Greinar fimmtudaginn 9. október 1997

Forsíða

9. október 1997 | Forsíða | 140 orð

Bandarísk hlutabréf lækka í verði

ALAN Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í gær að þróunin á bandaríska vinnumarkaðnum benti til þess að efnahagsþenslan væri svo mikil að ekki yrði hægt að viðhalda henni. Ummæli hans urðu til þess að bandarísk hlutabréf lækkuðu verulega í verði þar sem menn óttuðust að vaxtahækkanir væru í undirbúningi. Meira
9. október 1997 | Forsíða | 66 orð

Kohl dragi sig í hlé

HÓPUR ungra Þjóðverja úr röðum Kristilegra demókrata hefur hvatt Helmut Kohl kanslara til að draga sig í hlé og víkja fyrir yngri manni fari flokkurinn með sigur af hólmi í næstu kosningum. "Ungu villingarnir", eins og hópurinn er kallaður, segjast vilja að náinn samstarfsmaður Kohls, Wolfgang Sch¨auble, Meira
9. október 1997 | Forsíða | 143 orð

Papon leiddur fyrir rétt

RÉTTARHÖLD hófust í gær í máli Maurice Papons, fyrrverandi fjárlagaráðherra Frakklands, sem hefur verið ákærður fyrir aðild að stríðsglæpum í síðari heimsstyrjöldinni. Papon sat þá í Vichy-stjórninni og er sakaður um að hafa fyrirskipað lögreglunni í Bordeaux að handtaka 1.500 gyðinga á árunum 1942-44. Meira
9. október 1997 | Forsíða | 69 orð

Reuter Afnámi einokunar mótmælt

ÞÚSUNDIR þýskra bréfbera og póstmanna komu saman í Bonn í gær til að mótmæla frumvarpi þýsku stjórnarinnar um að því sem næst öll einokun þýsku póstþjónustunnar á bréfa- og böggladreifingu verði afnumin. Frumvarpið kemur til umræðu á þingi í dag og samkvæmt því á póstþjónustan einungis að halda einkarétti til að dreifa bréfum sem eru 100 grömm eða léttari. Meira
9. október 1997 | Forsíða | 301 orð

Stjórnin vonast til að halda velli

STJÓRN Ítalíu kvaðst í gær ætla að leggja fram tillögur um breytingar á frumvarpi til fjárlaga næsta árs í von um að geta náð samkomulagi við flokk kommúnista sem hefur hótað að verða stjórninni að falli vegna óánægju með sparnaðaráform hennar. Meira
9. október 1997 | Forsíða | 345 orð

Telja fundinn gefa tilefni til bjartsýni

BANDARÍKJAMENN sögðu í gær að skyndifundur Yassers Arafats, forseta heimastjórnar Palestínumanna, og Benjamins Netanyahus, forsætisráðherra Ísraels, væri mikilvægt lóð á vogarskálarnar í friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Sendimaður Bandaríkjastjórnar, Dennis Ross, sagði eftir fundinn að leiðtogarnir væru einhuga í að vinna að lausn deilumála. Meira

Fréttir

9. október 1997 | Innlendar fréttir | 65 orð

21 skip við túnfiskveiðar

ÁTJÁN túnfiskveiðiskip frá Japan og Tævan voru í gær við veiðar utan við landhelgina suður af landinu, að sögn Auðuns Kristinssonar, stýrimanns hjá Landhelgisgæslunni sem flaug könnunarflug yfir landhelgislínuna í gær. Þá voru þrjú skip að veiðum innan lögsögunnar samkvæmt sérstöku leyfi til túnfiskveiða í tilraunaskyni. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 432 orð

52 milljarða fjárfesting í orku- og iðjuverum

ÁÆTLAÐUR kostnaður við byggingu iðjuvera og orkumannvirkja hér á landi á árunum 1996-2000 er 52 milljarðar króna. Árlegur vöruútflutningur landsmanna mun aukast um 15,8 milljarða þegar stækkun ÍSAL og Járnblendiverksmiðjunnar er lokið og álver Norðuráls hefur verið tekið í notkun. Þetta er 12,5% af vöruútflutningi ársins 1996. Meira
9. október 1997 | Smáfréttir | 64 orð

AÐALFUNDUR Foreldra- og kennarafélags Laugarlækjarskóla haldinn 6. okt

AÐALFUNDUR Foreldra- og kennarafélags Laugarlækjarskóla haldinn 6. október 1997 samþykkti eftirfarandi: "Fundurinn lýsir yfir hryggð sinni vegna þess að tveir kennarar skólans hafa sagt upp störfum sínum sbr. grein í Morgunblaðinu 18. september sl. Þá vill fundurinn skora á sveitarstjórnir í landinu að ganga strax til samninga við kennara. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 69 orð

Afmælisfagnaður

ÁTTHAGASAMTÖK Héraðsmanna eru 25 ára um þessar mundir og efna í tilefni þess til afmælisfagnaðar hinn 11. október nk. á Hótel Björk í Hveragerði. Stjórn samtakanna hefur ákveðið að bjóða upp á ókeypis rútuferðir frá BSÍ í Reykjavík kl. 18 með viðkomu í Mjódd en hátíðin hefst kl. 19.45 með borðhaldi. Miðaverð er 2.500 kr. á mann og hótelið býður upp á gistingu fyrir þá sem það vilja. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 161 orð

Atkvæði um sameiningu greidd 22. nóv.

FORMENN Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og Verkakvennafélagsins Framsóknar hafa í umboði stjórnar félaganna undirritað stofnsamning nýs sameiginlegs stéttarfélags. Stefnt er að því að stofnfundur nýja félagsins verði laugardaginn 6. desember nk. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 283 orð

Áhugi fyrir framhaldi á samstarfi ÍS og Fishcor

Á FUNDI, sem Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra átti með sjávarútvegsráðherra Namibíu í gær, kom fram mikill áhugi á frekari þróunarsamvinnu milli landanna og samvinnu við íslensk fyrirtæki. Þorsteinn sagði að greinilegur áhugi væri fyrir áframhaldandi samstarfi milli Íslenskra sjávarafurða og Fishcor, sem er í eigu namibískra stjórnvalda. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 417 orð

Árangur eins og best gerist á Norðurlöndum

UM 60­80% þeirra ungmenna sem tekið hafa þátt í starfsnámi á vegum Hins hússins hafa bætt stöðu sína á vinnumarkaði verulega og er sá árangur eins og best gerist á Norðurlöndum. Þetta kemur fram í úttekt Gests Guðmundssonar félagsfræðings á starfsemi Hins hússins fyrir atvinnulausa. Meira
9. október 1997 | Smáfréttir | 123 orð

Á STJÓRNARFUNDI í Verkamannafélaginu Hlíf haldinn 6. ok

Á STJÓRNARFUNDI í Verkamannafélaginu Hlíf haldinn 6. október sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt: "Stjórn Hlífar tekur heils hugar undir ályktun stjórnar Verkamannafélagsins Dagsbrúnar frá 22. september sl. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 113 orð

Ástralskur predikari á Hótel Íslandi

ÁSTRALSKUR predikari, Peter Roennfeldt, mun flytja fimm fyrirlestra á Hótel Íslandi næstu daga, og verður sá fyrsti í kvöld, fimmtudag, og hefst klukkan 20. Peter Roennfeldt er reyndur predikari, "sem flytur lifandi og kröftugan boðskap í stuttum námskeiðum um mikilvægustu efni Biblíunnar", eins og segir í frétt frá fundarboðendum. Túlkur verður dr. Steinþór Þórðarson. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 260 orð

Björguðu 23 namibískum sjómönnum

ÁHÖFNIN á namibíska rannsóknaskipinu Welwitchia, sem mannað er íslenskum yfirmönnum, bjargaði 23 namibískum sjómönnum, sem komist höfðu í lítinn gúmbjörgunarbát eftir að 75 tonna línubátur, sem þeir voru á, sökk í aftakaveðri í fyrrakvöld. Neyðarkall barst frá skipinu um kl. 19.25 í fyrrakvöld þar sem skipið var statt um 110 sjómílur frá hafnarborginni Walvis Bay. Meira
9. október 1997 | Erlendar fréttir | 184 orð

Drottning á sokkaleistunum

ELÍSABET II Bretadrottning segir að sér finnist hún á stundum of gömul til að fylgjast með hinum öru breytingum nútímans. Drottningin, sem er í opinberri heimsókn í Pakistan, lét þessi orð falla í ræðu sem hún hélt í Islamabad í gær. Drottning kom víða við í ræðunni og hvatti m.a. Pakistani og Indverja til að jafna ágreining sinn um yfirráð yfir Kasmír-héraði. Meira
9. október 1997 | Erlendar fréttir | 398 orð

Dúman óánægð með stjórnina

KOMMÚNISTAR á rússneska þinginu kváðust í gær hvergi myndu víkja frá fyrri yfirlýsingum um að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina í næstu viku. Viktor Tsjernomyrdín forsætisráðherra og Anatólí Tsjúbaís, fyrsti aðstoðarforsætisráðherra og fjármálaráðherra, Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 100 orð

ÐIðnlánasjóður áfrýjar líklega

EKKI hefur verið tekin ákvörðun um hvort Iðnlánasjóður áfrýi niðurstöðu Héraðsdóms til Hæstaréttar um að honum sé skylt að afhenda Einari S. Hálfdánarsyni, lögmanni og löggiltum endurskoðanda, upplýsingar um úthlutun styrkja sjóðsins árin 1990-1996, en líkur eru til þess að málinu verði áfrýjað. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 247 orð

ÐSíldarkvótar á 80-100 milljónir

VERÐMÆTI síldarkvóta hefur nálega tífaldast á undanförnum fjórum árum og hafa kvótarnir selst á 80-100 milljónir króna undanfarið. Fyrir fjórum árum eða sumarið 1993 seldist sambærilegur kvóti á 10 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum Landssambands íslenskra útvegsmanna. Í flestum tilvikum er um að ræða skipti á veiðiheimildum í viðskiptum með síldarkvóta. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 65 orð

Erindi um réttindamál

FYRSTI fundur Kvenfélags Hallgrímskirkju á þessu starfsári verður haldinn í kvöld, 9. október, kl. 20. Þar mun Dögg Pálsdóttir hdl. flytja erindi um ýmis réttindamál sem m.a. varða ellilífeyrisþega, erfðamál og réttindi sjúklinga til að fá að sjá sjúkraskýrslur sínar. Að erindinu loknu mun Dögg svara fyrirspurnum. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 282 orð

Feiknagóð urriðaveiði í Laxá

GÓÐ urriðaveiði var á veiðisvæðum Laxár í Þingeyjarsýslu ofan Brúarfossa á nýliðnu sumri. Að sögn Hólmfríðar Jónsdóttur á Arnarvatni veiddust 2.700 urriðar á Mývatnssveitarsvæðinu og 1.020 urriðar í Laxárdal. "Líklega er veiðin í Haganesi upp á 500 fiska til viðbótar," sagði Hólmfríður í samtali við blaðið. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 48 orð

Finnur í stað Halldórs á Hótel Borg

FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, verður frummælandi á fundi á Hótel Borg í hádeginu í dag og ræðir um stjórnmálaviðhorfið. Ráðgert hafði verið að Halldór Ásgrímsson yrði fundarboðandi, en í fréttatilkynningu segir að af því geti ekki orðið af óviðráðanlegum ástæðum. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 678 orð

Fjölþjóðastarf í þágu barna

NORRÆNN stjórnarfundur á vegum Barnaheilla verður haldinn hér á landi dagana 10 og 11 október. "Forsvarsmenn norrænu samtakanna hittast árlega og bera saman bækur sínar en Finnar bættust nýlega í hópinn með sín samtök," segir Kristín Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 113 orð

Flensborgarkórinn syngur í Hafnarfjarðarkirkju

KÓR Flensborgarskóla syngur við almenna guðsþjónustu sunnudaginn 12. október nk. Hefst guðsþjónustan kl. 11. Kórstjóri er Hrafnhildur Blomsterberg. Mun kórinn syngja almennan messusöng en einnig flytja kórverk. Organisti er Natalía Chow. Prestur guðsþjónustunnar er sr. Þórhallur Heimisson. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 90 orð

Foreldramorgnar í Árbæjarkirkju

FORELDRAMORGNAR verða í Árbæjarkirkju í vetur og er þetta áttunda starfsárið. Að venju er dagskráin fjölbreytt. Foreldramorgnarnir eru hugsaðir fyrir mæður og feður ásamt börnum. Boðið er upp á fyrirlestra af ýmsu tagi, t.d. Meira
9. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 99 orð

Framlög til fíkniefnavarna verði stóraukin

ALÞÝÐUSAMBAND Norðurlands tekur undir áhyggjur og varnaðarorð þeirra sem berjast gegn þeirri sífellt vaxandi neyslu fíkniefna sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir. Í ályktun þingsins sem haldið var á Illugastöðum um síðustu helgi kemur fram að brýna nauðsyn beri til að þeir sem að baráttunni koma efli samvinu og samstarf sitt, svo vænta megi árangurs í glímunni við vímuefnavandann. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 580 orð

Frammistaða og viðvera einkamál starfsmanna

TÖLVUNEFND hefur beint þeim fyrirmælum til rekstrarstjóra Þorbjarnar hf. að skrá ekki aðrar upplýsingar um frammistöðu starfsmanna en þær sem eru frystihúsinu nauðsynlegar. Á síðastliðnu sumri var skráning og birting persónuupplýsinga um frammistöðu og viðveru einstakra starfsmanna í frystihúsi Bakka hf. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 189 orð

Frávísunarkrafa í kvótamáli

TEKIN var fyrir frávísunarkrafa í máli Valdimars H. Jóhannessonar gegn ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Valdimar hefur höfðað mál gegn sjávarútvegsráðherra til þess að fá hnekkt synjun sem hann fékk hjá sjávarútvegsráðuneytinu þegar hann sótti um að fá veiðileyfi og aflaheimild úthlutað. Ríkislögmaður krafðist frávísunar á málinu, m.a. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 51 orð

Fundur í kennaradeilunni

RÍKISSÁTTASEMJARI hefur boðað samninganefndir sveitarfélaganna og grunnskólakennara til samningafundar 14. október. Hann ræddi við forystumenn samninganefndanna í síðustu viku, en ekkert nýtt mun hafa komið fram í þeim samtölum. Staðan í kjaradeilunni er því óbreytt. Síðasti fundur í deilunni var haldinn 25. september og var hann árangurslaus. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 119 orð

Fyrirlestur um líf unglingsins í Grafarvogskirkju

FYRIRLESTRAR verða haldnir í Grafarvogskirkju um unglinginn andspænis trúnni, voninni, foreldrum og skóla, næstu fimmtudagskvöld. Fyrirlestrarnir verða eftirfarandi: 9. október. Trúin og unglingurinn. Sr. Ágúst Einarsson, prestur í Seljakirkju. 16. október. Vonin og unglingurinn. Sr. Sigurður Arnarson, prestur í Grafarvogskirkju. 23. október. Skólinn og unglingurinn. Sr. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 165 orð

Fyrirlestur um lýðskóla

SØREN Juhl, starfandi rektor Brandbjerg-háskóla á Jótlandi, heldur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands og Íslenska lýðskólans fimmtudaginn 9. október kl. 15.15. Fyrirlesturinn nefnist: Staðfesting á gildi lýðskólanna í fjölþjóðlegu samfélagi. Juhl telur lýðskólahugmyndina hornsteininn í því menningar- og velferðarþjóðfélagi sem Danmörk er. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 44 orð

