Greinar sunnudaginn 7. september 1997

Forsíða

7. september 1997 | Forsíða | 34 orð

ATHÖFNIN Efst: Karl Bretaprins við útförina ásamt sonum sínum og Díönu þeim Vilhjálmi o

ATHÖFNIN Efst: Karl Bretaprins við útförina ásamt sonum sínum og Díönu þeim Vilhjálmi og Harry. Mið: Spencer jarl flytur ræður sína í Westminster. Neðst: Líkfylgd Díönu kemur til Westminster. Fyrir aftan kistuna gengur Vilhjálmur prins. Meira
7. september 1997 | Forsíða | 651 orð

Ímynd alls hins góða við þetta land

GRÍÐARLEGUR mannfjöldi safnaðist saman á götum London í gær til að kveðja Díönu prinsessu af Wales, sem fórst í bílslysi í París fyrir tæpri viku, hinstu kveðju. Engin leið er að kasta tölu á allan þann fjölda sem safnaðist saman en hvort sem hann skiptir milljónum eða ekki er víst að hver maður hafði sína ástæðu til að fylgja prinsessunni til grafar. Meira
7. september 1997 | Forsíða | 468 orð

Spencer gagnrýnir fjölmiðla Spencer atyrðir fjölmiðla

SPENCER jarl, bróðir Díönu, dró ekki dul á andúð sína í garð fjölmiðla fyrir að hafa hundelt systur hans. Í minningarorðum um Díönu við útför hennar sagði Spencer meðal annars að það væri óskiljanlegt að fjölmiðlar hefðu sífellt gert lítið úr Díönu og hefðu virst hafa sett sér það markmið að buga hana. Spencer sagði systur sína hafa verið "einstaka, óviðjafnanlega" og að enginn komi í hennar stað. Meira

Fréttir

7. september 1997 | Erlendar fréttir | 1448 orð

Breska þjóðin sameinuð í sorg við útför Díönu

SORG ríkti um allt Bretland og daglegt líf var lamað er útför Díönu prinessu fór fram frá Westminster Abbey í gærmorgun. Gífurleg umferð var á föstudag og snemma í gærmorgun í átt að miðborg Lundúna en er leið á morguninn dró verulega úr henni, Meira
7. september 1997 | Innlendar fréttir | 485 orð

DagbókHáskólaÍslands

Dagana 7.­13. september 1997. ALLT áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http: //www.hi.is Sunnudagur 7. september. Í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá stofnun Prestaskólans í Reykjavík verður hátíðarguðsþjónusta í Dómkirkjunni kl. 14.00. Meira
7. september 1997 | Erlendar fréttir | 933 orð

Deilt um samneyti fólks í atvinnulífi og stjórnkerfi Hversu náin geta samskipti embættismanna og viðskiptalífsins verið, án þess

LISTI í danska blaðinu Politikenyfir um 1.900 frammámenn í embættismannakerfinu og viðskiptalífinu fékk marga til að reka upp stór augu. Listinn er yfir þá, sem eru félagar í svokölluðum VL-hópum, stjórnunarhópum, sem Dansk Selskab for Virksomhedsledelse, Stjórnunarfélagið danska, hefur komið á laggirnar undanfarin ár. Meira
7. september 1997 | Erlendar fréttir | 522 orð

Díana lögð tilhinstu hvílu

DÍANA prinsessa var lögð til hinstu hvílu í gær í grafreit fjölskyldunnar í Althorpe á Mið-Englandi. Var kista hennar flutt frá St. James-höll þar sem hún hafði verið alla vikuna og eftir strætum Lundúna til Westminster Abbey. Talið er, að allt að sex milljónir manna hafi fylgst með líkfylgdinni og nokkrir tugir þúsunda höfðu tekið sér stöðu meðfram leiðinni þegar um nóttina. Meira
7. september 1997 | Innlendar fréttir | 288 orð

Dregur úr tíðni kransæðasjúkdóma hérlendis

DÁNARTÍÐNI af völdum kransæðasjúkdóma í aldurshópnum 25 til 74 ára og nýgengi sjúkdómsins, þ.e. hve margir veikjast af honum á ári hverju, hefur minnkað um nær 40% hér á landi á árunum 1981 til 1992. Þetta kemur fram í niðurstöðum fjölþjóðlegrar rannsóknar á kransæðasjúkdómum, sem unnin er vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Auk Íslands taka 27 ríki þátt í rannsókninni. Meira
7. september 1997 | Landsbyggðin | 152 orð

Fimmtungur fundarmanna bar nafnið Gunnar

NÝLEGA hélt Landssamband kúabænda aðalfund sinn í nýjum húsakynnum Bændaskólans á Hvanneyri. Auk stjórnar komu til fundarins 25 fulltrúar kúabænda úr flestum héruðum landsins og þá sátu einnig fundinn nokkrir gestir sem viðriðnir eru málefni mjólkurframleiðenda. Svo merkilega vildi til að á fundinum voru 6 menn sem bera nafnið Gunnar eða fimmtungur fundarmanna. Meira
7. september 1997 | Innlendar fréttir | 85 orð

Fyrirlestrar um umferðarmannvirki

PRÓFESSOR Wolfgang Heilmann frá Tækniskólanum í Neubrandenburg í Þýskalandi dvelur vikuna 8.­14. september við Tækniskólann hér. Hann flytur fyrirlestra um umferðarmannvirki í bæjum og borgum og umferðarstýringu (umferðarljós). Meira
7. september 1997 | Erlendar fréttir | 370 orð

Georg Solti látinn

GEORG Solti, einn þekktasti hljómsveitarstjóri heims, lést sl. föstudagskvöld í Frakklandi þar sem hann var á ferðalagi. Hann var 84 ára. Solti stjórnaði m.a. hljómsveit óperuhússins í Covent Garden í Lundúnum, Sinfóníuhljómsveit Chicagoborgar, Fílharmóníuhljómsveit Vínarborgar, Sinfóníuhljómsveit Lundúna og Fílharmóníuhljómsveit Ísraels, Meira
7. september 1997 | Innlendar fréttir | 59 orð

Hauststarf skíðadeildar ÍR að hefjast

KYNNINGARFUNDUR verður í ÍR-heimilinu við Skógarsel miðvikudaginn 10. september kl. 20.30. Þjálfari á haustæfingum verður Martin Norman og verður hann til viðtals í ÍR­heimilinu alla virka daga milli kl. 16 og 19. Æfingarnar eru fyrir aldursflokkana 9 ára og eldri en yngri börnum er bent á Íþróttaskóla ÍR sem mun einnig verða kynntur á fundinum. Meira
7. september 1997 | Innlendar fréttir | 204 orð

Heilsugæslan í Garðabæ fær nýtt húsnæði

SAMNINGUR hefur verið undirritaður milli Álftáróss hf. annars vegar og ríkisins og Garðabæjar hins vegar um kaup á 860 fermetra húsnæði við Garðatorg 7, fyrir Heilsugæsluna í Garðabæ. Áætlaður kostnaður við kaup og innréttingar er 109 milljónir, en Álftárós tekur núverandi húsnæði upp í kaupin fyrir 20 milljónir. Gert er ráð fyrir að starfsemin flytji í nýja húsnæðið fyrir áramót. Meira
7. september 1997 | Innlendar fréttir | 397 orð

Hrærður og þakklátur fyrir þennan mikla stuðning

KARL Sigurbjörnsson, sóknarprestur í Hallgrímsprestakalli, hlaut hreinan meirihluta í biskupskjöri og er því réttkjörinn næsti biskup Íslands. Karl hlaut 111 atkvæði, Sigurður Sigurðarson 42, Gunnar Kristjánsson 15 og Auður Eir Vilhjálmsdóttir hlaut 14 atkvæði. Þrír einstaklingar til viðbótar hlutu eitt atkvæði hver, sex seðlar voru auðir og einn atkvæðaseðill barst of seint. Meira
7. september 1997 | Innlendar fréttir | 387 orð

Hugnaðist ekki hugmyndir að nýju formi

JÓNI Viðari Jónssyni, leiklistargagnrýnanda Dagsljóss til fjögurra ára, hvorki hugnaðist hugmyndir að nýju formi á leiklistargagnrýni í Dagsljósi né staðfesti að hann gæti komið fram í þættinum vikulega líkt og verið hefur hingað til að sögn Svanhildar Konráðsdóttur ritstjóra Dagsljóss. Hún segist í framhaldi af því ekki hafa séð flöt á því að hann yrði áfram leiklistargagnrýnandi Dagsljóss. Meira
7. september 1997 | Innlendar fréttir | 767 orð

Klukkan 3 að nóttu hefst hin hefðbundna útihátíð

Af þeim 160 vínveitingastöðum sem eru í Reykjavík eru um 80-90 þeirra á sjálfu miðborgarsvæðinu. Þeir rúma í allt um ellefu þúsund manns. Öllum þessum vínveitingastöðum er lokað á sama tíma um helgar, þ.e. klukkan þrjú að nóttu. Þá skapast ófremdarástand í miðbænum. Meira
7. september 1997 | Innlendar fréttir | 128 orð

