Greinar sunnudaginn 30. nóvember 1997

Forsíða

30. nóvember 1997 | Forsíða | 175 orð

Tékkneska stjórnin riðar til falls

Josef Lux aðstoðarforsætisráðherra sagði eftir flokksfund kristilegra demókrata á föstudagskvöld að stjórnin nyti ekki lengur trausts fólksins í landinu og að þar sem hann geti ekki sætt sig við stöðu mála hafi hann ákveðið að yfirgefa stjórnina. Meira
30. nóvember 1997 | Forsíða | 332 orð

Vilja sekta brotleg ríki

ALÞJÓÐLEG loftslagsráðstefna þar sem fjallað verður um það hvernig draga megi úr gróðurhúsaáhrifum hefst í Kyoto í Japan á mánudag. Fulltrúar 160 þjóða munu taka þátt í ráðstefnunni og reyna að komast að bindandi samkomulagi um það hvernig draga megi úr losun koltvísýrings og annarra efna, sem stuðla að loftslagsbreytingum, út í andrúmsloftið. Meira
30. nóvember 1997 | Forsíða | 326 orð

(fyrirsögn vantar)

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, útilokaði í gær stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Netanyahu, sem kveðst vilja áframhaldandi friðarumleitanir við Palestínumenn, sagði í viðtali við Bild am Sonntag að Ísraelsmenn muni aldrei leyfa stofnun sjálfstæðrar Palestínu, þar sem þeir geti ekki tekið þá áhættu að gerð verði árás á þá þaðan. Meira

Fréttir

30. nóvember 1997 | Óflokkað efni | 158 orð

15.50Enski boltinn

17.50Ameríski fótboltinn New York Jets ­ Minnesota Vikings. [6107498] 18.50Í golfi (Golfer's Travels With Peter Alliss)[4778818] 19.25Ítalski boltinn Beint: AC Milan og Juventus. [5522837] 21.20Ítölsku mörkin [682943] 21. Meira
30. nóvember 1997 | Óflokkað efni | 155 orð

17.00Spítalalíf (MASH

17.00Spítalalíf (MASH) (e) [6888] 17.30Á völlinn (Kick) Þáttaröð um liðin og leikmennina í ensku úrvalsdeildinni. [9975] 18.00Íslenski listinn [58536] 19.00Hunter (19:19) (e) [58739] 19. Meira
30. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 272 orð

24 milljarða tekjur af bílum og notkun

TEKJUR ríkissjóðs af bílanotkun og bílainnflutningi verða yfir 24 milljarðar króna á þessu ári. Tekjurnar hafa hækkað um fjóra milljarða kr. á föstu verðlagi frá 1995 til 1997. Bogi Pálsson, formaður Bílgreinasambands Íslands, segir að beint samhengi sé milli aukinna tekna ríkissjóðs og fækkunar vörugjaldsflokka niður í þrjá, en þeir voru flestir sjö árið 1993. Meira
30. nóvember 1997 | Óflokkað efni | 183 orð

9.00Morgunsjónvarp

9.00Morgunsjónvarp barnanna. Sunnudagaskólinn (69) Eyjan hans Nóa (4:13) Múmínálfarnir (16:52) Einu sinni var... (16:26) Bílaleikur (7:10) [3134498] 10.50Skjáleikur [1653295] 12.00Markaregn [63160] 13. Meira
30. nóvember 1997 | Óflokkað efni | 225 orð

Að gera sig gildandi Í Mbl. 19. nóv. mátti lesa eftirfarandi fyrirsögn: Hefur

Í Mbl. 19. nóv. mátti lesa eftirfarandi fyrirsögn: Hefur auðnast að gera okkur gildandi. Þetta var haft eftir blaðamanni á aldarafmæli Blaðamannafélags Íslands. Svo er þetta orðalag endurtekið nokkrum sinnum í frásögninni. Ég játa, að mér þykir lo. gildandi ekki nógu góð íslenzka, þótt því verði ekki neitað, að þetta heyrist anzi oft í mæltu máli og sést stundum á prenti. Meira
30. nóvember 1997 | Óflokkað efni | 112 orð

Aðventukvöld í Súðavík

AÐVENTUKVÖLD verður í Súðavíkurkirkju í kvöld kl. 20. Aðalgestur hátíðarinnar er Guðrún Jónsdóttir söngkona og mun hún syngja nokkur lög við orgelundirleik en einnig mun hún flytja verk Césars Francks, Allsherjar Drottinn, ásamt Söngkór Súðavíkur. Kórinn syngur einnig nokkur þekkt jólalög. Meira
30. nóvember 1997 | Óflokkað efni | 271 orð

Afmælisbarn dagsins: Þú ert san

Afmælisbarn dagsins: Þú ert sanngjarn og hefur skarpa hugsun. Þú ert gjarnan beðinn um að hafa forystu í málum. Þú ættir að helga daginn fjölskyldunni og heimilinu. Notaðu kvöldið til að huga að verkefnum vikunnar. Meira
30. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 173 orð

Á silungsveiðum í byrjun jólaföstu

ÞAÐ vekur óneitanlega athygli þegar sólin nær aðeins fjórar gráður upp yfir sjóndeildarhringinn, vika liðin af ýli og aðventan að ganga í garð, að sjá mann vitja um silunganet í Svínavatni. Í venjulegu ári er kominn nokkur ís á vatnið en fimm fyrstu vikur vetrar hafa reynst landsmönnum vel í veðurfarslegu tilliti. Meira
30. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 59 orð

Bókmenntakvöld SÍUNG í Gunnarshúsi

BÓKMENNTAKVÖLD verður á vegum SÍUNG (Samtaka íslenskra barna- og unglingabókahöfunda) verður mánudaginn 1. desember kl. 20.30 í húsi Rithöfundasambandsins, Dyngjuvegi 8, Reykjavík. Árni Árnason flytur fyrirlestur sem hann kallar: Lestrarnám, afplánun eða ævintýri. Meira
30. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 337 orð

Brautin opin meðan hliðstæð braut í Keflavík er lokuð

BRAUT 07-25 á Reykjavíkurflugvelli, sú sem liggur í stefnu norðaustur-suðvestur, verður ekki lokað nema hliðstæð flugbraut á Keflavíkurflugvelli fáist opnuð á ný. Hefur málið verið rætt við utanríkisráðherra. Þetta kom fram í máli Guðrúnar Ágústsdóttur, forseta borgarstjórnar, á fundi um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Meira
30. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 112 orð

Búið að landa 100 þúsund tonnum

NÓTAVEIÐISKIPIÐ Bergur VE- 44 kom í gær með 800 tonn að loðnu til Fáskrúðsfjarðar og hefur Loðnuvinnslan hf. á Fáskrúðsfirði þar með tekið á móti 100 þúsund tonnum af síld og loðnu á þessu ári. Bergur var fyrstur til að landa loðnu hjá Loðnuvinnslunni þegar fyrirtækið tók til starfa í febrúar í fyrra. Frá upphafi hefur Loðnuvinnslan tekið á móti 176 þúsund tonnum. Meira
30. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 621 orð

DagbókHáskólaÍslandsDAGBÓK Háskóla Íslands 1

DAGBÓK Háskóla Íslands 1. til 8. desember. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http://www.hi.is Mánudagurinn 1. desember: "Hefur íslensk þjóð ekki efni á að eiga góðan háskóla?" 1. des. hátíðarhöld stúdenta. Hátíðardagskrá fer fram í hátíðasal Aðalbyggingar Háskólans kl. 14. Meira
30. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 567 orð

"Ekkert vandaverk að ná sáttum um þetta mál"

DAVÍÐ Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, sagði í ræðu sinni á flokksráðs- og formannafundi Sjálfstæðisflokksins sem hófst á Hótel Sögu í gærmorgun, að sér sýndist að eftir því sem meiri umræður yrðu um veiðileyfagjald og auðlindaskatt því meira vit kæmist í málið. Sagðist hann ekki telja það neitt vandaverk að ná sáttum um þetta mál fyrst það sé komið niður á skaplegt Meira
30. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 290 orð

Erlendir sérfræðingar munu veita ráðgjöf

FORYSTUMENN nokkurra erlendra stórfyrirtækja á sviði fjarskiptamála eru væntanlegir hingað til lands til að veita nefnd sem samgönguráðherra hefur skipað til að vera honum til ráðuneytis um stefnumótun í fjarskiptamálum. Meira
30. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 111 orð

Ferð Heimsklúbbsins að ljúka í Brasilíu

FERÐALAG sjötíu manna hóps á vegum Heimsklúbbs Ingólfs er nú senn á enda en hópurinn er nú staddur í Brasilíu sem er síðasti áfangastaðurinn. Hópurinn er væntanlegur til Íslands á þriðjudag. Síðustu daga hefur leið hópsins legið um Argentínu, Chile og þar áður Tahiti. Meira
30. nóvember 1997 | Óflokkað efni | 258 orð

Fjölmiðlar sem vera ættu í fararbroddi klifa helst á klisjum

Í RÆÐU sinni á flokksráðs- og formannafundi Sjálfstæðisflokksins sagði Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að flokkurinn hefði beitt valdinu sem honum hefur verið falið til að fara með til þess að setja valdinu takmörk. Meira
30. nóvember 1997 | Óflokkað efni | 694 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

7.03Fréttaauki. Þáttur í umsjá fréttastofu Útvarps. (e). 8.07Morgunandakt: Séra Ingiberg J. Hannesson prófastur að Hvoli í Saurbæ flytur. 8.15Tónlist á sunnudagsmorgni. -Orgelkonsert ópus 4 í F-dúr eftir Georg Friedrich Händel. Meira
30. nóvember 1997 | Óflokkað efni | 712 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.05Morguntónar. 6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Gísli Jónasson flytur. 7.00 Morgunþáttur Rásar 1 8.008.20 Morgunþáttur heldur áfram. 8.45 Ljóð dagsins (e) 9. Meira
30. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 62 orð

Fræðslumynd um leitarhunda

FRÆÐSLU- og heimildarmynd um leitarhunda er komin á myndband ásamt bækling um efni hennar. Bæklingurinn, sem er með útskýringarmyndum, fjallar m.a. um sögu hundsins, þroska, þjálfun og veiðihvöt sem nýtt er við leita hér á landi. Einnig eru upplýsingar um tilurð og hegðun lyktar, vinds og veðurfars og efni um hinn almenna hundaeiganda sem og björgunarsveitir. Meira
30. nóvember 1997 | Óflokkað efni | 374 orð

Hrútur í fyrra lífi?

"ÞAÐ er svolítill vandi að fá nógu góð horn," segir Stefán G. Sveinsson en eitt helsta tómstundagaman hans er að tálga kindur úr kindahornum. Hann á nægar birgðir til að nota í vetur. Stefán hefur komið sér upp aðstöðu í bílskúrnum sínum til að sinna hugðarefni sínu. Meira
30. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 540 orð

Íslendingar geta krafist læknisþjónustu í öðrum ríkjum innan EES

ÍSLENDINGAR eiga rétt á því að nýta sér heilbrigðisþjónustu í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og fá kostnaðinn endurgreiddan hér á landi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, sem kveðið er á um í reglugerð Evrópusambandsins (ESB). Meira
30. nóvember 1997 | Óflokkað efni | 303 orð

James Bond er kominn af léttasta skeiði. Sú var tíð

James Bond er kominn af léttasta skeiði. Sú var tíðin að hann var besti spilarinn í þjónustu hennar hátignar, en áratuga Martini-þamb er farið að segja til sín. Hins vegar lítur M svo á að 007 sé ennþá hæfastur manna til að bjarga heiminum. Og svo vill til, að heimsbyggðin er í hættu, enn eina ferðina. Meira
30. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 155 orð

Jólastjarna á hvert heimili

UM 50 þúsund jólastjörnur munu gleðja augu landsmanna nú í skammdeginu sem undanfarin ár, og lætur nærri að framleiðslan jafngildi því að ein jólastjarna fari inn á hvert heimili í landinu. Meðal stærstu framleiðenda jólastjarna er Sigurður Þráinsson garðyrkjumaður í Hveragerði, en í gróðrarstöð hans eru ræktaðar um 8 þúsund jólastjörnur. Meira
30. nóvember 1997 | Óflokkað efni | 120 orð

