Greinar laugardaginn 10. janúar 1998

Forsíða

10. janúar 1998 | Forsíða | 180 orð

Chirac gagnrýnir atvinnustefnu Jospins

JACQUES Chirac Frakklandsforseti gagnrýndi stjórn Lionels Jospins forsætisráðherra annan daginn í röð í gær og áform hennar um að skapa 350.000 ungmennum atvinnu og stytta vinnuviku. Chirac sagði það ekki kunna góðri lukku að stýra að ætla að breyta atvinnuleysisskrám með því að skapa "sýndarstörf" á kostnað ríkissjóðs. Meira
10. janúar 1998 | Forsíða | 152 orð

Gagnlegir fundir með hryðjuverkamönnum

MO Mowlam, Írlandsmálaráðherra bresku stjórnarinnar, átti í gær viðræður við hryðjuverkamenn í Maze-fangelsinu á Norður-Írlandi til þess að freista þess að fá þá til að lýsa stuðningi við friðarumleitarnir með aðild allra aðila deilunnar þar í landi. Meira
10. janúar 1998 | Forsíða | 92 orð

Karpov meistari

ANATOLÍ Karpov varði heimsmeistaratign sína í skák í gær er hann bar sigurorð af indverska skákmeistaranum Viswanathan Anand í einvígi þeirra um heimsmeistaratitil FIDE, Alþjóðaskáksambandsins. Karpov gjörsigraði Anand í tveimur atskákum, sem háðar voru í gær eftir að þeir höfðu orðið jafnir í sex skáka einvígi. Meira
10. janúar 1998 | Forsíða | 232 orð

Knýr á um ráðstafanir í anda IMF

VAXANDI áhyggjur eru af efnahagsástandinu í Asíuríkjum og ákvað Bill Clinton Bandaríkjaforseti í gærkvöldi að senda Lawrence Summers aðstoðarfjármálaráðherra og sveit embættismanna til Suður-Kóreu, Indónesíu og Thailands um helgina til þess að leggja að ráðamönnum að grípa til efnahagsráðstafana í samræmi við tillögur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF). Meira
10. janúar 1998 | Forsíða | 276 orð

Litlar vonir um árangur

LITLAR vonir eru bundnar við að ferð sendinefndar Evrópusambandsins (ESB) til Alsír muni bera árangur, vegna takmarkana sem alsírsk yfirvöld setja starfi nefndarinnar. Hún heldur til Alsír innan hálfs mánaðar. Mannréttindasamtök hafa fagnað því að sendinefnd skuli loks fá að halda til Alsír en falla ekki frá þeirri kröfu sinni að sendinefnd Sameinuðu þjóðanna haldi til landsins. Meira
10. janúar 1998 | Forsíða | 78 orð

Mónakóskútan fyrst

Reuters SKIPVERJAR á skútunni Merit Cup frá Mónakó með Nýsjálendinginn Dalton Grant við stýrið fögnuðu ærlega er þeir komu fyrstir í mark á fjórða áfanga Whitbread hnattsiglingarinnar frá Sydney í Ástralíu til Auckland á Nýja-Sjálandi. Meira

Fréttir

10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 117 orð

10% söluaukning

MIKIL aukning varð á vörusölu í verslunum Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli í fyrra eða um 10% frá árinu á undan. Alls voru seldar vörur fyrir 2.844 milljónir í fyrra, þar af nam sala í komuverslun á neðri hæð flugstöðvarinnar 1.231 milljón. Sala á áfengi og tóbaki nam 834 milljónum, sala á tækjum 740 milljónum, á snyrtivörum 545 milljónum og sælgæti 417 milljónum. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 104 orð

13 í prófkjöri á Seltjarnarnesi

PRÓFKJÖR sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi fyrir bæjarstjórnarkosningar næsta vor fer fram 24. janúar næstkomandi. Frestur til að skila framboðum rann út 13. desember en samkvæmt prófkjörsreglum hefur kjörnefnd heimild til að bæta við fleiri nöfnum. Á fundi kjörnefndar 7. janúar ákvað kjörnefnd að bæta 5 manns við og verða eftirtaldir 13 einstaklingar í kjöri. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 224 orð

31 bifreið fer til heilsugæslustöðva

HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ undirbýr nú kaup eða leigu á 31 bifreið fyrir heilsugæslustöðvar víða um landið og gæti kostnaður orðið tæpar 70 milljónir. Þetta er meðal annars gert vegna óánægju lækna með að til þeirra væri gerð krafa um að þeir útveguðu bifreið, sem væri bundin fyrir neyðarútköll öllum stundum, án þess að fá nema akstursgjald samkvæmt kílómetramælingu fyrir. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 82 orð

Afhentu peningagjafir

Fiskiðjusamlag Húsavíkur færði á dögunum Starfsmannafélagi Fiskiðjusamlagsins, Björgunarsveitinni Garði og Leikfélagi Húsavíkur 100.000 kr. hverju að gjöf. Í máli Einars Svanssonar framkvæmdastjóra kom fram að Fiskiðjusamlag Húsavíkur vildi virða það góða samstarf sem það hafi átt í 50 ár við bæjarbúa því starfsemi þess hafi og sé mjög samofin sögu Húsavíkur. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 139 orð

Afli Samherjaskipa 200 þús. tonn í fyrra

AFLI Samherjaskipanna á síðasta ári nam samtals um 200.660 tonnum. Verðmæti aflans er metið á rúma 3,5 milljarða króna. Samtals sigldu 11 skip undir merkjum Samherja hf. á síðasta ári en þar af gerði fyrirtækið út Jón Sigurðsson GK og Guðbjörgu ÍS í 8 mánuði. Mesta aflaverðmæti ársins kom af frystitogaranum Baldvin Þorsteinssyni EA, alls um 678 milljónir króna en skipið aflaði um 7. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 298 orð

Andstaða við flutning Bankaeftirlits frá Seðlabanka

NEFND, skipuð af Finni Ingólfssyni viðskiptaráðherra, hefur lagt til að Bankaeftirlitið og Vátryggingaeftirlitið verði sameinuð í eina stofnun og jafnframt vakið máls á að starfsemi síðarnefndu stofnunarinnar verði flutt úr Seðlabankanum. Skoðanir eru skiptar innan Seðlabankans um þessar tillögur. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 168 orð

Annað bezta árið í sögu fyrirtækisins þrátt fyrir samdrátt

ÞRÁTT fyrir verulegan samdrátt í sölu ÍS á sjávarafurðum á síðasta ári, varð árið hið næstbezta í sögu fyrirtækisins. Samdrátturinn varð fyrst og fremst vegna uppsagnar samnings ÍS við UTRF á Kamtsjatka í Rússlandi. Árið 1996 seldi ÍS 62.000 tonn af fiskafurðum frá Kamtsjatka en aðeins um 18.000 tonn í fyrra. Alls seldi ÍS 128. Meira
10. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 175 orð

Atvinnuleysi nær nýju hámarki

ATVINNULEYSI í Þýzkalandi hélt áfram að aukast í desember samkvæmt opinberum tölum sem birtar voru í gær. Tala atvinnulausra hefur aldrei verið hærri frá lokum seinna stríðs, en það er áfall fyrir Helmut Kohl kanzlara sem stefnir að fimmta endurkjöri sínu í haust. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 237 orð

Aukin eftirspurn eftir laxveiðileyfum

MUN fleiri umsóknir um laxveiðileyfi hafa borist fyrir komandi sumar en fyrir sumarið í fyrra að sögn Bergs Steingrímssonar, framkvæmdastjóra Stangaveiðifélags Reykjavíkur, en á fimmtudagskvöld lauk fresti félagsmanna til að skila umsóknum sínum fyrir komandi sumar. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 253 orð

Aukningin 12% eftir frelsi í flugi

RÚMLEGA 27 þúsund fleiri farþegar fóru um stærstu innanlandsflugvelli landsins á síðasta ári en 1996 samkvæmt bráðabirgðatölum frá Flugmálastjórn. Farþegafjöldinn var 394.580 og er það metár í farþegaflutningum í innanlandsflugi. Fjölgunin var 12% síðari hluta árs eftir að samkeppni í innanlandsflugi kom til. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 40 orð

Barist um boltann

EKKI er algengt að börn og unglingar geti stundað boltaleiki úti við á þessum tíma árs. Því er um að gera að nota tækifærið eins og þessir krakkar, sem voru í fótbolta á Landakotstúni í gær. Meira
10. janúar 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Bjargstykki hrundi úr Fiskhellanefi

Vestmannaeyjum-Stórt bjargstykki hrundi úr Fiskhellanefi í Eyjum fyrir skömmu. Fiskhellar eru í mynni Herjólfsdals og á Þjóðhátíð er alltaf sigið bjargsig af Fiskhellanefi. Stykkið sem hrundi úr nefinu hefur vegið nokkur tonn og hrundi það beint niður í hlíðarnar undir Fiskhellum og myndaði þar stórt sár í grassvörðinn en bergið slútir talsvert þar sem hrunið varð. Meira
10. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 94 orð

Björg og Fjórir fjörugir

FJÓRIR fjörugir og Björg Þórhallsdóttir söngkona efna til þrettándagleði í Deiglunni í kvöld, laugardagskvöldið 10. janúar kl. 22. Fjóri fjörugir eru þeir Daníel Þorsteinsson á harmoníku, Björn Leifsson á klarínett, Jón Rafnsson á bassa og Karl Petersen á trommur. Þeir hafa allir leikið með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, m.a. Meira
10. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 237 orð

Blair segir velgengni evrósins Bretlandi í hag

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í ræðu sem hann hélt yfir japönskum viðskiptajöfrum í Tókýó í gær að það væri eindregið Bretlandi í hag að nýja Evrópumyntin, evróið, gengi vel, þrátt fyrir að Bretland hyggist standa utan Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) í fyrstu. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 97 orð

Braggar rifnir á Reykjavíkurflugvelli

STARFSMENN á Reykjavíkurflugvelli eru nú að rífa tvo bragga, sem staðið hafa á flugvellinum í rúmlega hálfa öld. Friðgeir Eiríksson, yfirverkstjóri hjá flugmálastjórn, sagði í gær að hér væri um að ræða tvær birgðaskemmur, sem Bretar hefðu reist á stríðsárunum. "Þarna hefur verið trésmíða- og rafmagnsverkstæði í 30 ár. Meira
10. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 374 orð

Bráðaskoðun á 211 nýlegum Boeing 737

BANDARÍSK flugmálayfirvöld hafa fyrirskipað að framkvæmd verði bráðaskoðun á 211 nýlega smíðuðum Boeing 737-þotum. Í tengslum við rannsókn flugmálastofnunarinnar (Federal Aviation Agency, FAA) á hrapi Boeing 737-300 farþegaþotu singaporíska flugfélagsins SilkAir í Indónesíu 19. desember sl. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 271 orð

"Brestir í samstarfi en meirihlutinn óbreyttur"

ÞAÐ eru komnir brestir í meirihlutasamstarfið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar en ekki er þó hætta á að samstarfinu verði slitið og fjárhagsáætlun bæjarins verður afgreidd, að sögn Ingvars Viktorssonar bæjarstjóra. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar bæjarins sl. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 194 orð

Dagblaðakaupum hefur verið hætt

FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur sagt upp áskriftum að DV, Degi og Morgunblaðinu. Hér er um að ræða áskrift að 100 eintökum af hverju blaði, sem hafa verið greiddar fyrir ráðuneyti, sjúkrastofnanir og sendiráð, svo eitthvað sé talið. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 537 orð

DagbókHáskólaÍslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 13.­17. janúar. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http: //www.hi.is Þriðjudagurinn 13. janúar: Dr. Peter Svenonius dósent við Háskólann í Tromsø flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla Íslands og Íslenska málfræðifélagsins kl. 17. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 628 orð

Deilt um refsiheimild vegna alsæluefnis

STARFSMENN heilbrigðisráðuneytis og ríkissaksóknara greinir á um hvort alsæluefnið MDEA hafi verið skilgreint sem ávana- og fíkniefni og þar af leiðandi hvort refsiheimild sé í lögum. Í fyrra voru tveir menn sýknaðir af ákæru um að hafa haft alsæluefnið undir höndum og maður sem handtekinn var með efnið í október í fyrra var ekki ákærður vegna þess. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 684 orð

Er orðin stærsta lúðrasveit landsins

Áramótatónleikar Lúðrasveitar verkalýðsins eru í dag, laugardag, í Ráðhúsi Reykjavíkur og hefjast þeir klukkan 14. Eggert Jónasson er formaður lúðrasveitarinnar. "Þetta er nýbreytni að vera með áramótatónleika í ráðhúsinu. Við höfum yfirleitt haldið hausttónleika í nóvember en ákváðum að breyta til í þetta skipti. Meira
10. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 158 orð

ESB-ríki brjóta umhverfislög

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hefur hótað átta aðildarríkjum málsókn vegna brota á umhverfislöggjöf sambandsins. Framkvæmdastjórnin tilkynnti í gær að hún hefði misst þolinmæðina gagnvart Lúxemborg og hygðist draga þarlend stjórnvöld fyrir Evrópudómstólinn vegna þess að þau hefðu ekki virt löggjöf frá 1986 um meðferð á tilraunadýrum. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 98 orð

Ferðastyrkir Letterstedtska sjóðsins

Ekki er um eiginlega námsstyrki að ræða heldur koma þeir einir til greina sem lokið hafa námi en hyggja á frekari rannsóknir eða þekkingarleit á starfssviði sínu svo sem við rannsóknir á vísinda- og fræðastofnunum eða með þátttöku í fundum eða ráðstefnum. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 520 orð