Kraftgönguhópur í Öskjuhlíð á ný

KRAFTGÖNGUHÓPUR Perlunnar hittist á ný að loknu sumarfríi miðvikudaginn 10. september og hefst þá hefðbundin vetrarstarfsemi frá og með þeim degi. Í tilkynningu segir að hreyfing, fræðsla og útivera séu einkunnarorð starfseminnar. Hver tími samanstandi af upphitun, göngu og æfingum og reynt verði að koma til móts við þarfir flestra. Meira
7. september 1997 | Innlendar fréttir | 132 orð

Leikskóli byggður við Funalind

KÓPAVOGSBÆR hefur ákveðið að ganga til samninga við VSÓ ráðgjöf og fleiri aðila um byggingu leikskóla við Funalind í Kópavogi. Kostnaður við bygginguna er áætlaður tæpar 80 milljónir króna, en 90 leikskólapláss verða í skólanum. Meira
7. september 1997 | Innlendar fréttir | 521 orð

Leirvogsá með hörkugóða meðalveiði

Ljómandi góð veiði er enn í Leirvogsá þó svo að aðeins hafi dregið úr henni allra síðustu daga. Nýlega voru 380 laxar komnir á land úr ánni á tvær stangir. Miðað við fjölda veiðidaga eru það 2,71 lax á stöng að jafnaði í sumar og er það með hæstu meðaltölum yfir landið. Enn er lax að ganga, þannig veiddust fjórir laxar í ánni einn daginn í vikunni og voru allir grálúsugir. Meira
7. september 1997 | Innlendar fréttir | 365 orð

Lögreglumenn ekki ákærðir

Lögreglumenn ekki ákærðir RÍKISSAKSÓKNARI telur ekki ástæðu til aðgerða af hálfu ákæruvaldsins í kjölfar rannsóknar á sannleiksgildi fullyrðinga um að Franklín Steiner stundi umfangsmikil fíkniefnaviðskipti sem varði við landslög, með vitund og samþykki lögreglu. Meira
7. september 1997 | Erlendar fréttir | 169 orð

Prinsar í brennipunkti þjóðarsorgar

HUGUR almennings í Bretlandi hefur undanfarna viku verið fyrst og fremst hjá prinsunum ungu, Vilhjálmi og Harry, sem svo sviplega voru sviptir móður sinni um síðustu helgi. Prinsarnir fengu að finna fyrir djúpri samúð þjóðarinnar þegar þeir skoðuðu blómahafið við Kensingtonhöll ásamt föður sínum á föstudag. Meira
7. september 1997 | Innlendar fréttir | 257 orð

Rekstrarkostnaður nýrra sendiráða um 150 milljónir?

UMSVIF utanríkisþjónustunnar munu fara vaxandi næstu misseri. Nýlega hefur sendiráð verið opnað í Helsinki og gert er ráð fyrir að sendiherra verði skipaður þar á næsta ári. Þá er stefnt að opnun sendiráðs í Tókýó eftir u.þ.b. tvö ár og að því að Ísland eignist á ný fastafulltrúa hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu í Vín og síðar stofnun sendiráðs þar í borg. Meira
7. september 1997 | Innlendar fréttir | 131 orð

Risasökkum raðað upp

Á EIÐINU við Leirvog var í vikunni verið að raða upp sökkum fyrir skolplögn, sem sökkva á í Faxaflóa. Rörin eru framleidd í Noregi og eru þau dregin hingað til lands í 500 metra lengjum, sex saman á fleka. Farið er með þau að eiðinu við Leirvog en eiðið fer á kaf í flóðum og er flóðið nýtt til að skola rörunum á land. Meira
7. september 1997 | Erlendar fréttir | 711 orð

Síðasta kveðja "prinsessu fólksins"

ÞAÐ ER ógerningur að gera sér grein fyrir því hvaða sess Díana prinsessa, sem lét lífið í bílslysi í París aðfaranótt sunnudagsins 1. september ásamt Dodi Fayed, erfingja Harrods-veldisins, og Henri Paul, sem var bílstjóri þeirra, fær í sögunni rétt eins og enginn gat séð fyrir þau viðbrögð, sem dauði hennar kallaði fram. Meira
7. september 1997 | Landsbyggðin | 240 orð

Skjal með skipbrotsfrásögn afhent

BJÖRG Ágústsdóttir sveitarstjóri Grundarfjarðar afhenti Sipp Wiebenga framkvæmdastjóra hollenska slysavarnafélagsins myndskreytt skjal sl. föstudag, þar sem skráð er frásögn af hollenskum skipbrotsmönnum á Grundarfirði frá árinu 1794. Meira
7. september 1997 | Erlendar fréttir | 211 orð

Snarbeygði vegna bíls á undan

TALIÐ er hugsanlegt, að bílslysið í París megi að nokkru rekja til þess, að bílstjóri Mercedes-bifreiðarinnar reyndi að beygja frá bíl á undan, sem var ekið fremur hægt. Því hefur einnig verið haldið fram, að ökumaðurinn hafi beygt skyndilega vegna tilrauna ljósmyndara til að komast fram fyrir Mercedes-bifreiðina. Meira
7. september 1997 | Innlendar fréttir | 282 orð

Sparisjóðirnir leita lausnar á vandanum

FJÁRHAGSSTAÐA Sparisjóðs Ólafsfjarðar reyndist mun lakari í sex mánaða uppgjöri sjóðsins fyrir þetta ár en áður hafði komið fram í ársreikningi síðasta árs. Hafa nokkrir forráðamenn sambands sparisjóðanna verið nyrðra til að fara yfir stöðuna og leita lausnar á vanda sparisjóðsins. Meira
7. september 1997 | Innlendar fréttir | 950 orð

Sr. Karl Sigurbjörnsson kjörinn biskupmeð 58% atkvæða

KARL Sigurbjörnsson, sóknarprestur í Hallgrímsprestakalli, hlaut 58% atkvæða í biskupskjöri og er því réttkjörinn biskup. Sr. Karl hlaut 111 atkvæði, sr. Sigurður Sigurðarson 42 eða 23%, sr. Gunnar Kristjánsson 15 eða 7,9% og sr. Auður Eir Vilhjámsdóttir hlaut 14 atkvæði eða 7,3%, Þeir sr. Bernharður Guðmundsson, sr. Úlfar Guðmundsson og sr. Meira
7. september 1997 | Innlendar fréttir | 296 orð

Sýn sýnir frá hestamóti

KEPPNISTÍMABILI hestamanna lýkur ekki nú um helgina eins sagt var í Morgunblaðinu fyrir skömmu því hestamannafélagið Fákur, í samvinnu við Stöð tvö, Sýn og Skeiðmannafélagið, gengst fyrir móti helgina 20. til 21. september nk. á Víðivöllum þar sem ætlunin er að sýna beint í þrjá til fimm tíma á sunnudeginum frá mótinu. Meira
7. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 290 orð

Tólf skákmenn taka þátt í mótinu

SKÁKÞING Íslands, keppni í landsliðsflokki, hefst á Akureyri á þriðjudag, 9. september, og stendur það til 20. september næstkomandi. Mótið er það 83. í röðinni og er nú haldið í 8. sinn á Akureyri, síðast fyrir tíu árum, 1987. Skákþingið verður sett kl. 17 á þriðjudag og hefst fyrsta umferð að því loknu, en teflt verður í Alþýðuhúsinu við Skipagötu, á 4. hæð í sal Fiðlarans. Meira
7. september 1997 | Innlendar fréttir | 71 orð

Tólf sóttu um Iðnó

TÓLF sendu inn umsókn um að taka Iðnó á leigu þegar endurbótum á húsinu er lokið. Að sögn Þórarins Magnússonar, formanns bygginganefndar Iðnó, er nefnd sem skipuð var til að fara yfir umsóknirnar búin að skila sínu áliti til borgarstjóra, sem taka mun endanlega ákvörðun um hvað verður gert með Iðnó. Meira
7. september 1997 | Innlendar fréttir | 165 orð

Umræðan hefur verið skaðleg

ARNAR Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, segist vera ánægður með niðurstöðu ríkissaksóknara varðandi rannsókn á samskiptum fíkniefnalögreglu og dæmds fíkniefnasala, en Arnar segir umfjöllun um þetta mál hafa skaðað starfsemi fíkniefnalögreglunnar. Arnar var í starfi lögreglufulltrúa hjá ávana- og fíkniefnadeild frá 1. janúar 1985 til 20. september 1990. Meira

Ritstjórnargreinar

7. september 1997 | Leiðarar | 688 orð

MÓÐIR TERESA

LeiðariMÓÐIR TERESA tímum eigingirni, sjálfumgleði og stjórnlausrar sóknar eftir veraldlegum gæðum átti Móðir Teresa sérstakan sess í hugum fólks vegna þess, að hún lifði lífi sínu með allt öðrum hætti. Hún krafðist einskis fyrir sjálfa sig en var reiðubúin að gefa þeim fátæku, smáu og hrjáðu allt. Meira
7. september 1997 | Leiðarar | 1933 orð

ReykjavíkurbréfVESTURFARASÝNING-in á Hofsósi er hin athyglisverðas

VESTURFARASÝNING-in á Hofsósi er hin athyglisverðasta eins og sjá mátti í Lesbók Morgunblaðsins í gær. Hún er mjög vel sett upp og fróðleg. Hér er fyrst og síðast um einkaframtak að ræða. Fyrirtækið sem að sýningunni stendur heitir Snorri Þorfinnsson og er hlutafélag. Frumkvöðull þess og forstjóri er Valgeir Þorvaldsson sem er ættaður úr næsta nágrenni við Hofsós. Meira

Menning

7. september 1997 | Fólk í fréttum | 33 orð

Baðföt fyrir veturinn

FYRIRSTÆTAN og leikkonan Carre Otis sýndi baðföt hönnuðarins Rygi í Rio de Janeiro í gær. Þetta var fjórða tískuvikan í Rio de Janeiro og kynnti brasilíski fatahönnuðurinn Rygy nýjustu baðfatatískuna. Meira
7. september 1997 | Fólk í fréttum | 53 orð

Dansað og dillað sér

NÝLEGA var haldinn dansleikur á Breiðumýri þar sem þingeyskir harmóníkuunnendur og gestir þeirra komu saman til að lyfta sér upp. Að venju var dansað og dillað sér eins og títt er á samkomum félagsins. Morgunblaðið/Atli Vigfússon HILDIGUNNUR Jónsdóttir og Margrét Valgeirsdóttir voru íbanastuði. Meira
7. september 1997 | Fólk í fréttum | 462 orð

Frábært hugmyndaflug Árásin frá Mars (Mars Attacks!)