Kross 2LÁRÉTT: 1 íþróttakeppni, 8 m

Kross 2LÁRÉTT: 1 íþróttakeppni, 8 málgefin, 9 glufan, 10 eyktamark, 11 lesa, 13 vætan, 15 tónlist, 18 hæðir, 21 kassi, 22 digra, 23 kvenselurinn, 24 klæðskeri. LÓÐRÉTT: 2 tómra, 3 eldhúsáhald, 4 skynfæra, 5 þáttur, 6 lof, 7 yndi, 12 leyfi, 14 tímgunarfruma, 15 þvaðra, 16 öflug, 17 kvarta undan, 18 kona, 19 setjir, 20 skökk. Meira
30. nóvember 1997 | Óflokkað efni | 33 orð

Kæri/kæra....................... Föstudaginn 21. nóvember kl. 16-

Föstudaginn 21. nóvember kl. 16-20 held ég upp á afmælið mitt með draugadiskó. Komdu ef þú þorir!!! gaman væri ef þú yrðir klædd/klæddur sem draugur, drakúla norn eða púki?.Verið velkominn Jara sími 5677906. Meira
30. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 253 orð

Lax reyktur í fiskeldissveitinni

STARFSEMI reykhúss er hafin í fiskeldissveitinni Kelduhverfi í Norður-Þingeyjarsýslu. Fjölskyldan á Hraunbrún hefur endurbyggt gömul útihús á Grásíðu og hafið þar reykingu samkvæmt gömlum íslenskum hefðum undir nafni Grásíðu ehf. Fiskeldi hefur verið stundað í mörg ár í Kelduhverfi og Öxarfirði en þar hefur þó lítið verið unnið úr fiski. Meira
30. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 37 orð

LEIÐRÉTT Messutilkynning féll niður

Eftirfarandi messutilkynning féll niður í blaðinu í gær. Þingvallakirkja. Guðsþjónusta á 1. sunnudegi í aðventu kl. 14. Kammerkór Tónlistarskóla Hafnarfjarðar undir stjórn Helga Bragasonar syngur við messuna. Organleikari er Ingunn Hildur Hauksdóttir. Sóknarprestur. Meira
30. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 115 orð

Listamannaball í Þjóðleikhúskjallaranum

FJÖLNIR, tímarit handa Íslendingum, mun standa fyrir listamannaballi í Þjóðleikhúskjallaranum á fullveldisdaginn 1. desember í samvinnu við Listaklúbb Leikhúskjallarans. Samkoman hefst klukkan níu um kvöldið og stendur fram yfir miðnætti. Meira
30. nóvember 1997 | Óflokkað efni | 746 orð

MÁNUDAGUR 1. desember SBBC PRIME 5.00 The

MÁNUDAGUR 1. desember SBBC PRIME 5.00 The Business Hour 6.00 The World Today 6.30 Noddy 6.40 Blue Peter 7.05 Grange Hill 7.45 Ready, Steady, Cook 8.15 Kilroy 9.00 Style Challenge 9.30 Wildlife 10. Meira
30. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 95 orð

Með gleðiraust og helgum hljóm

MEÐ gleðiraust og helgum hljóm er yfirskrift tónleika Karlakórs Reykjavíkur í byrjun aðventu. Að þessu sinni heldur kórinn tónleikana í Fella- og Hólakirkju í dag kl. 17 og sunnudaginn 7. desember í Hallgrímskirkju kl. 17. Einsöngvari með kórnum verður Björk Jónsdóttir, sópransöngkona. Organisti er Hörður Áskelsson. Stjórnadi kórsins er Friðrik S. Kristinsson. Meira
30. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 187 orð

Nám í stjórnun og rekstri heilbrigðisstofnana

Í BYRJUN næsta árs hefst, á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands og Norræna heilbrigðisháskólans í Gautaborg, þriggja missera nám í stjórnun og rekstri heilbrigðisstofnana. Námið er ætlað fólki með háskólapróf og er skipulagt þannig að það megi stunda samhliða starfi. Meðal þess sem fjallað er um er: Starfsumhverfi íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Stjórnun, áætlanir, skipulag. Meira
30. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 109 orð

Opið hús í Mörkinni 6

Í TILEFNI af 70 ára afmæli Ferðafélags Íslands verður opið hús í Mörkinni 6 sunnudaginn 30. nóvember kl.15-17. Forseti félagsins, Haukur Jóhannesson, mun ávarpa gesti, leikin verður létt tónlist og boðið upp á afmæliskaffi. Allir vinir og velunnarar félagsins eru velkomnir. Meira
30. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 364 orð

Ónæmi gegn sýklalyfjum

FUNDUR um sýklalyfjaónæmi var haldinn á Sundvollen við Ósló fyrir skömmu. Þáttakendur voru um 140, frá 12 löndum, þó meiri hluti þeirra væri frá Norðurlöndunum. Fundurinn var haldinn á vegum samtakanna NKVet, sem eru samstarfsvettvangur norrænu dýrlæknafélaganna á sviði dýralæknisvísinda. Meira
30. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 171 orð

Rætt um þriggja þjóða bandalag

HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, mun ræða hugmyndir Borís Jeltsíns Rússlandsforseta um bandalag Þýskalands, Rússlands og Frakklands, á fundi Kohls og Jeltsíns í Rússlandi í dag, sunnudag. Jeltsín vonast til þess að slíkt bandalag verði mótvægi við Atlantshafsbandalagið, NATO, en þýskir stjórnmálasérfræðingar spá því að Kohl sé ekki reiðubúinn að ganga svo langt án samþykkis Bandaríkjanna. Meira
30. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 84 orð

Salmonella meðal Kúbufara

SALMONELLUSÝKING hefur greinst hjá nokkrum Ísfirðingum sem nýlega fóru saman í hópferð til Kúbu. Að sögn Haralds Briem, sérfræðings í smitsjúkdómum, voru einhverjir með niðurgangsvandamál eftir heimkomuna og greindist salmonella hjá einstaklingum í hópnum. "Þetta er að ég held ekki stórkostlegt vandamál," sagði hann. "Þetta getur alltaf komið upp á ferðalögum. Meira
30. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 98 orð

Skautahöllin undir þak

NÚ STYTTIST í að almenningur geti farið að skauta undir þaki og þurfi því ekki að vera háður veðri og vindum. Í vikunni unnu starfsmenn Ístaks að því að koma burðarvirki þaks skautahallarinnar í Laugardal á sinn stað. Var helmingur þaksins hífður í einu, alls 20 tonn, og voru notaðir fjórir stórir kranar við verkið. Meira
30. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 350 orð

Slysum fækki um 20% fram til ársloka 2000

BORGARRÁÐ hefur samþykkt umferðaröryggisáætlun fyrir Reykjavíkurborg. Áætlunin er til viðmiðunar og er háð fjárveitingu á fjárhagsáætlun borgarinnar hverju sinni. Í greinargerð segir að takmarkið sé að tryggja aðgengi, þægindi og öryggi í umferðinni og taka tillit til umhverfisins. Meira
30. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 735 orð

Stakeindir hafa varpað ljósi á öldrun og sjúkdóma

Það eru ýmsar leiðir sem ráðlagðar eru til að halda sér ungum og heilbrigðum sem lengst. Stakeindir og andoxunarefni eru orð sem koma mjög oft fyrir í bókinni Hættum að eldast og umfjöllunin um þessi efni vakti einmitt forvitni þýðandans Ara Halldórssonar. Meira
30. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 122 orð

Stríðsfangar leituðu jarðsprengna

ÞÝSKIR stríðsfangar í Noregi voru látnir leita að jarðsprengjum og ganga að því búnu yfir hreinsuðu svæðin til að kanna hvort einhverjar sprengjur væru eftir. Hundruð fanga létu lífið eða særðust við sprengjuleitina, að því er segir í Morgenbladet. Meira
30. nóvember 1997 | Óflokkað efni | 149 orð

STÖÐUMYND E SVARTUR á leik og heldur jafntefli

STÖÐUMYND E SVARTUR á leik og heldur jafntefli Staðan kom upp á Investbanka stórmótinu í Belgrad, sem lauk nýlega. Indverjinn Vyswanathan Anand(2.765) var með hvítt, en Alexander Beljavskí(2.710), Úkraínu, var með svart og átti leik. Meira
30. nóvember 1997 | Óflokkað efni | 711 orð

Sunnudagur 30. nóvember SBBC PRIME 5.00

Sunnudagur 30. nóvember SBBC PRIME 5.00 Work and Energy 5.30 Yes, We Never Say No 6.00 News; Weather 6.30 Wham! Bam! Strawberry Jam! 6.45 Bitsa 7.00 Mortimer and Arabel 7.15 Gruey Twoey 7.40 Running Scared 8. Meira
30. nóvember 1997 | Óflokkað efni | 71 orð

Teknir með eiturlyf

EITURLYF fundust í fórum tveggja manna í Kópavogi í fyrrakvöld þegar lögreglan stöðvaði bíl þeirra við venjubundið eftirlit. Voru þeir færðir til yfirheyrslu en sleppt að henni lokinni. Mennirnir voru einnig án ökuréttinda, höfðu verið sviptir þeim fyrir nokkru og viðurkenndu báðir að hafa ekið bílnum. Meira
30. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 125 orð

Tveir árekstrar á einbreiðri brú

ÞRÍR karlmenn voru fluttir á sjúkrahús eftir tvo árekstra á sömu einbreiðu brúnni við Fögrubrekku í Hrútafirði sem er rétt norðan við Brú. Varð annar áreksturinn laust fyrir kl. 21 á föstudagskvöld en sá síðari um kl. 10 í gærmorgun. Lítilsháttar frost var og launhált að sögn lögreglu á Hólmavík sem kom á staðinn. Meira
30. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 173 orð

Töpuðu pramma austan Vestmannaeyja

NORSKUR dráttarbátur missti frá sér pramma nokkru austan við Vestmannaeyjar upp úr klukkan 8 í gærmorgun. Vestmannaeyjaradíó sendi viðvörun til skipa og báta en um hádegi í gær hafði pramminn ekki fundist og talið hugsanlegt að hann hefði sokkið. Meira
30. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 578 orð

Umboðsmaður almennings gegn skattkerfinu kemur til álita

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra telur að það hljóti að koma til álita að koma á fót einhverskonar umboðsmanni almennings gagnvart skattkerfinu eins og gert sé víða um heim. Þetta kom fram í máli hans á flokksráðs- og formannafundi Sjálfstæðisflokksins á Hótel Sögu í gær. Meira
30. nóvember 1997 | Óflokkað efni | 125 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
30. nóvember 1997 | Óflokkað efni | 129 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
30. nóvember 1997 | Óflokkað efni | 109 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
30. nóvember 1997 | Óflokkað efni | 82 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
30. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 138 orð

"Við byggjum skóla" í Garðabæ

ÞRIÐJU tónleikar kennara Tónlistarskóla Garðabæjar í röðinni "Við byggjum skóla" á þessu skólaári verða sunnudaginn 30. nóvember kl. 16 í Kirkjuhvoli í Garðabæ. Þeim er ætlað að vekja athygli á starfi skólans og með þeim vilja kennarar skólans jafnframt safna fé til kaupa á búnaði í nýtt húsnæði sem byggt verður sérstaklega fyrir skólann við Kirkjulund og ráðgert er að taka í notkun árið 1999. Meira
30. nóvember 1997 | Óflokkað efni | 144 orð

ö9.00Línurnar í lag [22333]

9.15Sjónvarpsmarkaðurinn [40198333] 13.00Gettu betur (Quiz Show) Ungur þingmaður uppgötvar að brögðum er beitt í verðlaunaleikjum í sjónvarpi og úrslit fyrirfram ákveðin. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum. Aðalhlutverk: John Turturro, Rob Morrow og Ralph Fiennes. 1994. Meira
30. nóvember 1997 | Óflokkað efni | 145 orð

ö9.00Sesam opnist þú [20653]

9.25Eðlukrílin [6075856] 9.40Disneyrímur [8028905] 10.30Aftur til framtíðar [8656566] 10.55Úrvalsdeildin [6562635] 11.20Ævintýrabækur Enid Blyton [2867027] 11.45Madison (9:39) (e) [3230450] 12. Meira
30. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 185 orð

(fyrirsögn vantar)

KÖNNUN sem unnin var fyrir Byggðastofnun sýnir að fólk sem flutti til höfuðborgarsvæðisins frá landsbyggðinni árin 1992-1996 telur að búsetuskilyrði sín hafi batnað. Þau atriði sem mestu máli skiptu varðandi flutninga voru húsnæðismál, menning og afþreying, samgöngumál og verslun og þjónusta. Meira
30. nóvember 1997 | Óflokkað efni | 20 orð