Fyrirlestur um stökkbreytta DNA lígasa

ARNAR Pálsson MS nemi heldur fyrirlestur föstudaginn 10. október á vegum Líffræðistofnunar Háskólans sem nefnist "Markvissar stökkbreytingar á DNA lígasa geni Thermus scotoductus". Erindið er haldið í húsakynnum Líffræðistofnunar, Grensásvegi 12, í stofu G-6 klukkan 12.20. Öllum er heimill aðgangur. Meira
9. október 1997 | Erlendar fréttir | 236 orð

Geimrisi

STJÖRNUFRÆÐINGAR við Kaliforníuháskóla í Los Angeles greindu frá því á þriðjudag að uppgötvast hefði stjarna, sem væri bjartari en allar aðrar þekktar stjörnur í alheiminum, og sé hún 10 milljón sinnum orkumeiri en sólin í sólkerfi okkar. Þessi geimrisi hefur verið nefndur "Byssustjarnan" og fannst með hjálp Hubble stjörnusjónauka bandarísku geimvísindastofnunarinnar, NASA. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 133 orð

Gildistöku frestað í þriðja sinn

ÁKVEÐIÐ hefur verið að fresta gildistöku laga um öryggisfræðslu þeirra sjómanna, sem sækja um námskeið í öryggisfræðslu hjá Slysavarnaskóla sjómanna fyrir áramót. Lögin áttu að taka gildi um áramót og er þetta í þriðja sinn sem gildistöku er frestað. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 60 orð

Gunni geithafur í góðum hópi

GEITHAFURINN Gunni hefur farið fyrir geitahópi sínum í Aðaldalshrauni í sumar. Gunni, sem er tveggja vetra, er ættaður frá Einarsstöðum í Reykjahverfi en flutti sig að Hraunkoti I í Aðaldal. Alls eru 11 geitur á Hraunkoti, 2 hafrar, 4 geitur og 5 kiðlingar en á bænum hafa verið geitur frá því upp úr 1960. Meira
9. október 1997 | Erlendar fréttir | 251 orð

Harmar brot á Sömum

NOKKURRAR óánægju gætir í Noregi með ræðu Haraldar konungs við setningu Samaþingsins, þar sem hann harmar þann órétt sem Samar hafi mátt þola af hendi Norðmanna og leggur á það áherslu að norska ríkið sé byggt á svæðum tveggja þjóða, Norðmanna og Sama. Samar eru að vonum ánægðir, enda telja margir að yfirlýsing hans gefi til kynna stefnubreytingu stjórnvalda í málefnum þeirra. Meira
9. október 1997 | Erlendar fréttir | 735 orð

Hljóðritun eytt til að vernda Bill Clinton?

RANNSÓKN öldungadeildar Bandaríkjaþings vegna ásakana um að demókratar hafi brotið lög um söfnun framlaga í kosningasjóði beinist nú að "mínútu eyðu" í hljóðritun af fundi sem Bill Clinton forseti hélt með bakhjörlum sínum í Hvíta húsinu. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 52 orð

Hópur sjóntækjafræðinga útskrifast

NÝVERIÐ var útskrifaðurfyrsti hópur íslenskra sjóntækjafræðinga. Á síðasta árivar haldið 240 tíma námskeið í sjónmælingum ogaugnskoðun. Ákveðið var aðnota norska fyrirmynd aðslíku námskeiði og prófum.Kostnaður við námskeiðiðvar um 3 milljónir króna. Meira
9. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 123 orð

Hraðbankar á tveimur stöðum

BÚNAÐARBANKINN á Akureyri hefur opnað hraðbanka í útibúi sínu í Geislagötu og er þar með fyrstur banka á Akureyri að bjóða upp á hraðbankaþjónustu á tveimur stöðum í bænum því hraðbanki er einnig í afgreiðslu bankans í Sunnuhlíð. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 559 orð

Ingibjörg Sólrún verður í áttunda sæti listans

SAMKOMULAG náðist á 25 manna samráðsfundi samstarfsflokkanna fjögurra sem standa að Reykjavíkurlistanum í fyrrakvöld um að haldið verði opið prófkjör um skipan sjö efstu sæta framboðslistans í komandi borgarstjórnarkosningum. Meira
9. október 1997 | Smáfréttir | 85 orð

Í ÁLYKTUN um kjaramál sem blaðinu hefur borist frá Skólastjórna

Í ÁLYKTUN um kjaramál sem blaðinu hefur borist frá Skólastjórnarfélagi Norðurlands vestra er lýst yfir "miklum áhyggjum vegna hins alvarlega ástands sem við blasir í grunnskólum landsins ef ekki kemst skriður á kjaraviðræður skólastjóra og kennara við sveitarfélögin. Meira
9. október 1997 | Erlendar fréttir | 264 orð

Íhuga nýtt kosningakerfi í Bretlandi

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hlynntur breytingum á kosningalöggjöfinni sem þýða myndu mestu breytingar á kosningafyrirkomulaginu frá því konur fengu kosningarétt í Bretlandi árið 1918. Samkvæmt þeim hugmyndum sem til athugunar eru í breska forsætisráðuneytinu er hugsanlegt að næstu þingkosningar fari fram samkvæmt nýju kerfi sem byggir á kosningalöggjöf Ástralíu. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 68 orð

Jóhann og Hannes Hlífar unnu

JÓHANN Hjartarson og Hannes Hlífar Stefánsson unnu skákir sínar í fyrstu umferð Norðurlandamóts Visa sem hófst í Reykjavík í gær. Jóhann vann Gausel frá Noregi og Hannes Hlífar vann Nilssen frá Færeyjum. Þá vann Norðmaðurinn Djurhuus Svíann Hillarp Persson og Johnny Hector frá Svíþjóð vann Helga Áss Grétarsson. Meira
9. október 1997 | Erlendar fréttir | 410 orð

Kim Jong-il útnefndur flokksleiðtogi í N-Kóreu

KIM Jong-il var í gær formlega útnefndur leiðtogi norður-kóreska kommúnistaflokksins, Verkamannaflokks Kóreu, en hann hefur haldið um stjórnartauma í landinu frá andláti föður síns, Kim Il- sungs, í júlí 1994. Búist er við því að beðið verði til næsta hausts að útnefna hann forseta. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð

Kostnaður við rannsókn 4,5 m.kr.

KOSTNAÐUR við rannsókn á samskiptum fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík og fíkniefnasala var 4,5 milljónir króna á síðasta ári. Í fjáraukalögum fyrir árið 1997 er farið fram á að Alþingi samþykki fjárveitingu til þessa verkefnis. Ákveðið var að rannsaka þær ásakanir sem bornar voru á fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík og var skipaður sérstakur saksóknari til að fara með málið. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 479 orð

Krefjast þess að þjóðin endurheimti fiskimiðin

FULLT var út úr dyrum á stofnfundi Samtaka um þjóðareign. Á fundinum kom fram sú hugmynd að efnt yrði til framboðs í næstu alþingiskosningum þar sem þess yrði krafist að þjóðin endurheimti yfirráðarétt yfir fiskimiðunum. Jón Arason, skipstjóri í Þorlákshöfn, var kosinn formaður samtakanna. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 23 orð

LEIÐRÉTT

LEIÐRÉTT Silfurtún FYRIRTÆKIÐ Silfurtún vill af gefnu tilefni koma á framfæri þeirri leiðréttingu að Björn Ingi Sveinsson er framkvæmdastjóri fyrirtækisns og Friðrik Jónsson markaðsstjóri. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 322 orð

Lítil áhrif starfsfólks ókostur við ríkisrekstur

FÁKEPPNI, biðlistar sem hagstjórnartæki, flatur niðurskurður, stækkandi yfirbygging, hverfandi áhrif starfsmanna og hugmyndaduttlungar embættis- og stjórnmálamanna eru meða ókosta við ríkisrekstur í heilbrigðiskerfi sem Sigurður Björnsson læknir taldi upp í ræðu sinni á fundi sem BSRB efndi til í gær um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Meira
9. október 1997 | Erlendar fréttir | 588 orð

Málamiðlun náð um Evrópustefnu

WILLIAM Hague, leiðtogi brezka Íhaldsflokksins, reyndi í gær að aga samflokksmenn sína til að fylkja sér um eina, sameiginlega Evrópustefnu. Hann reyndi að koma í veg fyrir að umdeild ummmæli tveggja fyrrverandi ráðherra á árlegu flokksþingi flokksins, sem nú fer fram í Blackpool á N-Englandi, Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 287 orð

Meta þarf umhverfisáhrif vegna Búrfellslínu 3

UMHVERFISRÁÐHERRA hefur úrskurðað að fram skuli fara mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar við fyrirhugaða lagningu 400 kílóvatta háspennulínu Landsvirkjunar frá Búrfellsvirkjun að Sandskeiði, Búrfellslínu 3. Meira
9. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 67 orð

Morgunblaðið/Kristján Viðskiptabanni á Kúbu mótmælt

NEMENDUR í Menntaskólanum á Akureyri mótmæltu viðskiptabanni Bandaríkjanna á Kúbu með fundi í Borgarbíói í gær, en þann dag, 8. október, voru 30 ár liðin frá því Che Guevara féll í Bólivíu. Fundurinn var haldinn í samvinnu við ýmis samtök á höfuðborgarsvæðinu. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 152 orð

Námskeið um samskipti

HJÓNIN Guðrún og Guðlaugur Bergmann halda föstudagskvöldið 10., laugardaginn 11. og sunnudaginn 12. október samskiptanámskeið, sem þau kalla Að elska mig og að elska þig, í húsnæði Mannræktarinnar, Sogavegi 108. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 340 orð

Notendur fjarskiptaþjónustu sviptir persónuvernd?

TÖLVUNEFND hefur beint þeirri fyrirspurn til samgönguráðherra hvort notendur fjarskiptaþjónustu hafi með ákvæði 17. greinar laga nr. 143/1996 um fjarskipti verið sviptir þeim réttindum sem þeim eru tryggð í lögum nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga til að njóta verndar að því er varðar meðferð upplýsinga um einkalíf sitt og persónulega hagi. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 93 orð

Nýtt heilsustúdíó í Garðabæ

HEILSUSTÚDÍÓIÐ Þitt mál, Garðatorgi 7, 6. hæð, Garðabæ, hefur tekið til starfa. Eigandi er Sigríður Guðnadóttir. Heilsustúdíóið býður upp á ýmsar meðferðir sem bæta útlit og heilsu m.a. má nefna hljóðbylgjur sem eyða uppsöfnuðum eiturefnum (appelsínuhúð), Eurowawe rafnuddtæki sem þjálfar vöðvana, G-5 nuddtæki , Heatwave gufubað, U.C.W. Meira
9. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 69 orð

Ófremdarástand yfirvofandi

FULLTRÚARÁÐ grunnskóla á Akureyri samþykkti ályktun á fundi sínum nýlega, þar sem ráðið lýsir áhyggjum sínum vegna þess ófremdarástands sem yfirvofandi verkfall grunnskólakennara og fjöldauppsagnir þeirra munu hafa í för með sér í skólum landsins. Meira
9. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 308 orð

Ólíkir hópar með ólíkar þarfir

NOKKRAR umræður urðu um bætta aðstöðu fyrir fatlaða í sundlaugum á Akureyri á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag, en fulltrúar 8 félagasamtaka og stofnana í bænum hafa beint þeim eindregnu tilmælum til bæjaryfirvalda að gangskör verði gerð að því að bæta þar úr. Meira
9. október 1997 | Erlendar fréttir | 915 orð

Óslóarsamkomulagið ætti að vera hin helga bók allra deiluaðila Formaður sendinefndar Palestínu í Noregi er nú staddur hér á

ÍSLANDSHEIMSÓKN Omars S. Kitmittos, formanns sendinefndar Palestínu í Noregi, er að undirlagi Yassers Arafats, forseta heimastjórnar Palestínumanna, og mun Kitmitto gefa Arafat skýrslu sína að heimsókninni lokinni. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 254 orð

Pálmaskríkja á Stokkseyri

AÐ UNDANFÖRNU hafa sést hér á landi nokkrir mjög sjaldgæfir amerískir spörfuglar sem hafa villst verulega af leið og eiga sér litla lífsvon á svo norðlægum slóðum. Hinn agnarsmái fugl sem hér má sjá heitir pálmaskríkja og sást á Stokkseyri á dögunum. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 79 orð

Rafmagnslaust hjá Pósti og síma

Rafmagnslaust hjá Pósti og síma ÚTVARPSSTÖÐVAR og útsendingar Stöðvar 2 og Sýnar duttu út á Norðurlandi í tæpa klukkustund á ellefta tímanum í gærkvöld í kjölfar þess að rafmagnslaust varð í Múlastöð Pósts og síma í Reykjavík. Meira
9. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 65 orð

"Reykjavíkurrigning"

SÍÐUSTU daga hefur rignt duglega á Akureyri og reyndar víðar um Norðurland. Finnst mörgum nóg um, líkja ósköpunum helst við rigningar á sunnanverðu landinu. Virðist ekki ætla að stytta upp bráð og því eins gott að búa sig eftir veðri, taka fram gúmmístígvélin og regnúlpurnar. Meira
9. október 1997 | Miðopna | 1157 orð

Samningsfrelsi um skil mála lífeyristryggingar

ÞAÐ málefni sem kom til kasta Hæstaréttar í dómi 2. október síðastliðinn um rétt til makalífeyris úr lífeyrissjóði er athyglisvert. Málavextir voru þeir í stuttu máli að kona missti mann sinn og naut þá makalífeyris úr Lífeyrissjóði starfsmanna Húsavíkurbæjar, sem maðurinn hafði greitt til. Meira
9. október 1997 | Erlendar fréttir | 245 orð

Seinkun á gildistöku Schengen

VEGNA vandamála sem skotið hafa upp kollinum við uppsetningu SIS, tölvugagnabanka Schengen, bendir flest til þess að Schengen-samstarfið taki ekki gildi fyrr en árið 2000, að því er segir í Svenska Dagbladet. Meira
9. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 316 orð

Seinni Kröfluvélin gangsett í næsta mánuði

BORFRAMKVÆMDIR við Kröflu, sem staðið hafa yfir frá því í lok apríl sl., hafa gengið vel og að mestu samkvæmt áætlun. "Við vorum að ljúka við holu 31 sem er næstsíðasta verkefnið af fimm. Sú hola lofar góðu að því er best verður séð á þessu augnabliki," sagði Ásgrímur Guðmundsson, verkefnisstjóri við gufuöflun hjá Orkustofnun, í samtali við Morgunblaðið. Meira
9. október 1997 | Miðopna | 1498 orð

Sendiherra Íslands kallaður í kínverska utanríkisráðuneytið á ný

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi í gær að hann mundi ekki standa í vegi fyrir því að Lee Teng-hui, forseti Tævans, kæmi hingað til lands færi hann fram á það. Blaðamannafundurinn var haldinn vegna fimm daga heimsóknar Liens Chans, varaforseta Tævans, sem Kínverjar hafa krafist að verði vísað úr landi. Meira
9. október 1997 | Erlendar fréttir | 299 orð

Síðustu orð Díönu "skröksaga" Fayeds

STAÐHÆFINGAR auðkýfingsins Mohameds Fayeds um að honum hafi verið trúað fyrir og komið til skila síðustu orðum og ósk Díönu prinsessu hafa verið dregnar í efa af yfirmönnum La Pitie Salpetriere sjúkrahússins þar sem þess var freistað að bjarga lífi Díönu eftir bílslysið í París í ágústlok. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 46 orð