Framleiðandi: Warner Bros. Leikstjóri: Tim Burton. Handritshöfundur: Jonathan Gems eftir skáldsögu Toops. Kvikmyndataka: Peter Suschitzky. Tónlist: Danny Elfman. Aðalhlutverk: Jack Nicholson, Annette Bening, Martin Short, Sarah Jessica Parker, Danny DeVito, Pierce Brosnan, Glenn Close, Michael J. Fox, Nathalie Portman, Tom Jones, Jim Brown og Lukas Haas. 101 mín. Bandaríkin. Meira
7. september 1997 | Myndlist | 438 orð

"LANDSÝN"

Opið alla daga á tíma Perlunnar Til 7. september. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ verður stöðugt algengara, að listspírur sem halda út í heim til framhaldsnáms leiti til upprunans um myndefni. Má telja rökrétt á tímum er segja má að listheimurinn skiptist í tvennt. Meira
7. september 1997 | Menningarlíf | 68 orð

Ljóðatónleikar á Ísafirði

MARGRÉT Bóasdóttir sópransöngkona og Ulrich Eisenlohr píanóleikari halda ljóðatónleika á Ísafirði þriðjudaginn 9. september kl. 20.30 í sal frímúrara í Hafnarhúsinu. Efnisskrá þeirra er að mestu sú sama og á tónleikum þeirra fyrr á árinu í ýmsum borgum Þýskalands, íslenskar þjóðlagaútsetningar eftir Fjölni Stefánsson, ljóðasöngvar eftir Franz Schubert, Jórunni Viðar, Edward Grieg, Meira
7. september 1997 | Menningarlíf | 81 orð

Norræn samvinna í tónlistaflutning

SJÓÐUR hefur verið stofnaður til að styrkja norræna samvinnu í tónlistarflutningi; Fonden för Nordiska Konserter,FONK. Sjóðurinn er stofnaður og fjármagnaður af Norræna tónskáldaráðinu, sem jafnframt skipar stjórn sjóðsins, en aðild að ráðinu eiga fimm félög tónskálda á Norðurlöndum, fyrir Íslands hönd Tónskáldafélag Íslands. Meira
7. september 1997 | Fólk í fréttum | 709 orð

Nýjasta dansæðið?

SPICE Girls dans er nýjasta viðbótin sem býðst í danskennslu fyrir börn og unglinga. Danssmiðja Hermanns Ragnars auglýsti á dögunum námskeið í Spice Girls dansi og sérstakur sýningarhópur hefur verið settur saman til að sýna dansinn. Fimm reyndar dansstúlkur skipa hópin og eru þær á aldrinum 15 til 17 ára. Meira
7. september 1997 | Kvikmyndir | 415 orð

Ólíklegur líkmaður

Leikstjóri Matt Reeves. Handritshöfundur Matt Reeves og Jason Katina. Kvikmyndatökustjóri Robert Elswit. Tónlist Stuart Copeland. Aðalleikendur David Schwimmer, Gwyneth Paltrow, Michael Rappaport, Toni Collette, Carol Kane. 94 mín. Bandarísk. Miramax 1997. Meira
7. september 1997 | Fólk í fréttum | 206 orð

Ritskoðun er ritskoðun

BRESKI Óskarsverðlaunahafinn Jeremy Irons var ómyrkur í máli á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum á fimmtudaginn var. Gagnrýndi hann harkalega að enginn hefði fengist til að dreifa "Lolitu" í Bandaríkjunum. Irons kom með þessa athugasemd á blaðamannafundi þar sem fjallað var um "Chinese Box", sem leikstýrt er af Wayne Wang frá Hong Kong. Meira
7. september 1997 | Menningarlíf | 280 orð

Schuberts minnst í Kammermúsíkklúbbnum

FYRSTU tónleikar starfsársins hjá Kammermúsíkklúbbnum, sem haldnir verða í Bústaðakirkju í kvöld kl. 20.30, verða helgaðir 200 ára fæðingarafmæli Franz Schuberts. Á efnisskrá eru ljóðsöngvar og tveir strengjakvartettar. Tveir af síðustu strengjakvartettum tónskáldsins verða fluttir á tónleikunum, Strengjakvartett nr. 13 í a-moll, op. Meira
7. september 1997 | Fólk í fréttum | 198 orð

Síðasti maður Ridley Scotts

BRESKI leikstjórinn Ridley Scott, sem þekktastur er fyrir vísindatrylla eins og "Alien" og "Blade Runner" og kvenfrelsismyndir sínar "Thelma and Louise" og "G.I. Jane", hefur aftur snúið sér að framtíðinni eftir nokkurra ára hlé. Myndin sem hann ætlar að gera nefnist "I am Legend" og er byggð á frægri skáldsögu eftir Richard Matheson. Meira
7. september 1997 | Fólk í fréttum | 307 orð

SKUNK ANANSIE

ROKKTÓNLEIKAR hellast hvað eftir annað yfir unglinga tískulandsins Íslands. Eftirvæntingin eftir öðrum tónleikum bresku rokkhljómsveitarinnar Skunk Anansie var mikil í Laugardagshöll í fyrrakvöld. Hálftíma fyrir tónleikana hófst uppklappið, og þá var þegar búið að líða yfir nokkrar ungmeyjar í fremstu röðum aðdáenda. Meira
7. september 1997 | Fólk í fréttum | 127 orð

Stjórnlaus stemmning

PÖNKKVÖLD var haldið í Rósenbergkjallaranum á fimmtudagskvöldið og varð ekki betur séð en unnendur pönktónlistar væru enn þónokkrir. Það voru hljómsveitirnar Saktmóðigur, Örkuml og Strákarnir sem léku á als oddi þetta kvöld. Pönkið var upp á sitt besta í kringum 1980 og var mikil gróska í pönktónlistinni hérlendis sem erlendis á þessum árum. Meira
7. september 1997 | Fólk í fréttum | 94 orð

Stjörnustríð óbreytt

GEORGE Lucas íhugaði á sínum tíma að fá Frank Darabont, sem leikstýrði og skrifaði handrit að Shawshank Redemption, til að skrifa handrit fyrstu myndarinnar í nýjum Stjörnustríðs þríleik. Eftir að hafa skrifað handritið sjálfur bað hann Darabont um að lesa það yfir og koma með gagnrýni. Ekki óvenjulegt með tilliti til þess hversu oft handrit eru endurskrifuð núorðið í Hollywood. Meira
7. september 1997 | Fólk í fréttum | 204 orð

Tískan í Tunglinu

TÍSKUKVÖLD var haldið í Tunglinu á fimmtudagskvöldið við góðar undirtektir. Það var Trend-hópurinn, sem þau Guðrún Edda, Gísli og Sólveig skipa, sem stóð að uppákomunni. Boðið var upp á tískusýningu, kynningarbásar voru settir upp og ýmislegt fleira. Markmiðið var að bjóða upp á kynningu á flestu því sem tengist tísku á einhvern hátt. Meira
7. september 1997 | Menningarlíf | 60 orð

Tónleikar á Selfossi

Í SELFOSSKIRKJU eru tónleikar hvert þriðjudagskvöld þessar vikurnar. Björn Steinar Sólbergsson, organisti Akureyrarkirkju, verður við orgelið næsta þriðjudagskvöld. Á tónleikunum leikur hann m.a. eigin umritun á Íslenskum dönsum eftir Jón Leifs, en þar er einnig C.M. Widor, E. Grieg og eftir Johann Sebastian Bach verður leikin m.a. Toccata adagio og fúga í C- dúr. Tónleikarnir hefjast kl. Meira
7. september 1997 | Tónlist | 546 orð

Tveggja elskenda ljóð

Blönduð dagskrá íslenzk/norrænna sönglaga og óperuaría. Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór; Ólafur Vignir Albertsson, píanó; Freyja Gunnlaugsdóttir, klarínett. Langholtskirkju, fimmtudaginn 4. september kl. 20.30. Meira
7. september 1997 | Fólk í fréttum | 430 orð

Væmin vella vinur minn Prestsfrúin (The Preacher's Wife)

Framleiðandi: Touchstone Pic./ Samuel Goldwyn Company. Leikstjóri: Penny Marshall. Handritshöfundur: Nat Mauldin og Allan Scott eftir handriti Roberts E. Sherwoods og Leonardos Bercovicis. Kvikmyndataka: Miroslav Ondricek. Umsjón tónlistar: Mervyn Warren. Aðalhlutverk: Whitney Houston, Denzel Washington. 90 mín. Bandaríkin. Touchstone Pic./ SAM bíó 1997. Myndin er öllum leyfð. Meira

Umræðan

7. september 1997 | Bréf til blaðsins | 379 orð

Eru kennarar lagðir í einelti?