Flugið tryggt með 3,4 milljóna styrk

FLUGFÉLAG Íslands mun halda áfram áætlunarflugi til Raufarhafnar yfir vetrarmánuðina og verður flugið styrkt með framlagi úr ríkissjóði en á fjárlögum ársins er heimild fyrir 3,4 milljóna kr. fjárveitingu til að halda uppi flugsamgöngum við Raufarhöfn og Kópasker. Þessi niðurstaða varð ljós í gær eftir fund Halldórs Blöndal samgönguráðherra, oddvita og sveitarstjóra Raufarhafnarhrepps. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 136 orð

Fræðslukvöld um þroskafrávik

Í TILEFNI af Alþjóðlegum geðheilbrigðisdegi hinn 10. október sl. sem helgaður var málefnum barna með geðheilsuvanda var ákveðið af starfsfólki barna- og unglingageðdeildar Landspítalans að bjóða upp á fræðslu til almennings tíunda hvers mánaðar í tíu skipti. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 85 orð

Fugladauðinn í rannsókn

NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN Íslands hefur nú fengið til rannsóknar einn af átta fuglum sem fundust dauðir í Víkurfjöru um síðustu helgi. Arnór Sigfússon hjá Náttúrufræðistofnun sagði eftir að hafa rannsakað fuglinn að hann hefði verið mjög horaður en ekkert fundist í fiðri. Fuglinn, sem var ungur æðarfugl, hafi því sennilega drepist úr hungri. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 179 orð

Gengið á reka á suðurströnd Reykjanesskagans

ÚTIVIST stóð sl. vetur fyrir raðgöngu meðfram vesturströnd Reykjanesskagans. Með raðgöngunni var minnt á þann þátt í daglegu lífi þeirra sem bjuggu við sjávarsíðuna að ganga með sjónum og kanna hvort hann hefði skolað einhverju nýtanlegu að landi og þá sérstaklega eftir sterka hafátt og stórstraumsflæði. Meira
10. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 55 orð

Gengið í geimnum

RÚSSNESKI geimfarinn Pavel Vinogradov fyrir utan geimstöðina Mír í gær þar sem hann var að athuga leka í einu af hylkjum stöðvarinnar. Vinogradov og Anatoíj Solovjov, leiðangursstjóri, luku öllum þeim verkum sem áætluð voru í þessari geimgöngu og tók það þá einungis þrjár klukkustundir í stað sex sem áætlaðar höfðu verið. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 434 orð

Gengið lengra en gert var ráð fyrir

TILLAGA Fossvirkis að fyrirkomulagi brunavarna í Hvalfjarðargöngum liggur fyrir og er nú til skoðunar hjá Vegagerðinni og verkfræðistofunni Hniti, sem er eftirlitsaðili með verkinu fyrir hönd verkkaupans, Spalar. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 203 orð

Gigtarfélagið efnir til námskeiða

Á VORMISSERI 1998 mun Gigtarfélag Íslands standa fyrir nokkrum námskeiðum. Læknar, sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar munu fjalla um ákveðna gigtarsjúkdóma, líkamsvitund og slökunarsjúkdóma. Líkamsvitundarnámskeið hefst í lok janúar. Leiðbeinandi verður Hulda B. Hákonardóttir, sjúkraþjálfari og mun hún fjalla um líkamsvitund og sjálfstyrkingu. Námskeiðið verður tíu mánudaga kl. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 77 orð

Handtekinn eftir eltingarleik

ÖKUMAÐUR sem fór yfir á vitlausan vegarhelming og ók utan í bíl við Stekkjarbakka í Breiðholti í gær var handtekinn af lögreglu eftir nokkurn eltingarleik. Maðurinn, sem grunaður er um ölvun við akstur, ók strax af vettvangi eftir áreksturinn. Ökumaður hins bílsins hóf eftirför og hringdi í lögreglu úr farsíma. Meira
10. janúar 1998 | Miðopna | 343 orð

Háseti á loðnubát gæti tapað 1,1 milljón

LÍÚ hefur reiknað út hugsanlegt tekjutap áhafnar á loðnuskipi, komi til mánaðar verkfalls á loðnuvertíðinni. Samkvæmt því gæti hásetinn tapað allt að 1,2 milljónum króna og skipstjóri 3,5 milljónum króna miðað við að skipið aflaði rúmlega 8.500 tonna á því tímabili. Á síðasta ári var hásetahluturinn úr þessum afla um 890.000 krónur en síðan hefur verð á loðnu upp úr sjó hækkað um 30%. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 136 orð

Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumanna

HINN árlegi hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara verður haldinn í kvöld, 10. janúar, í Hótel- og matvælaskóla Íslands í Kópavogi. Þar munu 25 af færustu matreiðslumeisturum landsins matreiða 10 rétta hátíðarmatseðil og verða réttirnir bornir fram af um 15 þjónum. Meira
10. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 453 orð

Heimsóknin talin hafa minnkað spennu

BORGARARNIR hafa ekki aðeins réttindi, heldur einnig skyldur. Þetta hafa landar Poul Nyrup Rasmussens oft fengið að heyra af munni forsætisráðherrans og þessa sömu ábendingu hafa Færeyingar einnig fengið að heyra í heimsókn Nyrups þar, er hann undirstrikaði ábyrgð Færeyinga sjálfra, þó Danir láti fé af hendi rakna til ríkisbúskaparins færeyska. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 267 orð

Hélt fyrirlestur um kvótakerfið í Washington

HANNES Hólmsteinn Gissurarson hélt hádegisverðarerindi um skipulag fiskveiða hjá Cato Institute í Washingtonborg í desember síðastliðnum auk þess sem hann sat þar kvöldverðarboð Heritage Foundation ásamt Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Breta. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 99 orð

Hljóðfæraleikarar samþykkja nýja samninga

HLJÓÐFÆRALEIKARAR í Sinfóníuhljómsveit Íslands hafa samþykkt nýjan kjarasamning félagsmanna. Samningurinn hljóðar upp á 25% launahækkun auk þess sem nú verða einungis einir fastir tónleikar á viku og 6 sinnum á ári verða tónleikar á laugardögum, aðrir tónleikar verða greiddir í yfirvinnu. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 189 orð

Hótel Ísland verður Broadway

ÓLAFUR Laufdal veitingamaður hefur ákveðið að breyta nafninu á skemmtistaðnum sem hann hefur rekið við Ármúla undanfarin 10 ár. Nafnið Hótel Ísland mun víkja fyrir nafninu Broadway, en það var heitið á skemmtistað sem Ólafur rak við Álfabakka í Mjódd á árunum 1981 til 1989. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 131 orð

Hvalveiðar hefðu haft áhrif á ferðaval

RÚMLEGA helmingur erlendra ferðamanna sem svöruðu spurningum um ferðamál í sumar, sögðu að það hefði haft mjög neikvæð eða frekar neikvæð áhrif á ákvörðun um Íslandsferð ef Íslendingar væru hvalveiðiþjóð. Meira
10. janúar 1998 | Miðopna | 2059 orð

Hvernig á að verðleggja fisk af Íslandsmiðum?

Kjaradeila sjómanna og útgerðarmanna er í hörðum hnút Hvernig á að verðleggja fisk af Íslandsmiðum? Forystumenn sjómanna segjast hafa sett fram a.m.k. fjórar leiðir til lausnar deilunni um verðmyndun á fiski, en LÍÚ hafi hafnað þeim öllum. Meira
10. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 172 orð

Höfðakirkjugarður yfir Þórunnarstræti

KIRKJUGARÐAR Akureyrar hafa sent bæjaryfirvöldum á Akureyri bréf og fara í því þess á leit að við skipulag á svæðinu vestan Þórunnarstrætis verði gert ráð fyrir þörf Höfðakirkjugarðs á stækkun til vesturs, yfir götuna. Bæjarráð fjallaði um erindið á fundi í vikunni og vísaði því til skipulagsdeildar og skipulagsnefndar til umfjöllunar. Meira
10. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 157 orð

Höfði hafmeyjar skilað

"VIÐ erum viss um að þetta var karlmaður og hann virtist einn á ferð," segir Maríanna Friðjónsdóttir, framkvæmdastjóri tæknideildar TV Danmark, en höfðinu af litlu hafmeyjunni var skilað að bakinngangi stöðvarinnar í fyrrinótt. Meira
10. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 207 orð

Kaczynski vill verja sig sjálfur

THEODORE Kaczynski, sem grunaður er um að vera svonefndur Unabomber, er talinn hafa reynt að fyrirfara sér í fangaklefa sínum aðfaranótt fimmtudags, skömmu áður en hann kom öllum á óvart í réttarsalnum með því að fara fram á að flytja málsvörn sína sjálfur. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 126 orð

LEIÐRÉTT Minningargrein

Í BLAÐINU í gær var nafni Magnúsar E. Finnssonar ofaukið í undirskrift minningargreinar um Svanfríði Jónsdóttur, greinina skrifaði Guðmunda Helgadóttir. Rangt föðurnafn RANGT var farið með föðurnafn Ármanns Kr. Ólafssonar í frétt í blaðinu í gær um prófkjör sjálfstæðismanna í Kópavogi. Velvirðingar er beðist á mistökunum. Meira
10. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 245 orð

Leyfið fellt úr gildi

UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hefur fellt úr gildi úrskurð sinn frá því í maí árið 1996 um að eigendum Hótels Norðurlands væri heimilt að byggja fjórðu hæðina ofan á hótelið án þess að krafa yrði gerð um að lyfta yrði sett í húsið. Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti í nóvember árið 1995 að leyfa byggingu fjórðu hæðar Hótels Norðurlands án þess að gera kröfu um lyftu í húsið. Meira
10. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 75 orð

Mannskæð flóð í Brasilíu

AÐ minnsta kosti fjórir fórust og mörg hundruð manns misstu heimili sín í gífurlegu úrhelli sem setti allt úr skorðum í stórum hluta Rio de Janeiro í fyrrinótt. Úrhellið olli miklum flóðum og drukknuðu tveir eða þrír. Sá fjórði varð undir tré sem brotnaði Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 105 orð

Málfræðifyrirlestur í HÍ

DR. PETER Svenonius, dósent við Háskólann í Tromsø, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla Íslands og Íslenska málfræðifélagsins þriðjudaginn 13. janúar kl. 17.15 í stofu 311 í Árnagarði. Meira
10. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 144 orð

MESSUR

AKUREYRARKIRKJA: Guðþsjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag. Athugið breyttan messutíma. Biblíulestur í Safnaðarheimilinu kl. 20.30 á mánudagskvöld. Mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu frá kl. 10 til 12 á miðvikudagsmorgun, kaffi og spjall. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 17.15 á fimmtudag. Bænarefnum má koma til prestanna. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli á morgun kl. 11, sunnudag. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 251 orð

Minningarsjóður Gunnars Thoroddsen styrkir Stórsveit Reykjavíkur

STYRKVEITING úr Minningarsjóði Gunnars Thoroddsen fór fram í þrettánda sinn laugardaginn 3. janúar sl. Sjóðurinn var stofnaður af hjónunum Bentu og Valgarð Briem 29. desember 1985 þegar liðin voru 75 ár frá fæðingu Gunnars. Sjóðurinn er í vörslu borgarstjórans í Reykjavík sem ákveður úthlutun úr honum að höfðu samráði við frú Völu Thoroddsen. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 609 orð

Mælt með þjálfun í slæmum veðurskilyrðum í flughermi

MEÐAL tillagna í öryggisátt sem Rannsóknarnefnd flugslysa leggur til í framhaldi af rannsókn sinni á flugatviki 16. ágúst sl., þegar Metró flugvél Flugfélags Íslands, TF JML, lenti í alvarlegri ókyrrð yfir Ísafjarðardjúpi, er að Flugmálastjórn skyldi flugrekendur til að nota flugherma við þjálfun flugmanna þessara véla í slæmum veðurskilyrðum. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 166 orð

Nautakjöt hækkar í verði

VERÐ á ungnautakjöti hækkaði til bænda um 4% í byrjun ársins. Verð á kýrkjöti breyttist ekki og verð á kálfakjöti lækkaði um 4-14%. Búist er við að hækkunin leiði til 2til 3% hækkunar á smásöluverði ungnautakjöts. Samkvæmt upplýsingum Guðbjörns Árnasonar, framkvæmdastjóra Landssambands kúabænda, er verð á ungneytakjöti háð markaðsaðstæðum á hverjum tíma. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 99 orð

Námskeið um ævintýraleiki

NÁMSKEIÐIÐ Leikurinn öflugt boðunartæki verður haldið í Biblíuskólanum við Holtaveg laugardaginn 17. janúar kl. 13­18. Viðfangsefni námskeiðsins er leikurinn, möguleikar og samhengi leiksins í starfi og boðun. Sérstaklega verður fjallað um ævintýraleiki og þátttakendur leysa verkefni og vinna hugmyndavinnu sem tengist viðfangsefninu. Meira
10. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 97 orð

Neyðarástand í Ottawa

SNJÓKOMA og frostregn settu allt úr skorðum víða í Quebec og Ontario í Kanada í gær, annan daginn í röð, og eru tíu dauðsföll rakin til afleiðinga veðursins. Í höfuðborginni Ottawa, þar sem vegfarendur fetuðu sig áfram í þæfingsfærð undir klakabrynjuðum trjám, var lýst yfir neyðarástandi. Hefur slíkt ekki áður verið gert í borginni. Meira
10. janúar 1998 | Landsbyggðin | 194 orð

Nóg af heitu vatni í nágrenni Stykkishólms

HEITT vatn fundist á bænum Arnarstöðum í Helgafellssveit, eins og greint var frá í Morgunblaðinu á fimmtudag. Ólafur Hilmar Sverrisson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, segist telja það mjög jákvæð tíðindi, sérstaklega ef rétt reynist að vatnið á Arnarstöðum sé frá öðru kerfi en það vatn sem fundist hefur á nágrannabænum Hofstöðum. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 197 orð