(fyrirsögn vantar)

VINSTRI sameiningin gengur að venju, flokksbrotin skríða heim og að heiman eftir því hvar þau telja líklegra að ná endurkjöri... Meira
30. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 382 orð

(fyrirsögn vantar)

EFNAHAGSKREPPAN í Asíu teygir nú anga sína til fjármálarisa álfunnar, Japans og Suður-Kóreu. Mikil ólga hefur verið í japönsku fjármálalífi frá því Yamaichi, fjórða stærsta verðbréfafyrirtæki landsins, var lýst gjaldþrota í byrjun vikunnar. Í kjölfarið var gert opinbert að Tokuyo-svæðisbankinn væri orðinn gjaldþrota auk þess sem nokkur fjármálafyrirtæki til viðbótar eru talin róa lífróður. Meira
30. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 194 orð

(fyrirsögn vantar)

Nýr biskup HERRA Ólafur Skúlason biskup Íslands, vígði eftirmann sinn, séra Karl Sigurbjörnsson, í Hallgrímskirkju sl. sunnudag að viðstöddu fjölmenni. Nýr biskup tekur við um næstu áramót og verður fyrsta embættisverk hans að messa í Dómkirkjunni á nýársdag. Meira

Ritstjórnargreinar

30. nóvember 1997 | Leiðarar | 1834 orð

rbrefSÚ VAR TÍÐIN AÐsósíalistar töluðu mikið um réttlæti. Það var

SÚ VAR TÍÐIN AÐsósíalistar töluðu mikið um réttlæti. Það var engu líkara en þeir teldu sig hafa einhvers konar einkarétt á réttlætinu. Þeir böðuðu sig í þessu réttlæti marxismans en sagan hefur nú sýnt að það hefur haft í för með sér svo alvarlegar þjóðfélagshörmungar víða um heim, að vafamál er, hvort land eins og Rússland á eftir að ná sér eftir þau ósköp. Meira
30. nóvember 1997 | Leiðarar | 513 orð

STRÁKAR OG STELPUR Í SKÓLA NDANFARIÐ hafa umræður

STRÁKAR OG STELPUR Í SKÓLA NDANFARIÐ hafa umræður um stöðu drengja í skólakerfinu komið í auknum mæli upp á yfirborðið hér á landi. Jafnréttisstarf í skólum hefur á síðustu áratugum ekki sízt beinzt að því að bæta stöðu stúlkna, Meira

Menning

30. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 134 orð

Allt til sölu

FRAMLEIÐENDUR "Titanic" tóku vel á móti John Peterman, stjórnanda vörulista með sama nafni, þegar hann boðaði þá á fund og stakk upp á því að selja búninga og leikmuni úr kvikmyndinni í gegnum vörulistann. Aðstandendur "Titanic" slógu strax til enda leita þeir allra leiða til þess að hafa upp í framleiðslukostnað myndarinnar, litlar 200 milljónir dollara. Meira
30. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 277 orð

Barnshafandi tálkvendi

HEATHER Locklear hjálpaði ekki málstað atvinnuveitanda síns, Spelling Entertainment, þegar hún mætti fyrir rétti fyrr í vikunni og svaraði spurningum lögmanns leikkonunnar Hunter Tylo sem sækir mál gegn Spelling. Meira
30. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 162 orð

Íslandsmetið í línudansi slegið

UM 600 nemendur í grunnskólum Akureyrar og í grunnskólanum á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit komu saman á danssýningu í Íþróttahöllinni á laugardag. Yngstu nemendur skólanna hafa verið í danskennslu hjá Heiðari Ástvaldssyni danskennara og var greinilegt að þeir höfðu ýmislegt lært síðustu vikur. Foreldrar, systkini og fleiri fylltu áhorfendapalla Hallarinnar og skemmtu sér hið besta. Meira
30. nóvember 1997 | Menningarlíf | 595 orð

Kvennabúr morðingjans

James Patterson: "Kiss the Girls". Warnerbooks 1997 (fyrst útgefin 1995). 458 síður. Bandaríski metsöluhöfundurinn James Patterson skrifar vondar bækur og góðar bækur. Hann skrifar ekkert þar á milli. Ein af vondu bókunum er "Hide and Seek", furðulegur, alþjóðlegur samsetningur sem enginn botn fékkst í. Meira
30. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 98 orð

Ljóð og gjörningar í Eyjum FYRSTU helgina í nóvemb

FYRSTU helgina í nóvember var uppákoma hjá Unglistahópnum í Eyjum. Fyrst var opnuð sýning á Náttúrugripasafninu þar sem hluti hópsins sýndi málverk, skúlptúra og gjörninga. Síðar um daginn var haldið á veitingastaðinn Lan Ternu þar sem lesin voru ljóð. Lokapunkturinn var síðan í sundhöllinni. Hljómsveitin D-7 spilaði þá fyrir gesti sem fjölmenntu bæði í laugina og á bakkann. Meira
30. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 107 orð

Nafn á son Arnolds ARNOLD Schwarzenegger og eiginkona hans, Maria Shriver, hafa valið nafn á tveggja mánaða son sinn og heitir

ARNOLD Schwarzenegger og eiginkona hans, Maria Shriver, hafa valið nafn á tveggja mánaða son sinn og heitir hann Christopher Sargent Shriver Schwarzenegger. Drengurinn, sem er fjórða barn hjónanna, var skírður í höfuðið á móðurafa sínum. Börnin sem þau eiga fyrir eru á aldrinum fjögurra til sjö ára. Meira
30. nóvember 1997 | Tónlist | 482 orð

"Poulenc eins og hann gerist bestur"

Guðrún S. Birgisdóttir flauta & Peter Máté píanó. Franz Schubert: Introduktion und Variationen op 160, Camille Saint-Saëns: Romance op. 37, Gabriel Fauré: Fantaisie op. 79, Francis Poulenc: Sonata í þrem þáttum, Henri Dutilleux: Sonatine, Maurice Ravel: Piece en forme de habanera. Hljóðritun: Tæknideild Ríkisútvarpsins. Upptökur fóru fram 23.­27. júní 1997 í Fella- og Hólakirkju. Meira
30. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 421 orð

Spencer afturkallar beiðni um fréttabann

CHARLES Spencer jarl, bróðir Díönu prinsessu, hefur fallið frá beiðni um að dagblöðum í Höfðaborg verði bannað að birta frásagnir af viðkvæmum atriðum úr einkalífi hans vegna skilnaðarmáls hans og lafði Spencer, sem eiga nú í harðvítugri deilu fyrir rétti í Höfðaborg. Meira
30. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 541 orð

Tíska innan um grýtta veggi náttúrunnar Íslensk hönnun á vaxandi vinsældum að fagna og bera glæsilegar tískusýningar vott um

ÞAÐ eru fatahönnuðirnir Björg Ingadóttir og Vala Torfadóttir sem reka saman verslunina Spaksmannsspjarir í Þingholtsstrætinu og hanna í sameiningu fötin sem þar er boðið upp á. Verslun þeirra Bjargar og Völu er tæplega fimm ára gömul en það var fyrir rúmum tveimur árum að þær fóru að hanna sameiginlega fatalínu. Meira
30. nóvember 1997 | Menningarlíf | 892 orð

"Vegir liggja til allra átta"

TOON Michiels hefur lengst af starfað sem kennari í grafískri hönnun og ljósmyndun og hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar og verðlaun fyrir verk sín. Verk eftir hann eru m.a. í eigu helstu listasafna Hollands. Michiels helgar sig nú nær eingöngu eigin listsköpun og liggja nú þegar eftir hann 10 ljósmynda- og hönnunarbækur. Meira
30. nóvember 1997 | Menningarlíf | 789 orð

VÆNGJUÐ KONA MEÐ SKIP GUNNLAUGUR SCHEVING

ÞAð sem vekur óskipta athygli á sýningunni, Úr smiðju listamannsins, á Listasafni Íslands og gefur henni mannlegra yfirbragð, er hinn mikli fjöldi frumdraga og rissa er sýna þróun hugmyndar til endanlegrar gerðar. Meira
30. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 264 orð

Öskur (Scream) H

Öskur (Scream) Hryllingsmynd sem tekur formið fyrir og gerir grín að því. Vel gerð á ýmsa vegu en sagan frekar takmörkuð. Síðara borgarastríðið (The Second Civil War) Bráðskemmtileg svört gamanmynd sem lítur gagnrýnisaugum á margar af helgustu stofnunum Bandaríkjanna. Meira
30. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 314 orð

(fyrirsögn vantar)

Sjónvarpið15.00 Ekki hef ég séð fjölskyldumyndina Elgurinn (Salt Water Moose, 1995) en sagan af strák úr stórborg og stelpu úr sveit og samskiptum þeirra við titilpersónu í Nova Scotia fær prýðis meðmæli Martins og Porters sem gefa myndinni (af fimm mögulegum). Leikstjóri er Stuart Margolin. Meira

Umræðan

30. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 506 orð

Að standa í báða fætur á Austurlandi

FYRIR nokkru voru veitt verðlaun fyrir lífræna ræktun á Héraði. Bóndinn í Vallarnesi þakkaði fyrir sig og sagði af því tilefni að þjóðin yrði að fara að gera upp við sig hvort hún ætlaði "að stíga í álfótinn eða kálfótinn". Þetta þótti fyndið enda laglega orðað. Þarna hefur líklega óvart verið komist að kjarna málsins, þar eð þeir sem stíga fast í annan fótinn geta riðað til falls. Meira
30. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 755 orð

Hvað er þess virði?

FYRIR stuttu skrifaði ég grein í lesendadálk Morgunblaðsins sem titlaðist "Hvað er þess virði að lifa fyrir?" Í framhaldi af þeirri grein langar mig til að leggja nokkur spil á borðið til að hvetja til frekari umræðu um lífsgátuna, lífshamingjuna og tilgang okkar hér á jörð. Aftur ítreka ég mikilvægi þess að taka hlutunum með opnu en jafnframt gagnrýnu hugarfari. Meira

Minningargreinar

30. nóvember 1997 | Minningargreinar | 413 orð

Anna Sigríður Albertsdóttir

Anna var fædd í hjarta Reykjavíkur, í Kirkjustræti, sannkallað Reykjavíkurbarn, og þótti alla tíð vænt um miðbæinn. Uppvaxtarárin voru henni hugleikin, enda er svo oft um ár bernskunnar. Ekki eru nema fáir mánuðir síðan hún tók sér ferð á hendur, meira af vilja en mætti, til að líta bernskuslóðirnar augum í hinsta sinn, að skoða húsið þar sem hún fæddist, Meira
30. nóvember 1997 | Minningargreinar | 254 orð

Anna Sigríður Albertsdóttir

Elsku tengdamamma. Nú ertu farin frá okkur á annað tilverustig og eftir situr söknuður en jafnframt ljúfar minningar. Minningar um konu sem hélt sinni reisn og sínum kjarki, þrátt fyrir á margan hátt erfiða lífsgöngu. Þegar ég kynntist þér fyrst fyrir rúmum sjö árum, var heilsan farin að bila og fór sífellt versnandi eftir það. Þú áttir orðið mjög erfitt með gang og sjónin var orðin léleg. Meira
30. nóvember 1997 | Minningargreinar | 997 orð

Anna Sigríður Albertsdóttir

Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld, eg kem eftir, kannske í kvöld, með klofinn hjálm og rifinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. (Bólu-Hjálmar) Þessi vísa var Önnu mjög kær eins og reyndar öll ljóð Bólu Hjálmars, kunni hún þau mörg og rifjaði þau upp á góðum stundum. Meira
30. nóvember 1997 | Minningargreinar | 274 orð

ANNA SIGRÍÐUR ALBERTSDÓTTIR

ANNA SIGRÍÐUR ALBERTSDÓTTIR Anna Sigríður Albertsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 16. maí 1920. Hún lést á Landspítalanum 22. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jónína Jónsdóttir, f. 14.10. 1890, d. 9.2. 1970, og Albert Sigurðsson, f. 14.5. 1882, d. 25.2. 1951. Þau voru bæði ættuð af Snæfellsnesi. Anna átti fjögur systkini. Meira
30. nóvember 1997 | Minningargreinar | 390 orð