KÆRU Íslendingar. Ég heiti Hanna Sif, ég er 25 ára og er kennari. Ég er góður kennari. Samt stend ég í þeim sporum, nú í byrjun þriðja árs míns í kennslu, að vera að hugleiða uppsögn. Hvers vegna? Er það vegna þess að um síðustu mánaðamót fékk ég útborguð laun upp á 71.111 kr.? Er það vegna þess að byrjunarlaun mín fyrir tveimur árum voru um 74.000 og eru núna 86. Meira
7. september 1997 | Aðsent efni | 658 orð

Lystikerra séra Ólafs Fríkirkjuprests Gömul mynd af séra Ólafi Fríkirkjupresti í lystikerru sinni verður Pétri Péturssyni

FRÓÐLEGT er að fylgjast með skrifum þeirra Ólafs Guðmundssonar, útibússtjóra, og Matthíasar Johannessens, ritstjóra og skálds, um höfund Njálu, álit fræðimanna og rökstuðning þeirra og ritdeilu. Einhverjir kunna að ala í brjósti veika von um að leit að höfundi beri árangur. En að fleiru er nú vert að leita en Njáluhöfundi. Meira
7. september 1997 | Bréf til blaðsins | 397 orð

Myndlýsingar í Norræna húsinu

SÖGN í sjón nefndist sýning í kjallara Norræna hússins í sumar á teikningum eða svonefndum myndlýsingum forníslenskra rita í nútímaútgáfum. Myndlýsingar voru bókaskreytingar og var þá sagt að bækur væru lýstar. Myndlýsingum "hefur stundum verið líkt við samtal á milli myndar og texta," segir Júlíana Gottskálksdóttir listfræðingur í ágætum inngangi vandaðrar sýningarskrár. Meira
7. september 1997 | Bréf til blaðsins | 271 orð

R-listinn og malbikið

ÉG tek hjartanlega undir þá skoðun Árna Sigfússonar, sem hann viðraði nýlega í grein í Morgunblaðinu, að núverandi stjórnendur borgarinnar berja höfðinu við malbikið í allri afgreiðslu sinni á umferðarmálum. Eins og Árni bendir réttilega á, er meirihlutinn í R-listanum mjög fastur í gömlum og úreltum aðferðum til að taka á umferðarmengun og öðrum umferðarvandamálum. Meira
7. september 1997 | Bréf til blaðsins | 484 orð

Siðareglur fyrir stjórnmálamenn ­ já takk

FIMMTUDAGINN 28. ágúst birtist frétt á blaðsíðu tvö um viðbrögð forsætisráðherra okkar Davíðs Oddssonar við því hvort setja ætti siðareglur fyrir stjórnmálamenn hér á landi. Leist honum ekki á samanburðinn við siðareglur sem hin nýja stjórn Verkamannaflokksins í Bretlandi hefur sett upp því þær eigi ekki við hér á landi og auk þess hafi forsætisráðherra Breta sýnt af sér að hann fer út fyrir það Meira

Minningargreinar

7. september 1997 | Minningargreinar | 199 orð

Afmælis og minningargreinar

MIKILL fjöldi minningargreina birtist daglega í Morgunblaðinu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöfunda skal eftirfarandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina Meira
7. september 1997 | Minningargreinar | 367 orð

ÁSTA SVANHVÍT ÞÓRARINSDÓTTIR

Hún elsku amma er dáin og söknuðurinn er sár. Þó að gengi á ýmsu með heilsufar hennar var hún alltaf fyrr en varði komin á fætur aftur og áttum við von á að eins yrði í þetta sinn. Við fórum vongóðar heim af spítalanum á föstudegi því að hún var frekar brött og talaði mikið. Daginn eftir versnaði ástandið og lést hún síðar um daginn. Meira
7. september 1997 | Minningargreinar | 297 orð

ÁSTA SVANHVÍT ÞÓRARINSDÓTTIR

ÁSTA SVANHVÍT ÞÓRARINSDÓTTIR Ásta Svanhvít Þórarinsdóttir fæddist á Vatnsenda við Hóp í V-Hún. 26. ágúst 1913. Hún lést á Landspítalanum 30. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Una Jónsdóttir, f. 25.5. 1877 á Bala í Stóra-Núpssókn, Gnúpverjahreppi, Árnessýslu, d. 24.4. 1962 í Reykjavík, og Þórarinn Bjarnason, f. 20.8. Meira
7. september 1997 | Minningargreinar | 128 orð

INGIBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR

INGIBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR Ingibjörg Þorsteinsdóttir fæddist á Hellissandi 20. júlí 1920. Hún andaðist á Vífilsstaðaspítala 22. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Pétrún Jóhannesdóttir, f. 16.2. 1875, og Þorsteinn Þorsteinsson, f. 18.12. 1867, bæði látin. Systkini hennar voru fjögur og eru þau öll látin nema Jóhanna, f. 1.2. 1915. Meira
7. september 1997 | Minningargreinar | 119 orð

INGIBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR Elsku mamma og amma, nú ertu farin yfir móðuna miklu og þjáningum þínum lokið. Það er svo stutt síðan

Elsku mamma og amma, nú ertu farin yfir móðuna miklu og þjáningum þínum lokið. Það er svo stutt síðan pabbi/afi fór, hinn 30. júlí 1995, og nú þú svo stuttu seinna. Okkur þykir það svo leitt þó að við vitum að nú líður ykkur betur og eruð saman. Minningarnar eru margar og góðar og geymum við þær vel. Meira
7. september 1997 | Minningargreinar | 129 orð

JÓN V. HELGASON

JÓN V. HELGASON Jón V. Helgason fæddist 7. febrúar 1918 á Felli í Vopnafirði. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1. septemer síðastliðinn. Foreldrar hans voru Matthildur Vilhjálmsdóttir, húsmóðir, f. 1881, d. 1967, og Helgi Magnússon, bóndi, f. 1879, d. 1939. Systkini Jóns eru: Gunnlaugur, f. 1913, d. 1942, Jóhanna, f. 1915, Elín, f. Meira
7. september 1997 | Minningargreinar | 91 orð

JÓN V. HELGASON

Með miklum söknuði kveðjum við hann Jón afa. Margar góðar minningar eigum við um hann, þá sérstaklega frá heimsóknum til hans út á Nes þar sem oft var tekið í spil og slegið á létta strengi. Nú er hann farinn yfir í annan heim og erfitt er að sjá á eftir honum, en með þá vissu um að honum líði nú betur og sé búinn að hitta sína ástvini að handan er auðveldara að sætta sig við fráfall hans. Meira
7. september 1997 | Minningargreinar | 32 orð

STEFÁN G. GUÐLAUGSSON

STEFÁN G. GUÐLAUGSSON Stefán G. Guðlaugsson fæddist á Hrísum í Helgafellssveit 6. júlí 1926. Hann lést á Landspítalanum 27. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 4. september. Meira
7. september 1997 | Minningargreinar | 238 orð

STEFÁN G. GUÐLAUGSSON

Hinn 27. ágúst féll afi minn snögglega frá og langar mig til að minnast hans með fáeinum orðum. Hann kom inn í líf mitt þegar ég var smá stelpa, aðeins 5 ára gömul og ég man ennþá eftir þeim degi sem ég hitti ömmu og afa í Melási fyrst, eins og við kölluðum þau alltaf. Meira
7. september 1997 | Minningargreinar | 381 orð

Steingrímur Bjarnason

Í dag fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju útför elskulegs mágs míns Steingríms Bjarnasonar, er lést á Landspítalanum 30. ágúst sl. Á kveðjustund leitar hugurinn til baka yfir nær hálfrar aldar fjölskyldutengsl og vináttu og jafnframt þakka ég forsjóninni fyrir þá gæfu að systir mín skyldi eignast svo góðan og traustan mann og heimilisföður. Meira
7. september 1997 | Minningargreinar | 272 orð

Steingrímur Bjarnason

Þegar við kveðjum kæran vin og frænda, Steingrím Bjarnason, er okkur efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt hann að. Með honum hverfur stór persónuleiki. Fyrstu minningarnar um hann eru frá því þegar þau hjónin komu norður í heimsókn á sumrin til ömmu á Akureyri, systur Steingríms, þá komu þau líka við á Dalvík hjá foreldrum mínum. Meira
7. september 1997 | Minningargreinar | 27 orð