Ný stöð bætist við Fjölvarpið

NÝRRI sjónvarpsstöð, European Business News (EBN), var um áramótin bætt í hóp þeirra ellefu erlendu stöðva sem endurvarpað er í gegnum útsendingarkerfi Fjölvarps Íslenska útvarpsfélagsins hf. Að sögn Hreggviðs Jónssonar forstjóra Íslenska útvarpsfélagsins flytur EBN-stöðin viðskiptafréttir allan sólarhringinn. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 62 orð

Óhefðbundnar lækningar ræddar á fundi Styrks

OPIÐ hús verður hjá Styrk í Skógarhlíð 8 mánudaginn 12. janúar. Helgi Sigurðsson krabbameinslæknir ræðir um óhefðbundnar lækningar. Kaffiveitingar. Föstudaginn 30. janúar verður þorrablót í Skógarhlíð 8 og hefst það kl. 19.30. Hljómsveitin Capri leikur fyrir dansi. Miðaverð er 1.200 kr. Miðar verða seldir fimmtudag 15. janúar og fimmtudag 22. janúar kl. 16.30­18.30 í Skógarhlíð 8. Meira
10. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 148 orð

Óskað eftir stækkun Krossanesverksmiðju

KROSSANES hf. hefur sótt um nýtt starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðju sína en leyfið rann út um nýliðin áramót. Jafnframt því að sótt er um nýtt starfsleyfi fyrir verksmiðjuna til fjögurra ára er óskað eftir því að heimiluð verði aukning á afkastagetu verksmiðjunnar úr 550 tonnum á sólarhring í 750 tonn af hráefni á sólarhring. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 204 orð

Stáltáin bjargaði

MAÐUR slapp með mar á rist þegar tveggja tonna steypusíló losnaði úr festingum og féll á fót hans þar sem hann var við vinnu við nýja álverið á Grundartanga. Það sem bjargaði var að skór mannsins eru með stáltá. Þetta er fjórða vinnuslysið við álversframkvæmdirnar á einni viku. Meira
10. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 688 orð

Sterkar vísbendingar um jákvæð áhrif grænmetis

HÁTT hlutfall ávaxta og grænmetis í fæðu og lágt hlutfall af rauðu kjöti og áfengi, ásamt reglulegri líkamsrækt og mátulegri líkamsþyngd, getur dregið verulega úr hættunni á mörgum tegundum krabbameins. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 78 orð

Stolinna bíla leitað

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir tveimur bílum sem stolið var nýlega. Biður hún þá sem gætu gefið upplýsingar um þá að hafa samband. Annars vegar er um að ræða R 26099, sem er Honda Civic árgerð 1986. Bíllinn er hvítur og var honum stolið frá Kringlunni 15. desember sl. Hins vegar HP 171, sem er Saab 900 árgerð 1986. Sá bíll er blár og var honum stolið frá Dúfnahólum 2, 2. eða 3. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 28 orð

Suðuvinna í veðurblíðu

Suðuvinna í veðurblíðu VEÐURFAR hefur lítið truflað hvers kyns útiverk í vetur og þessir járnsmiðir gátu því óhikað stundað suðuvinnu sína við tanka á Grandagarði við Reykjavíkurhöfn. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 1057 orð

Taugar Anands brugðust í lokin

Anatólí Karpov varði heimsmeistaratitil sinn. Hann vann báðar framlengingarskákirnar í gær. KARPOV sigraði í einvíginu með fimm vinninga, en Anand hlaut þrjá. Indverjinn fékk óskabyrjun í framlengingunni í gær er hann vann snemma peð í fyrri skákinni og átti að auki miklu meiri umhugsunartíma aflögu en Karpov. En þá gerðist eitthvað sem erfitt er að útskýra. Meira
10. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 81 orð

Tillaga um systkinaafslátt á leikskólum

BÆJARRÁÐ Akureyrar leggur til að frá næstu mánaðamótum, 1. febrúar næstkomandi verði gefinn systkinaafsláttur af dvalargjöldum í leikskólum og skólavistunum hjá Akureyrarbæ. Gengið er út frá þeirri viðmiðun að gjald fyrir yngsta barn verði greitt að fullu, 25% afsláttur er gefinn vegna eldri systkina, hvort sem þau eru í leikskóla eða skólavistun og vegna barna, Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 367 orð

Tveir einstaklingar hafa réttarstöðu grunaðra manna

RANNSÓKN á meintri fölsun listaverka miðar áfram að sögn Arnars Jenssonar, yfirlögregluþjóns hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, og beinist grunur að tveimur mönnum, sem hann vildi ekki segja hvar væru búsettir. "Tveir menn hafa verið með réttarstöðu sakborninga eða grunaðra manna í þessari rannsókn," sagði Arnar. "Þetta eru tveir Íslendingar. Meira
10. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 79 orð

Tvær lyftur verða opnaðar

TALSVERT hefur snjóað í Hlíðarfjalli síðustu sólarhringa og er nú kominn ágætis skíðasnjór. Tvær lyftur verða opnaðar á morgun, laugardag, og verður opið í fjallinu frá kl. 11 til 16 um helgina. Einnig verður lögð 3,5 kílómetra löng göngubraut þar sem aðstæður eru mjög góðar. Meira
10. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 79 orð

Umfangsmiklar breytingar á Sléttbak EA

UMFANGSMIKLAR breytingar standa yfir á Sléttbak EA, frystitogara Útgerðarfélags Akureyringa hf., hjá Slippstöðinni hf. Fyrir áramót var öllum skipverjum sagt upp, um 30 manns, en ráðgert er að skipið haldi aftur til veiða í lok febrúar. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 86 orð

Varðhald Hollendings framlengt

FRAMLENGT hefur verið, til 20. febrúar, gæsluvarðhald yfir Hollendingi sem tekinn var með 900 e-töflur í Keflavík 11. desember sl. Rannsókn málsins er á lokastigi og svo er einnig um rannsókn smygls sænskrar konu á 1.100 e-töflum og 300-400 skömmtum af LSD. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 324 orð

Vélstjórar íhuga frestun á verkfalli

ENGINN árangur varð í gær af fundum hjá ríkissáttasemjara í deilu sjómannasamtakanna og Landssambands íslenskra útvegsmanna. Vélstjórar eru að íhuga að fresta verkfalli fram að mánaðamótum, en boðað verkfall þeirra átti að koma til framkvæmda 16. janúar. Meira
10. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 753 orð

Virðist ekki berast milli manna

RANNSÓKNIR sem fyrir liggja á útbreiðslu fuglaflensunnar svokölluðu í Hong Kong benda ekki til þess að hún smitist manna á milli, heldur berist úr fuglum í menn. Þó eru undantekningartilfelli sem benda til þess að veiran geti borist milli manna en ekki er vitað um að neinn hafi smitast af fuglaflensu frá 28. desember sl., daginn sem hafist var handa við að slátra um einni milljón kjúklinga. Meira
10. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 52 orð

Þorri gengur brátt í garð

ÞAÐ fá eflaust ýmsir vatn í munninn þegar þeir sjá Þórarin matreiðslumeistara með matinn sem hann ætlar að bjóða viðskiptavinum sínum á þorranum. Nú styttist óðum í að matmenn taki gleði sína, því þorrinn byrjar eftir tæpan hálfan mánuð. Bóndadagurinn er að þessu sinni föstudaginn 23. janúar. Meira
10. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 92 orð

Þrettándagleði frestað

ÖÐRU sinni verður að fresta hinni árlegu þrettándagleði Íþróttafélagsins Þórs, en samkvæmt upplýsingum sem Þórsarar hafa fengið frá Veðurstofunni mun hitastig næstu daga vera 0­+4 gráður, þannig að vallarsvæði félagsins þolir ekki þann mannfjölda sem jafnan sækir þrettándagleðina. Hlýindi og rigningar um og eftir áramót gerðu að verkum að vallarsvæðið varð að einu drullusvaði. Meira
10. janúar 1998 | Miðopna | 270 orð

Þýðir 116.000 kr. launahækkun á mánuði

LÍÚ hefur komizt að þeirri niðurstöðu að krafa vélstjóra um aukinn skiptahlut í núverandi kjaradeilu svari til 116.000 króna launahækkunar, sé tekið mið af meðallaunum þeirra. Þessar upplýsingar koma fram í fréttabréfi LÍÚ, Útveginum, sem kemur út nú um helgina. Meira
10. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 311 orð

(fyrirsögn vantar)

GORDON Brown, fjármálaráðherra Bretlands, telur að Tony Blair, forsætisráðherra, hafi rofið sáttmála þeirra í millum um að Blair myndi láta Brown eftir leiðtogaembættið í Verkamannaflokknum kæmi til leiðtogakjörs. Er þessu haldið fram í ævisögu Browns sem gefin verður út á næstunni. Ævisagan er rituð af blaðamanninum Paul Routledge, sem segir hana ritaða í fullri samvinnu við ráðherrann. Meira

Ritstjórnargreinar

10. janúar 1998 | Staksteinar | 371 orð

»Hvað stangast á annars horn SÍÐASTLIÐINN fimmtudag var birtur kafli úr ritstj

SÍÐASTLIÐINN fimmtudag var birtur kafli úr ritstjórnargrein Sveins Hannessonar, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, sem hann birti í jólablaði Íslenzks iðnaðar, þar sem fjallað var um stofnun Fjárfestingabanka atvinnulífsins og bar staksteinapistillinn fyrirsögnina "Ríkið eykur umsvif sín á fjármálamarkaði". En Sveinn fjallaði einnig um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins í þessum leiðara. Meira
10. janúar 1998 | Leiðarar | 578 orð

TRYGGINGA-STOFNUN OGALMANNAHEILL

leiðari TRYGGINGA-STOFNUN OGALMANNAHEILL ÓTT kjaradeila sérfræðinga, sem sagt hafa upp samningi sínum við Tryggingastofnun ríkisins, sé í hnút geta sjúklingar ekki slegið veikindum sínum á frest. Meira

Menning

10. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 329 orð

Að bjóða hættunni heim Á milli góðs og ills (Devil's Own)

Framleiðandi: Lawrence Gordon og Robet F. Colesberry. Leikstjóri: Alan J. Pakula. Handritshöfundar: David Aaron Cohen, Vincent Patrick og Kevin Jarre. Kvikmyndataka: Gordon Willis. Tónlist: James Horner. Aðalhlutverk: Brad Pitt, Harrison Ford, Ruben Blades, Margaret Colin, Treat Williams, George Hearn. 107 mín. Bandaríkin. Skífan 1998. Útgáfudagur: 7. janúar. Meira
10. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 661 orð

Á bak jólum SJÓNVARP Á LAUGARDEGI

ÞÁ ER hvunndagurinn aftur genginn í garð eftir þrálátt hátíðahald um jól og nýár, þegar ekki linnti barnakæti, árnaðaróskum og sprengingum svo undir tók í fjöllunum. Fréttir birtust jafnvel á þessum jólum um, að einn helsti andstæðingur jólanna síðustu tvo áratugi eða svo, Fidel Castro, Meira
10. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 227 orð

Howard vill ekki krydd í tilveruna ÞAÐ hafa ma

Umboðsmenn stúlknanna hafa undanfarnar vikur reynt að koma á fundi með forsætisráðherranum. Hann er hins vegar í sumarfríi með fjölskyldu sinni á norðurströnd New South Wales og neitaði að gera hlé á fríinu vegna kryddstúlknakomunnar. Meira
10. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 187 orð

Hörð í samningum

LEIKKONAN Neve Campbell skaust upp á stjörnuhimininn eftir að hún lék aðalhlutverkið í spennutryllinum "Scream". Í kjölfarið lék hún í "Scream 2" sem var frumsýnd vestra nú í desember og fékk mjög góðar viðtökur. Nú er svo komið að sjónvarpsleikkonan Neve Campbell hefur efni á því að neita verkefnum og bíða margir í ofvæni eftir svari hennar um að leika í þriðju "Scream"-myndinni. Meira
10. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 87 orð

Jagger raddlítill

ROKKHLJÓMSVEITIN Rolling Stones hefur aflýst tveimur tónleikum í tónleikaferð sinni um Bandaríkin og Kanada vegna veikinda Micks Jaggers, söngvara sveitarinnar, en hann er með raddbandabólgu. Hljómsveitin átti að leika í Syracuse í New York-ríki og Toronto í Kanada en tónleikunum hefur nú verið frestað fram á vor. Meira
10. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 57 orð

Kínversk áramót undirbúin

NÝJU ári samkvæmt kínversku tímatali verður fagnað hinn 28. janúar næstkomandi með tilheyrandi hátíðarhöldum. Í Singapore búa um 3,6 milljónir manna en þar af eru 76 prósent þeirra af kínverskum uppruna og fagna áramótunum svo síðla. Listamaðurinn á myndinni var að ljúka við risastóran dreka sem verður til sýnis fyrir utan verslunarmiðstöð í Singapore. Meira
10. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 110 orð

Líf eftir Bond

LEIKKONAN Talisa Soto fer með stórt hlutverk í kvikmyndinni Mortal Kombat sem frumsýnd var í gær í Stjörnubíói og Laugarásbíói, en kvikmyndin er gerð í anda vinsælla og jafnframt umdeildra tölvuleikja. Glöggir kvikmyndahúsagestir kannast sjálfsagt við leikkonuna úr Bond-myndinni "Licence to Kill" þar sem hún lék Lupe Lamora og átti vitaskuld vingott við 007. Meira
10. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 193 orð

