Greinar fimmtudaginn 6. ágúst 1998

Forsíða

6. ágúst 1998 | Forsíða | 388 orð

Írakar slíta samstarfi við SÞ um vopnaeftirlit

ÍRÖSK stjórnvöld tilkynntu í gær að þau myndu hætta öllu samstarfi við vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna unz nokkrum grundvallarkröfum yrði fullnægt, og hvöttu til þess að tafarlaust yrði bundinn endi á alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn landinu. Meira
6. ágúst 1998 | Forsíða | 259 orð

Lewinsky líklega fyrir kviðdóm í dag

ALLAR líkur eru á því að Monica Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlka í Hvíta húsinu, muni koma fyrir rannsóknarkviðdóm í dag og bera vitni um samband sitt við Bill Clinton Bandaríkjaforseta. Sjónvarpsstöðin CNN hafði eftir ónafngreindum heimildamönnum í gær, að lögfræðingar beggja aðila reiknuðu með því að hún bæri vitni í dag. Meira
6. ágúst 1998 | Forsíða | 56 orð

Reuters Risapallur á ferð

HINN risastóri borpallur Sea Launch Odyssey siglir framhjá mosku við mynni Súez-skurðarins í gær, en pallurinn, sem áður var notaður til að bora eftir olíu í Norðursjó, hefur skipt um hlutverk og hefur verið umsmíðaður til að þjóna sem eldflaugaskotpallur. Verið er að sigla pallinum áleiðis til heimahafnar hans, Long Beach í Kaliforníu. Meira
6. ágúst 1998 | Forsíða | 130 orð

Schröder hittir Clinton

GERHARD Schröder, kanzlaraefni þýzka Jafnaðarmannaflokksins SPD, gafst í gær kærkomið tækifæri til að sýna kjósendum heima fyrir hvernig hann tæki sig út sem stjórnmálaleiðtogi á alþjóðlegum vettvangi með því að eiga fund með Bill Clinton Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í Washington. Meira
6. ágúst 1998 | Forsíða | 294 orð

Viðskipti glæðast á ný en sveiflur miklar

GENGI hlutabréfa hækkaði nokkuð þegar upp var staðið á Wall Street í gær eftir metverðfall á þriðjudag. Miklar sveiflur einkenndu hins vegar viðskipti dagsins og þótt fjármálasérfræðingar teldu við lokun í gær nokkra uppsveiflu hafa átt sér stað sögðu þeir markaðina enn vera stadda í miðri hrinu "leiðréttingar" á gengi hlutabréfa, eftir hátt verð undanfarna mánuði. Meira

Fréttir

6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 286 orð

45% horfðu á leik Hollands og Brasilíu

SAMKVÆMT könnun Félagsvísindastofnunar á sjónvarpsáhorfi vikuna 2. til 8. júlí voru útsendingar frá Heimsmeistarakeppninni í fótbolta vinsælustu dagskrárliðirnir. Mest var áhorfið á leik Hollands og Brasilíu en 45% þátttakenda í könnuninni horfðu á hann. Ingólfur Hannesson yfirmaður íþróttadeildar sjónvarpsins segir þessar áhorfstölur fara fram úr sínum björtustu vonum. Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 152 orð

474 flugvélar á einum sólarhring

UMFERÐ flugvéla um úthafssvæði íslenska flugstjórnarsvæðisins fer stöðugt vaxandi og var nýtt met sett 10. júlí sl. þegar 474 vélar fóru þar um á einum sólarhring. Að sögn Ásgeirs Pálssonar, framkvæmdastjóra flugumferðarþjónustu hjá Flugmálastjórn, skýrist aukin umferð að hluta til af því að hæðaraðskilnaður var minnkaður í mars í fyrra. "Áður fyrr var 2. Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 230 orð

Afmælishátíð Holtagarða hefst í dag

IKEA, Bónus og Rúmfatalagerinn halda upp á 4 ára afmæli í dag, fimmtudag, og fram yfir helgi. Fyrirtækin í Holtagörðum, IKEA, Bónus og Rúmfatalagerinn, halda í dag og fram yfir helgi upp á þriggja ára veru sína í Holtagörðum með pomp og prakt. Mikið verður í boði fyrir alla fjölskylduna og margt verður til skemmtunar. Meira
6. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 119 orð

Alþjóðlegir listadagar

LISTAMANNAHÓPUR sem varð til í Litháen á síðasta ári mun hittast á sunnudag og halda hópinn næstu tíu daga og vinna að list sinni. Hópurinn varð til í kjölfar heimsóknar nokkurra listamanna til Litháen í fyrra en þangað var þeim boðið til að efla kynni Litháa við aðrar þjóðir. Á síðasta vetri kom upp hugmynd um að hittast aftur og nú á Listasumri á Akureyri. Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 269 orð

Athyglisverðustu verkin á Kjarvalsstöðum

Í SUMAR hafa nemendur Vinnuskólans í Reykjavík fengið fræðslu um myndlist á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni. Heimsóknir unglinganna á söfnin voru liður í samstarfi Listasafns Reykjavíkur og Vinnuskólans. Nokkrir hópar nýttu einnig frjálsan dag til að skoða sýningu safnsins á verkum Errós í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Á Kjarvalsstöðum skoðuðu nemendur sem komið hafa 10. Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 164 orð

Áhrifin verða veruleg

RANNVEIG Einarsdóttir forstöðumaður apóteks Landspítalans segir að uppsagnir lyfjatækna muni hafa veruleg áhrif á starfsemi þess taki þær gildi 31. október, en allir lyfjatæknar Ríkisspítalanna, fjórtán að tölu, hafa sagt upp frá og með 31. júlí. "Þetta er yfir helmingur af starfsfólki apóteksins og kemur til með að hafa veruleg áhrif á þjónustuna, það er engin spurning. Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 762 orð

Ákvæðið nær ekki til látinna

EKKI verður mögulegt að koma í veg fyrir að upplýsingar úr sjúkraskrám um látna einstaklinga verði fluttar í gagnagrunn á heilbrigðissviði, verði frumvarp um gagnagrunninn að lögum, þrátt fyrir að í endurskoðuðum frumvarpsdrögum sé nú ákvæði um að skylt sé að verða við óskum sjúklinga um að upplýsingar um þá verði ekki fluttar í grunninn. Meira
6. ágúst 1998 | Landsbyggðin | 222 orð

Brúðkaup og skírn í Fitjakirkju í Skorradal Grund. Morgun

Brúðkaup og skírn í Fitjakirkju í Skorradal Grund. Morgunblaðið. NÝLEGA voru gefin saman í hjónaband í Fitjakirkju í Skorradal Edda Lind Ágústsdóttir og Bjarni Sigurður Ásgeirsson í Hvammi í Skorradal. Jafnframt var lítil dóttir þeirra skírð og hlaut hún nafnið Rannveig Bára. Sr. Sigríður Guðmunsdóttir framkvæmdi athöfnina. Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 50 orð

Dagsetning tilkynnt í dag

DAGSETNING fyrirhugaðra tónleika rokkhljómsveitarinnar Rolling Stones hér á landi verður kynnt í dag, að sögn Guðrúnar Kristjánsdóttur kynningarfulltrúa tónleikanna. Guðrún segir að ekki standi á meðlimum á Stones, þeir standi við sitt og nú sé orðið alveg ljóst að tónleikarnir verði, spurningin sé bara hvenær. Meira
6. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 59 orð

Erfitt í umferðinni

ÞAÐ getur verið erfitt að vera ungur og í ábyrgðarstöðu. Félagarnir tveir sem falið hefur verið að að gæta þess litla í kerrunni áttu í erfiðleikum með að komast yfir fjölfarna götu og þá er að grípa til sinna ráða, gera eins og löggan, lyfta upp hendinni og vona að ökumenn taki viðleitninni vel. Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 179 orð

Erlendar skuldir lækkuðu um 6,5 milljarða

ERLENDAR skuldir ríkissjóðs lækkuðu á síðasta ári um 6,5 milljarða. Hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs lækkaði milli ára um 14,8 milljarða og lækkuðu heildarskuldir ríkisins um 2,8 milljarða. Lánsfjárþörf ríkissjóðs var neikvæð um 0,5% af vergri landsframleiðslu, en í því felst svigrúm fyrir ríkið til að greiða niður skuldir. Ríkissjóður hefur ekki skilað lánsfjárafgangi um mjög langt árabil. Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 269 orð

Fjallað um skipan borgarfulltrúa

ALFREÐ Þorsteinsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlista, telur að Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti minnihluta sjálfstæðismanna, sé með umfjöllun um skipan mála meðal aðal- og varamanna Reykjavíkurlista að draga athygli frá þeirri staðreynd að hún sé oddviti minnihluta þrátt fyrir að henni hafi verið hafnað í prófkjöri innan flokksins. Meira
6. ágúst 1998 | Landsbyggðin | 103 orð

Fjöruhlaup Þórs í Þorlákshöfn

Þorlákshöfn-Fjöruhlaup Þórs í Þorlákshöfn hefst 9. ágúst kl. 14. Forskráning fer fram við Íþróttamiðtöð Þorlákshafnar og lýkur henni kl. 13.15. Boðið er upp á að hlaupa tvær vegalengdir, annars vegar 10 km og er hlaupið frá Óseyrarbrú og hins vegar 4 km og er þá hlaupið frá miðri Skötubót, hlaupinu lýkur síðan við Íþróttamiðstöðina. Meira
6. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 420 orð

Frelsisher Kosovo skipulagður í Svíþjóð?

EINN helsti leiðtogi Frelsishers Kosovo-Albana, KLA talar reiprennandi sænsku með skánskum hreim. Þegar Richard Holbrooke, sérlegur sendimaður Bandaríkjastjórnar, heimsótti Kosovo í júní fundaði hann með Lum Haxhiu, sem að sögn Svenska Dagbladetbjó í Málmey í fimmtán ár. Þar er stór nýlenda landa hans og allt bendir til að baráttan fyrir sjálfstæði Kosovo hafi verið skipulögð þar að hluta. Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 95 orð

Furðubátar á Flúðum

ÝMISLEGT er sér til gamans gert og um verslunarmannahelgina fór fram furðubátakeppni á Flúðum. Örn Einarsson, einn skipuleggjenda keppninnar, segir þátttökuna hafa verið mikla en alls voru skráðar um tuttugu fleytur í keppnina með allt að fimm manna áhöfn. Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 173 orð

Fyrirlestrar um hin 12 reynsluspor AA-samtakanna

TVEIR bandarískir fyrirlesarar verða með svokallað "Big Book Study" helgina 7.­9. ágúst á Grand hótel, Sigtúni 38 í Reykjavík, sem hefst föstudaginn 7. ágúst kl. 19.30 og lýkur sunnudaginn 9. ágúst kl. 13. Meira
6. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 346 orð

Grísk stjórnvöld gagnrýnd GRÍSKIR slökkvilið

GRÍSKIR slökkviliðsmenn náðu í gær tökum á skógareldum sem brunnið hafa stjórnlaust undanfarna fjóra daga í grennd við Aþenu. Stjórnvöld í Grikklandi hafa verið gagnrýnd harðlega fyrir að hafa ekki gripið í taumana og komið í veg fyrir að fjöldi heimila yrði eldinum að bráð. "Ríkisstjórnin er stórslys," sagði í fyrirsögn á forsíðu blaðsins Vradini í gær. Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 200 orð

Gróska í skógrækt á Ströndum

MIKIL gróska er í starfi Skógræktarfélags Strandamanna. Í vor voru haldin námskeið í gróðursetningu og umhirðu skógarplantna í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands og Búnaðarbankann. Gróðursett hefur verið í borgirnar ofan Hólmavíkur á vegum Landgræðsluskóga líkt og undanfarin ár og er árangurinn farinn að koma í ljós. Í sumar á að gróðursetja liðlega 7. Meira
6. ágúst 1998 | Miðopna | 419 orð

Grynnka þarf á skuldum og létta á vaxtagreiðslum

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir að fyrirhugaðri sölu á ríkiseignum sé ekki ætlað að fjármagna neyslu þjóðfélagsins heldur grynnka á skuldum og létta á óheyrilegri byrði, sem stafi af vaxtagreiðslum. Meira
6. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 221 orð

Gúmmískór '98 í Mývatnssveit

ÍBÚAR í Vogum í Mývatnssveit, frændur og venslafólk hélt fjölskyldu- og ættarmót um verslunarmannahelgina sem bar heitið Gúmmískór '98. Mótið var haldið í Stórarjóðri, einum fegursta stað í Vogahraunum, umlukt hávöxnum trjám. Fengið var lánað stórt tjald hjá HSÞ og reist á staðnum. Á föstudagskvöldið var Afró, smiðja Óla Þrastar, á fullu fyrir börnin. Meira
6. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 274 orð

Heimildum um fjöldamorð ber ekki saman

EVRÓPUSAMBANDIÐ sendi fulltrúa til bæjarins Orahovac í gær að rannsaka fjöldagrafir, sem sagðar eru vera þar. Sú ferð er farin í kjölfar fréttar austurríska dagblaðsins Die Presse um að tvær fjöldagrafir með rúmlega 500 líkum hefðu fundist í grennd við bæinn Orahovac. Talið var að meirihluti líkanna væri af börnum. Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 193 orð

Heimsmet til styrktar börnum með krabbamein

STEFNT er að því að setja heimsmet á salatbarnum Hjá Eika í Pósthússtræti 13 föstudaginn 7. ágúst. Ætlunin er að framreiða stærsta salatrétt sem matreiddur hefur verið hér á jörð. Seldir verða 200 g skammtar úr réttinum ásamt Egils Kristal og brauðhleif ­ hollustan í fyrirrúmi ­ og mun allt fé sem þannig safnast renna óskert til barna með krabbamein. Búnaðarbanki Íslands hf. Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 131 orð

Hlekktist á í lendingu við Mývatn

LÍTILLI einkaflugvél hlekktist á í lendingu á flugvellinum í Reykjahlíð við Mývatn. Í vélinni voru tveir þýskir flugmenn, en þá sakaði ekki. Atvikið átti sér stað í gærkvöld um kl. 19.30. Að sögn lögreglu sprakk eitt dekk vélarinnar og flugmennirnir misstu hana út í kant. Engar skemmdir urðu á vélinni. Óku út í Mývatn Meira
6. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 262 orð