STEINGRÍMUR BJARNASON

STEINGRÍMUR BJARNASON Steingrímur Bjarnason var fæddur á Eskifirði 11. desember 1919. Hann lést á Landsspítalanum 30. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Reyðarfjarðarkirkju 6. september. Meira

Viðskipti

7. september 1997 | Viðskiptafréttir | 142 orð

ÐVon á viðskiptasendinefnd frá Slóvakíu

VON er á 15 manna viðskiptasendinefnd hingað til lands í næstu viku frá Slóvakíu. Nefndin hefur hug á því að komast í kynni við útflytjendur á íslenskum sjávarafurðum og öðrum matvælum svo og innflytjendur á ýmsum vörum t.d. byggingavörum og raftækjum. Meira
7. september 1997 | Viðskiptafréttir | 120 orð

Málþing um aðgang að upplýsingum

FBR ­ Félag bókavarða í rannsóknarbókasöfnum ­ heldur í samvinnu við Landsbókasafn Íslands ­ Háskólabókasafn málþing um upplýsingar á netinu, aðgang atvinnulífs og vísindasamfélags að upplýsingum. Málþingið verður fimmtudaginn 11. september og er haldið í Funda- og ráðstefnusal ríkisstofnana, Borgartúni 6, kl. 9­17. Meira
7. september 1997 | Viðskiptafréttir | 262 orð

Þrískipt nám í ferðaþjónustu

FERÐAMÁLASKÓLINN í Menntaskólanum í Kópavogi er stærsti ferðamálaskólinn á landinu og sá eini sinnar tegundar þar sem boðið er upp á þrískipt nám; leiðsögunám, alþjóðlegt nám í ferðaþjónustu og í þriðja lagi mjög víðtækt grunnnám í ferðafræði. Nemendur þurfa að uppfylla inntökuskilyrði framhaldsskóla og hafa náð 20 ára aldri. EKki er krafist stúdentsprófs nema í hluta af námsframboði. Meira
7. september 1997 | Viðskiptafréttir | 235 orð

(fyrirsögn vantar)

Vélstjóra og Baadermann (vinnslumann) vantar á flakafrystiskip sem er að fara á bolfiskveiðar í Barentshafi. Mikill kvóti. Upplýsingar í símum 5653665 og 8961197. Starfsmenn í fjós og fjárhús Bændaskólinn á Hvanneyri óskar að ráða sem fyrst starfsmenn í fjós og fjárhús. Búfræðimenntun áskilin. Laun samkvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna. Meira

Daglegt líf

7. september 1997 | Ferðalög | 84 orð

Bara fyrir konur

FERÐASKRIFSTOFUR keppast þessa dagana við að kynna haust- og vetrarferðir sínar og ekki þykir verra að geta bryddað upp á einhverjum nýjungum. Meðal þess sem danska ferðaskrifstofan Valluga Tours í Kaupmannahöfn býður nú upp á í fyrsta skipti eru sérstakar skíðaferðir sem eingöngu eru ætlaðar fyrir konur. Meira
7. september 1997 | Bílar | 985 orð

FALLEGUR OG SPORTLEGUR MAREA WEEKEND

ÓHÆTT er að segja að Fiat verksmiðjurnar ítölsku bjóði nú eina nýlegustu fólksbílalínuna í Evrópu. Nýlega var kynntur Punto, sem fengið hefur andlitslyftingu, en hann kom fyrst á markað 1993, Bravo/Brava kom fram á sjónarsviðið 1995 og Marea, sem leysir Tempra og Croma af hólmi, kom á markað í fyrra. Meira
7. september 1997 | Ferðalög | 293 orð

Ferðamenn ogvændi í Dóminískalýðveldinu

FJÖLDI ferðamanna í Dómíníska lýðveldinu hefur á undanförnum átta árum aukist úr 900 þúsundum á ári í 1,57 milljónir. Vændi, sem á sér langa sögu í landinu, hefur aukist mjög í kjölfarið. Á hvítum sandströndum lýðveldisins bjóðast ferðamönnum ungar konur, og jafnvel enn yngri piltar, til sölu fyrir þúsund krónur. Vilji þeir kaupa greiðann á herbergjum vændishúsa kostar hann 4. Meira
7. september 1997 | Ferðalög | 682 orð

Helstu eimreiðir Evrópusamankomnar í Luzern

SVISSNESKA járnbrautafélagið og Samgöngusafnið í Luzern búast við að um 150.000 manns ferðist í haust með eftirlíkingu af elstu eimlest Svisslendinga á milli Luzern og Küssnacht. Lestin gengur þessa leið í rúma tvo mánuði í tilefni af 100 ára afmæli Svissneska járnbrautafélagsins. Annars stendur hún yfirleitt ónotuð í Samgöngusafninu. Meira
7. september 1997 | Bílar | 106 orð

Hiti í þýskum leigubílstjórum

EINN tryggasti kaupendahópur Mercedes Benz í Þýskalandi eru leigubílstjórar og þeir hóta nú að kaupa bíla frá öðrum framleiðendum láti fyrirtækið verða af þeirri ætlan sinni að bjóða fram Swatch smábílinn til leigu á flugvöllum og járnbrautastöðvum. Meira
7. september 1997 | Ferðalög | 40 orð

INDLAND

Vestfirðingurinn Jón Ólafsson var fyrstur Íslendinga til þess að komast alla leið til Indlands. Síðan eru 373 ár, en ennþá standa uppi mörg þeirra mannvirkja sem Jón lýsti í ferðasögu sinni, þar á meðal Dansborgarkastali í Tranquebar, nýlendumannvirki Dana. Meira
7. september 1997 | Ferðalög | 2267 orð

Í fótspor JónsIndíafara

heimsóttu þessar slóðir Jóns Indíafara í júnímánuði síðastliðnum, líklegast fyrst Íslendinga frá dögum Jóns. Meira
7. september 1997 | Ferðalög | 501 orð

Ísland er góðurkostur fyrirerlenda kylfingaGordon Dalgleish, forstjóri tveggja stærstu golfferðaskrifstofa í Bandaríkjunum, var

DALGLEISH er forstjóri InterGolf og PerryGolf, tveggja helstu fyrirtækja í Bandaríkjunum sem sérhæfa sig í skipulagningu golfferða um heim allan. Hann dvaldi hér í fimm daga á vegum golfdeildar ferðaskrifstofunnar Úrvals-Útsýnar, en umsvif hennar hafa farið ört vaxandi á undanförnum árum. Dalgleish lék m.a. Meira
7. september 1997 | Bílar | 342 orð

Krefjast 2% hlutdeildar rafbíla af sjö framleiðendum

ÞREMUR bandarískum bílaframleiðendum og fjórum japönskum er gert að koma ákveðnum fjölda af rafbílum á markað í New York á næsta ári. Kemur ákvörðun borgaryfirvalda í framhaldi af reglu sem sett hefur verið að krefjast megi þess að 2% bíla frá þessum framleiðendum skuli vera mengunarlausir. Bandarísku framleiðendurnir sem hér um ræðir eru risarnir þrír, þ.e. Meira
7. september 1997 | Ferðalög | 87 orð

LAUGARGANGA

BJÖRN Jóhannsson landslagsarkitekt lýsti svokallaðri laugargöngu í síðasta sunnudagsblaði en hún einkennist meðal annars af sögulegum minjum, grasagarði og góðum leiktækjum. Hins vegar birtist ekki kort sem búið var til vegna greinarinnar og verður bætt úr því í dag. Meira
7. september 1997 | Ferðalög | 329 orð

Lengsta minnismerki Parísar

AÐ koma til Parísar er eins og stíga inn á gríðarstórt minjasafn; hvarvetna er að finna minnismerki og merkilegar byggingar. Er ekki nema von að sitthvað fari framhjá ferðalangi sem jafnvel staldrar stutt við. Þannig vita víst fæstir af lengsta minnismerki Parísar og þótt þeir hafi séð hluta úr því er eins víst að fæstir viti hvað sé þar á ferðinni. Meira
7. september 1997 | Bílar | 113 orð

Lægri hraði - meiri eyðsla

MINNI ökuhraði getur komið niður á umhverfinu samkvæmt athugun sem danska bílablaðið Bilen hefur gert. Er þar staðhæft að bíll sem ekur á 30 km hraða eyði um 15% meira eldsneyti en bíll sem ekið er á 50 km hraða. Meira
7. september 1997 | Bílar | 294 orð

Minni sala franskra lúxusbíla

SALA á flaggskipum Citro¨en, Peugeot og Renault, þ.e. gerðunum XM, 605 og Safrane hefur ekki staðist vonir forráðamanna fyrirtækjanna og í breska bílablaðinu Car er nýlega sett fram sú skoðun að réttast væri að fyrirtækin hættu að framleiða bíla í þessum flokki. Meira
7. september 1997 | Bílar | 245 orð

Nýr strætisvagn frá Mercedes Benz í Mosfellsbæ

NÝR Mercedes Benz strætisvagn var nýverið tekinn í notkun á leiðinni milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur en það er Meiriháttar ehf., dótturfyrirtæki Allrahanda, sem sér um aksturinn í samvinnu við SVR. Nýi strætisvagninn kostaði 18 milljónir króna, tekur 49 farþega í sæti og 34 í stæði og var keyptur nýr frá Þýskalandi. Meira
7. september 1997 | Ferðalög | 322 orð