Skora á dómsmálaráðherra

AÐALFUNDUR Félags áfengisvarnanefnda á Austurlandi haldinn á Egilsstöðum 5. október sl. skorar á dómsmálaráðherra að sjá svo um að 16. gr. a í áfengislögum um áfengisauglýsingar sé virt og í heiðri höfð og á brotum á henni sé skýlaust tekið, segir í fréttatilkynningu. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 99 orð

Stóri boli besti hundurinn

STÓRI boli eða ÍS.M. Roffe, standard poodle í eigu Sóleyjar Höllu Möller var valinn besti hundur alþjóðlegrar sýningar Hundaræktafélags Íslands sem lauk í reiðhöll Gusts á sunnudag. Um 260 hundar tóku þátt í sýningunni. Stigahæstu hundar ársins voru ÍS.M. Eðal-Darri, írskur setter í eigu Magnúsar Jónatanssonar og Jónu Th. Viðarsdóttur og ÍS.M. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 506 orð

Synjuninni hnekkt vegna jákvæðrar umsagnar borgarráðs

DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur kveðið upp tvo úrskurði í sumar þar sem synjun lögreglustjóra við umsóknum veitingamanna um vínveitingaleyfi hefur verið hnekkt og lögreglustjóra verið gert að taka fyrri ákvörðun til endurskoðunar. Aðspurður um skýringar á því vísaði Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri í úrskurði ráðuneytisins í málunum tveimur. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 453 orð

Tekur hótanir Kínverja um aðgerðir alvarlega

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í gærkvöldi að hann teldi ástæðu til að óttast að Kínverska alþýðulýðveldið stæði við yfirlýsingar um að það mundi hafa alvarlegar afleiðingar að hafa leyft varaforseta Tævans að koma til Íslands. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 515 orð

"Tel að faglega hafi verið staðið að verki"

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra var í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær gagnrýndur fyrir að tilboði Flugleiða um veitingarekstur í Leifsstöð skyldi hafa verið tekið, þrátt fyrir að tvö önnur tilboð hefðu verið hærri. Meira
9. október 1997 | Landsbyggðin | 268 orð

Undirbúningsnefnd skilar af sér

Akranesi-Um nokkurra ára skeið hefur verið kannað á Akranesi hvort grundvöllur sé fyrir því að setja á fót fiska- og sjávarútvegssafn á Akranesi. Verkefnið er unnið af áhugahópi sem notið hefur fjárstuðnings ýmissa opinberra aðila og hefur Akraneskaupstaður m.a. veitt umtalsverða aðstoð og fjármuni til þess. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 278 orð

Unnið að stækkun á tölvu

UM miðjan dag í gær bilaði tölvukerfi hjá Reiknistofu bankanna enn á ný og leiddi bilunin til þess að um klukkustundar töf varð á afgreiðslu í bönkum og sparisjóðum. Að sögn Bjarna Grétars Ólafssonar, framkvæmdastjóra vinnslusviðs hjá Reiknistofu bankanna, er unnið að stækkun á megintölvu og yrði því ferli væntanlega lokið 26. október nk. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 256 orð

Vangreidd laun vegna "Evítu"

RÚMLEGA fjörutíu manns, sem starfað hafa við söngleikinn Evítu, eiga inni laun vegna sjö síðustu sýninga. Að sögn Andrésar Sigurvinssonar leikstjóra stefnir hlutafélagið Solrikk, sem stóð að sýningunni, í gjaldþrot. Hlutaféð var 7­8 milljónir króna og að sögn Andrésar er það uppurið og gott betur. "Ég geri það sem ég get til að standa við þær skuldbindingar sem ég hef tekið á mig. Meira
9. október 1997 | Innlendar fréttir | 406 orð

Við Tjörnina og Leikfélag Íslands fá Iðnó

BORGARRÁÐ samþykkti á þriðjudag með þremur atkvæðum meirihlutans tillögu borgarstjóra um að ganga til samninga við fulltrúa veitingahússins Við Tjörnina og Leikfélags Íslands um rekstur í Iðnó á grundvelli skilmála borgarinnar um reksturinn. Meira
9. október 1997 | Landsbyggðin | 440 orð

Örfoka land grætt og golfvöllur gerður

Þorlákshöfn-Á golfvellinum sem verið er að koma upp rétt ofan við byggðina í Þorlákshöfn eru nú tilbúnar níu holur og þegar byrjað að spila á þeim. Átján holu golfvöllur verður væntanlega tilbúinn til notkunar fljótlega upp úr aldamótum. Meira

Ritstjórnargreinar

9. október 1997 | Staksteinar | 380 orð

»Áhyggjur af menntun "UM LEIÐ og glaðst er yfir góðum árangri hugbúnaðarfyrirt

"UM LEIÐ og glaðst er yfir góðum árangri hugbúnaðarfyrirtækja í útflutningi, eru nokkur óveðurský að hrannast upp við sjóndeildarhringinn," segir í leiðara Viðskiptablaðsins, "sem geta haft veruleg áhrif á þróun hugbúnaðar- og hátæknifyrirtækja hér á landi." Meira
9. október 1997 | Leiðarar | 561 orð

LeiðariVIÐSKIPTI VIÐ KÍNVERJA RÁTT FYRIR misjöfn stjórnmálal

LeiðariVIÐSKIPTI VIÐ KÍNVERJA RÁTT FYRIR misjöfn stjórnmálaleg viðhorf milli Íslands og Kína, sem fram hafa komið í sambandi við einkaheimsókn varaforseta Tævans hingað til lands, hafa viðskipti landanna aukizt mjög hin síðari ár. Raunar hafa viðskipti við Tævan einnig aukizt mikið. Meira

Menning

9. október 1997 | Fólk í fréttum | 174 orð

50 þúsund á Bean

UM HELGINA kom fimmtíu þúsundasti gesturinn á stórslysamyndina um Bean sem sýnd hefur verið undanfarnar vikur í Háskólabíói, Regnboganum og Borgarbíói á Akureyri. Hjónin Sigurlaug Sveinsdóttir og Arngrímur Friðgeirsson og börn þeirra Guðgeir, Birgir og Birgitta keyptu miða númer 50 þúsund í Háskólabíói síðastliðinn sunnudag og fengu að launum málsverð á veitingastaðnum Mirabelle. Meira
9. október 1997 | Menningarlíf | 784 orð

Áskorun einleikarans Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói í kvöld kemur fram 22 ára gamall einleikari, Pálína

HLUTSKIPTI einleikarans er í senn öfundsvert og ógnvekjandi. Frá því hann stígur inn á sviðið, í sal stútfullum af fólki, beinast allra augu að honum - ekkert má útaf bregða. Engu að síður þrá allir tónlistarmenn að vera í hans sporum - að minnsta kosti á einhverju stigi ferilsins. Fæstum tekst það. Meira
9. október 1997 | Fólk í fréttum | 248 orð

Barist við aukakílóin

SARAH Ferguson kom fram í fyrsta sinn opinberlega í Bandaríkjunum á mánudag eftir lát Díönu prinsessu. Fergie, eins og hún er gjarnan kölluð, hóf vinnu sína á vegum "Weight Watchers International" og mun kynna nýjan megrunarkúr en markaðssetningu hans var frestað þegar prinsessan lést svo skyndilega. "Ég veit að Díana myndi vilja að ég héldi áfram. Meira
9. október 1997 | Menningarlíf | 51 orð

Cosí fan tutte kynnt í Óperukjallaranum

ÞORSTEINN Gylfason, heimspekingur og prófessor við Háskóla Íslands, og Margrét Bóasdóttir kynningarfulltrúi kynna óperuna Cosí fan tutte eftir Mozart í Óperukjallaranum í dag, fimmtudag kl. 20.30. En Íslenska óperan frumsýnir óperuna á morgun, föstudag. Það er Stofnun Dante Alighieri á Íslandi sem stendur fyrir kynningunni. Meira
9. október 1997 | Menningarlíf | 141 orð

Daníel Þ. Magnússon sýnir í Ingólfsstræti 8

DANÍEL Þorkell Magnússon opnar sýningu í Galleríi Ingólfsstræti 8 í dag, fimmtudag kl. 17. Í kynningu frá gelleríinu segir m.a.: "Daníel Þorkell er löngu orðinn kunnur af verkum sínum sem feta einstigið milli hefðbundinnar og nýstárlegrar tjáningar. Meira
9. október 1997 | Menningarlíf | 143 orð

Diddú, Sólrún og söngleikjatónlist

TÓNLEIKARNIR í kvöld marka upphaf Grænu tónleikaraðarinnar á þessu misseri en í henni verða þrennir aðrir tónleikar sem allir verða endurteknir ­ allt að þrisvar sinnum. Vínartónleikarnir verða á sínum stað í byrjun janúar en þeir verða fernir að þessu sinni. Hljómsveitarstjóri verður Mika Eichenholz og einsöngvari Sólrún Bragadóttir. Meira
9. október 1997 | Menningarlíf | 65 orð

Djass í Múlanum

DJASSKLÚBBURINN Múlinn hefur göngu sína að nýju eftir sumarfrí með vikulegum djasskvöldum á Jómfrúnni, Lækjargötu 4. Þetta er önnur tónleikaröð Múlans en klúbburinn hóf starfsemi á vormánuðum. Næstkomandi föstudagskvöld munu gítarleikararnir Guðmundur Pétursson og Eðvarð Lárusson bjóða upp á djasskokteil ásamt bassaleikaranum Þórði Högnasyni og trommuleikaranum Birgi Baldurssyni. Meira
9. október 1997 | Fólk í fréttum | 145 orð

Donatella tekin við

DONATELLA Versace fékk hlýjar móttökur á sunnudag þegar fræga fólkið fyllti sýningarsal hennar á tískuvikunni í Mílanó. Donatella var að kynna nýja Versus fatalínu sem hún hannaði eingöngu sjálf eftir að hún tók við sem yfirhönnuður Versace tískuveldisins í kjölfar morðsins á bróður hennar, Gianni Versace. Meira
9. október 1997 | Kvikmyndir | 420 orð

Eldgos í beinni

Leikstjóri: Mick Jackson. Handrit: Jerome Armstrong og Billy Ray. Tæknibrellur: Digital Magic Company/ Light Matter/ Video Image/ P.O.P Film/ Digiscope. Aðalhlutverk: Tommy Lee Jones, Anne Heche, Gaby Hoffman, og Don Cheadle. 102 mín. Bandarísk. Donner Production/ Fox 2000 Pictures/ Moritz Original. 1997. Meira
9. október 1997 | Menningarlíf | 417 orð

Ferðir Guðríðar Þorbjarnardóttur

BRYNJU Benediktsdóttur leikstjóra og Tristan Gribbin leikkonu hefur verið boðið til nokkurra vikna dvalar í Tyrone Gutrie listamiðstöðinni á Írlandi. Þar munu þær ljúka við fyrsta áfanga að leiksýningu sem þær eru að vinna að um ferðir Guðríðar Þorbjarnardóttur á elleftu öld. Meira
9. október 1997 | Menningarlíf | 144 orð

Fjórar íslenskar kvikmyndir

NORRÆNA kvikmyndahátíðin verður haldin í ellefta skipti um næstu helgi og hefst hún í Þrándheimi í Noregi í dag, fimmtudag. Hátíðin er samstarfsverkefni kvikmyndastofnana á Norðurlöndum og hefur verið haldin annað hvert ár, til skiptis í löndunum fimm. Hún var haldin á Íslandi árið 1993 og var metaðsókn á myndir hennar þá. Meira
9. október 1997 | Menningarlíf | 226 orð

Fyrirlestur í Þjóðminjasafni Íslands

HJÖRLEIFUR Stefánsson, arkitekt og minjastjóri Þjóðminjasafns Íslands, flytur fyrirlestur í anddyri safnsins fimmtudaginn 9. október kl. 17 um fyrstu kirkjur og kirkjubyggingar á Íslandi. Erindið nefnist Íslenskar miðaldakirkju og er hið síðasta þriggja sem efnt er til í tilefni sýningarinnar Kirkja og kirkjuskrúð. Miðaldakirkjan í Noregi og á Íslandi sem stendur yfir í safninu. Meira
9. október 1997 | Fólk í fréttum | 173 orð

Hinn fullkomni Conan

ÍSLENSKIR kvikmyndahúsagestir kveikja kannski ekki á perunni þegar þeir heyra nafnið Ralf Möller en ef það er látið fylgja með að hann lék í Víkingasögu ("The Viking Sagas") á móti Ingibjörgu Stefánsdóttur átta sig örugglega fleiri á manninum. Möller, sem er fyrrverandi herra alheimur, er aftur tekinn til við að leika síðhærðan mann með sverð í hönd. Meira
9. október 1997 | Menningarlíf | 330 orð

Íslendingur í þriðja sæti

FIÐLULEIKARINN Judith Ingólfsson, sem er íslenskur ríkisborgari en búsett í Bandaríkjunum, varð í þriðja sæti í Paganini- fiðlukeppninni í Genóa á Ítalíu sem lauk um liðna helgi, auk þess sem hún hlaut sérstök verðlaun frá áhorfendum. Meira
9. október 1997 | Menningarlíf | 237 orð

Jarl Kulle látinn

EINN FREMSTI leikari Svía, Jarl Kulle, lést sl. föstudag, sjötugur að aldri. Kulle naut óvenjumikilla vinsælda í heimalandi sínu og syrgja Svíar hann sárt. Utan heimalandsins varð hann líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt í "Fanny og Alexander", kvikmynd og sjónvarpsmynd Ingmars Bergmans en þeir áttu langt og gott samstarf. Meira
9. október 1997 | Fólk í fréttum | 485 orð

Karólína fær sér sopa bakvið hveitipoka

"Ég leik Karólínu sem er kökugerðarkona í Lísubakaríi. Hún er um sextugt og má muna sinn fífil fegri, hún er orðin ansi drykkfelld," segir María Guðmundsdóttir um hlutverk sitt í kvikmyndinni Perlum og svínum, sem frumsýnd verður í kvöld. Þar fer þessi óþekkta leikkona með hlutverk Karólínu kökugerðarmeistara. Meira
9. október 1997 | Kvikmyndir | 405 orð

Kennari gengur af göflunum

Leikstjóri: Kevin Reynolds. Handritshöfundur: Scott Yagerman. Kvikmyndatökustjóri: Ericson Core. Aðalleikendur: Samuel L. Jackson, John Heard, Tony Plana, Clifton Gonzáles, Kelly Rowan. 119 mín. Bandarísk. Warner Bros 1997. Meira
9. október 1997 | Menningarlíf | 164 orð

Kómedíuleikhúsið á Vestfjörðum

KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ, nýstofnað leikstúdíó, frumsýnir gamansýninguna Kómedíu ópus eitt á morgun, föstudag, kl. 21, í Baldurshaga á Bíldudal. Kómedían samanstendur af nokkrum sögum, þar á meðal Bósa sögu. Sögurnar eru settar upp á nýstárlegan hátt og eru látbragðsleikur, spuni, frásögn og ýmsir trúðatilburðir notaðir. Kómedía ópus eitt var frumsýnt í Kaupmannahöfn síðastliðið vor. Meira
9. október 1997 | Fólk í fréttum | 166 orð

Kryddpíur prófa"sitt lítið af hverju"

BRESKI kryddkvintettinn Spice Girls stóð fyrir uppákomu á mánudag þar sem væntanleg plata sveitarinnar, "Spice World", var leikin fyrir fréttamenn og aðdáendur á táningsaldri. Var plötunni lýst þannig af kryddpíunum að hún innihéldi "sitt lítið af hverju". Á plötunni verður fönk, rokk, diskó, popp, soul, suður-amerísk og jafnvel stórsveitartónlist. Meira
9. október 1997 | Fólk í fréttum | 424 orð