Elsa Jóhannesdóttir

Á sunnudagsmorgun vorum við vaktar og sagt frá því að amma væri dáin. Þá var okkur hugsað til allra góðu stundanna sem við áttum saman og þær voru ekki fáar. Oft fengum við að fara með þér og afa út á land. Við fórum einu sinni austur á Einarsstaði með ykkur afa og Hilmari og Ernu. Þar fórstu með okkur í sund og í berjamó, á eftir borðuðum við berin með sykri og rjóma. Meira
30. nóvember 1997 | Minningargreinar | 52 orð

Elsa Jóhannesdóttir

Amma mín, nú ertu farin frá okkur, ég vona að þér líði mun betur núna. Elsku Amma mín, ég mun alltaf geyma þig í hjarta mínu. Ég vil færa þér litlu bænina okkar. Ó Jesú bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Þinn, Kristinn Örn. Meira
30. nóvember 1997 | Minningargreinar | 246 orð

Elsa Jóhannesdóttir

Mig langar að minnast tengdamóður minnar í örfáum orðum.Það var snemma árs 1981 að ég hitti Elsu í fyrsta sinn. Við vorum þá nýbyrjuð að vera saman, ég og sonur hennar Örn. Það var á heimili Elsu og Hilmars í Rauðagerði. Hún kom færandi hendi hendi með ís inn í herbergi, hún var að skoða nýju tengdadótturina. Mín fyrstu viðbrögð voru hvað mér þótti hún ung, glæsileg kona, þá rúmlega 40 ára. Meira
30. nóvember 1997 | Minningargreinar | 336 orð

Elsa Jóhannesdóttir

Það er erfið stund, þegar svona snöggt og ótímabært fráfall verður, að setjast niður og rifja upp minningar um kæra æskuvinkonu, Elsu Jóhannesdóttur, eftir tæpra 58 ára vináttu, sem hefur haldist órofin frá 1939, að við hittumst fyrst, hún 2ja og ég 3ja og hálfs. Minningarnar sækja á, frá æskuárunum á Njálsgötunni bæði við leik og störf, en Elsa þurfti að hjálpa til í búðinni hjá pabba sínum. Meira
30. nóvember 1997 | Minningargreinar | 186 orð

Elsa Jóhannesdóttir

Elsku Elsa amma. Þú varst mjög góð við okkur, áttir alltaf eitthvað handa okkur og bakaðir svo góðar kökur. Þegar við vorum veik komst þú og vildir vera hjá okkur. Þú hugsaðir vel um okkur og vildir að ekkert kæmi fyrir okkur. Við söknum þín sárt og ætlum að senda þér þetta ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum. Meira
30. nóvember 1997 | Minningargreinar | 162 orð

Elsa Jóhannesdóttir

Elsku amma, ég mun aldrei gleyma þér. Þó þú sért ekki lengur hjá okkur standa eftir margar góðar minningar um yndislega manneskju. Þessar minningar munu ylja mér alla mína ævi. Ég mun ekki gleyma heimsóknum í Rauðagerði 70. Og ekki undraðist ég þó að ný bökuð kaka skyldi vera á borðinu því að þú varst frábær bakari. Og nú er búið að binda enda á veikindi og þjáningar og ég mun sárt sakna þín. Meira
30. nóvember 1997 | Minningargreinar | 89 orð

Elsa Jóhannesdóttir

Elsku amma, nú ert þú farin. Ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum. Alltaf var svo gott að koma til þín, þú sýndir mér alltaf þolinmæði þó ég léti stundum illa. Þú varst mér aldrei annað en góð og þegar eitthvað var að sást þú bara það góða og skammaðist aldrei heldur sýndir mér bara ást og kærleika. Þú varst allt sem ég gat óskað og miklu meira en það. Meira
30. nóvember 1997 | Minningargreinar | 118 orð

ELSA JÓHANNESDÓTTIR

ELSA JÓHANNESDÓTTIR Elsa Jóhannesdóttir var fædd í Reykjavík 11. ágúst 1937. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhannes Helgason, kaupmaður í Reykjavík, og Eirný Guðlaugsdóttir húsfreyja. Elsa var elst af fjórum systkinum og eru tvö þeirra nú á lífi. Hinn 28. Meira
30. nóvember 1997 | Minningargreinar | 106 orð

Elsa Jóhannesdóttir Sá sem lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna þeir eru himnarnir

Sá sem lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Elsku Elsa. Þessar ljóðlínur mun ég hafa að leiðarljósi. Meira
30. nóvember 1997 | Minningargreinar | 980 orð

Guðni Þorsteinsson

Ágreiningur um skaðsemi einstakra veiðarfæra er ekki nýr af nálinni hér á landi; nægir þar að nefna aldarlangar deilur manna við Faxaflóa um þorskanetin, sem Skúli Magnússon flutti til landsins um miðja 18. öld. Þegar tók að sverfa að fiskstofnum á Íslandsmiðum á sjötta og sjöunda áratug, hófust Íslendingar handa um stækkun fiskveiðilögsögunnar. Meira
30. nóvember 1997 | Minningargreinar | 388 orð

Guðni Þorsteinsson

Það var sólskin og bjart hið innra með okkur bekkjarbræðrum í 6. Y sem og öðrum nýstúdentum sem útskrifuðumst frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1957. Stúdentsprófið var töluverður áfangi og opnaði leiðir til áframhaldandi þroska og við áttum allt lífið framundan. Nú, að félaga okkar Guðna Þorsteinssyni, fiskifræðingi, gengnum, er ljóst að hratt flýgur stund. Meira
30. nóvember 1997 | Minningargreinar | 320 orð

GUÐNI ÞORSTEINSSON

GUÐNI ÞORSTEINSSON Guðni Þorsteinsson fiskifræðingur fæddist í Hafnarfirði 6. júlí 1936. Hann lést á heimili sínu í Mosfellsbæ 22. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Laufey Guðmundsdóttir, f. 5. maí 1910, d. 16. nóvember 1987, og Þorsteinn Eyjólfsson, fv. skipstjóri, f. 11. september 1906, og lifir hann son sinn. Meira
30. nóvember 1997 | Minningargreinar | 260 orð

Hermann Sigurðsson

Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Kæri vinur, þegar við fréttum andlát þitt, setti okkur hljóð. Þótt aldrei sé hægt að segja hver næstur er, kemur þetta manni alltaf jafn mikið á óvart. Meira
30. nóvember 1997 | Minningargreinar | 28 orð

HERMANN SIGURÐSSON

HERMANN SIGURÐSSON Hermann Sigurðsson fæddist í Reykjavík 27. maí 1923. Hann lést á Landspítalanum 13. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 21. október. Meira
30. nóvember 1997 | Minningargreinar | 418 orð

Ivar Eskeland

Þegar Norræna húsið í Reykjavík tók til starfa fyrir tæpum þrjátíu árum renndu menn blint í sjóinn hvort sú stofnun yrði nokkurn tíma barn í brók. Örugglega voru þeir fleiri sem höfðu vantrú en trú á fyrirtækinu, enda engin fyrirmynd til að slíku húsi eða starfsemi. Meira
30. nóvember 1997 | Minningargreinar | 525 orð

ÍVAR ESKELAND

Fyrsti forstjóri Norræna hússins í Reykjavík, Norðmaðurinn Ivar Eskeland, maðurinn sem nefnir Ísland "mit andre fedreland" er sjötugur í dag. Ég hygg að það sé fátítt að fólk komi frá öðrum löndum til Íslands til að halda upp á afmæli sín, og ekki bara einir síns liðs heldur með fríðu föruneyti. Meira
30. nóvember 1997 | Minningargreinar | 274 orð

Þorsteinn Stefánsson

Hann afi okkar er dáinn. Hver hefði trúað því að fyrir aðeins tveimur vikum hafi hann gengið um og sinnt öllum þeim störfum sem hann var vanur? Búskapurinn var hans líf og yndi og ósjálfrátt leitar hugurinn til baka þegar afi og amma bjuggu í gamla bænum og stunduðu sinn búskap af miklum krafti og elju. Það var alltaf gaman að koma í sveitina og reyna að taka þátt í sveitastörfunum með þeim. Meira
30. nóvember 1997 | Minningargreinar | 661 orð

Þorsteinn Stefánsson

Á morgun, mánudaginn 1. desember, verður til moldar borinn frá Akraneskirkju Þorsteinn Stefánsson bóndi á Ósi í Skilmannahreppi. Þorsteinn var fæddur á Skipanesi í Melasveit. Hann var meðalmaður á hæð, grannvaxinn, skjótur í hreyfingum, brosmildur, greiðvikinn og duglegur. Það var bjart yfir Þorsteini og það var gott að vera nálægt honum. Meira
30. nóvember 1997 | Minningargreinar | 166 orð

Þorsteinn Stefánsson

Með örfáum orðum langar mig til að kveðja tengdaföður minn Þorstein Stefánsson, bónda á Ósi í Skilmannahreppi. Það eru nú rúm 15 ár síðan við kynntumst er ég fluttist að Ósi. Kynni okkar hafa verið á einn veg, einstaklega góð og fögur. Þorsteinn var góður bóndi, mikill ræktunarmaður og fór ákaflega vel með allan bústofn. Meira
30. nóvember 1997 | Minningargreinar | 211 orð

ÞORSTEINN STEFÁNSSON

ÞORSTEINN STEFÁNSSON Þorsteinn Stefánsson var fæddur í Skipanesi í Leirársveit 9. október 1914. Hann lést á heimili sínu 25. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðríður Jóhannsdóttir og Stefán Jónasson frá Bjarteyjarsandi. Þorsteinn kvæntist 20. október 1948 Valdísi Sigurðardóttur, f. 11. júní 1925, d. 24. nóvember 1982. Meira

Daglegt líf

30. nóvember 1997 | Bílar | 155 orð

Alfa 156 Bíll ársins 1998

ALFA Romeo 156 var kjörinn bíll ársins í Evrópu 1998. 56 bílablaðamenn frá 21 Evrópulandi tóku þátt í kjörinu. 40 þeirra settu Alfa 156 í fyrsta sætið og fékk hann 454 atkvæði í það sæti. Í öðru sæti varð VW Golf með 266 atkvæði og Audi A6 í þriðja sæti með 265 atkvæði. Mercedes-Benz A hafnaði í fjórða sæti með 211 atkvæði og Citroën Xsara í fimmta með 204 atkvæði. Meira
30. nóvember 1997 | Bílar | 280 orð

Audi A6 fær Gullna stýrið

AUDI A6 hlaut Gullna stýrið sem dagblaðið Bild am Sonntag í Þýskalandi stendur að baki í flokki dýrari bíla. Allir nýir bílar sem settir hafa verið á markað síðan í október 1996 voru kjörgengir í kjörinu. Audi A6 fékk 1.519 stig af 1.872 stigum sem mest var hægt að fá. Benz áfram með Goodyear Meira
30. nóvember 1997 | Ferðalög | 1179 orð

Beðið eftirheimþránni

"ÞAÐ var hálfgert fikt að flytja, ég hafði verið að kenna heima við Laugagerðisskóla á Snæfellsnesi og unnið við að leiðbeina sænskum ferðamönnum á sumrin hjá Edduhestum. Ég ákvað að gera hlé á kennslunni og fara til Svíþjóðar í þrjá mánuði til að læra sænsku. Meira
30. nóvember 1997 | Bílar | 1179 orð

Bílgreinasambandið vill fækka flokkum

Tekjur ríkissjóðs af bílum 24 milljarðar króna á ári Bílgreinasambandið vill fækka flokkum Bílgreinasambandið segir að fækkun vörugjaldsflokka úr fjórum í þrjá í fyrra hafi skilað ríkissjóði og bílainnflytjendum auknum tekjum og gert almenningi kleift að eignast öruggari bíla. Meira
30. nóvember 1997 | Bílar | 728 orð

Frísklegur og frumlegur Lancia Y

ÍSTRAKTOR í Garðabæ, sem flytur inn bíla frá Fiat fyrirtækinu hóf fyrir nokkru að bjóða smábílinn Lancia Y sem er frísklegur í útliti hið innra sem ytra. Þessi gerð af Lancia er ekki venjulegur smábíll heldur með óvenjulegum línum og áhugaverður á margan hátt. Hann kostar tæpar 1.200 þúsund krónur og er með ríkulegum staðalbúnaði. Meira
30. nóvember 1997 | Bílar | 141 orð