Japanska stjórnin boðar aðgerðir

FJÁRMÁLARÁÐHERRA Japans fullvissaði í gær fréttamenn um að fyrirhugaðar skattalækkanir kæmust bráðlega í framkvæmd. Stjórnvöld boðuðu á þriðjudag aðgerðir til að styrkja gjaldmiðilinn og efnahagslífið, á sama tíma og japönsk dagblöð birtu niðurstöður skoðanakannana sem gefa til kynna að ríkisstjórnin, sem tók við völdum í síðustu viku, njóti lítils stuðnings meðal þjóðarinnar. Meira
6. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 155 orð

Jeppaferð

FERÐAFÉLAG Akureyrar efnir til jeppaferðar um næstu helgi og er hún hugsuð fyrir jeppaeigendur. Lagt verður af stað kl. 18 á föstudag, 7. ágúst, frá skrifstofu félagsins. Þaðan er ekið inn og upp úr Eyjafirði að Laugafelli, en þar er gist í skála Ferðafélags Akureyrar. Í Laugafelli er hægt að bregða sér í laugina sem þar er. Meira
6. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 344 orð

Kabila sakaður um spillingu og óstjórn

BIZIMA Karaha, utanríkisráðherra Lýðveldisins Kongó, gekk til liðs við uppreisnarmenn í Goma í austurhluta landsins í gær og hét því að koma Laurent Kabila, forseta landsins, frá völdum. Karaha sakaði Kabila um spillingu og sagði forsetann draga taum ættmenna sinna við stjórn landsins. "Byltingin fer sem eldur í sinu um allt land," var haft eftir Karaha. Meira
6. ágúst 1998 | Miðopna | 1104 orð

Kynnast náttúrunni í stað þess að sjá hana í sjónvarpinu Sjófarendur á skútum leggja leið sína æ oftar á norðlægar slóðir með

ÞRÍR Frakkar á skútunni Oneiros voru búnir að sigla meðfram Íslandsströndum og ætluðu að spóka sig í höfðuborginni í nokkra daga áður en haldið yrði heim á leið, þýski skipstjórinn á Mephisto var að sigla skútunni til nýs eiganda í Halifax og fólkið á Passage Basel var að leggja upp í ferð meðfram ströndum Íslands. Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 182 orð

Laugavegurinn vígður í dag

ÞRIGGJA daga hátíð í tilefni af vígslu endurgerðs Laugavegar hefst í dag, fimmtudag, kl. 14 með ávarpi borgarstjóra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem klippir að því loknu á borðann við gatnamót Laugavegar og Barónsstígs. Meira
6. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 507 orð

"Leiðrétting" eða vísbending um verri tíð?

DOW Jones-vísitalan tók nokkurn kipp upp á við á nýjan leik í gær eftir mesta verðfall á þessu ári á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum á þriðjudag. Margir óttast þó að gengi hlutabréfa eigi enn eftir að falla áður en markaðir nái sér á strik á nýjan leik. Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 69 orð

Lést í bílslysi

MAÐURINN sem lést í bílslysi á Skarðströnd á mánudag hét Guðmundur Björgvinsson bifreiðastjóri. Guðmundur var að aka seiðum til sleppingar í Flekkudalsá þegar slysið átti sér stað. Farþegi var með honum í bílnum og var hann fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi. Er líðan hans þokkaleg. Guðmundur var fæddur 19. maí 1970 og til heimilis að Austurbergi 12 í Reykjavík. Meira
6. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 419 orð

Ljóðrænt ferðalag um liðnar aldir

LJÓÐAVAKAN "Heimur ljóðsins" verður haldin í Deiglunni í Kaupvangsstræti á Akureyri á sunnudagskvöld, 9. ágúst og hefst hún kl. 20.30. Húsið verður opnað hálftíma fyrr og mun Baldur Sigurðsson leika á gítar þar til dagskráin hefst. Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 1800 orð

Ljómandi Laugavegur

Vígsla Laugavegarins fer fram í dag kl. 14 þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri klippir á borðann við gatnamót Barónsstígs og Laugavegar. Framkvæmdir undanfarna mánuði hafa valdið samdrætti í viðskiptum á Laugaveginum en kaupmennirnir sem Örlygur Steinn Sigurjónsson heimsótti luku samt allir upp einum munni um ágæti breytinganna. Meira
6. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 25 orð

Messa

MÖÐRUVALLAPRESTAKALL: Guðsþjónusta verður í Bakkakirkju í Öxnadal næstkomandi sunnudag, 9. ágúst kl. 14. Kór kirkjunnar syngur, organisti er Birgir Helgason. Skírt verður í guðsþjónustunni. Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 404 orð

Mikið af sjóbleikju

VEIÐI á sjóbleikju á Eyjafjarðarsvæðinu hefur verið betri í sumar en oftast áður. Greint hefur verið frá stórbleikjum í Eyjafjarðará, þær stærstu rúmlega 9 pund, 7 og 6 pund og margar hafa verið 4-5 pund. Í Veiðihorninu á Akureyri fengust þær upplýsingar að algengt væri að menn væru að fá 10 til 15 bleikjur á dag, en þó væru brögð að því að aflanum væri misskipt. Meira
6. ágúst 1998 | Landsbyggðin | 302 orð

Minnisvarði um Einar Guðfinnsson afhjúpaður

Bolungarvík- Um verslunarmannahelgina var afhjúpaður hér í Bolungarvík minnisvarði sem bæjarstjórn Bolungarvíkur hefur látið gera til að heiðra minningu hins mikla athafnamanns Einars Guðfinnssonar og konu hans, Elísabetar Hjaltadóttur. Bæjarstjórn ákvað sl. haust að minnast þessa merka manns og konu hans á aldarafmæli hans 17. maí sl. Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 1119 orð

Mjög óþægilegur kláði en með öllu hættulaus

UNDANFARIN þrjú sumur og haust hafa komið upp nokkur tilfelli mikils kláða á fótum barna sem hafa leikið sér að því að vaða í grunnri tjörn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal, eða vaðtjörninni, eins og hún er kölluð í daglegu tali. Nú er komið í ljós að hér er á ferðinni svokallaður sundmannakláði og mun þetta vera í fyrsta sinn sem hann er greindur hér á landi. Meira
6. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 84 orð

Mozart fremur en Glass

ROTTUR sem hlýtt hafa á sónötur Mozarts frá því áður en þær fæddust eru fljótari að læra en aðrar rottur, að því er greint var frá í gær. Vísindamenn við háskólann í Wisconsin segja niðurstöður rannsókna sinna renna frekari stoðum undir kenningar um að klassísk tónlist auðveldi mannabörnum lærdóm. Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 348 orð

Mynda 18 manna stjörnu

FÉLAGAR í Fallhlífarsambandi Íslands stefna að því að setja Íslandsmet um næstu helgi og mynda það sem kallað er átján manna stjörnu í frjálsu falli, en stokkið verður úr sérútbúinni flugvél í 13.000 feta hæð. Meira
6. ágúst 1998 | Landsbyggðin | 149 orð

Myndfundabúnaður á Húsavík

Húsavík-Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga fékk nýlega afhentan myndfundabúnað að gjöf frá Byggðastofnun og hefur honum verið komið fyrir í húsnæði verkalýðsfélaganna á Húsavík. Gjöfin er ætluð til að auka samvinnu Atvinnuþróunarfélagsins við önnur sambærileg félög á landinu og Byggðastofnun. Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 132 orð

Námstefna um breytingaskeið kvenna

KONUM gefst tækifæri til að taka þátt í námstefnu um breytingaskeið kvenna. Námstefnan er á vegum Sálfræðistöðvarinnar sem mörg undanfarin ár hefur staðið fyrir fræðslu um þetta efni. Námstefnan fer fram mánudaginn 10. ágúst kl. 20 í fyrirlestrasal Norræna hússins. Meira
6. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 204 orð

Netanyahu krefst aðgerða strax

TVEIR Ísraelar voru skotnir til bana á landnámssvæði gyðinga á Vesturbakkanum í fyrrinótt og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, lýsti í gær yfir eindrægum stuðningi við frekari byggingaframkvæmdir á landnámssvæðunum. Slíkar framkvæmdir eru ein helsta ástæðan fyrir því að ekkert hefur gengið í friðarumleitunum milli Ísraela og Palestínumanna í um það bil eitt og hálft ár. Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 505 orð

Núverandi samstarf verði að mestu óbreytt

SAMKOMULAG hefur náðst milli Frakklands og annarra aðildarríkja Evrópusambandsins um umboð til viðræðna við Ísland og Noreg um aðlögun ríkjanna að breyttu Schengen-vegabréfasamstarfi. Niðurstaðan felur í grófum dráttum í sér að stefnt er að því að viðhalda að mestu leyti því samstarfi við Ísland og Noreg, sem kveðið er á um í núgildandi samstarfssamningum frá 1996. Meira
6. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 172 orð

Ofbeldisverk ógna samkomulagi á N-Írlandi

David Ervine, leiðtogi Framsækna sambandsflokksins (PUP), sem tengsl hefur við öfgahópinn UVF, sagðist telja að ef einn einasti maður tapaði lífi sínu vegna aðgerða klofningsaflanna úr IRA myndu UVF og aðrir slíkir hópar hefja sína herferð á nýjan leik, Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 135 orð

Óánægja með Flugfélagið á Ísafirði

ÓÁNÆGJA er meðal Ísfirðinga með þjónustu Flugfélags Íslands og hyggst bæjarstjórnin láta málið til sín taka. Halldór Halldórsson bæjarstjóri segir að verið sé að safna saman upplýsingum um frammistöðu Flugfélagsins á Ísafirði. Meira
6. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 134 orð

Rauðvín hollara en hvítvín

BRESKIR vísindamenn kynntu á mánudag þær niðurstöður sínar að neysla rauðvíns í hófi væri sannarlega góð vörn gegn hjartakvillum. Því hefur löngum verið haldið fram að hóflega drukkið vín geti aðstoðað líkamann í baráttunni gegn hjartakvillum og jafnvel krabbameini, og hafa nokkrar rannsóknir að undanförnu staðfest þetta, Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 518 orð

Ráðherra heimilt að flytja Landmælingar

UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ var í gær sýknað af öllum kröfum Maríu G. Hafsteinsdóttur, starfsmanns Landmælinga Íslands, sem í júní stefndi ráðuneytinu og krafðist þess að ákvörðun umhverfisráðherra, Guðmundar Bjarnasonar, um að flytja starfsemi Landmælinga Íslands til Akraness yrði dæmd ólögmæt. Málskostnaður var felldur niður. Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 638 orð

Rekstrarvandi 11 af 17 sjúkrahúsum leystur

RÍKISSPÍTALARNIR fá 166 milljónir af 300 milljón króna fjárveitingu sem Alþingi ákvað í vetur að verja óskipt til sjúkrahúsa. Sjúkrahús Reykjavíkur fær 100 milljónir. Fjárhagsvandi sjúkrahúsanna á landsbyggðinni er að stærstum hluta leystur með tillögum faghóps sem Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra hefur staðfest. Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 194 orð

Resurrection Band kemur til Íslands

BANDARÍSKA hljómsveitin Resurrection Band heldur tónleika á Broadway 13. og 14. ágúst nk. kl. 21 bæði kvöldin. Hljómsveitin hefur starfað í aldarfjórðung og gefið út 19 hljómplötur og geisladiska. Resurrection Band spratt upp úr frjóum jarðvegi hippatímans og Jesúbyltingarinnar á ofanverðum sjötta áratugnum og í byrjun þess sjöunda, segir í fréttatilkynningu. Meira
6. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 30 orð

Reuters Japanir minnast kjarnorkuárásar á Hiroshima

Reuters Japanir minnast kjarnorkuárásar á Hiroshima JAPÖNSK systkyni virða fyrir sér minnismerki um kjarnorkusprengjuna sem Bandaríkjamenn vörpuðu á Hiroshima 6. ágúst 1945. Í dag fer þar fram minningarathöfn um fórnarlömb sprengjunnar. Meira
6. ágúst 1998 | Miðopna | 770 orð

Ríkisreikningur fyrir árið 1997 sýnir betri stöðu ríkissjóðs

Ríkisreikningur fyrir árið 1997 sýnir betri stöðu ríkissjóðs Afkoman batnaði um 9,4 milljarða milli ára Á síðasta ári lækkuðu skuldir ríkissjóðs um 6,5 milljarða og var hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs neikvæð um 0,5% sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Slíkt hefur ekki gerst í áratugi. Meira
6. ágúst 1998 | Landsbyggðin | 345 orð

Setti hraðamet í Grettissundi

KRISTINN Magnússon sundgarpur þreytti Grettissund síðastliðinn laugardag og varð þar með fjórði maðurinn til að ljúka sundinu að Gretti Ásmundarsyni meðtöldum. Auk þess hafa fjórir menn synt Drangeyjarsund, sem er 800 metrum styttri leið. Kristinn bætti eldra metið í Grettissundi um rúmar tvær klukkustundir. Hann synti skriðsund alla leiðina og fór vegalengdina á 2,10 klukkustundum. Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 30 orð

Sigmund í sumarfrí

Sigmund í sumarfrí SIGMUND teiknari er farinn í sumarfrí. Því mun verða hlé á birtingu teikninga hans fram í næsta mánuð. Mynd eftir Sigmund birtist væntanlega næst þriðjudaginn 8. september. Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 227 orð

Sígildu FM breytt í unglingastöð

AÐFARANÓTT sunnudags hóf ný útvarpsstöð göngu sína, Skratz 94,3. Stöðin er ein af fimm útvarpsstöðvum Fíns miðils og sendir út á sömu tíðni og Sígilt FM sendi út áður. Að sögn Björns Sigurðssonar, framkvæmdarstjóra dagskrársviðs Fíns miðils, á stöðin að höfða til ungs fólks á aldrinum 12­17 ára og mun hún spila rapp, hip hop og danstónlist. Meira
6. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 114 orð

Skógardagur í Leyningshólum

SKÓGRÆKTARFÉLAG Eyfirðinga býður öllum áhugasömum til skógardags í Leyningshólum næstkomandi laugardag, 8. ágúst kl. 14. Leyningshólar eru eitt elsta skógræktarsvæði Skógræktarfélags Eyfirðinga og var friðað 1936. Þar er að finna einu náttúrulegu skógarleifarnar í Eyjafirði. Leyningshólar eru í landi Leynings og Villingadals. Meira
6. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 517 orð