Óbyggðaferðir njóta vaxandi vinsælda

ÞEIR Íslendingar sem hafa áhuga á að skoða landið sitt og njóta leiðsagnar þeirra sem þekkja vel til, geta komist í áhugaverðar ferðir nú í haust bæði hjá Ferðafélagi Íslands og Útivist. Í boði eru dagsferðir og helgarferðir auk þess sem jeppaeigendum stendur til boða að fara í skipulagðar jeppaferðir á vegum Útivistar þar sem leiðsögumaður notar talstöð til að miðla þekkingu sinni til ferðalanga. Meira
7. september 1997 | Bílar | 177 orð

Sérsniðinn fyrir þá sem nota hjólastóla

AUKIÐ og auðveldað aðgengi fatlaðra kallar á fleiri ferðamöguleika og hefur bílaiðnaðurinn reynt að koma til móts við slíkar þarfir. Fyrirtækið Starcraft í Bandaríkjunum hefur sérhæft sig í breytingum á bílum í þágu fatlaðra. Starcraft kynnti á dögunum hönnun sína á breytingum á Chevrolet Venture sem er einn fjölmargra fjölnotabíla sem framleiddir eru um þessar mundir. Meira
7. september 1997 | Bílar | 93 orð

Síaukin bílasala í Kína

BÍLASALA í Kína fer sífellt vaxandi en á síðasta ári seldust þar 381.794 bílar sem var 19% aukning frá árinu áður. Á fyrri hluta þessa árs seldust þar um 30% fleiri bílar en á sama tíma í fyrra. Volkswagen verksmiðjurnar hafa mesta markaðshlutdeild í Kína eða 62% en næsti framleiðandi er Daihatsu með rúmlega 19% hlutdeild. Meira
7. september 1997 | Bílar | 492 orð

Snaggaralegur Almera GTi sportbíll

NISSAN Almera GTi með tveggja lítra og 143 hestafla vél er knár og liðugur sportbíll, eiginlega leikfang, sem þeysa má allt uppí 210 km hraða þar sem aðstæður leyfa. Leikfangið er feikn skemmtilegt en kostar líka sitt: Tæplega tvær milljónir. Þessi útgáfa af Almera verður aldrei fjöldasöluvara hér en fyrir þá sem vilja sérstæðan bíl er þetta einn kostur - og hreint ekki galinn. Meira
7. september 1997 | Bílar | 133 orð

SsangYong styrkir íslenskar akstursíþróttir

TEKIST hafa samningar milli kóreska bílaframleiðandans SsangYong og Landssambands íslenskra akstursíþróttafélaga um fjárstuðning við keppnishald og kynningar á íslensku torfærunni erlendis. Hefur SsangYong umboðið, Bílabúð Benna, haft milligöngu um að koma samningnum á. Benedikt Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna segir að áhugi Kóreumanna hafi vaknað m.a. Meira
7. september 1997 | Ferðalög | 154 orð

Tröllin út af Vík REYNISDRANGAR

REYNISDRANGAR urðu til, eftir því sem þjóðsagan, segir með þeim hætti að tvö tröll ætluðu að draga þrísiglt skip að landi en urðu heldur sein og dagaði uppi í birtingu og urðu að steinum. Drangarnir eru allt að 66 metrar á hæð, rísa úr sjó fram undan Reynisfjalli og sjást þeir vel frá Vík. Meira
7. september 1997 | Bílar | 212 orð

Volvo og Saab mótmæla umhverfisreglum

SÆNSKU bílaframleiðendurnir, Saab og Volvo, hafa brugðist harkalega við væntanlegum reglum yfirvalda um hámarksþyngd og kröfur um sparneytni í bílum sem keyptir yrðu fyrir hið opinbera. Talsmaður Saab verksmiðjanna sagði stjórn fyrirtækisins íhuga að flytja starfsemina úr landi yrðu þessi skilyrði sett. Meira
7. september 1997 | Bílar | 572 orð

Ýmsar nýjungar á nýrri þjónustustöð Olís við Álfheima

ÝMSAR nýjungar er að finna á bensínstöð Olís við Álfheima í Reykjavík sem var endurnýjuð frá grunni fyrr í sumar. Bensínstöðvar Olís eru nú nefndar þjónustustöðvar og þar er nú einnig hægt að fá margs konar matvæli og sælgæti auk bílavöru sem að sjálfsögðu er áfram fyrir hendi. Meira

Fastir þættir

7. september 1997 | Dagbók | 2930 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
7. september 1997 | Í dag | 539 orð

ÁKNIÐ burt" sögðu ungir menn og hressir fyrir ma

ÁKNIÐ burt" sögðu ungir menn og hressir fyrir margt löngu. Samt sem áður er "báknið" stærra og dýrara en nokkru sinni. Á fimmtán árum, 1980 til 1995, hækkuðu heildarútgjöld hins opinbera hér á landi úr 500 þúsund krónum í 668 þúsund krónur á hvern þjóðfélagsþegn, að því er fram kemur í vikuritinu Vísbendingu 22. ágúst sl. Meira
7. september 1997 | Í dag | 129 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 8. sept

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 8. september, verður sjötug Steinunn G. Kristiansen, Eskihlíð 33, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í félagsheimili Hallgrímskirkju á afmælisdaginn kl. 17 til 20. ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 7. Meira
7. september 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. júlí í Háteigskirkju af sr. Tómasi Sveinssyni Margrét Jóna Sigurðardóttir og Hallgrímur Kvaran. Heimili þeirra er í Langagerði 86, Reykjavík. Meira
7. september 1997 | Dagbók | 682 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
7. september 1997 | Í dag | 276 orð

"Simpson kemurvíða við" Í GREIN Indriða G. Þorsteinsson

Í GREIN Indriða G. Þorsteinssonar, "Sjónvarp á laugardögum", 23. ágúst sl. birtist vísukorn, tekið úr Morgunblaðinu fyrir stríð. Simpson kemur víða við, veldur breyttum högum. Og Kjarval botnaði: Morgunblaðið kemur ekki út á mánudögum. Hér hefur tveimur orðum verið vikið til. Meira

Íþróttir

7. september 1997 | Íþróttir | 779 orð

Eru engin takmörk fyrir framförum?

DANIEL Komen, heimsmeistari og heimsmethafi í 5.000 m hlaupi, hefur þegar skipað sér í fremstu röð langhlaupara þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall. Hann kom fyrst fram á hið alþjóðlega sjónarsvið hlaupabrautanna í fyrra þegar hann vann hluta af gullpotti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins að loknum stigamótum þess og var nær ósigrandi á mótum sumarsins. Meira
7. september 1997 | Íþróttir | 540 orð

"Strákarnir okkar" eru komnir heim!

EFTIR frækilega framgöngu "Strákanna okkar" í Kumamoto í Japan, þar sem þeir urðu í fimmta sæti í heimsmeistarakeppninni ­ náðu besta árangri Íslendinga í HM, eru þeir samankomnir í Reykjavík til að etja kappi við Dani. Rimman fer fram í Laugardalshöllinni í kvöld. Það koma eflaust margir í Laugardalshöllina til að bjóða strákana velkomna. Meira

Sunnudagsblað

7. september 1997 | Sunnudagsblað | 6419 orð

Af Ástarhvammi og Keleríslaut Örlygur Hálfdanarson hefur verið stórtækur bókaútgefandi, þótt hann hafi orðið að rifa seglin að

FYRIR skömmu birtist í Morgunblaðinu grein eftir mann nokkurn, sem sýnilega var mikið niðrifyrir, svo sem títt er um ákafamenn og fullhuga. Fjallaði hann þar um örnefni í Reykjavík, ekki síst á því svæði, sem þeir er lítt þekkja til, gjarnan kenna við Grafarvog. Sá sem hér stýrði penna var Örlygur Hálfdanarson bókaútgefandi. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 241 orð

Aflaði sér lána með lygum

FIFE Symington, ríkisstjóri í Arizona í Bandaríkjunum, sagði af sér embætti í fyrradag að sögn dagblaðsins The New York Times en þá hafði hann verið fundinn sekur um að hafa logið til um fjárhagslega stöðu sína á síðasta áratug í því skyni að útvega því lán upp á marga milljarða íslenskra króna. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 3240 orð

Á diski með helstu djassgítarleikurum Evrópu Björn Thoroddsen lærði ungur á gítar og hefur mörg undanfarin ár verið í hópi okkar

BJÖRN Thoroddsen, tónlistarmaður og kona hans, Elín Margrét Erlingsdóttir, búa ásamt þrem börnum sínum í einbýlishúsi að Túngötu l4 í Bessastaðahreppi, í næsta nágrenni við elsta býlið á Álftanesi, Landakot, og spölkorn frá forsetabústaðnum. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 462 orð

Betri kostur að byggja eitt stórt sjúkrahús

"ÉG ER mjög ánægð með hve íslensk heilbrigðisþjónusta fær góða einkunn í hinni nýju skýrslu heilbrigðis- tryggingamálaráðuneytis," sagði Margrét Björnsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri og sviðsstjóri hjúkrunar á lyflækninga- og endurhæfingarsviði Sjúkrahúss Reykjavíkur. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 102 orð