Gjald á notkun nagladekkja

FRÁ og með vetrinum 1998-1999 verður innheimt sérstakt gjald af þeim sem aka bílum með nagladekkjum í Ósló. Borgirnar Ósló, Björgvin, Stafangur og Þrándheimur fóru fram á það við norsk stjórnvöld síðasta vetur að þau bönnuðu notkun nagladekkja. Engin viðbrögð hafa enn borist. Þess vegna hafa borgirnar ákveðið að innheimta gjald af þeim sem aka á nagladekkjum. Meira
30. nóvember 1997 | Ferðalög | 1468 orð

Ís og syndí gömlumhverfumIle St. Louis er minni eyjan í Signu, aðsetur efnaðra og elsta hverfi Parísar. Marais er gamalt líka,

SÉ gengið frá Notre Dame yfir St. Louis-brú á samnefnda eyju, gefur að líta elstu hús Parísar í einum hnapp. Þau voru byggð um miðja 17. öld, en fram til þess tíma háðu menn þarna einvígi og kýr bitu gras. Eyjan hefur frá upphafi verið aðsetur efnafólks, leigunni ekki snýtt úr nös, og sjálfstæðisyfirlýsing íbúa á 4. áratugnum skondið dæmi um sérstöðu þeirra og ef til vill yfirlæti. Meira
30. nóvember 1997 | Ferðalög | 191 orð

Matarmenn-ing er snarsnar þátturí ferða-þjónustu

HAFINN er undirbúningur sýningarinnar Matur '98 sem haldin verður í mars á næsta ári, en slíkar sýningar hafa farið fram annað hvert ár í íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi. Í þetta sinn verður m.a. fjallað um íslensk og innflutt matvæli og haldnar matvælakeppnir fagfélaganna. Þá verður bryddað upp á þeirra nýbreytni að fjalla um mat í tengslum við ferðir og ferðaþjónustu. Meira
30. nóvember 1997 | Bílar | 332 orð

Ný bíltegund

ÞAÐ sem flestir töldu í fyrstu aðeins enn eina hugmyndina að litlum borgarbíl, hugmyndabíl sem aldrei yrði framleiddur, er nú að verða að meiriháttar iðnaði í Frakklandi. Þar er átt við Smart örbílinn sem Mercedes-Benz og Swatch úraframleiðandinn svissneski setja á markað á næsta ári. Meira
30. nóvember 1997 | Ferðalög | 51 orð

Nýr bæklingur

FERÐAMÁLARÁÐ Íslands hefur gefið út nýjan kynningarbækling um Ísland sem prentaður hefur verið í 280.000 eintökum á níu tungumálum. Í bæklingnum er fjöldi fallegra litmynda sem lýsa landi og þjóð. Ennfremur er þar að finna ýmsar handhægar upplýsingar fyrir ferðamenn; um samgöngur, gistingu og afþreyingu og margt fleira. Meira
30. nóvember 1997 | Ferðalög | 27 orð

PARÍS

FERÐAMENN láta margir freistast af misgóðum portrett-teiknurum framan við Pompidou-menningarmiðstöðina. Þá draga litrík verk Niki St. Phalle í gosbrunni rétt við Pompidou-menningarmiðstöðina að sér ferðamenn. Meira
30. nóvember 1997 | Bílar | 349 orð

Raddstýritækni á næstu grösum

RADDSTÝRITÆKNI er búnaður sem margir telja að verði staðalbúnaður í dýrari gerðum bíla á næstu árum. Búnaður þessi gerir ökumanni kleift að stjórna fjölmörgum tækjum bílsins án þess að taka hendur af stýri. Nægir honum að tala í venjulegum raddstyrk í lítinn hljóðnema sem er í stýrishjóli bílsins til þess að t.d. Meira
30. nóvember 1997 | Ferðalög | 604 orð

Tékkneskirtraktorar oggómsætir réttir

RÉTTI númer fjórtán á matseðlinum er lýst svona: "Forsetalegar kjötbollur. Ef forsetinn saknar einhvers á ferðalögum þá hljóta þessar kjötbollur að vera efstar á blaði. Þær eru framreiddar með lýðræðislegri sinnepssósu og þingræðislegri kartöflumús ...ef til vill ekki alveg fitusnauðar, en ættu að þeyta þér heimshorna á milli. Meira
30. nóvember 1997 | Bílar | 268 orð

Toyota Avensis í stað Carina

TOYOTA frumkynnti í síðustu viku nýja gerð Toyota sem leysir Carina af hólmi. Nýi bíllinn kallast Avensis og ásamt nýrri Corolla mynda þessir bílar grunnlínu Toyota á Evrópumarkaði fram yfir aldamót. Framenda Avensis svipar mjög til fjölnotabílsins Picnic en auk breytts útlits verður Avensis mun betur búinn bíll en Carina. Verðið verður þó hagstætt eða frá rúmlega 1. Meira

Fastir þættir

30. nóvember 1997 | Í dag | 37 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Á morgun, mánudagi

Árnað heilla ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 1. desember, verður áttræður Guðbergur Óskar Guðjónsson, fyrrv. verslunarmaður, Blesugróf 25, Reykjavík. Eiginkona hans er Rósa Vilhjálmsdóttir. Þau hjónin taka á móti ættingjum og vinum á Hótel Esju, frá kl. 15­18. Meira
30. nóvember 1997 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. júlí í Dómkirkjunni af sr. Guðmundi Þorsteinssyni Sigurlaug Guðmundsdóttir og Martin Sökjer. Heimili þeirra er í Noregi. Á myndinni með þeim er sonur þeirra Guðmundur. Meira
30. nóvember 1997 | Dagbók | 693 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
30. nóvember 1997 | Í dag | 535 orð

DAG er fyrsti sunnudagur í aðventu, en hún spannar fjórar

DAG er fyrsti sunnudagur í aðventu, en hún spannar fjórar síðustu vikurnar fyrir jólin. Í hönd fer jólafastan, mikil verzlunarvertíð, ekki sízt bóksöluvertíð, og krónur og krítarkort ganga handa á milli hraðar en auga á festi. Á morgun, mánudag, er á hinn bóginn 1. desember, fullveldisdagur íslenzku þjóðarinnar. Meira
30. nóvember 1997 | Fastir þættir | 329 orð

Hafnafjarðarkirkja.

Hafnafjarðarkirkja. Opið hús kl. 20-22 æskulýðsfél. 13-15 ára. Reykjavíkurprófastsdæmi Hádegisfundur presta verður á morgun mánudag 1. des. kl. 12 í Bústaðakirkju. Boðið verður upp á hangikjöt. Árbæjarkirkja. Starf fyrir 7-9 ára stráka og stelpur kl. 13-14 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju. Æskulýðsfundur yngri deildar kl. 19.30-21. Meira
30. nóvember 1997 | Í dag | 282 orð

Mengunarkvóti OKKAR snjalli forsætisráðherra Davíð Oddsson

OKKAR snjalli forsætisráðherra Davíð Oddsson setur fram frábæra hugmynd á umhverfisráðstefnu í Kyoto. Hann ætlar í krafti okkar hreinu orkulinda að krefjast sér mengunarsamninga fyrir Ísland. Og viti menn, mikill mengunarkvóti skal knúður fram fyrir landið, svo að við getum sett niður í hvert krummaskuð olíuhreinsistöðvar, stóriðju og aðra álíka starfsemi. Meira

Sunnudagsblað

30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 2612 orð

Að taka öllu með stóískri róog óttast ekki Dagmar Koeppen hefur í nokkur ár unnið við að hjálpa fólki sem leitar til hennar

ÉG HEF ákaflega mikla gleði og ánægju af mínum störfum. En það er alltaf til fólk sem trúir ekki á þessa andlegu hluti og við verðum bara að virða skoðanir þess. Hins vegar er ég gallhörð á því að ég læt það ekki draga úr mér. Ég treð engu upp á fólk sem ekki trúir, en er fús að deila með þeim sem trúa. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 927 orð

Betri tíð og verri

Mótlæti er ekki vinsælt ­ og skyldi engan undra. Það kemur og leikur fólk grátt og skilur það svo eftir biturt og beiskt, í besta falli sleppur það með skrekkinn. Það er því ekki að ófyrirsynju að menn hafa reynt að grynna á þessu fyrirbæri, skilgreina það og finna ráð til þess að yfirvinna það. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1104 orð

Birtist sem margir veikindadagar

FÁTÍTT virðist að menn hafi bjór eða léttvín um hönd á vinnustöðum hér eins og þykir jafnvel sjálfsagt í mörgum grannlöndum, einkum með mat. Flestir Íslendingar tengja sem fyrr alla áfengisnotkun við helgar eða stórhátíðir. Helst er það ungt fólk og þeir sem verið hafa langdvölum erlendis sem tileinka sér aðra siði. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 165 orð

Bresk bíómúsík

BRESKA gamanmyndin Shooting Fish gengur nú fyrir fullu húsi hér heima. Tónlistin í myndinni þykir gefa henni skemmtilegan blæ og kom fyrir skemmstu út á geisladisk. Myndin fjallar um hugmyndaríka svikahrappa og víða er tónlist notuð til að undirstrika myndskeið eða skreyta. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1297 orð

Coppola kvikmyndar Grishamsögu

ALDARFJÓRÐUNGUR er liðinn frá því bandaríski leikstjórinn Francis Ford Coppola gerði meistarastykki sitt, Guðföðurinn, og segja má hann haldi upp á afmælið með því að senda frá sér réttardramað "The Rainmaker", sem byggð er á samnefndri metsölubók eftir John Grisham og hefur þegar verið frumsýnd í Bandaríkjunum. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 404 orð

Ekkert áfengi um borð í togurunum

HEIMILDARMENN blaðamanns voru sammála um að gerbreyting hefði orðið í áfengismálum einnar stéttar á Íslandi; sjómanna. Sögurnar um togarasjómenn sem voru munstraðir dauðadrukknir í landi, "sjanghæjaðir", og vöknuðu úti á rúmsjó tilheyra fortíðinni og voru ef til vill aðeins ýkjur. En skipin eru nú þurr, áfengisvandamálin varla til meiri baga en á öðrum vinnustöðum. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 382 orð

Enn að byrja

ÚTGÁFA "lúðraraðar" Smekkleysu heldur áfram af fullum krafti. Fjórar skífur komu út í sumar, sú fimmta í byrjun síðustu viku og sjötta í lok vikunnar, fyrsta plata Andhéra. Andhéri er ekki gömul sveit, hófst með æfingum í bílskúr úti á Nesi fyrir tæpu ári. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 2943 orð

Ég var ánægður Á tímum netvæðingar og alþjóðahyggju á fólk kannski erfitt með að setja sig í spor þeirra sem ungir að árum trúðu

Seljatunga er nokkuð landstór jörð að fornu mati og þangað fluttu foreldrar Gunnars Sigurðssonar árið 1919 en Gunnar fæddist þar árið 1924, yngstur átta systkina. "Foreldrar mínir kynntust meðan bæði voru við störf í Mosfellssveit. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 260 orð

"Fíllinn í stofunni"

FÓLK yppti öxlum, eyddi talinu eða sagði stórkarlalega brandara, afstaðan til drykkjuskapar var oft tvíbent og er enn hjá mörgum. "Hann er fjári blautur en þolir heil ósköp, mætir alltaf í vinnuna eins og herforingi." Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1918 orð

FLAUELSMJÚKIR hljómar

LANGT ER um liðið síðan Jóhanna Þórhallsdóttir söng inn á plötur með Diabolus in Musica, fyrri skífan kom út fyrir 21 ári og sú seinni fjórum árum síðar, en hún hefur þó ekki lagt sönginn á hilluna; numið í útlöndum og sungið, stýrt kórum og kennt upp frá því. Síðsumars tók hún sig þó til, kallaði á nokkra gamla vini og félaga og brá sér í hljóðver. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1166 orð

»Fláa veröld MAGNÚS Þór Jónsson, sem allir þekkja sem Megas, sendi fyrir

MAGNÚS Þór Jónsson, sem allir þekkja sem Megas, sendi fyrir skemmstu frá sér geisladiskinn Fláa veröld sem hann vann með Pjetri Stefánssyni, en einnig koma við sögu Sigurður Reynisson, Haraldur Þorsteinsson og Björgvin Gíslason svo fáeinir séu taldir. Magnús var beðinn að lýsa plötunni í tilskrifi að utan, en hann er nú á ferð um Norðurlönd með Súkkati. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 153 orð

Hlutfall félagsbundins verkalýðs hrynur

ALÞJÓÐA vinnumálastofnunin, ILO, greinir frá því í skýrslu, sem út kom fyrir skömmu, að efnahagsþróun undanfarins áratugar hafi leitt til þess að hlutfall launþega úti um heim allan, sem eru félagar í launþegasamtökum, hafi minnkað um nær helming. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 651 orð