Ljúfa lífinu lokið

ÓLÁTABELGURINN Liam Gallagher í bresku hljómsveitinni Oasis segist hafa lagt hið ljúfa líf á hilluna og hyggst helga sig fjölskyldulífinu og eignast börn. Þetta kemur fram í viðtali í tímaritinu GQ við söngvarann og segist hann orðinn leiður á að sniffa eiturlyf og vill fremur eiga rólegt kvöld með eiginkonunni Patsy Kensit. "Núna, þegar ég hef Pats líður mér best með henni. Meira
10. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 57 orð

Lögreglan eyðileggur klámefni

LÖGREGLUMENN í Hong Kong lögðu 75 þúsund mynddiska með klámefni á gólf lögreglustöðvarinnar áður en þeir voru eyðilagðir með bryndreka sem keyrði yfir þá nú í vikunni. Geisladiskarnir voru hluti af vörum sem lögreglan gerði upptækar í 400 áhlaupum árið 1997 þar sem 155 manns voru handtekin fyrir útgáfu eða eign á klámfengnu efni. Meira
10. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 249 orð

Rolling Stones vinsælastir

ÖLDUNGARNIR í Rolling Stones voru sú hljómsveit sem reyndist hafa mesta aðdráttarafl á bandaríska tónleikagesti á síðasta ári, samkvæmt árlegu yfirliti fyrirtækisins Pollstar. Alls eyddu bandarískir neytendur 1,3 milljörðum dollara í popptónleika á síðastliðnu ári og er það næstmesta upphæðin nokkurn tímann. Meira
10. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 748 orð

Spáð í spilin PlötutíðindiGAGNRÝNE

GAGNRÝNENDUR tónlistar keppast við að spá í spilin fyrir árið 1998 og sýnist sitt hverjum. Svo virðist sem Kryddpíurnar eigi ekki eins upp á pallborðið og áður og að Prodigy, sem hafði verið hampað sem "nýjum Bítlum", nái ekki eins almennri hylli og búist hafði verið við. Meira
10. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 213 orð

Taugatitringur og öskur

BOÐSÝNING var haldin á vegum Club FM og Sjörnubíós á spennuhrollvekjunni "I Know What You Did Last Summer" síðasta fimmtudag. Club FM er skemmtanaklúbbur fólks á aldrinum 18 til 35 ára og hefur höfuðstöðvar sínar á Skuggabarnum. Mjög góð mæting var hjá klúbbfélögum sem fylltu Stjörnubíó og öskruðu og hrukku við í takt við spennutryllinn. Meira
10. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 194 orð

Tónleikamynd með Pearl Jam væntanleg

EKKERT verður af gerð tónlistarmyndbands við smáskífu rokksveitarinnar Pearl Jam við lagið "Given to Fly", sem tímaritið Rolling Stone hafði greint frá að væri í bígerð. Áhangendur Seattle-sveitarinnar þurfa þó ekki að örvænta því hljómsveitin gefur út heimildarmynd í vor með upptökum af æfingum og tónleikum. Meira
10. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 220 orð

Umdeildar reglur akademíunnar FARIÐ hefur verið fram

FARIÐ hefur verið fram á að reglur Óskarsverðlauna akademíunnar verði endurskoðaðar en nýlega var tveimur erlendum kvikmyndum vísað frá vegna þess að þær höfðu verið sýndar í sjónvarpi. Það voru hin vinsæla "Shall We Dance?" og heimildarmyndin "Marcello Mastroianni: I Remember, Yes I Remember" sem stóðust ekki þessa kröfu akademíunnar. Meira
10. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 46 orð

Umdeilt myndband á markað

UMDEILT myndband með hljómsveitinni Prodigy við lagið "Smack My Bitch Up" verður gefið út óklippt á myndbandi í sumar, en sýningar á því hafa verið bannaðar víða, m.a. á MTV- sjónvarpsstöðinni. Einnig fylgja brot úr myndböndunum "Firestarter" og "Breathe" og tónleikaupptökur með Prodigy. Meira
10. janúar 1998 | Leiklist | 776 orð

Úlfur og lömb

Höfundur leikgerðar: Alexander Borodín eftir skáldsögu Ívans Túrgenjevs. Þýðandi: Ingibjörg Haraldsdóttir. Leikstjóri: Alexei Borodín. Leikmynd og búningar: Stanislav Benediktov. Lýsing: Lárus Björnsson. Hljóð: Baldur Már Arngrímsson. Dansar: Þórhildur Þorleifsdóttir. Meira
10. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 723 orð

(fyrirsögn vantar)

Stöð212.55 Fyrsta mynd dagsins er Veiðiþjófarnir (The Far Off Palace, '93) , prýðisgóð barna- og fjölskyldumynd sem segir af flótta tveggja ungmenna (Reese Witherspoon og Ethan Randall) undan veiðiþjófum í Kalahari-eyðimörkinni. Þeim til bjargar verður ungur búskmaður. Meira

Umræðan

10. janúar 1998 | Aðsent efni | 619 orð

Afgangur á ríkissjóði bætir lífskjör heimilanna

Á ÁRUNUM 1996 og 1997 varð afkoma ríkissjóðs mun betri en ætlað hafði verið í fjárlögum þessara ára. Árið 1991, þegar þriggja flokka ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar fór frá völdum og ríksstjórn Davíðs Oddssonar tók við, var greiðsluhalli ríkissjóðs 15 milljarðar króna á verðlagi þessa árs. Árið 1998 er hins vegar gert ráð fyrir 3 milljarða króna afgangi. Meira
10. janúar 1998 | Aðsent efni | 660 orð

Barnadauðinn í Írak og siðferðileg ábyrgð Íslands

ÞÖKK sé framtaki Ástþórs Magnússonar og samtaka hans að ógleymdri elju Elíasar Davíðssonar, að viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna á Írak og afleiðingar þess eru lítillega á dagskrá um þessar mundir. Meira
10. janúar 1998 | Aðsent efni | 1321 orð

Góðærið nær ekki til allra

SAGT er að liðið ár hafi verið gott ár. Afkoman í hinum mismunandi atvinnugreinum hafi verið góð og aldrei hafi veiðst meira úr sjó ef allt er með talið en það segir meira en nokkuð annað hvernig íslenskur búskapur hefur gengið fyrir sig á árinu. Meira
10. janúar 1998 | Aðsent efni | 1023 orð

Hvalsheitið gáshnallur

NOKKUR umræða hefur verið í fjölmiðlum um hvalinn, sem rak á fjörur rétt austan við Kálk á Búlandsnesi fyrir skemmstu, og menn ekki verið á eitt sáttir um nafn hans. Í fáeinum orðum langar mig að reyna að útskýra af hverju þessi ringulreið stafar. Veturinn 1996­1997 skrifaði ég bók um íslenska hvali, sem kom út á prenti haustið 1997. Meira
10. janúar 1998 | Bréf til blaðsins | 626 orð

Hver er guð vors lands?

BRÁTT stendur til að halda upp á aldamót. Þar á meðal annars að minnast þess að 1000 ár eru liðin frá kristnitöku á Íslandi. Mig langar til að biðja þig, lesandi góður, að hugleiða með mér hvað þessi orð segja. Ég bið þig að beita við það þeim eiginleikum sem við metum mest, svo sem réttsýni, heiðarleika, sanngirni og tillitssemi. Meira
10. janúar 1998 | Aðsent efni | 724 orð

Leikskólamál í Kópavogi

MIKLAR umræður hafa orðið á undanförnum árum um uppbyggingu á leikskólum hér á höfuðborgarsvæðinu. Þessar umræður hafa endurspeglað þá miklu þörf sem er fyrir þessa þjónustu sem sveitarfélögum er ætlað að sinna samkvæmt lögum um leikskóla. Bæjarstjórn Kópavogs hefur lengi haft á stefnuskrá að tryggja öllum börnum sem rétt eiga á leikskóladvöl, þjónustu við sitt hæfi. Meira
10. janúar 1998 | Aðsent efni | 563 orð

Lítil orðsending til Baltasars Kormáks

KÆRI Baltasar Kormákur. Haft hef ég spurnir af því, að á fjölmennu námskeiði um Hamlet hafir þú talið það til óþurftar, að í þýðingu minni á því leikriti vilji ég engu breyta. Þarna hefur þú ratað í undarlegan misskilning, sem mig langar til að leiðrétta. Meira
10. janúar 1998 | Aðsent efni | 455 orð

Mótandi hugsun Sturlu Böðvarssonar Því miður hefur

STURLA Böðvarsson sýnir undirrituðum þann óvænta heiður að nefna hann á nafn í fróðlegri grein sem þingmaðurinn birti í Morgunblaðinu á föstudag undir fyrirsögninni "Hið daglega brauð stjórnmálamanna". Tilefni þessara skrifa er m.a. fyrri hluti greinarkorns eftir þann sem þetta ritar sem birtist í Morgunblaðinu í ágúst á nýliðnu ári og fjallaði um Ísland og Evrópusambandið. Meira
10. janúar 1998 | Bréf til blaðsins | 122 orð

Nokkur orð til Ólafs Ólafssonar landlæknis Ásgeiri Valdimarssyni Long: ÞÚ viðurkennir að íslensk lög séu nú daglega brotin á

ÞÚ viðurkennir að íslensk lög séu nú daglega brotin á sjúkrahúsum landsins. (Sjónvarp 6.1. 1998). Þar sem þessi lögbrot hafa augljóslega viðgengist nokkuð lengi, án þess að dómsvaldið hafi gripið inn í, langar mig til þess að benda þér á að séu lög brotin ber að hegna þeim seku og refsa þeim á viðeigandi hátt. Meira
10. janúar 1998 | Aðsent efni | 319 orð

Nokkur orð um verðhækkun á mjólk

EINS OG fram hefur komið í fjölmiðlum að undanförnu hækkaði heildsöluverð á mjólk og mjólkurvörum hinn 1. janúar sl. á bilinu frá 3 til ríflega 4%. Verð í smásölu hefur verið gefið frjálst, svo gera má ráð fyrir að hækkunin fari út í verðlagið. Eðlilega mælast verðhækkanir ávallt illa fyrir hjá fólki og þá sérstaklega á tímum stöðugleika og lágrar verðbólgu. Meira
10. janúar 1998 | Aðsent efni | 1300 orð

Nýr búvörusamningur

RAGNAR Arnalds, alþingismaður, spurði landbúnaðarráðherra á síðasta þingi um hvað búið væri að selja greiðslumark frá mörgum bújörðum. Einnig spurði hann hvernig uppgjöri væri háttað við lánardrottna sem ættu veð í jörð, þegar beingreiðslurnar væru seldar frá jörðinni. Landbúnaðarráðherra hafði engin svör við fyrirspurn þingmannsins. Meira
10. janúar 1998 | Aðsent efni | 610 orð

Umboðsmaður Alþingis og blaðamennska DV

ÞAÐ var vonum seinna að Íslendingar stofnuðu árið 1987 embætti umboðsmanns Alþingis, sem ég hef raunar nefnt umboðsmann almennings, svo sem hann fyrst og fremst er. Þann atburð má telja eina mestu réttarbót hérlendis á síðustu áratugum þótt hljótt hafi farið. Það er eins og vera ber þegar vel er unnið. Umboðsmaður Alþingis, dr. Meira

Minningargreinar

10. janúar 1998 | Minningargreinar | 204 orð

Björn Magnús Magnússon

Sunnudaginn 4. janúar rétt fyrir klukkan tíu um morguninn var kallað á mig í símann þar sem ég lá sofandi uppi í rúmi. Um leið og ég heyrði röddina í pabba, vissi ég hvað hafði gerst. Afi var dáinn. Langar mig að þakka elsku afa mínum fyrir allar þær stundir sem við áttum saman og þá sérstaklega þær sem efst eru í huga mínum um þessar mundir. Manstu t.d. Meira
10. janúar 1998 | Minningargreinar | 147 orð

Björn Magnús Magnússon

Elsku afi. Þegar ég sit hér og skrifa þetta nístir söknuðurinn hjarta mitt en mér líður betur að vita að þér líður vel þar sem þú ert núna. Þú varst alltaf svo góður við okkur barnabörnin. Þú leyfðir okkur að vera með þér þegar þú varst að vinna við hina ýmsu hluti og aldrei kom það fyrir að okkur væri sagt að fara eða að við værum fyrir. Meira
10. janúar 1998 | Minningargreinar | 256 orð

Björn Magnús Magnússon

Fallinn er frá kær vinur. Þó að það eina sem við vitum með vissu sé að öll deyjum við er það alltaf sárt og óvænt. Bjössi frændi eins og við kölluðum hann var giftur Gunnu systur pabba. Þau voru okkur sem foreldrar og við systkinin nutum umhyggju þeirra og gestrisni daglega í uppvextinum rétt eins og við værum þeirra eigin börn. Meira
10. janúar 1998 | Minningargreinar | 317 orð

BJÖRN MAGNÚS MAGNÚSSON

BJÖRN MAGNÚS MAGNÚSSON Björn Magnús Magnússon fæddist í Fremri Hvestu í Arnarfirði 30. september 1918. Hann lést á Landspítalanum hinn 4. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Kristjánsson, bóndi, lengst af í Langabotni, Geirþjófsfirði, og kona hans, Hildur Bjarnadóttir. Björn var þriðji elstur af ellefu systkinum. Meira
10. janúar 1998 | Minningargreinar | 348 orð

Björn Magnússon

Ekki grunaði mig í sumar þegar við heimsóttum Bjössa og Gunnu á Bíldudal að þetta yrði síðasta sinn sem við færum saman í Langabotn. Þau voru eins og alltaf gestrisnustu hjón sem búið hafa á Íslandi og hafa, í mínum huga og minna, gefið því orði nýja merkingu, merkingu sem við höfum aldrei kynnst annars staðar og höfum við þó kynnst mörgum gestrisnum. Meira
10. janúar 1998 | Minningargreinar | 263 orð