Skýringa leitað á ungbarnaskiptum

STARFSFÓLK fæðingardeildarinnar á háskólasjúkrahúsi í Virginíuríki í Bandaríkjunum fór telpnavillt einn örlagaríkan dag fyrir þremur árum og víxlaði tveimur stúlkubörnum. Þetta uppgötvaðist fyrir tilviljun þegar grípa þurfti til DNA-prófa vegna meðlagsdeilu foreldra annars barnsins. Þá kom líka í ljós að foreldrar barnsins eru nýlátnir í bílslysi. Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 200 orð

Sólarlítill júlí norðanlands

JÚLÍMÁNUÐUR sl. var í kaldara lagi um stóran hluta landsins, en úrkoma í meðallagi. Sólarstundir í Reykjavík voru í meðallagi en á Akureyri voru þær mun færri en meðaltal gerir ráð fyrir, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meðalhiti á Akureyri var tæpum 2 stigum undir meðallagi en talsvert kaldara var á Akureyri í júlí 1993. Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 127 orð

Stóraukin sala á kjúklingum

SALA á kjúklingabringum slær öll sölumet í sumar, en sala á ferskum kjúklingum hófst fyrir þremur árum. Síðan þá hefur söluaukningin verið stöðug, en verð á kjúklingi hefur haldist óbreytt frá árinu 1989. Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 658 orð

Styrkir á sviði lista- og menningar fyrir börn

Barnamenningarsjóður heyrir undir menntamálaráðuneytið og er hlutverk hans að styrkja verkefni á sviði barnamenningar. Hrefna Ingólfsdóttir er formaður stjórnar Barnamenningarsjóðsins en auk hennar sitja í stjórn sjóðsins Gréta Mjöll Bjarnadóttir, Margrét Bárðardóttir, Svanhildur Hólm Valsdóttir og Ása Hlín Svavarsdóttir. Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 377 orð

Sýknaður í meiðyrðamáli

PÁLL Skúlason héraðsdómslögmaður var í gær sýknaður í máli því sem Pétur Þór Gunnarsson og Gallerí Borg - Uppboðshús Reykjavíkur höfðuðu á hendur honum vegna ummæla sem birtust í Morgunblaðinu 29. júní 1997. Málskostnaður var felldur niður. Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 173 orð

Sæbraut lokað vegna olíuleka

OLÍA lak úr olíutanki á bensínstöð Shell á horni Sæbrautar og Langholtsvegar í gærkvöldi og þurfti að loka Sæbraut frá gatnamótum Sæbrautar og Dalbrautar að gatnamótum Sæbrautar og Sægarða meðan olían var hreinsuð upp auk þess sem Langholtsvegi var lokað rétt fyrir ofan gatnamótin. Meira
6. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 28 orð

Söngvaka

SÖNGVAKA verður í Minjasafnskirkjunni á Akureyri kl. 21 á fimmtudagskvöld. Flutt verða sýnishorn úr íslenskri tónlistarsögu, en flytjendur eru Kristjana Arngrímsdóttir og Hjörleifur Hjartarson. Dagskráin tekur klukkustund. Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 169 orð

TAL opnar í Kringlunni

TAL opnaði laugardaginn 25. júlí sl. GSM-verslun í Kringlunni. Verslunin, sem er á 1. hæð við hliðina á Byggt og búið, er önnur verslun TALs en í maí sl. opnaði fyrirtækið verslun og þjónustumiðstöð í Síðumúla 28. Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 171 orð

Tjörn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Varað við að bu

SUNDMANNAKLÁÐI hefur í fyrsta sinn verið greindur hér á landi og hefur verið sett upp viðvörunarskilti við tjörnina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum vegna þessa. Kláðann orsaka litlar lirfur sem koma úr sniglum í vatninu en lifa annars í fuglum. Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 279 orð

Tveir úr íslenska liðinu í úrslit í fimmgangi

TVEIR AF keppendum íslenska liðsins sem þátt taka í Norðurlandamótinu í hestaíþróttum náðu inn í úrslit í fimmgangi. Hulda Gústafsdóttir sem keppir á Hugni frá Kjartansstöðum hafnaði í fjórða sæti með 6,30 í einkunn. Jóhann G. Jóhannsson er fimmti á Glað frá Hólabaki með 6,23. Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 272 orð

Úrskurðir skipulagsstjóra staðfestir

GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra hefur staðfest tvo úrskurði skipulagsstjóra varðandi mat á umhverfisáhrifum, en úrskurðirnir voru kærðir til umhverfisráðuneytisins. Annars vegar er um að ræða úrskurð varðandi sorpförgun Byggðasamlagsins Hulu og hins vegar varðandi Þingvallaveg og námagröft samhliða honum. Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 364 orð

Vísbendingar um að skylt sé að fram fari útboð

JÚLÍUS S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir að ýmsar vísbendingar séu um að skylt sé að viðhafa útboð vegna tímabundins rekstrarleyfis á gagnagrunni á heilbrigðissviði. Samkvæmt endurskoðuðum frumvarpsdrögum heilbrigðisráðherra mun ráðherra veita einum aðila tímabundinn einkarétt til gerðar og starfrækslu miðlægs gagnagrunns á þessu sviði. Meira
6. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 201 orð

Vöruð við að yfirgefa heimili sitt

HERSTJÓRNIN í Burma varaði í gær Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar og friðarverðlaunahafa Nóbels, við að yfirgefa heimili sitt í höfuðborginni Rangoon á laugardag til að hitta stuðningsmenn sína. Þann dag verða 10 ár liðin frá því að herinn bældi niður uppreisn lýðræðissinna í landinu. Meira
6. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 258 orð

Þjóðartekjur verða lengi lakari en í ESB

AÐLÖGUN landanna í Mið- og Austur-Evrópu, sem sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu (ESB), að því velmegunarstigi sem þar ríkir, mun taka mun lengri tíma en oft hefur verið látið í veðri vaka, að áliti sérfróðra embættismanna framkvæmdastjórnar ESB, sem fram kemur í nýbirtri úttekt á stöðunni í þessum löndum. Meira
6. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 108 orð

Þóra Gréta og tríó

ÞÓRA Gréta Þórisdóttir söngkona ásamt tríói sjá um sveifluna á Tuborg djasskvöldi í Deiglunni í kvöld, fimmtudagskvöldið 6. ágúst, en tónleikarnir hefjast kl. 21.30. Þóra Gréta lauk prófi frá djassdeild Tónlistarskóla FÍH síðastliðið vor og hefur hún verið að skapa sér gott nafn meðal djassunnenda hér á landi. Meira
6. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 68 orð

Ævintýraland í Hrútafirði

GÓÐ aðsókn hefur verið að sumarbúðunum Ævintýralandi í Hrútafirði í sumar. Krakkar á aldrinum 6­11 ára hafa fengið að spreyta sig í leiklist, grímugerð, tónlist, íþróttum og hestamennsku. Leikarar, myndlistarfólk og tónlistarfólk hafa lagt sitt af mörkum til að gera sumarbúðirnar sem skemmtilegastar, segir í fréttatilkynningu. Framundan eru námskeið í kvikmyndagerð og tónlist. Meira

Ritstjórnargreinar

6. ágúst 1998 | Leiðarar | 768 orð

FALSSPÁMENN Á 20. ÖLD

leiðariFALSSPÁMENN Á 20. ÖLD ORGUNBLAÐIÐ birti í gær predikun Sigurbjörns biskups Einarssonar, sem flutt var í Þingvallakirkju síðastliðinn sunnudag. Predikunin hefur yfirskriftina "Varist falsspámenn" í samræmi við guðspjall dagsins (Matt. 7, 15-23). Biskupinn fjallar m.a. um falsspámenn á 20. öldinni. Meira
6. ágúst 1998 | Staksteinar | 366 orð

»R-listinn, framboðslisti hvers? VEF-Þjóðviljinn fjallaði hinn 23. júlí um lög

VEF-Þjóðviljinn fjallaði hinn 23. júlí um lögfræðilega greinargerð, sem Jón Sveinsson hrl. tók saman fyrir R-listann um framboðsmál listans og hvernig varamönnum skuli raðað, forfallist einhver borgarfulltrúi listans. Meira

Menning

6. ágúst 1998 | Menningarlíf | 46 orð

27 olíumálverk frá Austurlandi

NÚ stendur yfir sýning Sólveigar Illugadóttur myndlistarkonu á Café Nielsen á Egilsstöðum. Þar sýnir hún 27 olíumálverk, flest frá Austurlandi og er Snæfell þar í brennidepli. Einnig má sjá myndir af Hverafelli í Mývatnssveit. Sólveig er listamaður mánaðarins á Café Nielsen á Egilsstöðum. Meira
6. ágúst 1998 | Menningarlíf | 133 orð

Ásaumaðar myndir í galleríi Handverks & hönnunar

ANITA Hedin, textíllistamaður frá Kalmar í Svíþjóð opnar sýningu á ásaumuðum (applikeruðum) myndum í galleríi Handverks & hönnunar að Amtmannsstíg 1, föstudaginn 7. ágúst kl. 16. Anita notar efni og þráð í myndverk sín og sækir hugmyndir sínar mikið í náttúruna. "Hún litar sjálf efnin og nær vel að nálgast allan litaskalann. Meira
6. ágúst 1998 | Menningarlíf | 185 orð

Boro Kapor sýnir á Kaffi Mílanó

NÚ stendur yfir sýning á verkum Boro Kapor frá Króatíu í Kaffi Mílanó. Boro fór í listaskólann í Zagreb og lauk námi í listmálun og lagfæringum á gömlum listaverkum (restaurator) og var á Ítalíu í frekara námi á þessi sviði í tvö ár. Boro hefur unnið að list sinni í tuttugu ár og haldið sýningar í Króatíu, Austurríki, Ítalíu, Þýskalandi og Hollandi. Meira
6. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 103 orð

Brasilísk fegurð HÉGÓMI hefur lengi plagað manninn, og ef ei

HÉGÓMI hefur lengi plagað manninn, og ef eitthvað er færist hann í aukana með ári hverju. Konur jafnt sem karlar eyða miklum peningum í útlitið; föt, líkamsræktaraðstöðu, hár og konur í andlitsfarða hvers konar. Um helgina var opnuð snyrtivörusýningin Cosmoprof Cosmetica '98 í Sao Paulo í Brasilíu. Meira
6. ágúst 1998 | Menningarlíf | 29 orð

Djass á Kaffi Puccini

DJASSKVÖLD verður haldið á veitingahúsinu Kaffi Puccini, Vitastíg 10a, í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 22­23.30. Það eru tónlistarmennirnir Björn Thoroddsen, Sigurður Flosason og Gunnar Hrafnsson sem leika. Meira
6. ágúst 1998 | Menningarlíf | 155 orð

Einsöngstónleikar í Borgarneskirkju

THEODÓRA Þorsteinsdóttir sópransöngkona og Ingibjörg Þorsteinsdóttir píanóleikari halda einsöngstónleika í Borgarneskirkju föstudagskvöldið 7. ágúst og hefjast þeir kl. 21.00. Þar munu þær flytja fjölbreytta dagskrá. Meðal þess sem er á efnisskránni er ljóðaflokkurinn "Liebeslieder" eftir Dvorák, lög eftir Pál Ísólfsson, Karl O. Runólfsson og Jón Þórarinsson og ítalskar aríur. Meira
6. ágúst 1998 | Tónlist | -1 orð

Glæsileikur

Áshildur Haraldsdóttir og Pierre Morabia fluttu tónverk eftir Mozart, Fauré Albeniz, Roussel, Höller, Debussy og Borne. Þriðjudagurinn 4. ágúst, 1998. TÓNLISTARSAGNFRÆÐINGAR hafa velt því fyrir sér, hversu það má vera, að svo lítið er til af einleiksverkum fyrir flautu frá klassísk-rómantíska tímabilinu og benda á, Meira
6. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 196 orð

Grease- æði hjá yngri kynslóðinni ÞAÐ HEFUR víst ekki fari

ÞAÐ HEFUR víst ekki farið framhjá neinum að verið er að sýna söngleikinn Grease í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Eins og búast mátti við nýtur söngleikurinn mikilla vinsælda hjá yngri kynslóðinni. Það sást glöggt þegar haldin var Grease-hátíð á Kringlutorginu og í Kringlunni um daginn. Þangað flykktust börn og unglingar ásamt foreldrum sínum, og var margt þeim til gamans gert. Meira
6. ágúst 1998 | Kvikmyndir | 373 orð

Harðhaus gerist barnapía

Leikstjóri Harold Becker. Handrit Lawrence Keller, Mark Rosenthal. Tónlist John Barry. Kvikmyndatökustjóri Michael Seresin. Aðalleikendur Bruce Willis, Alec Baldwin, Chi McBride, Kim Dickens, Robert Stanton. 105 mín. Bandarísk. Universal 1998 . Meira
6. ágúst 1998 | Menningarlíf | 173 orð

Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju

Á fimmtudagstónleikunum í Hallgrímskirkju leikur Friðrik Vignir Stefánsson, organisti í Grundarfirði á orgelið í hádeginu og hefjast tónleikarnir kl. 12. Á efnisskrá hans er fyrst hin þekkta Prelúdía í D-dúr eftir Buxtehude. Þá leikur hann 6 sálmaforleiki úr Litlu orgelbókinni, m.a. Meira
6. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 506 orð

Hvað hefði gerst ef...?