Kynlíf og kristin trú Ákæruvaldið gegn Larry Flynt (The People vs. Larry Flynt)

Framleiðandi: Ixtlan. Leikstjóri: Milos Forman. Handritshöfundur: Scott Alexander og Larry Karaszewski. Kvikmyndataka: Philippe Rousselot. Aðalhlutverk: Woody Harrelson, Courtney Love, Edward Norton. 124 mín. Bandaríkin. Colombia Tristar/Skífan 1997. Útgáfudagur: 8. október 1997. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
9. október 1997 | Menningarlíf | 197 orð

Leikárið hafið í Nemendaleikhúsinu

LEIKÁR Nemendaleikhúss Leiklistarskóla Íslands 1997-98 er hafið. Þetta er fjórða og síðasta ár átta nemenda sem hófu nám við skólann haustið 1994 og munu þeir ljúka leikaranámi í maí á næsta ári. Samningar hafa tekist við Ríkisútvarpið um framleiðslu sjónvarpsmyndar sem sýnd verður nk. vor. Meira
9. október 1997 | Menningarlíf | 41 orð

Ljóðalestur í Gerðarsafni

TVÖ ung skáld, Sigtryggur Magnason og Ása Marin Hafsteinsdóttir, munu lesa úr nýútkomnum ljóðabókum sínum í kvöld, fimmtudag, á vegum Ritlistarhóps Kópavogs. Ljóðin verða lesin í Kaffistofu Gerðarsafns, Listasafni Kópavogs. Dagskráin stendur frá kl. 17­18 og er aðgangur ókeypis. Meira
9. október 1997 | Fólk í fréttum | 48 orð

Lukkudýr á HM '98 í Frakklandi

LUKKUDÝR franska landsliðsins í knattspyrnu fyrir heimsmeistarakeppnina í Frakklandi árið 1998 stillir sér upp fyrir framan Eiffel-turninn. Lukkudýrið er fulltrúi fyrir þjóðartákn Frakklands, hanann, og hefur fengið viðurnefnið Jules. Heimsmeistarakeppnin hefst í Frakklandi 10. júní árið 1998 og lýkur henni 12. júlí. Meira
9. október 1997 | Menningarlíf | 56 orð

Lýðskólinn leikur með Dönum

LÝÐSKÓLINN, í samvinnu við danskan lýðskóla, Brandbjerg Højskole, býður til leiksýningar í Norræna húsinu á morgun, föstudag. Sýningar verða tvær, kl. 16 og 20. Leikritið er nútíma túlkun á Völuspá og heitir Völvu­tölvu­Völuspá eða Óðinn á "Ircinu". Rektor Brandbjerg Højskole, Søren Juhl, mun kynna danska lýðskóla að loknum sýningum. Ókeypis aðgangur og veitingar. Meira
9. október 1997 | Fólk í fréttum | 168 orð

Myers úr glansbúningnum

MIKE Myers er kominn úr glansbúningi súpernjósnarans "Austin Powers" og farinn að skoða loftsteina í Dublin. Nýjasta mynd hans ber titilinn "Meteor" og fjallar um hvernig líf nokkurra fátækra Dublin-búa breytist þegar loftsteinn lendir í götunni þeirra. Val Kilmer er orðinn blindur fyrir hlutverk sitt í "Sight Unseen". Meira
9. október 1997 | Menningarlíf | 40 orð

Myndlistarsýning í tilefni geðheilbrigðisdags

Í TILEFNI 10. október, sem er alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur, halda gestir Vinjar myndlistarsýningu í húsnæði Rauða kross Íslands, Efstaleiti 9. Sýningin verður opnuð kl. 14 á morgun, föstudag, og verður opin á skrifstofutíma til og með 17. október. Meira
9. október 1997 | Menningarlíf | 188 orð

Nýjar bækur SATÝRIKON er e

SATÝRIKON er eftir Petróníus í þýðingu Erlings E. Halldórssonar. Satýrikon er rituð á latínu á árunum 50­60 e. Kr. Talið er að Gajus (Títus) Petróníus, einn af hirðmönnum Nerós keisara, hafi ritað söguna sem nú er varðveitt í brotum. Sagan segir frá flakki félaganna Enkolpíusar og Askýltosar um íburðarmikla veislusali og aumustu hreysi Rómverja. Meira
9. október 1997 | Menningarlíf | 51 orð

Óróar í Hnossi

GALLERÍ Hnoss, Skólavörðustíg 22, sem rekið er af sjö ólíkum listamönnum, stendur fyrir sýningu á óróum í októbermánuði. Listamennirnir sýna þar ýmsar útfærslur á óróum úr mismunandi efnum, allt frá gleri og roði til brúðarslörs og grænmetis. Opið er á opnunartíma verslunarinnar, alla daga nema sunnudaga frá kl. 12­18. Meira
9. október 1997 | Fólk í fréttum | 83 orð

Rokkhátíð Santana um aldamótin

MARGIR munu vafalaust skvetta ærlega úr klaufunum um aldamótin 2000 og gera ráð fyrir að taka það rólega á nýársdag. Gítarsnillingurinn Carlos Santana hefur annað í bígerð. Hann ætlar að standa fyrir allsherjar rokkhátíð og segir að Woodstock muni blikna í samanburðinum. Meira
9. október 1997 | Fólk í fréttum | 995 orð

Safnfréttir, 105,7

WALL OF SOUND er breskt plötufyrirtæki sem sérhæfir sig í danstónlist. Í vetur stendur Wall of Sound fyrir sérstökum kvöldum í öllum helstu stórborgum Evrópu og í Reykjavík. Meira
9. október 1997 | Fólk í fréttum | 241 orð

Saga Reykjavíkur í Naustinu

HÉR VAR mikið gaman, mikið fjör," segir Hlífar Arnar Ingólfsson, sem vinnur á Naustinu. Naustið var opnað síðastliðið föstudagskvöld eftir breytingar sem hafa staðið yfir í tæpa þrjá mánuði. Húsnæðið var stækkað upp í 260 fermetra og er á þremur hæðum. Risið, sem aldrei hefur verið nýtt í húsinu, verður svo opnað á næstu vikum undir yfirskriftinni Galdraloftið. Meira
9. október 1997 | Menningarlíf | 148 orð

Sýningum að ljúka

Á KJARVALSSTÖÐUM standa yfir sýningar á verkum listmálarans Kristjáns Davíðssonar, samtímalist frá Litháen og sýning um Sigurð Guðmundsson arkitekt. Þessum sýningum lýkur nú á sunnudag. Leiðsögn verður um sýningarnar á sunnudag kl. 16, en einnig er boðið upp á sérstaka leiðsögn um byggingarlistasýninguna kl. 17 á föstudag. Kjarvalsstaðir eru opnir alla daga vikunnar frá kl. 10­18. Meira
9. október 1997 | Menningarlíf | 236 orð

TímaritÚT er komið 1. hefti 67. árgangs

ÚT er komið 1. hefti 67. árgangs Náttúrufræðingsins, tímarits Hins íslenska náttúrufræðifélags, sem gefið er út í samvinnu félagsins við Náttúrufræðistofnun Íslands. Meðal efnis í heftinu er m.a. eftirfarandi: Ný kenning um myndun Vatnsdalshóla. Árið 1936 ritaði Jakob H. Líndal grein í Náttúrufræðinginn og setti fram kenningu sína um myndun Vatnsdalshóla. Meira
9. október 1997 | Menningarlíf | 101 orð

Torfi sýnir í Safnahúsinu

TORFI Ásgeirsson listamaður opnaði um síðustu helgi myndlistarsýningu með 47 verkum í Safnahúsinu á Húsavík. Sýningin hefur verið vel sótt og margar myndir seldar. Listamaðurinn er af þingeyskum ættum, fæddur á Húsavík, en ólst upp fyrstu árin í Laxárdal. Hann fluttist ungur með foreldrum sínum til Reykjavíkur og hefur búið þar síðan. Meira
9. október 1997 | Tónlist | -1 orð

Traustur orgelleikari

Kjartan Sigurjónsson lék verk eftir A. Garbrieli, Zipoli, Buxtehude, J.S. Bach, Þorkel Sigurbjörnsson, Clerambault, Rerger og Franck. Sunnudagurinn 5. október 1997. KJARTAN Sigurjónsson orgelleikari innsiglaði ráðningu sína sem oreglleikari við Digraneskirkju, með tónleikum sl. Meira
9. október 1997 | Myndlist | -1 orð

TVÍRÆÐNI

Opið alla daga frá kl. 12-16. Lokað þriðjudaga. Til 13. október. Aðgangur 200 krónur. ÞAÐ er borðleggjandi skyldleiki milli tónlistar og myndlistar, einkum hvað sértækan tjáningarhátt snertir. Tónlistin er óáþreifanleg, en skilar sér á margan og mótaðan hátt til skoðandans og hugsæi myndlistarmannsins er einnig óáþreifalegur heimur sem sér stað í öllu sem hann skapar. Meira
9. október 1997 | Fólk í fréttum | 185 orð

Umdeild ævisaga Díönu kvikmynduð

MARTIN Poll Films hefur keypt kvikmyndatökuréttinn á endurskoðaðri ævisögu Díönu prinsessu eftir Andrew Morton. Bókin nefnist "Diana; Her True Story" og inniheldur m.a. afrit af upptökum þar sem hún lýsir misheppnuðu hjónabandi sínu og samskiptum við konungsfjölskylduna. Meira
9. október 1997 | Menningarlíf | 201 orð

Upplestrarkvöld á Súfistanum

FYRIR réttu ári var bókakaffihúsið Súfistinn opnað í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi 18. Síðastliðið haust efndu Mál og menning og Forlagið til vikulegra bókmennta- og tónlistarkvölda á Súfistanum. Þar var lesið úr nýútkomnum bókum og flutt tónlist af nýjum hljómdiskum. Meira
9. október 1997 | Fólk í fréttum | 280 orð

Úlfur í sauðar-gæru Drengjafélagið (The Boys Club)

Framleiðandi: Tim O'Brien og Greg Dummet. Leikstjóri: John Fawcett. Handritshöfundar: Peter Wellington. Kvikmyndataka: Thom Best. Tónlist: Michael Timmins og Jeff Bird. Aðalhlutverk: Chris Penn, Dominc Zamprogna, Stuart Stone, Devon Sawa. 92 mín. Bandaríkin. Myndform 1997. Útgáfudagur: 30. september. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
9. október 1997 | Myndlist | 295 orð

Vefir jörð

Auður Vésteinsdóttir Opið virka daga frá 10­18. Laugardaga 12­18. Sunnudag 14­18. Til 13 október. Aðgangur ókeypis. AUÐUR Vésteinsdóttir er ein okkar metnaðargjörnu myndvefara og er ekki langt síðan hún sýndi í aðalsölum Hafnarborgar. Nú hefur hún fært sig yfir Strandgötuna og sýnir átta ný verk í litla vinalega listhúsinu sem nokkrir hafnfirskir myndlistarmenn reka. Meira
9. október 1997 | Kvikmyndir | 385 orð

Woody Allen syngur um ástina

Leikstjórn og handrit: Woody Allen. Kvikmyndatökustjóri: Gordon Willis. Aðalhlutverk: Woody Allen, Alan Alda, Goldie Hawn, Drew Barrymore, Julia Roberts, Edward Norton, Lucas Haas, Tim Roth, Natalie Portman. Miramax. 1996. Meira
9. október 1997 | Fólk í fréttum | 440 orð

(fyrirsögn vantar)

Format fyrir Ég mæli með, 17,7 Meira

Umræðan

9. október 1997 | Aðsent efni | 433 orð

Af hverju Steingrímur? Af hverju núna?

Á UNDANFÖRNUM misserum hefur Steingrímur Hermannsson seðlabankastjóri margsinnis lýst skoðunum sínum á umhverfismálum, bæði ástandi þeirra mála hér á landi og greint frá þróun umræðu um umhverfismál á erlendum vettvangi. Meira
9. október 1997 | Bréf til blaðsins | 678 orð

Heimsendi frestað

ÞÚSUND ára ríkið nálgast og af því mætti álykta að Vottar Jehóva biðu í ofvæni. Allt frá því að hreyfingin var stofnuð upp úr 1870 hafa Vottarnir haldið því fram að heimurinn eins og við þekkjum hann færi að enda. Samkvæmt þeirra einstöku Biblíureikningsaðferðum hófst niðurtalningin að lokaorrustunni milli góðs og ills árið 1914. Meira
9. október 1997 | Bréf til blaðsins | 428 orð

Hvað felst í starfi þroskaþjálfa?

VIÐ starfandi þroskaþjálfar á þjálfunarstofunni Lækjarási, Stjörnugróf 7, lýsum yfir áhyggjum okkar á seinagangi samninganefndar ríkisins og Reykjavíkurborgar í samningaviðræðum við Þroskaþjálfafélag Íslands. Lækjarás er þjálfunarstofnun ætluð fötluðum einstaklingum frá 17 ára aldri, sem hafa takmarkaða færni sökum aldurs og/eða mikillar fötlunar til að nýta sér aðra þjónustu. Meira
9. október 1997 | Aðsent efni | 1196 orð

Kjarasamningar kennara í framhalds- og grunnskólum

KENNARAFÉLÖGIN gerðu 7. júní síðastliðinn kjarasamning við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs um kjör kennara, aðstoðarskólastjórnenda og námsráðgjafa í framhaldsskólum. Kjarasamningurinn gildir til 31. október árið 2000 og tekur til um 1.000 félagsmanna Hins íslenska kennarafélags. Samningurinn var borinn undir atkvæði þeirra 12.­25. júní. Meira
9. október 1997 | Bréf til blaðsins | 599 orð

Mikið væri mjúkur malbikaði spottinn

VIÐ Kópavogsbúar höfum í gegnum tíðina átt því láni að fagna umfram marga aðra að hafa annað megin umræðuefni en veðrið, en það eru gatnamálin hér í bæ. Ár eftir ár, sumar eftir sumar hafa yfirvöld verið með yfirlýsingar um að nú eigi að gera lokaátak á götum bæjarins. Gatan mín er ein af þeim sem alltaf hefur verið skilin eftir og aldrei neitt gert hér þar til í sumar. Meira
9. október 1997 | Aðsent efni | 1046 orð

"Reykjaneshraðbrautin"

REYKJANESBRAUTIN sem hluti af þjóðvegi nr. 41 hefur lengstum verið í hugum landsmanna skilgreind sem leiðin frá Hafnarfirði til Keflavíkurflugvallar og umræðan oftast snúist um hættur samfara akstri á þeirri leið. Meira
9. október 1997 | Aðsent efni | 700 orð

Skipulagsyfirvöld lítilsvirða ferðaþjónustuna

"FERÐAMÁLARÁÐ telur að tillaga að skipulagi Miðhálendis Íslands sem kynnt hefur verið í greinargerðinni "Miðhálendi ­ Ísland svæðisskipulag 2015" taki ekki tillit til stefnumótunar í ferðamálum sem unnið hefur verið að og ólokið er. Því leggur ráðið þunga áherslu á að afgreiðslu tillögunnar verði frestað uns hægt er að taka á málinu með tilliti til hagsmuna ferðaþjónustunnar. Meira
9. október 1997 | Aðsent efni | 623 orð

Tónlistarhús á Íslandi

FYRIR skömmu var eg í fimmtugsafmæli góðborgara og þar tók mig tali forsætisráðherra okkar Davíð Oddsson. Honum var efst í huga hvort það væri nú ekki farið að ganga betur hjá mér. Eg hefði verið að ræða um það að eg sæi ekki góðærið sem hann hefði verið að tala um undanfarin ár. Meira
9. október 1997 | Aðsent efni | 279 orð

