guldu ekki skattinn

ÞRÍR prestar sem tilheyra pólsku rétttrúnaðarkirkjunni hafa verið ákærðir fyrir tollsvik en þeir fluttu fjórar bifreiðar inn til lands með ólögmætum hætti. Að sögn pólsku fréttastofunnar PAP voru mennirnir þrír kærðir eftir að þeir höfðu lagt fram fölsuð innflutningsskjöl í því augnamiði að losna við að greiða tolla af bifreiðunum. Meira
30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 530 orð

Hin hliðin á höfuðborg Kúbu Havana ­ gimsteinn

ÉG HEF komið víða síðan Pearl Harbor ... en ég sakna aðeins einnar borgar." ­ Robert Redford sem fjárhættuspilarinn Jake Weil í kvikmyndinni Havana. ­ Það er mikil synd að flestir Bandaríkjamenn stimpli Havana sem Beirút Karíbahafsins, þunglamalegt og gleðisnautt tákn um mislukkaða pólitíska byltingu Fídels Kastrós. Meira
30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 635 orð

Hvað er mannréttindasáttmálinn?

VARÐVEISLA mannréttinda er hornsteinn Evrópuráðsins sem var stofnað 1949 í viðleitni til að auka samstöðu V-Evrópuríkja og koma í veg fyrir að styrjöld gæti brotist út á milli þeirra á ný. Ísland gekk í Evrópuráðið 7. mars 1950, og var þrettánda í röð aðildarríkjanna, sem nú eru 39 talsins. Meira
30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 512 orð

HVERNIG skyldi maðurinn muna það sem meistarinn sagði ekki? Han

HVERNIG skyldi maðurinn muna það sem meistarinn sagði ekki? Hann á að gruna það. Svo segir í Pétri Gaut, eftir minni. Þetta minnir mig á nýtt óbirt kvæði eftir Kristján Karlsson sem hann sendi mér og er einskonar svar við erindi mínu við hann áður, nokkrum kvæðum. Meira
30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 667 orð

Innbrot í Alcatraz

EFTIR að hafa hlotið heiðursmerki fyrir frækilega framgöngu í þremur styrjöldum lendir Francis X. Hummel (Ed Harris) hershöfðingi í landgönguliði Bandaríkjahers upp á kant við yfirmenn sína með afdrifaríkum afleiðingum. Meira
30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 95 orð

Í BÍÓ

Eins og greint hefur verið frá hér á síðunni verður nýjasta Disneyteiknimyndin, Hringjarinn í Notre Dame, sýnd með íslensku tali um jólin. Í millitíðinni verður Disneymyndin Guffagrín sýnd með íslensku tali. Er það í takt við þá þróun sem orðið hefur hin síðustu ár. Íslenska talsetningin hefur fest sig svo í sessi að nú er varla hægt að frumsýna teiknimynd hér á landi án hennar. Meira
30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 1044 orð

Kaup og kjör í kreppu

KÚBA stendur á krossgötum. Á árunum 1989 til 1993 dróst efnahagsframleiðsla Kúbverja saman um u.þ.b. 50 prósent og nær allur sá efnahagslegi ávinningur sem byltingin hafði í för með sér hvarf á þessu tímabili. Efnahagur Kúbu hefur frá upphafi byggðar byggst að meginhluta til á framleiðslu á sykri og annarri uppskeru til útflutnings. Meira
30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 1150 orð

KÚBUANNÁLL ÍSLENDINGS Skyndikynni af landi Kastrós Það eru aðeins um 100 mílur sem skilja að hina voldugu miðstöð

ÞAÐ ER stutt á milli hláturs og gráturs; á milli sólar, sands og gjálífis undir alræði dollarans og olíumengaðra öngstræta og hórlífs í heimi verðlausrar gjaldmyntar Fidels; á milli Miami Beach og Havana, reyndar rétt rúmar 100 mílur. Hin ósýnilega hönd er fjarri góðu gamni í Kúbu, hvað þá hönd guðs. Meira
30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 113 orð

Luhrmann gerir Rómeó og Júlíu

Ástralski leikstjórinn Baz Luhrmann (Strickly Ballroom") vinnur nú við gerð nútímalegrar kvikmyndaútgáfu af Rómeó og Júlíu eftir William Shakespeare. Tökur fóru fram í Mexíkó en með titilhlutverkin fara Leonardo DiCaprio og Claire Danes. Myndin er látin gerast í óþekkri stórborg og texti skáldsins er lagaður að málfari unga fólksins í dag. Meira
30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 362 orð