Danir losna ekki við lúsina

DANSKAR lýs virðast orðnar ærið lífseigar og hafa samtök danskra lyfsala og meindýrarannsóknarstofa danska ríkisins lýst yfir ótta um að lýsnar þoli orðið helstu lyf gegn þeim. Þol lúsanna kemur þannig fram að þær hverfa ekki þegar lúsugt fólk notar aðeins eina tegund lúsalyfja. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 3084 orð

ÐENGIN TILEFNI TIL REFSIRÉTTARLEGRA AÐGERÐA Greinargerð ríkissaksó

MORGUNBLAÐIÐ birtir hér í heild greinargerð Hallvarðs Einarssonar í tengslum við opinbera rannsókn á því hvort lögreglumenn ávana- og fíkniefnadeildar við lögreglustjóraembættið í Reykjavík hafi, einn eða fleiri, gerst sekir um brot í opinberu starfi eða eftir atvikum gerst brotlegir við refsilög. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 1141 orð

Efast um ágæti eins spítala

MAGNI Jónsson lyflæknir veitir forstöðu lyflækninga- og endurhæfingarsviði Sjúkrahúss Reykjavíkur þar sem m.a. fer fram kennsla á háskólastigi. Magni tók fram í upphafi samtals við blaðamann Morgunblaðsins að hann fagnaði því að farið væri að huga að stefnumótun hvað snertir starfsemi stóru sjúkrahúsanna tveggja í Reykjavík en hafði jafnframt ýmislegt við VSÓ- skýrsluna svonefndu að athuga, Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 733 orð

Eitt miðstýrt sjúkrahús alger tímaskekkja

"ÞAÐ er af hinu góða að fá erlenda aðila til að gera nákvæma úttekt á starfsemi sex sjúkrahúsa á suðvesturhorninu," sagði Sigurður Björnsson, yfirlæknir krabbameinslækningadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur. "Okkur finnst hins vegar að niðurstöðurnar úr þessum vísindalegu skoðunum séu í engu samræmi við þær ályktanir sem af þeim eru dregnar. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 1730 orð

Engin áform um framtíð Korpúlfsstaða

Golfklúbbur Reykjavíkur tók nýverið í notkun aðstöðu í austustu burst Korpúlfsstaða, en hún var gerð upp fyrr á þessu ári. Reykjavíkurborg hefur ekki frekari áform um enduruppgerð Korpúlfsstaða. Arna Schramgerir hér grein fyrir hinni nýju aðstöðu og rifjar um leið upp sögu Korpúlfsstaða sem fyrr á tímum var eitt fullkomnasta og stærsta kúabú á Norðurlöndum. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 255 orð

Fjármögnun kosningabaráttu undir smásjá

DÓMSMÁLARÁÐUNEYTI Bandaríkjanna tilkynnti á miðvikudag að það myndi kanna fjármögnun kosningabaráttu Al Gores, varaforseta. Könnunin sem um ræðir felst í því að athuga hvort ástæða sé til víðtækari rannsóknar og jafnvel stofnunar sérstakrar rannsóknarnefndar. Dómsmálaráðuneytið hefur nú samkvæmt lögum 30 daga til að ljúka könnuninni og ákveða hvort gripið verði til frekari aðgerða. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 220 orð

Fræknir frumherjar

EITT helsta plötusnúðateymi í breskri danstónlist er skipað þeim Coldcut- félögum Matt Black og Jonathon White. Þeir eiga sér lengri sögu í dantónlistinni en flestir, því tíu ár eru síðan fyrsta smáskífan sem þeir véluðu um kom út. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 733 orð

Gefðu, að móðurmálið mitt

Síðasti sálmur Sálmabókarinnar frá 1972 er "Gefðu, að móðurmálið mitt", en það er 9. versið úr 35. Passíusálmi séra Hallgríms Péturssonar. Þetta erindi vitnar um hvort tveggja, ást höfundar á íslenzkri tungu og rétttrúnað hans, en einnig um elsku til lands og þjóðar. Þannig kemur hér margs konar hollusta saman í fáum orðum. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 676 orð

"Gæluverkefni enn í mótun í ráðuneytum"

SPÁÐ er nokkrum afgangi á ríkissjóði á þessu ári og tveim til þremur milljörðum á næsta ári. Bent hefur verið á að frá 1989 sé samanlagður halli á ríkissjóði um 54 milljarðar og því megi velta fyrir sér hvort ekki þurfi að nýta góðærið til að lækka skuldir af meiri krafti en stefnt er að. Guðni N. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 202 orð

Hertar reglur um sölu á asperíni

BRESK yfirvöld hafa hert reglur um sölu á verkjalyfjunum parasetamóli og asperíni til að draga úr hættunni á því að fólk taki of stóra skammta af því og fremji jafnvel sjálfsmorð með því að gleypa í sig risaskammta af lyfjunum. Á hverju ári eru um 5. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 160 orð

HIV-veiran þarf "aðstoð" annarra veira

HIV-VEIRAN sem veldur alnæmi getur ekki náð fótfestu í líkamanum nema til komi samverkandi þættir, t.d. aðrar veirur, sem veikt hafa ónæmiskerfið, að því er segir í grein bandarískra vísindamanna í New Scientist. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 370 orð

Hreyfing að komast á sjóbirtingsveiðina

Hreyfing er komin á sjóbirtingsveiðina í ám á Suðurlandi, en september og október eru þeir mánuðir sem bestir eru ef frá er talinn apríl þegar menn draga birtinga sem eru á leið til sjávar eftir vetursetu í ánum. Nú ganga þeir úr sjó, feitir og sællegir. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 489 orð

Hvenær snýst segulsviðið við?

SVARIÐ við spurningunni er einfalt. Út frá segulrannsóknum á bergi má sjá að að meðaltali hefur þessi umbylting orðið á um hálfrar milljón ára fresti. En nú eru liðin um átta hundruð þúsund ár frá síðustu umbyltingu. Þannig má segja að tímablilið á milli snúninga sé mislangt og við vitum ekki neitt um hvenær slíkur snúningur verður næst. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 774 orð

HVERT BER AÐ STEFNA? Nýlega var gerð opinber skýrsla sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið lét gera og nefnir

HVERT BER AÐ STEFNA? Nýlega var gerð opinber skýrsla sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið lét gera og nefnir Skipulagsathugun sjúkrahúsanna í Reykjavík og nágrenni. Þar er lagt til að sex sjúkrahús sameinist, þar á meðal Landspítalinn og Sjúkrahús Reykjavíkur og myndi stórt og fullkomið háskólasjúkrahús. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 2552 orð

Í hinum eina sanna miðbæ

HILMAR Foss hefur verið starfandi skjalaþýðandi og dómtúlkur í Reykjavík og af og til í Lundúnum í hálfa öld og lengi framan af eini atvinnumaðurinn á því sviði í Reykjavík. Hann hlaut löggildingu 1947 og hafði þá áður starfað við þýðingar og Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 230 orð

Ísraelar staðfesta ekki bann við efnavopnum

TALSMAÐUR Ísraelsstjórnar sagði á afvopnunarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Genf á fimmtudag að stjórn sín muni ekki staðfesta bann við efnavopnum. Ísraelar undirrituðu umræddan samning árið 1993 en segja aðstæður breyttar þar sem Ísrael standi nú meiri ógn af slíkum vopnum en áður. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 1995 orð

KVENNALISTINN OG FÉLAGSHYGGJUÖFLIN

FYRIR rúmum 16 árum settust hópar kvenna í Reykjavík og á Akureyri niður til að ræða stöðu kvennabaráttu á Íslandi og hvernig ná mætti meiri árangri konum til hagsbóta. Ákvörðun um að bjóða fram sérstaka kvennalista þróaðist smám saman en hún kostaði svo sannarlega deilur, uppgjör og kúvendingu frá fyrri hugmyndum bæði um stjórnmál og kvennabaráttu. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 1191 orð

Köstum ekki perlum fyrir svín

KENNARAR hafa ekki beint verið að auka vinsældir sínar á undanförnum árum. Tíð kennaraverkföll hafa pirrað þjóðfélagið og heimilin. Árlegur og endurtekinn harmagrátur kennara yfir kjörum sínum er leiðigjarn og ekki bætir úr skák að forystumenn þessarar stéttar hafa reynt af fremsta megni að halda andlitinu og stillingu sinni í málflutningi, Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 192 orð

Leiðtogar stjórnarflokka sýna samstöðu

LEIÐTOGAR kristilegu systurflokkanna CDU og CSU, sem auk frjálsra demókrata, FDP, standa að þýzku ríkisstjórninni, komu saman í klaustri í bæversku Ölpunum á fimmtudag til að útkljá ágreining um mikilvæg stefnumál. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 439 orð

Lions og Rotary undirrita samstarfssamning

ÞAÐ þótti miklum tíðindum sæta, þegar Luis Vicente Giay, alþjóðaforseti Rotary International, og Augustin Soliva, alþjóðaforseti Lions International, undirrituðu yfirlýsingu um að hreyfingarnar skyldu ganga í takt, eins og segir í fyrirsögn að þýðingu Ólafs Helga Kjartanssonar, fyrrv. umdæmisstjóra Rotary, í síðasta tölublaði Lions, blaðs hreyfingarinnar á Íslandi. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 4317 orð