Viðurkennum Tævan

ALMENNINGUR á Íslandi hefur síðustu daga fengið að fylgjast með furðulegri uppákomu. Ríkisstjórn alræðisins í kínverska "alþýðu"-lýðveldinu hefur í hótunum við Íslendinga fyrir að hingað skuli koma fyrirsvarsmaður frá Tævan og eiga orðastað við íslenska forsætisráðherrann. Með framferði sínu hefur kínverska ríkisstjórnin sýnt íslensku þjóðinni forkastanlegan yfirgang og óvirðingu. Meira
9. október 1997 | Bréf til blaðsins | 248 orð

Þroskaþjálfar á heimilum

ÞROSKAÞJÁLFAR sem vinna á heimilum þroskaheftra eiga í raun tvær fjölskyldur. Það er inni á sínu eigin heimili og á heimili hinna þroskaheftu. Allir vita hvað það er að sinna fjölskyldu og hvað það er að hugsa um allar þarfir heimilismanna. Þroskaheftir hafa sömu þarfir og aðrir þjóðfélagsþegnar og þær hvorki hverfa né eru settar í biðstöðu þegar við förum heim. Meira

Minningargreinar

9. október 1997 | Minningargreinar | 432 orð

Gísli Hansson Wíum

Gísli Hansson Wíum andaðist 28. september síðastliðinn. Á vordögum greindist hann með mein það, er lagði hann að velli. Í veikindum sínum sýndi hann þá bjartsýni og æðruleysi sem einkenndu hann. Það eru margir, sem standa í þakkarskuld við Gísla. Best kom það í ljós á Sjúkrahúsi Reykjavíkur eftir aðgerðina í vor, en þá fékk hann svo margar heimsóknir, að næstum horfði til vandræða. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 229 orð

GÍSLI HANSSON WÍUM

GÍSLI HANSSON WÍUM Gísli Hansson Wíum var fæddur á Asknesi í Mjóafirði 10. mars 1941. Hann andaðist á Landspítalanum 28. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Anna Ingigerður Jónsdóttir, f. 1. des. 1908, d. 6. sept. 1977, og Hans Guðmundsson Wíum, f. 21. okt. 1894, d. 24. júlí 1982. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 113 orð

Gísli Hansson Wíum Það hlýtur að vera einhver tilgangur Skaparans með því að taka til sín á örstuttum tíma frá sömu fjölskyldu

Það hlýtur að vera einhver tilgangur Skaparans með því að taka til sín á örstuttum tíma frá sömu fjölskyldu fimm kærleiksríkar manneskjur. Við trúum því að þau Tóta, Inga, Nikulás, Jón og Gísli séu kölluð á annað tilverustig, til meiri og æðri starfa. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 131 orð

Gísli Wíum Elsku Gísli, þú ert farinn frá okkur allt of snemma. Ég man þegar ég hitti þig fyrst þegar þú komst í heimsókn í

Elsku Gísli, þú ert farinn frá okkur allt of snemma. Ég man þegar ég hitti þig fyrst þegar þú komst í heimsókn í Borgarnes með Hansa frænda. Frá þeim degi hef ég borið mikla virðingu fyrir þér og öðrum sem eru gæddir sömu hæfileikum og þú. Mig langar að þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig og fjölskyldu mína. Sérstaklega fyrir allt sem þú gerðir fyrir afa Ingimund á Svanshóli. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 363 orð

Guðmundur Freyr Halldórsson

Elsku besti frændi minn hann Guðmundur Freyr er dáinn eftir stutta en kvalafulla baráttu við krabbamein. Nú er komið að því sem við vissum öll að myndi gerast, en ekki svona fljótt. Bróðir föður míns var einn almennilegasti maður sem ég veit um. Hann gerði líf fjölda manna betra, bara með því að veita þeim nærveru sína. En nú er hann dáinn. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 195 orð

Guðmundur Freyr Halldórsson

Elsku Freyr minn, frændi og uppeldisbróðir, eins og við kölluðum okkur alltaf. Með miklum söknuði kveð ég þig nú, elsku Freyr minn, eftir harða baráttu þína við erfiðan sjúkdóm. Margar minningar koma upp í hugann er ég minnist liðinna tíma. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 908 orð

Guðmundur Freyr Halldórsson

Aldrei kom mér það í hug að standa yfir moldum Guðmundar Freys, sem var hreystin sjálf holdi klædd, frækinn glímumaður og sjaldan, ef nokkurn tíma, aflfátt. Guðmundur háði marga glímuna og sótti vinninginn af fræknleik og drengskap. Nú hefur hann nýlokið þeirri síðustu, þar sem andstæðingurinn mátti sín meir, enda er maðurinn með ljáinn sá sem alla sigrar að lokum. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 278 orð

Guðmundur Freyr Halldórsson

Mig setti hljóðan þegar mér var tilkynnt lát Guðmundar Freys að morgni miðvikudags í síðustu viku þó að ég hafi um nokkurt skeið vitað að hverju stefndi og fráfall hans hefði ekki átt að koma á óvart. Guðmundur Freyr var einungis 56 ára gamall og í mínum huga var hann alltaf ímynd hins hrausta, síunga og glaðlega manns. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 105 orð

Guðmundur Freyr Halldórsson

Elsku Freyr minn. Við kveðjum þig með söknuði og þakklæti fyrir allt. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 626 orð

Guðmundur Freyr Halldórsson

Heimssýning var haldin í Montreal í Kanada sumarið 1967. Ísland var ein þjóðanna, sem þar komu fram. Við aðalinnganginn að sýningarsvæðinu var torg. Við það á þrjár hliðar voru áhorfendasæti sem í grísku hringleikahúsi. Opin var fjórða hliðin fram að stöðuvatni. Sýn til þess lokaðist af mjög háum fánastöngum, þar sem fánar allra þátttökuþjóða voru dregnir að húni. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 151 orð

GUÐMUNDUR FREYR HALLDÓRSSON

GUÐMUNDUR FREYR HALLDÓRSSON Guðmundur Freyr Halldórsson fæddist í Reykjavík 11. júní 1941. Hann lést 1. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigrún Lína Helgadóttir og Halldór Sigurðsson matsveinn, bæði látin. Hann var næstelstur fimm barna þeirra. Systkini: Jóhann, Valgeir, Sigurjón, Helgi og Sigurlína. Sigurjón er látinn. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 384 orð

Guðmundur Hörður Þórarinsson

Nú kveðjum við þig, elsku Týssi, okkar hinstu kveðju, Guð veri með þér. Þegar missirinn er mikill er mjög erfitt að koma hugsunum sínum á blað. Við eigum svo margar minningar um þig. Þú varst sá allra besti vinur okkar krakkanna og við krakkarnir litum svo mikið upp til þín. Þú varst hann "Týssi frændi í Eyjum". Margar sögur koma upp í hugann um það hve góður frændi þú varst okkur. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 29 orð

GUÐMUNDUR HÖRÐUR ÞÓRARINSSON

GUÐMUNDUR HÖRÐUR ÞÓRARINSSON Guðmundur Hörður Þórarinsson var fæddur í Vestmannaeyjum 10. desember 1936. Hann lést 26. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 4. október. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 706 orð

Gunnar Einarsson

"Hvar söngur ómar sestu glaður, þar syngur enginn vondur maður." Þessi orð þýska skáldsins Göthes koma ósjálfrátt upp í hugann þegar minnst er með nokkrum orðum Gunnars Einarssonar "leikbróður" og vinar. Af mörgu er að taka þar sem náin vinátta okkar Gunnars stóð í meira en hálfa öld. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 353 orð

Gunnar Einarsson

Leiðir okkar Gunnars Einarssonar lágu saman þegar hann gerðist lögreglumaður í Stykkishólmi. Hann starfaði þar sem lögregluþjónn í allmörg ár og við urðum góðir vinir strax og við kynntumst. Gunnar var afar þægilegur starfsmaður og samstarfsmaður. Hann var góðgjarn, sáttfús og einlægur í samskiptum sínum við alla. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 216 orð

Gunnar Einarsson

Um og upp úr miðri þessari öld voru mikil umsvif í Gufunesi. Bóndinn þar, Þorgeir Jónsson, var stórtækur kúabóndi og landsfrægur hestamaður. Gestkvæmt var þar með afbrigðum og öllum tekið fagnandi. Einn þeirra sem oft sótti Gufunesbóndann heim var Gunnar Einarsson. Með þeim ríkti einlæg vinátta sem stóð á gömlum merg. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 672 orð

Gunnar Einarsson

Gunnar Einarsson, söngvari og lögreglumaður, er nú látinn, sjötugur að aldri. Þar er genginn góður vinur og félagi g skarð fyrir skildi. Mig rámar í gamalt stef: Söngfuglar hljóðir, hverfa út í bláinn... og sumri hallar við líkbörur góðs vinar og félaga. Gunnar fæddist í Litlu-Hlíð í Reykjavík og alinn upp í foreldrahúsum með systkinum sínum. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 241 orð

GUNNAR EINARSSON

GUNNAR EINARSSON Gunnar Einarsson var fæddur í Reykjavík 5. júní 1926. Hann lést á St. Jósefsspítala 30. september síðastliðinn. Gunnar var sonur Einars Þórðarsonar skósmiðs, fyrrv. bónda í Litluhlíð í Sogamýri, f. 6. feb. 1885, og konu hans Maríu Kristínar Jónsdóttur frá Stuðlakoti í Reykjavík, f. 11. maí 1888. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 726 orð

Hallbjörg Bjarnadóttir

Hallbjörg Bjarnadóttir listakona lést á Landspítalanum hinn 28. september. Með Hallbjörgu Bjarnadóttur er genginn sérstæður persónuleiki, hún var fjölhæf, skyldurækin, og mátti aldrei vamm sitt vita, vinur vina sinna og trygg með afbrigðum. Hallbjörg fæddist í Hjallabúð á Brimisvöllum. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 31 orð

HALLBJÖRG BJARNADÓTTIR

HALLBJÖRG BJARNADÓTTIR Hallbjörg Bjarnadóttir fæddist í Hjallabúð í Fróðárhreppi, Snæfellsnesi, 11. apríl 1915. Hún lést á Landspítalanum hinn 28. september síðastliðinn. Útför Hallbjargar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 193 orð

Kristján Þór Kristjánsson

Elsku Þórdís, Kristján og Hjalti. Sendum ykkur innilegustu og dýpstu samúðarkveðjur á erfiðri stundu, nú þegar litli drengurinn ykkar er farinn í faðm Guðs, sem gætir allra sinna barna og leiðir við hlið sér. Ein er hönd svo elskurík og öllum kærleik færir. Hún er engu öðru lík, og aldrei hún sig stærir. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 56 orð

KRISTJÁN ÞÓR KRISTJÁNSSON

KRISTJÁN ÞÓR KRISTJÁNSSON Kristján Þór Kristjánsson fæddist í Reykjavík 22. ágúst 1997. Hann lést í Reykjavík 3. október síðastliðinn. Foreldrar hans eru Þórdís Ívarsdóttir, f. 14.2. 1966, og Kristján Hlöðversson, f. 26.10. 1963. Kristján Þór átti einn bróður, Hjalta, f. 7.7. 1989. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 408 orð

Ólöf Gestsdóttir

Elsku mamma og tengdamamma. Þegar við vorum saman í Kristiansund í Noregi fyrir fjórtán dögum, grunaði ekkert okkar að kveðjustundina bæri svona brátt að. Yfirleitt sagðir þú þegar þú varst á förum heim eftir að hafa heimsótt okkar: "Ætli þetta sé nú ekki í síðasta sinn sem ég kem. Ég er nú orðin svo gömul." Í þetta sinn sagðir þú hins vegar: "Hver veit, kannski ég komi nú bara næsta sumar. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 809 orð

Ólöf Gestsdóttir

"Elskan mín! ertu komin?" sagði Ólöf þegar ég kom á sjúkrastofu hennar, þar sem hún lá á gjörgæsludeild Landspítalans eftir hörmulegt slys, sem hún varð fyrir á heimili sínu. "Elskan mín!" Þannig ávarpaði hún mig oftast og kyssti mig um leið á kinnina. Vinátta okkar hjónanna við þær mæðgur Ólöfu og Jóu hafði staðið í mörg ár, einnig við Garðar, Anne og börnin. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 361 orð

Ólöf Gestsdóttir

Ólöfu Gestsdóttur kynntist ég fyrst sem mömmu hans Gæja, Garðars Sigurgeirssonar, en hann var einn helsti gleði- og söngfrömuður á meðal unga fólksins í Fíladelfíu þegar ég kynntist þeim ágæta hópi í lok sjöunda áratugarins. Garðar var þá búinn að stofna heimili með konu sinni, Anne Marie Antonsen, og bjuggu þau í kjallaraíbúð í föðurhúsum Garðars að Ægissíðu við Kleppsveg. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 179 orð

ÓLöF GESTSDÓTTIR

ÓLöF GESTSDÓTTIR Ólöf Gestsdóttir fæddist á Hafnarhólmi í Steingrímsfirði 22. ágúst 1907. Hún lést á Landspítalanum 1. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gestur Kristjánsson og Guðrún Árnadóttir. Ólöf átti tíu systkini en aðeins eitt þeirra, Magndís, lifir. Hinn 25. mars 1926 giftist Ólöf Sigurgeiri Áskelssyni, f. 22.5. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 144 orð

Ólöf Gestsdóttir Okkur langar að minnast elsku ömmu okkar. Þú varst okkur svo mikils virði. Við erum svo þakklát fyrir allar

Okkur langar að minnast elsku ömmu okkar. Þú varst okkur svo mikils virði. Við erum svo þakklát fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Séstaklega eru minningarnar kærar frá í sumar, þegar þú heimsóttir okkur í Noregi og við fengum að halda upp á níutíu ára afmæli þitt með þér. Alltaf varst þú svo léttlynd og skemmtileg og okkur fannst svo gaman að vera með þér, elsku amma. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 476 orð

Páll Rósinkrans Pálsson

Komið er að kveðjustund. Að gengnum Páli R. Pálssyni er horfinn sá þeirra systkina frá Kirkjubóli í Korpudal í Önundarfirði, er lifði þau öll. Mikill kærleikur var með þeim systkinum öllum og fjölskyldubönd sterk. Ég er þessar línur rita tel þó að milli móður minnar og hans hafi verið sérlega mikil vinátta. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 271 orð

Páll Rósinkrans Pálsson

Afi! Þetta er Lísa. Mamma segir að þú sért farinn til Jesú. Það líður víst öllum svo vel sem fara þangað að þá langar ekkert að koma hingað aftur. Mamma segir líka að seinna munum við hittast þar. Elsku afi! Við hin eldri sem þykjumst vita svolítið meira en Lísa viljum þakka fyrir öll árin sem við höfum átt með þér. Við fundum aldrei neitt annað en kærleika og umhyggju frá þér alla tíð. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 407 orð

Páll Rósinkrans Pálsson

Kveðja frá tengdadóttur Að heilsast og kveðjast er lífsins saga stendur einhvers staðar og nú ákvað Drottinn að kveðjustund væri upprunnin. Ég skrifa þessi kveðjuorð með tár í augum og vanmegnug að lýsa tilfinningum mínum. Þú hefur alla tíð reynst okkur svo vel. Það er margs að minnast frá þeim tíma sem við höfum þekkst. Ég man þegar ég fyrst var boðin í mat á Eiríksgötuna. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 65 orð