Hóf og hættumörk

FYRR á þessu ári gáfu Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, út bækling um hóflega áfengisneyslu og hættumörk. Þar er hófdrykkja skilgreind svo að karlar á aldrinum 20-65 ára megi drekka mest tvo áfenga drykki (sjússa), alls 24 grömm af hreinu áfengi eða sex sentilítra af sterku áfengi á borð við gin eða viskí, á dag. Aldrei megi drekka meira en fimm drykki á dag. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 526 orð

Hræringar í leigumálum

STANGAVEIÐIFÉLAG Reykjavíkur verður með stóraukinn fjölda valkosta og stangardaga er verðskrá félagsins kemur út á næstu vikum. Hefur félagið bætt við sig veiðisvæðum bæði í leigu og umboðssölu og enn munu ekki öll kurl vera komin til grafar. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | -1 orð

Í MIÐJUM FELLIBYLNUM KOMST ÞÚ Komin er út hjá bókaforlaginu Fróða bókin Kæri Keith eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur. Þar segir

Í MIÐJUM FELLIBYLNUM KOMST ÞÚ Komin er út hjá bókaforlaginu Fróða bókin Kæri Keith eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur. Þar segir höfundur frá sambandi við ástralskan mann sem stóð í rösk tíu ár. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1589 orð

Jörðin hitnar og Fuji bráðnar

EKKI eru allir á eitt sáttir um til hvaða aðgerða sé vænlegast að grípa til að tryggja að jörðin verði byggileg um ókomna framtíð og sumir líta jafnvel svo á að hækkun hitastigs á jörðinni eigi eftir að hafa gott eitt í för með sér, að lífið verði betra, uppskera verði meiri, fólki eigi eftir að líða betur sökum hlýrra veðurfars og þar fram eftir götunum. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1512 orð

Komnir á kortið á ný

SJÖ ára bið Jevgenís Prímakovs er á enda. Rússneski utanríkisráðherrann getur nú fagnað því að loks hefur Rússum tekist að láta til sín taka á ný á alþjóðavettvangi. Með því að ná samkomulagi við Íraka í deilunni um vopnaeftirlit Sameinuðu þjóðanna hefur Prímakov tekist að koma Rússum aftur á kortið í Mið- Austurlöndum og komið þeim skilaboðum á framfæri að taka beri fullt Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 483 orð

Körfuboltaliðið æfir ekki saman

"KRAKKARNIR mínir höfðu gaman af körfubolta en hér var ekkert íþróttastarf yfir veturinn. Ég fór því sjálfur af stað fyrir fjórum árum og byrjaði að þjálfa," segir Sæmundur Jóhannesson, formaður Verkalýðsfélags Þórshafnar. Hann er sannkallaður faðir körfuboltans á norðausturhorninu. Framtak hans er gott dæmi um vel heppnaða samvinnu staðanna í sýslunni. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 2999 orð

Leyndarmál frú Stefaníu KOMIN er út bókin Leyndarmál frú Stefaníu. Þar er fjallað um ævi og listferil Stefaníu Guðmundsdóttur,

Leyndarmál frú Stefaníu KOMIN er út bókin Leyndarmál frú Stefaníu. Þar er fjallað um ævi og listferil Stefaníu Guðmundsdóttur, einnar ástsælustu leikkonu íslenskrar leiklistarsögu. Hún lést í blóma lífsins árið 1926, tæplega fimmtug að aldri, en náði að marka djúp spor í leiklistarlíf Íslendinga og vinna ómetanlegt brautryðjendastarf. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 794 orð

LITLA GULA HÆNAN

LITLA gula hænan fann fræ, það var hveitifræ. Hver vill sá hveitinu? Hver vill slá hveitið? Hver vill þreskja hveitið? Hver vill mala hveitið? Hver vill búa til brauðið? spurði hún við hvern áfanga á leiðinni til gómsæta brauðsins. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 939 orð

Líknarár hann enn þá gefur

TÍMATAL er með ýmsum hætti. Almanaksár hefst fyrsta janúar, skólaár í ágústbyrjun, reikningsár kann að eiga sér upphaf í enn annan tíma. Kirkja Krists hefur sinn hátt á í þessu efni. Kirkjuárið gengur í garð á fyrsta sunnudegi í aðventu, fjórum vikum fyrir jól. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1661 orð

Löng JEPPAFERÐ

LEIÐANGURINN er á vegum Sænsku pólstofnunarinnar (SWEDARP). Jón Svanþórsson rannsóknarlögreglumaður hefur lengi verið áhugamaður um pólferðir og lesið mikið um landkönnuðina miklu. Hann fékk þá hugmynd að jeppar, breyttir að hætti íslenskra fjallamanna, væru hentugir til ferðalaga um Suðurskautslandið. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 754 orð

Meltingarsár, magabólgur og sýklar

LÆKNISFRÆÐIN, eins og flestar aðrar rótgrónar fræðigreinar, er mjög íhaldssöm í eðli sínu. Sterk rök og góðar vísindalegar sannanir þarf þess vegna að leggja fram til að kollvarpa eldri kenningum. Þetta er undantekningarlítið af hinu góða, veitir fræðunum festu og gerir það að verkum að læknar eru ekki sífellt hlaupandi eftir óljósum og ósönnuðum kenningum. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 397 orð

Mengun frá Kína gæti valdið spennu í Asíu

IÐNVÆÐINGIN í Kína hefur valdið súru regni í nágrannalöndum, eitrað höfin og gæti stuðlað að loftslagsbreytingum í heiminum, vandamálum sem gætu valdið spennu milli ríkja í Austur-Asíu verði ekki tekið á þeim sem fyrst, að sögn fulltrúa á umhverfisverndarráðstefnu í Peking í vikunni. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 3179 orð

Norðurhjarinn hjarnar við

Norðurhjarinn hjarnar við Stjórnendum fyrirtækja og sveitarfélaga á norðausturhorni landsins hefur tekist vel að nýta góðærið í sjávarútvegi. Þar er mikil atvinna og staðirnir geta brauðfætt mun fleira fólk en þar býr og erlent verkafólk hleypur í skarðið. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 92 orð

Pathfinder á frímerki

BANDARÍSKA póstþjónustan mun gefa út frímerki með mynd frá Mars 10. desember nk. Á frímerkinu verður fyrsta myndin sem barst til jarðar frá geimfarinu Pathfinder eftir að það lenti á Mars 4. júlí. Sýnir myndin Mars-jeppann Sojourner áður en honum var ekið af geimfarinu, og í baksýn er það svæði plánetunnar er nefnt er Ares Vallis. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 340 orð

Rannsókn á fjáröflun í kosningasjóð Clintons vindur upp á sig

KENNETH Conboy, umboðsmaður bandarískra stjórnvalda sem hefur umsjón með rannsókn á meintri ólöglegri fjáröflunarstarfsemi í kosningasjóði demókrata, heldur því fram að stærsta verkalýðsfélag Bandaríkjanna hafi stundað peningaþvætti í samvinnu við Demókrataflokkinn. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 252 orð

Reynt að fá dóminn mildaðan

BBC-sjónvarpsstöðin hefur hætt við sýningu heimildarmyndar um tvær breskar hjúkrunarkonur sem dæmdar voru í lífstíðarfangelsi og til að þola 500 vandarhögg hvor fyrir morð á starfssystur sinni í Sádi-Arabíu, vegna þrýstings frá breska utanríkisráðuneytinu og fjölskyldum kvennanna. Í myndinni er fullyrt að sádi-arabíska lögreglan hafi komið fyrir sönnunargögnum til að sanna sekt kvennanna. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1426 orð

RÍFLEG TVÖFÖLDUN VELTU Á FJÓRUM ÁRUM

Í SKRIFSTOFUÁLMU Bræðranna Ormsson hf. hangir stór ljósmynd af tveimur ungum mönnum í dökkum jakkafötum. Annar styður sitjandi öðrum handlegg við borðrönd og hinn stendur teinréttur fyrir aftan borðið. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 425 orð

Skemm· tun fyrst og fremst

ROKKSVEITIN Blush hefur lítið gert að því að spila opinberlega, en lagt áherslu á að æfa, semja og taka upp, því fyrir skemmstu kom út fyrsti geisladiskur sveitarinnar samnefndur henni. Blush skipa Davíð Ólafsson, Magnús Einarsson, Margrét Sigurðardóttir og Þór Sigurðsson, öll þrautreynd í tónlist þó ekki hafi þau starfað lengi saman. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1217 orð

"Staðurinn sem Guð gleymdi" Það var nöturleg sýn sem blasti við Skúla Elíassyni skipstjóra þegar hann sigldi togaranum Vídalín

SKÚLI Elíasson, skipstjóri á togaranum Vídalín, var á kolkrabbaveiðum við strendur Máritaníu sl. sumar. Vídalín er í eigu fyrirtækisins Vídalíns ehf. á Hornafirði en er leigður Spánverjum sem gera út skipið. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 283 orð

SUÐURSKAUTSJEPPI

Toyota Land Cruiser, af stærri gerð (HDJ80). Vél: Sex strokka, 24 ventla, 4,2 lítra dísel með forþjöppu og millikæli. Skilar um 200 hestöflum. Drifbúnaður: Aðalkassi er upprunalegur 5 gíra með 4,08:1 hlutfall í fyrsta gír. Millikassi upprunalegur með 2,488:1 hlutfall í lága drifi. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 93 orð

Suðurskautslandið

SUÐURSKAUTSLANDIÐ er um 14 milljónir ferkílómetra að stærð eða nálægt því 140 sinnum stærra en Ísland. Það er að mestu þakið ís og jökli, einungis um 2% landsins eru íslaus. Jökullinn er allt að 4.700 metra þykkur og umhverfis landið flýtur hafíshella. Hæstu fjöll eru um 5.000 metra há. Hitinn fer yfirleitt ekki yfir frostmark og frost hefur mælst allt niður í ÷89 gráður. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 408 orð

T-lausn á Öxarfjarðarheiði

FULLTRÚAR sveitarstjórna í Norður- Þingeyjarsýslu og Vegagerðarinnar vinna að gerð tillagna um framtíðarveg yfir Öxarfjarðarheiði. Þjóðvegurinn fer nú fyrir Melrakkasléttu en hugmyndir eru uppi um að gera veg yfir heiðina, með legg til Raufarhafnar. Er þetta í daglegu tali nefnt T-lausn. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1420 orð

VELFERÐARVERKEFNI TIL SVEITARFÉLAGANNA

FYRIR rétt um ári samþykkti Alþingi breytingar á lögum um málefni fatlaðra á þá leið að flytja skyldi ábyrgð á þjónustu við þá frá ríki til sveitarfélaga. Það er í dag talið óæskilegt að aðgreina þjónustu við fatlaða frá þjónustu við aðra íbúa. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 120 orð

Verðlaun fyrir notkun þunnmálms

Á UNDANFÖRNUM árum hafa Samtök norrænna blikksmiða (Nordisk Blikkenslagerforbund) efnt til samkeppni meðal arkitekta um athyglisverða notkun á þunnmálmum í byggingum, segir í Íslenskum iðnaði, fréttabréfi samtaka iðnaðarins. Að þessu sinnu voru veitt tvenn verðlaun og hlaut Hæstaréttarhúsið í Reykjavík önnur þeirra, hin hreppti bygging í Kaupmannahöfn. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 814 orð

Vínið og vinnan að skilja

AFSTAÐAN til ofdrykkju og annarrar misnotkunar á áfengi hefur gerbreyst á allra síðustu áratugum og er oft bent á að starf Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, hafi markað þáttaskil. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 3436 orð

Vínlandsgátan Komin er út bókin Vínlandsgátan, sem fjallar um landafundi norrænna manna í Vesturheimi og þá aðallega þeirra

MARGIR hafa verið í vafa um aðdragandann að Vínlandsferð Leifs Eiríkssonar, hvort það sé rétt að hann hafi gerst kristniboði Ólafs Tryggvasonar og villst til Vesturheims eða hvort hann hafi búist af ráðnum huga Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1820 orð

VÖRUÞRÓUN VERIÐ LYKILLINN AÐ VELGENGNINNI

Formax er fyrirtæki sem á tíu ára afmæli um þessar mundir og hefur vaxið mjög ásmegin síðustu árin. Ólafur Sigmundsson stofnaði fyrirtækið í því augnamiði að smíða tölvuborð, en fyrir sjö árum var ljóst að stefnubreytingar var þörf. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 405 orð