Brynhildur Stefánsdóttir

Jólunum 1997 mun ég alrei gleyma. Þetta voru í senn yndisleg, gleðileg og erfið jól. Erfið á þann hátt að við vissum að við vorum að koma til landsins til að kveðja þig í hinsta sinn, elsku amma mín. Nú hefur þú lagt augun aftur. Ert horfin sjónum okkar, en ég veit að þú lifir áfram þó annars staðar sé og munt aldrei fara frá okkur. Meira
10. janúar 1998 | Minningargreinar | 312 orð

Brynhildur Stefánsdóttir

Elsku amma mín. Ég lærði og upplifði margt þau sumur sem ég var hjá þér og afa í sveitinni. Þú sast oft í stólnum þínum í horninu og prjónaðir þegar ég kom á vorin. Ég heilsaði þér með kossi og vissi að ég ætti að verða eftir hjá þér og afa og reyna að hjálpa til við búskapinn. Meira
10. janúar 1998 | Minningargreinar | 448 orð

Brynhildur Stefánsdóttir

Það er orðið langt síðan ég kom að Skáney í fyrsta sinn. Foreldrar mínir flutti frá Hólum í Hjaltadal til Reykjavíkur vorið 1928 og þá var ég og tveir bræður mínir vistaðir á Skáney um sumarið. Sumur mín á Skáney urðu mörg og öll mér mjög góð og gagnleg. Hestar voru þá mjög mikið notaðir og þar lærði ég að leggja við, ná hestum, hleypa þeim og taka þá til gangs. Meira
10. janúar 1998 | Minningargreinar | 311 orð

Brynhildur Stefánsdóttir

Elsku amma. Nú ertu farin. Þú veist kannski ekki hvað þú skilur eftir hjá okkur. Við lærðum öll að meta blómin, garðinn og skóginn þinn. Við sjáum þig fyrir okkur sitjandi í miðju beði, þú rótar í moldinni, færir til steina, segir okkur fyrir verkum og við snúumst í kringum þig. Meira
10. janúar 1998 | Minningargreinar | 424 orð

Brynhildur Stefánsdóttir

Á öðrum degi nýbyrjaðs árs andaðist tengdamóðir mín, Brynhildur Stefánsdóttir. Lauk þar hetjulegri baráttu hennar við illvígan sjúkdóm, en sú barátta hefur staðið á þriðja ár. Kynni mín af þá tilvonandi tengdamóður minni hófust með því að dóttir hennar bauð mér á sýningu Gullna hliðsins í Logalandi, en þar lék Brynhildur Vilborgu grasakonu með þeim ágætum að seint gleymist. Meira
10. janúar 1998 | Minningargreinar | 254 orð

Brynhildur Stefánsdóttir

Þitt hjartans mál var plöntur og gróður, hvort heldur voru blóm, runnar eða tré. Þess ber garðurinn þinn, skóggirðingin og allar þær plöntur sem þú gafst öðrum sem áhuga hafa á gróðri glöggt vitni. Fyrir 50 árum gróðursettu þú og Magnús heimaræktað íslenskt birki í garðinum við nýbyggt húsið ykkar. Meira
10. janúar 1998 | Minningargreinar | 264 orð

Brynhildur Stefánsdóttir

Í Borgarfirði gafst mér tækifæri og kjöraðstæður að kynnast húsbændum margra framúrskarandi heimila. Þar birtist ríkjandi áhugi fyrir aukinni fræðslu barna og unglinga. Alþýðufræðslan og menningaráhrifin frá Reykholtsskóla höfðu vakið almennan áhuga og verið aflvaki til róttækra framfara á þessu sviði. Meira
10. janúar 1998 | Minningargreinar | 285 orð

BRYNHILDUR STEFÁNSDÓTTIR

BRYNHILDUR STEFÁNSDÓTTIR Brynhildur Stefánsdóttir fæddist á Flateyri við Önundarfjörð á jólanótt árið 1922 og lést í Sjúkrahúsi Akraness 2. janúar síðastliðinn, 75 ára að aldri. Hún var elst fimm barna hjónanna Stefáns Brynjólfssonar, sjómanns frá Flateyri, og Guðfinnu Arnfinnsdóttur frá Lambadal í Dýrafirði. Þau eru bæði látin. Meira
10. janúar 1998 | Minningargreinar | 407 orð

Gísli Guðmundsson

Þessar línur eru úr ljóði sem Björn G. Björnsson orti árið 1960 á áttræðisafmæli Margrétar Benediktsdóttur á Staðarbakka. Þær eiga einnig vel við í dag þegar Gísli, sonur hennar, er kvaddur hinstu kveðju, 90 ára að aldri. Þegar ég sest niður til að rita örfá minningarorð um Gísla, föðurbróður minn, leita á hugann minningar frá æskuárunum. Í þessum minningum er Gísli alltaf nálægur. Meira
10. janúar 1998 | Minningargreinar | 941 orð

Gísli Guðmundsson

Það er svo tæpt að trúa heimsins glaumi, því táradaggir falla stundum skjótt, og vinir berast burt á tímans straumi, og blómin fölna á einni hélunótt." (Jónas Hallgrímsson.) Ég veit varla hvar skal byrja þegar ég rita þessar línur í minningu þína, elsku frændi. Meira
10. janúar 1998 | Minningargreinar | 647 orð

Gísli Guðmundsson

"Pabbi veistu hvað? Hann Gísli dó klukkan 7 í morgun." Þessar fréttir færði 6 ára dóttir mín mér í fjósið að morgni nýársdags. Hún virtist þó ekki taka þetta mjög alvarlega því að þetta var ekki það fyrsta sem hún vakti máls á er hún kom til mín í fjósið. Lái henni hver sem vill, 6 ára stúlku, sem í fyrsta sinn missir náinn ættingja. Meira
10. janúar 1998 | Minningargreinar | 746 orð

Gísli Guðmundsson

Elsku frændi er allur, langri göngu lokið þegar lífið kvaddi að morgni nýársdags, að baki rúm níutíu ár sorgar og gleði. Jafngamall búskapartíð foreldra sinna og afkomenda þeirra á lágsveitarbýlinu Staðarbakka í Miðfirði. Minningar ljúfar og góðar koma upp í hugann ein af annarri og ekki laust við að tár væti tóft og telji fleiri en eitt og fleiri en tvö þegar hugsað er til þessa sómamanns. Meira
10. janúar 1998 | Minningargreinar | 284 orð

GÍSLI GUÐMUNDSSON

GÍSLI GUÐMUNDSSON Gísli Guðmundsson, Staðarbakka, var fæddur í Hnausakoti í Miðfirði 29. apríl 1907. Hann lést í Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 1. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Elísabet Benediktsdóttir frá Bjargarstöðum, f. 15. júlí 1880, d. 9. maí 1967, og Guðmundur Gíslason frá Hnausakoti, f. 6. mars 1874, d. 18. Meira
10. janúar 1998 | Minningargreinar | 168 orð

Guðrún Jóhanna Einarsdóttir

Þegar við hjónin fluttum frá Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði til Hveragerðis þá var það lán okkar að í næsta húsi bjuggu Jóhanna Einarsdóttir frá Brekku í Fáskrúðsfirði og hennar ágæti maður Bragi Guðmundsson. Jóhönnu þekktum við lítillega sem unga stúlku og nú endurnýjuðust gömul kynni. Ekki var hægt að eiga betri nágranna en þau hjón. Þau voru alltaf reiðubúin að aðstoða okkur á alla lund. Meira
10. janúar 1998 | Minningargreinar | 301 orð

Guðrún Jóhanna Einarsdóttir

Þegar jólaundirbúningurinn stóð sem hæst og tilhlökkun okkar fyrir hátíð ljóss og friðar færði okkur innri ró fréttum við af andláti vinkonu okkar og félaga, Jóhönnu Einarsdóttur. Það var eins og tíminn stæði í stað, glys og skraut einskis vert, hátíðin framundan breytti um svip. Meira
10. janúar 1998 | Minningargreinar | 604 orð

Guðrún Jóhanna Einarsdóttir

Jóhanna hans Braga er fallin frá í blóma lífsins. Ég vil í nokkrum orðum minnast konu sem mér og minni fjölskyldu þótti afar vænt um. Mikill er missirinn af Jóhönnu, þar fór saman hjartahlý kona sem fyrst og fremst hugsaði um aðra og vildi allt fyrir aðra gera sem í hennar valdi stóð. Meira
10. janúar 1998 | Minningargreinar | 208 orð

Guðrún Jóhanna Einarsdóttir

Elsku mamma mín, ég sakna þín óbærilega, ég vildi að eitthvað væri til sem læknað gæti þennan sársauka og tómleika í hjarta mínu. Ég reyni að hugsa um að nú þarftu ekki að kveljast lengur. Ég trúi og treysti að þú sért í ljósinu hjá Guði, með ömmu, Ómari bróður og öðrum ástvinum, ég veit þú ert á góðum stað. Meira
10. janúar 1998 | Minningargreinar | 28 orð

GUÐRÚN JÓHANNA EINARSDÓTTIR

GUÐRÚN JÓHANNA EINARSDÓTTIR Guðrún Jóhanna Einarsdóttir var fædd á Stöðvarfirði 25. febrúar 1938. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 18. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Meira
10. janúar 1998 | Minningargreinar | 709 orð

Jón Magnússon

Kveðja frá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar Nú um jólahátíðina féll frá einn af brautryðjendum íþróttalífs í Hafnarfirði, Jón Magnússon. Hann hafði upplifað tímana tvenna í þessum efnum ­ séð og lifað frumbernsku íþróttanna hér á landi við frumstæðar aðstæður og fylgst með þeirri bylgju uppbyggingar sem íþróttafélögin hafa skapað og búa við í dag. Meira
10. janúar 1998 | Minningargreinar | 445 orð

Jón Magnússon

Merkur Hafnfirðingur er fallinn frá, en það vil ég kalla Jón Magnússon, æskulýðs- og íþróttafrömuð og skipuleggjanda á sviði stjórnmálastarfa, en hann kom víðar við sögu en í Hafnarfirði á umræddum vettvangi. Þar í bæ lágu leiðir okkar fyrst og mest saman og fékk ég þá að kynnast mannkostum hans, dugnaði, hugsjónum, hugmyndaauðgi, áræði og krafti. Meira
10. janúar 1998 | Minningargreinar | 30 orð

JÓN MAGNÚSSON

JÓN MAGNÚSSON Jón Magnússon fæddist á Bjarnastöðum á Álftanesi 17. janúar 1911. Hann lést á Sólvangi annan jóladag, 26. desember síðastliðinn, og fór útför hans fram frá Fossvogskapellu 5. janúar. Meira
10. janúar 1998 | Minningargreinar | 318 orð

Kristín Sigfúsdóttir

Elsku amma mín! Nú hef ég sent þér nokkur bréf héðan frá Álaborg á síðustu tveimur árum og mér finnst ég verði að senda þér eitt kveðjubréf að lokum því ég veit að þér þótti vænt um þessi bréf. Það stóð líka alltaf til að senda þér bréf strax eftir áramót til að þakka fyrir gjafirnar til Eyþórs og Guðrúnar Lilju og auðvitað til að óska þér gleðilegs árs. Meira
10. janúar 1998 | Minningargreinar | 474 orð

Kristín Sigfúsdóttir

Nú þegar hún Kristín vinkona mín til magra ára er fallin frá langar mig að minnast hennar með örfáum orðum. Ég hef þekkt Kristínu allt frá barnæsku, en hinn eiginlegi vinskapur hófst þegar ég flutti í götuna til hennar 1981. Meira
10. janúar 1998 | Minningargreinar | 242 orð

KRISTÍN SIGFÚSDÓTTIR

KRISTÍN SIGFÚSDÓTTIR Kristín Sigfúsdóttir fæddist í Hróarsholti í Villingaholtshreppi 11. október 1910. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 2. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Stefanía Stefánsdóttir Stephensen, f. 19. október 1869, d. 14. febrúar 1957, og Sigfús Skúlason Thorarensen, f. 14. janúar 1867, d. 6. janúar 1937. Meira
10. janúar 1998 | Minningargreinar | 396 orð

Kristjana S.G. Sveinsdóttir

Til elsku ömmu. Hún fæddist fyrir vestan í Dýrafirðinum og ólst þar upp. Fullorðin kona kom hún í Eyjafjörðinn og átti þar heima. Árið 1978 flytur hún í Laxagötu 2 þar sem hálfsárs stubbur bjó með mömmu sinni og pabba. Ég var barnið sem naut þeirra forréttinda að vera eina barnið á heimilinu í 18 ár, þá fæddist litli bróðir, sem svo stuttan tíma fékk að njóta samveru hennar. Meira
10. janúar 1998 | Minningargreinar | 28 orð

KRISTJANA S.G. SVEINSDÓTTIR

KRISTJANA S.G. SVEINSDÓTTIR Kristjana S.G. Sveinsdóttir fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 21. september 1916. Hún lést 5. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 11. desember. Meira
10. janúar 1998 | Minningargreinar | 43 orð

Leó Jónasson

Elsku afi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Blessuð sé minning þín. Brynja, Björn, Hilmar Freyr og Sverrir Leó. Meira
10. janúar 1998 | Minningargreinar | 594 orð

Leó Jónasson

Í byrjun aldarinnar, sem nú er senn á enda runnin, var margt með ólíkum hætti og nú tíðkast. Draumurinn um forræði þjóðarinnar í eigin málum og síðan sjálfstæði var hvati til framfara á öllum sviðum þjóðlífsins. Stofnuð voru ungmennafélög víða um land til þess að efla þor og dug æskunnar, og þessi ungmennafélagsandi sveif yfir vötnunum. Meira
10. janúar 1998 | Minningargreinar | 554 orð