SLIDING Doors er saga um örlög, tímann og ástina. Helen (Gwyneth Paltrow) er ung kona á uppleið í góðri stöðu hjá almannatengslafyrirtæki í London. Hún virðist hafa allt sitt á þurru. Hún gegnir spennandi starfi og er í sambúð með Gerry (John Lynch) rithöfundi sem berst við að koma sér á framfæri. Meira
6. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 259 orð

Hættuleg árátta Safnarinn (Kiss the Girls)

Framleiðsla: David Brown og Joe Wizan. Leikstjórn: Gary Fleder. Handrit: David Klass. Kvikmyndataka: Aaron Schneider. Tónlist: Mark Isham. Aðalhlutverk: Morgan Freeman, Ashley Judd og Cary Elwes. 111 mín. Bandarísk. C.I.C myndbönd, júlí, 1998. Bönnuð börnum innan 16 ára. Alex Cross (Morgan Freeman) er sálfræðingur hjá lögreglunni í Wasington D.C. Meira
6. ágúst 1998 | Menningarlíf | 173 orð

Kammersveit Kaupmannahafnar í Norræna húsinu

KØBENHAVNS Kammerensemble heldur tónleika föstudaginn 7. ágúst kl. 20.30 í Norræna húsinu. Á efnisskránni nú eru verk eftir tónskáld frá barokktímanum, G. Ph. Telemann, Jacques Loeillet og J.H. Roman, og nýsamin verk ungra tónskálda. Flutt verður verkið Pottaseiður eftir Mist Þorkelsdóttur, sem hún samdi 1997 fyrir Kammersveitina að beiðni Steens Lindholms semballeikara. Meira
6. ágúst 1998 | Tónlist | -1 orð

Leiknin er verkfæri en ekki markmið

Ulrich Meldau flutti orgelverk eftir J.S. Bach, Widor,Dupré, Demessieux og Joseph Jongen. Sunnudagurinn 2. ágúst 1998. ORGELTÓNLEIKAR þeir sem nefnast "Sumarkvöld við orgelið" og haldnir eru hvert sunnudagkvöld í Hallgrímskirkju, hafa flestir verið, hvað snertir efnisval orgelleikara, nokkuð á einn veg, þ.e. að eitthvað smálegt hefur verið leikið eftir J.S. Meira
6. ágúst 1998 | Myndlist | 585 orð

Límband og ljós í Stöðlakoti

Opin daglega frá 14.00 til 18.00. Til 9. ágúst. ENGINN kippir sér upp við það lengur þegar listamenn notfæra sér framandi efni og taka til handargagns fundna hluti við gerð verka sinna. Það eru í raun engin takmörk fyrir því hvaða efni, aðskotahluti og aðferðir listamenn nota í listsköpun og engin ástæða til að reyna að finna því einhver takmörk. Meira
6. ágúst 1998 | Bókmenntir | 498 orð

Mannleg vandamál

eftir Gunnar Hrafn Birgisson. Upptök, ehf. 1998. GUNNAR Hrafn Birgisson sálfræðingur hefur sent frá sér bók sem hann segir vera til að styrkja fólk til sjálfshjálpar. Hann er doktor í klínískri sálarfræði frá skóla í Los Angeles í Kaliforníu, California School of Professional Psychology, og stundaði nám í REBT (Rational Emotive Behaviour Therapy, Meira
6. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 252 orð

Mannskapurinn í góðum gír ÞAÐ VORU færri að skemmta sér en vanaleg

ÞAÐ VORU færri að skemmta sér en vanalega um verslunarmannahelgina í Reykjavík. En þar sem fólk var samankomið var einstaklega góð stemmning, því þessa helgi myndast oft skemmtileg eining hjá þeim sem verða eftir í bænum. Á Kaffi Reykjavík var hljómsveitin Sixties að leika fyrir dansi, og ekki vantaði stuð í mannskapinn á þeim bænum. Meira
6. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 71 orð

Motown-safnið heimsótt

TÓNLISTARMENNIRNIR Michael Jackson og Stevie Wonder heimsóttu Motown-safnið í Detroit ásamt Esther Gordy Edward, systur Berry Gordy sem stofnaði Motown-fyrirtækið á sínum tíma. Jackson og Wonder eru báðir í Detroit til að veita viðskiptajöfrinum Don H. Barden liðstyrk, en hann er að sækjast eftir spilavítaleyfi í kosningum sem fara fram þessa dagana. Meira
6. ágúst 1998 | Menningarlíf | 45 orð

Myndir og styttur

SÝNING á ljósmyndum Bærings Cecilssonar og á trémyndastyttum eftir Sæmund Valdimarsson var haldin fyrir skömmu í húsakynnum íbúða fyrir aldraða við Hrannarstíg í Grundarfirði. Á myndinni eru Bæring og Hildur dóttir Sæmundar við tvö verk Sæmundar og tvær myndir Bærings Morgunblaðið/K.V.M. Meira
6. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 137 orð

Nicolas Cage er viðurkennd stjarna B

BÍÓFARAR hafa misjafna skoðun á leikaranum Nicolas Cage. Hann þykir furðulegur og flest hlutverk sem hann velur sér líka eins og í Vampire's Kiss og Raising Arizona . Eftir að hann vann Óskarsverðlaunin fyrir Leaving Las Vegas hafa hlutverk hans verið heldur hasarkenndari, Meira
6. ágúst 1998 | Menningarlíf | 104 orð

Norræn sumartónlist í Kaffileikhúsinu

NÆSTU tónleikar í Sumartónleikaröð Kaffileikhússins eru í kvöld, fimmtudagskvöld 6. ágúst, en þá flytja Marta G. Halldórsdóttir og Örn Magnússon norræna, rómantíska sumartónlist. Á efnisskránni eru m.a. lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Edvard Grieg, Jean Sibelius og Atla Heimi Sveinsson við ljóð Steingríms Thorsteinssonar, Höllu Eyjólfsdóttur, Henriks Ibsens, H.C. Meira
6. ágúst 1998 | Menningarlíf | 684 orð

Portrett af einni persónu sem og heilli þjóð

"ÞETTA verður engin glansmynd af Íslandi heldur raunasönn mynd um náttúru og menningu landsins og fólkinu sem hér býr séð með augum Vigdísar Finnbogadóttur, ­ einstakrar konu sem hefur starfsreynslu sinnar vegna öðlast dýpri skilning en flestir aðrir á því hvað það er sem felst í því að vera Íslendingur," segja þeir Ragnar Halldórsson og Petter Wallace. Meira
6. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 208 orð

Pólsk djasssöngkona á Jómfrúnni Á LAUGARDAGINN v

Á LAUGARDAGINN var yfirfullt á djasseftirmiðdegi á Jómfrúnni í Lækjargötu eins og vanalega. Í þetta skipti var það pólska djasssöngkonan Natasza Kurek sem söng fyrir gestina með undirleik Gunnlaugs Guðmundssonar bassaleikara og Ástvalds Traustasonar hljómborðsleikara. Lögin sem þau fluttu kallar hún "cappocino"-tónlist, en það eru léttir djasstandardar. Meira
6. ágúst 1998 | Menningarlíf | 55 orð

Richard Long í Fiskinum

HEIMILDARMYND um myndlistarmanninn og ferðalanginn Richard Long verður sýnd í Galleríi Fiskinum á Skólavörðustíg 22c á opnunartíma í dag, fimmtudaginn 6. ágúst, frá kl. 14 til 18. Myndin nefnist Stones and flies og sýningartími er 39 mínútur. Richard Long labbar um Afríku, býr til myndlist og spjallar um lífið og tilveruna. Meira
6. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 152 orð

Rússnesk MTV stöð

RÚSSLAND mun vera næsti landvinningur tónlistarsjónvarpsstöðvarinnar MTV því 25. september byrja útsendingar útibús stöðvarinnar í Moskvu allan sólarhringinn. Þetta verður í fyrsta sinn sem vestræn sjónvarpstöð hefur útsendingar í Rússlandi sem eru sérstaklega hannaðar fyrir heimamenn. Útsendingar stöðvarinnar munu í upphafi nást í Moskvu og St. Meira
6. ágúst 1998 | Bókmenntir | 602 orð

Sjoppueigandinn elskulegi og mannaveiðari hans

Janet Evanocivh: "Three to Get Deadly". St. Martins Paperbacks. 321 síða. ELMORE Leonard og Carl Hiaasen hafa engan einkarétt á gamansömum spennusögum með skrautlegum persónum og spaugilegum samræðum. Nýjasta sakamálasaga Janet Evanovich jafnast á við það besta sem þeir hafa samið. Meira
6. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 277 orð

Slyngur sláttumaður Tvíhöggvið (Double Tap)

Framleiðsla: Joel Silver, Richard Donner og Gil Adler. Leikstjórn: Greg Yaitanes. Handrit: Erik Saltzgaber. Kvikmyndataka: John Peters. Tónlist: Moby. Aðalhlutverk: Heather Locklear og Stephen Rea. 87 mín. Bandarísk. Háskólabíó, júlí 1998. Bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
6. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 732 orð

STEVEN SPIELBERG

"UNDRABARNIÐ", sem orðið er galdramaðurinn Steven Spielberg, hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu, enda var verið að frumsýna nýjustu myndina hans, Saving Private Ryan, fyrir fáeinum dögum. Ný mynd er svo sem engin nýlunda á þeim bæ, maðurinn er ótrúlega afkastamikill. Meira
6. ágúst 1998 | Kvikmyndir | 435 orð

Sú gamla grípur til sinna ráða

Leikstjóri og handritshöfundur Jonathan Darby. Tónlist Christopher Young. Kvikmyndatökustjóri Andrew Dunn. Aðalleikendur Jessica Lang, Gwyneth Paltrow, Janathon Schaech, Nina Foch, Debi Mazar, Hal Holbrook. 96 mín. Bandarísk. TriStar. 1998. Meira
6. ágúst 1998 | Menningarlíf | 28 orð

Söngleikur úr sumarfríi

Söngleikur úr sumarfríi EFTIR sumarfrí snýr Carmen Negra aftur á svið Íslensku óperunnar. Sýningar eru á föstudags- og laugardagskvöld og hefur sýningum verið bætt við í ágúst og september. Meira
6. ágúst 1998 | Menningarlíf | 202 orð

Söngvasafn Ingibjargar Þorbergs gefið út

INGIBJÖRG Þorbergs tónskáld og textahöfundur er höfundur Söngvasafns, sem gefið var út á vegum lista- og menningarráðs Kópavogs í vor. Var höfundi afhent fyrsta eintakið á afmælishátíð Kópavogskaupstaðar að lokinni kynningu á heftinu á tónleikum 11. maí síðastliðinn. Söngvasafnið er gefið út í tilefni af sjötugsafmæli Ingibjargar og kom út í 100 eintökum. Meira
6. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 316 orð

"Undirbúningur hafin fyrir næstu Smirnoff-keppni"

SMIRNOFF-fatahönnunarkeppnin var haldin í Berlín í lok síðasta mánaðar og fór fulltrúi Íslands, Ragnheiður Jónsdóttir, utan með hönnun sína, en hún sigraði í undankeppni sem haldin var hér heima fyrr í sumar. Alls tóku 26 keppendur frá jafnmörgum löndum þátt í þessari alþjóðlegu lokakeppni. Meira
6. ágúst 1998 | Menningarlíf | 480 orð

Unglingakór Grafarvogskirkju á fjölmennu kóramóti í Sant Cugat á S

UNGLINGAKÓR Grafarvogskirkju tók þátt í fjölmennu kóramóti í Sant Cugat í Barselónu, sem haldið var á vegum "Europe Cantat" nú um miðbik júlímánaðar. Kórinn, sem skipaður var 25 stúlkum á aldrinum 13-16 ára, kom fjórum sinnum fram, fyrst á opnunartónleikum mótsins auk tveggja annarra tónleika í Sant Cugat. Meira
6. ágúst 1998 | Bókmenntir | -1 orð

Veröld sem var

eftir Véstein Ólason. Mál og menning. Háskólaforlag Máls og menningar, 1998, 257 síður. Íslendingasögurnar eru sú bókmenntagrein frá miðöldum sem jafnan hefur notið mestrar athygli þeirra fræðimanna sem glíma við fornnorrænar bókmenntir. Meira
6. ágúst 1998 | Tónlist | 416 orð

Þá djassveðrið versna fer

Natazsa Kurek söngur, Ástvaldur Traustason rafpíanó og Gunnlaugur Guðmundsson bassi. Jómfrúin við Lækjargötu laugardaginn 1. ágúst. UM síðustu helgi sátu menn í sól og sumaryl við Jómfrúartorg og hlýddu á tríó Sigurðar Flosasonar. Nú hrönnuðust haustskýin á himni og innandyra var hlustað á tríó pólsku söngkonunnar Natöszu Kurek. Þar á er mikill munur. Meira

Umræðan

6. ágúst 1998 | Bréf til blaðsins | 290 orð

Akstur fatlaðra barna Frá Guðnýju Sigurðardóttir: ÉG HEF nú um n

ÉG HEF nú um nokkurra ára skeið þurft að nýta mér akstur fyrir fatlaðan dótturson minn! Mér eins og mörgum öðrum aðstandendum fatlaðra barna á Stór-Reykjavíkursvæðinu er mjög brugðið þessa dagana. Ástæða þess er sú að eftir útboð samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu verður aksturinn fluttur úr höndum þeirra sem hafa séð um hann í fjöldamörg ár til fyrirtækis sem við þekkjum lítið sem ekkert Meira
6. ágúst 1998 | Aðsent efni | 372 orð

Brjóstagjöf - góð fjárfesting

VIKUNA 1.-7. ágúst stendur WABA (World Alliance for Breastfeeding Action) að alþjóðlegri brjóstagjafarviku í 7. sinn. Að þessu sinni leggur WABA áherslu á efnahagslega hlið brjóstagjafarinnar fyrir fjölskylduna og þjóðfélagið undir yfirskriftinni: Brjóstagjöf: Besta fjárfestingin (Breastfeedig the Best Investment). 1. Meira
6. ágúst 1998 | Aðsent efni | 492 orð

Hver er stefna krata í bankamálum?

EFTIR að Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra kvað upp úr með það í lok mánaðarins að til greina kæmi að selja ríkisbankana úr landi hefur talsvert farið fyrir yfirlýsingum stjórnmálamanna um þessar hugmyndir og er sannast sagna erfitt að átta sig á afstöðu margra og þá ekki síst talsmanna Alþýðuflokksins. Meira
6. ágúst 1998 | Bréf til blaðsins | 486 orð

Lifandi tónlist í lifandi kirkju Frá Smára Ólasyni: Í ÁGRIPI fré

Í ÁGRIPI frétta í aðalfréttatíma Stöðvar 2 föstudaginn 24. júlí var sagt frá því að ágreiningur milli prests og brúðhjóna hafi valdið því að flytja hefði þurft brúðkaup úr sóknarkirkju brúðhjónanna í aðra kirkju. Meira
6. ágúst 1998 | Aðsent efni | 532 orð

Menningarnótt 22. ágúst

MENNINGARNÓTT í miðborginni verður haldin í þriðja sinn hinn 22. ágúst og hefur verið ákveðið að Menningarnóttin verði árlegur viðburður, haldin seinni hluta ágústmánuðar ár hvert, í tengslum við afmæli Reykjavíkurborgar. Meira
6. ágúst 1998 | Aðsent efni | 576 orð

Ofveiddur Grænlandsþorskur?