Yfir 50% jákvæð í garð sjóðanna

TÆP 54% þjóðarinnar segjast vera jákvæð eða frekar jákvæð gagnvart almennu lífeyrissjóðunum en 34% neikvæð. Rúm 80% telja sjóðakerfið vera nauðsynlega stoð í íslensku þjóðfélagi og meirihluti lýsir stuðningi við félagslegt samtryggingarhlutverk sjóðanna. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 713 orð

Það er skemmtilegra andrúm umhverfis íslenzkar konur í fornsögum

Það er skemmtilegra andrúm umhverfis íslenzkar konur í fornsögum okkar en grískar konur í hellenskum bókmenntum. Konan í Íslendinga sögum er húsbóndi á heimilinu ef því er að skipta og með fullum réttindum frjálsborins manns. Bergþóra segist ráða á Bergþórshvoli, þegar aðkomumann ber að garði. Að Njáli fjarstöddum segir hún, Ræð eg ekki síður hjón en hann. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1542 orð

Þorvaldur "pólití" og Gráni í kjallaranum

ÞEIR sem leggja leið sína um Grjótaþorp eða Vesturgötu komast ekki hjá því að líta augum pappaklætt timburhús, sem rís á steinsteyptum kjallara við Mjóstræti. Fyrir gluggum blöktu plastdreglar og börðust fyrir tilveru sinni í hrollvindum haustsins. Hús það sem hér um ræðir nýtur verndarstefnu Torfusamtaka. Margt gott má segja um þá stefnu, en að ýmsu þarf að gæta. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 2608 orð

Öll skyld innan við tíunda lið Sagt er að Íslendingar séu allir hver undan öðrum. Það er ekki út í bláinn. Elín Pálmadóttir sá í

ÁHUGI á ætt sinni og ættfræði virðist hafa farið mjög vaxandi. Víða erlendis bera bókmenntir þess merki á undanförnum árum að fólk, ættbálkar og þjóðir séu í hraðfleygum heimi að leita róta sinna og hvaðan þeir séu komnir. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 258 orð

(fyrirsögn vantar)

ENDALAUST má deila um það hver sé helsta eða frægasta hljómsveit heims og niðurstöðurnar eins margar og mælikvarðarnir sem notaðir eru. Fyrir skemmstu birti breska tónlistartímaritið Q grein þar sem reynt er að komast að niðurstöðu í eitt skipti fyrir öll og ýmsir mælikvarðar notaðir. Meira
30. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 323 orð

(fyrirsögn vantar)

ÉG er 36 ára kvenmaður, fiskiðnaðarmaður að mennt, með góða ensku- og tölvukunnáttu. Hef unnið við stjórnunarstörf í sjávarútvegi á Íslandi og erlendis. Upplýsingar í síma 5542070. Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins EMBÆTTI útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins er laust til umsóknar. Skipað verður í embættið til fimm ára. Meira

Ýmis aukablöð

30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 1298 orð

A ðalmálið að fá fjölskylduna saman "Engiferfrómasið hennar Jóhönnu er ómótstæðilegt. Reyndu endilega að fá uppskriftina að

JÓHANNA Gunnarsdóttir Hinz féllst fúslega á að gefa lesendum uppskriftina en það kom í ljós að hún á ýmsar aðrar uppskriftir sem eru ekkert síður spennandi. Jóhanna hefur í mörg ár búið til engiferfrómas fyrir jólin og segir það yfirleitt gera lukku. "Ég nota yfirleitt sultaðan engifer í uppskriftina og nýti safann af honum líka. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 162 orð

Að leggja á borð er nákvæmnisvinna

AÐ LEGGJA á borð fyrir hátíðarverð er meiri nákvæmnisvinna en margir gera sér grein fyrir. Fyrstu réttir í fjögurra rétta grunnmatseðli er kjötseyði og er skeið fyrir kjötseyði lögð yst til hægri við matardiskinn. Fyrir fiskréttinn í kjölfarið eru lagðir gaffall vinstra megin og hnífur næst skeiðinni. Fyrir steikina, sjálfan aðalréttinn, eru lagðir gaffall og hnífur næst matardisknum. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 608 orð

A uðséð að jólin eru að koma

JÓLASVEINARNIR eru ótrúlega svipmiklir þar sem þeir sitja makindalega í gluggakistum, á sófanum eða uppi á borði. Einn þeirra trónir á skrifpúlti og starir ábúðarmikill á þá sem inn koma. Nokkrir þeirra eru í miklu uppáhaldi og þeir fá að sitja á sérstökum heiðursstað hjá hjónunum Ágústu Markúsdóttur og Guðjóni Ásberg Jónssyni. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 810 orð

B ýr til flestar jólagjafirnar

ÞEGAR fyrsti sunnudagur í aðventu rennur upp hefur Sigurborg Birgisdóttir lokið öllum jólaundirbúningnum. Flestar jólagjafirnar sem fjölskyldan gefur eru heimatilbúnar og þær annaðhvort prjónar Sigurborg eða gerir úr leir eða tré. Jólakortin gerir hún með dætrunum og Sigurborg hefur lokið jólabakstrinum þegar fyrsti sunnudagur í aðventu rennur upp. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 130 orð

EFNISYFIRLIT

bls.4 myntukúlur og koníakskúlur bls.6 riz á l'amande með heitri karamellusósu bls.8 jólasósan bls.10 biblíukaka bls.12 lifrarkæfa og síld bls.14 engiferkökur og Heiðusnúðar bls.16 marengskaka og laukbaka bls.18 rjómaostskökur og jólakransar bls.20 mömmurjúpur bls. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 86 orð

Einfaldur aðventukrans

ÞEIR sem voru forsjálir og settu reyniberin í glyserínlausn eða frysti í haust eiga nú rauð og falleg reyniber um jólin. Því ekki að vefja þau í hring. Líklega er best að nota hálmhring sem vafinn er með plasti og vefja síðan berjaklasana og festa niður með gylltum vír. Notið hringinn svo sem aðventuskreytingu. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 221 orð

Engifer

LÍKUR hafa verið leiddar að því að engifer sé elsta krydd í heimi. Það er nefnt í Kóraninum og í verkum Konfúsíusar og talið er að engifer hafi verið eitt fyrsta kryddið sem barst frá Austurlöndum til Evrópu. Engiferrótin vex í Suð-AusturAsíu, auk þess sem hún er ræktuð víða í hitabeltisloftslagi, t.d. í Kína, Malasíu og Brasilíu. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 1039 orð

Engiferkökur og paté R auðar jólakúlur um a

HJÓNIN Helgi Pétursson og Birna Pálsdóttir eru sammála um að sú birta sem fylgi komu jólanna sé kærkomin í skammdeginu. "Við byrjum snemma að huga að jólaundirbúningi og börnin okkar hafa alltaf tekið virkan þátt í honum með okkur," segir Birna. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 190 orð

Engill úr gosdós

ÞAÐ þarf oft ekki mikið til þegar föndra á með börnunum. Gosdós úr geymslunni, kaðalspotti, málning eða málningarúði, dósarlok, lím, tússlitur og blað, slaufa eða kreppappír er allt sem þarf í þetta föndur. Byrjað er á að beygla gosdósina fram eins og sést á myndinni og úða hana síðan í einhverjum lit eða mála. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 829 orð

F öndur sem kostar næstum ekki neitt Sumt fólk virðist geta búið til heilu listaverkin úr eiginlega hverju sem er. Salbjörg

Í HENNAR augum er pappakassi efniviður í ótal skreytingar og nytjahluti og þegar hún skellir pasta í pott detta henni umsvifalaust englar í hug. Við fengum að fylgjast með henni og hjálparkokkum hennar eina kvöldstund fyrir skömmu. Satt best að segja litum við tortryggin hvert á annað þegar við horfðum á "hráefnið", sem lá á borðinu hjá þeim Júlíönu, John Frey og Óskari Erni. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 879 orð

G amlar hefðir í nútímabúningi

HÚN hefur að hluta til haldið jólasiðum frá sínu bernskuheimili en í mörgum tilfellum fært þessa gömlu siði í nútímalegan búning. Sóley Bender segir að móðir sín, Þorbjörg Bender, hafi séð um að sinna öllum jólaundirbúningi heimilisins en Sóley sem vinnur úti allan daginn segir að hún hafi orðið að slaka á kröfunum þegar undirbúningur jólanna er annars vegar. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 1379 orð

G jafir fyrir veiðimenn og blúndukonur "Jólin eru hátíð barnanna og yfirleitt vefst það ekki fyrir fólki að kaupa jólagjafir

TÖLVULEIKIR og jafnvel dýr eru í tísku núna, loðin kvikindi sem hægt er að kitla og svo dúkkur og dýr sem líkjast ýmist teiknimyndafígúrum eða þeim poppstjörnum sem eru á toppnum hverju sinni. Á hverju ári kemur eitthvað nýtt sem allir krakkar telja sig verða að eignast. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 494 orð

G leðileg jól með górillu

ÓSKALISTINN hennar Helgu Sæmundsdóttur var ekki langur fyrir átta árum, hana langaði í svartan jakka í jólagjöf. Hún var meira að segja búin að finna hann, máta hann og gefa í skyn að þennan jakka vildi hún fá. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 704 orð

G rét allt aðfanga dagskvöld

"JÁ, prjónaða "dressið" kom mér heldur betur á óvart," svarar Hildur Blöndal að bragði, þegar við berum það undir hana hvort hún hafi einhvern tímann fengið jólagjöf sem hún bjóst ekki við að fá. "Ég grét sko tvisvar yfir því," bætir hún við. Sennilega hefur okkur gengið heldur illa að fela það hversu hissa við vorum því hún fann sig knúna til að útskýra þetta nánar. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 892 orð

G æsahúð þegar jólalögin hljóma

Jól allt árið. Þeirrar ánægju eru þau hjónin Ragnheiður Hreiðarsdóttir og Benedikt Grétarsson sem reka Jólagarðinn aðnjótandi, en hann er opinn allan ársins hring. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 1115 orð

Gæs, kartöflumús og konfekt K onfektið fyrir nokkra

Hann segist hafa geysilega gaman að konfektgerðinni og ekki síst þar sem þeir útvöldu vinir sem fá konfekt að gjöf kunna vel að meta það. "Ég set konfektið í trékassa sem ég hef klambrað saman og skilyrðið er að kassann fái ég til baka í janúar svo hægt sé að fylla hann fyrir næstu jól." Það hefur ekki brugðist hingað til. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 1722 orð

H átíðarmatur þar sem kjöt kemur hvergi nærri

ELSA Eðvarðsdóttir hefur í mörg ár boðið fjölskyldunni upp á hnetusteik á aðfangadagskvöld. Það er töluverð fyrirhöfn að matbúa hana en Elsa segir það þess virði. Lengi vel var hún líka með svínahamborgarhrygg en eiginmaðurinn, Bjarni Torfason, og sonurinn, Eðvarð, töldu það algjöran óþarfa að hafa hamborgarhrygg í matinn líka, hnetusteikin væri miklu betri. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 1098 orð

H ugað að föndri í september

Í byrjun september hittast nokkrar vinkonur í Keflavík og fara að velta fyrir sér jólaföndri og konfektgerð. Ein þeirra er Sigríður Hrönn Guðmundsdóttir. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 1113 orð

H vítlaukur gerir allt að hátíðarmat

"Það eru náttúrulega engin jól án rjúpna," segir Sverrir Páll Erlendsson "og helst vil ég hafa þær norðlenskar, þær eru bæði matarmeiri og bragðbetri en allar aðrar. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 1315 orð

I lmur af kanil og greni minnir á jólin Það fyrsta sem Aðalheiði Héðinsdóttur kemur í hug þegar jólin eru nefnd er ilmur af

"VIÐ HÖLDUM ekki fast í hefðir því þegar fjölskyldan bjó í Bandaríkjunum í nokkur ár riðlaðist þetta hefðbundna jólahald. Nú er aðalmálið að hittast öll og hafa jólahaldið sem rólegast," segir hún. Aðalheiður rekur kaffibrennsluna Kaffitár, er með kaffihús í Kringlunni og opnar innan skamms annað kaffihús í Bankastræti. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 444 orð