PÁLL RÓSINKRANZ PÁLSSON

PÁLL RÓSINKRANZ PÁLSSON Páll Rósinkranz Pálsson fæddist á Kirkjubóli Korpudal, Önundarfirði, 18. maí 1909. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 21. september síðastliðinn. Páll var yngstur 14 systkina sem komust á legg. Eiginkona Páls var Sigrún Eiríksdóttir, þeirra sonur Óskar Pálsson, eiginkona hans Hrefna N. Guðnadóttir. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 274 orð

Skúli Jóhann Guðmundsson

Elsku bróðir minn, mikið þakka ég þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Alltaf beiðst þú eftir okkur um helgar til að geta spjallað og hlegið. Og jólin öll sem við áttum saman þegar fjölskylda okkar kom saman heima hjá mér. Ég eldaði uppáhaldsmatinn þinn og Pétur sló á létta strengi og mikið var hlegið. Sérkenni Skúla voru hvað hann var alltaf kærleiksríkur og kurteis. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 275 orð

Skúli Jóhann Guðmundsson

Elsku Skúli. Fallinn er frá góður drengur á besta aldri, í blóma lífsins. Alltaf tókstu vel á móti okkur hjónum þegar við komum til þín í heimsókn þótt þú værir orðinn mjög veikur. Þegar við komum til þín kvöldið áður en þú lést ásamt Pétri mági þínum bauðstu okkur kaffi meðan verið var að hjúkra þér. Þú hugsaðir alltaf mikið um alla sem þú þekktir, þér var umhugað um að allir hefðu það gott. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 156 orð

SKÚLI JÓHANN GUÐMUNDSSON

SKÚLI JÓHANN GUÐMUNDSSON Skúli Jóhann Guðmundsson fæddist í Reykjavík 14. janúar 1950. Hann lést á heimili sínu 30. september síðastliðinn. Foreldrar hans eru Kristín Elísa Heiðveig Skúladóttir frá Hellissandi, fædd 15. október 1921, og Guðmundur Jónsson, frá Skálum á Langanesi, fæddur 22. febrúar. 1921, dáinn 9. október 1960. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 100 orð

Skúli Jóhann Guðmundsson Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga. Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. (P.J.Á.) Það

Það var sumarið 1987 sem við kynntumst Skúla, Kristínu og Jónasi. Við vorum að flytja í nýtt hverfi og eignast nýja nágranna. Þótt við værum aðeins þriggja og sex ára hófst samt vinátta sem hefur staðið síðan. Þegar við fréttum af veikindum Skúla var okkur brugðið en trúðum þó að hann myndi hressast enda varla orðið misdægurt fram að því. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 129 orð

Skúli Jóhann Guðmundsson Nú legg ég augun aftur Ó, Guð, þinn náðar kraftur mín veri vörn í nótt. Æ virst mig að þér taka mér

Nú legg ég augun aftur Ó, Guð, þinn náðar kraftur mín veri vörn í nótt. Æ virst mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Mig langar í fáeinum orðum að þakka Skúla fyrir samveruna á þessari jörð. Ég á fallegar minningar um góðan dreng. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 331 orð

Þóra Eyjólfsdóttir Kolbeins

Við Þórey sáumst fyrst í Ingimarsskólanum á fimmta áratugnum. Ekki urðu kynnin mikil þá. Það var ekki fyrr en ég fór til náms í Ósló 1950, þar sem Þórey var við nám í málum, að við hittumst aftur, skömmu eftir að ég kom til Óslóar, þar sem fyrir voru allmargir námsmenn. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 409 orð

Þórey Eyjólfsdóttir Kolbeins

Vinkona okkar Þórey Kolbeins er látin um aldur fram eftir margra mánaða þungbær veikindi. Hún bar þessa byrði sem aðrar af stöku æðruleysi. Hugurinn reikar hálfa öld aftur í tímann til menntaskólaáranna. Vorið 1947 lauk Þórey Kolbeins, lágvaxin stúlka, grönn og kvik í hreyfingum, stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 123 orð

Þórey Eyjólfsdóttir Kolbeins

Þórey Eyjólfsdóttir Kolbeins hóf störf hjá Loftleiðum árið 1962 og starfaði síðan hjá Flugleiðum í söludeild þar til hún lét af störfum sakir aldurs. Samviskusemi, stundvísi og ákveðni var Þóreyjar aðalsmerki. Hún vann brautryðjendastarf við móttöku erlendra ferðamanna til Íslands og sá til þess að þeir fengju þá þjónustu sem þeir óskuðu eftir. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 345 orð

ÞÓREY EYJÓLFSDÓTTIR KOLBEINS

ÞÓREY EYJÓLFSDÓTTIR KOLBEINS Þórey Eyjólfsdóttir Kolbeins fæddist í Byggarði á Seltjarnarnesi 5. febrúar 1927. Hún lést á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 30. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Eyjólfur Kolbeins, bóndi og verslunarmaður í Bygggarði og á Kolbeinsstöðum á Seltjarnarnesi, f. 24.1. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 913 orð

Þuríður Svava Ásbjörnsdóttir Gústav Adolf Bergmann

Gústav og Svava kynntust í Reykjavík, Gústav þá nýútskrifaður íþróttakennari frá Íþróttaskólanum á Laugarvatni, en Svava starfandi hjá Bókbandinu. Sigríði móður Svövu leist mjög vel á þennan geðþekka pilt, þó ekki væri nema fyrir hið trausta handtak er þau heilsuðust í fyrsta sinn. Minntist Sigríður ætíð á þessi fyrstu kynni við tengdason sinn. Meira
9. október 1997 | Minningargreinar | 228 orð

ÞURÍÐUR SVAVA ÁSBJÖRNSDÓTTIR GÚSTAV ADOLF BERGMANN

ÞURÍÐUR SVAVA ÁSBJÖRNSDÓTTIR GÚSTAV ADOLF BERGMANN Þuríður Svava Ásbjörnsdóttir fæddist á Dísastöðum í Sandvíkurhreppi 30. mars 1933, hún lést 13. janúar 1996. Foreldrar hennar voru Ásbjörn Guðjónsson frá Dísastöðum í Sandvíkurhreppi og Sigríður Guðmundsdóttir frá Sólheimum í Hrunamannahreppi. Meira

Viðskipti

9. október 1997 | Viðskiptafréttir | 219 orð

Greenspan veldur uppnámi í kauphöllum

EVRÓPSK hlutabréf lækkuðu verulega í verði í gær vegna neikvæðra ummæla Alans Greenspans seðlabankastjóra sem leiddu til verðhruns bandarískra verðbréfa. Greenspan lét þau orð falla að ógerningur væri að halda bandarísku efnahagslífi áfram á sömu braut og að framhald á hækkunum á verðbréfamörkuðum að undanförnu væri greinilega óraunhæft. Meira

Daglegt líf

9. október 1997 | Neytendur | 240 orð

Allrahanda kryddið inniheldur möluð ber

HVERT er innihald allrahanda kryddsins og þriðja kryddsins og hvað er hægt að nota í staðinn ef þessi krydd eru ekki til á heimilinu? Svar: "Allrahanda er hrein kryddtegund," segir Þórný Barðadóttir hjá G. Pálsson en það fyrirtæki hefur um árabil selt ýmsar kryddtegundir. "Um er ræða möluð ber af tré sem heitir Pimenta. Auk þess er einnig hægt að fá berin heil og mala sjálfur. Meira
9. október 1997 | Neytendur | 102 orð

Forsteiktar svína-, nauta og lambasteikur

FYRIR skömmu setti Kjötumboðið hf. nýja vörulínu á markað undir heitinu EKTA. Í henni eru formaðar kjötsteikur í raspi sem eru forsteiktar og þarfnast því einungis hitunar. Varan er því tilbúin til neyslu á nokkrum mínútum. Nokkrar tegundir úr svína- og nautakjöti komu fyrst á markað og síðan bætast fleiri við á næstunni. Meira
9. október 1997 | Neytendur | 47 orð

Handverkssýning á Garðatorgi

NÆSTA laugardag, þann 11. október, verður haldin handverkssýning á Garðatorgi. Milli þrjátíu og fjörutíu manns eru með sýningaraðstöðu á torginu og selja þar handunna muni eins og leirvörur, trévörur, brúður og prjónavöru. Kvenfélagskonur sjá um vöfflubakstur og kaffisölu. Handverksmarkaðurinn er opinn frá klukkan 10-18. Meira
9. október 1997 | Neytendur | 24 orð

Húsgögn frá Indónesíu

Húsgögn frá Indónesíu HAGKAUP hefur fengið nýja sendingu viðarhúsgagna frá Indónesíu. Þar á meðal eru ýmsar tegundir af skápum, sófaborðum, stólar, lyklaskápar, lampaborð og speglar. Meira
9. október 1997 | Neytendur | 206 orð

Lækka verð á sojamjólk um 38%

LÍTRINN af sojamjólk hefur undanfarið verið seldur í Hagkaup á 179 krónur. Nú hefur Hagkaup, í samvinnu við innflytjanda Provomel sojamjólkur, Sól-Víking, ákveðið að lækka verðið um sem nemur 38% eða úr 179 krónum í 129 krónur lítrann. Meira
9. október 1997 | Neytendur | 422 orð

Mismunandi hversu mikla bleytu pappír dregur í sig

ÞEGAR keyptar eru eldhúsrúllur eða salernispappír velta líklega fáir fyrir sér hvort um nýjan eða endurunninn pappír sé að ræða. En það getur skipt töluverðu máli þegar um nýtingu er að ræða. Nýlega var staddur hér á landi Norðmaðurinn Per Knutsen en hann vinnur hjá einum stærsta pappírsframleiðanda í Evrópu SCA Mölnlycke. Meira
9. október 1997 | Neytendur | 601 orð

Mýs leita í hlýju þegar kólnar

ÞEGAR kólnar í veðri leita mýs þangað sem hlýtt er og er alls ekki óalgengt að borgarbúar fái þessa óboðnu gesti í heimsókn. Kettir virðast angra marga, rottur, dúfur og jafnvel kanínur. Starfsmenn meindýravarna Reykjavíkurborgar fjarlægja alla gesti sem þessa sé haft samband við þá og sú þjónusta er borgarbúum að kostnaðarlausu. Meira
9. október 1997 | Neytendur | 34 orð

Nýr Emmessís

BOXARI heitir nýr Emmessís. Boxari er rjómaís í hálfs lítra umbúðum og fæst hann með þremur mismunandi bragðtegundum. Hægt er að fá vanilluís með Oreokexi, súkkulaðiís með súkkulaðibitum og vanilluís með vanillukornum. Meira

Fastir þættir

9. október 1997 | Í dag | 514 orð

AÐ verður Víkverja ógleymanleg stund þegar síðasta haftið

AÐ verður Víkverja ógleymanleg stund þegar síðasta haftið var sprengt í Hvalfjarðargöngunum og víst mun svo verða um alla þá sem voru viðstaddir þann merkilega atburð. Að standa undir miðjum Hvalfirði, 165 metra undir sjávarmáli, og hlýða á hljómfagra tónlist jazztríós Ólafs Stephensen verður einnig viðstöddum ógleymanlegt. Meira
9. október 1997 | Dagbók | 2996 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
9. október 1997 | Í dag | 137 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 9. októ

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 9. október, er sextugur Ingólfur Bárðarson, rafverktaki, Starmóa 10, Njarðvík. Hann og eiginkona hans Halldóra Jóna Guðmundsdóttir, sem verður sextug 31. desember nk., munu taka á móti gestum, laugardaginn 11. október, í Frímúrarahúsinu á Bakkastíg 16, Njarðvík, milli kl. Meira
9. október 1997 | Fastir þættir | 116 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hafnarfj

MÁNUDAGINN 6. október var önnur umferðin í minningarmóti Kristmundar Þorsteinssonar og Þórarins Andrewssonar spiluð. Úrslit kvöldsins urðu þessi: N/S-riðill Allan Sveinbjörnss. ­ Gunnar R. Péturss.259 Guðm. Magnúss. ­ Ólafur Þ. Jóhannss.236 Ólafur Ingimundars. ­ Sverrir Jónss. Meira
9. október 1997 | Fastir þættir | 88 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs

A­V: Rúnar Gunnarsson ­ Guðmundur Grétarsson324Jakob Kristinsson ­ Sverrir Kristinsson314Guðni Ingvarsson ­ Jón Páll Sigurjónsson305Lokastaðan. Bernódus Kristinsson ­ Georg Sverrisson939Murat Serdar ­ Ragnar Jónsson914Helgi Víborg ­ Oddur Jakobsson866Guðm. Meira
9. október 1997 | Fastir þættir | 128 orð

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonÍslandsmót í tvím

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonÍslandsmót í tvímenningi ­ undanúrslit Undanúrslit Íslandsmótsins í tvímenningi verða spiluð helgina 11.­12. október. Spilaðar verða 3 lotur, hver 10 umferðir með 3 spilum á milli para. Fyrsta lota byrjar á laugardeginum kl. 11 og stendur til u.þ.b. 15.30. Önnur lota byrjar síðan 16. Meira
9. október 1997 | Í dag | 30 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. júlí í Dalvíkurkirkju af sr. Magnúsi G. Gunnarssyni Aðalbjörg Kristín Snorradóttir og Ingvi Óskarsson. Heimili þeirra er að Brimnesbraut 11, Dalvík. Meira
9. október 1997 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. júlí í Akureyrarkirkju af sr. Birgi Snæbjörnssyni Maríanna Ragnarsdóttir og Sigurgeir Svavarsson. Heimili þeirra er í Reykjavík. Meira
9. október 1997 | Í dag | 23 orð

BRÚÐKAUP.