Leó Jónasson

"Alltaf sól á Svanavatni." - "Allir eiga að vera góðir." Þetta eru þær setningar sem ég man einna best úr munni Leós og var hann þó spakur maður á margan hátt og orðheppinn ef hann vildi. Þær lýsa líka einstöku geðslagi hans og gleði yfir að vera til einmitt á þessum stað á jarðarkringlunni. Betri sveit en Hegranesið var óhugsandi, betri jörð en Svanavatn áreiðanlega ekki til. Meira
10. janúar 1998 | Minningargreinar | 93 orð

Leó Jónasson

Elsku afi, nú þegar þú ert dáinn hrúgast upp minningar frá æskuárunum, hvað það var alltaf gott að koma til ykkar ömmu, þið voruð svo frábær saman, þó ólík væruð. Allt sem þið bjugguð til í sameiningu til þess að fegra heimilið og gera það vistlegt var hreint listaverk. Meira
10. janúar 1998 | Minningargreinar | 398 orð

Leó Jónasson

Mig langar til þess að kveðja hann Leó minn með nokkrum orðum. Það er margt skrítið í þessum heimi. Upphaf kynna okkar Leós voru miklum tilviljunum háð. Ég var ungur strákpolli í blokk í Reykjavík en Leó bóndi á Svanavatni í Skagafirði. Foreldrum mínum fannst tilvalið að koma frumburði sínum í kynni við sveitalífið. Nágranni okkar vann við lagningu raflína um landið. Meira
10. janúar 1998 | Minningargreinar | 137 orð

Leó Jónasson

Elsku pabbi. Ég þakka þér fyrir allt. Ég þakka þér fyrir móttökurnar sem ég fékk þegar ég kom til þín 1952. Þú varst að vísu ekki heima þegar ég kom en þegar þú komst inn í eldhúsið á Svanavatni og horfðir á mig þar sem ég sat við eldhúsborðið og umvafðir mig þessu öryggi og þeirri hlýju sem einkenndi allt okkar samband upp frá því, Meira
10. janúar 1998 | Minningargreinar | 57 orð

LEÓ JÓNASSON

LEÓ JÓNASSON Leó Jónasson frá Svanavatni fæddist í Hróarsdal í Hegranesi 28. mars 1904. Hann lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga aðfaranótt 5. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jónas Jónsson og Lilja Jónsdóttir. Eiginkona Leós var Sigríður Árnadóttir, f. 7. apríl 1905, d. 21. maí 1985. Meira

Viðskipti

10. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 235 orð

Dómsátt í máli Texas og tóbaksrisa?

TEXASRÍKI og helztu tóbaksfyrirtæki Bandaríkjanna eru þess albúin að hefja mikil málaferli, en sérfræðingar telja að deiluaðilar fallist á dómsátt til að eiga ekki á hættu að bíða auðmýkjandi ósigur. Meira
10. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 280 orð

Ð1997 hið besta í útgerðarsögu Hraðfrystihúss Eskifjarðar

NÝLIÐIÐ ár reyndist vera hið besta í útgerðarsögu Hraðfrystihúss Eskifjarðar. Heildarafli þeirra 5 skipa sem félagið gerir út nam tæplega 127 þúsund tonnum og aflaverðmætið var rétt tæpur milljarður eða 984 milljónir króna. Meira
10. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 171 orð

ÐBílaleiga Flugleiða kaupir 125 Toyota bifreiðar

FLUGLEIÐIR hf. hafa samið við Toyota umboðið P. Samúelsson ehf. um kaup á 125 Toyota bifreiðum fyrir Bílaleigu Flugleiða. Verðmæti samningsins er um 160 milljónir króna. Um er að ræða 83 bíla af gerðinni Toyota Corolla Liftback, 40 Corolla Sedan og tvo Toyota Hilux Double Cab. Bílarnir verða afhentir á tímabilinu maí til júlí á þessu ári. Meira
10. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 119 orð

ÐKrónan styrkist

GENGI krónunnar hefur hækkað um 0,4% frá áramótum. Þetta er nokkuð óvenjuleg þróun þar sem gengi krónunnar hefur yfirleitt veikst lítillega í janúar. Að sögn Einars Pálma Sigmundssonar, hjá Viðskiptastofu Íslandsbanka, skýrist þessi þróun fyrst og fremst af því að gjalddagi á endurhverfum verðbréfakaupum og því haldi bankarnir í krónur sem leiði til hærra gengis. Meira
10. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 279 orð

ÐSala Fríhafnarinnar jókst um 10% á nýliðnu ári Aukin áh

VÖRUSALA í báðum verslunum Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli var samtals 2.844 milljónir á árinu 1997 og jókst um tæplega 10% frá árinu á undan. Þar af nam sala í komuversluninni á neðri hæð flugstöðvarinnar um 1.231 milljón. Samtals nam sala á áfengi og tóbaki 834 milljónum, snyrtivörum 545 milljónum, tækjum 740 milljónum, sælgæti 417 milljónum og ýmsum vörum 308 milljónum. Meira
10. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 129 orð

ESB grípur inn í fjarskiptadeilu

STJÓRN Evrópusambandsins hefur blandað sér í deilu vegna fyrirætlana Deutsche Telekom um að krefja viðskiptavini sína um greiðslu, ef þeir hagnýta sér þjónustu annarra símafyrirtækja á sama tíma og greinin er smám saman opnuð fyrir frjálsri samkeppni. Meira
10. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 107 orð

Fleiri án atvinnu í Þýzkalandi

ATVINNULEYSI hélt áfram að aukast í Þýzkalandi í desember og hefur aldrei verið meira. Er það talið áfall fyrir Helmut Kohl kanzlara í upphafi kosningaárs. Atvinnulausum fjölgaði um 20.000 í 4,546 milljónir, aðallega vegna nýrra uppsagna í austur- þýzka byggingariðnaðinum þrátt fyrir tiltölulega mildan vetur. Þar með hefur atvinnuleysi aukizt í 11,9% úr 11,8%. Meira
10. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | -1 orð

Toyota eflir verksmiðju í Bretlandi

TOYOTA hyggst leggja í nýja 150 milljóna punda fjárfestingu í Bretlandi til að auka afköst vélaverksmiðju sinnar í Norður-Wales. Aukin verður framleiðsla véla handa nýrri bílaverksmiðju, sem á að reisa í Norður-Frakklandi, og 310 nýir starfsmenn verða ráðnir. Meira
10. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 320 orð

Tvöfaldaði umsvifin á öðru starfsári sínu

BÚR ehf., sameiginlegt innkaupafyrirtæki kaupfélaganna, Nóatúns, Olíufélagsins, 11/11 búðanna og fleiri verslana, nær tvöfaldaði umsvif sín á síðasta ári. Nam heildarveltan um 2.065 milljónum króna, en árið á undan nam veltan um 1.088 milljónum. Er þetta um fjórðungi meiri velta en áætlanir gerðu ráð fyrir. Að sögn Sigurðar Á. Meira

Daglegt líf

10. janúar 1998 | Neytendur | 488 orð

Útsala útsala Mikill afsláttur af þykkum vetrarflíkum

ÚTSÖLUR eru hafnar í mörgum verslunum. Í dag, laugardag, er langur laugardagur við Laugaveg og margar búðir hyggjast af því tilefni byrja með útsölu og aðrar, sem þegar eru byrjaðar, veita jafnvel aukaafslátt í dag. Í Kringlunni byrjuðu margar búðir með útsölu síðastliðinn fimmtudag og þar hefur verið margt um manninn. Meira

Fastir þættir

10. janúar 1998 | Dagbók | 3123 orð

APÓTEK

»»» Meira
10. janúar 1998 | Í dag | 100 orð

ÁRA afmæli. Hinn 23. desember sl. varð áttræð Fjóla

ÁRA afmæli. Hinn 23. desember sl. varð áttræð Fjóla Óskarsdóttir, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Af þessu tilefni tekur Fjóla á móti gestum í dag, laugardaginn 10. janúar, að Garðaholti frá kl. 15­19. ÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 11. Meira
10. janúar 1998 | Fastir þættir | 94 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Akureyrar

BRIDSFÉLAG Akureyrar hóf starf ársins 1998 með eins kvölds nýárstvímenningi með þátttöku 19 para. Úrslit urðu þessi: Sveinn Pálsson ­ Bjarni Sveinbjörnsson206 Örn Einarsson ­ Hörður Steinbergsson205 Sverrir Haraldsson ­ Gunnar Berg201 Ævar Ármannsson ­ Hilmar Jakobsson182 Næsta keppni er Akureyrarmót í sveitakeppni sem hefst 13. janúar. Meira
10. janúar 1998 | Fastir þættir | 123 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Reykjavíkurmótið í

Undankeppni Reykjavíkurmótsins í sveitakeppni 1998 kláraðist miðvikudaginn 7. janúar. Spiluð var raðspilakeppni með 10 spila leikjum. Lokastaðan varð: 1.Örn Arnþórsson307 2.Landsbréf302 3.Roche302 4.Samvinnuferðir-Landsýn300 5.Marvin289 6. Meira
10. janúar 1998 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. september í Lágafellskirkju af sr. Sigríði Guðmundsdóttur Anna María Helgadóttir og Benedikt Hálfdanarson. Heimili þeirra er að Rauðagerði 14, Reykjavík. Meira
10. janúar 1998 | Dagbók | 462 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
10. janúar 1998 | Fastir þættir | 361 orð

Dansinn er lífsstíll Nýjum straumum í tónlist fylgja nýir tískudansar. Hér á landi dvelur nú danshöfundurinn Amir El Falaki til

"ÉG BYRJAÐI að dansa 12 ára og hef dansað í gegnum lífið síðan," sagði Amir El Falaki þegar við hittum hann að máli í Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar, þar sem hann var að þjálfa aðstoðardansara sína, þær Kolbrúnu Jónsdóttur og Önnu Maríu Ragnarsdóttur, sem báðar eru nemendur í Dansskóla Heiðars. Amir er ættaður frá Marokkó, en er fæddur og uppalinn í Danmörku. Meira
10. janúar 1998 | Fastir þættir | 1056 orð

Draumlyndi

ÞAÐ er sagt um menn sem liggja uppi í sófa löngum stundum og stara út í loftið, að þeir séu sveimhugar. Að þeir sem hanga úti í náttúrunni og stara í svörðinn lon og don séu draumlyndir og þeir sem uni sér við ævintýr og óræðan skáldskap séu skýjaglópar. Þessi hugtök lýsa vel fordómum Íslendinga í garð skapandi hugsunar og andlegs þankagangs. Meira
10. janúar 1998 | Í dag | 427 orð

FIRLEITT eru þýðingar í Ríkissjónvarpinu sæmilega vandaðar.

FIRLEITT eru þýðingar í Ríkissjónvarpinu sæmilega vandaðar. Það kom Víkverja því á óvart hversu skelfileg þýðingin var á brezka þættinum Hjartaskurðlækninum, sem var sýndur á fimmtudagskvöldið. Víkverji taldi á annan tug slæmra þýðingarmistaka, sem voru ekki bara ónákvæmni, heldur breyttu beinlínis merkingu þess, sem sagt var. Meira
10. janúar 1998 | Fastir þættir | 627 orð

Getur verið of mikið járn í blóðinu?

Spurning: Er hægt að vera með of mikið járn í blóðinu? Ef svo er, hver eru einkennin? Svar: Já, það er hægt að hafa of mikið járn í blóðinu og í líkamanum. Járn er einn af þeim málmum sem eru nauðsynlegir fyrir starfsemi líkamans. Karlmenn hafa að meðaltali 3,5 g af járni í líkamanum en konur 2,5 g. Meira
10. janúar 1998 | Fastir þættir | 887 orð

Grænn janúar allt árið Grænmeti er hollt og því grípa margir til þess í samviskubitinu eftir jólin. Steingrímur Sigurgeirsson

ÚFF, þá er desember liðinn. Jólahlaðborðin, rjúpurnar, hangikjötið, jólaskinkan, laufabrauðið, kalkúnarnir, möndlugrauturinn og allt hitt að baki þótt eflaust sitji einhver hluti kræsinganna ennþá utaná okkur flestum. Desember er mánuður lystisemdanna, janúar mánuður samviskubits og fagurra fyrirheita. Mataræðið breytist og líkamsræktarstöðvarnar fyllast. Meira
10. janúar 1998 | Fastir þættir | 887 orð

Guðspjall dagsins: Þegar Jesús var tólf ára. (Lúk. 2)

Guðspjall dagsins: Þegar Jesús var tólf ára. (Lúk. 2) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Meira
10. janúar 1998 | Fastir þættir | 515 orð

Heiminum bjargað frá þrældóm og eyðileggingu

Star Fox: Lylat Wars, flug- og skriðdrekaleikur fyrir Nintendo 64. Leikurinn styður Rumble Pack sem fylgir með. NINTENDO gaf nýlega út leikinn Star Fox: Lylat Wars fyrir Nintendo 64-leikjatölvu. Meira
10. janúar 1998 | Fastir þættir | 788 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 935. þáttur

935. þáttur VEL stíluð og skilmerkileg bréf eru alltaf kærkomin, og raunar, ásamt samtölum, líftaugar þáttarins. Próf. Þorkell Jóhannesson skrifar svo skömmu fyrir áramót: "Kæri Gísli. Meira
10. janúar 1998 | Í dag | 332 orð