Lífsins tré og ávextir jarðar Þeir eru líklega fáir sem ekki kannast við nafnið Kjuregej. Hún hefur víða komið við í íslensku

LENGST, lengst fjarri heimsins glaumi er landið Jakútía. Staðsett í norðausturhluta Rússlands og er kaldasta byggð á jarðríki. Þar fer frostið niður í 60 gráður. Og við höldum að Ísland sé á mörkum hins Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 151 orð

Mannaveiðarar handteknir

YFIRVÖLD í Arizona í Bandaríkjunum handtóku á miðvikudag tvo mannaveiðara sem voru á flótta og eru taldir hafa brotist inn í rangt hús í leit að manni og myrt par sem hafði ekkert til saka unnið. Hafa þá alls fimm verið teknir höndum vegna málsins, en þrír náðust á staðnum, eftir að til skotbardaga kom áður en parið féll. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 615 orð

MANNLÝS-ingar í Íslendinga sögum sóttar í fyrirmyndir í

MANNLÝS-ingar í Íslendinga sögum sóttar í fyrirmyndir í samtímasögum 13. aldar eru merkilegar fyrir þær sakir að þær sýna áhrif umhverfis á bókpersónur og atburðarás mikilla skáldverka. Við finnum fyrirmyndirnar í umhverfi Sturlu Þórðarsonar og samtímamanna hans. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | -1 orð

Matur sem gleður

ÞAÐ að deila mat með öðrum hefur alltaf verið fyrir mér mjög ánægjuleg og gefandi athöfn. Það að elda fyrir aðra af alúð og kostgæfni er ein af einföldustu lystisemdum lífsins, einföld leið til að gleðja aðra, a.m.k. um stundarsakir. Samt sem áður virðast því miður allt of fáir hafa unun eða finna gleði af því að elda mat fyrir vini og fjölskyldu. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 243 orð

Merkisskífa nýrra tíma

JUNGLE/drum & bass er þróttmikið tónlistarform sem hefur líklega aldrei verið eins lífvænlegt og nú um stundir. Hver skífan af annarri kemur út þar sem menn reyna á þanþol formsins, bæta við áhrifum eða endurvinna. Með helstu skífum þessa árs er tvöföld drum & bass plata með Bristol-klíkunni sem kallar sig Reprazent. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 803 orð

Ríkisútgjöld eru ekki eins og neysla á poppi og kók

HVAÐ segja fræðimenn um ríkisbúskapinn og kröfur um að stjórnvöld noti góðærið til að greiða aftur skuldirnar sem safnað var á kreppuárunum upp úr 1990? Rætt var við Tryggva Þór Herbertsson, forstöðumann Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 256 orð

Sameina þarf sjúkrahúsin sem fyrst

"ÉG er ánægð með þá framtíðarsýn að hafa eitt stórt og öflugt háskólasjúkrahús hér á höfuðborgarsvæðinu og tel að það væri fyrst og fremst faglegur styrkur að slíkri stofnun," sagði Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Landspítalanum. "Þessi hugsun sem kemur fram í þessari framtíðarsýn, að setja sjúklinginn í forgrunn hugnast mér vel. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 212 orð

Sameining kostar umtalsverða fjármuni

"Í SKÝRSLU um skipulagsathugun sjúkrahúsanna í Reykjavík og nágrenni er það að minni hyggju einn helsti gallinn að þar er gerður samanburður á afköstum þar sem raunverulega er ekki verið að bera saman sambærilega hluti í mörgum tilvikum. Síðan eru af þessum samanburði, sem er ekki raunhæfur, dregnar þær ályktanir að hægt sé að fækka starfsfólki. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 1487 orð

Sumarleyfissvipmyndir Fjögurra stranda bréf Hvernig er andblærinn á hinum ólíku ströndum, hvernig er fólk í sumarleyfi og

ÚR ÞVÍ leiðin lá í sumar á fjórar ólíkar strandir er ekki úr vegi að hugleiða hvernig fólk ber sig að í sumarleyfinu. Fyrst lá leiðin til Ítalíu, þar sem strandmenningin byggir á grónum hefðum. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 817 orð

Sykurdópistar

SÆTINDI eru ávanabindandi. Ekki satt? Sá sem venur sig á sætan mat, heldur áfram að vilja matinn sætan, líkaminn biður um sykur. Það sem er ávanabindandi er á nútímamáli nefnt "dóp". Ergo: Sykur er dóp! Því var einmitt haldið fram í erlendri grein um rannsóknir á breyttu og þykkara holdafari ungs fólk í Bandaríkjunum og Bretlandi. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 380 orð

»Tilraunir og galdrar MOSFELLSKA sveitin Sigur Rós er líklega ein mesta n

MOSFELLSKA sveitin Sigur Rós er líklega ein mesta neðanjarðarsveit landsins, enda hafa liðsmenn hennar verið afskaplega latir við tónleikahald á fjögura ára líftíma hennar. Þeir höfðu þó nennu til að taka upp breiðskífu, sem kom út í liðinni viku. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 439 orð

Umsvifin vaxi hægar en landsframleiðsla

LÖGÐ var síðasta hönd á fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár í vikunni og verður það síðan tekið til umfjöllunar á þingi í október. Vinnuveitendasambandið gagnrýnir stjórnina fyrir að draga ekki meira saman seglin í ríkisumsvifum, minnka eigi skuldirnar hraðar en nú er stefnt að. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 368 orð

Verkaskiptasamningar verða að halda

ÞÓRARINN E. Sveinsson, forstöðulæknir krabbameinsdeildar Landspítalans, sagði um skipulagsathugun sjúkrahúsanna í Reykjavík og nágrenni að allar upplýsingar og upplýsingasöfnun um starfsemi sjúkrahúsa væru af hinu góða. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 871 orð

Vilji til að safna ­ og eyða Á að láta nægja að tekjur og útgjöld ríkisins vegi salt eða á að stefna að miklum afgangi í

ÍFLESTUM vestrænum löndum er ríkissjóður yfirleitt rekinn með halla og víða safnast erlendar skuldir upp. Hvar er ráðdeildin sem alltaf er verið að segja almenningi að sé undirstaðan að velferð? Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 1506 orð

VILJUM ÖRVA ÁHUGA Á INNANHÚSSHÖNNUN

Jóhannes Rúnar Jóhannesson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, er Reykvíkingur, fæddur 1960. Hann lauk stúdentsprófi frá viðskiptasviði Fjölbrautarskólans í Ármúla 1981. Árið 1982 stundaði hann frönskunám í Frakklandi. Þaðan lá leiðin í Hagkaup, þar sem hann hóf störf sem innkaupamaður í matvörudeild fljótlega eftir starfsþjálfun. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 972 orð

Virðist stefnt að "Bónusspítala"

"Það sem mér hefur hvað mest þótt athugavert við þessa skýrslu er tengingin á milli ályktana og þeirra staðreynda sem dregnar eru fram. Ekki er gerð nein tilraun til að draga ályktun af því sem fram kemur í upplýsingaöfluninni," sagði Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 658 orð

Ýta þarf þessum hugmyndum út af borðinu

"ÞAÐ er í fyrsta lagi galli við skýrsluna að hún er unnin án nokkurrar samvinnu að ráði við stjórnendur á sjúkrahúsum," sagði Tómas Zo¨ega, yfirlæknir á Geðdeild Landsspítalans, þegar hann var inntur eftir skoðun á VSÓ skýrslunni. Hann kvað það líka sýnast ástæðulaust að fara með skýrsluna með svo mikilli leynd sem gert hefur verið, í henni væri einungis fjallað um starfsemi sem væri þekkt. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 776 orð

Þjónar hagsmunum heildarinnar

"VIÐ í heilbrigðisþjónustunni höfum verið að biðja um stefnumörkun og fögnum aðgerðum í þá átt. Auðvitað vitum við að ekki geta allir verið ánægðir með alla þætti svona skýrslu eins og heilbrigðisráðuneytið hefur nú látið gera, slíkt væru draumórar," sagði Sigríður Snæbjörnsdóttir hjúkrunarforstjóri á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 4068 orð

ÞÓRÐURblöddinn, flugurn

ÞÓRÐURblöddinn, flugurnar og laxinn Þórður Pétursson hefur eiginlega fátt gert annað á ævinni en að veiða, eins og hann segir sjálfur. "Líf mitt hefur verið ósvikið veiðimannslíf og ég býst við því að mörgum þyki það öfundsvert, að minnsta kosti hafa menn sagt það við mig. Meira
7. september 1997 | Sunnudagsblað | 1230 orð

(fyrirsögn vantar)

Eftir hrun Sovétríkjanna stendur kvikmyndagerðin í Rússlandi mjög höllum fæti segir í grein Arnalds Indriðasonar. Arftakar Eisensteins og Pudovkins hafa hlotið lítinn hljómgrunn í heimalandi sínu undanfarin ár enda fengist við myndir um glæpamenn og gleðikonur, en nú er von til þess að rofi til með nýrri kynslóð kvikmyndagerðarmanna. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.