Í slensk jól á aðfangadagskvöld ÉG HRI

ÉG HRINGI dyrabjöllunni á ókunnu húsi í fallegu borgarhverfi. Von bráðar birtist nýskipaður íslenskur konsúll í Melbourne við útidyrnar. "Velkomin," segir Inga Árnadóttir og dustar könguló af jakkakraga mínum. Eftir örfáar mínútur höfum við tilgreint hverra manna við séum, fundið sameiginlega vini og kunningja á Íslandi og orðnar mestu mátar. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 374 orð

Jól af vestfirskri rausn

"ÉG ER frekar stutt og ljóshærð," segir Guðrún Helgadóttir frá Hnífsdal þegar við mælum okkur mót símleiðis til þess að spjalla saman og drekka kaffi. Guðrún hefur átt heima í Melbourne í 15 ár. Maður hennar er ástralskur, Cliff Denereaz. Þau eiga eina dóttur sem heitir Kristjana og er 10 ára gömul. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 111 orð

Jólagjöfin sem kom á óvart

ÖLL höfum við trúlega einhvern tíman fengið jólapakka sem var sérkennilegur á einhvern hátt, skrýtinn í laginu, óvenju þungur eða allt of léttur miðað við stærð. Inger Anna Aikman fór á stúfana og spjallaði við nokkra um gjafir sem komu á óvart. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 729 orð

J ólakona allan ársins hring

HÚN stenst ekki freistinguna þó það sé janúar eða maí ef hún rekst á eitthvað sem tengist jólaskrauti. "Ég ræð stundum ekki við mig þegar jólaskraut er annars vegar og smásanka að mér ýmsu sem ég veit að á eftir að koma að góðum notum þegar ég fer að föndra fyrir næstu jól", segir Anna Sigríður Garðarsdóttir. Hún er semsagt jólakona allan ársins hring. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 1080 orð

J ólasvanirnir hennar ömmu

Þegar heimasætan upplýsti skólafélaga sína um að hún fengi súpu í forrétt á jólunum með syndandi svönum héldu þeir að hún væri að grínast. EN þannig er það í raun og veru og mandlan sem oft tíðkast að fela í hrísgrjónagraut er falin í þeytta rjómanum sem svanirnir eru fylltir með. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 74 orð

Jólin hjá Íslendingum í Ástralíu

Þegar jólanóttin gengur í garð undir stjörnum suðurkrossins er enn aðfangadagur norður á Íslandi. Sigríður Ólafsdóttir ræddi við nokkra Íslendinga sem búsettir eru í Melbourne í Ástralíu. Nú er lengstur dagur og heitasti tími ársins framundan. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 569 orð

KALKÚN MEÐ APPELSÍNU- OG VILLIGRJÓNAFYLLINGU 1 kalkún, 4­5 kg

KALKÚN MEÐ APPELSÍNU- OG VILLIGRJÓNAFYLLINGU 1 kalkún, 4­5 kg bolli appelsínusafi Fylling: bolli hrísgrjón 2 msk villigrjón bolli appelsínusafi bolli vatn bolli þurrkaðar ferskjur, brytjaðar 2 lárviðarlauf 2 egg, þeytt bolli saxaðar möndlur Hrísgrjón, Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 191 orð

Kardimomma

KARDIMOMMUPLANTAN vex villt á Sri Lanka og Indlandi en hún er aðallega ræktuð í Guatemala. Vélar eru ekki notaðar við tínsluna, þar sem fræin þroskast ekki samtímis. Kardimomma var lengi vel í hópi dýrustu kryddtegunda, aðeins saffran og vanilla voru dýrari en nú eru seldar fjölmargar eftirlíkingar af kardimommu og hún er nú litlu dýrari en engifer og kanill. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 661 orð

K arlinn var fastur inni í pakkanum

"BLESSUÐ, talaðu við Þorgeir Ástvaldsson," sagði einn viðmælenda okkur um daginn þegar óvæntar jólagjafir bar á góma. "Heyrðu, talaðu frekar við Nönu, dóttur hans. Hann hefur ábyggilega komið henni á óvart oftar en einu sinni, ef ég þekki hann rétt," bætti hann svo við. Við létum ekki segja okkur þetta tvisvar og fórum á fund Kristjönu Helgu Þorgeirsdóttur eins og hún heitir fullu nafni. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 577 orð

K ertaljósið minnir á jólin

"Í mínum huga er kertaljós á aðventu boðberi jólanna," segir Svava Johansen. Hún er mikil kertakona og segir að sinn helsti veikleiki í búðum séu englar, kerti og kertastjakar. "Ég skreyti til dæmis ekki mjög mikið í desember hjá mér en hef kveikt á kertum úti um allt. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 1849 orð

Konfektgerðin árviss viðburður E r eins og að skr

"ÞETTA er eins og að skreyta jólatré, hver hefur sína aðferð við það og mismunandi skraut," segir Helga Guðrún Jónasdóttir sannfærandi þegar hún hellir súkkulaðinu fagmannlega í formin. Hún og vinkona hennar, Arney Einarsdóttir, hittast tvö til þrjú kvöld fyrir jólin og "sleppa hugmyndafluginu lausu" í konfektgerð. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 312 orð

Malt og appelsín á leið yfir hafið

ÞAÐ er von á gjaldkera Ástralsk- íslenska menningarfélagsins í heimsókn í dag. Hann á um langan veg að fara því borgin er dreifð. Það stafar af því að flestir eiga heima í einbýlishúsum, misjafnlega tilkomumiklum. Oft er meira borið í garðinn en húsið sjálft. Almenningsgarðar eru margir og borgin því geðþekk og gróðursæl. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 616 orð

M arengskaka sem hverfur fljótt

"ÉG baka alltaf þennan sælkeramarengs fyrir jólin og kakan staldrar ekki lengi við," segir Bjarney Anna Árnadóttir sem gefur lesendum hér uppskrift að uppáhaldsköku fjölskyldunnar. Bjarney Anna byrjar strax í nóvemberbyrjun að huga að jólagjöfunum því hún þarf að senda til útlanda. "Mér finnst líka gott að vera búin með sem mest af jólagjöfunum fyrir aðventuna. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 954 orð

M atreitt daginn áður en gestirnir koma Á flestum þeim heimilum sem við þekkjum til verður uppi fótur og fit þegar von er á

GESTGJAFARNIR eru oft æði lúnir þegar gestirnir koma og gjörsamlega örmagna þegar þeir fara. Uppskriftir að gómsætum réttum, sem hægt er að matreiða daginn áður en veislan er haldin, eru ómetanlegar og gera undirbúninginn auðveldari og gestgjafana afslappaðri. Að þessu sinni eru jólin óvenju löng og því má búast við að jólaboðin og matarveislurnar verði enn fleiri en venjulega. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 994 orð

M atseðill að hætti meistarans

Það er oft í nógu að snúast um jólin hjá Guðmundi Jónssynimatreiðslumeistara. Fyrst sér hann um að allir vistmenn á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fái jólasteikina sína og síðan fer hann heim að elda fyrir fjölskylduna. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 155 orð

Negull

SÓLÞURRKAÐIR blómhnappar negultrésins hafa verið notaðir sem krydd í ómunatíð. Þeir eru dökkbrúnir og harðir, um 12 mm langir og með um 4 mm haus. Negullinn barst til Evrópu á fjórðu öld og var um nokkurra alda skeið jafneftirsóttur og pipar. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 982 orð

S ósan verður að vera góð

HVORT sem það eru rjúpur, svínakjöt, lambasteik eða kalkún í matinn á aðfangadagskvöld þá finnst flestum nauðsynlegt að sósan sé góð, helst betri en í fyrra. -En hvernig er hægt að búa til virkilega góða sósu með jólasteikinni? Ingvar Sigurðsson og Árni Þór Arnórsson, matreiðslumeistarar á Argentínu, Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 122 orð

Sænsk jólaskinka

Sykursaltað grísalæri er soðið í 45 mínútur á hvert kíló. Eftir suðu er pörunni flett af og fitunni eftir smekk. Lærið hjúpað. Rauðvínshjúpur miðað við 2 kg læri 250 gr tómatsósa 75 gr franskt sinnep (súrt) 200 gr sýrður rjómi 2 dl rauðvín 1 dl coca-cola 100 gr sykur Allt hráefnið hrært vel saman að sykrinum undanskildum. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 1342 orð

U ndanfarin jól hefur verið beðið um kastala

Piparkökuhúsin hennar Guðfinnu Thordarson arkitekts eru aldrei eins frá ári til árs en undanfarin ár hefur fjölskyldan beðið um jólakastala. HÚN hefur gaman af því að prófa ólíkar húsagerðir þegar piparkökubaksturinn er annarsvegar. "Það er orðin hefð fyrir þessu í fjölskyldunni að ég teikni og baki piparkökuhús. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 509 orð

U ndirbúningi lokið í byrjun aðventu

ÞEGAR nóvember gekk í garð fór hún Margrét D. Sigfúsdóttir húsmæðrakennari að undirbúa komu jólanna. Hún bakaði smákökurnar, lagkökur, bjó til lifrarkæfu þegar hún tók slátur í haust og frysti, bjó til ís, bakaði botna í frysti og lauk því sem gera þurfti fyrir jólin. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 1314 orð

Uppáhaldssmákökurnar þeirra

Flestir eiga einhverja uppáhalds smákökuuppskrift sem bökuð er fyrir jólin. Starfsfólkið hjá Samkeppnisstofnun brást vel við þegar það var beðið um að deila með lesendum uppáhaldsuppskriftinni sinni. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 252 orð

Vanilla

VANILLA er klifurplanta, upprunnin í Mexíkó. Hún er ræktuð þar, á eyjum í Indlandshafi og í Vestur- Indíum, vegna fræbelgjanna. Er nafnið fengið úr spænsku, vainilla, sem vísar til lögunar belgjanna. Þeir eru tíndir áður en þeir eru fullþroskaðir, settir í sjóðandi vatn og þurrkaðir. Þá setjast utan á þá vanillukrystallar, sem gefa hið þekkta vanillubragð og -lykt. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 1147 orð

V ið Esjuna býr herskari af jólasveinum

"Gullið er bara hollt og erlendis er iðulega stráð yfir eftirréttina gullflögum," sagði Hjördís Gissurardóttir sannfærandi og beið eftir að Guðbjörg R. Guðmundsdóttir kyngdi gullflögunni. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 838 orð

V illibráð á jólum Villibráðahlaðborðið er glæsilegt og flest sem á því er hefur Sigmundur Valdimar Kjartansson skotið sjálfur.

UNDANFARIN ár hefur hann staðið fyrir villibráðakvöldi þar sem vinir og vandamenn gæða sér á íslenskri villibráð, t.d. rjúpu, svartfugli, hreindýrakjöti, önd og gæs. "Við byrjuðum tveir félagar að standa að sérstökum villibráðakvöldum og þegar mest var í mat hjá okkur vorum við að elda fyrir um 240 manns. Það var alltof margt. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 708 orð

Þ að er hægt að gera svo margt með litlum tilkostnaði

Í haust ákváðum við að hafa tímann fyrir okkur og fórum út í garð og tíndum ýmislegt úr náttúrunni til að eiga í jólaskreytingarnar. Lesendum var þá ráðlagt að gera slíkt hið sama. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 551 orð

Þorskur, eplaflesk D ansað

HÚN segist einskis sakna frá Danmörku um jólin, foreldrar hennar koma yfirleitt hingað um miðjan desember og þá finnst henni jólin geta komið. Mette Pedersen fluttist hingað fyrir 10 árum en hún er gift Steinþóri Jónssyni. "Mér finnst alveg frábært að vera hérna um jólin eins og reyndar alltaf. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 35 orð

(fyrirsögn vantar)

Umsjón: Guðbjörg R. Guðmundsdóttir Ljósmyndir: Kjartan Þorbjörnsson (Golli) Hönnun: Sveinbjörn Kr. Stefánsson Umbrot: Oddgeir Guðfinnsson Höfundar efnis: Guðbjörg R. Guðmundsdóttir, Inger Anna Aikman, Margrét Þóra Þórsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir og Urður Gunnarsdóttir. Meira
30. nóvember 1997 | Blaðaukar | 279 orð

(fyrirsögn vantar)

Fyrsti sunnudagur í aðventu er í dag en nafnið aðventa þýðir að koma og verið að vitna til komu Krists. Einmitt um þessa helgi fara margir að undirbúa komu jólanna, baka, skreyta og huga að jólagjöfum. Það er ekki langt síðan margir kepptust við að baka sem flestar smákökutegundir og gefa það dýrar gjafir að marga mánuði tók að "vinna" upp jólin. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.