Jólakort

AÐALGEIR hafði samband við Velvakanda og sagði að í fréttum sjónvarpsins um daginn hefði verið bent á það að fólk ætti að eyða jólakortunum í brennum. En Aðalgeir vill benda á að það er margt fólk sem safnar jólakortum. Hefur Aðalgeir áhuga á að fólk sendi honum jólakort í safnið hans frekar en að brenna þau. Aðalgeir er í síma 464-1957. Meira
10. janúar 1998 | Fastir þættir | 740 orð

Ófreskjufjöld og illþýði

EINN helsti leikur sögunnar er Quake, ekki bara fyrir það hversu glæsilegur hann var að allri gerð, heldur vegna þess sem fylgdi í kjölfarið þegar grúi áhugamanna um heim allan fór að setja inn eigin endurbætur, bæta við vopnum, ófreskjum eða óvæntum uppákomum. Meira
10. janúar 1998 | Fastir þættir | 162 orð

Safnaðarstarf Sunnudagaskóli Árbæjarkirkju

SUNNUDAGASKÓLI Árbæjarkirkju hefst næstkomandi sunnudag kl. 13 eftir stutt hlé yfir hátíðirnar. Eins og fyrr verður mikið sungið og sprellað. Viljum við minna á starf fyrir 7­9 ára gömul börn á sama tíma í safnaðarheimilinu. Allt annað starf sem lýtur að ungmennum fer síðan á fulla ferð í vikunni. Framundan er margt skemmtilegt á dagskrá fyrir alla aldurshópa. Meira
10. janúar 1998 | Fastir þættir | 1265 orð

STIGIÐ Á STOKK UM ÁRAMÓT Ég er hættur að

SÁ SEM þessar línur ritar hefur oft haldið því fram að það sé enginn vandi að hætta að reykja, enda hefur hann gert það ótal sinnum. Vandinn er bara sá að halda reykbindindið til langframa, sem reynist oft þrautin þyngri. Meira
10. janúar 1998 | Í dag | 61 orð

TUTTUGU og þriggja ára finnsk stúlka með áhuga á tónlist, bréfaskriftum o.fl.: Mari

TUTTUGU og þriggja ára finnsk stúlka með áhuga á tónlist, bréfaskriftum o.fl.: Marika Lehto, Kiveläntie 13, 16200 Artjärvi, Finland. ÞRÍTUG japönsk húsmóðir með áhuga á popptónlist, kvikmyndum og bréfaskriftum: Mayumi Matsumoto, 101, 227-5, Ootake, Kawaguchi-shi, Saitama-ken, 334 Japan. Meira
10. janúar 1998 | Fastir þættir | 555 orð

(fyrirsögn vantar)

Sláið á lykilinn vinstra megin við tölustafinn 1 efst á lyklaborðinu. GIVE ALL ITEMS til að fá allt. GIVE HEALTH gefur 100 í heilsu. GIVE WEAPONS gefur viðkomandi vopn, öll fást með ALL. Vopnin eru til að mynda Chaingun, Railgun, BFG10K o.s.frv. GIVE AMMO gefur viðkomandi skotfæri, öll fást með ALL. Meira

Íþróttir

10. janúar 1998 | Íþróttir | 83 orð

Annar Svíi til KA KA hefu

KA hefur gengið frá samningi við sænska knattspyrnumanninn Niklas Larsson frá úrvalsdeildarfélaginu Vesterås SK. Hann er 23 ára miðju- og sóknarmaður. Larsson er annar leikmaðurinn frá Vesterås sem semur við KA, hinn er varnarmaðurinn Patrick Feltendahl sem gekk til liðs við Akureyrarliðið á dögunum. Meira
10. janúar 1998 | Íþróttir | 146 orð

B-úrslit raunhæf

"ÞAÐ yrði mjög góður árangur ef Örn kæmist í B-úrslit í 200 m baksundi, í hóp þeirra sem ná níunda til sextánda besta tímanum," segir Eðvarð Þór Eðvarðsson, sundþjálfari í Keflavík og Íslandsmethafi í 100 og 200 m baksundi. "Til þess að það megi takast verður hann að bæta Íslandsmetið og ég tel hann hafa alla burði til þess. Meira
10. janúar 1998 | Íþróttir | 1386 orð

Gott innlegg á reikning reynslunnar

ÖRN Arnarson, sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, hefur keppni á heimsmeistaramótinu í sundi í Perth í Ástralíu á mánudaginn er hann stingur sér til sunds í 200 m skriðsundi sem er aðeins fyrsta greinin af þremur sem hann tekur þátt í. Meira
10. janúar 1998 | Íþróttir | 108 orð

Handboltaferð til Þýskalands

Úrval-Útsýn efnir til handknattleiksferðar til Þýskalands 22. til 26. janúar. Boðið verður upp tvo leiki í 1. deildarkeppninni. Fyrri leikurinn er viðureign Hameln og Kiel og hinn síðari er á milli Wuppertal og Magdeborgar. Alfreð Gíslason er þjálfari hjá Hameln og þar leikur einnig Finnur Jóhannsson. Meira
10. janúar 1998 | Íþróttir | 122 orð

Handknattleikur

Svíþjóð Úrslitakeppni karla: Leikir á miðvikudagskvöld: Ystad - Redbergslid24:30 Markahæstir: Tony Hedin 5, Urban Wangel 4, Jörgen Fransson 4, Sebastian Seifert 4, Alexander Hansen 4 - Stefan Lövgren 8, Ljubomir Vranjes 7, Mikael Frnzén 4. Meira
10. janúar 1998 | Íþróttir | 266 orð

HANDKNATTLEIKURErfiður róður hjá KA-

Íslandsmeistarar KA mæta hinu sterka króatíska liði Badel Zagreb í meistaradeild Evrópu í KA-húsinu á Akureyri á morgun kl. 16. Róðurinn verður erfiður hjá leikmönnum KA, þar sem valinn maður er í hverju rúmi hjá Badel, níu leikmenn sem hafa klæðst landsliðsbúningi Króatíu og einn landsliðsbúningi Slóveníu. "Það er sama hvar maður ber niður í liðsskipan Zagreb. Meira
10. janúar 1998 | Íþróttir | 271 orð

Hremmingar Houston halda áfram

Houston Rockets tapaði í fyrrinótt á heimavelli fyrir Indiana og var þetta sjöunda tap Rockets í síðustu tíu leikjum. Í lið Houston vantaði stjöruleikmennina þrjá, Clyde Drexler, Charles Barkley og Hakeem Olajuwon sem allir eru meiddir. Lið Indiana var jafnt í leiknum og sex leikmenn gerðu tíu stig eða fleiri. Olden Polynice var í miklu stuði þegar Sacramento vann Dallas. Meira
10. janúar 1998 | Íþróttir | 1960 orð

Ítalir vilja að við njótum lífsins

Oliver Bierhoff hefur leikið sérlega vel með ítalska félaginu Udinese í vetur. Elísa Bardini, sem er búsett í Udine, ræddi við þennan sterka þýska framherja fyrir Morgunblaðið. Udinese hefur komið skemmtilega á óvart í ítölsku 1. deildinni í vetur. Liðið er meðal þeirra efstu, í 3. Meira
10. janúar 1998 | Íþróttir | 415 orð

SKÍÐI/EVRÓPUBIKARINNNæs

Kristinn Björnsson sigraði í gær í fyrsta skipti á Evrópubikarmóti í svigi, þegar keppt var í Donnersbachwald í Austurríki. Þessi mótaröð er næsta styrkleikastig fyrir neðan heimsbikarmótin, sem Kristinn hefur einnig keppt á í vetur, en hann hefur einu sinni orðið þriðji á Evrópubikarmóti, í Obereggen í desember, og hann varð fjórði í Kranjska Gora á þriðjudaginn var. Meira
10. janúar 1998 | Íþróttir | 176 orð

SUND/HEIMSMÓTARAMÓTIÐ Í ÁSTRALÍU

KÍNVERSKA ínverska sundkonan Yuan Yuan, sem reyndi að komast með vaxtarhormón á heimsmeistaramótið í sundi í Ástralíu, hefur verið send heim ásamt Zhou Zhewen þjálfara sínum. Grunur manna var staðfestur við efnagreiningu á því sem var í glösunum þrettán, því þá kom í ljós að um var að ræða vaxtarhormónið somatropin. Meira
10. janúar 1998 | Íþróttir | 68 orð

Sænskur hástökkvari á ÍR-mótið

EINN albesti hástökkvari Norðurlanda, Svíinn Thomas Hansson, hefur þekkst boð ÍR að taka þátt í móti þeirra í Laugardalshöll 24. janúar. Hansson er annar besti hástökkvari Svíþjóðar, hefur hæst stokkið 2,22 m og aðeins Patrik Sjöberg hefur gert betur. Meira
10. janúar 1998 | Íþróttir | 186 orð

Verður Valdimar valinn sá besti? VALDIMAR Gr

VALDIMAR Grímsson landsliðsmaður í handknattleik er á meðal átta annarra handknattleiksmanna sem koma til greina í vali tímaritsins World Handball Magazine á handknattleiksmanni ársins 1997 í heiminum. Aðeins einn Íslendingur hefur áður verið í "pottinum" þegar valið hefur farið fram en það var Kristján Arason árið 1989 ­ hafnaði hann þá í 5. sæti. Meira
10. janúar 1998 | Íþróttir | 47 orð

Þórhallur til KR ÞÓRHALLUR Hinriksson hefur g

ÞÓRHALLUR Hinriksson hefur gert þriggja ára samning við knattspyrnudeild KR. Þórhallur, sem er 21 árs, hóf keppnisferil sinn með KA á Akureyri, en hefur leikið þrjú sl. keppnistímabil með Blikunum í Kópavogi. Hann er miðvallarleikmaður, sem hefur leikið 27 landsleiki með yngri landsliðum Íslands. Meira
10. janúar 1998 | Íþróttir | 388 orð

ÞÆR sögusagnir bárust út í g

ÞÆR sögusagnir bárust út í gær, að Ian Wright, miðherji Arsenal, væri mjög spenntur fyrir að fara til Benfica ­ skrifa undir fjögurra ára samning, sem gæfi honum 120 millj. kr. árslaun. Wright er 34 ára. Meira
10. janúar 1998 | Íþróttir | 275 orð

(fyrirsögn vantar)

Handknattleikur LAUGARDAGURBikarkeppni karla: 8-liða úrslit: Seltjarnanes:Grótta/KR - Valur16 Varmá:UMFA - ÍBV16 Bikarkeppni kvenna: 8-liða úrslit: Strandgata:Haukar - ÍBV16 Ásgarður:Stjarnan - Valur16.30 Kaplakriki:FH - Víkingur17 2. Meira

Sunnudagsblað

10. janúar 1998 | Sunnudagsblað | 604 orð

Holdsveiki

FYRIR flest fólk á Íslandi og í nálægum löndum hljómar orðið holdsveiki eins og eittvað aftan úr öldum, eitthvað sem tilheyrir fortíðinni. Þetta gildir því miður ekki alls staðar í heiminum því að árið 1996 var áætlað að 1,4 milljónir manna þjáðust af þessum sjúkdómi. Meira

Úr verinu

10. janúar 1998 | Úr verinu | 720 orð

1997 annað bezta árið í sögu ÍS hf.

ÞRÁTT fyrir verulegan samdrátt í sölu ÍS á sjávarafurðum á síðasta ári, varð árið hið næstbezta í sögu fyrirtækisins. Samdrátturinn varð fyrst og fremst vegna uppsagnar samnings ÍS við UTRF á Kamtsjatka í Rússlandi. Árið 1996 seldi ÍS 62.000 tonn af fiskafurðum frá Kamtsjatka en aðeins um 18.000 tonn í fyrra. Alls seldi ÍS 128. Meira

Lesbók

10. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1113 orð

AF DÖNSKUM ÁTJÁNDU ALDAR BÓKMENNTUM Sögulegar skáldsögur fjalla ævinlega fyrst og fremst um samtíð höfundarins að mati Arnar

NÝLEGA birtist afmælisrit Thomas Bredsdorff sextugs. Hann er prófessor í dönskum bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla og hefur skrifað margt, m.a. bókina Ást og örlög í Íslendingasögunum, sem birst hefur á íslensku. Meira
10. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 217 orð

AF KIRKJUHOLTI

af kirkjuholti sjást hinir veðruðu vogar valllendi, tré og sjóbarið fjörugrjót við sjóndeildarhringinn sigla bátar með nót og sólarlagið, rauðgult, yfir þeim logar þessi hugsýn þig til sín einatt sogar því þú gleymir engu um föðurlandsins mót og hvort sem þér finnst hún falleg eða ljót hún freistar, seiðir, angar, Meira
10. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 187 orð

ALDREI AÐ VITA

Margir segja hérvistina bara til að búa fyrir himnaför í haginn. Og hinir eru til sem telja öllu lokið þegar torfan kyssir náinn og grasið hylur tóttina. En aldrei er að vita hvort betra er að deyja inní daginn eða dvína burt og slokkna útí nóttina. Lokasprettur Ferðbúinn bíður rakkinn. Meira
10. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1159 orð

AMMAN - ÞARFASTI ÞJÓNNINN

AMMAN er greinilega þarfasti þjónninn eftir að hesturinn hætti að vera það," sagði móðir mín kankvíslega þegar ég kom eitt sinn til hennar með börn mín tvö í gæslu. Þetta var á þeim árum þegar ég var í háskólanámi, stundaði ritstörf og reyndi aukinheldur að halda heimili með svipuðum brag og ég hafði alist upp við. Meira
10. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 61 orð

Bestu blaðaljós myndir ársins

ÁRLEG sýning bestu á blaðaljósmyndum nýliðins árs verður opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi í dag kl. 14. Verðlaun verða veitt fyrir bestu mynd í hverjum efnisflokki og jafnframt útnefnd ljósmynd ársins. Sýningin verður opin daglega til 25. janúar. Meira
10. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 52 orð

DAGRENNING

Glugginn slæst upp hyndlan ýlfrar eftir vatni. Glugginn slæst upp sennileg er hann látinn núna. Glugginn slæst upp þú horfir út í myrkrið þín bíður þungur sjór. SÓLMYRKVI Nær kemur þú? Þambara Langan vetur höfum við beðið. Vambara Séð í eldinum fagra, nýja veröld. Meira
10. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 915 orð

DRAUGUR VERÐUR TIL EFTIR DAGNÝJU KRISTJÁNSDÓTTUR

ÍGREININNI "Rangfærslur leiðréttar" sem birtist í Lesbókinni 13. desember s.l. fjallar skáldið Jón Óskar um meintar rangfærslur í viðtali sem Guðrún Egilson tók í tilefni af doktorsritgerð undirritaðrar. Meira
10. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 109 orð

DROPAR TVEIR GEIRLAUGUR MAGNÚSSON ÞÝDDI

meðan skógurinn brann vöfðust hendurnar sem rósarunnar um hálsa þeirra hann kvaðst dyljast í djúpi lokkanna meðan aðrir leituðu skjóls helgitíðir ástarinnar kyrja mildan óð sakleysisins undir ábreiðunni við harðnandi hríð bæla þau sig undir augnlokunum kyrfilega luktum svo kyrfilega að finna ekki logana svíða Meira
10. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 395 orð

efni 10. jan.