Árnað heilla BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. júlí í Akureyrarkirkju af sr. Birgi Snæbjörnssyni Þórunn Harðardóttir og Tómas Jónsson. Heimili þeirra er á Akureyri. Meira
9. október 1997 | Dagbók | 644 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
9. október 1997 | Í dag | 236 orð

Góð þjónusta hjá Símvirkjanum

"ÉG VIL senda þeim hjá Símvirkjanum í Álfabakka mínar bestu þakkir fyrir góða þjónustu. Ég fór til þeirra með bilaðan Panasonic-síma sem ég hafði nýlega keypt annars staðar. Ekki aðeins gerðu þeir við símann endurgjaldslaust heldur lánuðu þeir mér síma endurgjaldslaust í heilan mánuð. Ég tel að þetta sé alveg einstaklega góð þjónusta sem vert sé að þakka fyrir. Jóhannes. Meira
9. október 1997 | Fastir þættir | 395 orð

Hugið að haust-beit hrossanna

ÞAÐ FER ekki framhjá neinum og allra síst hestamönnum að haustið er komið með sínu rysjótta veðurfari. Full ástæða er til að minna hestaeigendur á að huga nú að því hvar hestarnir eru niðurkomnir og hvernig fer um þá. Meira
9. október 1997 | Fastir þættir | -1 orð

Ljós framundan í myrkri kappreiðanna

HESTAMÓT og hestamennska hafa hingað til átt erfitt uppdráttar í sjónvarpi en eitthvað virðist ætla að rofa til eftir beina útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar á mótinu sem haldið var á Víðivöllum fyrir skömmu. Um ástæður þess að hestamenn hafa ekki náð athygli sjónvarpsmanna hefur ýmsu verið borið við. Má þar öðru fremur nefna langdregna dagskrá og tafir milli atriða. Meira
9. október 1997 | Í dag | 65 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Meira

Íþróttir

9. október 1997 | Íþróttir | 268 orð

1. deild kvenna

Grótta-KR ­ Valur12:11 Íþróttahúsið á Seltjarnarnesi, Íslandsmótið í handknattleik ­ 1. deild kvenna, miðvikudaginn 8. október 1997. Gangur leiksins: 1:0, 1:2, 4:3, 5:5, 7:7, 9:7, 9:9, 12:9, 12:11. Meira
9. október 1997 | Íþróttir | 643 orð

Afturelding - HK23:24

Íþróttahúsið í Mosfellsbæ, Íslandsmótið í handknattleik karla - 4. umferð, miðvikudaginn 8. október 1997. Gangur leiksins:1:2, 7:6, 9:8, 12:10, 12:12, 13:13, 13:14, 17:15, 18:19, 19:21, 21:21, 22:22, 22:23, 23:23, 23:24. Mörk Aftureldingar: Skúli Gunnsteinsson 5, Gunnar Andrésson 5, Einar Gunnar Sigurðsson 4, Jason K. Meira
9. október 1997 | Íþróttir | 514 orð

Aftur í úrslitakeppnina

DRENGJALANDSLIÐ Íslands, skipað leikmönnum 16 ára og yngri, náði mjög góðum árangri í undankeppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu ­ tryggði sér þátttökurétt í úrslitakeppninni í Skotlandi, sem hefst 20. apríl á næsta ári. Liðið gerði jafntefli við Pólland og sigraði heimamenn Letta með yfirburðum, en fyrir riðlakeppnina voru Pólverjarnir taldir sterkastir. Meira
9. október 1997 | Íþróttir | 132 orð

Allir leikir erfiðir KRISTJÁN Arason,

KRISTJÁN Arason, þjálfari FH-inga, var að vonum ánægður með úrslitin í Hafnarfirði en sagði reyndar að liðið byrjaði betur en hann hefði gert sér vonir um. "Við erum ekki með það gott lið að allir leikir verða erfiðir fyrir okkur. Við þurfum að ná upp réttu hugarfari og mikilli baráttu fyrir hvern einasta leik ætlum við okkur sigur," sagði Kristján. Meira
9. október 1997 | Íþróttir | 146 orð

Ásgeir á óskalista forráðamanna KR

Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram í knattspyrnu, er einn fjögurra þjálfara sem forráðamenn KR hafa sýnt áhuga á að stjórni liði þeirri í nánustu framtíð. Björgólfur Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar KR, staðfesti það við Morgunblaðið í gærkvöldi. Ásgeir tók við liði Fram á ný fyrir keppnistímabilið 1996, eftir að hafa stýrt landsliðinu í fjögur ár. Meira
9. október 1997 | Íþróttir | 555 orð

Ástralir uggandi vegna flótta knattspyrnumanna

ÞEGAR Dave Mitchell var til reynslu hjá Glasgow Rangers 1981 voru knattspyrnumenn frá Ástralíu óþekktir í Evrópu. Mitchell átti farsælan feril, m.a. með Feyenoord og Chelsea, en þjálfar nú í Ástralíu. Meira
9. október 1997 | Íþróttir | 132 orð

Blikar með þrjá útileikmenn

ÓVENJULEGT atvik gerðist í lok fyrri hálfleiks í viðureign Víkings og Breiðabliks. Blikinn Bragi Jónsson fékk tveggja mínútna brottvísun þegar nákvæmlega tvær mínútur voru til leikhlés. Þrátt fyrir það, kom hann inná á lokasekúndum fyrri hálfleiksins til að taka vítakast, sem hann skoraði úr. Meira
9. október 1997 | Íþróttir | 81 orð

Einum dómara bætt við SÚ nýjung verður í Eggj

SÚ nýjung verður í Eggjabikarnum að í stað tveggja dómara verða þrír. Dómaranefnd KKÍ ákvað þetta endanlega á fundi í fyrradag, en undirbúningur hefur staðið um all nokkurt skeið þannig að dómarar telja sig tilbúna til að takast á við þetta nýja kerfi. Meira
9. október 1997 | Íþróttir | 525 orð

FANNEY Rúnarsdóttir

FANNEY Rúnarsdóttir landsliðsmarkvörður í handknattleik og félagar hennar í norska liðinu Tertnes náðu í sitt fyrsta stig um liðna helgi er Tertnes gerði jafntefli, 20:20, við Stabæk. Liðið er nú í næstneðsta sæti deildarinnar að loknum fjórum umferðum. Meira
9. október 1997 | Íþróttir | 710 orð

Fer á flug á hverjum laugardegi

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er jarðbundinn maður og er ekki mikið fyrir hástemmdar yfirlýsingar um menn og málefni eins og margir starfsbræður hans. Um margt minnir þessi rólegi Frakki frekar á háskólaprófessor en þjálfara eða knattspyrnustjóra. Meira
9. október 1997 | Íþróttir | 402 orð

FH-ingar einir efstir

FH-ingar eru einir í efsta sæti fyrstu deildar karla í handknattleik eftir fjórar umferðir og eru þeir einu sem ekki hafa tapað stigi. FH heimsótti nágranna sína úr Hafnarfirðinum, Hauka, á Strandgötuna í gær og sigruðu 30:24 í geysilega skemmtilegum og fjörugum leik. Meira
9. október 1997 | Íþróttir | 286 orð

Grótta-KR eitt án taps

EKKI var að sjá í íþróttahúsi Seltjarnarness í gærkvöldi að eina taplausa lið 1. deildar kvenna, Grótta-KR, ætti í höggi við hið unga og efnilega lið Vals því leikurinn var vægast sagt lélegur. Grótta-KR hafði þó sigur, 12:11, og segir fjöldi marka sína sögu. Víkingar gerðu góða ferð í Safamýrina og unnu Fram, 27:24, og í Hafnarfirði sýndu FH-stúlkur klærnar í 26:18 sigri á Eyjastúlkum. Meira
9. október 1997 | Íþróttir | 212 orð

Handboltinn kominn á fleygiferð

TÍMABIL ungra handknattleiksmanna hófst með fjölliðamótum í 4. flokki víða um land um síðustu helgi. Leikið var á sex stöðum; 1. deild í Valsheimilinu, 2. deild í Austurbergi, Norðurlandsriðillinn á Húsavík og B-liðin í Víkinni og Digranesi. Keppni í 3. deild átti að fara fram á Selfossi, en var frestað. Valsmenn standa vel að vígi eftir fyrstu fjóra leikina í 1. deild. Meira
9. október 1997 | Íþróttir | 304 orð

Handknattleikur

4. flokkur karla 1. deild: Úrslit úr fjölliðamótum, sem fram fóru um helgina. Keppni í 3. deild, sem halda átti á Selfossi, féll niður. 4. flokkur karla keppir næst aðra helgi nóvembermánaðar. Meira
9. október 1997 | Íþróttir | 356 orð

Hlynur frábær í HK-markinu

ÓVÆNT úrslit urðu í Mosfellsbænum í gærkvöldi er HK mætti Aftureldingu og sigraði 24:23. Hlynur Jóhannsson, markvörður HK, fór hreinlega á kostum og varði alls 25 skot og þar af eitt vítakast. "Gamli maðurinn" Sigurður Valur Sveinsson fór fyrir sínum mönnum í sókninni og gerði tíu mörk. Leikmenn Aftureldingar léku langt frá því sem eðlilegt má teljast. Meira
9. október 1997 | Íþróttir | 120 orð

Höfðu betur á markamun eftir rimmu við Keflvíkinga

FRAMARAR urðu Íslandsmeistarar í 3. flokki karla á dögunum. Háðu þeir harða rimmu við Keflvíkinga og luku keppni með sama stigafjölda, 36 stig. Markatala Fram var aftur á móti mun betri, en það hafði skorað fjörutíu mörkum meira en það hafði fengið á sig. Á myndinni eru Íslandsmeistarar Fram. Efri röð f.v. Meira
9. október 1997 | Íþróttir | 112 orð

HöfumbættokkurBK Odense, liðið se

BK Odense, liðið sem Valur Ingimundarson þjálfar og leikur með í dönsku úrvalsdeildinni, tapaði fyrsta leik sínum í deildinni í fyrrakvöld. Odense lék þá við núverandi meistara, Skovbakken frá Álaborg, og tapaði 90:74. "Þetta var erfitt. Þeir eru með mjög sterkt lið og hávaxið. Meira
9. október 1997 | Íþróttir | 374 orð

ÍBV einu sinni yfir og það var nóg

ÍBV átti á brattann að sækja nær allan leikinn á móti Val í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Heimamenn sýndu mikla baráttu og uppskáru sigur þegar Hjörtur Hinriksson gerði sigurmarkið, 24:23, þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir. Það var reyndar í eina skiptið í leiknum sem ÍBV var yfir. Meira
9. október 1997 | Íþróttir | 20 orð

Íshokkí

Íshokkí NHL-deildin Buffalo - Dallas2.4 Carolina - Los Angeles3:3 Eftir framlengingu. Calgary - Toronto1:2 Colorado - Boston3:2 San Jose - O Meira
9. október 1997 | Íþróttir | 84 orð

Júdó

Haustmót JSÍ 11 TIL 14 ÁRA+50 kg. flokkur: 1. Atli J. LeóssonJFR 2. Þormóður Árni JónssonJFR 3. Stefán SigurjónssonÁrmanni -53 kg. flokkur: 1. Sigurður Ö. SigurðssonJFR 2. Heimir KjartanssonJFR 3. Jósep B. ÞórhallssonJFR 7 TIL 10 ÁRA+40 kg. flokkur: 1. Meira
9. október 1997 | Íþróttir | 13 orð

Körfuknattleikur Eggjabikarinn

Eggjabikarinn Austurberg:Leiknir - UMFG20 Ásgarður:Stjarnan - Keflavík20 Smárinn:Breiðablik - UMFN20 Hlíðarendi:Valur - Meira
9. október 1997 | Íþróttir | 71 orð

Njáll áfram með lið ÍR

NJÁLL Eiðsson hefur gert nýjan samning við ÍR og gildir hann í eitt ár en horft er til tveggja ára, eins og Stefán J. Stefánsson, formaður knattspyrnudeildar ÍR, orðaði það við Morgunblaðið í gærkvöldi. Njáll tók við ÍR-liðinu í fyrra og undir hans stjórn tryggði það sér sæti í Sjóvár-Almennra deildinni næsta ár en það er í fyrsta sinn sem ÍR leikur í efstu deild í knattspyrnu. Meira
9. október 1997 | Íþróttir | 103 orð

Nýliðarnir og "sá gamli"

LANDSLIÐ Íslands í knattspyrnu kom saman í gær fyrir síðasta leik sinn í undankeppni heimsmeistaramótsins að þessu sinni, gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli á laugardaginn. Tveir nýliðar eru í hópi Guðjóns þjálfara Þórðarsonar að þessu sinni og á myndinni að neðan eru þeir að hita upp fyrir æfinguna á Laugardalsvelli síðdegis í gær; Gunnar Már Másson, leikmaður Leifturs, Meira
9. október 1997 | Íþróttir | 132 orð

Ólafur í Fylki eða Stjörnuna

ÓLAFUR Þórðarson, fyrirliði Skagamanna og einn besti leikmaður liðsins, hefur ákveðið að snúa sér að þjálfun næsta sumar. Hann sagði að það mætti slá því föstu að hann yrði ekki leikmaður með ÍA næsta tímabil. "Ég hef rætt við þrjú félög, Skallagrím, Fylki og Stjörnuna. Ég neita því ekki að ég er spenntari fyrir því að taka að mér þjálfun hjá Fylki eða Stjörnunni en Skallagrími. Meira
9. október 1997 | Íþróttir | 496 orð

Rakalaus ósannindi Bjarna

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Halldóri B. Jónssyni, varaformanni KSÍ og formanni dómaranefndar: "Dómaranefnd KSÍ leggur ekki í vana sinn að svara ummælum um frammistöðu dómara, sem höfð eru eftir leikmönnum, þjálfurum og forystumönnum í fjölmiðlum, oftast mælt í hugaræsingi strax að leik loknum. Meira
9. október 1997 | Íþróttir | 103 orð

Rodman semur við Chicago DENNIS

DENNIS Rodman hefur samþykkt að gera nýjan samning til eins árs við Chicago Bulls og sagði umboðsmaður hans að skrifað yrði undir samninginn í vikunni. Rodman, sem hefur tekið flest fráköst í bandarísku körfuboltadeildinni NBA undanfarin sex ár, fær a.m.k. fjórar milljónir dollara (tæplega 290 millj. kr. Meira
9. október 1997 | Íþróttir | 318 orð

Rögnvaldur með tólf mörk Víkingar u

Rögnvaldur með tólf mörk Víkingar unnu sanngjarnan sigur á liði Breiðabliks í Víkinni í gærkvöldi, 28:23. Víkingar beittu framliggjandi vörn allan leikinn. Hinn eitilharði Birgir Sigurðsson var þar fremstur í flokki, var óragur sem fyrr við að taka andstæðingana föstum tökum. Meira
9. október 1997 | Íþróttir | 191 orð

Sárnar ummæli Guðjóns

Guðni Bergsson, atvinnumaður í knattspyrnu hjá Bolton í Englandi og leikjahæsti maður íslenska landsliðsins, er ósáttur við ummæli Guðjóns Þórðarsonar landsliðsþjálfara á blaðamannafundi á þriðjudag, sem birtust í Morgunblaðinu í gær. Guðni gaf ekki kost á sér í leikinn gegn Rúmeníu ytra á dögunum og Guðjón sagði á umræddum fundi að leikmenn gætu ekki valið sér landsleiki. Meira
9. október 1997 | Íþróttir | 177 orð

Sigurður þjálfar Blika

Sigurður Grétarsson hefur verið ráðinn þjálfari knattspyrnuliðs Breiðabliks í Kópavogi til þriggja ára. Hann skrifaði undir þriggja ára samning þar að lútandi í gærkvöldi. Sigurður tekur við liðinu af nafna sínum Halldórssyni, sem verið hefur við stjórnvölinn síðustu tvö keppnistímabil. Blikar voru lengi í toppbaráttu 1. Meira
9. október 1997 | Íþróttir | 331 orð

"Sigur fyrir mig og mín störf"

Winfried Meister, framkvæmdastjóri þýska handknattleiksliðsins Wuppertal, sagði starfi sínu lausu í fyrrakvöld vegna ósættis við þjálfarann Viggó Sigurðsson. "Hann gerði allt vitlaust 24 tímum fyrir mikilvægan bikarleik sem sýnir hugarfarið, sagði á blaðamannafundi að ég hefði ekki sinnt 2. Meira
9. október 1997 | Íþróttir | 296 orð

Skemmtileg tilbreyting fyrir þá yngstu

Heldur óvenjulegt sundmót var haldið í Sundlaug Keflavíkur á sunnudag, Skemmtisundmót sunddeildar Njarðvíkur og Bakkavarar. Engin tímataka fór þar fram, heldur völdu þátttakendur þrjár greinar og fengu einkunn fyrir útfærslu á sundinu, þ.e. hversu fallega þeir syntu. Mótið var nú haldið í annað sinn og um hundrað krakkar tóku þátt. Meira
9. október 1997 | Íþróttir | -1 orð

Stórbrotin vörn KA

Hinir gulu og glöðu KA-menn sýndu sínar bestu hliðar og gamalkunna takta þegar þeir rótburstuðu lið Fram 27:19. Grimmsterkur varnarleikur minnti mótherjana og áhorfendurna á það hvers vegna liðið hefur náð svona langt. Munurinn hefði getað orðið meiri en eftir að KA-menn voru komnir 11 mörkum yfir slökuðu þeir á og leyfðu varamönnunum að spreyta sig. Meira
9. október 1997 | Íþróttir | 432 orð