EINHVER sagði að til væru þrjú stig lygi. Fyrst væri venjuleg lygi, ­ þá haugalygi og loks ­ tölfræði. Þetta kom mér fyrst í hug þegar ég las viðtal við Gunnar Stefánsson tölfræðing Hafrannsóknastofnunar í Mbl. 28. júlí sl. Þar heldur hann því fram að þorskstofninn við Grænland hafi verið ofveiddur. Ofveiðikenning fiskihagfræðinnar við Vestur-Grænland og Kanada er dæmalaus hroki. Meira
6. ágúst 1998 | Aðsent efni | 1086 orð

Skjaldborgin er að bresta

VIÐ ERUM ófá, sem höfum reynt árum saman að vara stjórnmálaflokkana við því að halda áfram að þverskallast við sífellt háværari kröfum um hagkvæma og réttláta fiskveiðistefnu. Látum það vera, að hagkvæmni sé fyrir borð borin: það er að vísu afleitt, því að óhagkvæmni bitnar á lífskjörum landsmanna til lengdar og stuðlar að brottflutningi fólks af landinu, en það er engin nýlunda á Íslandi, Meira
6. ágúst 1998 | Aðsent efni | 661 orð

Stórt skref til að tryggja alþjóðleg mannréttindi

RÍKI heims gerðu nýlega með sér samning um að setja á stofn alþjóðlegan glæpadómstól. Honum er ætlað að draga fyrir rétt þá sem grunaðir eru um alvarlegustu glæpi gegn mannkyninu, þ.e. þjóðarmorð, stríðsglæpi og stórfelld brot á alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Meira
6. ágúst 1998 | Aðsent efni | 706 orð

Þagnarmál

SÍÐAN Sverrir Hermannsson sagði starfi sínu lausu hjá Landsbanka Íslands hefur hann tjáð sig skörulega um menn og málefni. Hins vegar hefur hann látið vera að geta mikilvægra atriða, og er þögnin um þau mál orðin heldur hávær. Væntanlega er önnum um að kenna, en til að forðast tortryggni þyrfti Sverrir samt að færa þau í tal hið fyrsta. 1. Meira
6. ágúst 1998 | Aðsent efni | 1039 orð

Þingið ­ kirkjan ­ þjóðin

HJÁLMAR Árnason alþingismaður skrifar grein í Morgunblaðið hinn 26. júlí sl. og setur fram hugmyndir í þeirri von að fram geti farið jákvæð og hispurslaus umræða um viðkvæmt mál og er þar að tala um trúfrelsi og samband þjóðkirkju og ríkis. Meira

Minningargreinar

6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 1004 orð

Angantýr Hjörtur Hjálmarsson

Það var um óttubil aðfaranótt októberdags 1945 að við Hjörvar, mágur minn lögðum upp frá Villingadal til leitar að kindum, þar eð vantaði tvær dilkær þaðan og grunur lék á að þær hefðu sést á ofanverðum drögum Hvítárdala eða Tinnárdals í Austurdal í Skagafirði fyrr um haustið. Slíkar kindur skila sér oft yfir fjallgarðinn af sjálfsdáðum, en sú hafði þó ekki orðið raunin á. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 451 orð

Angantýr Hjörvar Hjálmarsson

Í dag verður Angantýr Hjörvar Hjálmarsson til grafar borinn á Hólum í Eyjafjarðarsveit. Með honum er genginn einn hinna dyggu sona Eyjafjarðar. Dagsverk Hjörvars var mikið og hans verk munu víða sjást um ókomin ár. Barnakennsla var ævistarf hans og kenndi hann í barnaskólanum í Sólgarði og síðar í Hrafnagilsskóla. Sem ungur maður gerði Hjörvar út rútubíla og fór m.a. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 876 orð

Angantýr Hjörvar Hjálmarsson

Þegar litið er yfir æviveg Angantýs Hjörvars föðurbróður okkar koma margar myndir í hugann. Við sem þetta skrifum erum á sumum þeirra, aðrar höfum við fengið úr frásögnum hans sjálfs eða þeirra sem til hans þekktu. Hjörvar ólst upp við hefðbundin störf hins gamla íslenska bændasamfélags og kynntist ungur hugsjónum ungmennafélagshreyfingarinnar. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 388 orð

Angantýr Hjörvar Hjálmarsson

Vegna kulda undangenginna vikna hefur eyfirsk náttúra verið ósköp hnípin. Svo hnípin að mörgum finnst hið rómaða norðlenska sumar ekki enn vera komið. Engu er líkara en náttúran hafi verið að gráta erfið veikindi sem einn af hennar mestu unnendum hefur verið að glíma við. Náttúruunnandi þessi hét Angantýr Hjörvar og nú er þjáningum hans lokið. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 105 orð

Angantýr Hjörvar Hjálmarsson

Það er erfitt að sætta sig við veröld sem er án þín afi. Enn syngja fuglar. Fullur heimur hamingju. Lítil börn brosa. En það er skrýtið að njóta ekki lengur samvista við þig. Að gefa af sér. Eiga þó alltaf nóg til. Það er hamingja. Að lifa lengi. Endast þó ekki ævin. Það er vel lifað. Því sumir deyja löngu fyrir aldur fram, saddir lífdaga. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 36 orð

ANGANTÝR HJÖRVAR HJÁLMARSSON

ANGANTÝR HJÖRVAR HJÁLMARSSON Angantýr Hjörvar Hjálmarsson fæddist í Hólsgerði í Eyjafirði hinn 11. júní 1919. Hann lést á heimili sínu, Vallartröð 5 í Eyjafjarðarsveit, 22. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grundarkirkju 31. júlí. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 690 orð

Anna Gísladóttir

Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga okkar grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgrímur I. Hallgrímsson.) Hugurinn leitar til baka 40 ár aftur í tímann þegar lítil 5 ára telpa stendur á hlaðinu á Neðri-Harrastöðum í fyrsta skipti. Hjónin Davíð og Anna taka mér opnum örmum og faðma mig og kyssa. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 33 orð

ANNA GÍSLADÓTTIR

ANNA GÍSLADÓTTIR Anna Gísladóttir var fædd á Saurum í Kálfshamarsvík 7. ágúst 1911. Hún lést á Kumbaravogi á Stokkseyri 22. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hofi í Skagafirði 30. júlí. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 277 orð

Ásthildur Björnsdóttir

Ein af fyrstu minningunum um Ásthildi tengist heimsókn í Fossvog þar sem Ásthildur og Stein Steinar höfðu haslað sér völl. Kringum húsið var allt fullt af fiðurfénaði en mesta athygli vakti kötturinn á bænum sem hafði nýlega eignast fallega kettlinga. Að sögn voru þetta eðalkettir og ungur sveinn þáði kettling að gjöf frá hjónunum skömmu seinna. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 29 orð

ÁSTHILDUR BJÖRNSDÓTTIR

ÁSTHILDUR BJÖRNSDÓTTIR Ásthildur Kristín Björnsdóttir fæddist á Bergsstöðum í Svartárdal 4. júní 1917. Hún lést í Reykjavík 18. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 29. júlí. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 433 orð

Benedikt Jón Geirsson

Diddi frændi er látinn eftir veikindi sem hann hefur átt við að stríða undanfarin misseri. Það er alltaf erfitt að missa frænda sem hefur verið iðinn við að gefa manni góð ráð á lífsleiðinni. Þó að ég hafi ekki alltaf verið sammála honum og ekki fylgt öllum hans ráðum er minningin um Didda frænda sterk. Margar minningar koma upp í hugann þegar ég minnist hans. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 574 orð

Benedikt Jón Geirsson

Diddi frændi er farinn til himnanna og kærra ástvina og hefur kvatt okkur um stund. Kveðjustundin var ekki óvænt, en kom okkur samt í opna skjöldu. Því þó svo við vissum að Diddi væri lengi búin að vera veikur er maður eins og börnin með það að maður lifir í núinu og vonar alltaf það besta, kannski að næst þegar við hittumst yrði hann alheill, kraftaverkin hafa áður gerst. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 29 orð

BENEDIKT JÓN GEIRSSON

BENEDIKT JÓN GEIRSSON Benedikt Jón Geirsson fæddist í Reykjavík 21. maí 1924. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 24. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 5. ágúst. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 376 orð

Bert Lindström

Í dag er til grafar borinn frá Djurökirkju utan við Stokkhólm Bert Lindström fyrrverandi aðalbankastjóri Norræna fjárfestingarbankans í Helsingfors. Bert Lindström var fæddur i Stokkhólmi,og var 76 ára þegar hann lést. Að loknu prófi frá Viðskiptaháskólanum í Stokkhólmi 1944 réðist hann til hagrannsóknarstofnunar heildsölusamtakanna í Svíþjóð. Þar varð hann forstöðumaður árið 1946. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 53 orð

BERT LINDSTRÖM

BERT LINDSTRÖM Bert Lindström fæddist í Stokkhólmi 13. maí 1922. Hann lést í Stokkhólmi 10. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hjalmar Lindström, bankamaður, og Anna Lisa, f. Carlson. Bert lætur eftir sig eiginkonu, Birgittu Dahl, f. Essén, og börn hans eru Nina Thomas og Anna. Útför Berts fer fram frá Djurökirkju í dag. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 387 orð

Gunnar Freysteinsson

Maður getur endalaust spurt af hverju en fær ekkert svar. Góður vinur og félagi er fallinn frá, öllum að óvörum. Gunna kynntumst við fyrst á Ási í Noregi þar sem við vorum við nám. Í svo litlum Íslendingahóp fjarri heimaslóðum kynnist fólk vel og heldur sambandi áfram þó svo að leiðir skilji þegar heim er komið. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 26 orð

GUNNAR FREYSTEINSSON

GUNNAR FREYSTEINSSON Gunnar Freysteinsson fæddist á Selfossi 27. apríl 1970. Hann lést í bílslysi 5. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 15. júlí. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 121 orð

Jónína Magnúsdóttir

Elsku besta Rósa amma mín, ég vil kveðja þig. Ég þakka þér innilega fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman. Ég geymi allar þær fallegu og góðu minningar um þig sem ég á innra með mér. Mér þótti svo afskaplega vænt um þig. Helst vil ég minnast þess þegar ég var lítil stelpa og var að koma til ömmu og afa á Sigló. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 199 orð

Ólafur Thorarensen

Ólafur Thorarensen fæddist í Reykjavík 4. apríl 1939. Hann lést hinn 27. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru séra Jón Thorarensen, fv. prestur í Neskirkju, fæddur 31. október 1902, dáinn 23. febrúar 1986, og kona hans Ingibjörg Ólafsdóttir Thorarensen, f. 2. mars 1905, d. 24. mars 1992. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 415 orð

Ólafur Thorarensen

Það var erfitt að fá andlátsfrétt Óla vinar míns símleiðis til útlanda í síðustu viku. Þremur dögum áður hafði ég hringt til hans frá Kaupmannahöfn þar sem við hjónin vorum þá nýlent eftir flug frá Íslandi og var hann mjög hress í símanum. Upphaf að okkar kynnum var í L¨ubeck í Þýskalandi árið 1977. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 621 orð

Ólafur Thorarensen

Ég minnist þess skýrt þegar við Óli Thor fundumst fyrst, slétthúðaðir menntaskólabusar, uppfullir af spurningum og blönduðum tilfinningum gagnvart því nærliggjandi framtíðarverkefni að ráða lífsgátuna. Það var þarna í Bankastrætisbrekkunni þennan gráslyddudag, sem mér ungum jókst skyndilega svo auður skv. hljóðan Hávamála, að auðigur þóttumk/er ek annan fann. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 376 orð

Ólafur Thorarensen

Ólafur Thorarensen vinur minn er látinn, kallaður burt úr dagsins önn á einu augnabliki. "Ég hringi til þín eftir veðurfréttir," hafði hann sagt um eftirmiðdaginn. Við vorum að leggja á ráðin um viðgerðaferð í sumarbústað. Mig var farið að lengja eftir viðtalinu þegar síminn hringdi. Dáinn. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 32 orð

PÉTUR BJÖRN ÓLASON

PÉTUR BJÖRN ÓLASON Pétur Björn Ólason fæddist í Galtanesi í Víðidal 31. október 1915. Hann lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 18. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Þingeyrakirkju 25. júlí. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 494 orð

Pétur B. Ólason

Eftir því sem á ævina líður verðum við að sjá á bak æ fleiri samferðamönnum yfir móðuna miklu. Þegar ungu fólki eða fólki í blóma lífins er svipt burt verðum við harmi slegin, en þegar gamalt fólk, vinir og samstarfsmenn fá hvíldina verður eftir söknuður og eftirsjá. Einn þessara manna var Pétur B. Ólason, Miðhúsum. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 186 orð

Rósbjörg Kristín Magnúsdóttir

Þetta vers fórum við með af mikilli sannfæringu ásamt faðirvorinu á hverju kvöldi. Nú þegar stundaglasið þitt er tómt finnst mér vanta svo mikið upp á þau laun sem ég var búin að lofa þér fyrir allar mjúku vangastrokurnar. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 226 orð

RÓSBJÖRG KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR

RÓSBJÖRG KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR Rósbjörg Kristín Magnúsdóttir fæddist í Ólafsfirði 10. september 1925. Hún lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 30. júlí sl. Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson, sjómaður í Ólafsfirði, og Jenný Emilía Þorsteinsdóttir húsmóðir. Systkini: Jóhann Sigurbjörn, f. 1922, d. 1995. Sigríður, f. 1922, d. 1951. Jakobína Anna húsmóðir f. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 204 orð

Rósbjörg Magnúsdóttir

Vér köllumst brott. Hið hvíta lín oss klæðir fyrr en veit. Og jörðin býr um börnin sín og blómgar hinzta reit. (Fr. Hansen.) Rósbjörg Magnúsdóttir tengdamóðir mín var ljúf kona og sterk. Styrkur hennar fólst í dugnaði og eljusemi og óþrjótandi áhuga á að huga að sínu heimili og fjölskyldu. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 190 orð

Rósbjörg Magnúsdóttir

Elsku amma mín, ég vil bara fá að þakka þér fyrir að hafa fengið að njóta góðmennsku þinnar og umhyggju. Ég sé það enn skýrar nú hversu lánsöm ég var að þekkja þig þó að árin hefðu gjarnan mátt verða fleiri. Þú varst alltaf svo falleg og fín og þannig mun ég ávallt muna eftir þér. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 253 orð