Muscadet

HVÍTVÍN frá Muscadet-héraðinu eru með sígildustu sjávarréttavínum Frakklands. Þau hafa hins vegar átt undir högg að sækja í samkeppninni á síðustu árum vegna nokkurra lélegra árganga í röð en miklar vonir eru bundnar við árganginn 1995 auk þess sem ýmsar breytingar hafa verið gerðar á reglum til að ýta undir sérstöðu héraðsins, m.a. Meira
30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 2696 orð

Mynd af MEINLEYSISMANNI

Áþriðjudag heldur tónleika í Laugardalshöll breska poppsveitin Pulp, sem stendur nú á hátindi frægðarinnar. Síðasta plata Pulp seldist í bílförmum um heim allan og lagið Common People varð eins konar sumaróður víða um heim. Meira
30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 489 orð

»Popplistahátíð LISTAHÁTÍÐ Reykjavíkur rennur sitt skeið á þriðjudag með

LISTAHÁTÍÐ Reykjavíkur rennur sitt skeið á þriðjudag með tónleikum bresku poppsveitarinnar Pulp og hefur verið meira um dægurtónlist á listahátíð að þessu sinni en oftast áður. Poppþyrstir hafa fengið í heimsókn þrjár raddir merkar, rödd fortíðar og framtíðar hafa þegar heysrt í Laugardalshöllinni og á þriðjudag kemur nútíminn í heimsókn. Meira
30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 941 orð

Rannsakandi innri raunveruleiki

RUDOLF Steiner, 1861-1925, er án vafa einn merkasti hugsuður þessarar aldar, enda þótt hann sé umdeildur. Það fyrra felst í því að hann mótmælti kröftuglega efnishyggjuheimsmynd vísindanna með kenningum sínum en notaði á hinn bóginn tímabundið guðspekihreyfinguna til þess að koma kenningum sínum á framfæri. Steiner vann ávallt vísindalega að málefnum sínum. Meira
30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 89 orð

Rívíeran úr tísku

FRANSKA Rívíeran er dottin úr tísku en vinsælasti sumarleyfisstaðurinn í Frakklandi nú er vesturströnd landsins. Þetta kemur fram í franska dagblaðinu Le Monde sem lýsti þessari þróun svo í fyrirsögn: "Vestrið í tísku;ferðamönnumn í suðri fækkar. Meira
30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 3781 orð

SAMEININGARTÁKN OG GÁLGAHÚMOR

HELSTU sameiginleg tákn hverrar sjálfstæðrar menningarþjóðar, sem ættu að vera henni sem heilög vé, eru stjórnskipunarlög, ­ þar sem birtist skilningur hennar, vilji, félagslegur þroski og réttlætiskennd á sviði stjórnsýslu; fáni, skjaldarmerki og þjóðsöngur, sameiningartákn, sem vanda skyldi til eftir því sem listrænum smekk og andlegum sköpunarmætti er framast unnt. Meira
30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 2970 orð

SKRAUTLEGAR FLUGUR OG STÓRIR LAXAR

ÞAÐ VAR frekar áin en dalurinn sem togaði mig aftur heim," segir Pétur Steingrímsson þar sem við sitjum í stofunni í Laxárnesi. Pétur er fæddur 1929 og uppalinn á bökkum Laxár, í Nesi í Aðaldal. Nokkur ár lagðist hann í víking úr Aðaldalnum og dvaldi Meira
30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 1150 orð

Spilling og siðleysi í súmóhringnum

FÁAR íþróttagreinar eru teknar jafn alvarlega og súmó-glíman í Japan, þjóðaríþrótt þarlendra. Súmó-glímumenn njóta mikillar virðingar í samfélaginu og háar fjárupphæðir eru í boði. Nú hefur komið í ljós að spilling og mútustarfsemi einkenna þennan heim, að því er segir í grein í nýjasta hefti breska tímaritsins The Economist. Meira
30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 149 orð

Travolta leikur fyrirbærið

Sigurganga Johns Travolta í Hollywood heldur áfram. Nýjasta myndin hans heitir Fyrirbærið eða "Phenomenon" en í henni leikur hann á móti Robert Duvall, Kyru Sedgwick og Forest Whitaker. Leikstjóri er John Turteltaub. Meira
30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 602 orð