Stærri liðin heimsækja þau smærri

Fyrsta umferð fyrirtækjakeppni Körfuknattleikssambandsins, sem nefnist Eggjabikarinn næstu þrjú árin, hefst í dag með fjórum leikjum. Á morgun verða síðari fjórir leikirnir í fyrstu umferð og síðari leikirnir verða á laugardag og sunnudag. Meira
9. október 1997 | Íþróttir | 359 orð

Sund

Haustmót SH 50 m skriðsund kvenna: 1. Elín Sigurðardóttir, SH26,89 2. Lára Hrund Bjargardóttir, SH27,43 3. Margrét Rós Sigurðard., Selfossi28,82 50 m skriðsund karla: 1. Örn Arnarson, SH23,83 Piltamet. 2. Friðfinnur Kristinsson, Selfossi24,50 3. Guðmundur S. Meira
9. október 1997 | Íþróttir | 193 orð

Úr markinu í hornið

HINN fjölhæfi Christian Nielsen, sem er af dönsku bergi brotinn, hefur komið víða við á handboltavellinum. Hann er nú á sínu fimmta tímabili og lék sem hornamaður í leik með 4. flokki Breiðabliks gegn FH í Austurbergi á sunnudag. Hann lék þó sem markvörður fyrstu fjögur árin. "Ég spila bara þar sem mér er sagt að leika, en hornið er minn uppáhaldsstaður. Meira
9. október 1997 | Íþróttir | 328 orð

Valsmenn treysta á ungu leikmennina

Kristinn Björnsson skrifaði í gærkvöldi undir samning um að þjálfa meistaraflokk Vals næstu þrjú árin. Hann kemur til með að vinna með Þorláki Árnasyni, íþróttafulltrúa félagsins, að samræmdri þjálfun í 3., 2. og meistaraflokki með því markmiði að byggja upp sterkt framtíðarlið. Þorleifur K. Meira
9. október 1997 | Íþróttir | 94 orð

Valur Fannar til Brighton

VALUR Fannar Gíslason, sem verið hefur atvinnumaður í knattspyrnu hjá Arsenal síðustu árin, hefur verið lánaðar til Brighton and Hove Albion í einn mánuð. Brighton er í hópi neðstu liða ensku deildarkeppninnar, er nú í fjórða neðsta sæti 3. deildar ­ sem er neðsta deildin í Englandi. Meira

Sunnudagsblað

9. október 1997 | Sunnudagsblað | 3257 orð

FISKVEIÐISTJÓRNUN OG AUÐLINDARLEIGA

HÖFUNDUR þeirra skrifa, sem hér eru hafin, hefur tekið sér fyrir hendur að freista þess að greina, skýra og skilja umræðuefnið. Greiningunni er ætlað að leiða af sér rökstuddar skoðanir höfundarins um aðferðir til að finna lausnir á viðfangsefninu, sem völ er á og verið gætu viðunandi. Meira

Úr verinu

9. október 1997 | Úr verinu | 504 orð

Ágæt veiði í Héraðsflóa í fyrrinótt

ÁGÆT síldveiði var í Héraðsflóa í fyrrinótt og í gær var verið að salta og frysta á flestum Austfjarðahöfnum. Fór mestur aflinn til manneldisvinnslu. Víkingur AK lét úr höfn á Akranesi laust fyrir hádegi í gær til að reyna fyrir sér á síldinni, sem fundist hefur fyrir Vesturlandi, og fylgjast margir spenntir með því hvort betur gengur að ná henni nú en tvö síðastliðin haust. Meira

Viðskiptablað

9. október 1997 | Viðskiptablað | 242 orð

Bandarísk yfirvöld selja olíusvæði

BANDARÍSKA olíufyrirtækið Occidental Petroleum Corp. hefur samþykkt að kaupa stórt olíu- og jarðgassvæði af alríkisyfirvöldum fyrir 3,65 milljarða dollara. Ef þessi viðskipti verða að veruleika er hér um að ræða mestu einkavæðingu í sögu Bandaríkjanna. Meira
9. október 1997 | Viðskiptablað | 1444 orð

ÐKraftmikið Evrópusamstarf í rannsóknum Evrópusamba

Í RÚM tvö ár hefur verið starfandi hér á landi lítil skrifstofa undir nafninu Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna, oftar en ekki nefnd KER. Skrifstofan lætur ef til vill ekki mikið yfir sér en á þessum tveimur árum hafa um 110 íslenskir umsækjendur, með aðstoð KERs, fengið rúman milljarð í styrki frá Evrópusambandinu til ýmiskonar rannsóknarverkefna hér á landi. Meira
9. október 1997 | Viðskiptablað | 121 orð

ÐStofna ferðaheildsölu í Þýskalandi

TVEIR Íslendingar, Pétur Óskarsson og Bjarnheiður Hallsdóttir, hafa stofnað ferðaheildsölufyrirtæki í Þýskalandi sem sérhæfir sig í ferðum til Íslands, Færeyja og Grænlands. Fyrirtækið ber heitið Katla Travel GmbH. Bjarnheiður og Pétur luku bæði háskólanámi í ferðaþjónustutengdri rekstrarhagfræði frá háskólum í Þýskalandi. Meira
9. október 1997 | Viðskiptablað | 165 orð

Flugfragt

ALLT útlit er fyrir stóraukna samkeppni og lækkandi flutningsgjöld í fragtflugi í kjölfar aukins framboðs á flutningsrými. Flugleiðir hafa tekið á leigu Boeing 737 vél sem nýtist bæði til fragtflugs og farþegaflugs. Íslandsflug hefur sömuleiðis tekið á leigu Boeing 737 vél til fragtflugs. Meira
9. október 1997 | Viðskiptablað | 419 orð

Flytja 45 þúsund tonn af búnaði vegna álversframkvæmda

SAMSKIP Hf. og Norðurál hf. hafa gengið frá samningum um að fyrirtækið taki að sér alla flutninga vegna byggingar nýs álvers á Grundartanga. Verðmæti samningsins nemur tugum milljóna króna. Samkvæmt samningnum, sem gengið var frá í gær, munu Samskip flytja um 45 þúsund tonn af tækjum og öðrum búnaði fyrir Norðurál vegna álversframkvæmdanna á næstu sjö mánuðum. Meira
9. október 1997 | Viðskiptablað | 136 orð

Fundað um alþjóða viðskiptastaðla

STAÐLARÁÐ Íslands og Euro Info skrifstofan efna til morgunverðarfundar í Víkingasal Hótel Loftleiða 14. október, kl. 8 í tilefni alþjóðlega staðladagsins. Á fundinum verður fjallað um tæknilegar viðskiptahindranir, reglugerðir, staðla, samræmismat, CE-merkingar og annað sem mótar alþjóðlegt viðskiptaumhverfi. Meira
9. október 1997 | Viðskiptablað | 1135 orð

Fyrirtæki þurfa bein tengsl við Brussel

NORSK fyrirtæki eru í auknum mæli að átta sig á nauðsyn þess að vera í beinum tengslum við stofnanir Evrópusambandsins í Brussel vegna þess að þar verður til stór hluti þeirra reglna, sem móta starfsumhverfi atvinnulífsins í aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins. Meira
9. október 1997 | Viðskiptablað | 310 orð

Hagvangur í samstarf við Dansk Management Forum

HAGVANGUR hf. hefur tekið upp samstarf við Dansk Management Forum sem miðar að því að auka aðgang íslenskra fyrirtækja að þekkingu á starfsmannamálum. Dansk Management Forum er tengiliður við net um 900 þátttökufyrirtækja sem hefur það að markmiði sínu að þróa og þjónusta fyrirtæki af öllum tegundum og gerðum, að því er segir í frétt frá Hagvangi. Meira
9. október 1997 | Viðskiptablað | 113 orð

Landflótta bankamaður tekinn í Thailandi

LANDFLÓTTA svissneskur bankamaður, Jürg Heer, sem hefur verið eftirlýstur síðan í marz 1993, grunaður um að hafa dregið sér milljónir svissneskra franka, hefur verið handtekinn í Thailandi að sögn yfirvalda í Zürich. Meira
9. október 1997 | Viðskiptablað | 155 orð

Marel stofnar dótturfyrirtæki í Frakklandi

Marel stofnaði nú í október annað dótturfyrirtæki sitt í Evrópu í Nantes í Frakklandi. Í ársbyrjun var Carnitec í Danmmörku keypt og þrjú dótturfyrirtæki Marels eru í Bandaríkjunum. Þorvaldur Tryggvason veitir fyrirtækinu forstöðu, en hann starfaði fyrir Marel í Frakklandi fyrir nokkrum árum, var síðan hjá Nord Morue og hjá Icelandic Seafood síðustu tvö ár. Meira
9. október 1997 | Viðskiptablað | 753 orð

Með alneti til framtíðar

"ALLIR stjórnendur vilja notfæra sér kosti alnetsins en fæstir vita hvaða sóknarfæri og möguleika það gefur." Þetta fullyrti frammámaður í tölvuheiminum við skrifara þessarar greinar fyrir nokkru. Hann bætti við að mörgum íslenskum stjórnendum hætti við að ofmeta gildi alnetsins í viðskiptum en það væri þó sennilega rétt hjá þeim að fylgjast náið með þróuninni á þessu sviði. Meira
9. október 1997 | Viðskiptablað | 804 orð

Merkilegur vísir

HAUSTIÐ er mikill nám- og ráðstefnutími fyrir þá sem stússast í tölvum eða vilja einfaldlega fylgjast með því sem efst er á baugi í tölvuheiminum og veitir ekki af. Ráðstefnur eru vel til þess fallnar að afla sér upplýsinga og yfirsýnar, þótt þær henti sumar betur til að rækta persónuleg tengsl við umboðsmenn og þjónustuaðila og aðrar séu litaðar af auglýsingamennsku. Meira
9. október 1997 | Viðskiptablað | 122 orð

Rafmagn og stál til starfa

RAFMAGN og stál ehf. heitir nýtt fyrirtæki í Reykjavík. Að sögn Sölva Jóhannssonar framkvæmdastjóra standa fimm menn að Rafmagni og stáli ehf. Þeir eru ýmist rafvirkjar eða vélvirkjar að mennt, hafa allir vélstjóraréttindi og hafa starfað sem slíkir til sjós og lands. Starfsmenn hafa víðtæka reynslu af störfum við matvælaiðnað, sjávarútveg og stóriðju svo nokkuð sé nefnt. Meira
9. október 1997 | Viðskiptablað | 65 orð

Ráðin verkefnastjóri hjá Gallup

HELENA Jónsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá Gallup. Helena mun starfa að sölu- og kynningarmálum ásamt því að hafa umsjón með verkefnum á sviði þjónustumælinga og öðrum sérvekefnum. Helena lauk BA-prófi í sálfræði árið 1995 og starfaði að því loknu sem sölu- og markaðsfulltrúi hjá Þjóðráði ehf. Meira
9. október 1997 | Viðskiptablað | 1004 orð

Samanlagður hagnaður 802 milljónir

SAMANLAGÐUR hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja sem skráð eru á Verðbréfaþingi Íslands nam 802 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Þetta er um 40% lakari afkoma en varð af rekstri þessara félaga á sama tíma í fyrra. Samanlagður hagnaður af reglulegri starfsemi þessara fyrirtækja varð hins vegar aðeins 221 milljón króna. Meira
9. október 1997 | Viðskiptablað | 905 orð

SAS leggur allt undir í stríðinu um heimamarkaðinn

Í HÁLFA öld var SAS, Scandinavian Airlines System, skandinavískt flugfélag og ekkert annað. Það var næstum einrátt í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og þurfti ekki að hafa neinar áhyggjar af þeirri óverulegu samkeppni, sem skaut upp kollinum öðru hverju. Þeir tímar eru liðnir. Meira
9. október 1997 | Viðskiptablað | 161 orð

Seagram endurkaupir hlutabréf

KANADÍSKA drykkjarvöru- og afþreyingarfyrirtækið Seagram Co. Ltd. hefur sagt að það gæti keypt aftur allt að 10% hlutabréfa, sem almenningur hefur átt, á næstu 12 mánuðum. Seagram sagði að fyrirtækið gæti endurkeypt allt að 22,9 milljónir 228,5 milljóna hlutabréfa, sem seld voru almenningi. Meira
9. október 1997 | Viðskiptablað | 9 orð

SJÁVARÚTVEGURAfkoman mjög mismunandi /3

SJÁVARÚTVEGURAfkoman mjög mismunandi /3RANNSÓKNIRKraftmikið Evrópusamstarf /6FLUGSAS leggur allt u Meira
9. október 1997 | Viðskiptablað | 434 orð

TeleDanmark auglýsir verðlækkun til Íslands

SAMKEPPNI dönsku símafélagana um utanlandssamtöl harðnar enn. Nýlega lækkaði TeleDanmark taxtann fyrir símtöl til þriggja landa, þar á meðal Íslands og auglýsti lækkunina með hálfsíðuauglýsingum í dönskum blöðum. Meira
9. október 1997 | Viðskiptablað | 752 orð

Tvær nýjar fragtvélar væntanlegar

ALLT útlit er fyrir stóraukna samkeppni og lækkandi flutningsgjöld í fragtflugi á næstunni í kjölfar aukins framboðs á flutningsrými. Flugleiðir hafa tekið á leigu Boeing 737 vél sem nýtist bæði til fragtflugs og farþegaflugs. Íslandsflug hefur sömuleiðis tekið á leigu Boeing 737 vél til fragtflugs. Báðar vélarnar eru væntanlegar til landsins í þessum mánuði. Meira
9. október 1997 | Viðskiptablað | 351 orð

Útgjaldaaukning ríkis 25 milljónir

STEFÁN Kærnested, framkvæmdastjóri Skýrr hf., segir það ekki alveg rétt sem fram kom í ræðu Steingríms J. Sigfússonar við fyrstu umræðu fjárlaga, að kostnaður ríkisins vegna aðkeyptrar þjónustu frá Skýrr hafi hækkað um 60 milljónir króna í kjölfar einkavæðingar. Meira
9. október 1997 | Viðskiptablað | 368 orð

Vaki stofnar dótturfyrirtæki í Noregi

VAKI hf., sem framleiðir tækjabúnað fyrir fiskeldi, stofnaði nýlega dótturfyrirtæki í Bergen í Noregi. Hermann Kristjánsson, framkvæmdastjóri Vaka, segir ljóst að tækifærin í Noregi séu hvergi nærri nýtt og miklir framtíðarmöguleikar á þessu markaðssvæði. Meira
9. október 1997 | Viðskiptablað | 72 orð

"Verðstríð í innanlandsflugi"

FIMMTUDAGINN 9. október mun ÍMARK, félag íslensks markaðsfólks, standa fyrir hádegisverðarfundi um fargjaldastríð milli Flugfélags Íslands og Íslandsflugs. Á fundinum munu þeir Páll Halldórsson framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, Ómar Benediktsson framkvæmdastjóri Íslandsflugs og Friðrik Eysteinsson, forstöðumaður markaðsrannsókna og vöruþróunar Vífilfells hf. Meira
9. október 1997 | Viðskiptablað | 101 orð

Yfir 200 manns á Microsoft-þingi

LIÐLEGA 200 manns hafa skráð sig til þátttöku á Microsoft þingi, námstefnu um tækni og lausnir, sem haldið verður í dag á Hótel Loftleiðum. Má ætla að þingið verði ein stærsta ráðstefnan um upplýsingatækni á árinu, ef ekki sú stærsta. Á þinginu munu starfsmenn EJS halda fyrirlestra, en auk þeirra mun yfirmaður markaðsmála Microsoft í Norður-Evrópu halda inngangserindi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.