Rósbjörg Magnúsdóttir

Mig langar til að minnast Rósu tengdamóður minnar í nokkrum orðum. Það var fyrir um 20 árum að ég kom fyrst í heimsókn til þeirra hjóna, Rósu og Jónasar að Hverfisgötu 2. Ég var óöruggur og vissi ekki hvað beið mín. Mér er það því minnisstætt hvað þau tóku vel á móti mér, tilgerðarlaus og einlæg. Síðan hef ég alltaf verið eins og heima hjá mér á Hverfisgötunni. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 502 orð

Rósbjörg Magnúsdóttir

Nú er komið að kveðjustund, elsku mamma mín. Ég veit að þú ert hvíldinni fegin. Síðustu árin hafa verið þér erfið en lengi hélst þú í vonina um að þér batnaði. Þú varst ekki ánægð með að geta ekki gert það sem þig langaði til. Þú þessi vinnusama kona, sem varst ekki sátt að kvöldi nema að geta litið yfir dagsverk þitt og séð það sem þú hafðir áorkað. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 423 orð

Sigríður Þórmundsdóttir

Amma í Mosó er dáin. Þessi kona sem hefur fylgt mér frá fæðingu er farin og kemur ekki aftur. Ég minnist hennar með bros á vör, ekki með tárum því þannig hefði amma aldrei viljað að nokkur minntist hennar. Amma var sú sem allir gátu leitað til, því allir áttu vísan stað í hennar hjarta. Hlýjan og kærleikurinn streymdi frá henni jafnt til ungra sem aldinna. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 164 orð

Sigríður Þórmundsdóttir

Mig langar með örfáum orðum að kveðja kæra vinkonu og nágrannakonu til fjölda ára. Kynni okkar hófust árið 1956 þegar við hjónin fluttum með börnin okkar að Sveinsstöðum í Mosfellssveit en þá bjuggu Sigríður og Eiríkur ásamt dóttur sinni Sigurbjörgu (Siddý) í Meltúni. Það kom fljótt í ljós hve góða nágranna við höfðum eignast. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 314 orð

Sigríður Þórmundsdóttir

Elsku amma, nú ertu farin frá okkur, farin yfir til Eiríks afa og Siddýar. Það er ekki auðvelt að hugsa til alls þess sem með þér fer en ég veit að þú varst orðin þreytt og vildir fara. Ég mun sakna þess að geta ekki kíkt til þín í ömmu kökur og "ömmu-kók" en hver veit nema einhver staðar og einhvern tíma muni ég sitja hjá þér aftur. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 229 orð

Sigríður Þórmundsdóttir

Sigríður Þórmundsdóttir er dáin. Hún lést 28. júlí á Landspítalanum í Reykjavík, á 92. aldursári. Sigga, eins og hún var ævinlega kölluð af vinum og kunningjum, var mikil sómakona. Sigga var ekkja eftir lát bróður míns, Eiríks E.F. Guðmundssonar, en þau bjuggu lengst af á Meltúni í Mosfellssveit. Það var gott að koma á heimili þeirra hjóna. Þangað var maður alltaf velkominn. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 283 orð

Sigríður Þórmundsdóttir

Sigga í Meltúni er dáin á tíræðisaldri. Fullorðin sómakona hefur fengið hvíldina. Vináttubönd hennar bundust víða þótt hún léti ekki mikinn og gengi hávaðalaust, kær sínu, að sinna lífshlaupinu. Þegar ég lít til baka hljóma fyrir eyrum mér orðin "minn og mín" sem hún fór svo prýðilega með jafnan í enda skírnarnafns, er hún ávarpaði einhvern, alltaf svo ljúflega og vináttusterkt. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 224 orð

Sigríður Þórmundsdóttir

Elsku amma mín er dáin. Ótal minningar streyma að og þær munu ylja mér um ókomin ár. Amma í Mosó, eins og við systkinin kölluðum hana, var einstök, hún tók öllu með jafnaðargeði og var alltaf í góðu skapi. Hún miðlaði öllum af sínum meðfædda kærleika og hughreystandi orðum, sem gerði mér og öðrum lífið léttbærara. Amma og afi áttu Meltún og var ekkert notalegra en að fara í sveitina til þeirra. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 252 orð

Sigríður Þórmundsdóttir

Það er komið að leiðarlokum, Sigríður frá Meltúni, tengdamóðir mín, er látin. Við sem eftir sitjum erum svo eigingjörn að við viljum ekki kveðja. Við vitum þó mætavel að þetta var hennar einlæg ósk, að komast sem fyrst til Eiríks síns og Sigurbjargar dóttur sinnar, sem hún kvaddi fyrir rúmu ári, langt um aldur fram. Við vitum að nú líður henni vel í faðmi ástvina. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 140 orð

Sigríður Þórmundsdóttir

Amma mín samdi þetta ljóð þegar hún var 84 ára og nú er hún farin. Ég var að miklu leyti alin upp hjá ömmu og afa í Meltúni. Þaðan á ég minningar um sæludaga. Þar var alltaf kyrrð og ró, þar leið öllum vel. Þar kenndi amma mér ásamt öðru bænirnar, jákvætt hugarfar og að virða allt líf og njóta þess. Það er mitt veganesti sem ég bý alltaf að. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 573 orð

Sigríður Þórmundsdóttir

Elsku amma mín er nú farin. Þessi hæverska, kærleiksríka og gjöfula kona. Minningarnar eru bæði margar og fagrar. Brosið, hreyfingarnar, hjartagæskan, þakklætið og margt fleira. Ein af mínum fyrstu minningum um ömmu er úr æskunni í Meltúni, en hjá henni og afa dvaldi ég oft lengri eða skemmri tíma á sumrin. Þar fann maður vel alla umhyggjuna og væntumþykjuna sem einkenndi þessa konu. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 417 orð

Sigríður Þórmundsdóttir

Þegar ég sest niður og skrifa nokkrar línur um tengdamóður mína, Sigríði Þórmundsdóttir frá Meltúni, þá reikar hugurinn aftur í tímann þegar ég kom að Meltúni í fyrsta sinn. Það var svolítill kvíði í mér að hitta foreldra stúlkunnar minnar, hennar Siddýjar. Ég hitti fyrir á heimili hennar granna fíngerða konu og háan grannan mann, sem tóku mér opnum örmum. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 260 orð

SIGRÍÐUR ÞÓRMUNDSDÓTTIR

SIGRÍÐUR ÞÓRMUNDSDÓTTIR Sigríður Þórmundsdóttir var fædd í Langholti í Borgarfirði 5. september 1906. Hún andaðist í Landspítalanum 28. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórmundur Vigfússon og Ólöf Helga Guðbrandsdóttir. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 487 orð

Þórdís Ólafsdóttir

Markús Túllíus Cíceró rómverskur stjórnmálamaður og rithöfundur sem uppi var fyrir meir en tvö þúsund árum sagði: "Þau eru farsælust ævilok er náttúran leysir upp það sigurverk sem hún sjálf setti saman, meðan hugsun vor er enn skýr og skynfærin óslævð." Á þann veg urðu ævilok Þórdísar Ólafsdóttur ljósmóður. Hún var þrotin að kröftum en hugsunin ótrúlega skýr fram á síðustu stund. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 650 orð

Þórdís Ólafsdóttir

Mér finnst ég verða að skrifa nokkrar línur um Þórdísi mína sem jarðsett var þriðjudaginn 4. ágúst. Þótt ekki væri annað en í þakklætisskyni, því lofgrein hefði ekki verið í anda hennar. Við skiptum eflaust hundruðum sem eigum aðstoð hennar að þakka við fæðingar. Ef við allar tækjum upp penna myndi það fylla mörg Morgunblöð. Meira
6. ágúst 1998 | Minningargreinar | 28 orð

ÞÓRDÍS ÓLAFSDÓTTIR

ÞÓRDÍS ÓLAFSDÓTTIR Þórdís Ólafsdóttir fæddist á Vindási í Kjós 19. júní 1908. Hún lést á Landspítalanum 27. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 4. ágúst. Meira

Viðskipti

6. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 233 orð

Evrópsk hlutabréf snarlækka í verði

EVRÓPSK hlutabréf snarlækkuðu í verði í sveiflukenndum viðskiptum í gær vegna kreppunnar í Asíu og líklegra áhrifa hennar í Wall Street. Um 2-3% lækkanir urðu í evrópskum kauphöllum eftir 299 punkta lækkun Dows í fyrrinótt, 75 punkta lækkun á fyrstu mínútunum eftir opnun í gærmorgun og tæplega 50 punkta hækkun hálftíma síðar. Meira

Daglegt líf

6. ágúst 1998 | Ferðalög | 167 orð

Afþreyingartilboð á gististöðum

Selfossi-Hótel Selfoss og Gesthús sem eru rekin af ferðaþjónustu KÁ á Suðurlandi eru með í gangi afþreyingartilboð sem munu nýtast þeim gestum sem dvelja á hvorum stað fram á haust. Gestir þessara staða fá frítt í sund í Sundhöll Selfoss þar sem er ein stærsta leiklaug landsins. Meira
6. ágúst 1998 | Ferðalög | 99 orð

Aukin þjónusta við ferðafólk í Þistilfirði

Garði, Þistilfirði-Þjónusta við ferðafólk er víða á landinu og byggð upp með ólíku sniði. Á ferðaþjónustubænum Ytra- Álandi í Þistilfirði er verið að auka gistirými þessa dagana um átta rúm. Keypt var timburhús á Súðavík og það flutt með bíl til Akureyrar, þaðan með skipi til Þórshafnar og loks með bíl að Ytra- Álandi. Meira
6. ágúst 1998 | Neytendur | 72 orð

Eplaflögur

Í dag, fimmtudag, kynna stúlkur úr ELITE-fyrirsætukeppninni nýjar flögur í 10­11-verslununum. Um er að ræða Seneca-eplaflögur sem eru framleiddar í Bandaríkjunum og Karl K. Karlsson ehf. flytur inn. Um fjórar bragðtegundir af eplaflögum er að ræða; rauð epli, rauð epli með kanil, græn epli og gul epli. Í fréttatilkynningu frá Karli K. Karlssyni ehf. Meira
6. ágúst 1998 | Neytendur | 137 orð

Fleiri Asíuréttir

FYRIRTÆKIÐ Júmbó-samlokur hefur sett á markað nýja skyndirétti undir heitinu Asíuréttir. Eins og nafnið gefur til kynna eru réttirnir matreiddir að hætti Austurlandabúa. Þeir eru seldir í kínapottum sem auðvelt er að hita í örbylgju- eða venjulegum ofni. Einnig er hægt að hella innihaldinu í pott og hita réttinn þannig. Meira
6. ágúst 1998 | Neytendur | 89 orð

Framköllunarþjónusta hjá Heimilistækjum

HEIMILISTÆKI hf. umboðsaðili AGFA á Íslandi hefur tekið í notkun framköllunarvél frá AGFA. Í fréttatilkynningu frá Heimilistækjum kemur fram að vélin stilli sig sérstaklega fyrir hverja mynd og eigi þannig að hámarka gæði á öllum myndum filmunnar. Meira
6. ágúst 1998 | Ferðalög | 462 orð

Gistiheimilið Rauðaskriða

GISTIRÝMI hefur aukist mjög á undanförnum árum í Þingeyjarsýslum og eru valmöguleikar ferðafólks til gistingar orðnir mjög margir. Segja má að Gistiheimilið Rauðaskriða í Aðaldal hafi starfað allt frá árinu 1990 en í byrjun einungis sem tvö herbergi í íbúð ábúenda, Kolbrúnar Úlfarsdóttur og Jóhannesar Haraldssonar sem þá hófu þessa starfsemi. Meira
6. ágúst 1998 | Neytendur | 84 orð

Hylki fyrir verðandi mæður

PREGNACARE eru hylki sem nýkomin eru á markað og innihalda 16 næringarefni fyrir móður og barn. Í fréttatilkynningu frá i&d, sem sjá um innflutning og dreifingu, segir að hylkin innihaldi ráðlagðan dagskammt af fólínsýru auk skammta af steinefnum eins og sínki og magnesíum auka B-vítamína. Meira
6. ágúst 1998 | Neytendur | 163 orð

Nýtt LGG+ styrkjandi mál

FRAM til þessa hafa neytendur getað keypt LGG+ styrkjandi dagskammt í litlum flöskum. Að sögn Baldurs Jónssonar, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs hjá Mjólkursamsölunni, er nú kominn á markað nýr valkostur í þessum flokki, svokallað LGG+ styrkjandi mál. Sama magn af gerlum er í flöskunum og þessari nýju afurð. Meira
6. ágúst 1998 | Neytendur | 861 orð

Sala á kjúklingabringum slær öll met

"SALA á ferskum kjúklingi hófst fyrir þremur árum og söluaukningin hefur verið stöðug. Í fyrra var hún um 20% og sú aukning hefur a.m.k. haldið áfram þetta ár," segir Bjarni Ásgeir Jónsson, eigandi Reykjagarðs og formaður Félags kjúklingabænda. Hann segir neytendur í auknum mæli kaupa ferskan kjúkling og telur að aukið úrval eigi sinn þátt í vinsældum kjúklings. Meira

Fastir þættir

6. ágúst 1998 | Fastir þættir | 298 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Torfi Ásgeirsson ef

Elleftu spilavikunni lauk sunnudagskvöldið 2. ágúst. 26 pör spiluðu Mitchell og urðu þessi pör efst (meðalskor var 216): NS Gylfi Baldursson - Ásmundur Pálsson 272 Birna Stefnisd. - Aðalsteinn Steinþórsson 250 Erlendur Jónsson - Sigtryggur Sigurðsson 245 Guðrún Jóhannesd. - Bryndís Þorsteinsd. 232 AV Meira
6. ágúst 1998 | Í dag | 39 orð

BRÚÐKAUP

BRÚÐKAUP Gefin voru saman 18. júlí sl. í sóknarkirkjunni í Buckden, Cambridgshire, Englandi, af sr. Jóni Baldvinssyni, sendiráðspresti í London, Tania Bennett og Adrian Townsend. Tania er dóttir hjónanna Hafdísar og Peters Bennett, sem búsett eru í London. Meira
6. ágúst 1998 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Háteigskirkju 11. október '97 af sr. Pálma Matthíassyni Kolbrún Eyþórsdóttir og Þór Hjálmar Ingólfsson. Heimili þeirra er í Hátúni 6, Reykjavík. Meira
6. ágúst 1998 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Skálholtskirkju 27. júní af sr. Sigurði Jónssyni Edda Heiðrún Geirsdóttir og Aðalsteinn Ingvason. Heimili þeirra er í Reykjavík. Meira
6. ágúst 1998 | Fastir þættir | 1175 orð

Frjálst og óbeislað í Tungunum

Hestamannafélagið Logi í Biskupstungum hefur um árabil haldið sitt árlega hestamót um verslunarmannahelgina á svæði sínu, Hrísholti. Að öllu jöfnu er gæðingakeppni á dagskrá auk kappreiða og töltkeppni en vegna landsmótsins fór gæðingakeppnin fram í júní. Meira
6. ágúst 1998 | Fastir þættir | 32 orð

Hallgrímskirkja.