Um veðurfar í borgum

ALLIR kannast við að stórborgir heimsins valda mengun innan marka sjálfra sín. Kunnast er efnamengun frá bílum og reykur og sót frá upphitun húsa og frá verksmiðjum. Núorðið ber æ meir á annarri gerð af áhrifum lífsstrits okkar innan stórborganna. Það er loftslagsbreyting, þannig að verulega getur farið að muna á hita og úrkomu innan borgar og skammt utan hennar. Meira
30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 1398 orð

Upphefð að utan

ÖR MANNRÉTTINDAÞRÓUN Á ÍSLANDI UNDANFARIN ÁR Upphefð að utan Mannréttindasáttmáli Evrópu og stofnanir Evrópuráðsins, Mannréttindanefnd og mannréttindadómstóll Evrópu, eru miðdepill þeirrar öru mannréttindaþróunar sem orðið hefur hérlendis undanfarin ár. Meira
30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 957 orð

Varðhundar mannréttindanna í Evrópu

TVEIMUR stofnunum, Mannréttindanefnd Evrópu, sem starfað hefur frá 1955, og Mannréttindadómstóli Evrópu, sem tók til starfa 1959, er ætlað það hlutverk að veita þeim ríkjum sem fullgilt hafa Mannréttindasáttmála Evrópu aðhald og stuðla að virðingu fyrir þeim réttindum sem sáttmálanum er ætlað að tryggja. Báðar starfa í Strassborg í Frakklandi. Meira
30. júní 1996 | Sunnudagsblað | 655 orð

Vissa er betri en óvissa

Einlægni er lykilatriði í mannlegum samskiptum. Ef fólk nær að tala saman í einlægni er hægt að leysa flest öll mál. Þau leysast kannski ekki á þann veg sem báðir vilja - en þau leysast. Ef þetta er svona einfalt af hverju talar fólk þá ekki alltaf saman í einlægni og leysir öll mál? Það er hins vegar önnur saga. Meira

Ýmis aukablöð

30. júní 1996 | Dagskrárblað | 187 orð

9.00Morgunsjónvarp barnanna

9.00Morgunsjónvarp barnanna Kynnir er Rannveig Jóhannsdóttir. Skordýrastríð (25:26) Svona er ég (10:20) Babar (14:26) Einu sinni var... (21:26) Dýrin tala (4:26) 10.45Hlé 12.00Fréttir 16. Meira
30. júní 1996 | Dagskrárblað | 669 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

8.07Morgunandakt: Séra Ragnar Fjalar Lárusson prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra flytur. 8.15Tónlist á sunnudagsmorgni Fantasía og fúga í d-moll eftir Max Reger. Lionel Rogg leikur á orgel. Meira
30. júní 1996 | Dagskrárblað | 100 orð

Króginn

STÖÐ 220.50Kvikmynd Breska gamanmyndin Króginn (Snapper) er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Myndin segir frá lífi Curley-fjölskyldunnar sem býr í úthverfi Dublin á Írlandi. Hjónin eiga sex fyrirferðarmikil börn og það kemur sem þruma úr heiðskíru lofti þegar elsta dóttirin, Sharon, tilkynnir að hún sé ófrísk. Meira
30. júní 1996 | Dagskrárblað | 767 orð

Sunnudagur 30.6. SBBC PRIME 4.00 The Le

Sunnudagur 30.6. SBBC PRIME 4.00 The Learning Zone 5.00 BBC World News 5.20 Tv Heroes 5.30 Look Sharp 5.45 Chucklevision 6.05 Julia Jekyll & Harriet Hyde 6.20 Count Duckula 6.40 The Tomorrow People 7. Meira
30. júní 1996 | Dagskrárblað | 206 orð

ö9.00Barnatími ­ Begga á bókasafninu ­ Orri og Ólafía ­ Kroppinbakur ­ For

10.55Eyjan leyndardómsfulla (Mysterious Island) 11.20Hlé 16.55Golf (PGA Tour)Svipmyndir frá Master Card Colonial-mótinu. 17.50Íþróttapakkinn (Trans World Sport) 18.45Framtíðarsýn (Beyond 2000) 19. Meira
30. júní 1996 | Dagskrárblað | 128 orð

ö9.00Dynkur 9.10Bangsar og bananar

9.10Bangsar og bananar 9.15Kolli káti 9.40Spékoppar Teiknimyndaflokkur. 10.05Ævintýri Vífils 10.30Snar og Snöggur 10.55Sögur úr Broca stræti 11.10Brakúla greifi 11.35Eyjarklíkan 12. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.