Sólarljóð eru ein af perlum íslenzkra fornbókmennta þar sem listræn tök og speki haldast í hendur og vitna um afburða skáld, sem við vitum þó ekki hvað hét. Meðal annars lýsir höfundurinn dauða sínum og för inn í aðra tilveru; sólin hverfur honum, en jafnframt lýsir hann því sem hann sér í annarri tilveru. Meira
10. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 714 orð

ENDURMETNAÐUR

English Classical Violin Concertos. Fiðlukonsertar eftir James Brooks, Thomas Linley jr., Thomas Shaw og Samuel Wesley. Elizabeth Wallfisch, fiðla; The Parley of Instruments u. stj. Peters Holmans. Hyperion CDA66865. Upptaka: DDD, 1/1996. Útgáfuár: 1996. Lengd: 64:05. Verð (Japis): 1.499 kr. Meira
10. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 78 orð

FÓRN

Báru í draumi tröllin blóma hennar býin hún þráði nær svo vansæl var í luktum örmum manns, til blóts hún seldi tröllum búkinn hans. Gól þar af munúð nætur morgungaukur, möðkum var veisla stofnuð, vínið blóð úr sárum blótdauðs manns, hjá tröllaheimum týndist slóðin hans. Meira
10. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1067 orð

FYRIRMYNDARSÝNING

Nútíma fólk hefur myndir fyrir augunum hvert sem litið er. Utanhúss geta það verið risastórar bíóauglýsingar á húsgafli, auglýsingamyndir utan á flutningabílum eða flettiskilti. Allskonar miðlar eru hlaðnir myndum, allt frá auglýsingabæklingum sem streyma inn um bréfalúgur til bóka, blaða, tímarita, veggspjalda, umbúða, Meira
10. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1317 orð

HIÐ FULLKOMNA FORM

HÚN ER fríð og fyrsta orðið sem hún mælir af vörum er yndi. Hún er því skírð Yndisfríð. Fyrstu árin elst hún upp í unaðsreit lífsgæðanna, dóttir auðugs kaupmanns, umvafin fjölmennum hópi systkina, sem að vísu eru misvel innrætt. En þegar Yndisfríð er fimm ára dynur ógæfan yfir ­ móðir hennar andast. Meira
10. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 3267 orð

LÍF Í JARÐNESKUM HEIMI OG EILÍFUM EFTIR SIGLAUG BRYNLEIFSSON Það geta skapast heimar eða heimur, sem er skyldari heimum

Uppfræðing í barnæsku í kristnum kenningum og skyldum við Guð og menn, var ástunduð á heimilum, af mæðrum eða foreldrum og nánustu skyldmönnum og fóstrum undir eftirliti sóknarprestsins með húsvitjunum. Meira
10. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1609 orð

LÍKAMINN Í LISTINNI

REYKJAVÍK er síðasti áfangastaður sýningar sem ferðast hefur milli Alvar Alto Museo í Finnlandi, Henie Onstad Kunstsenter í Noregi, Norrköpings Konstmuseum í Svíþjóð og Vestsjællands Kunstmuseum í Danmörku. Meira
10. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1154 orð

MENNINGARVERKTAKAR Í MYNDLIST

Nýtt fyrirtæki á myndlistarsviði kemur fyrir almenningssjónir í fyrsta sinn í dag. art.is heitir það og eins og nafnið bendir til verða höfuðstöðvar þess og andlit á Netinu. Í tilefni af opnunarsýningu Jóns Óskars í nýju galleríi Sævars Karls við Bankastræti verður opnaður "gluggi" að vefsíðu art. Meira
10. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1559 orð

MENNING- VANDRÆÐAGANGURINN Í MEÐFERÐ HUGTAKSINS EFTIR DAVÍÐ ERLINGSSON Menning er allt atferði og lag félagsverunnar mannsins

I. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sagði nú á haustdögum 1997 einhvers staðar þar sem hún kom fram í oddvitahlutverki sínu, að mig minnir við einhvern heldur góðan atburð eins og tilkomu nýs skóla til starfa eða hverfismiðstöðvar í gagnið ­ og heyrðust orðin í útvarpi ­ á þá leið að það væri markmið með stjórn samfélagsmála að sem allra flestar manneskjur "fengju Meira
10. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 373 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
10. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 419 orð

NÝLISTASAFNIÐ Á SÍNU 20. ALDURSÁRI

Í ÁR eru tuttugu ár liðin frá stofnun Nýlistasafnsins og mun því verða fagnað með öflugri sýningardagskrá bæði erlendra gesta og innlendra listamanna auk annarra atburða sem verða kynntir síðar. Fyrstu sýningar ársins í Nýlistasafninu verða opnaðar laugardaginn 10. janúar. Þrír erlendir gestir sýna í boði safnsins að þessu sinni. Meira
10. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 4285 orð

RJÁLAÐ VIÐ SÓLARLJÓÐ EFTIR HERMANN PÁLSSON

Skáld Sólarljóða er laust við allan tepruskap, velur hlutunum nöfn eftir vild og skeytir því engu hvort misfróðir lesendur átti sig á þeim eða ekki. Kvæðið hefur ofurlítið sérkennilegan keim. Hér er á ferðinni skáld sem velur sér orð af öruggri smekkvísi og finnur hverju þeirra réttan stað. Meira
10. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 200 orð

Saga ævintýrisins

ÆVINTÝRIÐ um Yndisfríði og ófreskjuna er talið eiga sér margra alda sögu. Erfitt er að festa hendur á uppruna þess en ætla má að það hafi varðveist í munnlegri geymd um langt skeið áður en það var skráð, eins og önnur þjóðleg ævintýri. Þannig hefur ævintýrið borist frá einum manni til annars, frá einu landi til annars og í meðförum ólíkra sögumanna tekið breytingum. Meira
10. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 586 orð

SJÓNRÆN UPPLIFUN ORÐA OG TÁKNA

MYNDLISTARMENNIRNIR Steinunn Helgadóttir og Kjartan Ólafsson opna sýningar sínar í Gerðarsafni í Kópavogi í dag, laugardaginn 10. janúar. Í innsetningu sinni tekur Steinunn fyrir samband orðs og myndar ­ tengslin milli sjónrænnar upplifunar okkar á veruleikanum og tungumálsins. Meira
10. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 584 orð

TILBÚIN EYÐILEGGING

MYNDLISTARMAÐURINN Jón Óskar opnar sýningu í Galleríi Sævars Karls í Bankastræti í dag, laugardaginn 10. janúar. Á sýningunni eru málverk unnin með blandaðri tækni og grafíkmyndir þar sem andlit trúðsins ­ Harlequin ­ er endurtekið í sífellu. Myndirnar hafa gengið í gegnum tilbúna hringrás sköpunar, eyðileggingar og viðgerða. Meira
10. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 308 orð

TIL VÍGLUNDAR

Enn er bjart í byggðum landsins, burt er þýfið, túnin slétt, enn er gleði æskumannsins öldum fola hleypa á sprett. Ennþá rekur kýr og kindur kátur smali heim á ból. Ennþá Glóey gullið bindur geislatraf um jökulstól. Manstu vors í dýrðardraumi daggarglit og þrastakvak, eða svani svífa af straumi, sveigja háls með vængjablak. Meira
10. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 704 orð

UNDÍNA

ÍSING Sje jeg hin hvítu sakleysis-blóm blakta á trjánna beru greinum. Fögur er sýn! og fegri miklu en græni skrúðinn, sem gefur sumar. Eruð þið alin, alskæru blóm, á einni nótt, Meira
10. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 773 orð

Upplýsinga- ofstreymi ÞJÓÐMÁLAÞANKAR EFTIR MAGNÚS ÞORKELSSON

Upplýsinga- ofstreymi ÞJÓÐMÁLAÞANKAR EFTIR MAGNÚS ÞORKELSSON Þessa dagana er ég að drukkna í upplýsingum. Í seinni tíð hefur póstkassinn fyllst af bæklingum. Það eru bæklingar með miðum sem rífa má úr og nota til að fá afslátt í búðum. Meira
10. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 260 orð

ÚR LIKASUM KARL GUÐMUNDSSON ÞÝDDI

að kunna að minnast kvöldanna þegar vorið kom og hafið þagði og við snerum við úti á bryggjunni og hjörtu okkar voru full af sjónleikahúsum það var útselt og engin sýning eftir miðnætti þegar þú glettist og varðst stríðin og skarst þig frá án skilyrða allri umferðinni og batzt mig svo sárt öllu því sem gerðist kvöldin þegar vorið kom og Meira
10. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1673 orð

ÚR SELLÓLEIK Í SINFÓNÍUREKSTUR

Rekstur listastofnana hefur á seinni árum orðið sífellt sérhæfðari og erlendir háskólar hafa í nokkrum mæli tekið upp kennslu á því sviði. Til þessa hafa ekki margir Íslendingar lagt slíkt nám fyrir sig en þeir eru samt nokkrir og einn þeirra, Haukur F. Meira
10. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 251 orð

VIÐURKENNING FYRIR NÁMSEFNI Í KRISTNUM FRÆÐUM

UNDANFARIN ár hefur Hagþenki, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, veitt viðurkenningu fyrir framúrskarandi fræðistörf og samningu fræðirita og námsefnis. Sérstakt viðurkenningarráð, skipað fulltrúum ólíkra fræðigreina og kosið til tveggja ára í senn, ákveður hver viðurkenninguna hlýtur. Viðtakandi fær viðurkenningarskjal og fjárhæð sem nú er samtals 300.000 kr. Meira
10. janúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1659 orð

ÞÓRÐUR TÓMASSON PRESTUR - FRUMHERJI - SKÁLD EFTIR RAGNAR LÁR

Engin deili? DOKTOR Örn Ólafsson, fyrrum lektor í Kaupmannahöfn, hefur skrifað fróðlegar greinar undir fyrirsögninni "Íslenskar bókmenntir á dönsku" og hafa þær birst í Lesbók Morgunblaðsins að undanförnu. Í annarri grein, sem að mestu fjallar um Gunnar Gunnarsson skáld og rithöfund, er getið nokkurra íslenskra rithöfunda sem skrifuðu á dönsku. Meira

Ýmis aukablöð

10. janúar 1998 | Dagskrárblað | 160 orð

17.00Íshokkí (NHL Po

17.00Íshokkí (NHL Power Week) Fréttir, viðtöl og svipmyndir úr leikjum. [39671] 18.00Star Trek - Ný kynslóð (Star Trek: The Next Generation) (16:26) (e) [13687] 19.00Taumlaus tónlist [23478] 19.25Spænski boltinnBein úts. frá leik Atletico Madrid og Real Madrid. Meira
10. janúar 1998 | Dagskrárblað | 181 orð

9.00Morgunsjónvarp

9.00Morgunsjónvarp barnanna Kynnir: Elfar Logi Hannesson. Myndasafnið. Fatan hans Bimba (5:26) Barbapabbi (38:96) Tuskudúkkurnar (33:49) Molbúamýri (6:26) Fjaðrafok (2:2) [8797346] 10. Meira
10. janúar 1998 | Dagskrárblað | 589 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.05Morguntónar. 6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Örn Bárður Jónsson flytur. 7.03Þingmál. 7.10Dagur er risinn. Morguntónar og raddir úr segulbandasafninu. Umsjón: Jónatan Garðarsson. Meira
10. janúar 1998 | Dagskrárblað | 731 orð

Laugardagur 10. janúar SBBC PRIME 5.00

Laugardagur 10. janúar SBBC PRIME 5.00 Free Body Diagrams 5.30 Vibrations 6.00 BBC World News 6.30 Noddy 6.40Artbox Bunch 6.55 Jonny Briggs 7.10 Activ8 7.35 Century Falls 8.05 Blue Peter 8. Meira
10. janúar 1998 | Dagskrárblað | 104 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
10. janúar 1998 | Dagskrárblað | 93 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
10. janúar 1998 | Dagskrárblað | 170 orð

ö9.00Með afa [8898671]

9.50Andinn í flöskunni [7428294] 10.15Bíbí og félagar [8024584] 11.10Sjóræningjar [9364132] 11.35Dýraríkið [9282584] 12.00Beint í mark með VISA [9381] 12.30NBA molar [73720] 12. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.