Hallgrímskirkja. Orgeltónlist kl. 12-12.30. Friðrik Vignir Stefánsson leikur. Háteigskirkja. Kvöldsöngur með Taizé-tónlist kl. 21. Kyrrð, íhugun, endurnæring. Allir hjartanlega velkomnir. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 22, kaffi og létt meðlæti á eftir. Meira
6. ágúst 1998 | Fastir þættir | 251 orð

Heklið 276 ll.

Heklað úr PEER GYNT 100% ull. Fæst í 44 litum. ÞETTA sjal er mjög auðvelt að hekla, svo nú er tækifærið að byrja að læra að hekla fyrir þá sem ekki kunna, bara loftlykkjur, keðjulykkjur og stuðlar. LENGD á sjali u.þ.b. 150 sm. Sídd þar sem er breiðast u.þ.b. 62 sm. PEER GYNT Gult nr. 126 7 dokkur Heklunál nr. 4.5 Heklið 276 ll. Meira
6. ágúst 1998 | Í dag | 64 orð

Í dag, fimmtudaginn 6. ágúst, verður fimmtugur Steinþór Eyþórsso

Í dag, fimmtudaginn 6. ágúst, verður fimmtugur Steinþór Eyþórsson, veggfóðrara- og dúklagningameistari, Víðilundi 7, Garðabæ. Eiginkona hans er Eiríka Haraldsdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum á afmælisdaginn í sal meistarafélaganna að Skipholti 70, í dag fimmtudag, milli kl. 17 og 20. Vonast þau til að sjá sem flesta. Meira
6. ágúst 1998 | Í dag | 381 orð

JÖGURRA bíla árekstur varð á Hringbrautinni á þriðj

JÖGURRA bíla árekstur varð á Hringbrautinni á þriðjudag. Sem betur fer urðu ekki alvarleg meiðsli á fólki en eignatjón varð umtalsvert. Ástæðan fyrir þessu óhappi var sú að gæs gekk út á veginn og fremsti bíllinn nauðhemlaði og bílarnir sem á eftir komu gátu ekki stansað í tæka tíð. Meira
6. ágúst 1998 | Fastir þættir | 344 orð

Norðurlandamótið í hestaíþróttum Fimm nýliðar og tveir

NORÐURLANDAMÓTIÐ í hestaíþróttum hófst í gærmorgun með mótsetningu og fánakveðju að Hedeland í Danmörku en að því loknu hófst keppni í fimmgangi fullorðinna og unglinga og fimiæfingum þar á eftir. Í dag fer fram forkeppni í fjórgangi og þá verður keppt í gæðingaskeiði og að því loknu fara fram B-úrslit í fimmgangi unglinga. Meira
6. ágúst 1998 | Fastir þættir | 505 orð

Prjónasíðan Spuni

"Þar eð bók sú, er hjer kemur fyrir almennings sjónir, eflaust er hin fyrsta, er birzt hefir á vorri tungu um hannyrðir kvenna, hefir það verið ýmsum erfiðleikum bundið bæði hvað efni og orðfæri snertir að koma henni í eins æskilegt horf og vjer í fyrstu höfðum ætlað oss; og með því að ekkert hefir fyr verið ritað í þeirri grein á íslenzku, er vjer gátum haft oss til stuðnings, Meira
6. ágúst 1998 | Dagbók | 647 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gær fóru öll herskipin út. Togarinn Cuxhaven

Reykjavíkurhöfn: Í gær fóru öll herskipin út. Togarinn Cuxhaven og Hanse Duo komu inn og Zoja fór út. Ferjur Hríseyjarferjan Sævar.Daglegar ferðir frá Hrísey frá kl. 9 á morgnana og frá kl. 11 á klukkustundar fresti til kl. 19. Kvöldferð kl. 21 og kl. 23. Frá Árskógssandi frá kl. 9.30 og 11. Meira
6. ágúst 1998 | Fastir þættir | 671 orð

Spínat

JÁ, svo sannarlega borðar fólk spínat víða um heim. Eftir að Stjáni blái hámaði í sig spínat fyrr á öldinni og gerir sjálfsagt enn og varð allra manna sterkastur var spínati haldið að börnum með góðum árangri. Á 6. og 7. áratugunum var skv. rannsóknum skýrt frá því að oxalsýra væri í spínati, en hún bindur kalkið þannig að það nýtist ekki. Meira
6. ágúst 1998 | Fastir þættir | 741 orð

Vindheimamelar afgreiddir á einum degi

VINDHEIMAMELAMÓTIN mega muna sinn fífil fegurri þegar hestamenn flykktust víða að af landinu og sett voru Íslandsmet. Nú var hestamót Skagfirðinga afgreitt á einum degi og þótt mótið væri opið öllum var eftir því sem næst verður komist aðeins einn keppandi að sunnan. Meira
6. ágúst 1998 | Fastir þættir | 806 orð

Þokurákir Það er helst þegar menn sitja einir á hólum í íslenskri þoku og þögn að það kemur yfir þá undarleg kennd og þeim

EITT magnaðasta ljóð Goethes er Álfakóngurinn. Í ljóðinu segir frá föður sem ríður að næturlagi í þokunni með ungan son sinn í fanginu. En þeir eru ekki einir. Álfakóngur hefur augastað á drengnum handa dætrum sínum, sem bíða dansandi og syngjandi í álfheimum, og reynir að lokka hann til sín, fyrst með fagurmælum, svo með hótunum. Meira
6. ágúst 1998 | Í dag | 625 orð

Þulan Himnaríkishurð

ÞORGERÐUR hafði samband við Velvakanda og er hún að leita eftir hvort einhver kunni þessa þulu. Var þulan kölluð Himnaríkisþula: Himnaríkishurð var knúð um háttatíma allir góðir englar hrutu yndislegra drauma nutu. Þeir sem kannast við þessa þulu eru beðnir að hafa samband við Þorgerði í síma 4644234. Meira

Íþróttir

6. ágúst 1998 | Íþróttir | 82 orð

1:0Á 61. mínútu áttu Eyjamenn hraða sókn upp vinstri kantinn sem en

1:0Á 61. mínútu áttu Eyjamenn hraða sókn upp vinstri kantinn sem endaði með því að Steingrímur Jóhannesson átti sendingu inn að markteig Blika. Þar kom Ívar Bjarklind og skallaði boltann í netið af stuttu færi. 2:0Á síðustu sekúndum leiksins geistust Eyjamenn upp völlinn. Meira
6. ágúst 1998 | Íþróttir | 66 orð

8-liða úrslit, síðari leikir: SV Salzburg Fortuna Sittard3:1

Intertoto-keppnin 8-liða úrslit, síðari leikir: SV Salzburg Fortuna Sittard3:1 Samuel Koejoe 15., Herfried Sabitzer 63., Eduard Glieder 76., víti - Mark Burke 53. SV Salzburg vann samtals 4:3. Samsunspor - Werder Bremen0:3 -Adrian Kunz 44., Raphael Wicky 77., Torsten Frings 79. Meira
6. ágúst 1998 | Íþróttir | 738 orð

Allt er þá þrennt er

Lið ÍBV komst í úrslitaleik bikarkeppni KSÍ þriðja árið í röð með því að leggja spræka Blika að velli í Eyjum, 2:0. Ívar Bjarklind gerði bæði mörk heimamanna. Liðin mættust einnig í bikarkeppninni í fyrra og þá í 8-liða úrslitum. Þá tóku Eyjamenn Blika í kennslustund og sigruðu 8:1, en leikurinn í gær var mun jafnari. Meira
6. ágúst 1998 | Íþróttir | 675 orð

Aukið úrval góðra kylfinga

Skagamaðurinn Þórður Emil Ólafsson og Ólöf María Jónsdóttir úr Keili hefja titilvörn sína í meistaraflokkum á Landsmótinu í golfi um helgina. Ólöf María varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í Grafarholti í fyrra og þreytir nú frumraun sína sem titilhafi. Hún segist hvergi bangin. "Titilvörnin leggst mjög vel í mig. Ég hef verið að leika betur og betur. Meira
6. ágúst 1998 | Íþróttir | 24 orð

Danmörk - Ísland3:1

NM drengjalandsliða Ísland - Írland0:1 Noregur - Danmörk2:1 England - Færeyjar6:0 Finnland - Svíþjóð3:2 NM kvenna U-21 árs Danmörk - Ísland3:1 - Edda Garðarsdóttir (40.). Meira
6. ágúst 1998 | Íþróttir | 1244 orð

Er áratugarbið Suðurnesjamanna loksins á enda?

Sigurður Sigurðsson, kennarinn í Leiru, varð Íslandsmeistari síðastur Suðurnesjamanna árið 1988. "Það verða fimm menn sem berjast um titilinn, Björgvin Sigurbergsson, Kristinn G. Bjarnason, Sigurpáll Geir Sveinsson, Helgi Birkir Þórisson og Örn Ævar Hjartarson. Björgvin, Örn og Helgi lenda í verðlaunasætum, en ég treysti mér ekki til að segja til um hver þeirra sigrar," segir Sigurður. Meira
6. ágúst 1998 | Íþróttir | 431 orð

Fimm til Búdapest

Framkvæmdastjórn Frjálsíþróttasambands Íslands, FRÍ, ákvað í gær að senda fimm keppendur á Evrópumeistaramótið í frjálsíþrótum sem sem fram fer í Búdapest í Ungverjalandi 17.-23. ágúst nk. Þetta eru Guðrún Arnardóttir úr Ármanni sem keppir í 400 m grindahlaupi, Pétur Guðmundsson, einnig úr Ármanni, en hann keppir í kúluvarpi, Jón Arnar Magnússon, tugþrautarkappi úr Tindastóli, Meira
6. ágúst 1998 | Íþróttir | 28 orð

Golf

Opna Setbergsmótið Án forgjafar: Gunnsteinn Jónsson. GK71 Sigurjón Arnarsson, GR73 Helgi Þórisson, GS73 Svanþór Laxdal, GKG73 Með forgjöf: Eiríkur Þór Hauksson, GSE63 Gunnsteinn Jónsson, GK67 Reynir Ámundason, Meira
6. ágúst 1998 | Íþróttir | 237 orð

INGI Sigurðsson var í leikbanni og lék því ekki

INGI Sigurðsson var í leikbanni og lék því ekki með ÍBV gegn Blikum í gærkvöldi. Hann var í miklu stuði er liðið sigraði Breiðablik 8:1 í átta liða úrslitum í fyrra. VILHJÁLMUR Haraldssonvar einnig í leikbanni og gat því ekki leikið með Breiðabliki í Eyjum. Meira
6. ágúst 1998 | Íþróttir | 145 orð

ÍBV - Breiðablik2:0 Hásteinsvöllur, Coca Cola-bikarkepppnin,

Hásteinsvöllur, Coca Cola-bikarkepppnin, undanúrslit, miðvikudaginn 5. ágúst 1998. Aðstæður: Vestan gola sem hafði lítil áhrif á leikinn. Nokkuð hafði rignt að deginum og örlítið á meðan leik stóð og völlurinn var því örlítið háll. Frekar kalt. Mörk ÍBV: Ívar Bjarklind (61., 90.). Meira
6. ágúst 1998 | Íþróttir | 20 orð

Í kvöld

Knattspyrna: Bikarkeppni karla undanúrslit: Grindavík:Grindavík - Leiftur18.30 1. deild karla: Akureyri:Þór - HK19.00 Borgarnes:Skallagr. - Fylkir19.00 Stjörnugróf:Víkingur - KA19. Meira
6. ágúst 1998 | Íþróttir | 112 orð

Konum fjölgar ÞAÐ verður 341 kylfing

ÞAÐ verður 341 kylfingur sem tekur þátt í landsmótinu að þessu sinni, 299 karlar og 42 konur, og hafa þær sjaldan eða aldrei verið fleiri. Skipting milli flokka er þannig að 46 keppa í meistaraflokki karla, 95 í 1. flokki, 79 í 2. flokki og 79 í þeim þriðja. Tíu stúlkur keppa í meistaraflokki kvenna, 11 í 1. flokki og 21 í 2. flokki. Meira
6. ágúst 1998 | Íþróttir | 126 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR/HMÚrs

ÁTTA liða úrslit á heimsmeistaramótinu í körfuknattleik, sem fram fer í Aþenu í Grikklandi, verða á morgun, undanúrslitin á laugardag og úrslitaleikurinn á sunnudaginn. Á morgun leika Júgóslavar við Argentínumenn, Grikkir mæta Spánverjum, Rússar leika við Litháa og Bandaríkjamenn við Ítali. Meira
6. ágúst 1998 | Íþróttir | 123 orð

Landsmótið í golfi verður allt á Sýn SJÓ

SJÓNVARPSSTÖÐIN Sýn keypti sýningarréttinn frá Landsmótinu í golfi og nú verður í fyrsta sinn sýnt beint frá því. Mótið hefst í dag og kl. 22.35 í kvöld verður samantekt á Sýn og sami háttur verður hafður á með morgundaginn. Á laugardaginn hefst síðan gamanið því þá verður sýnt beint frá Hólmsvelli í Leiru. Útsendingin hefst kl. 14 og mun standa í þrjár klukkustundir. Meira
6. ágúst 1998 | Íþróttir | 134 orð

Magnús Aron kastaði 60,62

MAGNÚS Aron Hallgrímsson, kringlukastari frá Selfossi, varð í þriðja sæti á móti í Helsingborg í gær, kastaði 60,62 metra og bætti sinn fyrri árangur um 17 sm. Sigurvegari varð Írinn Nick Sweeney, kastaði 64,84 metra, og Bandaríkjamaðurinn Andy Bloom varð annar með 62,15 metra. Magnús er 22 ára og hefur æft sl. Meira
6. ágúst 1998 | Íþróttir | 209 orð

Miklu betra

Eftir stórtap fyrir Norðmönnum í fyrsta leik Opna Norðurlandamótsins í knattspyrnu landsliða pilta 16 ára og yngri, tók íslenska liðið sig saman í andlitinu í gær er það mætti Evrópumeisturum Íra á Sauðárkróki. Ísland tapaði 1:0, og lék mun betur en í fyrradag og hefði jafnvel verðskuldað jafntefli að sögn Magnúsar Gylfasonar, landsliðsþjálfara íslenska liðsins. Meira
6. ágúst 1998 | Íþróttir | 579 orð

Ósvikinn strandvöllur

Annar flokkur karla á Landsmótinu í golfi leikur á velli Golfklúbbs Sandgerðis. Í tilefni af því náði Morgunblaðið tali af efnilegum Sandgerðingi, Eiríki Jónssyni, sem er fimmtán ára og kominn með 7,6 í forgjöf. Hann segir völlinn í raun ósvikinn strandarvöll og nokkuð erfiðan. "Karginn er þykkur og grjót er sums staðar fyrir utan braut. Meira
6. ágúst 1998 | Íþróttir | 61 orð

Rástímar Hólmsvöllur í Leiru: 7.302. flokkur kvenna 8.421. flokkur kvenna 9.18mfl. kvenna 9.54mfl. karla 12.181. flokkur karla

Hólmsvöllur í Leiru: 7.302. flokkur kvenna 8.421. flokkur kvenna 9.18mfl. kvenna 9.54mfl. karla 12.181. flokkur karla Sangerði: Meira
6. ágúst 1998 | Íþróttir | 112 orð

Tek ofan fyrir Blikum

VIÐ fengum heldur betur að hafa fyrir þessu. Þetta var mjög erfiður leikur og ég tek ofan fyrir Blikum. Það er engin furða að þetta lið sé efst í fyrstu deild og þó vantaði lykilmenn í lið þeirra í þessum leik," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV. "Það hefur verið þjóðsaga hér í Eyjum að menn vinni aldrei leik eftir þjóðhátíð og þar með hefur hún verið afsönnuð. Meira
6. ágúst 1998 | Íþróttir | 422 orð

Verur úr álfheimum koma kylfingum til hjálpar

Húsatóftavöllur í Grindavík verður vettvangur keppenda 3. flokks karla á Landsmótinu í golfi. Völlurinn er 5.346 metra langur og er parið á honum 70. Til að forvitnast aðeins um hvernig best er að leika völlinn fékk Morgunblaðð góðar ráðleggingar hjá Grindvíkingnum Bjarna Andréssyni. 1. braut, Par 4, 325 m "Teighöggið ætti ekki að valda mönnum áhyggjum. Meira
6. ágúst 1998 | Íþróttir | 172 orð

Þórey sjöunda í Stokkhólmi ÞÓREY Ed

ÞÓREY Edda Elísdóttir, stangarstökkvari úr FH, hafnaði í sjöunda sæti í stangarstökki á DN Gala, alþjóðlegu stigamóti, í Stokkhólmi í gær. Hún stökk fjóra metra og varð jöfn Danielu Bartovu, Tékklandi og Þjóðverjanum Nicole Humbert. Þórey stökk 3,75, 3,90 og 4 metra í fyrstu tilraun en felldi síðan 4,10 metra í þrígang. Meira
6. ágúst 1998 | Íþróttir | 197 orð

Ætlum í úrslit

Grindvíkingar taka á móti Leiftri frá Ólafsfirði í síðari leik undanúrslita bikarkeppni karla í kvöld. Heimamenn höfðu betur í viðureign liðanna í deildinni fyrr í sumar, en hefur fatast flugið að undanförnu meðan Ólafsfirðingum hefur heldur vaxið ásmegin. Guðmundur Torfason, þjálfari Grindvíkinga, segir úrslitin í deildinni ekki skipta máli í kvöld. "Við áttum góðan leik í 2. Meira
6. ágúst 1998 | Íþróttir | 46 orð

(fyrirsögn vantar)

Englendingar og Finnar eru efstir í A- riðli með fjögur stig hvor þjóð. Svíar hafa 3 stig og Færeyingar reka lestina með ekkert stig. Norðmenn og Írar eru efstir í B- riðli, hvor þjóð hefur 6 stig. Síðan koma Danir og Íslendingar, sem eru án stiga. Meira

Úr verinu

6. ágúst 1998 | Úr verinu | 588 orð

Rólegt á öllum vígstöðvum

NÓTASKIPAFLOTINN hefur verið að tínast til veiða eftir verslunarmannahelgina og verður stærsti hluti hans á loðnuveiðum fram til 15. ágúst en þá tekur í gildi bann við loðnuveiðum fram til haustsins. Aðeins voru tvö skip að loðnuveiðum um verslunarmannahelgina, Háberg GK og Grindvíkingur GK, en fengu lítinn afla. Meira

Viðskiptablað

6. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 225 orð

ÐGengi hlutabréfa í Hampiðjunni hækkuðu um 6,1%

TALSVERÐ viðskipti voru með hlutabréf í Hampiðjunni í gær eða alls upp á sjö milljónir króna. Gengi bréfanna í lok dagsins var 3,82 sem er 6,1% hækkun frá deginum áður. Viðskiptin skýrast að öllum líkindum af milliuppgjöri fyrirtækisins sem birtist í síðustu viku en hagnaður af reglulegri starfsemi félagsins á fyrri hluta ársins nam 65 milljónum króna, Meira
6. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 596 orð

ÐHeildsalar af höggstokknum?

Í KJÖLFAR samningsins um Evrópska efnahagssvæðið voru settar hér á landi reglur um matvælamerkingar í samræmi við tilskipanir ESB. Þær fela m.a. í sér að á umbúðum matvæla skuli koma fram innihaldslýsing, nafn og heimilisfang framleiðenda, pökkunaraðila eða dreifingaraðila, sem hafi aðsetur á Evrópska efnahagssvæðinu og að næringargildi vörunnar komi einnig fram. Meira
6. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 161 orð

ÐKaupfélögin

Forsvarsmenn kaupfélaga taka misjafnlega í þær hugmyndir Eiríks S. Jóhannssonar, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Eyfirðinga, að sameina eigi kaupfélög á Norðurlandi, Austurlandi og Vestfjörðum í því skyni að skapa stórveldi í framleiðslu og verslun. Málið hefur lítið verið rætt en víða virðist þó vilji til nánara samstarfs. Meira
6. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 760 orð

Erfiðast að breyta hugsunarhættinum

FORSVARSMENN kaupfélaga taka misjafnlega í þær hugmyndir Eiríks S. Jóhannssonar, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Eyfirðinga, að sameina eigi kaupfélög á Norðurlandi, Austurlandi og Vestfjörðum í því skyni að skapa stórveldi í framleiðslu og verslun. Greinilegt er að málið hefur lítið verið rætt í stjórnum kaupfélaganna og enn síður á félagsfundum. Meira
6. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 307 orð

Esselte kaupir Leitz á rúma 23 milljarða

SÆNSKA fyrirtækið Esselte, sem framleiðir skrifstofuvörur, þar á meðal vinsæl bréfabindi, verður stærsta fyrirtæki heimsins á þessu sviði með kaupum þess á þýska fjölskyldufyrirtækinu Leitz Group á um 2,6 milljarða sænskra króna eða 23,4 milljarða íslenskra króna. Sameiginleg velta fyrirtækjanna er 2,6 milljarðar mörk eða 104 milljarðar íslenskra króna. Meira
6. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 247 orð

Evrópskur áhugi á kvikmyndaarmi PolyGram

EVRÓPSK fjölmiðlafyrirtæki munu líklega taka höndum saman og greiða allt að 1 milljarð dollara fyrir kvikmyndaarm PolyGram NV, sem er talin ein síðasta von Evrópu í baráttunni við Hollywood að sögn sérfræðinga. Meira
6. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 81 orð

Forstjóri Rolls-Royce segir af sér

FORSTJÓRI Rolls-Royce Motor Cars, Graham Morris, hyggst segja af sér vegna uggs um framtíð verksmiðju fyrirtækisins í Crewe á Norðvestur-Englandi. Afsögnin kemur í kjölfar þess að BMW hefur tryggt sér rétt til að nota Rolls-nafnið hjá flughreyflaframleiðandanum Rolls- Royce Plc og Volkswagen AG hefur keypt Rolls-Royce Motor Cars fyrir 479 milljónir punda. Meira
6. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 182 orð

Fyrsta stafræna tækið selt vestra

MATSUSHITA setur fyrsta stafræna sjónvarpstækið í sölu í Bandaríkjunum í þessari viku að sögn Wall Street Journal. Dótturfyrirtæki Matsushita í Norður-Ameríku hefur nýlega hafið sendingar á Panasonic-tækjum með 56 tomma háskerpuskermum frá verksmiðju sinni í Tijuana í Mexíkó að sögn blaðsins. Sjónvarpstækin munu kosta 5.500-6.000 dollara. Meira
6. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 416 orð

Hefur þegar gert starfssamning á Írlandi

JARÐBORANIR hf. hafa stofnað dótturfyrirtæki í Wales á Bretlandseyjum og ber það heitið "Iceland Drilling UK Ltd." Meginmarkmið nýja félagsins er að afla borverkefna á Bretlandseyjum og víðar erlendis. Fyrirtækið hefur nú þegar gengið frá fyrsta starfssamningi sínum ytra en það var við námafyrirtæki á Írlandi. Upphæð samningsins nemur um fjörutíu milljónum króna. Meira
6. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 649 orð

Kvótakerfið og falskur áróður fyrir því Sjónarhorn Hvers vegna má ekki greina frá því, spyr Jón Ármann Héðinsson, að margar

Aftur og aftur sér maður hverning góð staða í dag hjá sumum fyrirtækjum í sjávarútvegi er sögð vera vegna hins ágæta kvótakerfis. Stundum er bætt við, svona til að gulltryggja blekkinguna, að þetta sé "besta" kerfi við sjávarútveg í heiminum. Ekki dugar minna. Þetta kom vel fram í Morgunblaðinu sl. fimmtudag, 9.júlí, í blaðkálfinum "viðskipti/atvinnulíf". Á útsíðu eru skrif undir heitinu "Torgið". Meira
6. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 1212 orð

Nýir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar

SIGRÍÐUR Bergþórsdóttir, MSc. hefur verið ráðin til rannsóknarstarfa hjá Íslenskri erfðagreiningu og hóf hún störf í júlímánuði. Hún lauk BSc prófi í meinatækni frá Tækniskóla Íslands árið 1988 með lokaverkefni í samvinnu við Rannsóknarstofu Háskólans í ónæmisfræði. MSc prófi í ónæmisfræði lauk hún við University of London árið 1994. Meira
6. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 143 orð

Sala GM í N-Ameríku einfölduð

GENERAL Motors bílafyrirtækið hyggst endurskipuleggja starfsemina í Norður-Ameríku til að draga úr kostnaði og einfalda sölu fólksbíla og vörubíla. Í stað fimm markaðssamtaka, sem nú starfa, kemur ein sölu- og og þjónustudeild sem skiptist í fimm landshlutasvið. GM ætlar að halda vörumerkjunum Buick, Cadillac, Chevrolet, GMC, Oldsmobile og Pontiac. Meira
6. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 1382 orð

Samsetning skulda í erlendum gjaldmiðlum SjónarhornLánasamsetning fyrirtækja samkvæmt gengisvísitölu er í fæstum tilvikum

Að undanförnu hefur nokkuð borið á því að fyrirtæki taki lán í erlendum myntum vegna lægri vaxta á lánum í þeim miðað við lán í íslensku krónunni. Lágvaxtamyntir eins og japanskt jen og svissneskur franki hafa verið vinsælar hjá lántökum sem hafa áttað sig á eða haft þor til að horfast í augu við gengisáhættuna sem því fylgir. Meira
6. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 103 orð

Sjö tilboð bárust

SJÖ gild tilboð bárust í ríkisvíxla, að fjárhæð krónur 2.630 milljónir króna, í útboði á ríkisvíxlum til tveggja og hálfs mánaðar sem fram fór hjá Lánasýslu ríkisins í gær. Um er að ræða endurútgáfu á síðasta 3 mánaða ríkisvíxlaflokki með gjalddaga 19. október 1998. Með útboðinu skuldbatt ríkissjóður sig til að taka tilboðum á bilinu 300 til u.þ.b. 4.000 milljónir króna. Meira
6. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 1504 orð

Skiptar skoðanir um hagkvæmni og rekstrarform

Talsverðar hræringar eru að eiga sér stað í eignarhalds- og rekstrarfyrirkomulagi íslenskra fjármálastofnana um þessar mundir. Í þeirri umræðu hafa sparisjóðirnir legið undir gagnrýni um að "óljóst" eignarhald muni reynast þeim þungbært í harðnandi samkeppni á innlendum og erlendum mörkuðum. Meira
6. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 1351 orð

Stefnt að 50­70 herbergja viðbót við Hótel Selfoss Ferðaþjónustusvið KÁ rekur fjölda bensínstöðva, söluskála og

VIÐ endurskipulagningu rekstrar Kaupfélags Árnesinga á Suðurlandi á árunum 1995 og 1996 var nokkrum rekstrareiningum kaupfélagsins steypt saman í svokallað ferðaþjónustusvið. Forráðamenn félagsins ákváðu að leggja áherslu á ferðaþjónustu og þjónustu við búrekstur, Meira
6. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 167 orð

Þrír íslenskir lífeyrissjóðir meðal hluthafa

BANDARÍSKA skyndibitakeðjan Arthur Treacher's, sem er að stórum hluta í eigu íslenskra aðila, hefur sýnt neikvæða ávöxtun upp á 56% það sem af er árinu, að því er fram kom á vefsíðu Bloomberg fjármálafyrirtækisins í gær. Gengi bréfa var nálægt 1,4 dollurum í gær en náði mest tæpum fjórum dollurum á árinu. Meira
6. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 170 orð

Öllum starfsmönnum sagt upp

ÖLLUM starfsmönnum Engjaáss ehf. í Borgarnesi, alls sautján talsins, var sagt upp störfum 1. ágúst og taka uppsagnirnar gildi 1. nóvember. Að sögn Jóns Guðmundssonar framkvæmdastjóra er verið að vinna í því að auka hlutafé Engjaáss, sem nú er um 80 milljónir, og sagði Jón í samtali við Morgunblaðið að vonast væri til að hlutafé yrði aukið um helming. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.